sunnudagur, 31. desember 2006
árið er liðið.... í aldanna skaut.... hvernig get ég fengið það til baka?
laugardagur, 30. desember 2006
trallalla... :D
mig langar ekkert að vera edrú í kvöld... en ég ætla að vera edrú í kvöld, það er reginmunur á þeim 2 stefnum...
föstudagur, 29. desember 2006
komdu með mér í gamlárspartý....
þið VERÐIÐ að hlusta á þetta lag :)
ef þið heyrið mig vera hummandi úti í búð eða sjáið mig syngja hástöfum í bílnum þá er ég sko pottþétt að syngja þetta lag...
þið verðið samt að hafa fyrir því að fara hingað og hlusta á það
but hey... totally worth it! :) :) :)
( og árún..... "sænskir peyjar...." hahahah!)
(( ég veit samt um einn sem ÞOOOOOLIR ekki Baggalút.... ull á hann bara) :Þ
fimmtudagur, 28. desember 2006
heimsokn...
er með skrítinn hroll akkúrat núna.... skrtítin tilfinning er að læðast að mér eftir nokkuð laaaangt skeið. Af hverju geta fortíðardraugar ekki haldið sig í burtu? eða ég haldið mig frá þeim?
annars held að allar stelpur þekki þennan hroll, einbeitingin hverfur alveg... ég held ekki einu sinni einbeitingu yfir heilli frétt á mbl ! :) nú er gott að vera búin í prófum :))))
úr þessu í annað... þá er ég næstum því að verða crazy á að gera ekki neitt í þessu fríi. :o) ætla því að fara í bæinn og vinna í næstu viku, hringdi áðan og fékk bara "JÁ koddu bara að vinna strax!" engar áhyggjur, ég er ekki alveg farin í bæinn.... það verður ekki fyrr en á mánudaginn.
get samt bara unnið til 8. jan því ða þá þarf ég að leggjast aðeins undir hnífinn og verð ekki í vinnuhæfu ástandi í einhvern tíma, vona að ég geti farið í skólann 11. ( ef við gerum ráð fyrir því að ég hafi komist inn)
jújú... ég komst inn... hvaða rugl er þetta í mér :)
svo er eitt annað... það er allt í uppiloft með áramótin, enda kaffið lokað!!!
what to do ?!?!
what to do?!?!
jæja... ekki er öll von úti enn.
það verður allavegana partý hér strax eftir flugeldauppskot á Guðlaugsblettinum, svo verður ævintýramennskan bara að leiða í ljós endann af nóttinni :)
mig langar samt til að hitta alla, sérstaklega auðvitað nokkra útvalda aðila :) en hitta sem flesta... djöfulsins bömmer með kaffið!!!
ég tek undir uppástungu Ingvar á Höfðabrekku... tjalda bara á Guðlaugsblettinum! meina... til hvers að vera með þetta riisa samkomutjald og nota það ekkert ? hah ! :)
já og ... gaman að fá comment frá einhverjum sem hefur ekki commentað á síðuna mína áður ;) þið þurfið ekkert að vera feimin sskurnar :)
svefnvenjur...
furðulegur ávani, sem ég virðist ekki geta vanið mig af.
varð smá forviða akkúrat núna þegar ég var að horfa á stöð 2 og 60 minutes byrjaði AFTUR... já... sami þátturinn sem ég horfði á kl 10, hvernig má það nú vera??? ( ath, að ég gerði hluti í millitíðinni! ;)
svo að ég leit á klukkuna og hún var 3! mér finnst samt svolítið asnalegt að endursýna þátt 5 tímum seinna eftir að hann hafi fyrst verið sýndur, en anyhow... ég er búin að vaka of lengi.
eitt er samt merkilegt... aldrei hef ég átt í erfiðleikum með að vakna alltaf OF snemma og fara OF snemma að sofa!
mér finnst samt aftur á móti afskaplega leiðinlegt að sofa allan daginn, því að því fylgir að ekkert verður úr deginum. En ég er ekkert ákaflega hress þegar ég þarf að vakna og gera eitthvað þreytt! þá geri ég hluti illa og er, jah, frekar leiðinleg ! :) svo.. til að verjast leiðinlegheitum þarf ég að sofa svona lengi af því ég fór svona seint að sofa... haha! ragna í vondum málum! :) nei, auðvitað ætti maður að vakna ALLTAF á ákveðnum tíma... þegar ég verð fullorðin og ábyrg manneskja þá ætla ég ALLTAf að vakna kl 9!
( p.s. minnið mig á þetta :) )
ætla austur á Hunkubakka á morgun að heilsa upp á stórfjölskylduna... Ömmu og afa, sem ég sjálfsagt elda pizzu fyrir eins og hefð er komin fyrir og nýjasta fjölskyldumeðliminn hjá Herði Daða og Arndísi. Þau nefnilega eignuðust stelpu ekkert fyrir svo löngu og eyðilögðu fjölskylduhefðina í Björgvins fjölskyldu, að í hana myndu bara fæðast strákar! það gekk þó vel í hátt í 30 ár! :)
c ya!
miðvikudagur, 27. desember 2006
myndir frá jólaferð
auðvitað eru myndir úr jólaferðinni komnar inn...
þær eru ekki margar samt...
nokkur grisjun fór þó fram til þess að skemma ekki orðspor eiganda nokkurra bíla...
einnig er til videoklippa af Orra með feikna yfirlýsingar sekúndum áður en hann gataði vatnskassann og stóra stoppið varð ....
myndirnar má finna HÉR
jólaferð 2006
ætla að henda hér inn smááá ferðasögu frá deginum í dag.
endaði á smá ralli í gærkvöldi heima hjá Stjána ásamt nokkrum öðrum í
endalausu stuði og keppnisskapi yfir partý og co spilinu :) ég
reyndar skjögraði (bókstaflega) heim um 2 leitið með gífurlegan
hiksta, já, þvílíkur var hann að það bergmálaði í fjallinu... kannski
voru þetta eihverjar ofheyrnir, en er ég ekki rétta manneskjan til að
dæma það svosem :/
ég var svo komin fram, ennþá með annað augað lokað kl 7 í morgun til
að taka til hitt og þetta til að snæða og vera í í
jólafjallaferðinni. Vippaði auðvitað upp nýja útleguhitabrúsanum og
sauð vatn af stakri snilld til að hafa með mér kakó! :)
þegar ég var búin að hella svona rúmlega hálfan brúsan fer ég samt að
leita að kakói. það eina sem ég fann voru um 4 tsk af swissmiss.
greindin hefur eitthvað skerst við 4. bjórinn kvöldinu áður því að
þarna í einhverju óráði ákvað ég að 4 tsk væri bara alveg feikinóg og
þetta væri bara diet-kakó. big mistake... þvílíkt sull sem þetta
sannaðist svo vera! :) en kakóið var heitt, svo að ekki klikkaði
brúsinn.
ég smurði líka brauð og parta og stal smákökum og rauk svo út þar sem
Gummi Vignir beið á Ofur Mússó. jámm... komin út kl hálf 8 og við
voru fyrsti bíll mættur upp við kofa við jökul, við þurftum nú
reyndar ekkert að bíða því að það tíndust svo bílarnir hver af öðrum
uppeftir í myrkrinu.
við fórum svo að þræða steina og oddsteina uppímóti, með það í huga
að stefna á jökul.
allt gekk bara vel þangað til að í einni brekkunni var flautað á
okkur Gumma Vigni og kallað að það væri sprungið afturdekk.
sem betur fer var það nú ekki.. en það hafði affelgast, bara innan á
þó. Allir komu með töfralausnir á vandamálinu og áttu allir
startsprey ! það var samt ekki farið út í búmmbúmm viðgerðir, heldur
var drullutjakk frá Orra skellt undir kúluna og rassinum lyft aðeins,
ásamt því að moka undan dekkinu, skellt 2 loftdæluslöngum á og svo
ýtt dekkinu að og viti menn, það fylltist af lofti og small aftur
uppá felguna.
svo var lallað upp á jökul í frekar fágætu skyggni af og til en það
birti þó þegar líða fór að 10 og sást orðið í bláan himin.
færið á jökli var mjög fínt, ekkert of hart og ekkert of mjúkt, gekk
því bara vel og fórum því næst niðrá Mælifellssand þar sem búist var
við stöðuvatni miðað við rigninguna sem hefur verið síðustu, hva,
mánuði, finnst mér! byrjaði þó heldur bagalega því að Atli þeysti á
Afa og allt fór á bólakaf í krapa... Við og Ingvar ákváðum að tralla
aðeins áfram þræðandi þær sandeyjur sem náðu upp úr krapavatninu, það
voru nú hvort sem er nokkuð margir bílar þarna til að draga Atla
hvort sem er.
svona þegar það fór að líða og bíða komu 2 bílar þarna á eftir okkur
og var þá alti búinn að soga sig fastan ofan í krapapyttinum eins og
jóladrullusokkur og hafði ekkert haggast. Hann var það fastur að Kári
sem var að gefa honum drátt missti kúluna við átökin og small
spottinn í afturhlerann hjá Atla og auðvitað skemmdi Afa. en... það
hefði getað verið verra, þó svo að þetta sé ekkert gott!
Ingvar snéri svo við því að það hafði sprungið loftpúði á einum jeppa
og hann var með einn auka. Þegar allt þetta var komið í orden,
semsagt atli hættur að leika drullusokk og loftpúðinn kominn undir
var haldið áfram. vorum svoldið smeik yfir þessum bláma sem blasti
við okkur en þetta hélt allt saman alveg ótrúlega, án teljandi
vandræða. Atli hafði örugglega bara fundið stærsta krapapyttinn?
Þá bárust aðrar hrakfarafréttir, en þá hafði loftpúði sprungið hjá
Kára ( þessi maður ætti að vera með lager með sér af þeim?) en hann
var ekki með vara (held ég) þá var spurningin hvað ætti að gera...
skilja bílinn eftir eða hvað... á endanum var bara gormi skellt
undir í staðinn og við ætluðum að kíkja inn í Skófluklif enda var
færið ágætt og enginn var snjórinn.
það fannst þó eitt stk brekka fyrir strákana til að spítta í og er
það svoldið gaman að fylgjast með því :D að sjá alla bílana keppast
við hver kæmist hæst. Brekkan var samt svolítið lúmsk því í toppnum á
henni var mikið harðfenni og algert stál.
Atli ákvað að drífa sig í burtu áður en þetta myndi enda með ósköpum,
sniðugur drengur þar á ferð, því að lokum endaði það á því að Orri
gataði vatnskassa helvíti myndarlega á Willy's.... það var semsagt
stóra stoppið og við hættum við að fara inn í Skófluklif og ætlaði
Atli að spotta Orra heim því að hann var svo rosalega duglegur að
moka Atla upp þegar hann var í drullusokksævintýrinu :) eitthvað fór
Orri samt að láta ófriðlega aftan í Atla og var ástæðan fyrir því sú
að orri var ekkert að stýra, jah eða jú, að reyna en stýrið virkaði
ekki...
það var þá ennþá meira stóra stoppið og allt rifið úr, vatnskassinn
og þetta stýrisskaft ( ? ) og bíllinn skilinn eftir inn af
Mælifellssandi... ég held nú samt að það sé búið að sækja hann núna
eða verði gert á morgun ( miðvikudag)
upp úr þessu splittaðist hópurinn... allir bílar nema við, Atli og
Ingvar, fóru Emstrur heim og veit ég ekkert hvernig það gekk.
ferðin okkar yfir jökul gekk ágætlega, þó svo að bíllinn hjá gumma
var eitthvað furðulegur á köflum og snjóblindan og skyggnið var
frekar leiðinlegt. Við kofa upp við jökul var svo girnileg
rigning.... fínn dagur alveg hreint og gott að komast aðeins með
tærnar í snjó eftir Englandsdvölina síðasta ár :)
jolagjafir 2006
ég fékk góðar gjafir :)
-1 líters ferðahitabrúsa
-jólaglerkúla til að setja kerti í
-anatómíukall
-matreiðslubókastand
-alvar aalto smákökumót
-íslenska pönnukökupönnu
-ítalskan pizzaofn
-66 gráður norður loðhúfu
-eftirréttabók hagkaupa
-augnskugga
-naglaþjöl
-lítinn bangsa
-meðlætis skálar á bakka
já ég held allavegana að þetta sé allt, enda nokkuð mikið :)
fólk var allavegana duglegt við að fara eftir jólaóskalistanum :p
sunnudagur, 24. desember 2006
10. jan...
ég vona samt að ég fái að vita hvort ég komist áfram eða ekki...
þau í hjúkkunni á Akureyri hafa fengið að vita hvort þau komist áfram inná 2. önn eða ekki... prósentutalan þar var aðeins verri en hjá okkur í Rvk... en aðeins 1/3 komst áfram þar eða um það bil.
hjá okkur er það rúmlega 70%... god damn it ! :) ég hlýt að hafa massað þetta :)
ég veit samt nú þegar um 4 sem komust inn fyrir norðan... ég hlýt bara að þekkja gáfað fólk! :)
tilfinningin fyrir því að verða einhverntíman hjúkrunarfræðingur lætur mig hlakka svo til...
...hlakka til að klára þetta og geta unnið við þetta.
er oft að velta fyrir mér hvernig ég muni bregðast við í þessum og hinum aðstæðum og hvort ég eigi eftir að geta veitt þá sáluhjálp sem góðir hjúkrunarfræðingar veita sjúklingum og aðstandendum.
ég veit svosem ekkert í hverju þetta starf NÁKVÆMLEGA felst. Mín vitneskja nær kannski frekar að því sem maður hefur heyrt frá öðrum.
svo eru auðvitað miður skemmtilegar og sorgmæddar aðstæður sem hjukkur þurfa oft að vinna við á hverjum degi.. og þá sérstaklega þegar þær eru að vinna með mjög veikt fólk og allt sem því fylgir... og þá helst sorgina sem þær þurfa að takast á við gagnvart sjúklingunum og aðstandendum... ég held að það sé aldrei auðvelt fyrir neinn að missa einhvern sem þú hefur hugsað um og verið náinn...
með tímanum mun þetta "venjast" og maður lærir inn á sig sjálfan með hvernig auðveldast er að takast á við hlutina... vonandi að maður geti hjálpað einhverjum öðrum.
en...
þrátt fyrir allt finnst mér vera svolítill ljómi yfir þessu starfi... þið skiljið það sjálfsagt einhver sem hafa verið á sjúkrahúsi... þessir læknar ( þeir eru góðir líka! :) ) birtast af og til á meðan hjúkrunarfræðingurinn stendur meira og minna með manneskjunni út alla spítalaleguna, sem þó er alltaf verið að stytta og stytta og senda fólk of snemma heim.
bara 3 og hálft ár to go...
já og by the way...
mig langar að vinna við hjálparstarf eitt sumarið! :)
auðvitað! :) annað væri nú ekki líkt mér ! :p
föstudagur, 22. desember 2006
pretty woman
hvaða stelpa er ekki að leita að svona ævintýri...?
strák sem virðist birtast einhversstaðar úr myrkrinu og getur gefið henni allt sem hún hefur þráð...
nei... ekki ég...
ég lendi á dæmdum nauðgurum, strákum sem hafa setið í fangelsi fyrir alvarlegar líkamsárásir og strákum með alvarlega persónuleikaröskun... ég vinn ykkur örugglega flest öll með óheppni með karlmenn!
ég vona allavegana að ég sé ekki að setja standarinn of hátt :/
en jæja...
nú vitiði það
ég er komin til víkur... í fermingarherbergið mitt ... sem hefur ekki breyst síðan það árið :)
nema ég á orðið nýja sæng... liggalái! þvílík sæla!
það er komin sería í gluggann minn.. veit ekki alveg hvaðan hún birtist, en ég gruna mömmu um að hafa komið henni fyrir... en hún er há-rauð... I'm under the red light..... en ég gef enga kosti á mér frekar en fyrri daginn :)
á morgun vakna ég við skötu-fýlu...
hlakka til !
fimmtudagur, 21. desember 2006
bloggið hjá mér hefur einkennst annsi mikið af stikksetningum frekar en einhversskonar útlistingu á því hvað ég er að gera... Þetta blogg er auðvitað mest megnis fyrir mig og engan annan.. kannski fékk það aðeins annan stimpil þegar ég bjó úti í Englandi og enginn af mínum nánustu vissu hvað ég var að gera og gátu þeir því fylgst með hérna á blogginu.
að segja að þetta sé aðeins fyrir mig og skrifa svo til ykkar er kannski smá mótsögn :) ?
en...
þið eruð að lesa... viðurkennið það bara ! :)
ég dunda mér samt við það af og til að fara 2-3 ár aftur í tímann og fletta upp hvað ég var að gera þá... það er líka megin ástæðan fyrir því að ég hef aldrei skipt um bloggsíðu, og mun ekki gera nema að geta tekið með mér allar hinar færslurnar... annars er ég mjög ánægð með bloggar núorðið... sérstaklega eftir að honum var breytt eins og breytingarnar á síðunni minni sýndu fyrir nokkru síðan.
ég er lítið búin að vera að gera síðan ég kláraði prófin.... ekkert merkilegt allavegana. :) keypti jólagjafirnar, gerði jólakort, fór í klippingu og neglur, heimsókn til Döggu og Sigga, sund með Árúnu og Theu, og gerði jólahreingerningu....
nenniði að minna Bróðir minn á að hann á eftir að gera sinn hluta af jólahreingerningunni...!!!
ég reyndar þvoði þvott fyrir 3 vikur enda var þvottastúss á not to do listanum í prófunum ! :D
á morgun mun brósi litli útskrifast sem bifvélavirki! er pínu stolt af honum að klára þetta svo snögglega og vel og ekki vera að draga þetta í mörg mörg ár!
við ætlum svo familía að fara í outrageous dýrt út að borða á Grillinu á hótel sögu... en þar var mamma sem nemi í kokkanáminu sínu
ég verð að viðurkenna ða ég er svoldið svekkt að Þráinn er kominn út á vinnumarkaðinn ....
hann er búinn að kaupa sér nýjan bíl ( einn enn?! !? já!) og getur farið að safna sér upp pening í hitt og þetta...
ég... á annað borð... sú sem er 2 árum eldri er ennþá í skóla og á sko eftir að vera í allavegana 4 ár í viðbót!!
en..
ég verð þó allavegana háskólamenntaður hjúkrunarfræðingur :) oh.. þetta hljómar svo vel!
þá get ég kannski skrifað aðeins um prófin
ég HELD að ég komist inn..
auðvitað er ekkert öruggt, en bara miðað við það sem ég hef lært í allan vetur ÆTTI að vera nóg..
hristi hausinn þegar ég var að lesa blogg hjá krökkum sem ég vissi af í menntó og tóku HEILA 2 daga í að lesa undir próf.... :) þeir gömlu góðu dagar eru liðnir hér á bæ og við tekið áhugavert nám... eða allavegana verður það þegar ég fer að læra meira sem er hjúkrunartengt.
að læra í 4 daga stanslaust undir próf og bara sofa um 5-6 tíma og svo nokkra tíma síðustu nóttina er það sem við krakkarnir sem höldum hópinn mest í hjúkruninni gerðum og hefði alveg veitt af 3 dögum í viðbót ...
próf eru samt alltaf erfið. alveg sama á hvaða stigi maður er !
þegar maður lítur til baka og horfir á bækurnar sem maður var með í hva, t.d. 10. bekk... hlæiði ekki bara?
ég ætla sko að hlægja að líffærafræði og lífefnafræði eftir 4 ár! :D múahahaha
ég er ekki alveg búin að ákveða mig hvenær ég á ða koma mér austur í sveitina..
það er sjálfsagt best að vera ekkert að því :)
c ya
fæ ég einhver kvitt í þetta skipti ?
þriðjudagur, 19. desember 2006
Guten tag
kláraði eila jólagjafirnar í gær svo að það er komið á gott ról... fór líka í klippingu og neglur til Þorbjargar. ég held að ég muni verða svaka jólagella eftir þetta allt saman :)
jólakortin verða kláruð í dag.... eða VERÐA að VERÐA kláruð í dag.... oh ekki að nenna að föndra þetta... af hverju keypti ég ekki bara kort ? :/
maður fær svolítil ónot í magann að það sé risastórt flutningaskip strandað í Sandgerði. og einn maður látinn við björgunarstörf. ég vona að þessir tryggingafélagspúkar þessa skips leyfi að bjarga öllu því sem hægt re að bjarga svo að við sjáum ekki Vikartinds slysið gerast aftur.
hver er memm að koma út að ýta?!
:)
c ya
sunnudagur, 17. desember 2006
the finale
það er staðfest!!!!
PRÓFIN ERU BÚIN!
jehei!
gekk bara vel í sálfræðiprófinu, en það gekk nú reyndar held ég all flestum mjög vel ;)
það er meðvituð ákvörðun að gera ekki neitt í dag. samt sem áður vaknaði ég í morgun, eldsnemma eftir hádegi og leit í sjokki á klukkuna... en... ég hafði ekkert sofið yfir mig ! :) ég er í fríi! :)
skellti mér með hjúkkustelpunu á Ölver þar sem einhver okkar úr klásus hittust.
svo kíkti ég aðeins niðrí bæ og labbaði hjem eftir það...
það varnú svoooooldið kalt! ! ! !
en jæja..
ætla ða láta eina mynd fylgja sem sýnir ástandið á okkur :)
fimmtudagur, 14. desember 2006
án alls gríns..
það verður merkilegt ef ég næ þessu prófi.... :(
3 tíma svefn í nótt...
próf eftir 3 tíma
ég ætti kannki bara að leggja mig ?
mamma ætlar að kveikja á kerti...
fleiri eru beðnir um að gera það ef þeir hafa tök á...
kveðja
Ragna anti lífefnafræðingur
fæ ég nú ekki allavegana good luck comment ? :/
miðvikudagur, 13. desember 2006
þriðjudagur, 12. desember 2006
BioChemistry
semsagt
það sem einu sinni var kennt fyrir jól sem var efnafræði og lífræn efnafræði
og það sem var eftir jól og var lífefnafræði og klínísk efnafræði..
nú kveljumst við í efnafræði, lífrænni efnafræði, lífefnafræði og klínískri efnafræði á tvöföldum hraða...
:D
þetta veldur því að ég er komin með kjánahroll og aulahúmor við að vera að læra...
Q. What is the dieter's element?
A. Nobelium
A chemistry graduate student had the fortune to share their space with a cat they happened to name Ion. The student loved to introduce their feline friend as their cation! - submitted by Betsy Moll
Two hydrogen atoms bumped into each other recently.
One said: "Why do you look so sad?"
The other responded: "I lost an electron."
Concerned, One asked "Are you sure?"
The other replied "I'm positive."
Q. If a bear in Yosemite, and one in Alaska fall into water, which one would dissolve faster?
A. The bear in Alaska because it's polar.
A neutron walks into a bar, sits down and asks for a drink. Finishing, the neutron asks "How much?"
The bartender says, "For you, no charge."
Q. Where does one put the dishes?
A. In the Zinc.
Q. What do you call a tooth in a glass of water?
A. One molar solution.
Q. What did the gambler do with his cards?
A. He Palladium.
A small piece of sodium which lived in a test tube fell in love with a Bunsen burner. "Oh Bunsen, my flame. I melt whenever I see you . . .", the sodium pined.
"It's just a phase you're going through", replied the Bunsen burner.
Q: Why does hamburger have lower energy than steak?
A: Because it's in the ground state.
og btw.. mér finnst þetta ógeeeðslega fyndið :D
efast ekki um að Palli sameinist með mér í hlátursköstunum :)
l
mánudagur, 11. desember 2006
föstudagur, 8. desember 2006
My Christmas Wish-list part I
fimmtudagur, 7. desember 2006
my Christmas Wish-list
Diskinn með Bubba
sítt hálsmen... helst með einhverju svona á endanum
leðurhanska, svarta ( stærð 8 ef þið eruð að spá :) )
svona töng... :) (hægt að festa lokaða)
Body Shop Strawberry sturtusápu ( skildi hina eftir í Englandi)
ólífuolíu flösku...
jæja...
ætla að henda þessu inn...
getur vel verið að ég sé að gleyma einhverju,,, auðvitað :)
þetta eru samt fleiri en ég á von á að fá...svo að ... :)
do ur magic!
þriðjudagur, 5. desember 2006
sunnudagur, 3. desember 2006
exams
ógeðslega mikið lesefni í þessum félagsfræði áfanga.. og mér gekk btw mjög illa í félagsfræði í MH þó ég virkilega hafði reynt. bara ekki my cup of tea!
er búin að sitja síðan seinnipartinn á föst non stop næstum að lesa í fél...
búin að glósa upp það sem ég tel vera áherslupunkta, fletta upp öllum höfundum og skrifa þá niður og hvað þeir fjölluðu um....
ok.. allt nokk tilbúið
nú hefst það verkefni að leggja allt á minnið... á morgun!!
fór aðeins út í kvöld... veit ekki hvenær það gerðist síðast...
er samt næstum með tárin í augunum af samviskubiti ! :(
er þetta eðlilegt?
p.s. ég hlakka til jólanna