Hentar einstaklega vel með hamborgurum og kjúklingavængjum, til dæmis þessum hérna :)
Uppskrift
1/2 dós 36% sýrður rjómi
1 dl majónes
1 msk ferskur sítrónusafi
3 msk mjólk
smá salt, smá pipar
1 askja gráðaostur
Aðferð
-Setjið allt í skál nema ekki setja allan gráðaostinn. Setjið aðeins um 1/3 af honum útí.
-Mixið saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél.
-Brjótið í sundur restina af gráðaostinum með fingrum þannig að hann er í litlum molum og hrærið saman við blönduna (má setja minna af gráðaostinum ef þið viljið minna)
-Saltið og piprið eftir því sem ykkur finnst best.
-Ath að þessi blanda verður betri eftir 1-2 klst í kæli.