þriðjudagur, 29. janúar 2008

heima í dag..

já, nennti ómögulega í skólann í dag, nennti heldur ekki í ræktina.. ég fór samt á stutta kóræfingu.
í staðinn var ég heima, lærði, bölvaði yfir lærdómnum og glotti að KARLMANNINUM sem ákvað að stytta sér leið yfir gangstétt á fólksbíl og endaði þar fastur á kviðnum bwhahahahaha! verst að það náðist ekki mynd af þessu.

Er núna með gest sem ég þarf eitthvað að sýna einhverja athygli ;) ;) ;)

SHARE:

mánudagur, 28. janúar 2008

mánudagur...

og ekkert voðalega skemmtilegur mánudagur... en jæja
ég varð að komast eitthvert og hvað er þá betra en retail therapy? 
ég skrölti því í Smáralindina og vonaði að það væru ekkert allt of margir þar, þar sem ég var kannski ekki í mínum bestu fötum og með "lúkkið" á hreinu. en oh well...
þar sem ég var með alla hringana á mér þá ákvað ég að láta loksins verða að því að minnka þá. Þeir eru semsagt orðnir óþægilega stórir eftir að ég léttist svona. Ég fór því í 3 skartgripabúðir í smáralindinni og komst að því að ég gæti keypt 2 hringa í staðinn fyrir það sem kostar að minnka þá. silfurhringana 2 kostar milli 3000-3800 að minnka (stk) og gullhringinn kostar 3500-4400 að minnka.  Ég held að hugmyndin hjá pabba að lemja all hressilega ofan á þá svo að þeir klemmist bara um fingurna á mér hljómi EKKI VITLAUS núna. ég ákvað að geyma þetta aðeins og fór því í debenhams, fann þar 2 kjóla, einn sem átti að kosta 6400 og hinn sem átti að kosta 5900... fékk þá á 1000 kall stk ! 
með sérlegri kænsku kvenmanns þá fór ég semsagt að fara í smáralindina, eyða pening og komast klakklaust út, í PLÚS ! ( jájá, ég tel mér trú um það!)


SHARE:

sunnudagur, 27. janúar 2008

Psst....

það eru komnar myndir !!!!!

SHARE:

Þorrablótið...


sökum ýmissa ástæðna verður ekki mikið um sögur sem koma hingað frá blótinu ;)
stay tuned for the photos though!!;)

(eruði að grínast með nautnasvipinn?!)
SHARE:

laugardagur, 26. janúar 2008

Þorrablót Víkur

er alveg að verða eins fín og ég mögulega get orðið.
Fór til Þorbjargar vinkonu í dag í allsherjar krullun og krullaði hana smá í staðinn. Óttalega skrítið að standa fyrir AFTAN stólinn hjá henni í stað hennar :) við verðum örugglega fallegustu kvenmennirnir á svæðinu ;)
Vísó í gær féll niður vegna veðurs og þess vegna ákvað ég að fara austur til Víkur í gær. Sumir hefðu eflaust ekki gert það, því að veðrið var EKKI spennandi (þó að ÉG segi sjálf frá ! haha) Fréttir herma að hraustir karlmenn hafi gefist upp og ekki farið. En nei. Ragna og Lúlli lögðu upp þessa för og ég skemmti mér gríðarlega, enda finnst mér mjög gaman að keyra í svona færð, þó svo að EKKERT skyggni sé neðar á listanum :)

Þráinn smellti mynd af mér og Jobba og eins og sjá má, þá er ég bara næstum tilbúin. Aðeins kjóllinn og skórnir eftir ;)

SHARE:

fimmtudagur, 24. janúar 2008

fimmtudagur?


það var helgi og núna er aftur að koma helgi? hvað varð um vikuna?
vikan búin að vera róleg. . . Læra, dunda mér og hélt svo til smá tilbreytingar smá matarboð í gær og bauð Björgvin og Ellý í pizzur og bráðnaða súkkulaðiköku ! Fleiri fögrum orðum þarf ekki að hafa um þennan mat og var hann absoulutely delicious ! :):):)
Vísó er á föstudaginn og verður núna farið á sjúkrahúsið í Keflavík og svo endað á Glaumbar með læknanemum ;) úllallaaaaaaaaa!!!!
Þarf svo að fara austur á laugardaginn og gera
mig eins sæta og mögulegt er (það fer að verða minna og minna mál skal ég segja ykkur ;) ) og fara á þorrablót og gera þar það sem ég geri best... stela mér harðfisk og hangikjöti sitja og veltast um af hlátri með bjór í annarri og harðfisk í hinni og horfa á skemmtiatriðin sem verða sjálfsagt góð ef að þau eru í samræmi við "fréttablaðið" sem var dreift á öll heimili í Víkinni. Þið vitið svo hvernig þetta endar... ég dansa við alla kallana í sveitinni og hangi svo í sviðinu og neita að fara nema að það sé búið að finna eftirpartý þegar það er verið að loka!
Er núna í gríðarskemmtilegum tíma hjá lækni sem er að kenna okkur allt um mjaðmaskipti. over and out !
SHARE:

mánudagur, 21. janúar 2008

Myndir...

eru að sjálfsögðu komnar inn og Ragna.safn.net er aftur komin í notkun ;)
líka kannski við hæfi að auglýsa frekar nýja emailið mitt..
Ragna(hjá)ragna.is 

finnst þetta næstum vera orðið too much í sjálfsdýrkun ... haha... 


sömu reglur gilda eins og alltaf, viljirðu að ég fjarlægi einhverja mynd... sendu mér mail :)
SHARE:

Helgin...

Vísó á hrafnistu á föstudaginn sem var ótrúúúlega skemmtileg ! ;) Ég og Harpa tókum hörkuna á þetta og gerðum allt af okkur sem við mögulega gátum. Myndir koma bráðlega inn og verða VEL ritskoðaðar, svona ykkar vegna ;) Vaknaði svo aðeins of snemma á laugardaginn og fór til Víkur til þess helst að fara á sleðann. Veðrið var ekkert allt of hliðhollt mér, svona fyrir utan það að bróðir minn var týndur á sleðanum fyrsta einn og hálfa tímann sem ég var í Vík.  komst bara smá og kíkti út á Höfðabrekku. 
Kíkti um kvöldið til Stjána og sigga þar sem Beta og Palli voru líka, spiluðum aðeins, kjöftuðum drukkum smá bjór og horfðum á TV. Alveg frekar næs kvöld bara ;)
á Sunnudaginn var veðrið ææææææði ! Sól og smá 
gola og snjór eins langt og augað eygði. Tók því dágóðan tíma á sleðanum og er bara að verða betri og betri... læt þó vera að stökkva upp snjóbörð, held ða þessi sleði sé bara ekki nógu kraftmikill!! :) 
myndir frá helginni eru að hlaðast inn og ég set það hi
ngað þegar þær verða komar...

KRULLUR!!!!
(en farnar núna samt... )
SHARE:

fimmtudagur, 17. janúar 2008

hver vill koma í heimsókn...

ótrúlegt hvað fólk er lélegt í að kíkja í heimsókn hérna í bænum... það þarf að innleiða breska menningu í fólk hérna... já og svei mér þá að ástandið sé mun skárra út á landi. Hér vill fólk bara einfaldlega týnast. Hvað gerði fólk áður en það var komið net, var þetta miklu betra þá? ég viðurkenni að ég er kannski ekki duglegust að heimsækja fólk heldur en það er kannski komið á to-do listann minn núna. 

Ég, Hildur og Jóna Sólveig hittumst heima hjá Boggu í gær. Þær auðvitað komnar með 2 kríli, þau Sóllilju og Patrek Trausta. Sprækir Mýrdælingar þar á ferð og óttalega sæt. Svoldið absúrd samt að hitta þær og þær báðar með börn! ég og hildur satt að segja vorum smá útundan! fáið samt engar grillur núna, ég er ekki að flýta mér og ekki hildur heldur. Skólinn fyrst er mottóið hjá okkur báðum og jafnvel ætla ég að finna mér einhvern sem er með góð gen og passa vel við mín... :) nema ef það verði eingetið, það væri þá varla í fyrsta skiptið er það ? :) 

Jólaskrautið fékk áðan að  fjúka eftir langa veru hérna í íbúðinni og er komið ofaní kassa og niðrí kjallara, ásamt öllum ferðatöskunum sem voru fluttar hérna upp eftir stöðuga flutninga síðustu vikur.  Lífið virðist vera að detta í fastar skorður... loksins... næstum orðin sátt við lífið og tilveruna :) skólinn verður samt að eiga mig svoldið næstu vikur svo að ég fái nú sumarfríið mitt og engin sumarpróf. Er búin að fá úr öllum prófunum nema einu og ég veit ekkert hvernig mér gekk í því, ætli ég hafi samt ekki náð því, fyrst að ég náði örveru og sýklafræðinni með 7... sem er btw fagið sem ég hefði getað svarið að ég væri fallin í ! 

Á morgun er Vísindaferð, sem staðfestir að lífið mitt sé á sömu leið og vanalega... ætla líka að skreppa austur á laugardaginn og fara á sleðann ef að Þráinn bróðir verður ekki búinn að standa í einhverjum æfingum og skemmileggja hann, sem samt kæmi mér lítið á óvart. Vík verður svo aftur á planinu þarnæstu helgi þar sem að þar verður Þorrablótið í Vík haldið. 

endilega kíkið í kaffi :D 

SHARE:

miðvikudagur, 16. janúar 2008

Amsterdam

ótrúlega töff borg.
-Fór á fimmtudaginn og kom seinni partinn í gær, svoldið sybbin en sátt.
-Skoðaði mig ágætlega um í borginni og verslaði (en ekki hvað)
-fórum út að borða öll kvöldin nema eitt þar sem að við fengum bara eldhúsið niðri til að elda fyrir okkur og senda upp ! :) svo var spilað rummikubb! haha.
-fórum á geðveikan stað sem heitir "flugurnar 5" og er eeeeldgamall staður. Fengum okkur "experience matseðilinn" sem voru 5 réttir sem við vissum ekkert hvað var og það má segja að þetta hafi verið æðislegt. Jesper, danskur flugmaður og Neil, breskur flugmaður, joinuðu með.



Restaurant d'Vijff Vlieghen is a testament of the life's work of Amsterdammer Nicolaas Kroese, who died in 1971.
In 1939, this art and antique dealer opened a public house in these same premises, offering his guests fine French and Hungarian wines, Amstel beer and his own inimitable conversation.
With the help of a local woman, known as Mother Hendrina, the bar soon became a popular eating-house too.

Nicolaas Kroese was hardly a shrinking violet, and his relentless self-publicity produced a seemingly endless stream of new restaurant customers.
In 1948, this eccentric host appeared on Broadway with his 17th century cage and its inhabitants of five copper flies.

His strange talent soon drew the attention of the American media and innumerable film stars, musicians and writers beat a path to his restaurant. Mick Jager, Walt Disney, John Wayne, Gary Cooper, Elvis Presley, Goldie Hawn, Bruce Springsteen and Versace amongst them.
These days, every chair in the restaurant carries a small copper plate engraved with the name of a famous guest who once visited the restaurant.
The imprint Nicolaas Kroese made on the restaurant he created is still very much in evidence today in its richly decorated interior.

d'Vijff Vlieghen is located in five authentic 17th century buildings between the Spuistraat and the Singel.
The restaurant was opened in 1939.
The owner at that time, Nicolaas Kroese, took the name d'Vijff Vlieghen from the very first owner, Jan Janszoon Vijff Vlijghen.


tíminn leið auðvitað ótrúlega hratt og allt í einu var komið að heimferð... skil þetta ekki :)

nú heldur sama rútínan áfram... skóli, vísó á föst, snjósleði (vonandi) á lau og læra meira...

SHARE:

miðvikudagur, 9. janúar 2008

sælinu

skólinn er byrjaður og ég er svona að átta mig á önninni. Hér verður mikið að gera næstu vikur... kennararnir hlaupa yfir efnið á súper hraða og skilja okkur eftir með hundruði blaðsíða eftir hvern tíma sem við þurfum að lesa sjálf og læra. Þetta er samt skratti skemmtilegt :)

fór í verklegan tíma í blóðtöku í gær og dró blóð úr Hörpu Þöll í gær og setti í sýnaglas. Það var svo tekinn blóðstatus af blóðinu okkar og fáum úr því í dag. Spurning hvað vanti í mann ?
allt gekk þó vel og ég er ekkert svo marin... 
ég fékk alveg snargeðveika hugmynd á sunnudaginn sem útfærðist samt ekki fyrr en aðeins síðar, sú hugmynd fór eins og sumar, alla leið og ég er á leiðinni til Amsterdam.. víhííí. Ekki seinna en á morgun (this is not a joke). kem svo aftur á þriðjudaginn. 

jæja
glósugeðveikin heldur áfram. 

SHARE:

mánudagur, 7. janúar 2008

komin í skólann

kannski að ég fari að blogga oftar? 
sjáum nú til með það.

annars eru komnar inn örfáar myndir frá 



SHARE:

Námsönn 4

Skólinn byrjar aftur á morgun.
Þið sem eruð ennþá að velta því fyrir ykkur, þá er ég ekki búin að fá einkunnir úr neinum PRÓFUM... og lítið sem ég get gert í því

önnin verður svoldið skrítin núna miðað við annir sem ég hef tekið áður. 

fyrstu 6 vikur verða teknar á fullri keyrslu á bóklegu námi. Ein vika kemur svo í upplestrar frí og síðan ein vika í próf. Ég verð svo búin 1. mars í skólanum. 

Verknámið mitt tek ég svo frá 31. mars til 25. apríl eða þar um bil. 
Þið sem eruð skörp takið eftir því að ég er í fríi allan mars í skólanum. Hvað ætla ég að gera þá ? hmmm... vinna ? safna mér smá pening strax fyrir næstu önn ? fara svo aftur í verknámið og byrja svo aftur sumarvinnuna í enda apríl. 
Sumarfríið mitt verður þess vegna allt í allt 5 mánuðir. vúhí :) 

Kúrsarnir sem ég tek núna eru :

Næringarfræði: 
Yfirlit yfir helstu næringarefnin og orkubúskap líkamans. Mataræði Íslendinga og ráðleggingar um mataræði. Næring mismunandi hópa. Fyrrirbyggjandi næringarfæði.

Hjúkrun aðgerðarsjúklinga
Megináhersla er lögð á að nemendur öðlist þekkingu og færni í hjúkrun fullorðinna einstaklinga sem eiga við bráða eða langvinnasjúkdóma og stríða og fara í aðgerð  vegna eirra. Lögð er áhersla á að nemendur greini líkamlegar, anlegar, félagslega og menningarlegar þarfir og samspil þeirra við heilsufarsvanda hins sjúka einstaklings og fjölskyldu hans og vinni heildrænt að því að leysa hjúkrunarvandamál og efla heilbrigði og þroska skjólstæðinga sinna. Kennd er hjúkrun sjúklinga fyrir aðgerð, eftir aðgerð,. Eftirlit, skipulagning og beiting hjúkrunarmeðferða er lykilatriði. Umfæðufundir eru um klínísk viðfangsefni nemenda meðan á klíníska náminu stendur.

Handlækningafræði:
Sérfræðingar skurðdeilda landspítala háskólasjúkrahúss kenna sínar sérgreinar. Farið verður yfir einkenni, greiningu og meðferð sjúkdóma og slysa, sem skiptist þannig : Almennir hlutar handlæknisfræði, sjúkdómar í brjóstholi, sjúkdómar í kviðarholi, brjóstasjúkdómar, skjaldkirtilssjúkdómar og meðferð bruna, sjúkdómar í þvagfærum, sjúkdómar í beinum og liðum og sjúkdómar í heila og mænu

Lyflækningafræði:
Kennd eru grunndvallaratriði allra algengustu sjúkdóma eftirtallinna sjúkdómaflokka: hjarta- og æðasjúkdóma, meltingarfærasjúkdóma, nýrna- og þvagfærasjúkdóma, öndunarfærasjúkdóma, sjúkdóma í mið- og úttaugakerfi, blóðsjúkdóma, efnaskiptasjúkdóma, beina- og liðasjúkdóma, smitsjúkdóma, krabbameinssjúkdóma, húðsjúkdóma og klínískrar ónæmisfræði



SHARE:

miðvikudagur, 2. janúar 2008

Áramótamyndirnar...

Ég vil þakka Þorbjörgu, mínum einka og aðal ljósmyndara þegar ég forfallast bakvið myndavélina vegna söngvesens, fyrir að taka lang flestar af þessum myndum :)

Áramótamyndirnar finniði HÉR

Er það ekki góð byrjun á nýju ári að einhver af ykkur kvitti fyrir sig? Ég nenni nú ekki mikið að rífa mig yfir kommentleysi svona almennt en það er nú auðvitað gaman að sjá hverjir lesa þetta bjévítans raus ;)
SHARE:

Annáll

já, ætla að skutla hingað inn nokkrum punktum hvað gerðist á árinu sem leið. 

Janúar:
Komst að því að ég hefði komist inn í hjúkkuna og ekki með neitt fall. Var meira að segja í topp 50 sem var takmarkið í upphafi. Klásus-syndrome drap mig og fleiri hjúkkur næstum alla önnina sem fól í sér að við vorum gjörsamlega búin á því eftir törnina í klásus og erfitt var að halda athygli að bókunum. Námið var samt skemmtilegt og verklegu tímarnir einkenndust af því að ég var mötuð og tannburstuð. Var ekkert mikið að syngja, en söng þó með Vírus í þingborg á þorrablóti. Ég var auðvitað eins og þeytispjald út um allt land eins og áður fyrr og virtist ekki ætl að stoppa, eða verða bensínlaus. Fór líka í æðahnúaaðgerð sem pirraði mig afskaplega lítið og var mætt í ræktina 10 dögum síðar þar sem ég hóf breytinguna í hollari lífstíl sem hefur staðið í allt ár

Febrúar:
Fór í nokkrar fjallaferðir og var ennþá bara farþegi, draumurinn um jeppann er ennþá fjarlægur :) kíkti á öll böll í sveitinni, keypti mér nýja myndavél og videovél og var tilbúin í slaginn :) Vísindaferðir með hjúkkunum voru farnar reglulega og var ég bara orðin vön því að koma heim af djamminu um 1 eftir að hafa byrjað að drekka kl 4. Hélt upp á afmælið mitt öðruvísi en vanalega þar sem að það var bara kökukaffi ! en það var ansi veglegt kökukaffi, en ekki hvað ?! Endaði svo mánuðinn á að fara í Þorraferð 4x3 á flugi og var þar kosin í næstu þorrablótsnefnd. Verst er að ég kemst ekki í þorraferðina þetta árið þar sem ég er í lokaprófum í enda febrúar... ó já ! ég veit :/ 

Mars:
Ragna.is leit dagsins ljós og ég hélt áfram að reyna að skokka í mig þol, auk þess sem mundi reyndi að drepa mig í viku hverri uppí sporthúsi. Var farin að syngja með Gospelsystrum Reykjavíkur og hristi höfuðið hvernig ég fór að því að enda alltaf aftur á að byrja í kór...
Ísskápshræið sem hafði pirrað mig í 3 ár fékk að fljúga fram af svölunum og annar kom í staðinn.. sem hefur staðið sig mun betur en forveri hans ! 

Apríl:
Pravda brann og þar með fór vísinaferða-lokastöðin okkar, en það var allt í lagi, Apríl-mánuður fór mest allur í próflestur en skrapp þó reyndar aðeins til London til Svenna í Oxford. Páskarnrir voru með aðeins öðruvísi sniði en vanalega þar sem gamla settið strauk af til útlanda og skildi ungana eftir eina heima, sem auðvitað redduðu sér ótrúlega. Elduðu svaka páskasteik og héldu svaka páskapartý. við hverju öðru var að búast?

Maí:
Kláraði prófin, fór með hjúkkunum mínum upp á snæfellsnes í sumarbústað í brjálæðislega GÓÐU sumarveðri og flutti svo til Víkur þar sem ég ætlaði að vera að vinna á Höfðabrekku. Byrjaði vinnuna eiginlega á að mæta EKKI, þar sem útkall rauður kom og kona dó í sjónum við Reynisdranga... Endann á maí lá ég svo í sólbaði með útbrot á Mallorca með Saumaklúbbsstelpunum og einhverjum mökum þeirra ;) Frábær ferð ! 
komst að því að ég hefði náð öllum prófunum.

Júní:
Eins og flest allir Júní-ar sem ég man eftir þá er það bara fyllerí og sumardjamm sem er þá á ferð. 17. Júní var haldinn að þessu sinni á Kirkjubæjarklaustri, ég skokkaði upp á Sveinstind með Jóni Hilmari, reyndi að brenna af mér hendina með heitri súpu, gekk upp sólheimajökul og já... hafði það gott :) 

Júlí:
Sandra Ósk (hjúkka) vinkona gifti sig 070707 og við fórum nokkrar hjúkkurnar og fögnuðum með henni. Frábær dagur sem endaði skemmtilega með góðri plástrasögu ;)  Ákvað að ég væri ekkert að fíla það að elda og sagði upp á höfðabrekku, frá og með júlílokum, fékk vinnu þess í stað uppá elliheimili sem er orðið aðeins nær mínu áhugasviði. 2 Snafsar tróðu eftirminnilega uppá kaffinu 14. júlí, sama kvöld og bekkjarreunion hjá gömlum víkurkrökkum var haldið. Sumarhátið 4x4 var haldin af jeppameðlimum 4x3áflugi hérna í vík og tókst það allt vel í alla staði! 

Ágúst:
Fór á þjóðhátíð með Katrínu, Þráni og Hauki, Gistum hjá Gauja frænda og Gústu. Gott veður og skemmtun einkenndi ferðina og mig langar enn og aftur að fara á næsta ári :) Jobbi litli varð  hluti af fjölskyldunni og hefur síðan þá verið mikill gleðigjafi. Skrapp í lok ágúst til Danmerkur til Palla, Árúnar og Theu og hafði það mjööög gott :) 
Skólinn byrjaði svo aftur í lok Ágúst, eftir dk-ferðina.

September:
Fór á Hólashátíð uppí Hólaskjóli, byrjaði aftur á að sækja vísindaferðir, fór á réttarböll, fattaði að ég var búin að blogga í 4 ár. Sumarbústaðarferð með Rósunum að Ásum. 

Október:
Verklega námið í skólanum fór að verða áhugavert þar sem við vorum farnar að munda sprautur og hættuleg efni ;) Ég og svenni byrjuðum formlega saman eftir þónokkurn aðdraganda. Árshátíð Bjsv Víkverja var haldin á Ströndinni.

Nóvember:
Lítið gerðist svosem þennan mánuð enda í Verknáminu á fullu uppá A5 á Borgarspítalanum sem er bæklunar-háls nef og eyrnar skurðdeild.  Verkefnin hrönnuðust upp og allt að gerast.
Saumaklúbbsstelpurnar fórum út að borða með mökum á Silfur.

Desember:
Svenni og ég hættum saman, prófin byrjuðu, las og las og las og fann enginn árangur vera í því. Svoldið erfiður tími en endaði þó að lokum sem að þetta tók allt enda og ég hélt jólin með familíunni í Vík og hafði það gott, Vann líka á Elliheimilinu til að verða ekki kreisí á aðgerðarleysi. 

jæja,
þetta var mjööög fljót yfirferð...

takk fyrir allt
sjáust hress á nýju ári ..

kisskiss

SHARE:
Blog Design Created by pipdig