laugardagur, 29. nóvember 2008

fairytale of New York

aaah... nú sit ég með sæluhroll og brosi... :) 

Ég get hlustað á ótal margar útvarpsstöðvar á netinu í gegnum itunes og einhverntíman í haust fann ég heilan flokk af jólastöðvum. Ég er s.s. búin að vera að hlusta á eina sem er örugglega Hollensk en með mjög góðum jólalögum. Ég var þó farin að sakna mjög jólalagsins sem ég held svo mikið uppá eftir að ég var jólin í Englandi. Það er lagið Fairytale of New York. Ég ákvað því að fara og skoða jólastöðvalistann og athuga hvort ég myndi ekki finna breska stöð. Jú þarna var hún "play Xmas UK"... Lagið sem var í spilun var svo draumalagið "Fairytale of New York" 

and the bells are ringing out for Christmas day... :)

Hérna kemur svo gamalt blogg frá 30. nóvember 2006 þar sem ég skrifaði aðeins um sögu lagsins


jólalagið sem ég ætla að kynna ykkur fyrir (kannski þekkiði það) en það heitir "Fairytale of New York" 

það var fyrst útgefið árið 1987 og er sungið af hljómsveitinni Pogues (írsk sveit) og breskri söngkonu sem hét Kristy MacColl.

þetta lag hefur margsinnis lent í efsta sæti fyrir vinsælasta jólalagið í Bretlandi... og þar á meðal í fyrra!

þið fáið eflaust sjokk á að hlusta á þetta lag enda er söngurinn hjá söngvara Pogues alveg hryllilegur 

jólalagið breiðir ekki út jólaboðskapnum með þeim lofgjarðarsöng sem við þekkjum og fjallar lagið um írskt par sem eru innflytjendur í New York, óbilandi vonir þeirra í þessari stóru og drungalegu borg á meðan þau berjast við alkahólisma og fíkniefnavanda, 
Textinn hefur líka að geyma mjög bitur textabrot eins og t.d. "Happy Christmas your arse/ I pray God it's our last"

hér fyrir ofan skrifa ég "söngkonan hét" ... ástæðan fyrir því er að hún lést árið 2000 í hræðilegu köfunarslysi þar sem að hraðbátur kom inn á köfunarsvæðið og sigldi yfir hana á gífurlegum hraða... barnið hennar slapp, þó nokkuð slasað.
mikið hefur verið rætt um þetta slys í englandi og var líka talað mikið um þetta í fyrra þegar ég var úti.
það sem má finna á síðunni www.justiceforkristy.com er þetta:
"
Kirsty MacColl was an English singer and writer who was killed by a power boat at the age of 41 whilst scuba diving with her sons in a restricted diving area off Cozumel, Mexico on 18th December 2000. Almost six years later, no-one has been made accountable to the satisfaction of her family and friends." 

málið er víst að það vill enginn viðurkenna að hafa stýrt bátnum en sá sem átti hann er margmilljónabisnessrisi frá Mexíkó... 


árið 2005 var þetta lag spilað "live" í þætti Jonathan Ross í UK, þann 22. des nákvæmlega og ég horfði að sjálfsögðu á þegar The Pogues tóku lagið en fengin var að láni Katie Melua til að syngja í stað raddar Kristie...
að lokum kemur textinn
It was Christmas Eve babe
In the drunk tank
An old man said to me, won't see another one
And then he sang a song
The Rare Old Mountain Dew
I turned my face away
And dreamed about you

Got on a lucky one
Came in eighteen to one
I've got a feeling
This year's for me and you
So happy Christmas
I love you baby
I can see a better time
When all our dreams come true

They've got cars big as bars
They've got rivers of gold
But the wind goes right through you
It's no place for the old
When you first took my hand
On a cold Christmas Eve
You promised me
Broadway was waiting for me

You were handsome
You were pretty
Queen of New York City
When the band finished playing
They howled out for more
Sinatra was swinging,
All the drunks they were singing
We kissed on a corner
Then danced through the night

The boys of the NYPD choir
Were singing "Galway Bay"
And the bells were ringing out
For Christmas day

You're a bum
You're a punk
You're an old slut on junk
Lying there almost dead on a drip in that bed
You scumbag, you maggot
You cheap lousy faggot
Happy Christmas your arse
I pray God it's our last

I could have been someone
Well so could anyone
You took my dreams from me
When I first found you
I kept them with me babe
I put them with my own
Can't make it all alone
I've built my dreams around you

SHARE:

föstudagur, 28. nóvember 2008

this takes time...

Fékk stóran sting í hjartað áðan...

svipaðist um í kringum mig eftir símanum, fann hann og var að teygja mig í hann þegar ég fattaði hvað ég var að fara að gera... hringja í ömmu og segja henni að ég hefði fengið 9 í lokaeinkunn í einum áfanganum. Hún vildi alltaf fá að vita. :(

en hún er sko örugglega stoltust í heiminum núna... 
SHARE:

laugardagur, 22. nóvember 2008

status update

-Er á akureyri í allt of miklum snjó
-Keyri um á afturdrifnum benz og kýs betur minn gamla á 4x4
-Er að læra á Amtsbókasafninu á daginn
-Fór í heitan pott hjá Arnari og Önnu í -6 °C
-Viðar bókaði borð á jólahlaðborði á RUB 23 fyrir kvöldið í kvöld.
-Er búin að gera íbúðina hans Viðars heimilvænni fyrir stelpur og júh, hann tók þátt í því með! :)

og þetta var MJÖG stutt rapport ;)

c ya
SHARE:

mánudagur, 17. nóvember 2008

Nú er Ragna Orðlaus ...

Góð vinkona mín sendi áfram bloggið mitt til búðarinnar sem ég skrifaði um daginn vegna leiðindar atviks sem ég varð fyrir. 

Maðurinn sem umtalað atvik snerist um ásamt konu frá búðinni sendu mér email og báðu mig innilegrar afsökunar. Maðurinn man eftir atvikinu og segir að hann þetta svar hafi komið fram vegna óviðeigandi gálgaskaps. 

Þau harma þessa lífsreynslu mína mjög og ég er sammála því, mér fannst þetta mjög leiðinlegt. 

sem einhversskonar skaðabót bað maðurinn mér að koma í búðina ef ég treysti mér til og velja mér skó-par mér að kostnaðarlausu.

Ég er svo gapandi yfir þessum viðbrögðum að ég er næstum með móral. Hefði aldrei trúað að ég fengi svona afsökunarbeiðni og fæ bara sting í hjartað. Ég veit þó að ég á þessa afsökun skilið og hef svo sannarlega samþykkt hana. 

í guðana bænum... fyrirgefiði karlinum líka.

(það er nebbla slatti af töff skóm í Mistý. . . :/ )
SHARE:

latest news.

nýjustu fréttir af mér eru að ég er að detta í próflestur á morgun og er ekkert alltof hress með það. Þessi helv. próf læðast alltaf aftan að manni þó svo að ég hafi ekki verið í lokaprófum síðan í enda febrúar. Ég kunni ágætlega við þetta prófafrí!

Amma var jörðuð á laugardaginn og var athöfnin margmenn og falleg. ég skrifaði minningargrein sem ég er ekki allt of ánægð með... hef hugsað allt of mikið síðan ég sendi greinina inn um hvað ég hefði átt að skrifa og  hvernig eg hefði átt að segja hitt og þetta... en þetta er víst búið og gert. 

var á kóræfingu í gær, aftur í kvöld og svo eru tónleikar á þriðjudaginn með kvennakór háskólans haldnir í Iðnó. Hlakka orðið svoldið til og ég syng einsöng í einu lagi.

jæja... farin í ræktina

take care 
SHARE:

fimmtudagur, 13. nóvember 2008

Endilega lesið þetta !

Er búin að vera heima í allan dag að reyna að finna athygli til þess að reyna að vinna í 40 % lokaverkefni í einum kúrs í skólanum. Athyglin hefur ekki verið til staðar en þess í stað hefur hugurinn reikað út um alla velli alheimsins. Allt í einu langaði mig í eina búð sem ég sá að hafði auglýst kuldastígvél fóðruð með flísefni í Morgunblaðinu um daginn. Og mig langar svo í stígvél sem eru ekki eins háhæluð eins og þau sem ég á, eru með grófan botn sem hægt er að ganga á í öðru en sólskini og blíðu og eru úr alvöru leðri. Svo langar mig líka að vera fín í jarðaförinni hjá ömmu minni á laugardaginn. 

Ég reif mig því af stað fyrir sex til að fara í þessa búð sem auglýsti í morgunblaðinu. Ég hef nú aldrei farið í þessa búð áður en þetta er Misty, efst á laugaveginum. Þessi búðarferð fór nú samt nokkurnvegin endanlega með daginn sem hafði ekki verið upplífgandi fyrir og lenti ég afgreiðslumanni sem sagði svoldið við mig að það bæði særði mig og  móðgaði það rosalega að ég á varla til orð :(

Út í glugga voru nokkur stígvél sem mér leist vel á, bæði ein með engum hæl og alveg flatbotna og önnur með breiðum og góðum hæl.  Maður á sextugsaldri (giska ég á) kom og spurði hvort hann gæti aðstoðað mig og ég benti á þessi lágbotna stígvél og tók upp þessi með hælnum og spurði hvort að hann ætti þessi í 40 til að máta. Hann hélt svo á brott og kom með ein stígvél sem voru ekki rétt... hann fór því aftur að leita betur og ég stóð þarna bara og beið. Í sama mund kemur maður þarna inn sem hafði greinilega verið þarna fyrr um daginn og vildi máta aðra skó svo að meðan ég beið þá fór hann og fann skó handa þessum manni og kom síðan með einn kassa af stígvélum til mín. Þegar hann opnar kassann þá sé ég að þetta eru líka röng stígvél en þetta voru lágbotna stígvélin en þessi náðu bara uppá miðja kálfa en ekki alveg upp að hné. Ég sagði því manninum að þessi stívél væru heldur ekki rétt. Hann sagði því eitthvað sem ég man ekki en endaði á því að segja "þú ert bara svona óaðlaðandi"... gefandi það í skyn að ég væri svo óaðlaðandi að það er ekki að takast að finna réttu stígvélin handa mér ! ég vissi satt að segja ekkert hvað ég átti að segja... umlaði út úr mér "jájá" settist á stól þarna og átti erfitt með að halda aftur af tárunum. 

Ég vissi auðvitað uppá mig skömmina, búin að veltast heima í náttfötum allan daginn, ekki búin að slétta hárið, með örlítinn maskara og ekkert púður. mér leið ekki vel og ég leit ekki vel út. En það að einhverjum búðarmanni finnist það ÞAÐ mikið líka að hann vogar sér að segja svona við kúnna er alveg ótrúlegt. Jafnvel þó að hann hafi verið að grínast með þetta þá er þetta ekki það sem afgreiðslumaður grínast með við kúnna sem hann veit ekkert með hvernig er innanbrjósts. 

Hefði ég ekki verið svona lítil í mér þá hefði ég sjálfsagt sagt eitthvað, þess í stað mátaði ég stígvélin, fann að ég hefði þurft stærri stærð í báðum módelum en langaði ekkert að máta meira, vildi bara fara HEIM og það sem fyrst svo ég setti stígvélin í kassana og fór.

hvað finnst ykkur ? 
SHARE:

miðvikudagur, 12. nóvember 2008

SHARE:

þriðjudagur, 11. nóvember 2008

Hvíl í friði elsku amma


Amma Ragna dó í morgun eftir baráttu við krabbameinið. 
Þetta  fékk ekki langan aðdraganda þó svo að síðustu 2 mánuði hafi þetta verið erfitt. 
Lengst af var hún heima þar sem allir hugsuð fallega og vel um hana en undir lokin var þetta orðið öllum svo erfitt og þungt svo að hún fékk að vera uppá Hjallatúni þar sem henni leið betur og hægt var að hugsa betur um hana.

Hún lést svo í morgun og hefur loksins fengið friðinn sem hún á skilið eftir þennan erfiða tíma.

Allir sem þekktu hana munu sakna hennar. :*

 
SHARE:

mánudagur, 10. nóvember 2008

Jah Sko

komin í bæinn aftur, og Viðar er ekki farinn héðan ennþá...

Hann komst eitt stig áfram í inntökuferlinu sem hann er í og verður hér allavegana fram á miðvikudag. Svoldið skrítið að vera svona lengi saman :) Erum að prufa okkur áfram að lifa venjulegu heimilislífi og vera svoldið alvöru :)

á föstudaginn var heilbrigðisdjamm haldið á Rúbín sem við kíktum á ásamt fullt af fólki af hinum heilbrigðisdeildum háskólans og á laugardaginn héldum við austur í sveitina þar sem ég kíkti aðeins á ömmu uppá elliheimili... Ég held að hún hafi verið meðvituð um að ég var komin til hennar og er glöð með það... Þetta eru ansi erfiðir tímar núna og vona ég bara að þetta taki ekki mikið lengri tíma en þetta hefur nú þegar tekið :( Allir eru orðnir þreyttir og ekki síður amma. 

Á laugardagskvöldið fórum við Viðar og Mamma og Pabbi á Fýlaveislu á Ströndinni þar sem var snæddur saltaður fýll með viðeigandi meðlæti og fyrir þá sem ekki stóðu sig í lýsisátinu gátu fengið sér hangikjöt. Viðar stóðst manndómsvígsluna með glans og var tekinn inn í fjölskylduna... :)

Þegar við komum í bæinn og vorum búin að fá okkur Vesturbæjarísinn sem við vorum búin að tala um mest alla helgina, fórum við á Powersýningu á James Bond. Asskoti skemmtileg mynd og mikið helv. er Bond alltaf flottur ! :o

c ya l8r 


SHARE:

fimmtudagur, 6. nóvember 2008

SHARE:

mánudagur, 3. nóvember 2008

Fótanuddtækið góða


Hérna má sjá gripinn ...

ykkur er öllum boðið í heimsókn til að prufa :)

SHARE:

laugardagur, 1. nóvember 2008

Just to keep it short...

-Kom frá Akureyri á föstudaginn... óskaði mér að ég hefði getað verið lengur... en því miður ekki :(
-Búin að vera að læra á Amtbókasafninu á Akureyri í vikunni... það var ótrúlega næs
-Viðar fékk í bakið og reyndi að láta vorkenna sér... hjúkkan ég er alveg hræðileg og sagði honum að það hefði enginn drepist úr þursabiti...
-Ógeðslega mikill snjór á Akureyri... alveg ótrúlegt ... og svo var -6 stiga kuldi ...
-Fór á sjóinn á duggadugg með Arnari og Viðari... ætlaði að skjóta bíbí en það var of mikið rok...
-Fór í partý með öllum nefndunum í Curator í gær of skemmti mér vel
-Vann í happdrætti í partýinu og vann Melissa fótanuddtæki sem gæti komið sér vel eftir erfiðar vaktir á slysó
- Er á næturvakt á Slysó í kvöld.... það verður stuð :)
-Er voðalega skotin í EMAMI kjólnum mínum


p.s.
myndir frá nefndarpartýinu eru bæði komnar HÉR og koma  inná Facebook aðeins seinna
SHARE:
Blog Design Created by pipdig