fimmtudagur, 27. september 2007

HELGIN ..

NÁLGAST !!

var ég búin að segja ykkur hvað ég er að fara að gera um helgina ?
ha ? ha? ha? ha? ha?

Ég er að fara í sumarbústað upp að Eystri-Ásum með Rósunum mínum... Hildi, Þorbjörgu, Þurý, Hrönn og Mattý, því miður vantar 7. rósina og það er Hugborg sem er að fara í stórt próf eftir helgi...
-Við eigum allar eftir að sakna þín...

Sumarbústaðurinn verður sjálfsagt ólýsanlega skemmtilegur ...
ætlum t.d. að :
fara í göngu, stýrðri af Rögnu ofvirku
oft oft oft í pottinn
grila.. allavegana tvisvar
Þorbjörg ætlar að baka brauð :)
spila um farandstokkinn
syngja saman
kjafta saman
drekka saman
gera margt af okkur sem ekki verður sýnt á síðunni minni


djísus ég hlakka til !
SHARE:

one of those days...

sem ekkert virðist ætla að ganga upp...
(ath, dagurinn í gær semsagt... :) )

A. Mætti í skólann kl 8 í fjórfaldan lyfjafræðitíma... enginn kennari kom... Hvar ætli þeir troði á mann aukatíma af því að kennarinn gleymdi að mæta?
B. Týndi hleðslutækinu fyrir tölvuna... það varð valdur að 3 aukaferðum fram og til baka að heiman og upp í skóla til að leita að því. Að lokum fannst það (það gekk þó upp að lokum)
C. Skellti skúffu all hressilega á þumalinn á mér (Ái!!) hann hangir samt ennþá á.
D. Við tannburstunina í gærkvöldi fann ég allt í einu fyrir miklum sársauka... EINA fyllingin mín utan á einum jaxlinum hrundi af... ekki beint gott... Teddi ætlar að redda mér kl 12 sem betur fer ! (phew!)

í dag verður betri dagur en í gær ! :)
SHARE:

þriðjudagur, 25. september 2007

5 x Ragna.is

Ég hef gert smá uppgötvun .... ég er búin að blogga í 4 ár !! já, alveg síðan 12. september 2003... haha... þá var ég bara krakki í MH ... (BETRA BTH ?)
ef þið viljið þá hef ég tekið færslur sem eru bloggaðar á svipuðu tímabili og bloggið sem ég bloggaði áðan og sett hérna saman og linka inn á þær....
5 blogg frá ca 25. september síðustu 5 ár... vá, þetta rifjaði upp margar minningar !


p.s. þið sem nennið ekki að lesa... farið þá bara í næstu færslu fyrir neðan og þið finnið þar bloggið sem ég bloggaði fyrir 25. september 2007 ;)

fimmtudagur, september 25, 2003

þarna var ég að fara norður í Laufskálaréttir... sem endaði með hringferðinni miklu með Árúnu... góðar minningar ! p.s. þið sem nennið ekki að lesa... farið þá mjööög neðarlega á síðuna og þið finnið þar bloggið sem ég bloggaði fyrir 25. september 2007 ;)



mánudagur, september 27, 2004


Árún... mannstu eftir þessu... ? ? ? Helgin mikla, við djömmuðum og gerðum ALLAN andskotan af okkur sem rataði kannski ekki alveg í bloggið en við munum það þó...
no comment... hahahahaha



miðvikudagur, september 28, 2005
Ég á bágt með að trúa að þetta hafi verið 2005! ég var þarna að fara að undirbúa mig fyrir að flytja til Englands og Ninna vinkona bjó hjá mér í viku...



þriðjudagur, september 26, 2006

Þarna var Ragna í þungum þönkum... Byrjuð í háskólanum og alvaran tekin við... Klásus að drepa mig.... :) ég lifði hann þó af að lokum...


5 ár af rögnu.... gjöriði svo vel ;)
SHARE:

árangursblogg

25. september, 2007

Ég er þakklát fyrir öll kommentin frá ykkur.. nafnlaus eða ekki.
Ég fór kannski að átta mig aðeins meira á að þetta er kannski aðeins meiri árangur en ég var búin að gera mér í hugarlund (að missa 20 kg... alveg sjálf og bara með hreyfingu og mataræðisbreytingum) ...
ég horfði allavegana ekki þannig á þetta sem eitthvað svakalegt of merkilegan árangur enda er ég búin að vera að þessu í 9 mánuði... misdugleg þó verð ég að viðurkenna, en aldrei hætt !
þá er komið að því að segja það sem ég ætlaði að segja hérna núna...
muniði eftir blogginu hérna fyrir neðan með fyrir og eftir myndunum?
þar talaði ég um að markmiðið væri að skokka 3 km..

hvað haldiði..

í kvöld var þetta brilliant veður og ég fór ekki í einkatíma til munda í dag, ég varð því að hreyfa mig eitthvað, plús ða ég var búin að sitja allan daginn yfir bókunum ... já ... hreyfing alveg nauðsynleg!

ég var búin að fara til Ingibjargar Rósu og fá lánaðan Garmin skokk-úr... það getur sko allan andskotan skal ég segja ykkur...
en jæja...
ég byrjaði á að skokka í kringum klambratúnið, skokkaði svo þaðan niður snorrabrautina, niður að sæbraut og skokkaði svo meðfram sjónum, fór upp krinlumýrarbrautina, út af henni á milli borgartúns og laugarvegar og skokkaði svo upp heim hliðina á snælandsvideoi ... og vitiði hvað...

5 KM !!!
... 5 km af stanslausu skokki og engu stoppi.... 38 mínútur af stanslausri hreyfingu! *brosallanhringinn*

ég gat þetta, ég gat þetta, ég gat þetta...

ég vona að vigtin fari að taka við sér aðeins... hún hefur eitthvað takmarkað færst niður síðan í þarsíðustu viku þrátt fyrir margar ferðir í ræktina og gott mataræði... ætli það sé komið að stoppinu sem alltaf kemur og maður má ekki gefast upp á ? ? ?
fjárinn... ef svo er þá þýðir það bara meiri hörku þangað til allt fer af stað aftur... Ekki er það verra að þolið sé ALLT á uppleið...

ég er ósigrandi ... ( upp að mínum markmiðum allavegana... )

Ragna glaða... *með tár í augunum*
SHARE:

Bláberjaspeltmuffins

Var búin að lofa Þorbjörgu hjúkku að henda þessu hérna inn ;)
(p.s. ég setti smá olíu í stað fyrir smá af maukinu, ég átti ekki nóg... í stað þess festust muffinsins ekkert við pappírinn í forminu og þurfti ekki að klippa út ógrynni af smjörpappírshringjum... enjoy ! )

Amerískir bláberja- og pecanhnetumuffins ,
tekið af síðunni CafeSigrun.com



Þessi muffinsar eru ÆÐI, nammi nammi namm, pecanhneturnar verða svo góðar þegar þær bakast svona með í deiginu. Upprunaleg uppskrift kemur frá Deliu Smith, en ég breytti uppskriftinni aðeins til að gera hana hollari

Amerískir bláberja- og pecanhnetumuffins
Gerir 12 stykki


300 gr lítil bláber, frosin eða fersk. Ef notuð eru frosin skal taka þau út úr frystinum rétt áður en þau eru sett í deigið og losuð sundur með t.d. hníf því annars þiðna berin og deigið verður fjólublátt og óspennandi.
100 gr pecan hnetur, smátt saxaðar. Nota má valhnetur í staðinn
300 gr spelti
2 tsk vínsteinslyftiduft
1/2 tsk heilsusalt (Herbamare)
2 stórt eða tvö lítil egg
150 gr ávaxtasykur
2 msk hreint hlynsíróp (enska: maple syrup) eða agavesíróp
110 ml undanrenna (minna ef notuð eru frosin bláber). Ekki víst að þurfi meiri vökva svo geymið alveg þangað til síðast
250 ml Hipp Organic barnamatur, blueberry and apple dessert t.d. (án viðbætts sykurs)
2 tsk vanilludropar eða vanilluduft

Ofaná til skreytingar
50 gr pecan hnetur, smátt saxaðar
1 msk (eða meira) af ávaxtasykri, pínulitlu dreift á hvern muffins

Aðferð:
Sníðið bökunarpappír (klippið út hring að stærð við undirskál) fyrir hverja möffinsholu. Sjá athugasemdir hér fyrir neðan. Einnig má nota siliconform og þá þarf ekki að nota bökunarpappír.
Forhitið ofninn í 200°C.
Byrjið á því að sigta saman speltið, lyftidufið og saltið í stóra skál
Í aðra skál skal blandað saman eggi, ávaxtasykrinum, hlynsírópinu, mjólk (ef þarf), vanilludropunum og bláberja/eplamaukinu.
Setjið nú þurru hráefnin saman við eggjablönduna og veltið aðeins með stórri sleif, mjög varlega þannig að ekki sé hrært of mikið. Ekki vera hissa þó blandan sé ferlega ljót, hún á að vera þannig til að muffinsarnir verið léttir.
Blandið nú bláberjunum og pecanhnetunum í blönduna, og hrærið sem allra minnst, bara rétt að velta þeim við.
Setjið nú blöndu af deiginu í hverja holu í forminu.
Fyllið ekki hverja holu meira en 2/3 upp að rönd.
Dreifið afgangnum af söxuðu pecanhnetunum og smá af ávaxtasykri á hvern muffins.
Bakið í 30 mínútur eða þangað til muffinsarnir hafa risið vel og eru gullbrúnir.
Kælið í 5 mínútur.

Þetta er frekar lítil uppskrift, ég geri hana yfirleitt tvöfalda því muffinsarnir hverfa eins og dögg fyrir sólu!!!!
Ef maður notar ekki olíu eða smjör í deigið þá getur maður hvorki notað venjuleg pappírsform, né muffinsbökunarplötuna. Það fást sem sé ekki muffinspappírsform sem maður getur sett í án þess að þurfa að nota smjör eða olíu í deigið. Ég er búin að leita út um allt. Ég hef í staðinn sniðið hringi (strika með penna utan um undirskál) úr bökunarpappír og sett í hvert muffinspláss og svo deigið þar ofan í. Það er hægt að nota möffinspappírinn svo um 6 sinnum. Einnig má nota siliconform og þá þarf ekki bökunarpappír.

svo að lokum... ef þið munið ekki hvernig herlegheitin litu út..
.... ég setti þetta í muffinsform-bakka (á ekki silikon) setti því alveg slétt fullt pappírsformið svo að muffinsið verður mjög bústið og girnilegt.
SHARE:

mánudagur, 24. september 2007

jamm og jæja

ég er alveg að fara að blogga...

tvennt stendur uppúr þó sem ég ætla að nefna strax..
söng í skírninni hjá Boggu og Jóa á föst ásamt fúsa sem spilaði undir...
litli drengurinn fékk fallega og íslenska nafnið Patrekur Trausti .... *svo sætt barn að það er varla eðlilegt*
svo á laugardaginn, sama dag, eignaðist Jóna Sólveig bekkjasystir mín litla stelpu sem hefur verið nefnd Sóllilja.
ótrúlega fallegt nafn líka...

C ya
SHARE:

fimmtudagur, 20. september 2007

Dr. House

já, ég og Dr. House eigum date í kvöld..
hjúkkan í mér lætur mig líka stundum sitja með tölvuna í fanginu, wikipedia opið og svo get ég flett upp sjúkdómunum sem hann lætur sér detta í hug í sjúkdómsgreiningarferlinu... já, námsfús stelpa! ;)
það sem á daga mína hefur drifið síðan siðast...:

-búin að taka til í herberginu hans þráins (fyrrverandi ? ;) ) og búin að koma mér vel fyrir með lærdómsaðstöðu þar...
-ný þvottavél hefur bæst í einmenningsfjölskylduna mína... hún þvær... það er annað en hin gerði ...
-búin að sitja brosandi yfir öllum kommentunum ykkar hérna fyrir neðan... !
... já og margt fleira sem þið fáið ekki að vita ;p
SHARE:

þriðjudagur, 18. september 2007

hæhæ

jæja...
ég er mikið búin að spá í hvort að ég eigi að vera að opna mig eitthvað meira hérna á blogginu.
hef semsagt ákveðið að láta bara verða af því þó að þetta sé pínu skrítið ;) ég hef alltaf passað mig um hvað ég skrifa og hef kannski ekki skrifað neitt mjög mikið um þetta tiltekna mál.


ég semsagt byrjaði að hreyfa mig og borða hollar einhverntíman um miðjan janúar. Ástæðan fyrir að ég ákvað að fara að byrja í þessu öllu saman var ekki sú að ég væri á nokkurn máta óánægð með sjálfa mig, ég er nú bara ég og alltaf jafn sæt ;) En... heilbrigt líferni, það að geta gert miklu meira án svona mikillar áreynslu og vera virkari og hressari var eitthvað sem ég vildi SVO gera.
Ingimundur frændi tók mig því aðeins á teppið og lagði fyrir mig línurnar auk þess sem að ég var látin skrifa matardagbók og mæta til hans einu sinni í viku. Þetta fór ANSI hægt af stað fannst mér og ég var með krónískar harðsperrur viku eftir viku en ekki hætti ég. Slefaðist í ræktina 4-5 sinnum í viku þó svo að stundum hafi það bara verið 3svar í viku. Mataræðið var svoldið tekið í gegn og ég hætti að lifa á brauði, pasta og kartöflum, en NB, ég hef ekki tekið þetta alveg af matseðlinum. Reyni samt að borða ekkert svona á kvöldin og vel mér spelt framyfir hveiti... borða minna af þessu o.s.frv. Nammi var ALVEG tekið út af matseðlinum um áramótin og var það bara EKKERT erfitt... þetta er líka bara drullu dýrt ef ég ætla að fara út í það. Ég borða þó aðeins nammi í ferðalögum og um jól og páska. Vitiði ... ég er EKKI að fara að sleppa ÖLLU sko ;) haha... held að ég væri nú löngu búin að gefast upp líka. Ég leyfði mér þetta og sleppti þar af leiðandi út nammidögum á laugardögum.

Skyr og hafragrautur fóru að fara að vera í morgunmatinn og ógrynnin öll af ávöxtum yfir miðjan daginn. Grænmeti fór svo að sjást meirihlutamegin á diskunum mínum og ég var mætt með boozt eða heimatilbúinn safa á furðulegustu samkomur ;)
já. svona var jan-maí. Mundi reyndi alltaf að drepa mig vikulega og ég fór að styrkjast ótrúlega, þolið ekki alveg komið á góðan stað en ég gat nú ekki orðið verri svo að ég hélt áfram að svitna með bros á vör.

í sumar var ég auðvitað í Vík og var ég svolítið stressuð yfir að klúðra nú öllu. Ég var nú eftir allt að vinna í eldhúsi með allan þennan góða og óholla mat allt í kringum mig og mikið að vinna svo að ræktin yrði sjálfsagt ekki jafn mikið notuð eins og hérna í bænum.
Ég reyndi þó eins og ég gat að halda áfram matarvenjunum sem höfðu hentað mér svona vel um veturinn og fór og synti, skokkaði og gekk upp á fjall nokkrum sinnum í sumar (fór samt ekki nánda nærri eins og oft og um veturinn! ) Samviskubitið var alltaf að naga mig og satt að segja hjálpaði það nú bara svoldið ;) ég fór þó og synti og skokkaði þess vegna, jú og það var svo gott !

upp úr byrjun sumarsins fannst mér eins og það væri loksins farið að sjá á mér að ég hefði misst einhver kíló og fólk var farið að spurja mig hvað ég hefði eiginlega að gera. Hvort ég væri í megrun eða átaki?!
nei...
ég er EKKI í megrun eða átaki...
það er eitthvað tímabil sem fólk klárar og fer svo aftur til fyrra lífs (í mjög mörgum tilfellum) Ég er heldur ekki á neinum kúr eða tek einhverjar töflur til að brenna.
það eina sem ég er að gera er að lifa heilbrigðu líferni með slatta af hreyfingu.
Það er nú ekki flókið reikningsdæmi að borða minna en þú brennir (eða einhversstaðar á svipuðum nótum) og þá mun líkaminn brenna þína fitu? -svona ef það á að setja þetta upp í MJÖG einfalt dæmi.

nú er eg komin aftur í bæinn og planið byrjað aftur. Ræktin 4-5 sinnum í viku auk þess sem ég hitti Munda einu sinni í viku og lyfti. Mataræðið er að detta í gott plan og þolið fór allt í einu sinni við sér seinni part sumarsins. ég t.d. er farin að geta skokkað í 20 mínútur samfellt. haha... ekkert maraþon, en spáið í því... í mars gat ég skokkað 1 og hálfa mínútu og þá var ég komin með hlaupasting og orðin hálf blá í framan ! Þetta er ótrúlegt sko !
3 km markið er alveg að nálgast og lætur það mig skokka oftar.. ég skal !

en hvað er ég búin að missa mörg kíló ? (ég var mest að spá í hvort ég ætti að setja það hingað.)
en já
heil 20 KG ! ! ! (og vonandi ekki hætt!)

langar að setja inn "fyrir og eftir" myndir bara til að minna mig sjálfa á hvernig ástandið var...


tekin rétt fyrir jól 2006

tekin fyrir 2 vikum

og svo ein samsett.... sést enn betur

úff... mikið var skrítið að skrifa þetta...
SHARE:

sunnudagur, 16. september 2007

Tunguball...

já... bókstaflega !
hahaha

lifði þetta af sem áður, dansaði af mér alla útlimi og ekkert stopp var nema rétt svo í hléinu...

heimferðin er einhver hluti sem ég man EKKERT eftir, hvað þá að hafa farið inn heima, klætt mig úr (og tekið úr mér linsurnar) og farið að sofa...
einhverjar (ýktar?) lýsingar fékk ég þó frá fjölskyldumeðlimunum frá þessum glataða klukkutíma mínum.

þynnkan í dag hefur verið furðu lítil en ég er aum allsstaðar... kenni ræktinni á laugadeginum bara um... ( ekki dansinum)

nokkrar myndir á morgun

c ya
SHARE:

laugardagur, 15. september 2007

Helgin...

Kom austur seint í gærkvöldi og kíkti aðeins við á kaffið... ÞVÍLÍKAR móttökur hef ég ALDREI fengið það og ætla ég að lýsa ástandinu eins og þegar við fúsi hættum að spila kl 4 og allir tryllast, stappa niður fótum, klappa saman höndum, skella lófum á borðin og öskra "meira meira meira"
í þessu tilfelli voru þetta um 20 kvenmannslausir hjólagarpar, aleinir og yfirgefnir á kaffihúsinu og höfðu greinilega ekki séð kvenmann fyrr (þetta kvöld)
ég roðnaði eins og mest ég mátti og vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér...
þegar ég var svo búin að ræða við Pétur Vert ( er sumsé að spila á Hótel Sögu, Sunnusal þann 5. okt í einkasamkvæmi) inní eldhúsi og gekk svo út úr kaffihúsinu eltu mig hvorki minna né meira en 4 karlmenn sem vildu ólmir tala við mig og bjóða mér í glas...!
ég samt afsakaði mig pent og stakk af...

í morgun vaknaði ég bara snemma og mundi það ða ég ætlaði að fara út að skokka... eitthvað fannst mér þó heyra í roki á glugganum og dró því frá... sem ég hefði betur átt að sleppa !
úti á glugganum sá ég slydduna renna niður glerið og bak við gluggann sá ég tré berjast í rokinu... Fjöllin orðin skjöldótt af slyddu og allt eitthvað voða vetrarlegt ...
hef komist að því að sundlaugin sé opin til 3 (eða 5) og fer því bara í ræktina þar.

Tunguball í kvöld... veeeeei ;)
að því tilefni ætla ég að rappa örlítið og hef ég fengið dansara mér í lið til að undirstrika textann frekar


*Í dag vil ég drekka mig fulla
og dofna í kollinum og bulla
nota allan minn mátt
í að æpa það hátt
að það er íslensk hefð að sulla*
SHARE:

föstudagur, 14. september 2007

Ballferð

jæja

Réttarball í Tunguseli laugardagskvöldið 15. september

Sætaferð verður farin frá bankanum kl
11.30

Skráning í síma 866-0781

(p.s. ekki voðalega stór bíll svo skráið ykkur fljótt)
SHARE:

miðvikudagur, 12. september 2007

Jobbi


Sjáiði hver er í pössun ;)

já ég er sko komin í náttföt og verð það sko í allan dag !
-verst kannski fyrir fólkið í baðhúsinu að ég á eftir að fara þangað á eftir...
vibba veður !!!!!
SHARE:


hjúkka framtíðarinnar ? :D
SHARE:

1. tími á miðvikudegi

"hæ ég heiti Gunnar Guðmundsson og við ætlum að tala um hjáverkanir lyfja í 3 TÍMA, passar það ekki?!

GREAT!!!!


(húmoristi samt)
SHARE:

mánudagur, 10. september 2007

glosurugl...

stundum get ég glósað í hringi án þess að skilja nokkuð í minn haus !

"C3 getur klofnað að sjálfu sér í C3a og C3b í plasma og C3b getur bundist yfirborði sýkils. Þáttur B bindst C3b og þáttur D klýfur B í Ba og Bb. C3bBb myndar annan C3 klippi sem klippir meira af C3 niður í C3a og C3b. "

WHAT?!
SHARE:

helgarmyndir

myndirnar frá þessari helgi eru af:

Vísindaferð í 112
-varðstofan þar sem 112 símtölum er svararð
-landstjórnarherbergið
-fyrirlestur um 112
-fengum að skoða og prufa slökkviliðsmenn.. nei ! ég meina slökkviliðsbúnaðinn.

Réttir
-Ragna skýtur af byssu í fyrsta sinn...
-Réttir og kindur
-fyrirpartý fyrir réttarball
-rútuferð á réttarball
-réttarball og almenn ölvun


myndirnar eru HÉR
SHARE:

föstudagur, 7. september 2007

snillllllld !

Hver elskar ekki bohamian rhapsody ?

ég þakka því internetinu KÆRLEGA fyrir að gera manni það kleift að sjá þessa snilldar útsetningu

8 strákar sem syngja þetta a capella ....

MUST SEE !!!
sérstaklega á föstudegi :)




mín plön þessa helgina eru að fara í Vísindarferð á Neyðarlínuna á eftir, EDRÚ (jájájá, þetta verður eina skiptið mitt sem það gerist ég lofa ! )
austur í kvöld og svo réttir í sveitinni á Hunkubökkum á morgun kl 8!
Réttarball í Hvolnum laugardagskvöld verður líka á dagskránni og almenn þynnka á sunnudeginum.

góða helgi öll sömul :)
SHARE:

miðvikudagur, 5. september 2007

Bláber!!

já, ég ákvað að drífa mig í DAG svo að það fari nú ekki að frysta og þau eyðileggist...

fann ótrúúlega mikið af bláberjum og týndi, ein með sjálfri mér og Shuffle litla í klst í heila hnoðskál... NAMM!
hvað ég ætla að gera við þau er ekki alveg ráðið en eitt veit ég... að næstu daga verður allt með bláberjum!
bláberjahafragrautur-bláberjaboozt-bláberjamuffins-bláberjaskyr-bláberjate....

fáiði ekki bara vatn í munninn?

tók svo nokkrar myndir á símann, ég er alveg skemmtilega yfirlýst á einni, ég er EKKI svona hvít ! :)
svo er síðasta myndin af spelt-bláberjamuffinsinu sem ég var að baka... engin fita ( nota barnamauk ) enginn venjulegur sykur ( heldur er ávaxtasykur og agave sýróp) já og svo eru pekanhnetur þarna líka... óguuuuð... svo gott en samt nokkuð hollt ( í hófi)




SHARE:

prufiði :D

Hvernig á að finna út aldur þinn


Ekki segja mér aldur þinn; þú myndir hvort eð er ekki segja satt ? En þjónninn á veitingahúsinu gæti vitað það!

ALDUR ÞINN MEÐ VEITINGAHÚSAAÐFERÐINNI

Þetta er nokkuð sniðugt




EKKI SVINDLA MEÐ ÞVÍ AÐ SKRUNA NIÐUR SÍÐUNA STRAX!
Þetta tekur ekki meira en mínútu og þú reiknar þetta saman um leið og þú lest ...

1. Byrjaðu á því að velja þér tölu, þ.e. hversu oft í viku þú viljir fara út að borða. Talan verður að vera hærri en 1 og lægri en 10.

2. Margfaldaðu þessa tölu með 2 (svona bara til að gera þetta áhugavert)

3. Bættu við 5

4. Margfaldaðu útkomuna með 50.

5. Ef þú hefur þegar átt afmæli á árinu, bættu við 1757 .
Ef ekki, bættu við 1756.

6. Dragðu nú fæðingarárið þitt frá, fjögurra stafa tala.

Nú ætti þú að eiga eftir þriggja stafa tölu.

Fyrsta talan er upprunalega talan þín, þ.e. hversu oft í viku þú vilt fara út að borða.
Næstu tvær tölurnar eru

ALDUR ÞINN ! -------- (Ó, JÁ !!!!)
SHARE:

mánudagur, 3. september 2007

gott lag

þetta er lag sem lætur mig langa til þess að finna hárbursta og syngja hástöfum og vera að elda í leiðinni.. veit ekki af hverju samt :)




er það augljóst að ég sé að læra og svöng ? ;)
SHARE:

Danmörk










nokkrar myndir frá Danmörku
SHARE:

Myndir

já uss... ekki lengi að þessu stelpan ;)

myndir eru komnar inn hérna ! (klikkið á linkinn)

SHARE:

sunnudagur, 2. september 2007

my silly smile...

...caused by a fantastic weekend that's ending...

ég held samt að það sé þynnka sem er að gera mig hálf furðulega núna líka... ekki bara silly smile-ið :)
Fór á Hólahátíð í gær og fékk far með foreldrum mínum sem ákváðu að fara með fellihýsið bara upp í Hólaskjól og þar með var ég komin með fyrsta flokks gistingu uppí hólum og þurfti ekki að velta því fyrir mér hvar ég ætti að sofa, eða hvernig ég ætti að koma mér niður í menninguna aftur um nóttina.
Komum um 8 og ég og Jobbi hálf bílveik eftir hristinginn alla leiðina frá Búlandi. var rugl þunn á laugardeginum þegar ég vaknaði eftir laugardagsdjammið, fannst ég ekkert vera ÞAÐ drukkin þegar ég húkkaði leigara á leiðinni heim... já! þið lásuð rétt ! LEIGUBÍL ! andsk... ég sá bara eftir 820 kallinum alveg endalaust mikið ! ég samt keypti mér ekkert niðrí bæ og kom ekki við á devitos á leiðinni heim svo að í heildina var þessi bæjarferð ekki dýr. en jæja
þegar við komum upp í Hóla fór pabbi að grilla og ég kíkti á liðið sem var komið og fór að drekka ... aftur...!
Ragnar trúbador ( fylgir þetta nöfnunum að heita Ragna/Ragnar og vera að trúbba... nú erum við allavegana 3 sem ég þekki) var með eina rafmagnið í húsinu og spilaði eins og herforingi. Brennan var á sínum stað og brekkusöngurinn. Nýtt atriði var kynnt á Hólahátíðinni en það var kjötsúpa ofan í allt liðið ! ekkert smá skemmtilegt. Eftir að hún hafði verið borðuð niðri fóru allir upp þar sem að þar var dansað, tvistað, dottið, teknir hringir á súlunni, borðað hrátt hangikjöt sem hékk á 2 stöðum í húsinu (og vá ég angaði eins og hangikjöt enda alltafað dansa utan í það ! ) ásamt því að troða sig út af hákarli og brennivíni...

vaknaði í morgun og fékk morgunmat í boði hússins og fór svo bara ekkert úr náttfötunum fyrr en ég var komin alla leið heim til Víkur --> mjög þreytt.

er núna komin í bæinn og er þreytt og illt allsstaðar...

skóli á morgun og þá koma örugglega myndir inn :D

c ya
SHARE:
Blog Design Created by pipdig