þriðjudagur, 30. desember 2008

kaupið ykkur Apple Care...

úff... sérstaklega ef þið hafið keypt apple dótið ykkar annarsstaðar en á Íslandi.

ég keypti mína tölvu fyrir tæpum 3 árum í USA, stuttu eftir að fyrstu macbook tölvurnar komu. 

núna þegar harði diskurinn hrundi ( og gerði það með látum og engu er hægt að bjarga ) fékk ég flýtimeðferðina á viðgerðinni, ísetningu á stærri disknum sem ég keypti, uppsetningu á nýjasta stýrikerfinu, nýjan topp (allt takkaborðið) og tölvan fínni sem aldrei fyrr .... FRÍTT ! svo fæ ég 80 GB disk þegar hann kemur til landsins, skv uppástungu Björgvins ætla ég að setja hann í flakkarabox og taka afrit... þið getið ekki trúað hvað það er leiðinlegt að tapa yfir 10 þúsund myndum og tvemur og hálfu ári af háskólanámi með því að harði diskurinn gefi svona gjörsamlega upp öndina. 

sem-betur-fer er mikið af myndum á netinu... alls ekki allar (iphoto var með rúmlega 10.000 myndir !) en ég á þó eitthvað af myndum frá síðustu 3 árum fyrst að þær eru einhverjar á netinu. Er bara fegin að þetta voru ekki myndir af barninu mínu eða einhverju álíka. 

ég á líka allar glósur útprentaðar frá hverri prófatörn og ég er þakklát fyrir það. Hefði auðvitað viljað hafa þær, og öll verkefni og ritgerðir hjá mér í tölvunni, en þetta er ekki að eilífu glatað. Nema ef húsið myndi skyndilega brenna til grunna. 

Ég á semsagt svo gott sem nýja tölvu. Nýtt stýrikerfi sem ég er að læra á og er núna á fullu að setja upp öll forritin sem mig vantar. úff.. ég þurfti að finna mynd af mér af netinu til þess að save-a í tölvuna til að setja sem display mynd á msn... glatað. 

er búin að vera þvílíkt down yfir þessum gagnamissi og það sem er súrast við þetta allt að ég var búin að ákveða að stækka harða diskinn þegar ég fengi NÁMSLÁNIN og búin að ræða það við nokkra. þá ætti ég backup einhversstaðar og ég hefði aldrei orðið var við að 80 GB greyið myndi deyja. 

þetta var pústblogg í boði Ragna.is
SHARE:

mánudagur, 29. desember 2008

heimurinn að byggjast upp aftur...

já eða að minnsta kosti heimurinn minn..

Fórum í dag og skiptum jólagjöfinni frá mömmu og pabba en það var afgreiddur vitlaus litur af lampa.hann er alveg ógeeeðslega flottur finnst ykkur ekki ? :)

tölvan fór líka á flýtimeðferð í meðferð (viðgerð) og er harði diskurinn ó-n-ý-t-u-r, takk fyrir og bless.. Þar sem að ég keypti mér Apple care þegar tölvan var keypt úti þá er hún ennþá í ábyrgð hjá Apple úti og ég fæ þjónustuna og diskinn borgað af þeim. Ég reyndar ákvað að skipta út 80 GB fyrir 250 GB disk og borgaði ég það þá bara sjálf, það er líka um 3ja vikna bið eftir disknum frá apple í usa og því nenni ég ekki að bíða eftir. Ég á því til sölu 80 GB 2.5" SATA fartölvudisk eftir ca 3 vikur ef þið hafið áhuga.

lampanum er reddað og tölvan verður örugglega komin aftur í gagnið á morgun og ég fæ ekki að vita fyrr en þá hvort að einhverju var bjargað af steindauða disknum... (guð forði mér frá að vera á PC lappa með VISTA fleiri daga)

kveðja
Ragna Björg
SHARE:

laugardagur, 27. desember 2008

3. í jólum.

fékk alveg nóg af letilífi og áti og fór í skokktúr með Jobba...uppskar þar svita og hælsæri sem blæddi síðan svo rosalega úr að skórnir þurfa að fara í þvottavélina... næs... :)

Grey Jobbi fór svo beint úr skokktúrnum og uppeldismeðferð í göngutúr með mömmu og pabba og liggur hann flatur fyrir núna.. :)

kl 3 var haldinn körfuboltaleikur til styrktar Ljósinu sem Jón Þór hefur verið að sækja núna vegna heilaæxlis sem hann er með. 180 þúsund söfnuðust og leikurinn var hinn skemmtilegasti... 30 ára og eldri á móti 30 ára og yngri. Dómarinn átti það til að dæma eins og honum datt í hug og stal boltanum sjálfur og skaut... vítaskotin voru tekin með undarlegri stigagjöf.. :)

eitthvað hefur kvisast út að fólk ætli að kíkja út á lífið í kvöld og ég held að ég láti það ekki líða án þess að kíkja eitthvað út á lífið líka. Það er nú ekki svo mikið að gera hérna í Víkinni :)
SHARE:

fimmtudagur, 25. desember 2008

jólin komu...

... enn og aftur

versta jólagjöf ársins var það að tölvan mín er dáin... (hoppandi helvíti)
og minnst uppáhalds jólagjöfin er mighty mouse apple músin sem ég fékk og nýtist eitthvað lítið meðan tölvan liggur í gröfinni... hún kannski skríður upp vinsældarlistann þegar tölvan verður komin með nýtt innviði.

aðrir hlutir sem litu dagsins ljós úr pökkum þessa árs var

naglalakk
eyrnalokkar
rifjárn
sílíkon sprautupoki
ilmvatn og bodylotion
jólaskraut
ferðakaffibolli til að setja í 12V
kveikjari með upptakara
gólflampi
hringur með stein.
mósaík vasi
Aurum Eyrnalokkar
Pilgrim skartgripa-sett (eyrnalokkar, hálsmen og hringur)
hringur með perlum
armband með perlum
Bók (brúðkaupsnóttin)
Bók (Myrká)
15 þúsund á kaupþingsgjafakorti

já ég held að þetta sé allt..

fórum í dag út í garð að kveikja á kertinu á leiðinu hjá ömmu. Ég, pabbi og þráinn komum svo við í gömlu slökkvistöðinni til að finna þar alveg ónotaða skauta sem ég á víst ! :) og smellpassa ! guð... ég verð eiginlega að fara á skauta, þó að það þýði nokkra marbletti.
Einnig gróf ég líka upp gömul spil til að spila um jólin og kannski ég kíki með einhver af þeim norður. Er nú örugglega á leiðinni þangað bráðum :)

Er búin að vera að lesa Myrká í allan dag með hléum og lagði mig í bleyti í heitu baði með Elínborgu að leysa morðmál eftir kaffið... Erlendur hefur ekki ennþá komið neitt fyrir í bókinni... fór hann í jólafrí eða ?

mmm.. girnilegt deig er að hefast inní eldhúsi sem mun bráðlega breytast í dílíssíjuss hvítlauksbrauð til að fara með humarsúpunni sem verður í kveldmatinn :)

á morgun er síðan lítið jólaboð heima hjá Þorbjörgu og Gunna á Dyrhólum. Hlakka voða til að kíkja þangað..
SHARE:

miðvikudagur, 24. desember 2008

Gleðileg jól



Gleðileg Jól allir saman og takk fyrir samveruna á árinu sem er að líða.

Hafið það sem allra best í faðmi fjölskyldu og vina og skemmtið ykkur svo vel á gamlárskvöld.

jólakveðja

Ragna Björg

SHARE:

föstudagur, 12. desember 2008

deeem


Vildi óska að ég hefði séð þetta fyrr... hefði kannski reddað einhverju í einhverju prófanna...
SHARE:

miðvikudagur, 10. desember 2008

one-to-go

síðasta prófið í vetur byrjar kl hálf 2

það mun vera í aðferðafræði. Bókin sjálf er mjög góð nema að manni svimar við að lesa of mikið um quantitative og qualitative rannsóknir.

námsefnið frá kennurunum er alveg rosalegt ! Þeir virðast ekki hafa komið sér saman um að Grounded theory, grunduð kenning og ígrunduð kenning sé einn og sami hluturinn. Hvað þá að fræðilegt úrtak, theoratical úrtak, kenningar úrtak og kenningarlegt úrtak sé líka sami hluturinn. Svona gríðaleg fjölbreitni á orðum yfir sömu hlutina flækir þetta svoldið ... úff

líf mitt hefst á ný formlega kl 16.30 þegar prófi líkur... nema að ég þarf að vera mætt á slysó kl 15.30.  

það er seinnitímavandamál ! 


SHARE:

mánudagur, 8. desember 2008

I'm baking..

ahhh....
ok, ég bara varð að gera eitthvað. Svo ég ákvað að reyna að rifja upp rabbabarakökuna sem ég bakaði 12hundurðognítíuogníu sinnum á Höfðabrekku í 3 sumur. 
og það var ekkert lítið magn ! heldur var bakað ofan í 120 manns á hverjum degi skal ég segja ykkur *gasp*
ég reyndi þess vegna að muna hvað ætti að vera í kökunni og deila niður með 5 svo að það passaði í skúffukökuformið mitt... haha...

útkoman verður örugglega eitthvað skemmtileg

en hún lítur eðlilega út samt ennþá í ofninum
SHARE:

jæææja...

ég er víst ekki steindauð ennþá þó að prófin hafi verið að reyna að stytta líf mitt til mun síðustu daga. 

Ég hálfpartinn sé eftir að hafa kvartað yfir erfiðum prófum í MH því að það er nú ekkert miðað við próf í Háskóla, jedúddamía !

nú... það er bara 1 próf eftir núna og það er á miðvikudaginn *klöppum fyrir því* 

Engin jólagjöf hefur verið keypt og ekkert jólakort verið föndrað *obbobbobb*

Get eiginlega ekki beðið eftir að klára þessi próf og taka fyrstu flugvél sem ég kemst í norður. Allt of langt síðan ég hef hitt Viðar  :(

þetta var stutt update af stöðunni hjá prinsessunni.

látið ykkur ekki verða kalt á puttunum í snjónum. 

xox
Ragna Björg
SHARE:

þriðjudagur, 2. desember 2008

hjátrúarfull..

já, ég það vanalega ekki...

en þegar kemur að prófum þá vil ég alltaf að það kveiki einhver og helst einhverjir á kerti meðan ég er í prófinu... 

Amma hefur stundum séð um það og mamma gerir það alltaf, en núna er enginn til taks að kveikja á kertum þar sem mamma og pabbi koma í bæinn í fyrramálið með bíl. 

ef einhver af ykkur er heima með kerti við höndina þá megiði alveg kveikja á kerti og hugsa til mín. 
sé loginn stór þá gengur mér vel og voniði svo að hann sé ekki lítill. 

kys og kram
Ragna
SHARE:

mánudagur, 1. desember 2008

Silfurskeiðin

þið trúið ekki hvað ég er búin að taka mörg andköf yfir að bókin Silfurskeiðin sé komin út á íslensku (GASP)




"Þetta er matreiðslubókin sem Ítalir gefa börnunum sínum til þess að kenna þeim aðferðir foreldra sinna og ömmu og afa – og sýna þeim um hvað ítölsk matargerð snýst í raun og veru.

Hún sýnir hvernig á að matreiða holla og gómsæta máltíð, í fyrsta lagi með því að velja réttu hráefnin og í öðru lagi með að fylgja fjölbreyttum uppskriftum sem geta verið einfaldar eða flóknar, en eru alltaf útskýrðar á skýran og skilmerkilegan hátt. Það er þess vegna sem Silfurskeiðin er vinsælasta matreiðslubókin á Ítalíu, bókin sem á sinn stað í eldhúsinu á hverju heimili, bókin sem er hvað oftast gefin í brúðargjöf."


Mig hefur langað í þessa bók (the Silverspoon) mjög lengi og það lengi að ég ætla að KAUPA mér hana þegar ég á pening.... sem verður skv venjubundu skólaári ekki fyrr en næsta júní og get ég alveg beðið þangað til  (held ég) þar sem ég er alveg pottþétt ekki að fara að gifta mig fyrir þann tíma ! (eða anytime soon for that matter) 

ég held að þetta blogg sé svoldið blásið upp af hungri ... og að ég sé andvaka ...
hungrið stendur af því að í kvöldmatinn var kínversk núðlusúpa búin til frá grunni og mallaði á eldavélinni í 3 tíma örugglega í heildina svo að soðið var dílísíjus  og ég er andvaka af því að líkaminn minn veit að ég ætlaði að reka hann í ræktina kl 6.30! (gott ef hann er ekki þrjóskari en ég). Ég held að tilgangurinn sé lítill með að sofa nokkra tíma, til að hoppa og hrista mig í klst til að slefast uppí bókhlöðu kl 8 og læra til rúmlega 9 þegar ég þarf að fara að syngja á tónleikum í Hátíðarsal Háskólans með kórnum og vera svo DAUÐÞREYTT allan daginn að lesa undir fyrsta prófið sem er á miðvikudaginn. 

ég held bara að ég sofi til 8... eða þangað til að Viðar ætlar að hringja í mig og telja mér trú um að það sé ekki eins góð hugmynd og ég held (þá) að kúra "aaaaðeins" lengur. 

Héðan er annars ekkert að frétta nema að ég var búin að hengja upp jólaseríur og kveikja á aðventuljósinu fyrir kl 10 í morgun (Sem Arnar svaf allt af sér)... deginum eyddi ég svo með nýbökuðu sykurlausu-hveitilausu-smjörlausuBláberja muffins-inu (ég furða mig stundum á hve góðar þær virkilega eru), sjóðandi núðlusúpu, tölfræðidæmum, reiknivél og hárlokkum sem liggja á víð og dreif um íbúðina eftir frantic panic köst yfir hvað ég næ ekki að klambra saman í höfðinu á mér tölfræðiformúlum, jafnbilabreytum, raðbreytum og nafnbreytum í eina skiljanlega heild... helst þá í sömu heild og Rúnar okkar hefur í huga. 


prófataflan er sumsé svona

3. des : Hjúkrun Langveikra einstaklinga 
5. des : Tölfræði
8. des : Hjúkrun krabbameinssjúklinga
10. des : Aðferðafræði
12. des : Próflokadjamm (sem er jafnmikil skylda að mæta á eins og prófin sjálf)

óver and out ! 

SHARE:
Blog Design Created by pipdig