Stökkir undir tönn, milt laukbragð, saltir, smá chili...
Jább.
fullkomnun!
Laukhringir - uppskrift
1 Stór hótellaukur eða 2 venjulegir laukar eru skornir niður í mjög þunna hringi
sett í skál með 2 bollum af létt-súrmjólk (venjuleg súrmjólk með smá mjólk ef ekki annað er til) (þetta á að gera klst fyrir eldun)
Þegar komið er að því að djupsteikja hringina er slatti af olíu hitaður í stórum potti og hveitið undibúið
Hveiti:
2 bollar hveiti
1 tsk salt
1 tsk paprikukrydd
1 tsk chillikrydd
nýmalaður svartur pipar
Þegar olían er orðin heit er laukhringjunum dýft ofan í hveitið með töng og velt þar um (það er í lagi að þetta festist aðeins saman)
-önnur aðferð er að setja hveitið í ziplock poka og laukhringina útí þar og velta öllu saman.
Eldað í olíunni þar til að þetta er brúnt og snúið af og til
Gott er að strá fínu sjávarsalti yfir þá þegar þeir eru að þorna á pappír eftir steikinguna
p.s. ÞETTA ER GEÐVEIKT GOTT og alveg eins og maður fær á veitingastöðum.