sunnudagur, 20. nóvember 2005

Sunnudagur

já í dag er alger sunnudagur.
Fjölskyldan fer í messu á sunnudagsmorgnum og allt. Vaknaði kl 8 hress únd kát... bölvaði yfir klukkunni og sofnaði aftur.
Hefði betur ekki gert það. Því að ég byrjaði að dreyma ógeðslega steypu. Eitthvað um það að stelpa sem ég þekki og líkar ekki við var með tilraunarglas með sæðisfrumu í ... og mar gat alveg vel séð hana. hún blikkaði og allt! :) svo fór tíminn frá 8-10 í það að elta þessa geislavirku sæðisfrumu um heilt hótel og skríða upp í rúm hjá körfuboltamönnum að leita að stelpunni sem kom með þetta helvíti in the first place...
já, finnst ykkur ekki magnað hvað hausinn á manni getur sett saman?

Beef Roast í hádegismatinn sem aldrei þessu vant var kl 12, en maturinn hér á sunnudögum er oftast kl 2 og svo bara snarl í kvöldmat.

Varð alveg rosalega eirðarlaus í dag. Hafði einhvernveginn ekkert að gera. Engan til að plata og engan til að fara til. 2 af au pair stelpunum sem ég þekki hérna eru veikar og ein var að passa svo að ég gat ekki gert mikið.

Fór því í allt of heitt bað og las bókina sem ég er búin að vera að lesa hérna síðan ég flutti. týpísk kellingarbók og ekkert allt of spennandi en svona líka ágæt afþreying með skemmtilegum skrifum um ástarblossa og ómöguleg hjónabönd. Ég glotti því pínu og segi. heppin ég að vera ég !


planið núna er að naglalakka á mér táneglurnar, borða gulrætur og drekka te! :D hljómar þetta ekki alveg ógeðslega ENGLISH!!!

Mig langar að fá einhvern í heimsókn til mín fyrir jól :(

ógeðslega ódýrt að versla hérna jólagjafir krakkar!!
og baaara að skella sér!
ég sæki ykkur bara á flugvöllinn. ekkert mál!
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig