mánudagur, 30. apríl 2007

one down ....

4 to go ! ! :D

prófið í morgun var að vonum erfitt og snúið en ég held að ég hafi náð að klekkja á því og náði vonandi... (get engan veginn giskað á einkunn þó)

átti við alveg gífurlegan valkvíða að glíma í gær...
í kvöld er nefnilega Raularinn í Vík, og guð hvað mig langar :( í gær í einhverri klikkun langaði mig að læra í allan dag, bruna til víkur kl 9, ná endanum á Raularanum kl 11 og vera svo á ballinu til 2, keyra til baka, vera komin í bæinn kl 4 - 5 , sofa til 11 og læra svo allan morgun daginn líka.!
æj. þetta hefði bara aldrei gengið upp.
en núna finnst mér ég vera að missa af einhverju, sem ég auðvitað er , en spurningin er hvað er mikilvægast hjá mér þessa dagana... ná fóstufræði prófinu eða skoða strákana í sveitinni og sannfærast enn einu sinni að það sé ekkert í þá varið. Svo langar mig að vera með stelpunum á djamminu.

það sem ég GET huggað mig við er að ég er að fara til víkur á djammið þann 12. maí ( líka í á próftímabilinu)

já, maður verður að velja og hafna þegar ég er í skóla líka. og það komin á þetta skólastig ! nú verð ég að læra hlutina til að kunna þá, ekki bara til að ná !

óver and out
-Ragna Raulari
SHARE:

laugardagur, 28. apríl 2007

The pressure...

já, sitjum sveitt... allir með möppur með glósum og möppurnar þeirra eru svipað yfirfullar af glósum og mín er...

svoldið leiðinlegt að horfa á sólina úti, en við huggum okkur við að það sé svoldið mikið rok :)

líf okkar er mjög einfalt þessa dagana... borða, sofa og lesa...
við erum búin að sofa fyrir daginn, erum að lesa og getum ekki beðið eftir að borða kvöldmat - sem verður pizza með hjúkrunarnemaafslætti frá Reykjavík Pizza companý.

ég ætla líka að skora á alla að læra hjúkrun. þetta ER Mjöööög skemmtilegt ! :D
SHARE:

föstudagur, 27. apríl 2007

simamynd...

núna er fyrsta yfirferð yfir ALLT efnið búin og ætla ég því að standa frammi í matsölu kl 3 og hneigja mig fyrir gesti og gangandi.

nú þarf ég bara að læra glósurnar utanað ( hef 2 heila daga í það) og svo ætla ég að mæta hérna í náttbuxunum kl 9 á mánudagsmorguninn og næla mér í einkunn sem verður fyrir OFAN 5 ! krossleggjum samt fingur, því ég stefni á 6 !
þetta eru BARA allar glósurnar ! :)

( og þið sem hélduð að 2 dagar væru alveg drullu nógur tími ? )

- hætt að blogga... farin að lesa

(uh já. og mér er ennþá alveg sama þó ég bloggi bara um lærdóm!)
Ragna og cerebellum kveðja ykkur..
.
c ya
SHARE:

3 dagar i prof


sjáiði örvæntingarsvipinn á okkur öllum ?! ! ?! :S

takið líka eftir að við erum búnar að næla okkur í 2 af 7 strákum á fyrsta ári, einn annar kemur svo í kvöld.
ég kalla þetta góðan árangur hjá okkur ! :D
enda erum við 98 stelpurnar
SHARE:

fimmtudagur, 26. apríl 2007

klikkun...

já, við sitjum hérna 8 stelpur í einu herbergi ( loftlaust, skítugt herbergi) Vera okkar hérna hefur valdið ýmsum skemmdum á hinum ýmsu frumum...


t.d. er Kolla greyið ennþá í áfalli eftir að hafa lesið of mikið um "jafnvægisKYNfæri " og ekki skilið upp né niður hvernig hún hefði aldrei heyrt um þetta áður... skelfingu lostin las hún svo áfram um jafnvægisKYNfærin og hugsaði "fuck, ég þarf að reyna að læra þetta..."

-það þarf varla að taka fram að hún Kolla var að sjálfsögðu ða lesa um JafnvægisSKYNfæri

eitt annað dæmi er setningin sem enginn kannast við að hafa skrifað í glósunum og við getum ekki áttað okkur aaaaaalveg á hvað á að standa fyrir eða yfir höfuð þýða !


"Lungnavefur eyðileggs minna laust fyrirborð fyrir dreyfingu á súrefni"

TRANSLATION PLEASE ! ! !


Harpa greyið er líka komin á ystu nöf geðheilbrigðis og er farin að spá ALLT of mikið í Rigor Mortis.. :/
- en við getum allar kallað í kór að það stafi af ATP leysi! lol....
ég vona að Harpa hætti bráðum að hugsa um rigor mortis og fari að einbeita sér að actíni og mýósíni í staðinn...


c ya
SHARE:

oj...

ég vil ekkert vera með "hlaupkennda himnu með litlum kalkkvörnum" í eyrunum! ! !

viltu gjöra svo vel og taka þetta !
SHARE:

Eyru...

hver ætli hafi samið heitin á Eyrna-hlutana ?

orð eins og

-Kokhlust

sem kemur ekkert heyrninni við, heldur eru göng frá miðeyra og niðrí nefkok. maður allavegana hlustar ekki með henni :)

-hamar
-steðji
-ístað

ok... ístaðið er eins og ístað ( og þetta er eitthvað þýtt frá ensku)... en þetta eru samt bein ... í eyranu !


-posi
-skjóða

í sambandi við jafnvægisskyn í innra eyra.

-Biða

hárfrumur í bogagöngum

þetta eru svoldið skemmtileg orð :)

skjóða og posi eiga samt vinninginn ! :D
SHARE:

Sharpen up!

Varð að kaupa þetta í 10/11 kl 9 í morgun þegar ég var að kaupa mjólk í kaffið sem verður örugglega drukkið í lítratali af okkur í dag, því er að þakka stóru kaffibollunum okkar.. líter af kaffi fer í 3 vel fulla bolla.
.... var að hérna upp í skóla að læra til að verða eitt í nótt... var svo sú fyrsta sem mætti í morgun...
síðust heim-fyrst mætt...
Hrós dagsins fær ÉG ! :)
eins og þið sjáið, er geðheilsan aðeins farin að daprast... :/ en engar áhyggjur... geðsjúkrahúsið er innan 100 m radíuss svo að þegar ég fer alveg yfirum verður ekki langt að sækja hjálp, og tala nú ekki um það að ég er umkringd fjöldanum af verðandi-ofur-hjúkkum ! :)

I feel so safe !

c ya
SHARE:

miðvikudagur, 25. apríl 2007
þó að ég sé orðin "blá" þýðir það ekki að ég sé orðin sjálfstæðismanneskja !

er að læra í lífeðlisfræði uppí eirbergi og hef fundið út að ég get lært tvennt í einu. Ég er að hlusta á franska útvarpsstöð og er því að læra frönsku í leiðinni :D enn sem komið hef ég aðeins komist að því að "a suivre" kemur alltaf á undan "næsta lagi" og hef ég ákveðið að það hljóti ða þýða "næst" eða "næsta lag!" :)

kann einhver frönsku ?
SHARE:

þriðjudagur, 24. apríl 2007

Rauð ?
ég er samt heldur ekki að segja að ég kjósi Samfylkinguna....
SHARE:

mánudagur, 23. apríl 2007

græn ?þessi græni dagur hefur ekkert að segja með hvað ég muni kjósa :p
SHARE:

Lifeðlisfræðilegt svar

auðvitað myndast hljóðbylgjur.. en þær greinast aldrei sem "hljóð"

svarið getur auðvitað verið já OG nei... en út frá lífeðlisfræði þá væri svarið

--> Nei

The falling tree will emit sound waves, but there is no noise unless someone or seomthing is present to process and perceive the wave energy as sound


þarna hafiði það :D
SHARE:

Lifeðlisfræðileg spurning

If a tree falls in the forest with no one to hear, does it make a noise ?

svarið svo í kommentin : já - eða - nei

svarið mun ekki koma fyrr en 10 komment hafa komið ! og hana nú !
SHARE:

mynd dagsins


Vitiði hvað. Mér er alveg sama þó ég bloggi bara um að ég sé að læra... og að ég bloggi um það á hverjum degi ;)

ég er hérna til að skrifa hvað ég geri :) og það sem ég geri er að læra .... (þessa dagana allavegana )

í dag er Bókhlaðan málið !
ég átti von á meiri geðveiki hérna, það eru ekkert svo margir hérna... og bara örfáir sem virðast ekkert hafa sofið síðan síðasta fimmtudag og eru í Joe Boxer náttbuxum. Það er þó við búið að geðveikin fari stigvaxandi þegar nær líður að prófum og í prófunum... Þá ætla ég að fara aftur upp á Eirberg, þar er ég hliðina á geðspítalanum ef ske kynni að ég færi endanlega yfirum :p
SHARE:

sunnudagur, 22. apríl 2007

Eirberg 14:00Nákvæmlega svona er líf okkar Írisar Bjarkar þessa stundina...
lesa lesa lesa :)
við samt erum búnar að koma okkur ansi þæginlega fyrir. Meira að segja með kerti til þess að fela lærdómsmyglulyktina af okkur.
takið eftir STÓRU kaffibollunum,... þeir eru lífsnauðsynlegir
SHARE:

MYNDIR MYNDIR MYNDIR

Ykkur til skemmtunar þá hef ég sett inn myndir frá Þorrablótinu á Eyrarlandi (loksins loksins)

þær eru undir "2007" á ragna.safn.net


ég minni á að vilji einhver láta fjarlægja mynd af síðunni þarf bara að senda mér mail á póstinn minn
SHARE:

laugardagur, 21. apríl 2007

Eirberg...

stofa 205 er heimili mitt þessa dagana, vinsamlegast athugið að ég tek þar við heimsóknum fram til 14. maí . . .

var hér að læra til 12 í gærkvöldi, fór heim og beint upp í rúm og var svo komin hingað kl hálf 9 í morgun, með smá útúrdúr að skutla Palla hennar Árúnar í flug til Akureyrar...

nú er ég búin að hella upp á kaffi (súkkulaði og möndlukaffi) ásamt því að þurrka af í eldhúsinu og losa það við gamlar kaffislettur og brauðmola, ég meira að segja þurrkaði innan úr örbylgjuofninum sem lyktar alveg eins og örbylgjuofn í skóla á að lykta... eins og Dominos pizza og popp.
ég lét það vera að ráðast á ísskápinn þó að það væri mjög freistandi að komast að því hvað í ósköpunum hafi dáið þar inni ! ! ! læt það biða betri tíma.

þá hefst lesturinn... aftur...

p.s. endilega kommentið hérna í færslunni fyrir neðan

Ragna Eirbergingur
SHARE:

föstudagur, 20. apríl 2007

KOMBAKK ! ! !

jæja ....

þið munið ekki gruna hvað ég ætla að segja hérna núna :)

2 Snafsar munu koma með smá "kombakk" á Kaffihúsinu (Vík) 12. maí..

það mun vera Eurovisionkvöldið OG kosningakvöldið

bjórinn mun flæða, gólfið mun brotna við dansinn og Fúsi mun sjálfsagt slíta einhverja strengi :)
Ég verð nú bara að segja að þetta verður alveg óógeeeðslega gaman, æfingar hefjast strax um helgina þar sem við tökum inn nýjustu lögin og æfum gömlu Eurovisionlögin :)

(núna ertu hjá mér .... nínaaaaaa)


ætliði ekki að mæta ?!?!?!

SHARE:

fimmtudagur, 19. apríl 2007

Profalestur

jæja.. nú er hann formlega hafinn...
er búin að kaupa flatkökur, létt og lagott, létt hangikjöt, banana og skyr.is og fylla ískápinn hérna upp í Eirbergi af því...
kaffikanna nr 3 í dag er farin af stað og ég skrifa og skrifa niður glósur fyrir Fósturfræði... vúhú !

kl 5 í dag er ég að fara með familíunni á "Laddi 6-tugur" í boði múttu og pabba... ég er víst orðin of gömul fyrir sumargjafir ... DEMsvona líta svo glósurnar út ... ég er orðin ansi öflug í að klippa út myndir og puðra þeim inní þar sem við á :D
vonandi á þetta eftir að létta mér lesturinn þegar ég þarf að fara að læra þetta utan að ...

kveðja

Ragna Eirbergsrotta :D
SHARE:

Dagskrá helgarinnar í miðbænum

Hvað, Hvar, Hvenær


Hljómsveitin Sviðin Jörð mun spila alla helgina á Pravda


Logandi heitir kebab og burn fylgja hverjum keyptum miða


Eldheit stemming


(Athugið að staðurinn er ekki reyklaus)


Kveðja

Fröken Reykjavík
SHARE:

miðvikudagur, 18. apríl 2007

myndir

komin heim og allt gekk fínt.
get reyndar engan veginn fundið boxið utan af nýja ipod shuffle-inum sem ég keypti. deeem... en það hlýtur að finnast, í englandi eða á íslandi

myndir frá ferðinni eru komnar inn :) voða lítið af túristamyndum samt, enda hef ég svosem séð þetta allt nokkrum sinnum áður.

en
enjoy


MYNDIR
SHARE:

sunnudagur, 15. apríl 2007

Ragna í london

jæja... dvöl mín hefur verið svona aldeilis fín ! ! :D

verst er að það er bara einn dagur eftir, og þá þarf ég að fara heim aftur :/ búúúhúúú...
ég er sko aldeilis búin að æfa táraflóðið sem kemur þegar ég þarf að fara :( Skrítið... mér finnst eins og ég eigi heima hérna ennþá. Og það að fara " heim " sé að keyra heim í Weybridge og fara í herbergið mitt, fara svo út í garð og leggjast á sundlaugarbakkann. Molly litla sé heima og verði ofsa kát að fá mig til baka... ÆJ ÉG VIL EKKI FARA HEIM ! ! don't make me :(


fór til London í gær og náði að versla helvíti vel... er ekki ennþá búin að finna mér buxur sem virðast passa meira en passlega..
annars fór ég í Primark á föstudaginn og labbaði út með 3 poka og í þeim voru
ógeðslega margir hlutir ! :D ég segi það kannski seinna.. ég nenni ekki að rifja það upp hérna núna. Svo er ég búin að kaupa einhverjar gjafir :)

Græddi svaka á skóm fyrir sumarið. Var búin finna mér Ecco skó í Rvk sem kostuðu 11 þúsund en fann þá á 7 þúsund á Oxford street. ( smá gróði )

í dag fórum ég og Svenni svo í Bicester Retail Park. sem er RISASTÓRT outlet-búða-svæði.. og reyndar er þetta bara þorp !
ég fann mér kjól í Monsoon sem ég týmdi ekki að kaupa :( og 2 puma skó sem ég lét vera að kaupa :) Svenni sá um að versla bara í staðinn fyrir mig.
Á morgun ætla ég niðrí Oxford á meðan Svenni er að fljúga og versla allt það sem ég á eftir að kaupa ( eða á eftir að finna mér til að kaupa ! :) )

og veðrið ! ! ég þarf varla að byrja að tala um það :) HIMNESKT !
í dag var t.d. 25 stiga hiti og logn, þetta er örugglega betra veður en á nokkurntíman eftir að vera á íslandi í sumar ! ég veit samt ekki með brúnkuna.. það er ekki mikið um að maður verði brúnn í búðunum, ég ætla því bara að kaupa mér brúnkukrem á morgun ! haha

ég vona að þið hafið að gott á íslandi ( í kuldanum og að lesa undir próf )
ég tek svo lesturinn með trukki eftir helgi ! ( nenniði að minna mig samt á það ? )

jæja..


c ya !

*Ragna er að dreakka Breezer*
SHARE:

föstudagur, 13. apríl 2007

sælinú

jæja...

ég er komin til Oxford eftir alveg ágæta ferð út.
Ég gisti semsagt hjá herramönnunum Sveppa og Svenna og kem svo heim á miðnætti á mánudag.
Planið hérna úti er ekkert merkilegt, nema bara það að VERSLA og skemmta mér og er lítið því til fyrirstöðu.
Verslunarherferðin hefst strax núna eftir hálftíma þegar ég tek strætó niðrí bæ, vopnuð visa-korti og pokaburðarmanni :)


C ya !
SHARE:

miðvikudagur, 11. apríl 2007

Sparkar i fræga folkið

...

já, var ég búin að segja ykkur frá snilldar afreki mínu um daginn í Þrekhúsinu?

ég var búin að fara í tíma til Munda og fór svo upp að hjóla (brenna) í 20 mín eftir tímann. Þegar ég svo lokins er búin með þessar 20 mínútur, ætla ég að henda mér af hjólinu, lyfti hægri fætinum upp og ætla að færa hann afturábak, yfir hnakkinn... finn ég þá í miðri sveiflu að fóturinn lendir á einhverju... "hmm" hugsa ég... "hvað ætli þetta sé", lít ég þá við og sé Eggert Þorleifsson leikara standa stórskelkaðan með hælfar í rassinum...

lúmsk ha ? :)
SHARE:

hahahah

CHECK THIS OUT ! :D

eruði ennþá á því að koma ekki með ?! :p
SHARE:

þriðjudagur, 10. apríl 2007

ein i kotinu

já, ég er ennþá í Vík, ætli ég leggi bara ekki af stað í bæinn seint í kvöld. ætlaði að reyna að klára að setja upp gæðakerfið fyrir Framrás, en helv kallinn sem lofaði mér þvílíkri hjálp og bara að nefna það, fór til útlanda án þess að láta mig vita ( og ég var í sambandi við hann deginum áður en hann fór) hann svarar engum emailum og engum símhringingum, svo að gæðakerfið verður að bíða aðeins.
Þar sem ég ætlaði að taka allan daginn í þetta, læri ég örugglega bara í staðinn. Ekki veitir nú af.

ég kem semsagt í bæinn í kvöld, fer í einn tíma á morgun, 3 tíma á fimmtudaginn og flýg svo til London seinni partinn á fimmtudeginum þar sem ég ætla mér að vera í góðu yfirlæti hjá Svenna og Sveppa í Oxford fram á mánudag, fara í New Look, Primark, H&M og borða indverskan mat í öll mál .... namm ! :D

var að koma inn úr hjólatúr ( uh já, Þráinn.. ég fékk hjólið þitt lánað)
Djöfulsins rokrassgat var verið. Ekkert mál að hjóla austur með, en leiðin til baka, á móti Rokrassgatinu var aðeins erfiðari.. úff púff ! ! :) en... ég verð orðin góð í að hjóla eftir sumarið ! verð að halda áfram að hreyfa mig . . .


en jæja...

óver end át

ragna.is
SHARE:

allt er þetta að gerast...

jæja... myndir frá helginni eru að hrynja inn á netið.

þær má finna HÉR

en jæja... það er vont veður úti og ég held að það sé alveg málið að klifra upp í rúm og kúra aðeins þar... verst er að ég er hálf einmanna hérna í Víkinni

( myndir frá óvissuferðinni með hjúkkunum eru komnar inn á ragna.safn.net en.... þær getiði fundið sjálf á link hérna hægra megin ... :)

SHARE:

mánudagur, 9. apríl 2007

Sma blogg

ég hef eiginlega ekki skrifað almennilegt blogg hérnai nn síðan ég veit ekki hvenær!

páskarnir eru alveg búnir að slá í gegn og erum ég og brósi búin að hafa það mjög gott hérna í tómu kotinu en mamma og pabbi eru í Austurríki.
Þau reyndar gleymdu okkur ekki alveg heldur fékk ég páskaegg, sem ég fékk lokins lyst á í dag, eftir mikla þynnkudaginn sem var í gær. . .úffs

í sambandi við sjóstakkana sem þið eruð kannski búin að sjá mynd af hérna aðeins neðar á síðunni, þá var óvissuferð hjá nemendafélaginu okkar, Curator.

Fyrst voru kosningar þar sem var kosið í næstu stjórn og var ég ekki í framboði þetta árið, en það er aldrei að vita hvað mér detti í hug að gera á næsta ári :D

eftir að allir voru búnir að kjósa var farið upp í rútu og byrjað að drekka óheyrilega mikið. Rútan skutlaði okkur svo í laugardalinn þar sem æsispennandi ratleikur var í grasagarðinum ásamt mjög hissa öndum og gæsum sem ráku upp stór augu þegar drukknar, skríkjandi hjúkkur á hælum. Í ratleiknum þurftum við svo að glíma við ýmsar þrautir eins og kasta hlutum í kassa, semja ljóð, finna falin egg, semja slagorð og muna hvað aðrir stjórnarmeðlimir heita :D

auðvitað rúllaði okkar lið upp keppninni, já eða komum fyrst í mark... en við sökum liðið sem vann stigakeppnina um svindl ! :D

eftir öll þessi hlaup fórum við og drukkum aðeins meira en rútan vildi kki faram eð okkur neitt nema fyrir utan laugardalshöllina, þar birtist svo aðal Bootcamp gaurinn ! OMG ! ég sem var búin að fara í einkaþjálfun þennan daginn og hlaupa út um allan grasagarð á hælum.
Bootcamt gaurinn var frekar hress með allar þessar stelpur og lét okkur bera upp hvor aðra upp brekku... ferð eftir ferð eftir ferð.... eftir ferð... úffs ! enduðum við svo á að hlaupa upp brekkuna, snúa okkur 10 hringi í kringum stöng og reyna svo að stefna niður brekkuna aftur, án þess að detta eða hlaupa á eitthvað... það tókst misvel hjá fólki :D

eftir öll hlaupin fórum við svo að borða HLAUP-staup... sem áttu eftir að vera aðeins smá upphitun.
ferðin endaði svo í Hafsúlunni, bát niðrá höfn þar sem við fengum grillaðar pulsur, drukkum ennþá meira og átum enn fleiri hlaup-staup. ... svo komu 2 strákar og spiluðu og sungu og vááá hvað við skemmtum okkur vel ! ! ! :D

en jæja...


best að fara að róta í ísskápnum og sjá hvort að mamma hefur skilið eitthvað matarkyns eftir.
SHARE:
Ég leiður var á konunni og lamaður á sál,
er leið ég fann til huggunar, í dálk um einkamál.
Þar kona var að óska eftir kæruleysis stund,
með karlmanni og fljótt hún vildi hafa þennan fund.

Nú auðvitað ég svaraði og síminn hringdi skjótt,
í símanum var rödd sem mælti "Hittu mig í nótt"
Ó - röddin var svo loðin - svo liggileg og mjúk,
hún lét mig alveg finna að hún væri í mig sjúk.

Ég skal gjarnan leiða þig um lífsins paradís,
og leyfa þér að njóta þess að ég er vanadís.
Ég ferðast um á svaka flottum sendiferðabíl,
sérstaklega hentugum í ástarleikjapríl.

Svo nefndi hún mér stund og stað og spenningurinn jókst,
að standast kvöldsins löngu bið, naumlega mér tókst.
Er eiginkonan yfirgaf mig draumaheiminn í,
ég orkuhlaðinn hélt á vit, ævintýra á ný.

Inni í bílnum beið hún mín, við brugðum strax á leik,
í banastuði fljóðið var sem lyfti mér á kreik.
Á eftir er hún kveikti ljós, mér æðislega brá,
og endastakk mér út úr bílnum - Tengdamömmu frá


-illa stolið af netinu-
-höf ókunn.-
SHARE:

sunnudagur, 8. apríl 2007

oh no....

þegar ég hætti að borða nammi um áramótin, ákvað ég að ég myndi nú SAMT fá mér páskaegg...
... síðan um áramótin er ég búin að lifa fyrir það að fá mér feitt páskaegg með miklu nammi inní.
ég svo keypti auðvitað Freyju páskaegg ( því að í því á að vera mesta nammið ), í gær langaði mig svoooo í það ða ég var næstum búin að flýta páskunum !

í dag... þegar það eru loksins komnir páskar,.... er ég SVO þunn að ég meika ekki að borða páskaeggið... borðaði lokið áðan til að finna málsháttinn ... og fór svo aftur upp í rúm og DÓ þar, helvítis ólán að geta ekki borðað páskaeggið sem ég er búin að hlakka til að éta síðan um áramótin!

en jæja... það skemmist samt örugglega ekki, heilsan hlýtur að finnast fyrr en síðar.


c ya !

ragna.is
SHARE:

laugardagur, 7. apríl 2007

til þeirra sem kommentuðu i siðustu færslu...já ég bara spyr....

hver lætur sjá sig í sjóstakk á djamminu ?! !? ?! :D
SHARE:

fimmtudagur, 5. apríl 2007
Hvað var ragna að gera í sjóstakk í gær ?!

update later . . .
SHARE:

sunnudagur, 1. apríl 2007

Thinking of u

þetta er fyrir þig Jónsi ....Mz u
SHARE:
Blog Design Created by pipdig