mánudagur, 27. júlí 2009

fimmtudagur, 23. júlí 2009

heeeey

Helsta iðja mín þessa dagana er að hnerra og sjúga upp í nefið. Ekki er það ofnæmi. Neibb. Fyrsta kvefið síðan þarsíðasta vetur. haha. já og jahérna, ég er hissa sjálf. 

Ekki er þetta svínaflensa þó að það hafi hvarflað að mér að fara á slysó með 2ja vikna sögu um slappleika, hálsbólgu og kvef og halda því fram að ég hafi heilsað útlendingi og sé pottþétt komin með svínaflensuna... hahaha.. (múhaha) gott að hafa smá húmor fyrir þessari svínaflensu sem annar hver maður á eftir að fá hvort eð er. Trúlega best að fá hana sem fyrst þá. 

Ég er búin að hvolfa sólarhringnum við enda er frekar erfitt að snúa sólarhringnum yfir á næturtíma og svo aftur á dagtíma 5x á 2 vikum. Verð á næturvöktum um helgina á Slysó, fæ svo 2 daga í frí og svo aftur á næturvaktir. 8 næturvaktir í röð á 3 vikum. sjitt. 

þakka guði fyrir bjartar nætur á sumrin (þó svo að það sé farið að skyggja svoldið óhugnanlega frá 1-3)

Fer ekki á þjóðhátíð. og viðar nennir ekki að hlusta á snöktið í mér þegar ég heyri eyjalög. 
Nýjasta hugmyndin fyrir Versló (og alls ekki sú versta) er að fara á Flúðir. Tjah, já af hverju ekki bara ! :)
Býð bara eftir almennilegri dagskrá en veit að þar verður traktóratorfæra og furðubátakeppni

hver er með ? 


SHARE:

föstudagur, 10. júlí 2009

blogg...

ég ætla að hamra eitthvað hérna inn áður en það fer að líða vandræðalega langt á milli blogga. 

Síðustu helgi þaut ég á Akranes og eyddi helginni á Írskum dögum. Alger snilld. Byrjaði föstudaginn með götugrilli þar sem snæddur var humar í forrétt og síðar kjúklingur og enn síðar slatti af bjór. Ég og Katrín fór um á Mörkina sem er ennþá eini aðal pöbbinn á Akranesi og skemmtum okkur alveg skemmtilega vel við að dansa við DJ Swingmaster (haha) 

Þó svo að það hafi verið smá bjór í hægri hluta heilahvels meiri hluta laugardagsins höfðum við okkur útí göngutúr og kíktum á mannlífið og markaðinn í íþróttahúsinu með Mömmu katrínar, Ásídsi og Þóri Ísak brosbolta. 
Sem betur fer lögðum við okkur aaaðeins áður en haldið var í grillveislu nr 2 um helgina en hún var haldið heima hjá Sibbu, vinkonu hennar Katrínar og var veislan ekkert  síðri en frá kvöldinu áður. Seint og síðar meir eftir skot,hvítvín og bjór var blandað í flöskur og farið á Lopapeysuna sem er ball sem er haldið í RISAstórri skemmu og flest allir mæta í lopapeysum. Utan um húsið er vel stórt afgirt svæði með bar-tjöldum og einu uppblásnu tjaldi/kúlu með DJ sem spilaði allan tímann. Á ballinu sjálfu komu svo fram Ego, Raggi Bjarna og að lokum Sálin. Húsið var troðið en ekki samt "troðið" og allir skemmtu sér vel langt fram á morgun :) 

þessi helgi fer í næturvaktir á Slysó. vona ég af öllu hjarta að ég eigi ekki eftir að sjá ykkur þar ;)
SHARE:
Blog Design Created by pipdig