mánudagur, 16. nóvember 2020

Risarækjur með tómata- og pestósósu

Vá. Þvílík dásemd sem þessi réttur var. 

Átti svo yndislegt nýbakað súrdeigsbrauð sem ég vildi nota til þess að drekka upp gómsæta sósu og datt í hug að búa til einhvernskonar rétt úr risarækjum sem ég átti til. 
Að öllu jöfnu hefði ég gert þennan rétt hérna sem ég geri afskaplega oft en það var eitthvað svo kuldalegt úti að mig langaði í kraftmikla og braðgmikla rjómasósu. 

Uppskrift:

 fyrir um 2 

ca 400 gr risarækjur 
3 msk olía 
200 gr kokteiltómatar 
5 sneiðar sólþurrkaðir tómatar skorið í teninga
2 hvítlausrif 
1 skarlottulaukur 
100 ml hvítvín 
1 msk rautt pestó (Philipo Berio)
1 msk fljótandi humarkraftur frá Oscars
200 ml rjómi 
fersk basilika, ca 10 blöð
rifinn parmesan (hver og einn setur yfir) 
salt og pipar 

Aðferð

  • Steikið rækjurnar uppúr 2 msk af olíu á heitri pönnu. Takið af og látið til hliðar 
  • Steikið því næst saxaðan hvítlauk, skarlottulauk, kokteiltómata, sólþurrkaða tómata í ca 3 mín, hækkið vel á pönnunni og hellið hvítvíninu útá (ég notaði hvítvín sem fæst orðið í flestum búðum eins og Krónunni og Bónus - það kemur saltað og piprað og er ekki ætlað til drykkju þó það sé áfengt) 
  • Leyfið þessu að sjóða hressilega í um 2 mínútur eða þar til að mesta hvítvínið hefur gufað upp. 
  • Látið 200 ml af rjóma útá, 1 msk af pestóinu og 1 msk af fljótandi humarkrafti. Ég þurfti ekki að salta þarna en bætti við smá pipar. 
  • Setjið rækjurnar útá
  • Sjóðið í 5 mín á vægum hita 
  • Skerið basilíkuna í strimla og hrærið samanvið 
  • Borið fram með nýbökuðu brauði sem notað er til að drekka í sig rjómasósuna og nýrifnum parmesan sem rifinn er yfir sósuna og rækjurnar þegar þær eru komnar disk hvers og eins.
Þessi réttur er virkilega fljótlegur (tekur ca 15 mín að útbúa) og það setja humarkraftinn útí sósuna færir sósuna á það stig að það yrði enginn ósáttur við að fá þennan rétt á veitingastað. 

Mæli með að þið prufið. 





psst. Hvernig væri að bjóða makanum á heimadeit og bjóða uppá þetta? ;) 


Punktar: 
-Hér má vissulega nota humar ef þið viljið
-Þessi sósa og rækjur henta unaðslega vel sem pastasósa. Sjóðið Tortellini og bætið saman við (sleppið brauðinu þá) Þessi skammtur af sósu ætti að henta 4 ef það er sett pasta samanvið
SHARE:

laugardagur, 14. nóvember 2020

Banana-og karamellubúðingur

Eftirréttur, eins og sá sem þú færð á veitingastöðum!

Silkimjúkur búðingur með karamellu-vanillubragði og svo leynast þarna óvænt bananar í botninum. 
Yndislegt alveg. 

Uppskrift 

(Fyrir 4 glös eða eftirréttaskálar) 

Í botninn: 

150 gr mulið digestive kex
3 msk sykur
4 msk bráðið smjör 


Aðferð:  

blandið saman  (möluðu) kexinu sykri og smjöri og þrýstið blöndunni í botninn og örlítið upp í hliðar á 4 desertskálum eða glösum. Kælið í 30 mínútur

Í fyllinguna:


215 gr púðursykur
30 gr smjör
3 msk (30 gr) maizenamjöl
350 ml nýmjólk
1/2 tsk salt
4 eggjarauður
1/2 tsk vanilluextract
2-3 þroskaðir bananar

Aðferð:

  • Bræðið smjör og blandið því saman við púðursykur, setjið í skál. Setjið þetta svo til hliðar
  • Í bolla, hrærið maizenamjölið útí smá af mjólkinni. Í potti, hitið restina af mjólkinni með saltinu þangað til að blandan er við suðu og hellið þá maizenamjölsblöndunni útí. Sjóðið þar til blandan þykknar.
  • Hrærið eggjarauðurnar saman í skál og hellið smá af heitri mjólkurblöndunni útí eggin. Hellið svo þeirri blöndu aftur útí heita mjólkina og hrærið þar til að blandan þykknar enn frekar (þetta endar á að verða svoldið eins og hrært majones.
  • Hellið/þrýstið blöndunni í gegnum sigti (ef ykkur kann að finnast þetta eitthvað kekkjótt) ofan í púðursykurblönduna, bætið vanilluextract við og hrærið vel saman. Sykurinn bráðnar. 
  • Skerið bananana niður í 5-6 mm sneiðar og dreifið yfir kexbotninn (ég notaði aðeins rúmlega 2 banana en það fer eftir smekk). Hellið blöndunni yfir bananana, geymið þetta í kæli í amk 2 klst áður en rjóminn er settur ofan á og borið er á borð. 
Kexið mulið 


kex-, smjör og sykur blandan sett í glösin og kælt




Allt að verða tilbúið til að setja saman blönduna í fyllingna



Fyllingunni hellt yfir bananana

Auka punktar:

  • Það er dásamlegt að setja karamellukúlukurl ofan á 
  • Það er líka æðislegt að setja smá vanillusykur útí rjómann þegar þið þeytið hann 
  • Það er hægt að geyma þetta í 2-3 daga í ísskáp ef þið sleppið að setja rjómann á og setjið plastfilmu yfir 
  • Það er hægt að hægelda eplabita uppúr smjöri, sykri, smá vanillu og kanil og setja í botninn í staðinn fyrir epli 
  • psst. þetta slær í gegn í matarboðum 



SHARE:

mánudagur, 9. nóvember 2020

Muffins með eplum

Mjúkar, bragðgóðar, einfaldar muffins. 

Fuuuuullkomnar fyrir þetta haust/vetrarveður sem læðist núna að okkur. 

Psst. Það næstbesta við þær (fyrir utan hve gómsætar, mjúkar og dásamlegar þær eru....) er að það þarf 2 skálar og eina sleif til að setja þetta allt saman. Engan handþeytara eða hrærivél frekar en þið viljið. 


Uppskrift:

Gerir 24 stórar muffins 


790 gr hveiti 
360 gr púðursykur 
1 tsk salt 
1 tsk matarsódi 
5 tsk lyftiduft 
400 gr grófbrytjuð epli 
500 ml súrmjólk
250 ml matarolía 
2 egg 
4 tsk vanillu extract (eða vanilludropar)

Krem: 

Flórsykur 
Mjólk 
Vanilludropar eða karamellubragðefni 
(magn af kremi ræðst af því hve mikið þið viljið setja á hverja muffins) 
-Ég notaði 2 bolla af flórsykri og hrærði hann út með mjólk þar til kremið var komið vel saman en þó frekar stíft. 

Aðferð: 

  • Setjið öll þurrefni saman í skál og blandið saman
  • Setjið öll blautefni saman í skál og blandið saman
  • Blandið öllu úr báðum skálum saman. Bara samt svo að það sé orðið vel blandað en ekki hræra lengur en það. Hér má nota vissulega nota hrærivél en þess þarf ekki. 
  • Grófbrytjið 4-5 epli og blandið saman við. 
  • Raðið muffinspappírsformum í muffinsbakka (nauðsynlegt) og bakið í ofni á 2 hæðum, á blæstri við 180°C í 25 mínútur 

Öll þurrefni sett í eina skál, öllum vökva blandað saman í eina skál


Öllu blandað saman 


Eplabitum blandað samanvið 


Sett í muffinsform og má fylla vel upp í topp. 



SHARE:
Blog Design Created by pipdig