þriðjudagur, 28. júní 2011

Rabbabari


Fékk sendingu frá Vík í dag... Fékk hankapoka fullan af rabbabara úr garðinum hjá mömmu og pabba og  gekk frá honum í kvöld.




Þið sem þekkið einhvern sem á rabbabara... núna er tíminn til að stela nokkrum leggjum, skera niður og frysta. Þið getið svo gert rabbabarasultu seinna þegar þið nennið eða bara gert hana núna og hér er uppskriftin. 

Ég nota hlutföllin:

1 kg rabbabari
800 gr sykur

Aðferð:
soðið saman út í hið óendanlega við lágan hita  þar til sultan er orðin rétt á litinn (dökk rauðbrún) og hefur þykknað mikið. Einhver kenndi mér þá reglu að sleifin á að geta staðið sjálf í pottinum. ( tekur um 3-5 tíma) 
mauka hana svo með töfrasprota til að ná henni mjúkri og án allra þráða.  
set í krukkur og borða með bestu list ofan á ristað brauð eða með lambasteikinni ! 


Ég á alltaf rabbabara í frystinum. Að vísu frýs rabbabarinn allur saman í einn klump en það þarf bara rétt að   berja pokanum í borð og hann brotnar auðveldlega í sundur. Rabbabarann nota ég svo til að gera sósur, súpur, kökur, sultur... hvenær sem er ! 


ég þori að veðja að munnvatnið fer á fullt þegar þið sjáið svona safaríkan og súran rabbabara :) 

SHARE:

fimmtudagur, 23. júní 2011

Bananabrauð





Bananabrauð er eitt það auðveldasta sem hægt er að baka... I'm telling you the truth.


Hér kemur uppskrift af einu bananabrauði.

Þurrefnin sett í skál 



Stappaðir bananar ... mega vera oggulitir bitar eftir 
Notið helst gamla brúna banana... 
Bakið endilega bananabrauð þegar þið eigið gamla brúna banana :) það er mun skemmtilegra en að henda þeim



Þurrefni, bananar og egg... ekki flókið :) 

Hrært saman með sleif... Gleymdi ég að segja ykkur að þetta er uppskrift fyrir þá sem eiga hvorki handþeytara eða hrærivél 

Sett í smurt mót 

inní miðjan ofn á 180°C í 30-40 mínútur  (fer eftir stærð mótsins...) - mitt er í 35 mínútur 





Uppskrift: 

2 bananar
1/2 bolli sykur
1 bolli hveiti
1 egg
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk salt

Aðferð:
Þurrefnum er blandað í skál
Bananar stappaðir og blandað saman við ásamt 1 stk egg. Hrært saman með sleif þar til allt er blandað saman
sett í smurt form og bakað í 30-40 mínútur á 180°C.

Borðist niðursneytt með engu, með smjöri, með smjöri og osti og jafnvel með kæfu (jább.. þekki einn sem gerir það, síríjöslí)

psst. Ég er farin að gera þessa uppskrift vanalega eina og hálfa eða tvöfalda :)

svo verð ég að segja að þetta er snilldarbrauð til að fara með í útileguna....
Það mylst lítið sem ekkert þetta brauð, það geymist lengi og er alltaf mjúkt og gott
Svo má alltaf rista það dagana á eftir


enjoy  ! 
SHARE:

Lítið í fréttum...

Hef unnið alla vikuna og er gjörsamlega búin eftir alveg ruglað busy vaktir á Slysó sl daga.  .
Það er þó allt á uppleið enda er ég hér með komin í helgarfrí!

í tilefni þess gerði ég enn eina tilraunina...
Indversk kryddaðar kjúklingabringur, ofan á kartöflugratíni. Meðlæti var papadums með mangó chutney, salat og maísstöngull... áhugavert og gott.


í kvöld þarf ég hins vegar að baka fyrir fyrstu útilegu ársins þar sem haldið verður eitthvað austur á leið.
Ég þó ætla að reyna að skella inn matarbloggi áður en ég legg af stað ;)

kv
SHARE:

mánudagur, 20. júní 2011

kryddjurtir... framhald

Hér gengur allt vel í ræktuninni... Reyndar þurfti ég að losa mig við Basilíkuna og Stevíuna sem voru inni í pottum þar sem allt var hvítt af lús :S og ég (pödduhrædda ég) lét Viðar hlaupa með plönturnar beint út í tunnu :/ Allar ráðleggingar um hvernig best sé að losa sig við lús af plöntum eru þess vegna alveg óþarfar.






Eins og þig sjáið þá lítur þetta allt alveg fullkomnlega út !!! :)


Sjáið bara hvað þær voru einu sinni litlar


Ég verð þó að viðurkenna að jarðarberjaræktunin hefur algerlega farið til fja*** enda bara ein planta af 5 lifandi síðan í fyrra.
Ætlaði í gróðrarstöðina Mörk í dag og kaupa nýjar til að lenda ekki í jarðarberjalausu sumri en var kölluð út til vinnu á Slysó og þess vegna enginn tími í dag. Sjáum til hvað gerist á morgun ;) 
SHARE:

mánudagur, 13. júní 2011

heimakryddað grillkjöt


Ef þið hafið tækifæri á, í guðana bænum ekki kaupa kryddað kjöt í búðunum. Í fyrsta lagi eru þetta ekki bestu bitarnir og erfitt er að átta sig á hvernig bitarnir eru í rauðgulum vökvanum í vacuum-pökkuðu plasti... og í öðru lagi er magnað hvað það kostar að kaupa kryddaða bita ! 

Kaupið heldur tilboðsbita, frosna í kjötborðunum í lágvöruverslunum, útvegið ykkur buffhamar og kryddið sjálf ! 

Mér finnst íslenskt kjöt látið hanga of stutt... Ég tek t.d. lambalæri eða hrygg amk viku fyrir áætlaðan eldunartíma til að það verði örugglega orðið meyrt og mjúkt þegar það kemur að því að elda það.
Í köldum ísskápunum hjá okkur, vel vöfnu inn í matarfilmu eða í boxum er kjöt ekki að fara að skemmast á 1-4 dögum í marineringu ef það er alveg ferskt til að byrja með... Það er heldur ekkert að því að geyma kjöt við kjöraðstæður í 7 daga ef þú tekur það ferskt úr frysti. 
þessvegna, EF ég hef tímann til að láta þetta vera í nokkra daga í ísskáp áður en ég elda kjötið... auðvitað ! :) það er öllum til góða! 

Hér er ég með tilboðssvínakótelettur sem ég keypti í nýju uppáhalds búðinni minni, Víði... 898 kr kg... lítil fita og stórar kótelettur... Skellti ferskum kryddjurtum (graslaukur, timian og oregano) útí mixer+ uppáhalds grillkjötskryddinu ásamt smá olíu.  


Sett yfir kjöt sem var búið að buffa aðeins með buffhamri og látið marinerast í 1 dag (þarna keypti ég kjötið 1 degi fyrir áætlaðan grilltíma og gat því ekki haft þetta lengur, en svona er þetta bara :) ) 


kjötið bragðaðist alveg prýðisvel og hlakka ég til að leika mér með hinar sneiðarnar sem eftir eru ! :)

Endilega prufið ykkur áfram. Kryddjurtirnar þurfa jú ekki að vera ferskar en auðvitað hvet ég ykkur til að prufa að rækta sjálf útá svölum. 
Hér er staðurinn þar sem ég fékk mínar kryddjurtir, forræktaðar og tilbúnar til að setja útá svalir! :) 

Garðyrkjustöðin Engi   (ég hvet ykkur til að gera like á síðuna. Ekkert smá spennandi að fylgjast með sumarmarkaðinum og fleirum uppákomum sem maður getur kíkt á sunnudagsbíltúrnum í sumar!) 


Svo er aldrei að vita nema að það fari að líða að  bloggi :) þá meina ég alvöru matarbloggi...

Update : Kryddið sem ég nota, og lærði að nota af mömmu minni sem er alger grillkjötssnillingur heitir Rustica. 
Þetta er krydd sem kemur alveg í risastórum 600 gramma dunki og fæst aðeins í Fjarðarkaupum (svo ég viti til)... Einu sinni fékkst þetta krydd aðeins í heildsölum fyrir veitingastaði en sem betur fer fæst þetta orðið í Fjarðarkaupum. Ég (og mamma) notum einnig mikið kjötkraftinn, grænmetiskraftinn + sveppakraftinn... alveg ótrúlega góðar vörur ! 

SHARE:

föstudagur, 10. júní 2011

Blog Design Created by pipdig