Það er nú ekki eins og helgin sé löng :(
föstudagur, 29. ágúst 2008
fyrir fátæka námsmanninn...
Ef einhver af ykkur er að vinna 2ja vikna kort í Mecca spa-heilsurækt og ætlið ykkur ekki að nota það...
þá er hérna minnkandi háskólanemi sem er með emailið ragna hjá ragna.is sem blikkar ótt og títt til ykkar :D
fimmtudagur, 28. ágúst 2008
júbddídúú...
Skrambi hækkuðu allar skólabækur í kreppunni... bók sem kostaði mig 7400 í fyrra er núna seld á 8900!
ég skildi eftir skóna mína, veskið mitt og lofaði að koma með köku í bóksöluna til að borga fyrir bækurnar sem ég keypti áðan því að hvorki VISA-kortin eða debet kortið vildu "kovera" kostnaðinn... helvíti er þetta orðið slæmt !
Á morgun ætla ég að stinga af til Akureyrar, þeas ef að veðurguðirnir verða ekkert hættir að láta móðann mása og hleypi mér ekki í loftið... ég fer þá bara seinna um daginn þegar veðrinu slotar.
Um helgina er Akureyrarvaka á Akureyri og ætlum ég og Viðar að labba um bæinn og skoða það sem verður í gangi... kannski sjáum við flugelda? oooh , það væri næs :D
þriðjudagur, 26. ágúst 2008
ekkert nema sjálfspíning...
Ég sit hérna og sötra á sjeik ( með röri ) sem er ekkert nema mjólk, klakar, banani og jarðaber + 2 tsk af próteindufti og hugsa hve maturinn sem Rachel Ray er "ólystugur" .... urgh
en...
ég ætla ekki að hætta að missa kíló ! ég skal !
stuttur skóladagur í dag, var bara til 11 í morgun og síðan þá hef ég legið í dvala, þó svo að íbúðinni veitti ekki af ryksugun eftir allan mannfjöldan sem var hérna alla helgina. uuh.. geri það í kvöld...
núna er eitt stk afi búinn að liggja inná sjúkrahúsi síðan á föstudaginn þegar hann kom með flýtileið í bæinn... þó svo að planið hafi verið að útskrifa hann í dag, þá er sjúkrahúsheimsóknum mínum ekki lokið því að í kvöld legst önnur amman inná sjúkrahús og er að fara í enn eina aðgerðina í fyrramálið.
það er ágætt að ég kann ágætlega vel við mig innan veggja spítalans :)
xox
mánudagur, 25. ágúst 2008
jæja ..
ég er greinilega komin í ruglið.
The word testimony came from men in Roman times taking an oath before the court that they were telling the truth. To insure their statements were accurate, they swore on their testicles.
blogger er komið með fullt af nýjum fítusum sem ég hef ekkert séð...
Ég setti inn kubb hérna til hægri sem heitir "useless knowledge" og þið sem þekkið mig þá hef ég voðalega gaman af því ...
Í hvert sinn sem þið komið hingað inn mun því koma inn ný "gagnslaus vitneskja" og vitneskjan í þetta skiptið er :
The word testimony came from men in Roman times taking an oath before the court that they were telling the truth. To insure their statements were accurate, they swore on their testicles.
Enojy
Skólinn er byrjaður...
með tilheyrandi syfju :)
Þess vegna byrjaði ég fyrstu frímínúturnar á því að kaupa mér kaffikort og kaffið hefur skánað síðan í fyrra... svei-mér-þá :)
Erum núna komin í aðra stofu, stofu 205, sem er kennd við 3ja árið.. já. næst síðasta árið er hafið og núna er þetta serious! :) ekkert pískur meir :)
Auðvitað horfði ég á leikinn í gærmorgun. Við vöknuðum öll sem gistum í íbúðinni eldsnemma og ég vippaði fram á morgunverðarborðið stóru hlaðborðið af "English-breakfast" sem samanstóð af ristuðu brauði, spældum eggjum, steiktu beikoni, steiktum pulsum, spaghetti í dós og bökuðum baunum, ofnbökuðum tómötum og auðvitað fylgdi kaffi með sem var svo notað til að bleyta í ástarpungum og kleinum sem komu frá mömmu...
Svona morgunverður fer samt ekkert voðalega vel í magann... einu sinni á ári er fínt ! :)
Ég er núna búin að uppfæra og bæta inn linkum hérna inná síðuna
sunnudagur, 24. ágúst 2008
helgin á enda...
og það þýðir bara eitt...
fyrir mig er sjálfsagt best að finna til blað og blýant því að skólinn hefst á MORGUN og það verður ekkert slakað á frá og með fyrsta kennslutíma.
Ég verð svo auðvitað í fullu fjöri sem gjaldkeri Curators og þarf að mæta í helst -ALLAR- vísindaferðir, kórinn er svo á þriðjudagskvöldum í 2 tíma og ég vinn á slysó öll miðvikudagskvöld. :)
Planið fyrir veturinn er því nokkurnveginn
svona og það verður nóg að gera í verkefnavinnu, bókalestri og verknámi.. Ég er samt ekki búin að fá að vita í hvaða verknámshóp ég er í þessa önnina þó að ég auðvitað voni að ég sé í hóp A og fái því góðan tíma til að lesa undir jólaprófin en ekki vera að byrja í prófum daginn sem ég klára verknámið og þarf að skrifa ritgerð um leið og ég les undir prófin ... eins og ég lenti í í síðustu jólaprófum.
Viðar kom um helgina og hann hitti loksins Afa og ömmu á Hunkubökkum (þó að það hafi ekki verið undir ákjósanlegum aðstæðum)
Á menningarnætur-deginum gengum við aðeins um miðbæinn vopnuð regnhlífum því að það rigndi all hressilega allan daginn alveg fram á kvöld.
Fúsi og Guðný kíktu svo líka í heimsókn og voru í mat hjá okkur þar sem eldað var gourmet nauta fillet með svaka góðu meðlæti... mmmmmm :D
við töltum svo öll saman yfir á miklatún í gúmmítúttum og flott á því og hlýddum á tónleikana ásamt öllum hinum :) sem voru ekkert fáir.
þegar síðasta lagið hljómaði, gengum við áleiðis niður að sjá þar sem við komum okkur kózý fyrir á fjörugrjótinu og horfðum á flugeldasýninguna. Eitthvað datt fjörið niður við flugeldana því að ekkert okkar langaði að djamma meir og fórum við því bara heim, Hildur og Gústi kíktu við og við spjölluðum öll fram á nótt
miðvikudagur, 20. ágúst 2008
long time, no see
allt of langt síðan ég bloggaði síðast og nú veit ég ekkert hvar ég á að byrja !
Ég var örugglega ekki búin að segja ykkur að ég fór aftur á akureyri þarsíðustu helgi.. oooh ég veit. Get ekki tollað á þeim staðs em ég ætla mér. ákvörðunin að fara þangað var ansi ansi snögg-tekin og var rétt rúmur klukkutími liðinn frá því að mér datt í hug að fljuga þangað með hoppi og þangað til að ég var komin þangað !
Á föstudeginum var svo fiskisúpa á Dalvík og fórum við því þangað og smökkuðum fiskisúpur í görðum fólksins og hlýddum á Hvanndalsbræður spila í garðinum hjá Svanhildi og Loga. Við röltum svo um götur Dalvíkur, kíktum á fallega garða og hittum fólk. Renndum síðan heim til Arnars og Önnu og vígðum pottinn hjá þeim sem þau voru að setja upp í garðinum. Ótal kerti og algert logn... algert æði ! :) finnst verst að hafa ekki reynt að taka mynd af þessu.
á Laugardeginum var viðar að vinna svo að ég fór bara í hálfgerða "pössun" til Arnars og Önnu og við rúntuðum á Dalvíkur þar sem fiskidagurinn mikli var í hæstu hæðum og gengum þar á milli bása og borðuðum fisk í massavís, í allskonar útfærslum.
Við enduðum svo kvöldið á svipuðum nótum og kvöldið áður... Grilluðum jammí mat og fórum svo í pottinn :)
Síðustu helgi var ég EKKI á Akureyri ( GASP! ) Heldur fór ég í fallegasta og skemmtilegasta brúðkaup sem ég hef farið í ... Brúðhjónin voru yndin Björgvin og Ellý og var athöfnin og veislan alt hið glæsilegasta. Ekkert var too much og allt svo passlegt og fínt. Maturinn var geeheeeðveikur og kakan góð (namm)
Núna er ég komin heim í Víkina og planið er ekki mikið, ég stoppaði reyndar á Hellu á austurleiðinni og hjálpaði björgunarsveitinni í Vík við að tjalda stærsta tjaldi á íslandi sem er 1200 fermetrar og riiihiiisa stórt.. það tók okkur 11 líka rúma 6 tíma að tjalda því og 4 litlum tjöldum með...
eftir smá rúnt í sveitina í gær þá er ég aftur komin í víkina og hér er skal ég ykkur segja... alveg frábært veður !
c ya later ;)
miðvikudagur, 6. ágúst 2008
mánudagur, 4. ágúst 2008
Jæja..
þá er ég komin heim enn og aftur.
Ég fór aftur til Akureyrar á föstudaginn, aðeins 4 dögum eftir að ég kom þaðan síðast.
Ég hoppaði á föstudagsmorgnunm kl hálf 9 og langaði að grenja þegar ég horfði á fullt af fólki með bros á vör labba inn í aðra vél en mína kl 8.15 og hún átti að lenda á Þjóðhátíð... úff mig langaði að hoppa bara í hana ! :) Eitthvað var það þó sem leiddi mig upp í Akureyrarvélina og ég lenti á Akureyri að ganga 10 í rosalega góðu veðri. Ég nýtti sólskinið þó eitthvað lítið og lagði mig í rúma 2 tíma þegar Arnar var búinn að skutla mér heim til Viðars. Þegar Viðar var svo búinn að vinna skoðuðum við aðeins Akureyri einu sinni enn og enduðum í pizzu heima hjá Arnari og Önnu þar voru svo líka Svanur og Biggi sem koma orðið árlega norður um Versló.
Kvöldið fór svo í smá drykkju og partý heima hjá þeim en við fórum þó snemma heim enda bæði drulluþreytt.
Á laugardeginum var letin tekin á þetta. Veðrið fyrir það fyrsta var ekkert rosalega gott en upp úr 3 braust sólin fram og veðrið eftir það var gríðar gott. Enn sem aftur enduðum við hjá Arnari og Önnu og grilluðum saman hamborgara. Ekkert SMÁ GÓÐA hamborgara líka !
Svanur sagði það líka hátt og skýrt "American style hvað!"
Ég kom mér samt næstum því í smá bobba því að í smá stund "týndist" eitt hamborgarabrauðið og eftir að hafa margtalið brauðin og kjötið þá vantaði eitt brauð og ég vissi ekkert hvað ég hafði gert við það. Þá allt í einu gellur í Svani... "SJITT, ÉG GLEYMDI KJÖTINU!" Það var því aflétt undirbúningi alsherjarleitar og auka kjötið skellt inn í "american style- hvað" borgarann hans Svans... haha
Einhver kvöldvaka var niðrí bæ á Laugardeginum en þar var skítkalt og ekkert eins margt fólk eins og ég hefði haldið svo að við fórum snemma heim og höfðum það náðugt.
Á sunnudaginn bjó ég til "plat" afmælisdag Viðars. Hann á ekki afmæli fyrr en á miðvikudaginn en þá verð ég auðvitað ekki með honum svo að ég gerði sunnudaginn að afmælisdeginum hans svona á milli okkar. Hann fékk því afmælispakka í rúmið og var held ég bara ágætlega ánægður með valið. úff... ég var svo stressuð :/ Hann allavegana þorir ekki að segja annað.. :)
Ég sagði honum svo að ég væri búin að panta borða á La vita e Bella kl 7 og við ættum kannski aðvera svoldið fín... Hann dressaði sig upp og var ekkert smá sætur og þegar við stóðum fyrir utan Belluna sagði ég honum að við værum reyndar að fara á Friðrik V sem er rosalega flottur staður. Þar beið okkar 5 rétta ævintýramatseðill með smáréttum inná milli og tók það rúma 3 tíma að borða alla veisluna :) Efir góða góða matinn fórum við á Völlinn og fylgdumst með Eurobandinu og Danska sjarmörnum syngja ásamt fleirum .
Þegar flugeldasýningin var búin og allir gengu út af vellinum var mér hrósað fyrir flotta framkomu... Ég er kannski í svipinn örlítið lík Regínu Ósk... hélt konan að Viðar væri Friðrik Ómar? :)
Kvöldið var svo endað í árlegu versló partý heima hjá Birnu og Baldri.
Enduðum helgina á að keyra í Munaðarnes í 30 ára afmæli og þaðan fékk ég svo far til Reykjavíkur. Ég gleymdi samt að bíllinn minn er útá flugvelli og nennir einhver að skutla mér þangað að ná í hann ?!
Hér koma nokkrar myndir og eru alls ekki í röð
Í brekkunni á vellinum
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
©
Ragna.is