Nú, 3. árið í röð ætla ég í samstarfi við Litlu Garðbúðina að gefa jólagjöf.
Jólapakkinn verður dreginn út á aðfangadag kl 16 og mun ég reyna að koma honum í hendur þess heppna eins fljótt og ég get.
Til þess að taka þátt þurfið þið að like-a við Ragna.is á Facebook og skrifa við mynd sem er á Facebooksíðu Ragna.is, svar við þessari spurningu:
Hvaða eftirrétt hafið þið á jólunum?
Myndina má finna með þessum link hér
Facebook síða Ragna.is er hér
fimmtudagur, 19. desember 2013
mánudagur, 9. desember 2013
Jólaös
Sæl :)
Ég skil stundum ekki hvernig ég kem mér í þær aðstæður þar sem ég hef ALLT of mikið að gera :)
Eins og staðan er núna (og hefur verið sl mánuð) þá hefur allt verið á syngjandi gangi og nokkrir hlutir hafa setið á hakanum. Eins og þetta blogg til dæmis :)
Ég er auðvitað farin að vinna á fullu á Bráðamóttökunni eins og ég gerði áður en Árdís Rún fæddist og hún er komin til dagmömmu. Ég er einnig töluvert mikið að syngja með Kór Lindakirkju og nýjasta söngviðbótin er Sönghópurinn Harmony sem ég í slagtogi við 2 aðrar gríðarlega góðar söngkonur stofnuðum.
18. desember ætlum við svo að halda tónleika í Lindakirkju sem bera nafnið Harmony í Hátíðarskapi
Ég skil stundum ekki hvernig ég kem mér í þær aðstæður þar sem ég hef ALLT of mikið að gera :)
Eins og staðan er núna (og hefur verið sl mánuð) þá hefur allt verið á syngjandi gangi og nokkrir hlutir hafa setið á hakanum. Eins og þetta blogg til dæmis :)
Ég er auðvitað farin að vinna á fullu á Bráðamóttökunni eins og ég gerði áður en Árdís Rún fæddist og hún er komin til dagmömmu. Ég er einnig töluvert mikið að syngja með Kór Lindakirkju og nýjasta söngviðbótin er Sönghópurinn Harmony sem ég í slagtogi við 2 aðrar gríðarlega góðar söngkonur stofnuðum.
18. desember ætlum við svo að halda tónleika í Lindakirkju sem bera nafnið Harmony í Hátíðarskapi
Undirbúningur svona jólatónleika krefst mikils tíma og hafa mörg kvöldin farið í æfingar einnig sem við höfum verið að syngja á 1-2 stöðum í hverri viku síðustu 4 vikurnar sem jú tekur sinn tíma líka :)
Í gær söng Lindakirkjukórinn á Jólatónleikum Heru Bjarkar í Grafarvogskirkju og nk sunnudag verður haldið Aðventuhátíð í Lindakirkju þar sem kórinn verður með kraftmikla, fallega og jólalega tónleika.
Eins og þið sjáið hér fyrir ofan eru tónleikarnir okkar svo 18. desember og höfum við ákveðið að gefa allan ágóða af tónleikunum til Barnahúss, en Barnahús er stofnun þar sem tekið er á málum þeirra barna sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þar hljóta þau viðeigandi meðferð í sínum málum og eru mjög mörg mál sem koma inn miðað við þann fjölda sem starfar þar. Stofnuninni var nýlega blessunarlega úthlutað nýju og stærra húsnæði og því nóg sem þarf að gera og veitir ekki af smá auka aur inn í þær framkvæmdir.
20. desember mun Kór Lindakirkju svo syngja við tónleika Regínu Óskar en nánari upplýsingar um þá tónleikar eru hér
Það er samt öruggt að jólagjafaleikurinn mun verða eins og alltaf og verður hann tengdur við facebook síðu Ragna.is eins og síðustu 2 jól. Þið verðið því að like-a síðuna Ragna.is til þess að fylgjast með honum :)
Njótið aðventunnar :)
með kveðju
Ragna Björg
sunnudagur, 27. október 2013
Pönnukökur
Já, þetta eru þessar gömlu og góðu :)
Uppskriftin er að mestu byggð á uppskriftinni að pönnukökum í bókinni hennar Helgu Sigurðardóttur, sem er alger gullnáma varðandi grunnuppskriftir að hinu og þessu :)
Pönnukökur eru alveg ótrúlega góðar, eins einfaldar og þær eru, upprúllaðar með sykri eða með rabbabarasultu og rjóma... mmm! Ég veit að þið næstum lygnið aftur augunum með mér :)
Þessi uppskrift gerir pönnukökur fyrir ca 4, sé ekkert annað meðlæti með.
Uppskrift
250 gr hveiti
1/2 tsk lyftiduft
25 gr smjör
600-700 ml mjólk
2 egg
2 msk sykur
1/4 tsk salt
Aðferð
-Þurrefnum er blandað saman í skál og 500 ml af mjólkinni bætt saman við.
-2 eggjum er blandað saman við ásamt bræddu smjöri (best er að bræða það á vægum hita á pönnukökupönnunni og hella því svo útí deigið)
-Restinni af mjólkinni er hrært saman við
-Tæplega ausu af deigsoppu er hellt á pönnukökupönnuna, upp við brún öðru megin, og svo er pönnunni hallað til og frá og hrist til þess að dreyfa pönnukökusoppunni yfir alla pönnuna. Persónulega finnst mér best að setja ríflega af soppu og hella svo umfram soppu útí skálina aftur til að nota síðar.
-Pönnukakan er svo losuð frá brúnunum og snúið við og klárað að baka hana þannig.
-Hvolfi svo pönnukökunni á disk og strái sykur yfir
punktar:
-Hér er eiginlega nauðsynlegt að verða sér úti um pönnukökupönnu... Hún þarf kannski ekki að vera þessi gamla íslenska, en einhversskonar pönnukökupanna.
-Hérna er líka eiginlega nauðsynlegt að eiga pönnukökuspaða... Svo hægt sé að ná undir alla pönnukökuna til þess að snúa henni við.
-Það er ekki víst að allir borði rjómapönnukökur, það er því um að gera að vefja upp nokkrar sykurpönnukökur :)
Ef þið eigið pönnukökupönnu þá mæli ég með að þið prufið að gera skonsurnar líka :)
Njótið
Pönnukökur eru alveg ótrúlega góðar, eins einfaldar og þær eru, upprúllaðar með sykri eða með rabbabarasultu og rjóma... mmm! Ég veit að þið næstum lygnið aftur augunum með mér :)
þurrefni sett í skál |
smjörið brætt á pönnunni |
auðvelt að mæla 500 ml af mjólk svona :) |
eggjum bætt saman við ásamt smjöri |
deigsoppan á að vera mjög þunn! |
ég vil að það komi lítil göt þegar pönnukakan fer að eldast :) |
pönnukakan losu frá brúnunum |
snúið við |
ég hvolfi svo pönnukökunum á disk og strái sykur á hverja og eina |
svona geri ég rjómapönnukökur: Set rabbabarasultu á hálfa pönnukökuna |
set kúfaða matskeið af rjóma |
brýt pönnukökuna yfir og geri geil með hendinni |
brýt pönnukökuna aftur yfir og þá er þetta komið :) |
þessi draumadís var hins vegar ALLS ekki á því að smakka ósykraða pönnuköku... Endaði á að smjatta á banana |
Þessi uppskrift gerir pönnukökur fyrir ca 4, sé ekkert annað meðlæti með.
Uppskrift
250 gr hveiti
1/2 tsk lyftiduft
25 gr smjör
600-700 ml mjólk
2 egg
2 msk sykur
1/4 tsk salt
Aðferð
-Þurrefnum er blandað saman í skál og 500 ml af mjólkinni bætt saman við.
-2 eggjum er blandað saman við ásamt bræddu smjöri (best er að bræða það á vægum hita á pönnukökupönnunni og hella því svo útí deigið)
-Restinni af mjólkinni er hrært saman við
-Tæplega ausu af deigsoppu er hellt á pönnukökupönnuna, upp við brún öðru megin, og svo er pönnunni hallað til og frá og hrist til þess að dreyfa pönnukökusoppunni yfir alla pönnuna. Persónulega finnst mér best að setja ríflega af soppu og hella svo umfram soppu útí skálina aftur til að nota síðar.
-Pönnukakan er svo losuð frá brúnunum og snúið við og klárað að baka hana þannig.
-Hvolfi svo pönnukökunni á disk og strái sykur yfir
punktar:
-Hér er eiginlega nauðsynlegt að verða sér úti um pönnukökupönnu... Hún þarf kannski ekki að vera þessi gamla íslenska, en einhversskonar pönnukökupanna.
-Hérna er líka eiginlega nauðsynlegt að eiga pönnukökuspaða... Svo hægt sé að ná undir alla pönnukökuna til þess að snúa henni við.
-Það er ekki víst að allir borði rjómapönnukökur, það er því um að gera að vefja upp nokkrar sykurpönnukökur :)
Ef þið eigið pönnukökupönnu þá mæli ég með að þið prufið að gera skonsurnar líka :)
Njótið
föstudagur, 9. ágúst 2013
Ragna.is í vikunni og leiðréttingar :)
jæja ...
í Vikunni þessa vikuna birtist við mig smá viðtal og ég galdraði fram smá góðgæti fyrir þau.
Eins og stundum gerist er hlutum aðeins breytt og ég hef tekið eftir, að í sérstaklega snúðauppskriftinni vantar smá upplýsingar eins og smjörið sem fer ofan á deigið, og einnig vantar kremuppskriftina
En örvæntið ekki !
þessar upplýsingar eru allar á bloggunum sem eru til hérna á síðunni, kíkið því þangað
Pestókjúklingur
Bláberjamuffins
Rögnusnúðar
Kaffikaka
Svo langar mig að segja ykkur hvar ég fékk æðislegu bleiku mótin sem Pestókjúklingurinn er í ... (já þessi bleiku!)
þau fást í Litlu Garðbúðinni
Ef einhverjar spurningar eru, þá sendið mér bara póst á ragna@ragna.is og ég svara um hæl! :)
í Vikunni þessa vikuna birtist við mig smá viðtal og ég galdraði fram smá góðgæti fyrir þau.
Eins og stundum gerist er hlutum aðeins breytt og ég hef tekið eftir, að í sérstaklega snúðauppskriftinni vantar smá upplýsingar eins og smjörið sem fer ofan á deigið, og einnig vantar kremuppskriftina
En örvæntið ekki !
þessar upplýsingar eru allar á bloggunum sem eru til hérna á síðunni, kíkið því þangað
Pestókjúklingur
Bláberjamuffins
Rögnusnúðar
Kaffikaka
Svo langar mig að segja ykkur hvar ég fékk æðislegu bleiku mótin sem Pestókjúklingurinn er í ... (já þessi bleiku!)
þau fást í Litlu Garðbúðinni
Ef einhverjar spurningar eru, þá sendið mér bara póst á ragna@ragna.is og ég svara um hæl! :)
miðvikudagur, 26. júní 2013
Kaffikaka
Oh, ef þið eruð með betra nafn yfir þessa köku, þá megið þið endilega láta mig vita! "Kaffikaka" lýsir því bara ekkert hve svakalega góð þessi kaka er!
Í fyrsta lagi er þessi kaka ekki eins og neitt annað sem þið hafið smakkað... og hún er bara svo unaðslega kaffisæt! :)
Hún er næstum því eins og vanillulatté sem kaka, ef ég gæti lýst þessu einhvernveginn. Kannski ætti hún bara að heita Vanillulatté-kaka? hmmm... endilega prufið að gera kökuna og látið mig vita!
Ég reyndar er búin að skulda þessa uppskrift í meira en ár núna.
Ég gerði hana einhverntíman þegar vinnufélagar af Slysó hittust hérna heima í Sushi og djamm og ég skellti þessari köku saman. En ég var ekki alveg nógu ánægð með hlutföllin á hinu og þessu og setti hana því ekki hérna inn.
Ég svo hef gert hana 3x síðan þá og annað hvort man ég ekki eftir að skrifa upp breytingarnar sem ég gerði áður en ég gleymi þeim eða hreinlega man ekki hvaða breytingar ég hafði gert svo að ég geri kökuna kolvitlausa einu sinni enn :)
en hér er hún ! :)
Uppskrift:
220 gr smjör
3 msk instant kaffi
1 bolli heitt vatn
2.5 bollar hveiti
1.5 bollar sykur
1/2 tsk salt
1/2 bolli léttsúrmjólk (eða súrmjólk, jafnvel hreint jógúrt ef ekkert annað er til)
2 egg
1 tsk matarsódi
2 tsk vanillu extract
Krem á milli
100 gr rjómaostur
1/2 bolli rjómi
1/2 bolli flórsykur
Krem ofan á
120 gr smjör
2 msk instant kaffi
4 msk rjómi
3-3.5 bollar flórsykur
2 tsk vanilluextract
Aðferð:
-Setjið í pott smjörið og bræðið. Bætið vatni útí og svo instant kaffinu og látið það leysast upp
-Hellið blöndunni í skál og bætið restinni af hráefnunum útí, fyrst þurrefnunum og hrærið saman og að lokum blautum efnum (Léttsúrmjólk, vanilluextrakt og eggjum) og hrærið þar til blandað.
-Ath, að ég er farin að setja allt þetta bara beint út í pottinn og spara mér því að óhreinka eina skál)
-Helt í 2 mót og bakað við 180°C í um 20-25 mínútur eða þar til kakan er tilbúin.
-Kakan þarf að kólna alveg áður en kremin eru sett á!
Krem á milli:
-Rjómaostur, rjómi og flórsykur þeytt saman í handþeytara... Já þetta er svakalega mikill vökvi, en trúið mér, þetta þeytist upp í flott og flöffí krem...., svo þeytið bara áfram ef þetta er þunnt ! :)
-Smurt á milli botnanna.
Mér finnst flottast að láta botnana liggja með "toppana" saman. Þá færðu sem beinustu kökuna.
Krem ofaná
-Smjörið sett í pott og brætt, instant kaffi sett útí (ath, að ég hef notað gerð sem leysist hreinlega afar illa uppí smjörinu, það er kannski vissara að leysa bara kaffið upp í smá heitu vatni fyrst?)
-Rjóma bætt útí auk vanillu extracts
-Flórsykri bætt útí. Ath að þið fáið aðeins að ráða sjálf hve þunnt/þykkt kremið þið viljið hafa
-Sett yfir kökuna og látið leka niður hliðarnar, þarf aðeins að stýra því en það fer að mestu leiti sínar eigin leiðir :)
enjoy !!!! :)
Hún er næstum því eins og vanillulatté sem kaka, ef ég gæti lýst þessu einhvernveginn. Kannski ætti hún bara að heita Vanillulatté-kaka? hmmm... endilega prufið að gera kökuna og látið mig vita!
Ég reyndar er búin að skulda þessa uppskrift í meira en ár núna.
Ég gerði hana einhverntíman þegar vinnufélagar af Slysó hittust hérna heima í Sushi og djamm og ég skellti þessari köku saman. En ég var ekki alveg nógu ánægð með hlutföllin á hinu og þessu og setti hana því ekki hérna inn.
Ég svo hef gert hana 3x síðan þá og annað hvort man ég ekki eftir að skrifa upp breytingarnar sem ég gerði áður en ég gleymi þeim eða hreinlega man ekki hvaða breytingar ég hafði gert svo að ég geri kökuna kolvitlausa einu sinni enn :)
en hér er hún ! :)
Bræða smjör |
kaffiduft útí |
smjörinu, vatninu og kaffinu hellt útí hveitið psssst.... það er alveg jafn auðvelt að hella bara þurrefnunum beint úr í pottinn! |
eggi, létt súrmjólk og vanilluextract bætt við |
litli aðstoðarkokkurinn fylgist vel með ÖLLU.... og enn í náttfötunum! |
kremið sett á milli |
og kremið komið ofaná! |
svo er auðvitað best að fá góðar vinkonur í heimsókn! :) |
bara ef þið gætuð fengið að bragða á þessari sneið ... |
Uppskrift:
220 gr smjör
3 msk instant kaffi
1 bolli heitt vatn
2.5 bollar hveiti
1.5 bollar sykur
1/2 tsk salt
1/2 bolli léttsúrmjólk (eða súrmjólk, jafnvel hreint jógúrt ef ekkert annað er til)
2 egg
1 tsk matarsódi
2 tsk vanillu extract
Krem á milli
100 gr rjómaostur
1/2 bolli rjómi
1/2 bolli flórsykur
Krem ofan á
120 gr smjör
2 msk instant kaffi
4 msk rjómi
3-3.5 bollar flórsykur
2 tsk vanilluextract
Aðferð:
-Setjið í pott smjörið og bræðið. Bætið vatni útí og svo instant kaffinu og látið það leysast upp
-Hellið blöndunni í skál og bætið restinni af hráefnunum útí, fyrst þurrefnunum og hrærið saman og að lokum blautum efnum (Léttsúrmjólk, vanilluextrakt og eggjum) og hrærið þar til blandað.
-Ath, að ég er farin að setja allt þetta bara beint út í pottinn og spara mér því að óhreinka eina skál)
-Helt í 2 mót og bakað við 180°C í um 20-25 mínútur eða þar til kakan er tilbúin.
-Kakan þarf að kólna alveg áður en kremin eru sett á!
Krem á milli:
-Rjómaostur, rjómi og flórsykur þeytt saman í handþeytara... Já þetta er svakalega mikill vökvi, en trúið mér, þetta þeytist upp í flott og flöffí krem...., svo þeytið bara áfram ef þetta er þunnt ! :)
-Smurt á milli botnanna.
Mér finnst flottast að láta botnana liggja með "toppana" saman. Þá færðu sem beinustu kökuna.
Krem ofaná
-Smjörið sett í pott og brætt, instant kaffi sett útí (ath, að ég hef notað gerð sem leysist hreinlega afar illa uppí smjörinu, það er kannski vissara að leysa bara kaffið upp í smá heitu vatni fyrst?)
-Rjóma bætt útí auk vanillu extracts
-Flórsykri bætt útí. Ath að þið fáið aðeins að ráða sjálf hve þunnt/þykkt kremið þið viljið hafa
-Sett yfir kökuna og látið leka niður hliðarnar, þarf aðeins að stýra því en það fer að mestu leiti sínar eigin leiðir :)
enjoy !!!! :)
fimmtudagur, 20. júní 2013
Pestó brauðbollur
Það er alltaf svoldið gaman að gera eitthvað aðeins öðruvísi :)
Hér eru brauðbollur sem bakaðar eru í tómatasósu.
Þær eru svo teknar úr fominu og snúið við, þannig að tómatarnir eru ofan á brauðbollunni :)
Þetta er snilld í saumaklúbbinn, vinkonuhittinginn, helgar brunchinn eða með súpu.
Uppskrift:
2.5 bollar hveiti
2 tsk ger
1 tsk salt
1/2 tsk nýmalaður svartur pipar
2 msk matarolía
1 bolli vatn
ca 5-6 msk pestó
1/2 dós niðursoðnir tómatar
1-2 dl rifinn ostur
Aðferð
-Brauðdeigið er gert á hefðbundinn máta. Þurrefnum blandað saman, vatni blandað við (haft ylvolgt) og hnoðað þar til deigið er slétt og gljáandi. Látið lyfta sér í 30-60 mín.
-Deigið flatt út og pestói smurt á + saltað aðeins (ath pesto er mis-salt. Athugið hvort að það þurfi salt áður en þið skelltið saltinu yfir). Stráið svo smá rifnum osti yfir
-Rúllið deiginu að ykkur og skerið í sneiðar sem eru um 2-3 cm breiðar. Brjótið eða klípið endana niður þannig að þetta verði að bollu
-helllið 1/2 dós af tómötum í dós (má vera með einhverju auka bragði ef þið viljið), raðið bollunum ofaní (ath að þær þurfa ekki endilega að snertast, þær stækka í bakstri).
Stráið osti yfir og bakið í ofni i 30-40 mínútur á 180°C
Bleika og sæta eldfasta mótið fékk ég í Litlu Garðbúðinni sem selur allt sem þarf til allrar ræktunar og er núna búin að bæta við sig sætri heimilislínu. Þið verðið eiginlega að kíkja í búðina því að sjón er sögu ríkari! :) Svo margt fallegt og búðin æðislega fallega upp röðuð!
Enjoy
Hér eru brauðbollur sem bakaðar eru í tómatasósu.
Þær eru svo teknar úr fominu og snúið við, þannig að tómatarnir eru ofan á brauðbollunni :)
Þetta er snilld í saumaklúbbinn, vinkonuhittinginn, helgar brunchinn eða með súpu.
þegar deigið er tilbúið er það flatt út í ferhyrning og pestóinu smurt á + smá salti stráð yfir |
rifnum osti er svo stráð yfir og rúllunni rúllað upp eins og sé verið að gera snúða |
litli aðstoðarkokkurinn er alltaf jafn þolimóður |
tómatarnir settir í eldfast mót |
búið að sneiða niður "snúðinn" |
saumarnir klipnir saman og stungið undir svo að þetta verði meira eins og deigbolla |
raðað í formið og osti stráð yfir |
mmm!!!!! |
Uppskrift:
2.5 bollar hveiti
2 tsk ger
1 tsk salt
1/2 tsk nýmalaður svartur pipar
2 msk matarolía
1 bolli vatn
ca 5-6 msk pestó
1/2 dós niðursoðnir tómatar
1-2 dl rifinn ostur
Aðferð
-Brauðdeigið er gert á hefðbundinn máta. Þurrefnum blandað saman, vatni blandað við (haft ylvolgt) og hnoðað þar til deigið er slétt og gljáandi. Látið lyfta sér í 30-60 mín.
-Deigið flatt út og pestói smurt á + saltað aðeins (ath pesto er mis-salt. Athugið hvort að það þurfi salt áður en þið skelltið saltinu yfir). Stráið svo smá rifnum osti yfir
-Rúllið deiginu að ykkur og skerið í sneiðar sem eru um 2-3 cm breiðar. Brjótið eða klípið endana niður þannig að þetta verði að bollu
-helllið 1/2 dós af tómötum í dós (má vera með einhverju auka bragði ef þið viljið), raðið bollunum ofaní (ath að þær þurfa ekki endilega að snertast, þær stækka í bakstri).
Stráið osti yfir og bakið í ofni i 30-40 mínútur á 180°C
Bleika og sæta eldfasta mótið fékk ég í Litlu Garðbúðinni sem selur allt sem þarf til allrar ræktunar og er núna búin að bæta við sig sætri heimilislínu. Þið verðið eiginlega að kíkja í búðina því að sjón er sögu ríkari! :) Svo margt fallegt og búðin æðislega fallega upp röðuð!
Enjoy
þriðjudagur, 7. maí 2013
Kanilbrauð með rúsínum
Oh bara ef myndirnar myndu sýna hve mjúkt þetta brauð er, já og hve bragðgott það er !
Það er svona mjúkt enda búið að hnoða deigið vel (glúteinið binst) og það fær að lyfta sér 2x.
Já ég veit. Tvöföld hefun þýðir langur tími. En... Þið gerið 2 brauð, og þetta brauð frystist vel og er alveg gríðarlega gott í 2-3 daga, bara ef þið skellið því í brauðristina. Það er því ekkert til fyrirstöðu að prufa að gera þetta brauð.
Svo er líka sérstaklega gaman að gera svolítið öðruvísi brauð heldur en venjulegar brauðbollur eða hvítt brauð.
Uppskrift:
Gerir 2 brauð
(1 bolli er 2.5 dl)
3 1/2 bolli hveiti (blátt hveiti frá Kornax helst)
4 tsk sykur
1 1/4 tsk salt
2 tsk ger
1 1/4 tsk kanill
1 egg
2 msk bráðið smjör
1/2 bolli mjólk
3/4-1 bolli vatn
1 1/2 bolli rúsínur
Kanilsykur
Aðferð:
-Setjið öll þurrefni í skál og bætið vatni, mjólk, smjöri og eggi saman við.
-Mér finnt best að setja mjólkina og vatnið fyrst saman í skál. Sé mjólkin köld, nota ég tiltölulega heitt vatn svo að þegar þetta er saman komið þá er blandan ylvolg. Ég set svo eggið og smjörið þarna útí, hræri vel saman og slæ í sundur eggið í leiðinni og helli útí hveitið og restina af þurrefnunum. Ég byrja samt alltaf með 3/4 af vatni en þarf iðulega að bæta aðeins við.
-Hnoðið deigið í höndunum eða í hrærivél með deigkróknum. Það er gríðarlega mikilvægt að það sé gert í 6-8 mínútur, en þannig binst glúteinið í hveitinu best og úr verður mjúkt og gott brauð með góðri loftfyllingu. Það er að sjálfsögðu mun minna mál að gera það í hrærivél en auðvitað líka hægt í höndunum. Bara svolítið meiri vinna :) Deigið á að vera nokkuð blautt en ekki klístrast við hendurnar nema að mjög litlu ráði. Í restina, bætið þið rúsínunum við (ef þið eruð að gera þetta í hrærivél gæti þurft að hnoða deigið aðeins til með höndunum svo að rúsínurnar dreifist jafnt)
-Látið deigið i skálina aftur (ef þið hafið sett deigið á borð til að hnoða það) og hellið örlítið af matarolíu yfir kúluna og veltið henni um í henni. Setjið plastfilmu yfir skálina og látið standa við herbergishita í 2 klst.
-Eftir 2 klst hefur deigið risið um amk helming. Takið það úr skálinni og sláið loftið úr því og hnoðið afskaplega lítið. Skiptið deiginu í tvennt og formið eins og myndirnar hér fyrir ofan sýna, stráið kanilsykri yfir og setjið í form (ég nota formkökuform úr IKEA). Setjið aftur filmu yfir deigið og látið lyfta sér í 1 klst.
-Bakið brauðið við 185°C í 45 mínútur eða þar til brauðið er orðið gullið og flott að ofan.
-Þegar brauðið er nýkomið úr ofninum er möguleiki að taka smjör, smyrja það að ofan og strá kanilsykri yfir.
-Borðist volgt, kalt eða beint úr brauðristinni
enjoy ! :)
Það er svona mjúkt enda búið að hnoða deigið vel (glúteinið binst) og það fær að lyfta sér 2x.
Já ég veit. Tvöföld hefun þýðir langur tími. En... Þið gerið 2 brauð, og þetta brauð frystist vel og er alveg gríðarlega gott í 2-3 daga, bara ef þið skellið því í brauðristina. Það er því ekkert til fyrirstöðu að prufa að gera þetta brauð.
Svo er líka sérstaklega gaman að gera svolítið öðruvísi brauð heldur en venjulegar brauðbollur eða hvítt brauð.
Öll þurrefnin sett saman í skál |
þegar búið er að hnoða deigið í 6-8 mínútur (enga leti! :) ) - er það sett i hefun. Hellið örlítið af olíu yfir degið og veltið því um |
Ef það sæist betur á myndinni þá mynduð þið sjá að deigið hefur stækkað um amk helming. |
sláið loftið úr deiginu, setjið það á borð og skerið klumpinn í tvennt. Sirkið ferhyrning sem er með lengri hliðina jafn langa og formið sem þið ætlið ykkur að nota. |
smá bónus! Stráið kanilsykri yfir. En bara lítið |
Rúllið deiginu upp eins og þið séuð að gera snúð. |
látið í form og setjið samskeitin niður. Endurtakið fyrir brauð nr 2, setjið plastfilmu yfir og látið hefa sig í klst i viðbót |
njótið! :D |
Uppskrift:
Gerir 2 brauð
(1 bolli er 2.5 dl)
3 1/2 bolli hveiti (blátt hveiti frá Kornax helst)
4 tsk sykur
1 1/4 tsk salt
2 tsk ger
1 1/4 tsk kanill
1 egg
2 msk bráðið smjör
1/2 bolli mjólk
3/4-1 bolli vatn
1 1/2 bolli rúsínur
Kanilsykur
Aðferð:
-Setjið öll þurrefni í skál og bætið vatni, mjólk, smjöri og eggi saman við.
-Mér finnt best að setja mjólkina og vatnið fyrst saman í skál. Sé mjólkin köld, nota ég tiltölulega heitt vatn svo að þegar þetta er saman komið þá er blandan ylvolg. Ég set svo eggið og smjörið þarna útí, hræri vel saman og slæ í sundur eggið í leiðinni og helli útí hveitið og restina af þurrefnunum. Ég byrja samt alltaf með 3/4 af vatni en þarf iðulega að bæta aðeins við.
-Hnoðið deigið í höndunum eða í hrærivél með deigkróknum. Það er gríðarlega mikilvægt að það sé gert í 6-8 mínútur, en þannig binst glúteinið í hveitinu best og úr verður mjúkt og gott brauð með góðri loftfyllingu. Það er að sjálfsögðu mun minna mál að gera það í hrærivél en auðvitað líka hægt í höndunum. Bara svolítið meiri vinna :) Deigið á að vera nokkuð blautt en ekki klístrast við hendurnar nema að mjög litlu ráði. Í restina, bætið þið rúsínunum við (ef þið eruð að gera þetta í hrærivél gæti þurft að hnoða deigið aðeins til með höndunum svo að rúsínurnar dreifist jafnt)
-Látið deigið i skálina aftur (ef þið hafið sett deigið á borð til að hnoða það) og hellið örlítið af matarolíu yfir kúluna og veltið henni um í henni. Setjið plastfilmu yfir skálina og látið standa við herbergishita í 2 klst.
-Eftir 2 klst hefur deigið risið um amk helming. Takið það úr skálinni og sláið loftið úr því og hnoðið afskaplega lítið. Skiptið deiginu í tvennt og formið eins og myndirnar hér fyrir ofan sýna, stráið kanilsykri yfir og setjið í form (ég nota formkökuform úr IKEA). Setjið aftur filmu yfir deigið og látið lyfta sér í 1 klst.
-Bakið brauðið við 185°C í 45 mínútur eða þar til brauðið er orðið gullið og flott að ofan.
-Þegar brauðið er nýkomið úr ofninum er möguleiki að taka smjör, smyrja það að ofan og strá kanilsykri yfir.
-Borðist volgt, kalt eða beint úr brauðristinni
enjoy ! :)
ein auka mynd af litla aðstoðarkokkinum henni Árdísi Rún sem er 3ja mánaða þarna |
þriðjudagur, 30. apríl 2013
Butternut graskerssúpa með kókosmjólk
MMMmmmm
mér finnast svona þykkar og bragðmiklar súpur svo góðar !
Það skemmir heldur ekki fyrir að þessi súpa er ekki troðfull af rjóma og því hollari en margar aðrar!
Það er samt nauðsynlegt að eiga einhverskonar blandara, annað hvort blandara sem maður gerir smoothie í, matvinnsluvél eða töfrasprota, allt virkar þetta jafn vel.
Þessi súpa er í raun bara soðið butternut grasker með gulrótum í kjúklingasoði og svo allt maukað saman og volla !!!
Ef þið hafið ekki undirbúið butternut grasker áður og vitið ekkert hvernig þið eigið að fara að og til þess að sleppa við að útskýra það hérna með einhverri langloku, þá skulið þið horfa á þetta myndband :)
laukur hitaður í pottinum |
krydd steikt með |
já, þau festast við botninn og brúnast þar... það er bara alveg eðlilegt |
skellið niðurskorna graskerkinu og gulrótunum útí |
skellið soðinu úti |
saxið ferskan kóríander ef þið eigið til |
Uppskrift:
-fyrir 4 sem aðalréttur
2 msk olía
1 laukur
2 gulrætur
1 butternut grasker
1 tsk kanill
1 tsk engifer (malaður)
1 tsk kóríander krydd
1 msk púðursykur
1 líter kjúklingasoð eða 1 líter vatn og 1 teningur af kjúklingakjötkraft
salt og pipar
1 dós kókosmjólk
Aðferð:
-Undirbúið graskerið eins og youtube videoið kennir ykkur :) Skerið það svo í teninga, tjah, svoldið stærri en venjulega teninga :) Skerið gulrótina í þykkar sneiðar
-Steikið laukinn létt í olíunni. Bætið kryddunum útí og látið þau aðeins brúnast og ilma
-Bætið púðursykrinum útí.
-Látið graskerið og gulrótina útí, blandið vel saman við kryddið og laukinn og hellið svo soðinu / kjötkraftinum
-Sjóðið í 15-30 mín. Athugið hvort að graskerið og gulræturnar séu ekki örugglega vel mauksoðin áður en þið setjið þetta í blender og búið til súpuna.
-Sjóðið upp á mixaðri blöndunni og bætið kókosmjólkinni útí, saltið og piprið.
-Skreytið með ferskum kóríander ef þið eigið og endilega bjóðið upp á brauð með :) Gróft, fínt, heitt, nýtt... þið ráðið :)
nokkrir punktar
-Það er farið að fást á enn fleiri stöðum kjúklinga og nautasoð í fernum. Ég kaupi samt vanalega það sem fæst í Kosti enda afar gott og geymist vel í skáp þó ég noti það ekki strax.
-Butternut grasker kunna kannski ekki allir að nota en það er afskaplega gott og minnir mig stundum svoldið á sæta kartöflu þegar það er soðið.
-Butternut grasker er harðara en þið munuð halda
-Butternut graskert er bara ekkert dýrt !
-súpan geymist í viku í ísskáp. - tilvalið fyrir þá sem nenna ekki að elda oft.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
©
Ragna.is