Ef þið hafið tækifæri á, í guðana bænum ekki kaupa kryddað kjöt í búðunum. Í fyrsta lagi eru þetta ekki bestu bitarnir og erfitt er að átta sig á hvernig bitarnir eru í rauðgulum vökvanum í vacuum-pökkuðu plasti... og í öðru lagi er magnað hvað það kostar að kaupa kryddaða bita !
Kaupið heldur tilboðsbita, frosna í kjötborðunum í lágvöruverslunum, útvegið ykkur buffhamar og kryddið sjálf !
Mér finnst íslenskt kjöt látið hanga of stutt... Ég tek t.d. lambalæri eða hrygg amk viku fyrir áætlaðan eldunartíma til að það verði örugglega orðið meyrt og mjúkt þegar það kemur að því að elda það.
Í köldum ísskápunum hjá okkur, vel vöfnu inn í matarfilmu eða í boxum er kjöt ekki að fara að skemmast á 1-4 dögum í marineringu ef það er alveg ferskt til að byrja með... Það er heldur ekkert að því að geyma kjöt við kjöraðstæður í 7 daga ef þú tekur það ferskt úr frysti.
þessvegna, EF ég hef tímann til að láta þetta vera í nokkra daga í ísskáp áður en ég elda kjötið... auðvitað ! :) það er öllum til góða!
Hér er ég með tilboðssvínakótelettur sem ég keypti í nýju uppáhalds búðinni minni, Víði... 898 kr kg... lítil fita og stórar kótelettur... Skellti ferskum kryddjurtum (graslaukur, timian og oregano) útí mixer+ uppáhalds grillkjötskryddinu ásamt smá olíu.
Sett yfir kjöt sem var búið að buffa aðeins með buffhamri og látið marinerast í 1 dag (þarna keypti ég kjötið 1 degi fyrir áætlaðan grilltíma og gat því ekki haft þetta lengur, en svona er þetta bara :) )
kjötið bragðaðist alveg prýðisvel og hlakka ég til að leika mér með hinar sneiðarnar sem eftir eru ! :)
Endilega prufið ykkur áfram. Kryddjurtirnar þurfa jú ekki að vera ferskar en auðvitað hvet ég ykkur til að prufa að rækta sjálf útá svölum.
Hér er staðurinn þar sem ég fékk mínar kryddjurtir, forræktaðar og tilbúnar til að setja útá svalir! :)
Garðyrkjustöðin Engi (ég hvet ykkur til að gera like á síðuna. Ekkert smá spennandi að fylgjast með sumarmarkaðinum og fleirum uppákomum sem maður getur kíkt á sunnudagsbíltúrnum í sumar!)
Svo er aldrei að vita nema að það fari að líða að bloggi :) þá meina ég alvöru matarbloggi...
Update : Kryddið sem ég nota, og lærði að nota af mömmu minni sem er alger grillkjötssnillingur heitir
Rustica. Þetta er krydd sem kemur alveg í risastórum 600 gramma dunki og fæst aðeins í Fjarðarkaupum (svo ég viti til)... Einu sinni fékkst þetta krydd aðeins í heildsölum fyrir veitingastaði en sem betur fer fæst þetta orðið í Fjarðarkaupum. Ég (og mamma) notum einnig mikið kjötkraftinn, grænmetiskraftinn + sveppakraftinn... alveg ótrúlega góðar vörur !