mánudagur, 12. desember 2005

pakkinn kominn..

Jólapakkinn frá mömmu er kominn... :D
sem betur fer voru allar jólagjafir óopnaðar, en það lítur ekki vel út fyrir pakkana sem ég sendi heim, þeir eru að hóta því að opna þá, með mömmu alveg brjálaða í vík :) verði þeim að góðu ef þeir VOGA sér það!

í pakkanum var...

-jólapakki frá mömmu og pabba
-jólapakki frá brósa
-jólapakki frá ömmu og afa á sunnubraut
-jólapakki til Madeleine
-jólapakki til Edwards
-jólapakki til Mary Ellen og Rory
-jólapakki til mín frá jólasveininum (já aldeilis sambönd sem hann hefur skal ég segja þér :) )
-jólanammi!! :D kúlusúkk, súkkulaðirúsínur, tópas, rauður ópal, grænn ópal, nóa lakkrískurl og stór draumur, krakkarnir fengur svo líka draum og grænan ópal ásamt endurskinsmerki.
-dót til að búa til kort

ég held að þetta sé bara allt :)
bíð núna spennt eftir jólapakkanum frá hildi og Þorbjörgu :D
það virðist vera sem svo að ég á eftir að eiga frábær jól hérna. að fá alla þessa jólapakka frá fjölskyldu og vinum ... takk :p
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig