þriðjudagur, 12. september 2023

Sítrónuformkaka


Við vorum svo lukkuleg að fá 3 sítrónur af sítrónutrénu okkar núna í lok sumars. 










Krakkarnir vildu ólm gera sítrónuköku svo við gerðum eina slíka. 

Ég deili hér uppskriftinni með ykkur og hvet ykkur til að fá börnin á heimilinu til að taka þátt í bakstri. Þessi kaka er frábær fyrir unga bakstursofurhuga þar sem það þarf einföld mælitæki (desílítramál, teskeiðar og matskeiðar) og þau fá að spreyta sig í að brjóta egg sem er alltaf spennandi áhættuatriði. 


Uppskrift

fyrir eitt form 


Kaka
2 egg 
2 dl sykur 
1 dl olía 
2 dl súrmjólk 
2 tsk lyftiduft 
2 msk sítrónusafi 
2 msk rifinn sítrónubörkur 
2 dl hveiti 
2 dropar af gulum matarlit

Glassúr 
3 dl flórsykur 
2 msk sítrónusafi 
vatn eftir þörfum
(Ath, það er nauðsynlegt að hafa þetta krem eins þykkt og hægt er) 


Aðferð 

-Stillið ofninn á 180°C og blástur 
-Hrærið saman olíu, eggi, sykri, sítrónusafa og súrmjólk
-Bætið saman við rifnum sítrónuberki, hveiti og lyftidufti, endið með að setja smá matarlit til að kakan verði gul.
-Setjið í smurt formkokuform.
-Baki í um 50 mínútur í miðjum ofni á blæstri eða þar til prjónn sem stungið er miðja kökuna kemur hreinn út (það fer aðeins eftir hve langt formið er, hve lengi það þarf að baka kökuna) 
-Látið kökuna kólna
-gerið glassúrinn og setjið hann með skeið yfir toppinn á kökunni, glassúrinn fletur sig sjálfur út og mun leka aðeins niður kökuna. 




SHARE:

mánudagur, 9. nóvember 2020

Muffins með eplum

Mjúkar, bragðgóðar, einfaldar muffins. 

Fuuuuullkomnar fyrir þetta haust/vetrarveður sem læðist núna að okkur. 

Psst. Það næstbesta við þær (fyrir utan hve gómsætar, mjúkar og dásamlegar þær eru....) er að það þarf 2 skálar og eina sleif til að setja þetta allt saman. Engan handþeytara eða hrærivél frekar en þið viljið. 


Uppskrift:

Gerir 24 stórar muffins 


790 gr hveiti 
360 gr púðursykur 
1 tsk salt 
1 tsk matarsódi 
5 tsk lyftiduft 
400 gr grófbrytjuð epli 
500 ml súrmjólk
250 ml matarolía 
2 egg 
4 tsk vanillu extract (eða vanilludropar)

Krem: 

Flórsykur 
Mjólk 
Vanilludropar eða karamellubragðefni 
(magn af kremi ræðst af því hve mikið þið viljið setja á hverja muffins) 
-Ég notaði 2 bolla af flórsykri og hrærði hann út með mjólk þar til kremið var komið vel saman en þó frekar stíft. 

Aðferð: 

  • Setjið öll þurrefni saman í skál og blandið saman
  • Setjið öll blautefni saman í skál og blandið saman
  • Blandið öllu úr báðum skálum saman. Bara samt svo að það sé orðið vel blandað en ekki hræra lengur en það. Hér má nota vissulega nota hrærivél en þess þarf ekki. 
  • Grófbrytjið 4-5 epli og blandið saman við. 
  • Raðið muffinspappírsformum í muffinsbakka (nauðsynlegt) og bakið í ofni á 2 hæðum, á blæstri við 180°C í 25 mínútur 

Öll þurrefni sett í eina skál, öllum vökva blandað saman í eina skál


Öllu blandað saman 


Eplabitum blandað samanvið 


Sett í muffinsform og má fylla vel upp í topp. 



SHARE:

þriðjudagur, 19. maí 2020

Bananakaka á hvolfi með karamellu

Þessi kaka er himnesk. Stökkar hliðarnar eftir að smjörið bubblar á meðan hún bakast, mjúk og safarík karamellan sem umlykur safaríka bananana og svo ís til að toppa þetta allt er svolítið eins og himnaríki í köku verð ég að segja. 

Fyrir utan hve góð hún er þá tekur lítinn sem engan tíma að undirbúa hana þar sem öll innihaldsefnin hrærast saman í einni skál með sleif og svo er hún bökuð í hverskonar formi sem ykkur kann að láta ykkur detta í hug. 

Þó svo að ég notist hér við formkökuform þá má vissulega nota eldfast mót, lítið kringlótt form eða jafnvel baka þessa köku í pönnu sem má fara í ofn. 
Hún mun hvort sem er hvolfast á annan disk þegar hún er bökuð svo að formið sem hún bakast er aukaatriði. 



Uppskrift 

100 gr smjör, brætt
100 gr púðursykur 
2-3 bananar 

170 gr hveiti 
135 gr sykur 
1/2 tsk salt 
2 tsk lyftiduft 
1 tsk kanill 
3 msk matarolía
1 egg
1 tsk vanilluextract / dropar 
180 ml mjólk


Aðferð

-Bræðið smjör og blandið púðursykur saman við. Hellið í botninn á formkökuformi (það þarf ekki að smyrja formið áður
-Skerið bananana langsum í sneiðar og leggið yfir blönduna 
-Blandið restinni af innihaldsefnum saman í skál og hrærið með sleif þar til allt er vel blandað saman
-Hellið varlega yfir banana og bakið í 180°C heitum ofni á blæstri í 35 mínútur eða þar til kakan er karamellubrún að ofan
-Látið kökuna standa á borði í 15 mínútur eftir að hún kemur úr ofninum og hvolfið henni svo á disk.
-Borin fram volg með rjóma eða ís 

Setjið smjör og púðursykur saman í skál
Smjör og púðursykur sett saman í skál 
Smjör- og púðursykursblöndunni helt í botninn á forminu og bönunum raðað ofaná í botninn 

Þurrefnum, olíu, eggi og mjólk blandað saman í skál með sleif og svo helt yfir 

Þegar kakan hefur kólnað í 15 mínútur eftir að hún kemur úr ofninum er henni hvolft á platta eða disk svo að bananarnir sem voru í botninum séu nú efstir. 

ATH 

-Það er hægt að skipta út banönum í staðinn fyrir ananas, epli eða perur að vild. 
-Það má sleppa vanillu eða kanil ef þið eigið það ekki til 
-Rjómi er alveg jafn tilvalinn og ís 
-Ég setti Saltkaramellusósu frá Skúbb yfir ísinn.



Volg karamellu-kaka með banana og ís

SHARE:

sunnudagur, 10. maí 2020

Hnetusmjörskökur með súkkulaðiperlum


Mig gæti hafa langað til að kalla þetta smákökur en þetta eru alls engar smákökur :) 
þetta eru stórir, djúsí, seigir, sætir hlemmar með stökkri skorpu. Já, alls engar smákökur ;) 

Vissulega mætti gera kökurnar minni, það er lítið mál og þarf þá bara að styttta bökunartíma í samræmi við það. 

Hugmyndin er samt hinsvegar að þetta séu kökur sem svipar til stóru djúsí kakanna á kaffihúsum og það er þess vegna engin tilviljun að þessar kökur bragðist dásamlega með heitum kaffibolla, kakóbolla eða stóru glasi af mjólk! :) 

Það er ótrúlega margt gott sem byrjar á smjöri og sykri ;) 

Og fátt sem verður ekki aðeins betra með smá hnetusmjöri 




Hér gerast töfrarnir með smá súkkulaði í sykurskel :) 



Risa kökur, mjúk og seig miðja... namm 






Uppskrift 

Gerir 18 stórar kökur 

(ath að einn bolli er 250 ml) 

1 bolli púðursykur 
1/2 bolli sykur 
220 gr lint smjör  
2 egg 
1 bolli hnetusmjör 
2 tsk vanillu extract/vanilludropar 
2.5 bollar hafrar 
1.5 bollar hveiti 
1/2 tsk salt 
t tsk matarsódi
2 pokar Nóa Síríus súkkulaðiperlur/2 bollar M&M eða Smarties 

Aðferð

-Þeytið saman púðursykur, sykur og smjör með handþeytara eða í hrærivél þar til blandan lýsist aðeins 
-Bætið við eggjunum einu og einu við og þeytið aðeins á milli (þarf ekki að þeyta mikið) 
-Hrærið hnetusmjöri og vanilluextraxt saman við svo það sé alveg blandað samanvið
-Hrærið þurrefnunum samanvið þar til blandað og að lokum bætið þið við súkkulaðiperlunum (rétt svo að það blandist saman) 
-Setjið deigið á bökunarpappírsklæddar plötur með 2 skeiðum, miðið við golfkúlu að stærð og setjið ekki fleiri en 6 kökur á hverja plötu þar sem þær renna mikið út. 
-Bakið við 180°C gráður í 15-18 mínútur á blæstri. Ath að kökurnar geta virst vera hráar þegar þið takið þær út en þær munu setjast og verða tilbúnar þegar þær kólna. Reynið þó að miða við að brúnirnar hafi tekið karamellulit. 
-stráið smá sjávarsalti yfir þegar þær koma úr ofninum 


Ath:
-Þetta er stór uppskrift, kökurnar geymast samt vel í lokuðu boxi í allt að 4-5 daga.
-Það er auðvelt að helminga þessa uppskrift. Endilega gerið það ef þið viljið ekki alveg 18 stk af stórum kökum :) 
-Þó það sé eflaust freistandi að borða þessar kökur volgar þá eru þær bestar þegar þær hafa kólnað aðeins. 
-psst. það þarf alls ekki salt yfir þegar þær koma út. 
-Það er hægt að nota grófsaxað súkkulaði í staðinn fyrir súkkulaðiperlurnar 





SHARE:

laugardagur, 28. mars 2020

Skúffukaka - mjúk skúffukaka

Alveg dásamlega dökk, alltaf mjúk, hverfur á methraða :) 

Þessa köku þarft lágmarks búnað til að útbúa, bara skál, sleif og skúffukökuform, tilbúin í ofninn á 10 mínútum og komin út úr ofninum eftir 25 mínútur. Snöggbökuð þegar gesti ber að garði eða þegar strax-veikin nær yfirhöndinni (#langaríkökustrax-veikin).

Ath, ég hef notað jarðaberjajógúrt og karamellusúrmjólk án teljandi vandræða þegar ég hef ekki átt til súrmjólk ;)
Öll þurrefnin í skál

Öllum blautefnum bætt við 

Smyrja mót, 

Formið sem ég nota er úr IKEA 


Uppskrift:

250 gr hveiti
75 gr kakó
2 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
300 gr púðursykur
2 egg
100 ml matarolía
250 ml súrmjólk
200 ml uppáhelt kaffi (látið kólna smá)
1 tsk vanilluextract/vanilludropar

Aðferð: 

-Hveiti, kakó, lyftiduft, matarsódi og salt sigtað saman í skál
-Hrærið púðursykur samanvið
-Bætið við eggjum, matarolíu, súrmjólk, kaffi og vanilludropum með sleif
-Setjið í smurt skúffukökuform (ef þið ætlið að nota ofnskúffu gerið þá eina og hálfa uppskrift).
-Bakið við 180°C í 25 mínútur á blæstri.


Krem:

Annað hvort gerið þið glassúr úr vatni, flórsykri, vanilluextraxt og kakó eða kremið sem ég geri vanalega sem er:

350 gr flórsykur
30-45 gr kakó
70 gr brætt smjör
1 tsk vanulluextract/dropar
1 egg
1-2 msk heit vatn ef þið þurfið að þynna kremið

Hrærið saman með písk





Enjoy


SHARE:

sunnudagur, 8. mars 2020

Snúðahringur með jarðaberja- og möndlufyllingu

Dásamlega mjúkur hringur með ferskum jarðaberjum og möndlufyllingu.
Skemmtileg tilbreyting frá snúðum þó svo að það sé vissulega hægt að gera venjulega snúða úr þessari uppskrift.


Sunnudagur, sól og gott veður.... Þá langar mig oft að gera eitthvað gott og ferskt með kaffinu
Í dag var þannig dagur 
















Deig
500 gr hveiti
50 gr sykur
1 pakki ger
1 egg
240 gr mjólk
55 gr  mjúkt smjör

Fylling
155 gr jarðarber
25 gr sykur
1,5 tsk möndludropar frá Kötlu
40 gr smjör
130 gr jarðaberjasulta
40 gr brætt smjör

Glassúr
20 gr smjör (brætt)
25 gr jarðaberjasulta
30 gr mjólk
1/2 tsk möndludropar frá Kötlu
160 gr flórsykur
(ef vill, örlítill bleikur matarlitur)
möndluflögur til skreytingar

Aðferð:
-Setjið öll þurrefnin saman í hrærivélaskál, hitið mjólkina svo hún sé volg og setjið hana ásamt eggi og mjúku smjörinu og hnoðið deigið saman á miðlungs hraða í 5-8 mínútur.
-Látið deigið lyfta sér í 40 mín
-Á meðan deigið lyftir sér, gerið þá fyllinguna með því að saxa niður jarðarber og hræra saman við þau 25 gr sykur og 1,5 tsk möndludropa
-Þegar deigið hefur lyft sér er það flatt út í ferhyrning á hveitistráðu borði. Því næst er það penslað með bræddu smjöri (restina af smjörinu notið þið þegar hringurinn er kominn útúr ofninum svo ekki henda afganginum).
-Hellið safanum af jarðarberjunum útí jarðaberjasultuna og hrærið vel saman. Smyrjið þeirri blöndu yfir smjörið (skiljið eftir auða brún), raðið svo jarðaberjabitunum jafnt yfir sultuna
-Rúllið deiginu upp frá langhliðinni eins og þegar snúðar eru gerðir
-Skerið lengjuna í helminga, langsum með lengjunni með beittum hníf, vefjið endunum saman út frá miðjunni og festið saman þannig að snúningurinn myndi hring.
-Látið hefast í 20 mínútur og bakið svo við 180°C  (blástur) í 40 mínútur eða þar til orðið karamellubrúnt
-Leyfið að kólna áður en glassúrinn er settur á, penslið yfir restinni af smjörinu á meðan hringurinn er heitur.
-Glassúrinn er gerður á þann hátt að öllu er blandað saman í skál og hrært saman. Sett yfir með skeið og hve mikið fer alveg eftir hvað hverjum einum finnst vera hæfilegt magn af glassúr :)

Öllu blandað saman í hrærivélaskál og svo unnið saman á hægum hraða í 5-8 mínútur
Deigið látið hefast í 40 mínútur 
40 míntútum síðar, búið að tvöfaldast

Flatt út og penslað með smjöri 
Smyrjið jarðaberjafyllingunni
Rúllið upp eins og þegar gerðir eru snúðar
Skerið deigið í gegn langsum og snúið endunum saman, vinnið út frá miðjunni 
Mótið deigið í hring á pappírsklæddri plötu
Það er næstum því freistandi að fá sér sneið áður en þetta er bakað :) 
Glassúr



Enjoy
xxx
SHARE:

miðvikudagur, 4. desember 2019

Piparkökur



Síðastliðin 8 eða 9 ár hef ég verið að leita að hinni fullkomnu piparkökuuppskrift og þar að leiðandi prufað nýja uppskrift á hverju ári og aldrei verið fullkomnlega ánægð með útkomuna.

Ég vil stökkar, bragðmiklar piparkökur með smá sýrópskeim, svona svoldið eins og sænsku piparkökurnar í rauðu boxunum.

Eftir mikla leit einn morguninn fann ég uppskrift sem var öðruvísi en allar þær sem ég hef áður gert og ákvað því að gera hana í dag með fjölskyldunni.







Uppskrift 
gerir um 35-50 kökur 

150 gr smjör
3/4 dl sýróp
2 dl sykur
1 tsk kanill
1 tsk engiferduft
1 tsk negull
2 egg
1 tsk matarsódi
8-9 dl hveiti

Aðferð 
- Smjör, sýróp, sykur, kanill, engifer og negull sett saman í pott, suðan látin koma upp og látið malla við lágan hita í 3 mínútur.
-Látið blönduna kólna niður í herbergishita
-Hrærið eggjum saman við útí pottinn
-Hrærið 5 dl af hveiti og matarsóda samanvið útí pottinn og hrærið með sleif
-Bætið við restinni af hveitinu útí, hvolfið úr pottinum á borð og hnoðið saman þar til  deigið er orðið samfellt og loðir  vel saman án þess að klístrast við hendur. Ath að það er tiltölulega lint.
-Setjið inní kæli í amk 2 klst, helst yfir nótt og það geymist í nokkra daga í kæli
-Takið kalt útúr kæli og fletjið út á hveitistráðu borði. Reynið að fletja það þunnt út
-Skerið kökurnar út, færið á smjörpappírsklædda plötu og bakið við 180°C blæstri þar til þær eru farnar að taka aðeins lit.
-Látið kólna

Þessar piparkökur eru afskaplega góðar einar og sér en ef það á að skreyta þær/mála þá mæli ég alltaf með því að gera royal icing-glassúr sem í rauninni er bara flórsykur og eggjahvíta í stað þess að setja bara vatn útí flórsykurinn.
 Ef maður gerir svona blöndu þá verða piparkökurnar ekki mjúkar með tímanum heldur halda áfram að vera stökkar. Einnig er liturinn mun sterkari þegar búið er að setja matarlit útí þennan glassúr.

Árdís Rúna var ansi lunkin með sprautupokann 

Aldrei fallegustu kökurnar en samt klárlega þær bestu þegar allir hafa setið saman og skreytt :) 


Uppskrift aðlöguð frá http://klingskitchen.se/ 



SHARE:

föstudagur, 22. nóvember 2019

Skinkuhorn





Ég get lofað ykkur að þetta eru mýkstu skinkuhorn sem þið munuð nokkurn tíman smakka. Tvöföld hefun gerir extra trikkið og salt ofaná í lokin er punkturinn yfir i-ið.


Skinkuhornin er tilvalið að gera og geyma í frysti fyrir skólanesti eða til að eiga og grípa í. 


Uppskrift:
gerir 36 stk 

2 dl volgt vatn
1 bréf þurrger
1 tsk sykur

1 tsk salt
2 msk olía
6 dl hveiti

Fylling
hálf askja skinkusmurostur 
6-8 sneiðar af reyktri skinku 
1 hvítlauksgeiri (lítill) 
smá svartur pipar 
ítalskt krydd 

Aðferð:-Setjið volgt vatn, ger og sykur í skál og látið standa í 10 mín eða þar til gerið fer aðeins að freyða. Bætið restinni af innihaldsefnum saman við og hnoðið þar til deigið er slétt. Ég mæli með að gera það með deigkrók í hrærivél og hnoða það í 5 mínútur á litlum hraða.
-Látið deigið lyfta sér í 40 mínútur undir viskastykki á borði.-Sláið deigið niður, skiptið því í 6 búta, fletjið út í hring sem er svipað og pizzabotn á þykkt og skerið með pizzaskera í 6 geira. -Setjið fyllingu á miðja kökuna, nær breiðari kanntinum á geiranum. Bleytið breiða kanntinn og spíssinn með vatni (ég nota bara fingurnar í þetta) og rúllið í átt að mjórri endanum. Gætið að snúa saman endunum svo að lítið af fyllingunni leki út.
-látið hornin standa á borði í 30 mínútur svo þau lyfti sér aftur. 
-Penslið yfir hornin með matarolíu og setjið flögusalt yfir þau. 
-Bakið við 200°C á blæstri í um það bil 10 mínútur eða þar til hornin verði létt brún. 


Gerið og sykur sett útí vatnið og látið freyða 

Bætt útí hveitið, olíu og salti 

Hnoðað í 5 mínútur þar til deigið er slétt og fínt 

látið lyfta sér í 40-60 mínútur

Fyllingin sett saman 

Það er mjög gott að hafa aðstoðarmann sem fylgist vel með hvort deigið sé ekki að lyfta sér 

"mamma það er alveg orðið mjög stórt" 

Deiginu skipt í 6 jafnstórar kúlur 

Flatt út á hveitistráðu borði í hring 

Skorið í 6 geira með pizzaskera, lítið af fyllingu sett á breiðari endann og vatni penslað á endann og spíssinn

rúllað saman frá breiðari enda að þeim mjórri 

Snúið upp á endana og horn mótað 

Látið lyfta sér í 30 mínútur í viðbót, penslað með olíu og salti stráð yfir. 

Enjoy :)


SHARE:
Blog Design Created by pipdig