miðvikudagur, 28. september 2011

Skonsur

Allar þessar skonsur. Tilbúnar á 15 mínútum ! mmm
Nýbakaðar skonsur með smjöri, osti og sultu eru algert nammi...! Auðvitað má einnig setja salat á þær og allt annað álegg sem ykkur kann að detta í hug. :)

Það sem mér finnst einna best við skonsur, annað en að þær eru góðar og mjúkar, er að það tekur ENGAN tíma að útbúa þær !  Ég tók tímann (mjög óformlega) hvað ég var lengi að útbúa herlegheitin (+ myndatökur og uppstillingar) og þetta var bara korter. 
Þess vegna er hentugt að henda í skonsur þegar gestir koma og brauðið sem er í pokanum á borðinu hefur átt betri daga !  :)

Ég var búin að prufa 3 eða 4 uppskriftir af skonsum áður en ég gerði að lokum þessa. Tilraunastarfsemin snérist um það að finna BESTU uppskriftina til að deila með ykkur. 

Og viti menn ! 

besta uppskriftin fannst í uppskriftunum frá mömmu (auðvitað!).
Svona fyrir utan það að uppskriftin var súper einföld. (ekkert þeyta eggjahvítur sér rugl)Þurrefni sett í skál

blautefni sett í skálina líka  og svo hrært saman

deigsoppan á að vera ca svona þykk... og það er ALLT í lagi þó að það séu örlitlir kekkir ! 
Svo er bara að setja eina ausu á pönnuna (ég smyr pönnuna bara í  fyrstu umferðinni og það endist út deigið), velta pönnunni þannig að deigið þeki alla pönnuna og svo bíða etir að svona fallegar loftbólur myndist. (Hellan á að vera stillt á miðlungshita)


Svo er ágætt áhættuatriði að snúa skonsunni. Ég get nú ekki sagt að ég sveifli pönnunni og snúi skonsunni í loftinu. En ég nota bara pönnukökuspaða og þetta tekst svona í 95% tilfella! 
Uppskrift:
3 bollar hveiti
3 tsk lyftiduft 
2 msk sykur 
2 stk egg
1/2 tsk salt 
ca 2,5-3 bollar mjólk


Aðferð:
-Blandið saman þurrefnum og blautefnum, hrærið saman og bætið við mjólk ef þurfa þykir. (ég byrja á að setja einn bolla af mjólk og bæti svo í)
-Setjið eina ausu af deigsoppu á miðlungsheita pönnu og snúið henni við þegar loftbólur hafa myndast
-Borðið með bestu lyst ! 
-Hitið upp eða borðið kaldar daginn eftir 


Punktar:
-Það er örugglega ekki heilagt að það þurfi að nota pönnukökupönnu til þess að baka skonsur. En then again. Ef þið eigið ekki pönnukökupönnu núna þá mun ALLTAF koma að því að þið munið eignast eina. Kaupið ykkur því pönnu eða smellið henni á jólagjafalistann :) 
-Lang best er að nota pönnukökuspaða til þess að snúa skonsunum
-Ég og Viðar höfum ekki enn orðið sammála um hvað skonsur séu. Ég man reyndar ekki hvað hann kallar það sem ég kalla skonsur. En það sem hann kallar skonsur er það sem Bretar kalla Scone og er gerbrauðshnullungur borðaður með miklu smjöri og sultu. Við höfum ákveðið að vera ósammála um þetta :)SHARE:

22 ummæli

 1. Nafnlaus2:44 e.h.

  mmmmm ætla að gera svona fljótlega, kanski eru skonsurnar sem Viðar talar um mun minni og með rúsínum í. Ég man allavega að amma mín gerði alltaf svoleiðis og þær voru alltaf mjög litlar og þykkar.....en ég ætla klárlega að prófa þetta :)

  kv Íris Björk

  SvaraEyða
  Svör
  1. Nafnlaus12:47 e.h.

   Lummur kallast það sem amma þín bakaði Íris Björk ;) Kveðja, Guðrún

   Eyða
 2. Nafnlaus4:45 e.h.

  mmm lúkkar vel og ég elska allt sem tekur lítinn tíma í eldhúsinu og er gott :)

  Árún
  btw.. hvað er þinn bolli stór? þú og þínar bollauppskriftir hihi...

  SvaraEyða
 3. 1 bolli er eitt bollamál. Evrópskir bollar eru 250 ml og bandarískir 237 ml

  ég nota alltaf evrópska málið nema ég sé með mjög nákvæma bandaríska uppskrift :)

  SvaraEyða
 4. Nafnlaus3:32 f.h.

  Ragna mín. Síðan þín er snilld. Er mikið að skoða hana og nota hana hérna í útlandinu. Gerði hvítlauksbrauðið um daginn með ágætis lukku og sé fram á skonsur um helgina :) Takk takk
  Kv Magna

  SvaraEyða
 5. Nafnlaus12:59 f.h.

  I am of Western-Icelandic descent, and I think that my relatives from the Old Country called them "Lummur"(to distinguish them from ponnukokker). Sorry, I speak Icelandic (rustily) and can read and understand it, but cannot write it accurately.
  ~Lana

  SvaraEyða
  Svör
  1. Nafnlaus11:22 f.h.

   No these are not Lummur. They are sweeter and smaller in size. Usually eaten with syrup or sugar.
   These are eaten like bread, with butter, jam and cheese

   Ragna

   Eyða
  2. Já, ég held líka að Íris Björk sé að rugla saman lummum og skonsum. Skonsur eru yfirleitt ekki bakaðar sem sætabrauð, þó það sé sykur í þeim (það má reyndar minnka hann niður í næstum ekki neitt og líka nota súrmjólk með mjólkinni). Mitt uppáhald eru skonsur með smjöri og mysingi.
   En varðandi útlensku skonsurnar vs. íslenskar: Það sem við köllum skonsur er búið til úr blautdeigi (þ.e. rennandi) og kallast í Bretlandi Griddle scones. Þær eiga upptök sín - er mér sagt - í Skotlandi. Hinar sem kallaðar eru Scones eru úr þurrdeigi og einnig með lyftidufti og matarsóda - en ekki geri - eru hnoðaðar, útskornar (í geira eða með glasi) og bakaðar í ofni. Namm. Rosagóðar með sultu og þeyttum rjóma (eða clotted cream) og ómissandi í betri teveislum.
   Aftur á móti er notað ger í svo kölluð English muffins (pönnusteikt og síðan ristuð eða upphituð). Lummur eru oft kallaðar Pikelets (í Skotlandi t.d.) og geta verið sætar eða ósætar. Svona er nú þetta.
   Hvernig veit ég? Ég á breska tengdamömmu, bjó um tíma í Bretlandi, og var þá leidd í alla leyndardóma Le Cuisine d'Anglaise.

   Eyða
  3. Já, ég held líka að Íris Björk sé að rugla saman lummum og skonsum. Skonsur eru yfirleitt ekki bakaðar sem sætabrauð, þó það sé sykur í þeim (það má reyndar minnka hann niður í næstum ekki neitt og líka nota súrmjólk með mjólkinni). Mitt uppáhald eru skonsur með smjöri og mysingi.
   En varðandi útlensku skonsurnar vs. íslenskar: Það sem við köllum skonsur er búið til úr blautdeigi (þ.e. rennandi) og kallast í Bretlandi Griddle scones. Þær eiga upptök sín - er mér sagt - í Skotlandi. Hinar sem kallaðar eru Scones eru úr þurrdeigi og einnig með lyftidufti og matarsóda - en ekki geri - eru hnoðaðar, útskornar (í geira eða með glasi) og bakaðar í ofni. Namm. Rosagóðar með sultu og þeyttum rjóma (eða clotted cream) og ómissandi í betri teveislum.
   Aftur á móti er notað ger í svo kölluð English muffins (pönnusteikt og síðan ristuð eða upphituð). Lummur eru oft kallaðar Pikelets (í Skotlandi t.d.) og geta verið sætar eða ósætar. Svona er nú þetta.
   Hvernig veit ég? Ég á breska tengdamömmu, bjó um tíma í Bretlandi, og var þá leidd í alla leyndardóma Le Cuisine d'Anglaise.

   Eyða
  4. Já, ég held líka að Íris Björk sé að rugla saman lummum og skonsum. Skonsur eru yfirleitt ekki bakaðar sem sætabrauð, þó það sé sykur í þeim (það má reyndar minnka hann niður í næstum ekki neitt og líka nota súrmjólk með mjólkinni). Mitt uppáhald eru skonsur með smjöri og mysingi.
   En varðandi útlensku skonsurnar vs. íslenskar: Það sem við köllum skonsur er búið til úr blautdeigi (þ.e. rennandi) og kallast í Bretlandi Griddle scones. Þær eiga upptök sín - er mér sagt - í Skotlandi. Hinar sem kallaðar eru Scones eru úr þurrdeigi og einnig með lyftidufti og matarsóda - en ekki geri - eru hnoðaðar, útskornar (í geira eða með glasi) og bakaðar í ofni. Namm. Rosagóðar með sultu og þeyttum rjóma (eða clotted cream) og ómissandi í betri teveislum.
   Aftur á móti er notað ger í svo kölluð English muffins (pönnusteikt og síðan ristuð eða upphituð). Lummur eru oft kallaðar Pikelets (í Skotlandi t.d.) og geta verið sætar eða ósætar. Svona er nú þetta.
   Hvernig veit ég? Ég á breska tengdamömmu, bjó um tíma í Bretlandi, og var þá leidd í alla leyndardóma Le Cuisine d'Anglaise.

   Eyða
 6. BTW: takk fyrir uppskriftina!

  SvaraEyða
 7. Takk fyrir góða og einfalda uppskrift...var að útbúa svona í hádegismatinn...hrikalega gott!!!

  SvaraEyða
 8. Elsa Lára8:53 f.h.

  Hvað er talað um að þetta sé fyrir marga? Eða hvað nærðu mörgum skonsum út úr þessari uppskrift?
  Lýst vel á þetta hjá þér.

  SvaraEyða
 9. úff... Ég man það ekki.
  Eins margar og eru á síðustu myndinni ef þig langar til að telja :)

  SvaraEyða
 10. Nafnlaus9:00 f.h.

  Fínar skonskur hjá þér, frænka :)
  Guðrðún Lár

  SvaraEyða
 11. Ragnheiður1:50 e.h.

  Frábær uppskrift, takk!

  SvaraEyða
 12. Nafnlaus12:27 f.h.

  Mig langaði bara að forvitnast smá. Ég er nefnilega búin að skoða nokkrar uppskriftir á netinu og þær eru allar með annað hvort olíu eða smjörlíki. Finnurðu einhvern mun á uppskriftum með og án einhverskonar feiti? Bitnar það ekkert á skonusunum þ.e. eru þær eins mjúkar?

  SvaraEyða
 13. ertu viss um að það sé ekki nær 3 bollum af mjólkinni til að ná deiginu svona smooth eins og á myndinni hjá þér? kv. Hulda Rós

  SvaraEyða
 14. I felt in love with Skonsur, the very first time I ate it back on Iceland. I want to bake it myself now but I can't read icelandic language. May I ask you to write it down in english language for me? That would be really great!

  SvaraEyða
 15. Roy, use google translate.

  SvaraEyða
 16. Ég gerði þessar skonsur og þær eru FRÁBÆRAR. takk fyrir mig...kv.kristín

  SvaraEyða
 17. Nafnlaus4:56 f.h.

  Eg á auðvita pönnukökupönnu. Og bjó thessar skonsur fyrir dönsku vini mína. Alle var begejstrede! Takk
  Kveðja Anna

  SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig