miðvikudagur, 23. nóvember 2011

Grjónagrautur

Það eru nokkur lykilatriði sem þið þurfið að hafa í huga áður en þið  byrjið ...

-Ekki eiga minna en einn líter af mjólk áður en þið byrjið
-Best er að nota Grød Ris. Það er næstum því alger nauðsyn til að fá glansandi og þykkan graut
-Reiknið með klst í verkið... Það er eiginlega ekki hægt að flýta sér nema að brenna við 

Uppskrift (fyrir um 3)

1.5 dl grjón 
2 dl vatn 
ca 8 dl mjólk 
u.þ.b. 1/2 tsk salt 

Já, þetta er ekki meira en þetta. 

Aðferð: 
- Setjið grjónin í pott ásamt vatni og salti og sjóðið í 2-3 mínútur. Bætið svo um tæpum hálfum líter af mjólk útí. Þegar mjólkin er farin að bullsjóða, lækkið hellinua niður í 1, setjið lokið á og látið þetta malla og hrærið í af og til! Helst farið í að þrífa uppúr einhverjum skúffum í eldhúsinu eða bakið eitthvað á meðan, það er eiginlega ávísun á brenndan graut að reyna að gera eitthvað utan eldhússins á meðan :) 
Þegar þið eruð búin að gera grautinn nógu oft, þá farið þið að þrífa eitthvað eða bardúsast fyrir utan eldhúsið þar sem þið hafið orðið á tilfinningunni hvenær þarf að hræra í :)
-Þegar grauturinn er orðinn þykkur, bætið restinni af mjólkinni útí, hækkið á hitanum ef þið viljið á meðan suðan nær sér aftur á strik, lækkið aftur niður í 1 og haldið áfram þar til grauturinn er orðinn glansandi og þykkur. 

Hér á heimilinu er herð að gera grjónagraut í hádegismat á laugardögum. Eitthvað sem ég ólst upp við á mínu æskuheimili í Vík. Núna þegar ég held mitt heimili geri ég þessa uppskrift fjórfalda og á þá graut fyrir reddingar í kvöldmat út vikuna. Krakkarnir elska grjónagraut! 


Ath
-ég nota oftast nýmjólk  af því að ég á yfirleitt ekkert annað heima. Léttmjólk er einnig í lagi
-Það er mismunandi hve þykkan graut þið eruð vön að borða... minn grautur er mjög þykkur
-Ég set of vanilluextract útí í lokin - leynitrikkið ☺️
-Alls ekki gleyma að salta grautinn 


Borðist með kanilsykri, rúsínum og rjóma/mjólk
(mér finnst einnig krækiberjasaft útá vera algert uppáhald)

SHARE:

7 ummæli

 1. Nafnlaus4:09 e.h.

  Það er æði að gera hann úr nýmjólk og mér finnst möst að setja vanillustöng eða vanilludropa útí :)
  Kveðja,
  Helga Reynis.

  SvaraEyða
 2. Ef ég hef þeytt of mikinn rjóma þá set ég rest í frysti og nýti síðan í mjólkurgrautinn. Kv. Margret

  SvaraEyða
 3. Nafnlaus5:03 e.h.

  Ég set oftast hunang útí, finnst það rosa gott :) Kv. Arndís

  SvaraEyða
 4. Nafnlaus3:33 e.h.

  Eg set ekkert

  SvaraEyða
 5. Hellinua? Ætti þetta að vera helluna?

  SvaraEyða
  Svör
  1. Nafnlaus6:39 e.h.

   væntanlega gerpið þitt

   Eyða
 6. Nafnlaus6:06 e.h.

  Hversu mikið vanillu exstract seturðu?

  SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig