Já, ég ætla að vera svo kræf að segja að þetta sé besta túnfisksalat sem þið hafið smakkað.
Það er svo ljúffengt að fólk sem heldur því fram að það borði ekki túnfisk og hvað þá niðursoðinn túnfisk í túnfisksalati hefur skipt um skoðun eftir að hafa smakkað þetta! 😀
Ég hef gert þetta túnfisksalat svo vandræðalega oft að það er skrítið að ég hafi aldrei komið því verk að setja uppskriftina hér inn.
Raunar er ein túnfisksalatsuppskrift hér nú þegar en hún er allt öðruvísi og meira til þess að henda einhverju saman með nánast engri fyrirhöfn.
Þetta túnfisksalat er öðruvísi en öll önnur að því leitinu til að hér er ekkert majónes og í staðinn fyrir það er notaður sýrður rjómi og kotasæla.
Uppskrift:
3 egg
1 dós túnfiskur í vatni
1/2 rauðlaukur (eða 1 skarlottulaukur)
1 dós sýrður rjómi (% tala skiptir ekki máli)
1 lítil dós kotasæla (ef maður á stóra kotasæludós þá notar maður tómu dósina af sýrða rjómanum til að mæla magnið, eins og ég gerði hér sjá mynd)
Krydd:
hér gilda engar mælieiningar nema smekkur hvers og eins
Karrý
Laukduft
hvítlauksduft
Aromat
(stundum set ég líka lawry's og/eða paprikukrydd)
Innihaldsefnin |
Aðferð:
-Sjóðið 3 egg og kælið, skerið í smáa bita
-Skerið laukinn, mjög smátt. (myndband hvernig það er gert er hér)
-Hellið vatninu af túnfisknum og brjótið hann upp í smáa bita
-ATH mikilvægt: Kryddið þetta saman áður en sósan fer útí.
-Blandið kotasælu og sýrðum rjóma saman við og hrærið saman.
Setjið egg, rauðlauk og túnfisk saman í skál |
Kryddið blönduna áður en sósunum er blandað útí |
Hrærið vel saman kotasælu og sýrðum rjóma |
psst. TUC kexið sem er með salt og pipar er fullkomin pörun með þessu salati |