miðvikudagur, 21. nóvember 2012

Kalkúnn

Þakkargjörðin, hin bandaríska hátíð þar sem iðulega er snæddur er kalkúnn er á morgun.
Þess vegna er við hæfi að benda ykkur á kalkúnauppskriftina mína 






SHARE:

Ofnbakað Rósakál






Ég held að það tíðkist vanalega hjá fjölskyldum að sjóða rósakál í léttsöltu vatni og jafnvel smá smjöri.
Ég man reyndar að einu sinni fannst mér rósakál alveg skeeeeelfilega vont. En núna finnst mér rósakál alveg ómissandi með hátíðarmat og elda það jafnvel einnig með ofnsteiktum kjúkling.


Þið sem hafið verið á móti rósakáli og fundist það vera ekkert spes, endilega prufið þetta !

Hafið rósakálið helst ófrosið, setjið það á klædda ofnplötu

Á meðan rósakáið eldast/brúnast, sjóðið niður balsamik edik og sykur

Uppskrift: 
Fyrir 6 

2 pokar frosið rósakál
matarolía

salt og pipar
1.5 dl balsamik edik 

0.75 dl sykur


Aðferð:
-Setjið afþýtt rósakál á klædda ofnplötu (einnig hægt að nota ferskt rósakál en það er oft erfitt að fá það ferskt og gott nema í kringum hátíðarnar. Passið ykkur ef þið kaupið ferskt rósakál að plokka af blöð sem virðast visnuð eða gulnuð.
-Hellið olíu yfir, saltið og piprið (ég nota fínmalaðan hvítan pipar)
-Skerið stóra rósakálshnausa í tvennt.
-Bakið við 180-190°C í 30 mínútur, veltið við eftir þörfum á um 10 mín fresti þar til hausarnir eru orðnir gullinbrúnir á nokkrum hliðum
-Á meðan rósakálið er inní ofni, setjið þá sykur og balsamik edik saman í pott og sjóðið niður á um 10-15 mínútum eða þar til að það líkist orðið karamellu eða sírópi. Ef það kólnar um of áður en rósakálið er tilbúið, hitið það þá aðeins.
-Þegar rósakálið kemur út, hellið þá balsamik sírópinu yfir og berið fram :)

ath
það er aaaafskaplega gott að setja steikt beikon saman með sem er smátt niðurskorið.







SHARE:

fimmtudagur, 15. nóvember 2012

Perukaka



Auðveld kaka



án gríns

-ekkert smjör sem þarf að þeyta með eggjum
-þarf ekki þeytara eða hrærivél
-átt oftast allt til í hana
-getur gert með mjög litlum fyrirvara ef gesti ber að garði

Þetta er mjög svipuð kaka og skyndikökunum sem við svo mörg þekkjum en þessi er aðeins öðruvísi þar sem að í þessari eru ekki kokteilávextir eða kókos og púðursykur sett ofaná.
Auðvitað má samt setja kokteilávexti í staðinn fyrir niðursoðnu perurnar... og það er einnig alveg gríðarlega gott að setja niðursoðnar ferskjur ! mmmm

Uppskrift fyrir 8-10
-passar í stórt kringlótt smelluform
Ef þið ætlið að setja kökuna í venjulegt eldfast mót gæti verið gott að minnka uppskriftina aðeins svo hún taki ekki rúma klst í baksri 

3 egg
1 bolli (250 ml) matarolía
1 + 3/4 bolli sykur
2 bollar hveiti
1 tsk salt
1 tsk matarsódi
1 tsk kanill
1 stór dós niðursoðnar perur skorið í bita  (eða ferskjur eða blandaðir ávextir)

Auk þess má setja 1/4 bolla af valhnetum + 1/4 bolla af rúsínum ef þið viljið :)

Ofaná:

flórsykur
vatn
smá vanilludropar

magnið fer eftir smekk :)


Aðferð:

-Setjið egg, olíu og sykur saman í skál og hrærið saman
-Bætið þurrefnum saman við
-hrærið saman
-Skerið perurnar í bita og blandið saman við deigið
-spreyið kringlótt smelluform vel, hellið deiginu í og bakið við 180°C í 45-55 mínútur (fylgist vel með undir lokin)
-Þegar kakan er tilbúin, látið hana kólna aðeins, hellið glassúrnum yfir og berið fram volga með ís eða þeyttum rjóma
Egg, sykur og olía sett saman í skál 

hrært saman 

þurrefnum bætt saman 

hrært saman

perur skornar í minni bita 

bætt saman 

inn í ofn og svo hefst þolinmæði 

látið kólna aðeins áður en þið setjið glassúr yfir

mmmm!!!!!!!! 




Svo er einnig frábært að fá nokkrar til þess að aðstoða mann við að borða kökuna :) 


enjoy ! :)

SHARE:

laugardagur, 3. nóvember 2012

Fyllt gerhorn / Skinkuhorn

Gömul klassík 
Fyllt gerhorn
Já eða skinkuhorn ! :) 

Fer allt eftir því hvað þið eruð vön að kalla þetta. En þar sem ég set hinar ýmsar  fyllingar í mín horn þá á nafnið "skinkuhorn" ekki alltaf við :) 
Hef oft verið spurð að uppskrift af svona hornum en tjah... Ég í fyrsta lagi geri þau ekki oft og eins og svo margar brauðuppskriftir, þá hendi ég bara einhverju saman í skál og kalla það gott ! :) 
Var um daginn með leshring Bráðahjúkrunarfræðinga heima hjá mér og hitti það akkúrat á Viku Bráðahjúkrunar svo ég skellti saman í Tiramisu, Snúðasnúning (Rögnusnúða gerða eins og Pekanhnetuhringinn nema með súkkulaðikremi ofaná) og Fyllt gerhorn.



Notaði tækifærið og fór loksins eftir uppskriftinni sem ég á en ég gerði auðvitað aðeins öðruvísi fyllingu en ég hef vanalega gert. Bara svona til að prufa eitthvað nýtt. :) 

Byrjið á að setja volgt vatn í skál, sykur og ger og látið standa í 10 mín en þar til gerið er farið að freyða aðeins.
Hnoðið svo restinni saman og bætið í hveiti eftir þörfum ef þið þurfið en þetta ætti að vera nokkuð passlegt.
Látið á volgan stað eða setjið skálina í heitt vatn í 40 mínútur. 

Hér getið þið ráðið hvað þið gerið mörg horn.
upprunanlega uppskriftin segir að maður eigi að skipta deiginu í 2 hluta og hvern hluta skal skera í 8 geira.
Eins og þið sjáið, þá skipti ég deiginu í 5 hluta og hvern hluta í 6 geira.
Ástæðan er sú að ég vildi fleiri og minni horn þar sem mér finnst oft og mikið að hafa hornin of stór og maður fær sér frekar fleiri horn ef maður vill meira í stað þess að sitja uppi með stór horn :) 


Uppskrift: 
16 stór horn eða í kringum 30 minni

2 dl volgt vatn
3 1/2 tsk þurrger
1 tsk sykur

1 tsk salt
2 msk olía
5 dl hveiti

Fylling
Pizzasmurostur nýtt (um hálf askja)
hvítlauksgeiri
reykt skinka, skorin smátt (um 6 sneiðar)

Aðferð:
-Setjið volgt vatn, ger og sykur í skál og látið standa í 10 mín eða þar til gerið fer aðeins að freyða. Bætið restinni af innihaldsefnum saman við og hnoðið þar til deigið er slétt og vel saman sett. Má vera aðeins klístrað og er það í rauninni betra en að hafa það of stíft og seigt :)
-Látið lyfta sér í 40 mínútur.
-Sláið deigið niður, skiptið því í búta eftir því hve mörg horn þið viljið gera, fletjið út í hring sem er svipað og pizzabotn á þykkt og skerið með pizzaskera í 6-8 geira. Ath ef kökurnar eru í minni kanntinum þá eru 6 geirar passlegir og í sumum tilfellum 4 alveg nóg.
-Setjið fyllingu á miðja kökuna, nær breiðari kanntinum á geiranum og rúllið í átt að mjórri endanum. Gætið að klípa vel saman endnum sitt hvorum megin við fyllinguna svo minna leki út af henni en það er vanalega eitthvað sem gerist no-matter-what :)
-Raðið á plötu þannig að það sjáist í mjóa hluta geirans og endana sem þið hafið klemmt saman lagið þið aðeins til svo fylltu hornin ykkar líti út eins og fyllt horn :)
-Bakið við 180°C á blæstri ef þið eruð með ofn sem býður upp á það í um það bil 10-15 mínútur (satt best að segja, þá þarf ALLS ekki að baka svona horn mikið. Bara fá þau létt brún!)

Punktar
-Sumir vilja pensla horn með eggi og strá birkifræi ofan á... það er alveg option ef þið viljið :)
-Bakið tvöfalda uppskrift og frystið. Alger snilld og þið getið hitað hornin upp með því að skella þeim frosin í ofninn þegar gestir koma og glansað af myndarheitum þegar gestirnir koma! :)
-Ath, hornin þurfa ekki að líta fullkomnlega út. þau eru alveg nógu góð til að standast útlitsgagnrýni :)

Hugmyndir af fyllingum! 

Sveppaostur, skinka og graslaukur
Rækjuostur og sinnep
Epli og kanilsykur
Paprikuostur og paprika
Skinkumyrja og skinka
Pepproni og rifinn mozzarella


Enjoy !


SHARE:
Blog Design Created by pipdig