sunnudagur, 28. september 2008

*rop* afsakið mig....

... en ég er bara ennþá södd eftir  rómantíska ferð á Brunch á VOX í hádeginu....

namm ! 


SHARE:

þriðjudagur, 23. september 2008

verkefna-stjarfi og stress...

Er búin að skoða allar kennsluáætlanir (og sumar eru 20 bls!) og skrifa niður í iCal alla þá skiladaga á verkefnum, umræðufundi, þáttöku í umræðufundum, panelumræður, tölfræði-tölvu-námskeið, verknámsverkefni, heimapróf, ritrýniverkefni og margt fleira. 

þið þarna sem ég laug að ég væri næstum komin í frí eftir 10. október og fram að prófum... haha... þarna laug ég sko að ykkur ! :) 

skipulagið er orðið svo gríðarlegt að það er engin leið fyrir mig að halda planinu en sjáum til, þetta hefst sjálfsagt með smá sjálfsaga.

Gigt í fyrramálið og síðan slysó annað kvöld. gott að Viðar er að koma á föstudaginn svo að ég get fengið smá  dekur eftir vinnuvikuna :) 


SHARE:

mánudagur, 22. september 2008

mánudagur...

flogin heim frá akureyri, lenti rétt rúmlega 10 í morgun og fór í skúlen. 
Hefði nú kannski helst óskað þess að hafa bara ekkert farið norður en ég sé ekki fram á ákvarðanir annarra fyrirfram og sérstaklega ekki hjá þeim sem ég hef ekki nokkur völd yfir. 
böggandi samt að ákvarðanir annarra geti haft svona mikil áhrif á mig... bara ef þið vissuð hvað ég get orðið leið yfir því :(

ferðin var kannski ekki 100% waste of time... Ég fór víst í 30 ára afmæli hjá Önnu og set inn myndir af því seinna, svo eldaði Viðar (já þetta er komið á veraldarvefinn) svaka pastarétt og hvítlauksbrauð og det hele  ! sá getur sko verið stolltur :) 

mikið að gera í vikunni...

verknámið á B7 hefst á morgun og verð svo að vinna á slysó á miðvikudag og fimmtudag. Sem betur fer er ég í verknáminu í fossvogi svo að ég ætti að geta mætt á réttum tíma í vinnuna og vinna tvöfalt á mið og fim. Af fenginni reynslu ´þa er það alger DAUÐI á meðan maður er í verknámi því að einbeitingin er þarf alveg að vera 100% allan daginn í verknáminu því að þar er verið að prufa okkur og láta okkur læra nýja hluti. Ekki skánar það að vera ennþá í aðlögun á slysó :) en henni líkur á fimmtudaginn svo að eftir það er ég on my own ! :) 4 vaktir í aðlögun ? er það ekki nóg ? haha

Nýjustu fréttir er að ég seldi mig á föstudaginn... salan hefur formlega farið fram og kostaði ég 2 árskort í baðhúsinu sem gerir 91 þúsund krónur í sparnað fyrir mig og í staðinn fá þau að eiga mig og minn árangur með húð og hári í svipaðan tíma. 
Ég skal segja ykkur meira þegar myndirnar og greinin verður tilbúið. 

vei vei :) 

fínt fyrir fátækan námsmann sem eyðir of miklu í gagnslausa flugmiða :) 


SHARE:

sunnudagur, 21. september 2008

totally alone...

Er á akureyri, ein, bíllaus, matarlaus (nema að ég borði jógúrt í máltíð nr 2) og það er ógeðslegt veður úti... ég ekki einu sinni með almennilegan jakka.
skil nú eiginlega ekki hvað ég var að gera hingað in the first place.
SHARE:

miðvikudagur, 17. september 2008

2 dagar...

í þessari viku hafa farið í algert rugl... ég hef gert hluti sem ég hefði ekki átt að gera og ekki gert hluti sem ég hefði betur átt að gera...

I'm a total mess
SHARE:

mánudagur, 15. september 2008

að verða upp dressuð...

Fann LOKSINS síðar leggins í dag... sem detta ekki niðrum mig í 12. skrefinu niður tröppurnar á leiðinni út úr íbúðinni, er hætt að setja almennilegar teygjur á föt ? Ég fann líka alveg bráðmyndarlega síða/þunna peysu... þá aðra í röðinni á ekki viku. Ég er bara alveg  bit yfir árangrinum í skólafatakaupum. 
Nýja loftræstingin sem loksins er komin í skólann eftir mikla baráttu fyrir að fá loftræstingu í stofur með 90 manns 5 tíma á dag, er aðeins að drepa okkur. Skv Sæla húsverði þá er víst ekki alveg búið að full stilla hana og hún heldur okkur köldum á meðan. Flottar grifflur og kósý peysur eru semsagt mál málanna þessa dagana, sem og kaffi hjá Ágústu (sem hefur annað hvort skánað síðan í fyrra eða að allt spítalakaffið í sumar hafi kennt okkur að meta betur það sem við höfum). Flest erum við annað hvort vel á veg komin með 1. kaffikort skólaársins eða búin að kaupa annað. Það segir allt um syfjustigið sem við göngum í gegnum á morgnana, sérstaklega þegar Rúnar tölfræði-/félagsfræði-/aðferðafræðikennari kennir okkur 4 tíma í röð og talar um zeta-gildi og úrtaksfræði... (not my thing UH HUH!) eða kannski er það kuldinn sem lætur okkur drekka allt þetta kaffi...?

spennandi fundur sem ég fer á á miðvikudaginn... að honum loknum er ég hrædd um að ég þurfi að taka ákvörðun um hvort ég ætli að selja mig eða ekki... :) í óeiginlegri merkingu 


SHARE:

sunnudagur, 14. september 2008

Helgin búin...

vá, hún líður alltaf svo hratt :/

Helgin var annars tekin með þónokkrum rólegheitum og dálitlum plönum.
Viðar kom á föstudaginn eftir að hafa keyrt eins og skaldbaka að norðan (eða amk mér fannst tíminn líða ansi hægt)

Eldaði svo pizzu í pizzaofninum og pizzan hans Viðars var bara betri (svei-mér-þá)... :) hann er ráðinn í djobbið
Ég var búin að baka svakalega súkkulaðiköku sem við höfðum svo ekki pláss í svo að hún beið fram á laugardaginn.

Á laugardaginn var ég með smá óvænt planað... Byrjaði á að prufa svoldið nýtt sem er ÞETTA .
Þetta er smurt brauð, með beikoni og rifinni skinku í botninum, bakað í smá tíma í ofni, síðan er egg brotið ofan í brauð-bollann og smá rjóma hellt yfir + salt og pipar. setti þetta í soufflé-mót en það er líka hægt að muffins-kökuform. 
um Kvöldið komuLóa og Bjarni með okkur á double-date og við borðuðum á Madonnu og ég bauð svo öllum í Þjóðleikhúsið að sjá Ástin er diskó, lífið er pönk. Eldhresst leikrit og tilvalið að fara til að skemmta sér á laugardegi :)

í dag var formleg skírn Edvards Þórs og var hún haldin í Fella- og Hólakirkju. haha... þið sem voruð í Víkurskóla-barnakórnum kannist örugglega við nafnið. Þarna var nefnilega kórdiskurinn okkar frægi tekinn upp á einhverjum dögum árið nítján-hundruð og snemma... 

old memories....

við horfðum svo mest megnis á klukkuna eftir að skírnarveislunni var lokið og við vorum búin að fara í kringluna. Klukkufjandinn gekk allt of hratt og áður en við vissum af var klukkan orðin það margt að það var kominn tími á að Viðar færi út á flugvöll...

Vildi bara að ég gæti farið þangað næstu helgi... 



SHARE:

fimmtudagur, 11. september 2008

Stuð..

I love whitewine :)


get ekkert bloggað meir um hvað planið er um helgina þó að það sé hellings...
ég get ekkert bloggað um helgina af því að það á eitthvað af því að koma á óvart... ;) tjah, ef ekki flest allt... nema skírnin :)
SHARE:

miðvikudagur, 10. september 2008

óóóó

Var að fatta að það er landsleikur í kvöld og ég er að vinna á slysó...
kannski ég hitti einhverja myndarlega skota í skotapilsum þar :p

fer kannski eftir hver vinnur?
SHARE:

bloggedíblogg

Það hefur sko verið alveg RUGL mikið að gera í þessari viku í verkefna vinnu, heima prófum og dead-lineum.
Ég ætla samt bara að henda inn nokkrum orðum.

Fór austur um síðustu helgi og lét mér ekki nægja að fara til Víkur heldur fór ég þaðan með pabba og jobba litla í sveitina að Hunkubökkum þar sem réttir voru haldnar. Ég var auðvitað búin að panta mér prinsessuherbergið hjá ömmu á afa á meðan mamma og pabbi voru í fellihýsinu og þráinn og Karen í tjaldi. það var síðan legið í öllum rúmum á öllum bæjum og þar á meðal var ferðaþjónustan full.
Á laugardaginn var síðan réttardagur í rosalega góðu veðri og svei mér þá, fólkið næstum jafn margt og kindurnar inní hringnum.
Ég lét mig nú hafa það að draga nokkrar kindur og það er bara drullu erfitt! sérstaklega þegar mamma lætur mann alltaf draga stórar þrjóskar kindur og ofvirk lömb sem eru án handfanga (kollóttar) Þessar sem svo eru með handföngum skilja eftir fallega marbletti á lærunum sem ég skarta stolt núna :)

um kvöldið var svo farið á leiðinlegasta réttarball sem ég hef farið á á ævinni, var líka drulluslöpp með massíva hálsbólgu, kvef, hausverk og svima og fór heim fyrir 2 og ekki einu sinni almennilega ölvuð! :)

annars hefur vikan farið í heimalærdóm og á eftir að vera þannig.
Viðar kemur á föstudaginn og er margt planað, þ.á.m. skírn hjá bróður hans, barnið er löngu nefnt svo að spennan er ekki jafn gríðarleg, nema jú fyrir kræsingunum :)

myndir frá Réttum eru hér
SHARE:

föstudagur, 5. september 2008

Réttir

það er komið að þessu árlega... Fara austur í réttir. Leiðinlegast við þetta allt saman er hve mikið af dóti maður þarf að taka með sér. Réttarföt, hlý föt, spariföt, skóladót, tölvuna, náttföt, venjuleg föt... Taskan verður ekki létt.

Kannski að ég kíki svo á réttarball með hinum unglingunum... c til
SHARE:

þriðjudagur, 2. september 2008

HEIMSKA BELJAN ÞÍN!

loksins fann ég auglýsinguna sem ég hlæ alltaf jafn mikið af á Discovery Channel og er búin að reyna að leika (mis vel) eftir og útskýra fyrir fólki :D 


kommentiði :D
SHARE:

sjúbb sjúbb sjarrei...

stundaði merkilega iðju í dag... frá 11-12.20  stóð ég í hjúkkufötum á háskólatorginu og kynnti Curator, félag hjúkrunarfræðinema, frá 12.20 - 12.40 söng ég með kvennakór háskólans á torginu... á tónleikum til að kynna kórinn... fun.

ég fór nú samt úr búningnum fyrst...

eftir gjörsamlega gangslausa ferð í kringluna (þessi var þá númer 4 í röðinni)  fór ég með bílinn minn í skoðun sem hann stóðst villulaust (fyrir utan bilað bakkljós í nýju ljósunum sem ég fékk um daginn af einum varabílnum)  annars fékk hann toppeinkunn (miðað við bíl sem hefur verið keyrður 274 þúsund kílómetra og er árgerð '93) hann er nú líka toppeintak ! :) með topp ökumanni... uh ég hætti hér bara :)

eftir topp-ferðina í skoðun (ok ok ég er hætt) fór ég heim, aðeins að lesa og bjó svo til uppskrift... notaði 2 uppskriftir til hliðsjónar og breytti, bætti og sleppti hlutum úr og gerði hollar - epla og haframuffins með rúsínum og pecanhnetum


jummí ! 

er búin að smakka þær heitar og smakka þær kaldar síðar...
heita útgáfan lofar góðu :)

bíó kl 17.45 að sjá Sveitabrúðkaup með leikarana sem veita viðtal fyrir og eftir mynd... stuð

SHARE:
Blog Design Created by pipdig