laugardagur, 31. desember 2005

Annállinn...


já, ef þið endist það lengi þá getiði lesið hvað kom fyrir mig á árinu sem nú er að líða....

-Söng á áramótaballi í Leikskálum með hljómsveitinni minni Fritz von Blitz, við sáum um þetta allt sjálf og erum voða stollt af því að gera þetta. :)
-nýársbrennan var haldin degi seinna en reglur gera ráð fyrir þar sem að það var svo vont veður á gamlárskvöld, farið var þá í fræga fyllerísferð þar sem var dregið á og einn maður fékk að kynnast súr og gas sprengingu.
-milli jóla og nýárs dó Trausti.... greyið... Fúsi varð vitni að þeim aðförum. En hann lifnaði við á örskömmum tíma og lifir góðu lífi núna

-Bjargaði 3 göngumönnum frá hálku og köldu veðri þar sem að þeir voru að labba í átt að Stíflisdal og varð veðurteppt þar eina nótt.
-2 Snafsar héldu áfram að spila aðra hverja helgi og bjargaði þetta spilerí fjárhag okkar fúsa þann veturinn.

-ætlaði mér ða ljúka MH á réttum tíma og tók því stærðfræði 503 í kvöldskóla og stæ 403 ( í þriðja sinn) í dagskóla... jakk!!! -sló persónulegt met í leikhúsferðum.. fór 9 sinnum í leikhús á árinu -2 snafsar kláruðu að borga hljóðkerfið -Hamstrarnir fjölguðu sér oft þetta árið... ég sem átti 2 konur.. fékk 17 hamstra i það heila :S

-fór á þorrablót í vík, lítið gerðist annað en við settum saman hljómsveit, ég, einsi, gaui og fúsi og spiluðum eitthvað í hléinu sem við könnumst ekkert við. -afrekaði það að slasa mig frekar lítið á árinu... ég held að ég sé bara orðin flinkari í ða detta! Ragna varð 20 og hélt upp á það með pomp og prakt á Gauknum rúmlega 70 gestir mættu... takk :* -fór í Þorrablótsjeppaferð og var sett í þorrablótsnefnd fyrir næstu jeppaferð.

-datt það í hug að flytja til Ástralíu sem au pair... fann enga nóga hentuga fjölskyldu... en hélt áfram að leita og vona -nýjasta tíska í víkinni var að fara og ELDA eftir fyllerí í vík... -skónum mínum var stolið og ég gisti í heimahúsi hér í vík vegna þrjósku og pirrs yfir týndum skóm... ég réðst samt á mann daginn eftir og hann lét þá af hendi.. -fór í 2 fermingar -fór með fúsa í ferð á föstudaginn langa eins og árið áður, sú ferð varð ekki síður skrautleg heldur en árinu áður, við urðum bensínlaus úti á sandi... ( mælirinn var sko bilaður)

-2 snafsar lögðu land undir fót og spiluðu 2 kvöld á Reyðarfirði í apríl -Ægir stofnaði nýja tísku með að búa til nætursnarl, brauð í vöfflujárni! :) -Vann ferð frá fm 957 á Hróarskeldu í boði Tuborg... frábær ferð í alla staði, fengum allt frítt og búið að tjalda fyrir okkur allt... frír bjór og matur líka... auk þess að við komumst út um allt svæði þar sem við vorum með sérstök armbönd. já.. og ég Bauð FÚSA með mér

-Fór í Hellaskoðun með stebba, sveppa og kalla, mikill ís pirraði okkur en skemmtileg ferð -dimmiteraði frá MH... frábær stund... lékum Bollywood leikara. Fyrirpartý var haldið hérna heima og dagurinn var svo alger snilld í frábæru veðri. -Árún saumaði á mig glæsilegan útskriftarjakka -afrekaði það að úrskrifast með glans úr MH!! risa veisla var haldin heim með 2 bjórkútum og svo ferð á klaustur á ball þegar leið á nóttina... -Ætlaði lengi að fara á sjóinn í sumar... Breyttist aðeins samt þar sem að mörg gigg voru bókuð og margt annað sem ég þurfti að gera. Ég fór semsagt aftur á Höfðabrekku og sé ekkert eftir því. -tókst næstum því að missa af útskriftarveislunni hennar Árúnar vegna mikils misskilnings!

-Skrapp á akureyri ein á fimmtudegi, var þar í 2 nætur ( eina frammi á gangi fyrir framan klósett) fór svo til baka á laugardegi, aftur ein... endaði á balli í tunguseli á laugardagskvöldinu og vann allan Sunnudaginn... týpískt fyrir Rögnu að standa í þessu. -í fríunum mínum frá Höfðabrekku fór ég oftast í sund, sólbað eða til reykjavíkur.

-Söng með pöpunum... tilfinningin að heyra heilt hús með 300 manns kalla mann upp á svið er ólýsanleg... ....að heyra út undan sér kallað ragna, ragna, ragna og fatta þá að það er verið að kalla mann upp á svið... vá -fór til DK á hróarskeldu í byrjun júlí... snilldarferð í alla staði.. sólin skein og við bökuðum og marineruðumst í Tuborg á milli þess sem við fórum á tónleika.

-Unglingalandsmótið var haldið í Vík í sumar.. -Rögnu-pizzu hlaðborð var á höfðabrekku -reddaði 70 manna rútu fyrir sætaferð á ball á klaustri -sat í dómnefn sem forsvarsmaður söngvara í söngvarakeppni á landsmóti -spiluðum fyrir ÓGEÐSLEGA marga í stærsta samkomutjaldi landsins, kynntumst múgæsing og .gaf margar eiginhandaráritanir það sem eftir var helgarinnar.

-prufaði að fikta við að syngja með annari hljómsveit. þar voru þær orðnar 3. -Söng í brúðkaupum í sumar... gaman gaman -Dagga frænka og Siggi giftu sig... flott brúðkaup! -Fór upp í stíflisdal með Fúsa á Stífló 2005. flott brenna í boði Svenna og gaman í alla staði

-Ákvað að flytja til Englands sem au pair, -Bý nú í Englandi hjá frábærri fjölskyldu og kem ekki heim í bráð. -komst áfram í 48 manna úrslit í IDOL... já, þetta gat ég :) hefði samt ekki viljað fara lengra. ég var nebbla að flytil Englands. -Fór að vinna í Holtsbúð, hjúkrunarheimili í Garðabæ. Er núna næstum ákveðin í að læra hjúkrun.

-svenni hélt blesspartý 14. okt. -hélt flott blesspartý 15. okt og allir bestu vinir mínir mættu... -Flutti til Engands þann 19. okt -lærði að keyra vinstra megin á veginum -verð betri og betri í ensku

-bloggaði í 3. sinn um jóin... heimasíðan orðin 2 ára og rúmlega það!
-Þorði út á hraðbrautirnar og get nú heimsótt Svenna og talað íslensku af og til þar sem ég er í Englandi.
-hélt jól úti... skrítin tilfinning að opna pakkana á jóldagsmorgun.
-borðaði íslenska ss pulsu ( þökk sé Bjögga) með hráum og tómatsósu á aðfangadagskvöld
-kom heim um jólin og dvölin framlengdist um heila viku þar sem að afinn úti dó.





Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla!!!
SHARE:

fimmtudagur, 29. desember 2005

heimferð


Ég verð að hryggja ykkur aðeins með því að dvöl mín hérna á klakanum hefur verið framlengd. næstum um HEILA VIKU!
Það fór nebbla svo að afinn dó úti, pabbi hennar. Allt gerðist þetta tiltölulega hratt.
Bræður hennar búa svo í KANADA og ÁSTRALÍU!!
það þarf því að koma allri fjölskyldunni til Englands núna á næstu dögum og herbergið mitt er í láni til þeirra... Því er ekki pláss fyrir mig, hvorki í herberginu mínu eða sem hluti af fjölskyldunni, og ég fer út 8. janúar í staðinn, þegar allt jarðafararstússið er búið.




Þið hafið mig semsagt í heila viku í viðbót við það sem áætlað var í fyrstu?
Heyri ég fagnaðaróp???
SHARE:

myndablogg

Það er svooo gaman að blogga með myndum með :)
vona að ykkur líki það :D

jæja, ég er allavegana komin heim....
alla leið til víkur
lenti kl 12 á miðnætti þann annan í jólum... Ætlaði að taka rútuna til rvíkur og svo leigara heim og redda mér svo í partý til Bjögga og Ellý.
Allt var þetta þaul planað...
:D
Flugið gekk vel þó svo að mér leiðist óstjórnlega að fljúga ein!! sá sem vill koma til englands þann 2. jan kl 17 ver velkominn með ! :(

En planið breyttist smá þegar 2 yndislegir herramenn birtust sætir og fínir úti á flugvelli.. það voru þeir Svenni og Sveppi... takk og þúsund kossar!
kíktum í partý í Keflavík í smá stund og svo fórum við og sóttum Ayu og then off to Grafarholt í partý til Bjögga og Ellý. mjög gaman að hitta fólk aftur....
Ssvaf út í þægilega rúminu mínu í bænum og fór svo að útréttast..
Er semsagt komin með islenska númerið mitt AFTUR og verð með það í gangi líka úti í Englandi ... 8660781 ENDILEGA sendiði mér sms. er smá einmanna hér með síma sem aldrei pípir.
hitti líka árúnu og palla... ooooh hvað það var gott !!!!

posta líka hér inn myndum, sú fyrri er frá partýinu í keflavík og sú seinni þegar éghitti Sveppa og Stebba í London um daginn
SHARE:

miðvikudagur, 28. desember 2005

jólabloggið

já, ég er komin til íslands núna, en ætla að setja inn jólabloggið sem ég skrifaði á jóladag úti í englandi, netið bara bilaði svo ða ég gat ekki sett það inn.. hér er því
enjoy

Já svo virðist sem að ég hafi lifað af jólin hérna úti, but don't hold your breath... það er ennþá annar í jólum eftir... :D

Lenti á svaka djammi á Þorláksmessu.. ætlaði aðeins út með vinkonu minni / Vaidu, kíkja á einn pöbb og vera komi heim á skikkanlega góðum tíma.
Vorum komnar á Vine um hálf átta og skelltum í okkur 3 bjórum.. um 9 var okkur farið að leiðast enda sátum við þarna og störðum í botnana á glösunum sem voru orðin, já eins og ég sagði, 3.
Fengum þá hálf geðveika hugmynd, að skella okkur til Kingston sem er heil lestarferð og strætóferð og tekur um hálftíma að fara með þessum fararkostum... og ekki nóg með það, við þurftum að labba í hálftíma til að komast á lestarstöðina :)
En þetta gerðum við og skemmtum okkur ógeðslega vel...
staðurinn fullur og ógeeeeeðslega mikið af sææææætum strákum... jimundur minn... mar gat varla dansað án þess að slefa ekki svo mikið að maður dytti á sleipu gólfinu.
það voru líka um það bil 70 % þarna inni strákar svo að maður hafði í nógu að snúast... ef þið vitið hvað ég á við.. ;)
neinei.. don't get too carried away...
var svo komin heim með kebab í annarri og lykilinn að útidyrunum í hinni um hálf 4 ... alveg á sneplunum...
var svo alveg hress og kát þegar ég vaknaði um hádegi... Maddie stóð niðri alveg gapandi yfir hvernig í ósköpunum ég gæti sofið ALLAN daginn!! :D

Aðfangadagur var viðburðarlítill... eins og ég segi þá svaf ég alveg til 12 og það var enginn möndlugrautur sem beið mín, var reyndar lambalæri í hádegismatinn kl 2 eins og helgarhádegismatartíminn segir til um. og svo var lítið gert... ég hófst handa við að lesa bókina sem ég fékk í skóinn frá kertasnýki en það var svona líka alveg ggríðar spennandi bók eftir Patriciu Cornwell... gerði þó stutt stopp á lestrinum upp úr sex til þess að setja íslenskan jóladisk í græjurnar og sjóða mér pulsur :D sat svo uppi í rúmi hlustandi á "það aldin út er sprungið" smjattandi á ss pulsu :)

kláraði svo bókina um nóttina og var vakin af krökkunum kl 7 og þau voru búin að kíkja í jólasokkana sína, Father Christmas var búinn að drekka allt viskíið, rúdólf var búinn að NARTA í gulræturnar og hann skildi eftir bréf... þau voru alveg himinlifandi!!
Maddie fékk nýja nintendo advanced og Eddie fékk PSP og 2 leiki ásamt fullt af smáhlutum...
borðuðum svo morgunmat og settumst saman um hálf 9 leitið og opnuðum alla pakkana

ég fékk alveg ótrúlega fínar gjafir ... og gaman að fá pakka líka

-nýtt úr frá mömmu og pabba
-hálsmen frá mömmu og pabba
-írafárdiskinn frá brósa
-hálsmen frá brósa
-fuuuulllt af spennandi hárvörum frá Þorbjörgu og Hildi, og þá meina ég fuuuulllllt ( líka tösku :p) -gerviaugnhárasett (2) og lím
-hárblásara frá ömmu og afa á sunnubraut.
-kerti og glerkertastjaka frá maddie og eddie
-bókina - 101 things to do before you are old and boring frá father christmas
-scented kerti með róandi lykt ( hann veit að það er erfitt að passa krakka :) )
-englabangsa og kerti frá Ninnu í dk
-spil frá ömmu (krakkanna), kannist þið við Mancala ( the ancient strategy game.?)
-og svo fékk ég matreiðslubók með Gordon Ramsey (Hell's Kitchen kokknum) hann er búinn að vera með þætti hérna úti sem heita "the f word" og ég og Mary Ellen erum búnar að liggja yfir...
hana fékk ég frá familíunni..
-svo fékk ég frá bróður Rory og konu hans Karen þýskt súkkulaði.. NAMM

kl 10 skellti ég mér í Kaþólska jólamessu... ( veit nú ekki alveg hvort að það sé leyfilegt... svona þar sem að ég er Lútherstrúar og allt það... en uuu.. þetta er nú allt sama bókin? ))
var ansi skrautlegt, mikið sagt praise the lord og kropið niður af og til... voða flókið sko...
kirkjubekkirnir heima eru sko algert himnaríki á jörðu miðað við þessa sem við sátum á í dag. Það er því ekkert skrítið að presturinn var alltaf að láta okkur standa upp og setjast aftur, hann hefur sjálfsagt séð píningarsvipinn á söfnuðinum... og örugglega til ða krydda upp á þetta lét hann okkur krjúpa svona upp á kúlið :D

Eftir messu fórum við í jólaboð til bróður Rorys og borðuðum svaka góðan mat og eftirmat og drukkum kampavín.. var komin heim svo um 6 leitið. krakkarnir gista þar svo í nótt...

Hef ekkert meira að segja ...
en ég átti góð jól og er nú að koma heim á morgun!!! :D
vúhú!!
þið fáið því pakkana ykkar aaaalveg bráðum :p
og ég mína :)

skemmtilegt að segja það að þar sem að líkaminn minn hefur komist að því að ég er að koma heim á morgun þá hefur hann pantað hálsbólgu, og ykkur til skemmtunar yfir vitneskju þess, þá er pöntunin ennþá að berast :))))

C YA !


SHARE:

föstudagur, 23. desember 2005


Ragna Björg óskar öllum lesendum sínum
Gleðilegra Jóla héðan úr Englandi
Eigiði góði jól
og sjáumst svo sem fyrst


SHARE:

jæja...

Hér er kominn 23. desember. og Alls ekki komin þorláksmessa, enda var engin skötulykt komin í húsið þegar ég vaknaði, þess í stað var farin fjölskylduferð til að kaupa nýjan Þurrkara.. Hinn andaðst í gær, akkúrat á besta tíma á ári!!! :)
Að vana settist ég á gólfið áðan umkringd gjöfunum og hófst handa við að pakka inn :) Það má ekki gera fyrr en 23. desember! :D


Svo er ég búin að pakka niður gjöfunum sem ég ætla með til íslands.
Ég reyndar sendi mömmu, pabba og þráni sínar í pósti svo að þau myndu ekki fara yfirum af söknuði til matargatsins sem étur allan grjónagrautinn ( Frægt atvik síðan frá nokkrum árum... Þráinn mannstu?? :) )
æ ég verð nú að segja söguna...

Man ekki alveg hvað ég var gömul, en ég var orðin langþreytt á að Jói frændi fékk alltaf mönduna í grautnum svo að ég ákvað það eitt árið að ég myndi borða ALLAN grautinn svo að ég fengi hana nú örugglega!!!
Ég borðaði nokkrar skálar ( í minningunni mjööög margar) alveg ÁKVEÐIN í að með því myndi ég sko fá möndluna.
Svo var grauturinn allt í einu bara búinn!!! og engin mandla..
við ásökuðum mömmu harðlega fyrir að hafa GLEYMT að setja hana í grautinn...
mamma sór það af sér hið snarasta og lofaði að það hefði verið mandla í möndlugrautnum...
Smá vangaveltur fóru fram um hvort að einhver hefði kannski bara ÉTIÐ möndluna!!
Þráinn varð þá skyndilega mjög hljóðlátur en spratt að lokum svo á fætur... benti á mig ( sem sat akkúrat við hinn enda borðsins) og öskraði hátt, með tárin í augunum og otaði mjóum puttanum að mér og sagði "ÞÚ HEFUR ÉTIÐ HANA MATARGATIÐ ÞITT!!!!"
ég sat á hinum endanum hálf skömmustuleg enda gat alveg verið að ég hefði étið hana, enda át ég svo mikið af graut að ég var við það að velta út af stólnum... Þegar Þráinn svo hljóp inn í herbergi grátandi yfir að systa hefði ÉTIÐ möndluna gat Jói ekki setið á sér lengur... og spítti út úr sér möndlunni, búinn að vera að éta grautinn síðustu mínúturnar með mönduna uppi í kjaftinum! Helvítið hann Jói.. :)
Þessi saga er rifjuð upp hver jól og auðvitað vinnur jói alltaf og við sökum mömmu alltaf um að hafa gleymt möndlunni...
:)

en á myndinni sjáiði pakkana komna í töskuna sem ég ætla að koma með þá heim í handfarangri... hver á nú hvaða pakka ?

Vissirðu að...
...Að risaskemmtiskipið Queen Elizabeth II brennir galloni af olíu fyrir hverjar 6 tommur sem það hreyfist? ? ?
(já þetta er ensk bók með ensku metra og mælingarkerfi.. urgh)
SHARE:

fimmtudagur, 22. desember 2005

leiðinlegir ávanar..

Já, það eru að koma jól, ef þið hafið gleymt því :D hehe

Kannski að mar skelli sér á fyllerí á aðfangadagskvöld...??
Það er ekkert margt annað inn í myndinni annars.

Svo er enginn sérstakur matur hér á aðfangadagskvöld.
Svo að ég er að spá í að fá mér íslenskar pulsur í pulsubrauði sem að Bjöggi kom með um daginn með sér út...

Sæla, sæla, sæla...

Fékk æðislegt jólakort í gær... og las það upphátt fyrir manneskjuna sem sendi mér það, sá upplestur var þó æði oft truflaður af tárum og snökti hjá báðum aðilum :)
Takk sskan :) Hlakka til að sjá þig!!!!


Er á leiðinni með krakkana í bíó á eftir, að sjá Lassie. Já hver man ekki eftir henni. væri kannski hugmynd að taka Molly með og athuga hvort að hún læri ekki eitthvað af henni Lassie... Eins og kannski að svara nafninu sínu to begin with...

nú eruði örugglega að spá í hvurn fjandann ég var að skíra þennan pistil "leiðinlegir ávanar"...
Er búin að ákveða að á nýju ári (ásamt öllum þessum klassísku áramótaheitum sem mar strengir alltaf) að strengja það áramótaheit að venja mig af því að skilja alltaf alla skápa sem ég fer í OPNA!!! ég labbaði beint á hurð áðan inni í eldhúsi... á kryddskápnum... flatti aldeilis út andlitið á mér á henni... :/ og er hel aum í nebbanum... ég er ekki frá því að hundurinn hafi hlegið að mér...
Eitt ætla ég líka að venja mig... að setja tappa á hluti eftir að ég hef notað þá.
það er eitthvað sem flækist oft fyrir mér líka...

:D

hef svosem ekkert meira að segja nema að...


vissirðu að...
... Kjúklingur er einn af fáum hlutum sem þú getur borðað áður en hann er fæddur og eftir að hann deyr...?
SHARE:

þriðjudagur, 20. desember 2005

alveg að koma jól...

Það eru bara nokkrir dagar til jóla.
Það er ótrúlegt hvað jólin eru lítið mál hérna. finnst það eiginlega hálfgerð synd og skömm!...
En fólk hérna sendir 150 jólakort og ógeðslega margar jólagjafir...
jól gjafa eru hér. Á íslandi eru meiri "jól" sem hátíð.

Allt að verða tilbúið hjá mér... Allar jólagjafir búnar nema ein , en hana kaupi ég í vikunni eða á leiðinni heim. Alls staðar sem hægt er að kaupa hana.
Vill einhver fá eitthvað úr fríhöfninni? málningardót eða eitthvað? náttla miklu ódýrara en heima.
Vín tollurinn minn er fullur. En samt get ég keypt sígó eða neftóbak... just call or sms me... ok?

Ég og Sveppi kúrum upp í rúmi á kvöldin :) hann er góður kúrari :D

hey já...
nú man ég.

Er einhver hérna sem les þetta sem hefur áhuga á að koma hingað til Englands og vinna sem au pair í 6 mán??
einhver sem ætlar að taka sér frí úr skóla eða er búinn í skóla og nennir ekki strax í skóla?
Fleiri upplýsingar fást hjá mér ef þið viljið..
Byrjar í jan. frábært tækifæri!!! og ekki langt frá mér. eiginlega bara mjög stutt. og krakkarnir í sama skóla og mínir..


Vissirðu að ...
...Forneyptar trúðu því að með því að borða steiktar mýs myndu þeir lækna tannpínu??

OJ!
SHARE:

mánudagur, 19. desember 2005

helgar rapport

jæja, þá er ein snilldar helgin liðin..

Eins og ég skrifaði á föst þá fór ég til London..
Ég fór svo til Oxford á laugardaginn og var komin þangað um hálf 2. Strákarnir voru ennþá á einhverri skólakynningu í einhverjum kvikmyndaskóla svo að ég afrekaði það að villast rétta leið niðrí miðbæ... finna bílastæðahús og verslunargötu.. jei. þá var mér borgið.
Sveppi, svenni, stebbi og Bjöggi komu svo aðeins seinna... (hvað er málið með öll þessi s? )
við röltum bara aðeins um og strákarnir versluðu aðeins.
Gerðum svosem ekkert mikið

Fórum út að borða á einhvern steikarstað og þar var maturinn bara mjög góður, þó svo að við höfðum þurft að bíða heila mannsævi við að bíða eftir aðalréttinum, það bjargaði þó geðheilsu okkar að við fengum okkur starter og vorum því ekki að deyja úr svengd á meðan við biðum eftir matnum.
Lagði sjálfsagt í dýrasta stæði sem ég hef lagt bíl í og eyddi um 1300 kall þann daginn bara í bílastæði!
tróðum okkur öllum í Punt bílinn minn og drifum okkur heim seint og síðar meir. verð að viðurkenna að það var MJÖÖÖÖÖG troðið og grey strákarnir sátu kramdir í bílsætinu með kassa, poka og töskur ofan á sér.. en þeir lifðu þetta af með fáar skrámur, marbletti og náladofa.

Eitthvað var mórallinn slappur og lágum heima á kojufylleríi og töluðum fram eftir kvöldi og fórum svo að sofa.
Er ég nokkuð plássfrek??
neeeeeei
það þekkir það sjálfsagt ENGINN ...
í alvöru..
sef eins og engill!

Vöknuðum um hádegi og fengum okkur pulsur í háldegismat, já þið lásuð rétt.. ´pulsur...
Bjöggi kom nebbla með íslenskar ss pulsur, steiktan lauk og ss sinnep.. perfect!
drulluðumst út úr húsi eiginlega aðeins of seint en við ætluðum í Argos einhversstaðar í Oxford. fengum góðar lýsingar, en gerðum okkur ekki alveg grein fyrir því hve langt það væri þangað frá bílastæðinu sem við rötuðum á.
alveg 20 mín labb...
Argos lokað og við fórum í Toys R us... snilldar búð og ekkert lítil..
Ég fékk jólagjöf frá Sveppa...
alveg æðisleg jólagjöf..
Það var tilboð á böngsum þarna.
einn stór bangsi á 2700 kall... eða svo..
það er EKKERT!!
og svo voru 3 fyrir 2 tilboð.
Svo að Sveppi keypti einn fyrir Ayu, einn fyrir mig og einn fyrir Svenna.
Jólagjöfunum VEL reddað..

Ætti kannski að lýsa böngsunum eitthvað frekar, sagði að þær væru stórir...
Þeir eru eiginelga RISA stórir!!
sjáðið bara dúllurnar þegar þeir voru sestir inn í bíl í bílbeltum og alles.
haha. já
svoldið stórir :D
verður spennandi verkefni að koma þeim heim til íslands.
Löbbuðum með þá á öxlunum alla leiðina til baka (þessar 20 mín) eins og litlir krakkar hoppandi og skoppandi á öxlunum á okkur. Held að það sé til mynd af því einhversstaðar hjá strákunum.. MArgar myndavélar með í för sko.


Fórum svo út að borða enn einu sinni og ég fór svo heim á sunnudagskvöldið...

skemmti mér vel og hlakka nú svaka til að koma heim og hita fleiri vini og fjölskyldu...
week to go !

Ekki fara strax... þið verðið að skoða myndirnar frá helginni

og svo

Vissirðu að....
... Það eru fleiri stjörnur til í alheiminum en öll sandkorn jarðarinnar samanlagt?

óver and át
SHARE:

laugardagur, 17. desember 2005

Bloggþörf

Blöggþörf kl hálf 1 á föstudagskvöldi?
þetta getur ekki endað vel...
Annars veit ég að blöggþörf er EKKI góð... maður bloggar yfir sig og þjáist svo af blogg-óþoli næstu daga á eftir.

Hvað er málið með allar þessar sjónvarps-ilmvatnsauglýsingar????
Allt hérna morandi út í þessu á hvaða sjónvarpsstöð sem þú vogar þér að villast inn. Ég meina.. það er ekki eins og þú getir með einhverju móti nálgast lyktina frá sjónvarpinu, og litlar líkur á að þú labbir spes inn í hagkaup til að finna lyktina af CÍNEMA ilmatninu sem þú sást í sjónbartinu kvöldinu áður...

En, nóg komið af röfli.

Ég er sjálfsagt eini kvenmaðurinn sem hefur farið tvær ferðir inn í london ( og ekki af enskum uppruna) og ekki keypt NEITT... hvernig sem það er nú hægt...
Ég kenni því um að ferðafélagar mínir í bæði skiptin hafa samanstaðið af 2 karlmönnum í sitt hvort skiptið... Auglýsi eftir kvenmönnum í næstu ferðir takk! Hitti semsagt Stebba og Sveppa í london í dag. Mikið djö var gaman að sjá strákana :)
alltaf jafn sætir

Hef komist að því að mar verður lestar"veikur" á að vera í lest að lesa og fara afturábak... Nú veit ég hvernig það er að vera sjóveik.. úff

Laug kannski smá hérna fyrir ofan.. tjah, neits, ég skrökvaði, segjum það frekar.
Ég keypti bók á lestarstöðinni...
Skemmtileg bók sem þið eigið eftir að njóta.. :)

bókin kallast "The best book of useless information EVER"
Alveg stórskemmtileg! og stútfull af skemmtilegum upplýsingum um eitthvað sem þú þarft AKKÚRAT ekkert að vita...


Ég ætla hér með að byrja með dálkinn "vissirðu að..."

Vissirðu að ....
... í Indlandi er ódýrara að sofa hjá vændiskonu en kaupa smokk??
SHARE:

miðvikudagur, 14. desember 2005

stríðsástand

Já, það er að takast að losna við eldana sem að hafa logað hérna nokkru norðar við mig.
en hér er samt stríðsástand...
2 auka strákar í heimsókn og guð minn... mér heyrist vera að rífa niður veggi og leika sér með hríðskotabyssur!
Er nú búin að láta þá borða og banna þeim að horfa á DVD... DVD hefði kannski verið ágætur og hljóðlátur kostur...
:D
SHARE:

þriðjudagur, 13. desember 2005

stríðnisskap...

ef ég væri á íslandi væri ég einhversstaðar að stríða einhverjum... Er með svona kitl í maganum og langar að stökkva á einhvern og kítla eða hrekkja ! :)

Ætlaði nú ekki að setja lýðinn í sjokk með blogginu í gær :)
og ætlaði svosem ekkert endilega að skrifa um þetta mál, en endaði samt á því, og bara svona til að svara öllum í einu, þá er ég ekkert afbrýðissöm þessa stundina og líður æðislega! :)

Krakkarnir fara í jólafrí á morgun, það þýðir bara eitt. Ég er að passa þá næstu 2 daga þar sem að Mary Ellen fer ekki í frí frá hennar skóla fyrr en á föstudaginn.
Ég og Maddie erum búnar að ákveða að baka muffins og lakkrískurlskökur á fimmtudaginn og svo kannski fara öll saman í sund í tennis club á föstudaginn.
hey, já talandi um tennis klúbbinn!!! :D
Það þufti að kaupa fyrir mig aðgang svo ða ég fái að koma þangað inn. er alveg voðalega mikið flottur staður og blabla...
Var semsagt keypt sérstakt "nanny membership". sem þýðir basicly að ég má koma þangað og gera það sem krakkarnir gera.
Fékk svo kort í síðustu viku sem mar notar til að komast inn á.
á því stendur nafnið mitt....

viljiði bjóða velkomna

Nanny McCarthy!!! :)

þetta væri flott nafn á sjónvarpsþætti um barnfóstrugribbu :)

Fór í Bear Factory í dag, og keypti bangsa fyrir Ellý og Bjögga sem þau ætla að gefa einhverjum í jólagjöf, tjah, smá langsótt... en ég allavegana keypti og klæddi alveg svakalega sætan bangsa :)
ég vona að sá sem á að fá hann lesi ekki síðuna mína :S
bjöggi þú lætur mig bara vita ok?

fæ að sofa út á morgun!! vúhú!!!
Rory skrapp til Amsterdam í gærkvöldi og kom í dag, hann ætlar að fara með krakkana í skólann á morgun, og hreingerningarfólkið kom í dag í staðinn fyrir á morgun, svo að ég ætla mér að kúra uppi í rúmi og ekki gera neitt fyrr en 10, þarf að fara í söngtíma kl 11 sko

Mamma fékk pakkann sem ég sendi henni síðasta mánudag.
Þeir voru eitthvað búnir að gramsa í jólapökkunum og rífa þá smá upp. Mamma lofar að það sjáist ekkert i þá, ég vafði þá nebbla inn í dagblöð líka sko.

Alveg stórmagnað hvað maður getur skrifað um mikið þegar mar hefur ekkert að segja!
svo að ég ætla ða segja mér að þegja!

Þegiðu Ragna!
SHARE:

mánudagur, 12. desember 2005

að fullorðnast...

þetta er hálf flókið ferli skal ég segja ykkur...

það var svo auðvelt að geta farið út í drullumall áhyggjulaus og farið svo inn í mat þegar mamma kallaði. muniði ekki?
Alltaf er eitthvað meira og meira að læðast að manni og maður er alltaf að læra eitthvað nýtt, ætli maður hætti því nokkurn tíman?
ég á það til að verða ógeðslega afbrýðissöm... mikið rosalega finnst mér það óþægilegt. og ég sit meira að segja og veit af því, og sérstaklega hve fáránlegt það er! en, samt ræður maður ekkert við það og að manni læðast ógeðslegar hugsanir sem eru svo ljótar og illar að maður skammast sín næstu daga að hafa hugsað þær og hafa hatað einhvern.
Afbrýðissemi er eitthvað sem hægt er að stjórna, og líka sjálfselsku. EN... það er svo erfitt að berjast við sinn innri mann... sérstaklega þegar manni finnst eitthvað vera ósanngjarnt eða leiðinlegt eða pirrandi en VEIT að það er eitthvað sem maður verður að sætta sig við og er alveg eðlilegt.
Er þetta bara frekjan sem maður var með þegar maður var lítill... Þráinn má sko ekki fá 3 hubba bubba og ég skellti á puttann á honum. . . Ekki viljandi samt. það var hann sem var ða þvælast með puttann í hurðarkamrinum. Man samt ekki alveg hvort að hann hafi verið hlaupandi á eftir mér með puttann á lofti og verið að núa því mér um nasir að hafa fengið 3 hubba bubba eða þá að hann ætlaði að gefa mér helminginn af þriðja sínu. Eftir eitthvað sem lemur mann í andlitið fær maður sektarkennd og samviskubit, og já, ég held að það sé mikið verra en allt sem ég hef talið upp hér að ofan.
Því að mér er alveg sama um fjandans tyggjóið og að þráinn skuli hafi verið að álpast með puttann í kamrinum þegar ég skellti hurðinni... en ég er ennþá með sektarkennd yfir að hafa skellt hurðum út af tyggjói!
mikið hefur mamma örugglega gaman af að lesa þetta! :)

Ég reyni eins og ég get að sitja og þegja af mér afbrýðissemi, eigingirni og sjálfselsku.
Tekst ekki alltaf vel, auðveldast með afbrýðissemina, hún er oftast líka í garð einhvers sem veit ekkert af því og ég vil ekki að fái að vita.
Það er samt betra þegar upp er staðið að sitja og þegja, ef maður sjái fram á það að ef maður fer að vera með einhver læti, þá kemur þessi nagandi sektarkennd og samviskubitið bítur mann fast í hálsinn og magann... og vill ekki fara.

ég held að þið vitið svona nokkuð hvað ég er að meina.
Allavegana vona ég að ég sé ekki ein svona :s
þið vitið þá orðið ansi mikið um sjálfa mig þá ef ég er ein svona :/
SHARE:

pakkinn kominn..

Jólapakkinn frá mömmu er kominn... :D
sem betur fer voru allar jólagjafir óopnaðar, en það lítur ekki vel út fyrir pakkana sem ég sendi heim, þeir eru að hóta því að opna þá, með mömmu alveg brjálaða í vík :) verði þeim að góðu ef þeir VOGA sér það!

í pakkanum var...

-jólapakki frá mömmu og pabba
-jólapakki frá brósa
-jólapakki frá ömmu og afa á sunnubraut
-jólapakki til Madeleine
-jólapakki til Edwards
-jólapakki til Mary Ellen og Rory
-jólapakki til mín frá jólasveininum (já aldeilis sambönd sem hann hefur skal ég segja þér :) )
-jólanammi!! :D kúlusúkk, súkkulaðirúsínur, tópas, rauður ópal, grænn ópal, nóa lakkrískurl og stór draumur, krakkarnir fengur svo líka draum og grænan ópal ásamt endurskinsmerki.
-dót til að búa til kort

ég held að þetta sé bara allt :)
bíð núna spennt eftir jólapakkanum frá hildi og Þorbjörgu :D
það virðist vera sem svo að ég á eftir að eiga frábær jól hérna. að fá alla þessa jólapakka frá fjölskyldu og vinum ... takk :p
SHARE:

sunnudagur, 11. desember 2005

Djamm og london baby!! -Framhald.

já. allavegana

Vaknaði hress og kát kl 10 á laugardeginum, var ekkert smá stressuð um að sofa yfir mig.. vaknaði þvi kl 7,8,9 og að lokum kl 10! :D
Ég hafði nebbla fengið fyrirmæli um að vera komin á Liverpool street station í London kl hálf 1. Og það tekur mig hálftíma að komast á Waterloo og svo þurfti ég að taka 2 sinnum tube til að komast á Liverpool street.
Ástæðan fyrir þessu ferðalagi var sú að Eggert bróðir hans Svenna var að koma frá Noregi í heimsókn og ég átti að hitta þá þarna kl hálf 1.
Ég var komin tíu mín yfir 12 og á góðum tíma. Svenni inneignarlaus og ég vissi ekkert hvernig Eggert leit út, jah, júh, hafði séð einhverjar myndir.. en taldi mig nú ekki vera það örugga að geta labbað að manninum og sagt hæ ég heiti Ragna.
Heyrði í svenna um korter yfir 12 og þá var hann búin að vera fastur í umferð með rútunni sem hann var í og ógisslega seinn... Var því ákveðið að ég myndi bara hitta Eggert þarna fyrir framan Costa Café.
Fékk nákvæmlegar útlitslýsingar... "já sko.. hann er svona næstum krúnurakaður, svipað hár mér og lítur út fyrir að vera að fara á fjöll" Viti menn... kl korter í 1 labbaði maður þarna að sem ég ákvað að vinda mér að og segja "hæ ég heiti Ragna" við.
Hann hafði víst líka fengið útlitslýsingar... "já sko.. hún er alltaf brosandi"
Ákváðum bara að skella okkur í Tube-ið aftur og fara á Tottenham court road.
fínn staður til að byrja för okkar á Oxford street og keyptum líka inneign handa Svenna :D sniðug ha? :)
Svenni kom svo loksins einhverntíman og við röltum af stað oxfordstreet en beygðum svo brátt af henni og stefndum á Leicester Square og Covent Garden...
Verslaði EKKERT.. .:) believe it or not! (já þið ráðið því alveg ) þvældist því bara inn og út úr skíða-, snjóbretta-, útiveru-, sportbúðum.... Verst að það náðust ekki myndir :) ég hafði nebbla mikinn áhuga á þessum búðum... SÉRSTAKLEGA strákunum sem unnu þarna! :)
Flott jólaljósin þarna...
Just made my day að heyra einhvern gaur á Covent Garden spila "streets of London"
Lag sem minnir mig á Dave síðan frá síðustu jólum þegar ég var í London og á árángursríkar tilraunir Svenna við að kenna mér þetta lag!

læt textann fylgja hérna með


Streets Of London

Have you seen the old man in the closed down market
Kicking up the paper with his worn out shoes
In his eyes you see no pride
And held loosely by his side,
yesterday's paper telling yesterday's news

How can you tell me you're lonely
And say, for you, that the sun don't shine
Let me take you by the hand
And lead you through the streets of London
I'll show you something to make you change your mind

Have you seen the old gal who walks the streets of London
Dirt in her hair and her clothes in rags
She's no time for talkin, she just keeps right on walkin'
Carryin her home in two carrier bags

How Can you tell me....

In the all night cafe at a quarter past eleven
Same old man sitting there on his own
Looking at the world over the rim of his teacup
Each tea lasts an hour and he goes home alone

How can you tell me....

Have you seen the old man outside the seaman's mission
Memory fading like the ribbons that he wears
In our winter city, the rain cries a little pity
For one more forgotten hero in a world that doesn't care

How can you tell me you're lonely
And say, for you, that the sun don't shine
Let me take you by the hand
And lead you through the streets of London
I'll show you something to make you change your mind
I'll show you something to make you change your mind


Fengum okkur að borða killer hamborgara á TGI Friday's. Held að ég hafi verið svaka dóni og gleymt að þakka Eggerti fyrir matinn :/ Svona er mar illa innrættur... Geri það því hér með ef hann les þetta einhverntíma.. Hjúkk! málinu reddað!!! :)
Á leiðinni til baka gáfu strákarnir sér smá tíma til að reyna að vinna stóran bangsa í tívolíi... (ég var ekkert búin að suða sko... HÓST) tókst ekki í þetta skiptið... en þeir fá kannski sjéns seinna :p
Dagurinn leið hratt.. eiginlega allt of hratt...
Maður er farinn að meta tíma sinn með félögum aðeins betur en maður gerði heima. . . Enda er maður svoldið langt frá þeim. En, maður kynnist nýjum :p

Reyndi mitt besta að plata strákana til að koma með mér til Weybridge... Eins og fyrst var ákveðið ætlaði Svenni að koma með mér, en það var áður en Eggert skrapp til Englands. Ég reyndi og reyndi og reyndi.. en allt kom fyrir ekki.. Ég fór ein heim og lokaði gestaherberginu sem ég var búin að gera svo fínt :(
næst kannski bara...

Dagurinn í dag ekkert búinn að vera góður...
Afinn á heimilinu er held ég svona við það að deyja, á að gera tilraun og taka kannski af honum löppina :/ og allt annað virðist vera að bila í leiðinni..
Hef því bara reynt að loka mig inni í herbergi í dag og leyfa þeim að eiga sinn tíma. Nennti sjálf ekki ein út í kuldann.. brrrr :)

Bendi einnig á myndirnar á ragna.safn.net undir djömm í englandi, þar má finna einhverjar myndir frá Oceana og 2 frá london..
SHARE:

djamm og london baby!!

Fór á föstudaginn í Oceana... risastóran klúbb í Kingston-on-Thames. . . Þar er by the way æði að versla!! ;D
Fór með Evelin, og Vaida. 2 stelpur sem ég hef kynnst. Einhvernveginn hef ekki þolinmæði í kringum Evelin, alveg óttalegur krakki og allt er svaka mál... Vaida er algert æði... einnig Rita sem við hittum svo á Oceana.


dönsuðum og dönsuðum. já, og ragna á hælum!! synd að það hafi ekki náðst á mynd! Alveg magnað að maður geti vanið sig á að labba á hælum! hélt að ég einfaldlega gæti það ekki. Það eru líka allar stelpur hérna úti á hælum.. svo ða ég ákvað að slá til. finnst það nebbla svoldið kúl.
Ég stakk samt af frá Oceana... fékk þá flugu í höfuðið ða ég nennti ekki að vera þarna lengur og sendi stelpunum sms og fór... 2 þeirra fengu samt ekki smsið, og þær hittu aldrei 3. stelpuna aftur sem fékk smsið.. þetta olli miklum misskilningi og þær héldu að ég væri týnd!! og, allt fór í chaos.. en það var nú allt vegna móðursýki í Evelin :)
Skemmti mér samt vel :) Alger snillingur leigubílsstjórinn sem keyrði mig heim..

framh. seinna..
SHARE:

fimmtudagur, 8. desember 2005

hefðardama

Já, ég er orðin það flink á hælum að ég er hlaupandi um í háhæluðum stígvélum að setja í þvottavélar og þurrkara og skúra svo þess á milli... Who would have thought!?

Er trúlega að fara að djamma á morgun!! vúhú!! á óógeeeðslega flottum stað!! fór þangað um daginn. Ætla að kippa myndavélinni með núna ef ég gleymi henni ekki.
Svo London (BABY) snemma á lau...

Fór á leikritið hjá Maddie í morgun.. oooh hvað þau voru klár !! Maddie stóð sig auðvitað sem bjartasta og skærasta stjarnan og var alveg að líka það að vera uppi á sviði. Ég sat ásamt ömmu hennar, mömmu og pabba úti í sal, EKKERT minna stolt af henni heldur en hinir foreldrarnir af sínum börnum :)

Bíð núna spennt eftir pakkanum frá mömmu. hann hefur að geyma nokkrar jólagjafir!! vveeeei! :)
já og ..
á laugardaginn.. þá verður jóatréð keypt og skreytt hérna heima. vúbbídú :D

hef svosem ekkert meira að segja, enda er þetta nú annað bloggið mitt í dag :p

ciao
SHARE:

góðan dag, klukkan er 8.. í fréttum er þetta helst.

-Er vöknuð... en þarf ekki að fara í skólann með krakkana... Mary gerir það í dag. hvað á ég þá að gera?
ég er að spá í að fórna make-upinu og nýsléttaða hárinu og skríða upp í rúm og bíða eftir lazytown á BBC two kl hálf 9.
Ég var samt svakalega dugleg í gær og sat ekki auðum höndum. Var rokin út í Waitrose kl hálf 10 og kom klyfjuð heim aðeins síðar. Ég ætlaði nebbla að baka!
sem ég og auðvitað gerði... Bakaði sírópsstangir sem eru fínar, mættu vera aðeins stökkari, en ég kenni þessu breska smjörlíki um!:D bragðast vel! og krakkarnir mjööög hrifnir af þeim.
Straujaði frá mér allt vit í gær líka.
oooj
ég ætla EKKI að eignast mann sem gengur í skyrtum. Ég ætla semsagt að segja það sama og móðir mín sagði við föður minn... Sem betur fer gengur pabbi ekki í skyrtum og ég er hér :)
alveg manndráps leiðinlegt að strauja þetta ! jakks... og brjóta þær svo saman! oj oj oj
annars vil ég alveg eiga mann sem straujar skyrturnar sínar sjálfur.
Heima hjá mér er samt ekkert algeng sjón að sjá föður minn við strauborðið... held að fáir karlmenn standi við strauborðið nema við illa nauðsyn.

Söng á tónleikunum á þriðjudaginn. . .
fyndið.
var fyrir frekar veikt fólk á elliheimili.. og ein kona alltaf að kalla fram í . svoldið kú kú greyið. en skemmtilegt, vann náttla með nokkrum svona í Holtsbúð.
kórinn, ef kór skal kalla. komst í gegnum þetta svona ca. skammlaust en ekki meira en það. Efa að ég mæti aftur á kóræfinu :D
Mig langar samt að komas í gospel kór!

Madeleine er að leika í skólaleikriti í dag og ég ætla að fara ásamt Rory og Mary Ellen og sitja stolt út í sal :) hún leikur nebbla Betlehem stjörnuna.. "the SHINIEST star", segir Maddie og dregur ekkert úr SHINIEST.

Er líklegast að fara til London um helgina..
já. og ég er að fara.. vona bara að Svenni sé að fara líka :) svo að ég verði ekki ein og sorgleg á Oxford street að skoða jólaljósin með egg-nog í annari og myndavélina í hinni. sjáum bara til með það :)

jæja, kvittið nú gerpin ykkar!! :D

óver end át!
SHARE:

þriðjudagur, 6. desember 2005

heyrðu! Allir pakkarnir eru merktir STRUMPUR!

Ef að fólk er eitthvað að horfa á mig á leiðinni frá skólanum eftir að hafa skilað krökkunum á sína staði, þá er alveg skelfilegt skítaglott mér :)
ástæðan er allavegana sú að ég er að hlusta á Strumpajól diskinn á ipodinum mínum sem er að bjarga geðheilsu minni hérna, er alltaf að labba hingað og þangað.
Þessi lög eru svoo fyndin :)
lag dagsins í dag er
"skyld'það vera Strumpahjól?"

Er að syngja á jólatónleikum á eftir ... hvernig gerðist það nú eiginlega?!
það er góð spurning?
langaði svo að syngja jólalög og var eitthvað að suða í mrs Wilcox um að fá að syngja jólalög í söngtímunum, hún benti mér þá á að mæta kannski á kóræfingu á þriðjudaginn síðasta og fá þá að syngja með.
Ég er hálf fegin að koma svona inní "kórinn" svona langt kominn inn á æfingarferlinu enda kunna þær ekkert að lesa nótur og geta ekki raddað ! :D
mér finnst þetta nebbla gaman af því að ég get lesið nóturnar og fæ að leika mér að radda það sem ég kann.
Mrs. Wilcox sagði að ég yrði nú eiginlega að mæta á tónleikana, ef að tónleika skal kalla, en við erum að syngja fyrir eitthvað gamalt fólk... hentar vel enda eru þetta allt kellingar og ein sem er örugglega 103 ára! jarmið sem hún getur framleitt er alveg svakalegt !
fer semsagt í söng kl 11 og æfingu kl 14 þar sem við förum yfir eitthvað af lögunum og svo fæ ég nokkur lög sem ég hef ekki séð fyrr en ég mæti á tónleikana kl 16. hljómar allt svona gríðar spennandi ! :D
Mary Ellen og Rory tóku þessu svaka vel og Rory sækir krakkana svo að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því.

that's all folks
C YA !
SHARE:

sunnudagur, 4. desember 2005


jæja, hér er loksins aðventukransinn kominn... við krakkarnir máluðum svo kertin :) svaka flink er það ekki? Mér finnst hann nú bara hafa tekist alveg ágætlega miðað við að hafa EKKERT af viti í höndunum.. finnst ykkur ekki?
SHARE:

laugardagur, 3. desember 2005

spes...

hafiði lent í því að vera með extra tyggjópakka,,, fá ykkur eitt og það er vitlaust tyggjó í pakkanum...?
fékk mér eitt áðan út silfur extrapakka og viti menn.. það var ljósgrænt. :)
bara svona pæling.
SHARE:

þrumur og eldingar

slapp vel í gær þegar ég fór að sækja strákana í skólann.. var smá úði og ég, svona bara til að sýna hve mikill englendingur ég er, þrammaði með regnhlíf og stóð fyrir utan skólann ásamt öllum hinum regnhlífunum, það eru til alveg endalaust margar tegundir af regnhlífum!
strákarnir löfruðust út rosalega seinir, svo magnað hvað strákar geta verið viðutan og geta svosem bara labbað í hringi í 1 tíma eða svo og ekkert munað hvað þeir eiga að gera.
skal setja dæmi á eftir...

en...

það sem ég ætlaði að segja
þegar voru svona ca 5 skref í húsið byrjaði úðinn að breytast í rigninu... og þegar ég var að loka hurðinni var úðinn orðinn að hagléli, og þegar ég kom inn var komin rigning með hagléli og svo fór guð að taka myndir af mér!
þvílíkar eldingar og þrumurnar eins og ALLUR bandaríski herinn hafi ákveðið að fara frá írak í herþotum og flogið yfir húsið.

hin sagan um að strákar geta dröslast í marga tíma var sú að ég bað hann voða næs að vera ekki lengi í sturtu eftir sund.þar sem að amma hans væri að bíða með kvöldmat og Madeleine var þar og audda afinn. ég beið og beið og eftir heilar 25 mín labbaði ég á eftir 3 öðrum mömmum sem voru komnar öskuillar líka.
ég sagði honum að það væri EKKI kurteisi að láta ömmu, afa, madeleine og mig BÍÐA eftir sér með einhverjum fíflagangi. og ég hafði beðið hann um að vera snöggur.
varð svo svaka grimm og
bannaði honum svo að fara í sweet shop í staðinn og hann varð öskuillur! :D
já, mar gefur ekkert eftir!!
leið samt ekkert smá illa yfir því á leiðinni heim með að hafa refsað honum svona. Hann sem sagðist HAFA ÞURFT að bíða eftir Oscar, hann hefði verið svona lengi. En á annað borð þá er það líka Molly að kenna að hann er lengi að fara í skóna. svo að ég nenni ekki að hlusta á það.
Ég sagði samt Mary Ellen frá þessu, og hún sagði mér til léttis að þetta hefði verið rétt og að hann hefði aldrei átt að fá einhverja umbun fyrir að fara ekki eftir því sem ég sagði.
Hann fékk svo smá lesningu greyið þegar hann kom heim og hann kom svo og baðst afsökunnar.
Ég eins og alger auli sagði bara takk :)

nóg í bili...

C ya!



SHARE:

föstudagur, 2. desember 2005

hundadagar

lítið svosem búið að gerast.

Búið að vera skrambi kalt upp á síðkastið, og sérstaklega hér inni í húsinu. enda eru englendingar afar furðulegir.
Hér eru húsin ekki hituð nema frá 7-10 á morgnana og frá 5-10 á kvöldin (ef þá það!) , já og það er einmitt enginn hiti á meðan ég er ein heima. bbbbrrrrrrr

Maður er að vinna sér til hita eins og brjálæðingur suma dagana. 2 síðustu dagarnir hafa þó verið sæmó þar sem að það hefur rignt eins og brjálað.

fékk æðislegan pakka á mánudaginn frá mömmu.
-í honum er hekludótið mitt ( ætla að reyna að klára endalausa tímafreka sjalið sem ég er búin að vera hekla síðan í 9. bekk)
-suðusúkkulaði
-nóa lakkrískurl
-uppskriftin af minu uppáhaldi, lakkrísbitakökunum
-súkkulaðiuppskriftarbók frá nóa
-nýtt útlit blaðið mitt
-íslenskur jóladiskur

svo að nú er ekkert að vanbúnaði en að koma sér algerlega í jólaskapið!

englendingar eru ekkert fyrir að skreyta sýnist mér. Hvergi komnar jólaseríur í glugga á húsum, en verslunarmiðstöðvar og götur eru samt skreyttar. hér eru heldur engin aðventuljós og engin hefð fyrir aðventukrönsum.
Mér finnst nú vera skilda að hafa aðventukrans! svo að mán, þri og mið var ég út um allan bæ og í 2 öðrum bæjum líka ða finna það sem mig vantaði. T.d. er ekki sjéns að fá grenigreinar!! what the ? fékk heldur hvergi basthring til að vefja grenið utan um. endaði á að kaupa tilbúinn grenihring á 1500 kall! urgh. hvergi til neitt skraut til að stinga í kransinn.. ég endaði á að kaupa í gerviblómadeild í svona "blómaval" búð einhverja grein með gulli á sem ég reif svo niður með tilheyrandi glimmeri út um allt. en ég ætlaði nú ekki að fara að gefast upp. pliff!
svo keypti ég gullglimmer og erum ég og krakkarnir búin að mála kertin með því. þetta er semsagt allt að skríða saman vonandi. set inn mynd þegar þetta er alveg tilbúið.

fékk 2 pakka í gær svo :D þarf lítið til að gleðja mann..
Annar var frá Ninnu í danmörku.
-í honum var jólapakki sem ég get varla horft á án þess að opna svo að ég hef falið hann ofan í skúffu inni í skáp
-jólasveinanammi
-súkkulaðikúlur
-haribolakkrís
og ógeðslega fallegt bréf.

Hinn pakkinn var ekkert merkilegur, enda var hann frá sjálfri mér!
ég sendi nebbla varasímann minn sem átti að vera með íslenska sim kortinu í til svenna þar sem að hann gleymdi hleðslutækinu af sínum síma á íslandi. Hann náði aldrei að ná í símann á pósthúsið svo að ég er komin með símann aftur rúmum mánuði seinna, hef reyndar ekkert að gera við hann þar sem ég týndi auðvitað sim kortinu í millitíðinni.
anyway..

Hundurinn er að gera mig crazy,
hún er á lóðaríi og má ekki fara út að labba, þar sem við löbbum eru nebbla ógisslega margir hundar og hún má bara fara út í garð. ég hleyp því út um allt hús með tissjú á eftir hundskottinu (eða síðustu 2 daga) og þarf að ignora hana þegar hún vælir hástöfum við dyrnar og vill fara út að labba. reyni þó að fara með hana út í garð og leika við hana svo að við verðum ekki báðar brjálaðar. :)
bara 2 og hálf vika eftir af útivistarbanninu hennar! :(

er búin að uppgötva algera snilld.
jólaútvarpið, bara með íslenskum lögum. Verst er að maður fær smá heimþrá við að hlusta á íslensk jólalög. og er það í fyrsta sinn sem ég hef fundið fyrir henni. en væri ég í bænum að hlusta á jólalög þá myndi ég helst vilja vera í Vík og svo öfugt. þannig að nú nýt ég þess að hlusta á jólalögin.
hlakka bara til að fá jólagjafir frá fjölskyldunni minni á íslandi (og kannski vinum ef þeir hafa fyrir því að senda þær ) og prufa ensk jól, og svo kem ég nú heim þann 26.
Er búin að kaupa mér jóladagatal, það er sko mars-jóladagatal! grunar að það sé mars-stykki í stærsta glugganum, en ég bíð spennt! :)

ekki meira í bili. þarf að fara að sækja strákinn og vin hans úr skólanum, Madeleine kemur ekki í dag með mér, she's got a playday at a friend's house.
ég held að 2 9 ára strákar séu verri en ein 6 ára stelpa og 9 ára strákur. svo að ég bý mig undir stríðsástand. eða sendi þá bara út að leika við Molly! :D það væri náttla hugmynd
SHARE:

sunnudagur, 27. nóvember 2005

blogg? núna?!

Er ennþá að pirra mig á þessu með að anda bara út um eina nös í einu.. af hverju vissi maður þetta ekki?!
maður veit margt annað MIKLU ómerkilegra :D
og af hverju var maður ekki búinn að fatta þetta??
allavegana
þátturinn er aftur í kvöld sem að kemur með merkilega staðreynd vikunnar svo að ég ætla að reyna að muna hver hún verður, hún getur varla verið merkilegri en andaútumaðranösina staðreyndin :D
eruði ekki annars búin að prufa þetta?

Fór til oxford á föstudaginn. Planið var að fara á pöbb. sem hét 5 bells.. I THINK. já hann er staðsettur hjá skiltinu sem á stendur "úti í rassgati" en þökk sé góðrar leiðsögnar frá *hóst* mér...
já ok, ég skal viðurkenna að ég stóð mig EKKI eins og ég hafði lofað að gera, en Davíð reddaði þessu.... það var bara allt of mikið af 4 í þessum veganúmerum sem ég varð að muna!
en man núna A41, A418 og A4164... hver ruglast ekki á þessu? ha?!
strákarnir stóðu sig mjög vel, en ég átti eiginlega erfitt með að sitja og ÞEGJA! fannst ekki alveg passa að sitja út í sal... en þeir gátu þetta, og ég var ekkert mikið að reyna að stela vini mínum, honum Mic.

fór alvarlega í ruglið..
á leiðinni heim tókst mér þó að halda mér vakandi alla leið.
sagði samt einhverntíman á leiðinni "þið verðið að stoppa!" strákarnir Róbert og Svenni vissu í hvernig ástandi ég var og litu á hvorn annan "oó,,, hún þarf að æla!"
þá hnussaði í mér!!! nei! ég þarf að pissa! það var samt alveg nauðsyn að stoppa sem fyrst, mér virkilega var mál!
á einhverjum afleggjara stoppaði Róbert og Ragna stökk af stað, sá nokkur tré (stór runni) og ákvað að fara bak við hann og pissa þar.
hljómar vel á prenti. og já, hljómaði vel í höfðinu á mér at the time! því hoppaði ég af stað og tókst ekki betur en svo að ég endasendist beint á höfuðið!! nei, eiginlega beint á rassinn.. en lá alveg marflöt, hangandi dauðahaldi í einhverja fjárans greinina sem var örugglega til þess að ég hafði dottið the first place.
Svenni kom og ætlaði að bjarga mér, en ég pirraðri en aldrei fyrr öskraði á hann að láta mig vera!!! og velti mér á lappir aftur. Til að láta greinar og tré ekki vera fyrir mér aftur tók ég tilhlaup og braust í gegnum runnann... því að BAK VIÐ HANN SKILDI ÉG PISSA!!
tilhlaupið tókst vel og ferðin gekk ágætlega, fann samt greinar stingast í mig út um allt.
pissaði og fór til baka, án mikilla skakkafalla.
Þegar ég kom svo í bílinn aftur var mér ÓGEÐSLEGA ILLT í löppunum. ég var í buxum sem ná bara rétt fyrir neðan hné... sviði og stingir út um allt.
lyfti þá upp öðrum fætinum og viti menn, það blæddi all hressilega úr ristinni á mér og ég gerði mér grein fyrir það aðeins síðar að allir stingirnir á leiðinni voru BRENNINETLUR!!
já, dauði og djöfull hvað þetta var vont! ein stunga er vond en margfaldið það með 90...
kuldaskjálftarnir þegar ég ætlaði að fara að sofa voru alger martröð... er öll rispuð og fín í þokkabót og mig svíður, klæjar, er dofin og kallt á löppunum og höndunum þar sem stungurnar eru.
oj!
Það mætti halda að ég hafði ekkert lært úti í DK þegar ég og fúsi fengum svipaða hugmynd að pissa í skógi og auðvitað ragna í pilsi.. það var samt allt öðruvísi. ekki jafn vont og ekki jafn mikið..
oj
Týpísk ég!!

stoppið mig næst þegar ég fæ þessar snilldar hugmynd, eða klæðið mig í buxur í fullri lengd! takk :D

fór svo í ævintýranlega ferð til London, nánar tiltekið til Cobham, held ég að það hafi heitið. hitti þar strák sem heitir Sverrir og hann sýndi mér þarna allt í kring, fórum svo á Covent Garden market og enduðum í China Town þar sem við fengum okkur að borða ansi misheppnaðan kínverskan mat! oooj,
hætti mér á curry Chicken... alveg ógeðslegur réttur að horfa á ... og bragðaðist eins og hann hafði komið úr örbylgjofni...
ætla í Tesco og tjékka hvort að ég finni ekki eitthvað sem lítur út eins til að sanna mál mitt!

komum svo seint til oxford aftur, gengin upp að öxlum og ég var svo komin heim í Weybridge rétt yfir 12.
gott að sofa út í morgun! :)))

Ég prufaði allavegana neðanjarðalestinrnar for the first time þar sem ég þarf að redda þessu sjálf! hef alltaf farið með einhverjum sem kann þetta inn og út og elti bara :)
mjög stolt og get nú boðið hverjum sem er með mér til london að versla á oxford street! :D

jæja
over and át
SHARE:

mánudagur, 21. nóvember 2005

pirri pirr

Það er eitt aðeins að pirra mig...

Heyrði í sjónvarpsþætti í gærkvöldi að maður myndi bara anda út um aðra nösina við venjulega öndun.... og að líkaminn skiptir um nös á ca. 20 mín fresti!!
Verst er að ég er hálf stífluð og ein virkar bara...
Vill einhver prufa þetta??

Var mælt með að setja vísifingur fyrir nasirnar og færa hann á milli...
SHARE:

sunnudagur, 20. nóvember 2005

Sunnudagur

já í dag er alger sunnudagur.
Fjölskyldan fer í messu á sunnudagsmorgnum og allt. Vaknaði kl 8 hress únd kát... bölvaði yfir klukkunni og sofnaði aftur.
Hefði betur ekki gert það. Því að ég byrjaði að dreyma ógeðslega steypu. Eitthvað um það að stelpa sem ég þekki og líkar ekki við var með tilraunarglas með sæðisfrumu í ... og mar gat alveg vel séð hana. hún blikkaði og allt! :) svo fór tíminn frá 8-10 í það að elta þessa geislavirku sæðisfrumu um heilt hótel og skríða upp í rúm hjá körfuboltamönnum að leita að stelpunni sem kom með þetta helvíti in the first place...
já, finnst ykkur ekki magnað hvað hausinn á manni getur sett saman?

Beef Roast í hádegismatinn sem aldrei þessu vant var kl 12, en maturinn hér á sunnudögum er oftast kl 2 og svo bara snarl í kvöldmat.

Varð alveg rosalega eirðarlaus í dag. Hafði einhvernveginn ekkert að gera. Engan til að plata og engan til að fara til. 2 af au pair stelpunum sem ég þekki hérna eru veikar og ein var að passa svo að ég gat ekki gert mikið.

Fór því í allt of heitt bað og las bókina sem ég er búin að vera að lesa hérna síðan ég flutti. týpísk kellingarbók og ekkert allt of spennandi en svona líka ágæt afþreying með skemmtilegum skrifum um ástarblossa og ómöguleg hjónabönd. Ég glotti því pínu og segi. heppin ég að vera ég !


planið núna er að naglalakka á mér táneglurnar, borða gulrætur og drekka te! :D hljómar þetta ekki alveg ógeðslega ENGLISH!!!

Mig langar að fá einhvern í heimsókn til mín fyrir jól :(

ógeðslega ódýrt að versla hérna jólagjafir krakkar!!
og baaara að skella sér!
ég sæki ykkur bara á flugvöllinn. ekkert mál!
SHARE:

laugardagur, 19. nóvember 2005

jóla hvaaað?

Eins og Fúsi sagði í gær þá er ég stödd í Himnaríki fyrir Rögnu :D
Hér eru jólalög í öllum búðum og jólaljósin voðalega falleg í myrkrinu!
Ég er það jólaleg að ég er búin að kaupa allar jólagjafir nema 3 en það er samt ekkert hræðilegt, enda löngu búin að ákveða HVAÐ ég ætla að kaupa!

Er að passa bæði kvöldin um helgina svo að ég fer nú eitthvað lítið. Ætlaði til Cambridge á morgun, en grey Rita er veik heima og fer eitthvað lítið. . .
Seinna bara :)

Átti voðalega voðalega voðalega næs kvöld í gær.. og alveg skelfilega sorglegt...

það er sorglegt að
-Vera ein við arineld í myrkrinu
-vera kalt á tánum og stinga þeim undir magann á HUNDINUM
-Horfa á gamanmynd aaaalein
-Borða SÆTT popp

EN mér leið vel :) Hefði samt ekkert verið verra að hafa einhvern til að kúra upp við svona upp á félagsskapinn :p
SHARE:

fimmtudagur, 17. nóvember 2005

jólagjafalistinn 2005

djö... þetta átti að vera svooo sniðugt hjá mér..:D
ætlaði að redda mér helviti vel og copy-paste-a gamla óskalista hér áður af blogginu og setja þá inn :) eða það sem ég fékk ekki og langaði ennþá í.

Verst er að ég hef annað hvort fengið þetta allt í gjafir eða keypt það sjálf á endanum, enda alveg orðin úrkula vonar sjálfsagt um að eignast þetta aldrei.

Mig langar í ....

-Augnhárabrettara
-Nigella Lawson bókina
-Capo á gítar ( ekki að ég kunni eitthvað á gítar, en ég kann heldur ekki að hækka lögin manually sjálf ;) )
-stóóóóóran NEMO bangsa ( búin að langa í einn síðan ég fyrst sá myndina.. fann svo Disney búð í vikunni og ætlaði að kaupa STÓRAN nemo... en hann var ekki þar :( ég fór með tárin í augunum heim .... :( )
-gott body-lotion... með góðri lykt takk!
-flott hálsmen, eins og er í tísku núna... gamaldags semsagt
-skrúbb til að nota i sturtu..
-vesku... mér er aaaalveg sama hvernig :) mætti samt vera í stærra laginu og mjúk :)
-flotta lyklakippu... er með ógeðslega ljóta hér
-almennilegan hárblásara
-olíuliti... (já hver veit nema að ég máli annað málverk á ævinni :) )
-eitthvað föndur :) ekki halda að mér leiðist ;)
-augnskugga... ég veit hvernig :D frá bodyshop og heitir eye shimmer og er nr 02
-gerviaugnhárasett... er búin með hitt.. langar í með stökum augnhárum.. koma í 3 lengdum í pakka
-nýju bókina hans arnaldar... og svosem ALLAR spennusögur yfir höfuð
-myndaramma með myndum af vinum mínum í :)
-ætla að vera voðalega baddnaleg og segja írafár diskinn ;) mar vill alltaf vita hvað Viggi frændi er að gera
-bjór-glasa-stand á micstandinn minn :)
-fótsnyrtisett
-augnháragreiðu


eigum við ekki bara að segja þetta gott???
úff.. þetta var bara pínu erfitt!
SHARE:

miðvikudagur, 16. nóvember 2005

Miðvikudagur

jæja

Ég hef verið hérna í akkúrat mánuð!
finnst ykkur þetta ekki hafa liðið fljótt??

það eru bara 8 mánuðir eftir :(

get samt ekki beðið eftir sumrinu!!

hef óskaplega lítið að segja í dag svosem.
Hundurinn flaug á hausinn í gær beint í drullusvað í göngutúrnum... Ragna varð því að fórna sér og taka fram hundasápuna og þvo hana alla upp og niður. lítið mátti sjá hvort okkar átti að baða eftir þetta, en hún má samt eiga það að hún getur nú verið alveg kjurr greyið. það var eila bara ég sem var klaufi með slönguna. og svo finnst henni gott að þurkka sér með því að nudda sér utan í mann... þarf að reyna að venja hana af því....

ekki lent í neinum kóngulóarævintýrum síðan á mánudagnn samt. thank god :D

Ég er byrjuð á að kaupa jólagjafir ! vúhúú
búin að ákveða nokkrar og búin að kaupa 2 og smá hluta af 3.
Ég held samt að ég fari ekki að standa í því að senda þær allar heim áður en ég kem. þið megið samt endilega senda gjafirnar til mín hingað út :p
Ég kem svo með mínar 26. des :D

en sé samt til hvað þetta verður þungt.
SHARE:

mánudagur, 14. nóvember 2005

Arachnophobia!

já, ég er alveg skelfilega hrædd við kóngulær...
það er minnst fyndið í heiminum, ég er alveg rosalega hrædd við þær.

Hef verið að velta því svoldið fyrir mér hvað ég á að gera hérna úti ef að ein verður á vegi mínum...
Hugmyndin er að þjálfa Molly í að éta þær... verst er að ég þarf að reyna að kenna henni það einhvernveginn, og þá þarf ég líklega að vera í nánd við þessar ógeðslegu skepnur. :/

í alvöru, ég græt bara ef að það er ein á rúminu mínu!

allavegna...

ég er að komast að því sem ég ætla að segja.

sá eitt stk dordingul koma í james bond stellingum og í sigi fram af gleraugunum mínum eftir göngutúrinn í morgun með Molly.
Þessi flinki James Bond var á fullu steam-i niður enda brjóst í sjónmáli.. ég vissi að ég væri bara ein heima og hundurinn í tómu tjóni blaut úti, eitthvað varð ég að gera. svo að ég í fullu kúli.. labba að eldhúsvaskinum...
tek af mér gleraugun og skolaði james bond wannabe-inu niður í vaskinn og gekk glottandi í burtu, hugsandi.. múhaha.. loooser

Ragna er samt ennþá hrædd við kóngulær :(

Rokkgellan varð svo að fara beinustu leið í sturtu því að mér fannst vera 200 AÐRIR james bondar í hárinu á mér... allir á leiðinni í áheyrnarprufu fyrir næstu mynd....
SHARE:

hætt að hugsa um karlmenn!!!

já, ég segi upp! :)

Þeir eru ekkert nema vesen...

ég hef samt fundið mér betra á áhugamál!....

look at my baaaaaabyyy!! :)
Hann er reyndar ekki kominn enda sérpantaður. :) svo gott sem :)
release date var 19. sept 2005. Þetta útlit semsagt. annars kom hann á markaðinn í maí 2005


allar HELSTU upplýsingar um barnið mitt:

Features:

JavaYes
3GYes
ConnectivityInfrared, Bluetooth® 1.2, Built-In Modem, USB
Battery lifeStand by/talk time: up to 240 hours /10 hours
Expansion Slot Memory stick Duo
Dimensions102 x 49 x 23.6 mm
Weight128g (with battery pack)

Additional Technical Details:
Screen:
- 176x220 pixel
- Colour LCD 262,144
External screen:
- 101x80 pixel
- Colour LCD 65,536
Networks:
- UMTS
- GSM 1900
- GSM 900
- GSM 1800
Sizes:
- 102 x 49 x 23.6 mm
- 4 x 1.9 x .9 inches
1.3 megapixel camera
Imaging:
- Picture editor
- Sound recorder
- Picture gallery
- Picture effects
- Picture Phonebook
- Picture wallpaper
- Backlight display
- Camera integrated
- Email
- Instant Messaging
- SMS long (Text Messaging)
- Camera rotate (Motion Eye)
- Themes display
- MMS (Multimedia Messaging)
- QuickShare™
- MMS templates
- Video streaming
- MMS Video
- EMS (Enhanced Messaging)
- Dual LCD
- Video Clip
- Video call
- Screensaver
- Viewfinder display
- Predictive text input
Entertainment:
- Melody composer/MIDI (MusicDJ™)
- Media Player MP3/MPEG4
- Content Online
- Sony Mega Bass
- Games Embedded
- Polyphonic ringtones
- Games Download
- Java™
Connectivity:
- UMTS
- Sync ML
- Memory Stick Duo™
- Infrared port
- USB plug & play
- GPRS
- USB support
- RS232 cable support
- Synchronisation PC
- 3G Enabled
- Bluetooth™ wireless technology
Internet:
- cHTML
- WAP 1.2.1
- WAP 2.0
- Modem
- OTA settings
- WTLS
Controls:
- Vibrating Alert
- Camera button
- Navigation key
- Menu shortcuts
- Icon Desktop 12
- Sleep mode
- Selection keys
- Side Volume Keys
- Redial
- Voice Mail
- SIM card lock
- Voice control
- Status view
Organiser:
- Code memo
- Calculator
- Business card exchange
- Calendar
- Tasks
- Speaker phone
- Stopwatch
- Clock
- Contacts
- Alarm clock
- Timer
- Phone book
- 6 MB memory
- Conference calls
- PIM Sync
- Call list

SHARE:

sunnudagur, 13. nóvember 2005

skemmtilegar endurbætur!!

Björgvin, einnig þekktur sem BTH er búin að fixa síðuna mína og bæta inn á hana fyrir mig alveg bráðnauðsynlegum upplýsingum!

Það ætti því ekkert að stoppa ykkur núna í að senda mér pakka og svoleiðis skemmtilegt sem ykkur langar til þess að gefa mér :) *blikkblikk*
Eða bara póstkort! hehe

þakka Björgvin kærlega fyrir...
alltaf bætist á snúðaskuldina sem ég skulda honum :)
SHARE:

Kæru vinir...

Bara til að kenna ykkur hvernig þið eigið að hringja ódýrt til mín :D

SVONA gerið þið það

síminn minn er enn og aftur..

+447946 936245
SHARE:

Guðmundur Daðason

Já, hver er nú það spurjið þið ykkur sjálfsagt...

Guðmundur Daðason er maður sem var í Holtsbúð, hjúkrunarheimilinu sem ég var að vinna á í 5 vikur áður en ég flutti hingað til Englands.
Ég get ekki gleymt því hve þakklátur hann er fyrir allt og allt sem er gert fyrir hann.

Hann brosti allan hringinn ef þú fylgdir honum inn í matsal.
Hann er semsagt orðinn 105 ára og ekki deginum eldri en 95! sjá frétt á mbl
til Hamingju Guðmundur ! :)
SHARE:

laugardagur, 12. nóvember 2005

Breyttar bloggaðferðir

Nú ætla ég að verða duglegri að blogga....
Rosalega er gaman að fá þessi comment frá ykkur... :)))
ég sem var svo hrædd um ða gleymast bara :S
En þið eruð flest öll sannir vinir..
kossar og knús til ykkar allra,
Ég sakna ykkar líka...

Skrapp í gær til Oxford... Mjög gaman að tala íslensku af og til :)
kom svo heim í dag.
Það er voða fyndið að keyra á hraðbrautunum...
Ef að það er ekki manndráps umferð þá er krúsið bara á 80 mílum...
Sem er 130 km hrað...
miðlínan er á um 90 mílum og sú lengst til hægri er á 100+
Punt bíllinn minn fer bara EKKI hraðar en 95 mílur!!
en hann er nú svo lítill að hann þorir bara ekki hraðar greyið.

er að passa í kvöld.

Grey Madeleine er veik... með gubbupest...
Ég er að leika hjúkku :)
Finnst það bara fara mér ansi vel :)

á morgun ætla ég ekki að gera shit!
jú, kannski geri ég eitthvað. fer allt eftir veðri ...


bæjó..

endiliega commentið þið sem kíkið!
mig langar svoldið að vita hver þið eruð..
SHARE:

föstudagur, 11. nóvember 2005

blogg vikunnar..

Já ég hef frá mörgu að segja, ætla að vona það að ég hafi þolinmæði til þess að segja frá því öllu..

Ætli að það sé ekki best að byrja á síðustu helgi.

Ég skrapp nebbla til Oxford eins og myndirnar á myndasíðunni sýna. Lagði af stað svona í fyrra fallinu til þess að fara þetta allt í birtu og allt það. Enda vissi ég EKKERT hvert ég var eila að fara fyrir utan það að ég ætlaði mér að enda förina í Oxford, helst í húsakynnum Sveins og Róberts.
Hafði ég fengið nokkuð ágætar upplýsingar hvernig ég ætti að rata til þeirra þegar ég væri komin til Kiddlington. En för mín áður en þangað væri komin var alfarið á minn aulaskap að komast sjálf.

M25, sem er hraðbraut og nýji vinur minn er ekkert svo slæm... hún fer hringinn í kringum London og því ansi góð til þess að það er alltaf auðvelt að komast inn á hana og út af henni aftur, þurfi maður að fara á milli tveggja staða. Ég fór semsagt inn á hana og átti svo að taka M40 út af henni og taka svo A40 eftir það, og Svo A44 og þá átti ég að vera nooookkuð save á að komast klakklaust til Kiddlington.
Búin að skoða þetta á korti og allt saman.
Allt tókst þetta nú bara mjööög vel, svona fyrir utan það að ég hélt að ég æri búin að villast svona ca. 7 sinnum á leiðinni og ætlaði baaaara að snúa við og fara heim! en... af einhverri einskærri þrjósku ákvað ég að standa Punt(o) bílinn minn og reyna þetta nú...
var komin í íbúðina hjá strákunum um 2 leitið og hafði því um 3 tíma til að dunda mér.
Fór meðal annars í Iceland, sem er með alveg rosalega auglýsingarherferð hér úti núna. Bregst varla að ég vakni á morgnana kl 7 við útvarpið sem segir "that's why moms go to iceland!"
Allavegana. . . ég labbaði einn hring í búðinni með alveg rosalegt sólheimaglott því að "I was in Iceland!" ég sá ekkert íslenskt... ekki einu sinni íslenskt lambakjöt. Ég fann þess í stað NÝSJÁLENSKT lambakjöt. En eitt veit ég . að nýja sjáland er janf merkilegt og ísland fyrir það að það eru fleiri kindur þar en fólk! :)
Strákarnir komu heim um 5 á Volvo family-wagon og þá beið Ragna brosandi og sæl búin að vaska upp og gera allt svona líka glansandi fínt... hefði mætt þeim með inniskóna þeirra, náttslopp og pípu í dyrunum hefði ég fundið það allt í íbúðinni. þess í stað stóð ég bara brosandi í dyrunum :)

Ég Svenni skutluðumst svo út í Sainsbury's að kaupa veigar fyrir partýið. 2 kassar af bjór, fullt af snakki, og nammi, og gosi, og líter af vodka og flaska af bols blue! já, og kostaði ekki meira en 6-7000 kall!! og geeeeri aðrir betur!!
hér er ekkert mál að halda partý! kostar bara ekkert á við það sem maður þyrfti að punga út á íslandi!

Davíð flugmaður kom svo um 7 leitið með píanóið og hófust óformlegar æfingar fyrir kvöldið. Skemmtum okkur svona lika alveg prýðilega skal ég segja þér.
Þegar fólk var svona flest allt komið... (ath, BARA strákar) fórum við út með flugeldana sem Davíð hafði komið með og gerðum smá búmm búmm... mjög skemmtilegt það :D
Söngurinn og gleðin hélt svo áfram og ekki varð hendin tóm af bjór í eitt augnablik... 2 stelpur komu svo á endanum og fljótlega var haldið af stað niðrí miðbæ Oxford þar sem ragna komst i Ruglið svo ekki sé meira sagt...
Það mikið rugl að Sveinn þurfti að bjarga okkur frá Alsírska hernum... já, tjah, hvað get ég sagt :/ They reaaaally like blond girls... Sá svo reyndar einn þaaað sætan að ég gat bara ekki ýtt honum frá mér endalaust... segi ekki meira..

Kom heim og "sofnaði" værum blundi áður en ég lagist á koddann.. Hefði nú samt verið gott að fá sér einn Hlölla áður... Þarf einhvernveginn að redda þvi.

Morguninn eftir vaknaði ég við það að Davíð stóð í einhverju rosalegu svefnrugli að banka á allar dyr, og hlaupandi út um allt kallandi "ÞAÐ VANTAR LYKLANA AF ÚTIDYRAHURÐINNI,, ÞAÐ ERKOMIN SENDING!" Ég er endalaust búin að hlæja að þessu enda var hann svo svefnruglaður og paranoid að það var alveg ógeeeeðslega fyndið.
laugardagurinn fór í lítið annað en að koma sér heim í Weybridge, og villast alveg ógeðslega á leiðinni! fyrir utan það að það var rosaleg umferð... allt þetta gerði það að verkum að ég var 2 og hálfan tima á leiðinni. samanber rúmlega 1 á leinni TIL Oxford.
Jæja, þá er ég búin að rifja upp síðustu helgi..

Fór í klippingu á miðvikudaginn... var ekkert smá stresssuð því að ég hafði heyrt fáranlegar sögur af klippifólki hér á landi.
Ég tók mig til og skoðaði Yell.com ansi náið og hringdi á einar 14 stofur til að spurja hvað það kostaði að fá strípur og klippingu.
Fann loks stofu sem vildi gera þetta fyrir AÐEINS 80 pund... sumar stofur buðu mér um 130 pund fyrir það sama. en það var vist einhver afsláttarmánuður hjá þessari stofu. Hmhair.co.uk
af hverju er það aldrei á íslandi...?

Horfi á Lazytown á hverjum morgni kl hálf 9 á BBC 2 og skemmti mér mjög vel :)
þetta er ekkert smá vinsælt hérna!
heyrði í gær þegar ég var að sækja Madeleine úr skólanum einhverja mömmu hóta um 3 ára syni sínum "If you don't pick up your jacket, there WILL BE NO Lazytown when we get home!" grey strákurinn varð voða leiður og tók upp jakkann og dró hann það sem eftir var af leiðinni.

Heyrði svo á tal 2 kvenna á meðan ég var að bíða. Þær voru að tala um jólafrí krakkanna... þær eru búnar að plana hvern einasta dag hjá þeim í að fara eitthvað og hitta vini sína og í jólaskreytingagerð... því að þær gætu bara ekki höndlað það að hafa krakkana heima allan daginn í jólafríinu!!!
what the?
ef þú átt barn... áttu þá ekki að EIGA barnið og vilja hafa það hjá þér svona endrum og sinnum..,
ég meina, alltaf var ég heima... stundum send út í snjóskafl með húfu, vetlinga og skóflu og látin gera nýtt heimili af og til ... :)

Fer til oxford held ég í kvöld, ekki nema að ég ákveði eitthvað annað..
er svo að passa annað kvöld.
SHARE:

miðvikudagur, 9. nóvember 2005

haha, sko mig!







You Are Big Black Boots!


You can be best described as: attitude

You've got lots of it - and you love to give it

A guy has to be pretty gusty to hit on you

But if he's your type, you'll warm up... a little




What Shoe Are You? Take This Quiz :-)




Find the Love of Your Life
(and More Love Quizzes) at Your New Romance.



SHARE:

þriðjudagur, 8. nóvember 2005


Ragna n�komin �r klippingu :)
SHARE:

sunnudagur, 6. nóvember 2005

komin tími á íslenskt blogg huh?

anyway...
búin að gera margt og ekkert .

Fór í fyrsta söngtímann á miðvikudaginn... rosalega gaman, ég var samt örugglega meira hifin af gullfiskunum hennar sem eru úti í garði allt árið og eru sumir alveg gegt stórir, kannski ekki alveg gullfiskar eins og við islendingar þekkjum þá, en þeir voru fiskar, og gylltir. Því hef ég gefið þeim nafnið gullfiskar og hana nú.
Hún á líka kött... já, engan smá kött!! hann er örugglega 11 kg!! vissi eila varla hvað sneri fram eða aftur og hvað þá hvort að hliðin væri hlið eða afturhlutinn... ég hef því skýrt hann "ferkanntaða köttinn"
En ferkanntaði kötturinn virtist líka vel við mitt kattarvæl og hringaði sig á tærnar á mér á þann penasta máta sem ferkantaðir kettir geta, hann hlammaði sér á tærnar á sér svo að stórsér á litlutá... jah, annað hvort það eða þá að ummerkin eftir 6. efstu tröppuna í húsinu eru farin að sjást. Ætla ekki að spá meira í því enda er muuun skemmtilegra að segja að köttur hafi sest á hana :p grey ferkanntaði kötturinn... ekki segja honum frá þessu... við erum orðnir ágætir mátar. eða þá kannski að hann sé bara hrifinn af mér.
Ég er búin að æfa mig meira með mitt nýja kattarvæl og get ekki beðið eftir að hitta hann aftur og leyfa honum að heyra.

með kveðju frá 14 Walton Lane...


Ragna kattarvæl
SHARE:

myndir, myndir, myndir..

Langar ykkur að vita hvað ég er að gera af mér hérna úti?

farið á ragna.safn.net og skoði nýjar myndir.

nýjar myndir inn á "húsið mitt í Englandi" Krakkarnir og fjölskyldan" og á "djömm í englandi"
þarf svo að blogga við fyrsta tækifæri,, hóst hóst, eða þegar ég nenni

Hverjir sáu mig í Idol? :/
SHARE:

mánudagur, 31. október 2005

hæbb

búin að týna íslenska SIM kortinu mínu

Þannig fór það
er semsagt bara með það enska núna..
SHARE:

sunnudagur, 30. október 2005

SNJÓR!!

Vill einhver gjöra svo vel að hafa fyrir því að taka mynd af þessum snjó og senda mér !!
ragnab@gmail.com væri ágætt.
Ég eila trúi þessu ekki, enda var 22 stiga hiti hér á fimmtudaginn, pilsaveður og læti!!
SHARE:

Komin á íslenskan tíma

Það tók því að venjast tímamismuninum því að Bretar hafa greinilega frétt af því hvað það er mun þægilegra að vera klst seinna en þeir nú þegar voru á.
Ég get semsagt verið sátt samt að vera komin á sama tíma og þið.

Ég fór að djamma á föst, DAUÐ eftir því að hafa ekki tekið með mér myndavélina...fariði bara á oceana.at og veljið Kingston upon Thames.
brjáálað flottur staður!!
Fór með Ritu og Evelin, au pair sem eru hér líka. frá Ungverjalandi og Póllandi.

nenni EKKI að blogga meir..

SHARE:

fimmtudagur, 27. október 2005

BANKAKAFFI

Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Bankakaffi!
..sívinsælt og bráðnauðsynlegt.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?
SHARE:

þriðjudagur, 25. október 2005

snillingur...

Jæja, það er ekkert mikið búið að vera að gera hér í dag enda Edward ekki heima og Madeliene að horfa á DVD mest megnið af deginum.
Við leiruðum þó og teiknuðum með BloPen í dag samt.
Fór á rúntinn út í banka í dag og það virðist vera sem svo að ég geti bara fengið kort sem virkar í hraðbanka fyrst um sinn. Ég þarf að fá einhverja voða voða voða sönnun á því að ég búi hér þar sem ég bý. því verð ég á "back being 14 stage" í einhvern tíma þangað til að ég fæ bankaviðskiptin mín "upgraded.." fun!!
Það ætti að vera nóg að sannfæra bankann minn í að senda Visa reikninginn minn á þetta heimilisfang. EN! kannski ekki... rugl. Ég þyrfti helst að flytja lögheimilið mitt eða eitthvað. en ég er nú bara hér í 9 mán. !

Búin að breytast í fyrirmyndar barnabarnið og búin að skrifa báðum ömmum og afa hjartnæmt bréf um hvað mér líði vel hérna svo að áhyggjurnar minnki aðeins

Það er eiginlega alveg ákveðið aðég kem heim um áramótin. örugglega þann 26. og fer aftur 1. eða 2. Ég veit bara ekki alveg hvenær krakkarnir byrja í skólanum. Það fer allt eftir því. Ekkert roooosalega spennandi að fljúga á nýársdag í hvaða-svo-ástandi-sem-ég-verð-í-þá.

En hvað haldiði!!!
er búin að klára Hróarskeldualbúmið og 3. 4. og 5. júlí komnir inn!! :) endilega kíkiði. Þið hafið hvort sem er ekkert annað betra að gera fyrst að þið eruð búin að lesa þetta langt.

the Cleaners are coming in tomorrow, that will be a strange thing to get used to... :)
SHARE:

PRUFÐIÐ ÞETTA :))))

Í ALVÖRU prufðið þetta og segið mér hvernig gekk :))

This is so funny that it will boggle your mind. And you will keep trying it at least 50 more times to see if you can outsmart your foot. But you can't!!!
1. While sitting at your desk, lift your right foot off the floor and make clockwise circles with it.
2. Now, while doing this, draw the number "6" in the air with your right hand. Your foot will change direction!!!
I told you so... And there is nothing you can do about it.
SHARE:

sunnudagur, 23. október 2005

Hróarskeldumyndir

Jæja, komnar inn myndir frá 2. júlí úti á Hróarskeldu
margar aaaannsi góðar og þurfti ég eiginlega að ritskoða þessar ROSALEGA MIKIÐ hehehe :)
sorry folks! :D

en anyway

here you go

Hróarskeldumyndir 2. júlí
SHARE:

laugardagur, 22. október 2005

happy

allt rosalega fínt hérna.
Ennþá ekki kannski farin að þora að láta eins og Ragna og ráðast á hluti hérna en það kemur örugglega í næstu viku, ég er nú bara búin að vera hér í 3 daga! give me a break.
Er kannski pínu feimin, sem er líka skrítin tilfinning

Smell vel saman við hjónin og þá sérstaklega Mary, Madeleine er líka orðin góð vinkona mín eftir að hún sá allt málningardótið mitt :) Horfðum svo á Casper inni í herberginu mínu áðan en ég er með flakkarann tengdann við fartölvuna því að scartstykkið er svo stórt að það passar ekki inn í hólfið sem það á að fara inn í áður en því er stungið í samband.

tölvan sleppur svosem
kaupi kannski annað scart ef ég rekst á það

Annars þá fór ég út á lífið í gær, með öðrum au pair-um. gaman og í senn skrítið að barirnir LOKI einfaldlega kl 11! ekki slæmt að vera komin heim á skykkanlegum tíma í dag og var komin á fætur kl 9.
ég komst líka að því að ég drakk 2 pints af bjór á meðan þær drukku eitt hvítvínsglas eða einn smirnoff ice :/

fór í dag með Rory á rúntinn og hann kenndi mér að rata inn á helsta motorway-ið og fara til Guildford, ég á þó sjálfsagt eftir að villast eitthvað þangað til að ég rata þangað næst sjálf. það er svo mikið af trjám hérna. á íslandi sér maður alltaf sirka hvar hlutirnir liggja eða hvert maður á í aþað minnsta að stefna! :) ég olli engum alvarlegum slysum og þetta var bara EKKERT mál, enda búin að vera að venja þá hugsun við að líta í rétta átt og allt þegar ég fer inn á götur og sollis. ef það var eitthvað sem truflaði mig, þá var það kannski að geta staðsett vinstra hornið nákvæmlega... erfitt þegar maður er svona hinum meginn. maður veit nú hvort sem er hvar það horn er !
:)

Rúntur á morgun með sjálfri mér og gsm símann svo að ég geti hringt á hjálp þegar ég villist ! :)

er að passa í kvöld.
lítið samt að passa svona stálpaða krakka.

By the way, þá er ég komin með webcam sem ég keypti í PC world í dag. þið getið séð mig ef þið viljið semsagt

svo eitt enn..
Ragna85@hotmail.com tók upp á því að fockast upp í dag. er því búin að skipta yfir í rokkgellan@hotmail.com..
endilega addið mér inn ef ég er þar ekki núþegar.
ég flutti samt contact listann yfir svo að ef að þið hafið verið á ragna85 þá eruð þið á rokkgellan@hotmail. þurfið bara að samþykkja mig :) sem þið nú örugglega gerið er það ekki ?? :))))

jæja, Law and order á Sky,

sjáumst
SHARE:

föstudagur, 21. október 2005

Herbergið

Það var eitthvað bilaður linkurinn á herbergið... farið bara inn á ragna.safn.net
SHARE:

mig kítlar ekki!

já, þessu held ég ennþá statt og stöðugt fram :) og er alveg ástæða fyrir því.. mig nebbla kítlar ekki sko.

En ég skal samt fylgja þjóðinni í þessu klukk-kítli og setja niður 5 hluti sem ég þoli ekki

1. Ég þoli ekki þegar fólk lýgur að mér eða segir ekki allan sannleikann. Meira geturðu ekki farið bak við mig!! ég er líka ofsalega paranoid á því að fólk ljúgi að mér og ekki eru margir sem ég treysti fullkomlega fyrir því að segja mér satt og eru hreinskilnir með allar útskýringar og ástæður.

2. Ég þoli ekki að vera kalt á tánum...

3. Ég þoli ekki þegar það tekur mig langan tíma að koma mér út úr húsinu, þ.e.a.s. þegar ég er að fara að gera eitthvað og á eftir að fara í sturtu, mála mig, stússast og eitthvað. Endar alltaf með því að ég geri allt í einhverju flaustri.

4. Ég þoli ekki þegar það er gleymt mér... :s

5. Ég þoli ekki þegar ég verð óskipulögð og er ekki með dagskrá sem ég held og fer eftir...

á ég þá ekki að kítla fleiri?
hehe
jú!

ég kítla Katrínu, Svenna og Hjördísi
SHARE:

fimmtudagur, 20. október 2005

smá stutt...

er Komin með íslenska stafi!
Takk Svenni!

Ælta líka að skjóta hér að að ég er búin að setja inn nokkrar myndir.
bæði frá Blesspartýinu ( ekki þó nema að því þegar við fórum að spila)
og líka frá Herberginu mínu hér í Englandi og smá af húsinu.

kveðja
Ragna - Á íslensku!
SHARE:

in England

jaeja... er komin og ekki med islenskt lyklabord...
eg bjost nu ekki vid ad komast svona fljott i tolvu med internet. en eg kom nu med mina tolvu svona svo ad eg gaeti fixad tetta eitthva!!!
en neinei
her beid min svo bara fartolva med tradlausu neti a fina fina fina skrifbordinu minu i herberginu minu sem er freeeekar stort!
ekki nog med tad!
ta er her sjonvarp med digital sjonvarpi, nytt DVD og nyjar Pioneer graejur! eg a ekki aukatekid ord... :s

rooosalega fint herbergi herna og fjolskyldan alveg super nice. eg held ad tad muni ekki fara ad breytast eitthvad rosalega. first impression segir alveg rosalega mikid.

Er buin ad vera ad aulast eitthvad i dag enda veit eg ekkert hvernig eda hvad eg a gera. er semsagt bara af fylgjast med eins og maniac. buin ad fara helstu runta um svaedid og shit eg rata ekkert.
er samt buin ad finna rosa kozy pub herna i 2 min labb fjarlaegd!!! jeeeey
veit samt ordid ad tegar eg se einn pobb, ta rata eg a naesta og ta rata eg heim!! hehehe

Her eru heil 4 badherbergi skal eg segja ykkur. og mitt er med badi!! luxusinn i haesta gaedaflokki
eg hef samt eiginlega lika ut af fyrir mig gestabadherbergid tvi ad tar er sturta og enginn er i tvi.
humm... eg saetti mig alveg vid badid sko!

Molly, hundurinn herna heldur ad eg se eitthvad skritin, eg tala nefnilega islensku vid hana.
Mer finnst eitthvad svoooldid skritid ad tala ensku vid dyr. ennta allavegana.
hver veit.

Snilldin ein er ad tau eru med isskap i stofunni undir bjor og hvitvin.
og ekki ma gleyma sundlauginni i gardinum, reyndar breitt yfir hana nuna, en eg aetla mer nu ad prufa hana einhverntiman to ad tad verdi ekki fyrr en i sumar to.
krakkarnir virdast vera vel upp aldir og algjorar dullur. a i pinu erfidleikum med ad skilja stelpuna tvi ad hun talar pinu smabarnalega og ekkert rosalega skyrt.
en common, eg er buin ad vera her ekki i 24 tima svo eg gef sjalfri mer sma break...

jaeja, nog i bili en endilega latidi heyra i ykkur!!

kvedja

Ragna
SHARE:

miðvikudagur, 19. október 2005

jæja, stóri stóri stóri dagurin að renna upp!!

Það skemmtilega við það að vera ungur er það að lífið er alltaf að koma með eitthvað nýtt og spennandi, og dag hvern er alltaf eitthvað meira og meira að koma fyrir sem manni finnst vera alveg STÓRKOSTLEGT!
Ég er búin að standa mig af því allt of oft síðustu ár að upplifa merkilegasta atburð lífs míns! :) sem boðar bara gott... ég er semsagt alltaf að upplifa eitthvað merkilegt :) jeeei

já, ég er búin að koma orðum að þessu svona næstum því...

Á morgun kl 15:40 mun ég yfirgefa ísland í þónokkurn tíma.
Ég er að fara til Waybridge 30 mín suðvestur út frá London og verð þar næstu 9 mánuði.
Heimferðir eru ekki mikið planaðar nema það að ég stefni á að koma heim um áramótin. Verða semsagt jólin úti.
Lofa engu samt um það eins og staðan er núna :)

Ætla að láta þetta gott heita og vona að ég heyri sem mest í ykkur.
Ég held að ég fái að komast á netið þarna :) svo að ég blogga líklegast bráðlega.

Ekki vera hrædd, ég er hjá svo að ég held alveg frábærri fjölskyldu... :) og spennan að stigmagnast núna.
Verður mjög gaman

Allir eru velkomnir í heimsókn til mín úti og er ég alltaf tilbúin í pöbbarölt og verlsunarleiðangur :D


Síðasta kveðja Rokkgellunnar frá Íslandi í þónokkurn tíma

Bless Bless :)
SHARE:

mánudagur, 17. október 2005

Blesspartýið 15. okt!!!

Jæja,
erfitt að skrifa þetta enda rosalega mikið af tilfinningum sem flugu í gegnum mann um helgina, og oft flókið að koma tilfinningum í orð..

Var komin austur svona um hálf 4 leitið og hafði Hugborg fengið far með mér og við kjöftuðum frá okkur ALLT vit á leiðinni! enda langt síðan við höfum hist svona almennilega...

Rétt skaust ég inn heima og afþakkaði kökukaffi sem beið mín hálfpartinn, Fúsi beið mín úti í æfingarhúsi og tókum við síðustu æfinguna í langan tíma, rétt renndum yfir uppáhaldslögin auk þess sem að við æfðum upp "you're beautiful" sem er með James Blunt.

Krakkarnir tóku svo að týnast úr Reykjavík og hentu þau bara dótinu sínu inn í bústað og komu svo til Víkur. Bjöggi, Stebbi og Svenni komu fyrstir og komu í pulsupartý heima... Eiki, Sunneva, Sveppi og Aya komu svo aðeins seinna um kvöldið og byrjuðu þau að drekka um leið og stigið var inn úr hurðinni enda var það planið, og alls ekkert slæmt plan.
Árún og Palli duttu svo inn seinast en þau höfðu verið það sniðug að nýta sér sturtuaðstöðuna í sumarbústaðinum áður en þau komu til Víkur. Ef ég er ekki búin að nefna það þá leigði ég 2 bústaði á Völlum undir Reykjavíkurliðið, ekki gat ég látið þau fara að tjalda, og ég vildi rosalega mikið að þau kæmu svo eitthvað varð að gera.
Skemmtum okkur yfir "þetta var lagið" eða hvað nú sem þetta heitir.
Kl 10 fórum við á kaffið þar sem Fúsi og Einsi voru byrjaðir að stilla upp hljóðkerfinu, ég ákvað að skipta mér sem minnst af því þar sem ég er ekkert alveg rosa flink í þessu þó svo að ég gæti það sjálfsagt sjálf ef þyrfti. fór því frekar að blanda bolluna... eitthvað varð ég að gera við þetta vín all sem ég átti hérna út um allt. tæplega líter af vodka í 2 flöskum, og svo eitthvað meira.
Blandaði því drykk úr vodka, appelsínusafa, grenandine, ferskjusnafs og sprite, setti svo sítrónur og blóðappelsínur útí. kannist þið við uppskriftina?? :)
Bollan kláraðist fljótt og þótti góð, með góðum verkunum.

Byrjuðum að spila um hálf 12. Einsi bassasnillingur var með okkur og er það skemmtileg tilbreyting því að þetta þéttist alveg heilan helling.
fólkið tók vel undir og voru margir komnir fyrir 11. Gaman að sjá flest alla sínu bestu vini vera samankomna. Mjög mikill heiður.

Tóku allir vel undir frá byrjun. ég var líka búin að kaupa fyrir krakka dót til að leika sér með. -Svona Svamp Sveinsson tunguflautur og 2 hawaii hristur svo að helstu aðdáendur gæti tekið þátt af líf og sál. Tók ekki langan tíma þar til Svampur Sveinson var upp í mörgum kjöftum og hristurnar hristar vel allar "í takt".
Tókum hlé kl hálf 1 og reyndi ég að að tala við sem flesta og athuga statusinn. Sumir ölvaðri en aðrir og aðrir meira edrú en hinir. allt samkvæmt áætlun.

Eftir rétt um hálftíma hlé byrjaði ballið aftur og fleiri og fleiri bættust við.

Var Fritz von Blitz sett saman á nýjan leik þegar Krulli mætti með trommusettið sitt og haukur kom á hristuna. var hljómsveitin því orðin 6 manna á tímabili! Fólk dansaði og söng eins og það fengi borgað fyrir það og vissi ég ekki alveg hvernig ég átti að vera. varð hálf klökk undir endann þegar þetta var að verða búið. enda er gaman ða hugsa til þess að þetta fólk er að skemmta sér rosalega vel af því að það er saman komið í blesspartýinu mínu og ég syng !
Eftir eitt rosalegt uppklapp þar sem kofinn skalf tókum við síðasta lagið saman. Hvað er betra en að enda á að syngja : lífið er yndislegt, We are the Champions og Fram á nótt??

Semsagt, síðasta spilerí 2 snafsa er búið og vonandi, vonandi, vonandi ekki það allra síðasta. Bara það síðasta fyrir smá hlé, ég kem nú heim fyrr en varir! :)
Þið eruð sko ekkert laus við mig strax!

Ég ákvað loksins að ég myndi gista í bústaðnum líka, þar sem að ég hafði nú leigt helvítin!

fór heim strax eftir ða kaffihúsið lokaði, það tekur alveg á að syngja svona og skemmta, bæði líkamlega og andlega. ég vildi því bara fara og skilja allt eftir í rosalega góðum minningum. Verst er að halda svona skemmtilegt blesspartý, maður á eftir að sakna fyllibyttnanna svo mikið! :)
Þið verðið bara að koma í heimsókn!! :)

Kjöftuðum lengi í bústaðnum og sofnuðum vært, ég ennþá með smá bros á vörum enda alveg í skýjunum! rosalega leið mér vel.

Vorum ekki að nenna að fara á fætur á sunnudeginum og dróst það alveg endalaust.
tóks samt á endanum og Svenni, Stebbi og Bjöggi drifu sig í bæinn um hálf 4 á meðan ég, Aya, Sveppi, Eiki og Sunneva fórum í sjoppuna í langþráðan "þynnkuborgara" og fórum svo að síga á tjaldstæðinu! mjög gaman það !

Eiki og Sunneva fengu bakteríuna held ég :) og Sveppi brosti í hringi! :)

Semsagt, frábær helgi í alla staði og ég labba ennþá í skýjunum.
Vona að ég geti sett inn myndir sem fyrst, þó svo að ég eigi bara myndir að því þegar ég fór að spila, en Stebbi og Bjöggi vorum vonum framar duglegir að taka myndir á kaffihúsinu og þakka ég þeim kærlega fyrir það!!! Stel kannski nokkrum við tækifæri strákar... :)))
SHARE:
Blog Design Created by pipdig