Uppáhald innan fjölskyldunnar og alltaf vinsælt.
Dökk og sölt sósan með mjúku kjöti og svo slatta af hrísgrjónum sem drekka í sig umfram sósuna er það sem gerir algerlega punktinn yfir i-ið!
Ég á alltaf mikið til af gúllasi inni í frysti og hef verið að skera það niður í strimla og nota í þennan rétt.
Einnig er hægt að kaupa einhversskonar mínútusteik eða nota nautakjötsstrimlana sem fást frosnir í flestum búðum.
Marineringin mýkir kjötið upp svo þetta þurfa ekki að vera bestu bitarnir til að þetta verði gómsætt og mjúkt.
Uppskrift (fyrir 4)
Nautakjöt og marinering
500 gr nautakjöt skorið í strimla
1 tsk matarsódi (þetta mýkir kjötið, mjög mikilvægt)
3 msk vatn
1 msk matarolía
1 msk ostrusósa
2 tsk maizenamjöl
Aðferð:
Öllu blandað saman og látið standa í 30-60 mínútur við stofuhita.
Asísk Sósa.
250 ml vatn
1 msk kjuklingakraftur frá Oscars
3 msk soyasósa
2 msk ostrusósa
1/2 msk sesamolía
1/4 tsk hvítur pipar
1 msk sykur
Nautakjöt og brokkolí í asískri sósu
Nautakjöt í marineringu
Sósa
500 gr brokkolí skorið í bita
2+2 msk olía
2 hvítlauksrif - rifin eða kramin
2 cm bútur af engifer, rifinn eða saxaður smátt
Shaoxin vín (má sleppa - en það fæst í asískum búðum, þarft bara að biðja um það)
Til að þykkja
4 msk vatn
2,5-3 msk maizenamjöl
sósulitur (má sleppa)
ofaná: Sesamfræ, niðurskorinn vorlaukur og kóríander (má sleppa)
Meðlæti
250 ml ósoðin hrísgrjón
750 ml vatn
1 tsk salt
Soðið uppá í 2 mínútur og svo sett helluna niður í 2-3 og látið standa þannig í 20 mínutur, ALLS ekki opna pottinn á meðan.
Aðferð:
- Steikið kjötið í skömmtum á pönnu í 2 msk af olíu þannig að það sé létt brúnað. Best er að gera þetta í nokkrum skömmtum svo kjötið sé að brúnast en ekki soðna á pönnunni, safnið svo steikta kjötinu og öllum safa i skál (kjötið þarf hér ekki að vera fulleldað í gegn, það gerir það seinna í ferlinu).
- Steikið létt á pönnunni hvítlauksrifin og engiferið í 2 msk af olíu. Hellið Shaoxin víni útá.
- Bætið brokkolíi, léttsteikið í 2 mínútur og bætið svo kjötinu og sósunni útá. Sjóðið við vægan hita í 5 mínútur
- Til að þykkja sósuna er maizenamjöli og vatni hrært saman og sett útí sjóðandi sósuna og hrært vel saman við alveg í lokin. Ég set oftast smá sósulit útí sósuna einnig til að fá dýpri brúnan lit.