þriðjudagur, 31. ágúst 2004

Brandari dagsins

Þennan fann ég á netinu.... kannski ekki besta stafsetning í heimi en lesiði....

Það var einu sinni maður sem elskaði bakaðar baunir. Hann elskaði þær, dáði þær og var hreint út sagt gagntekinn af bragðinu af bökuðum baunum. Vandamálið við þessa ástríðu hans var að fljótlegaeftir baunaátið komu fram vandræðaleg búkhljóð úr afturendanum. Búkhljóðin voru hræðileg og lygtin alveg hreint til vandræða. Dag einn hitti hann stúlku og þau urðu ástfangin. Þegar honum varð ljóst að hann vildi giftast henni þá áttaði hann sig á jafnfrant á því að hann gæti valdið henni verulegum vandræðun ef hann endaði ekki þessa ástríðu sína á bökðum baunum. Hann hætti að borða bakaðar baunir. Stuttu síðar giftust maðurinn og stúlkan. Nokkrum mánuðum seinna þegar hann var á leið heim frá vinnu bilaði bíllin hans. Hann ákvað að labba þann litla spöl sem eftir var og skilja bílin efir. Á leiðinni labbaði hann fram hjá litlum matsölustað og datt í hug að láta eiginkonuna vita að honum seinkaði örlítið. Lygtin af bökuðum baunum fyllti vit hans um leið og hann labbaði inn um dyrnar. Hann átti enn eftir að laba nokra kílómetra til viðbótar svo hann ákvað að taka sjénsinn á því að áhrifin væru horfin þegar hann heim kæmi. Áður en hann vissi af hafði hann étið þrjá kúfulla dyska af bökuðum bauum. Eftirköstin létu ekki á sér standa og búkhljóðin byrjuðu um leið og hann labbaði af matsölustaðnum. Hann prumpaðist upp næstu breku og prumpaðist áfram alla leiðina heim. Sem betur fer var þetta nánast gengið yfir þegar hann var komin að útidyrunum sínum. Þó ekki alveg því að þegar hann var að stinga lyklinum í skrána þá fann hann titringinn og þrístinginn magnast í iðrunum. Hann ákvað að bíða smá an um leið var hurðin rifin upp. Eiginkonan stóð í dyrunum og sagði áköf, Elskan mín, ég er með óvæntan kvöldmat handa þér!. Hún batt fyrir águn á honum og leiddi hann inn í eldhús. Hann settist en þegar konan hans ætlaði að losa bindið frá augunum þá hringdi síminn. Hún tók af honum loforð um að kíkja ekki á meðan hún væri í símanum. Ó, hann var fegjin að fá tækifæri til að losa um þennan ægilega þrýsting sem hafði safnast saman við útidyrnar! Hann lyfti hægri rasskinninni og leysti ljúflega frá. Ekkjert heirðis en þvílíkt úldin eggjafýla lagðist yfir eldhúsið! Honum leið aðeins betur en síðan magnaðist þrýstingurinn aftur… Hann lyfti hægri rasskinninni aftur og lét það vaða. Það dundi í eldhúsinu og lygtin var svo hræðileg að hann kúaðist. Hann þreifðaði fyrir framan sig og fann servíettu sem hann notaði til að vifta lyktini frá sér. Hann hlustaði fram á gang og heirði að eiginkonan var ennþá upptekin í símanum. Með reglulegu millibili næstu fimmtán mínúturnar gekk þetta svona fyrir sig, hann rak svo rosalega við að rúðurnar titruðu og borðið hristist, hann viftaði eins og hann gat með servíettuni þar til að hann hætti að kúgast. Loksins eirði hann konuna sína enda símtalið. Hann braut servíettuna snirtilega saman og brosti eins og saklaus engill þegar hún gekk inn í elthúsið. Eiginkonan bað hann afsökunar á þessari töf og spurði hann hvort hann hefði nokkuð stolist til þess kíkja. Han fullvissaði hana um að það hefði hann alls ekki gert! Loksins fjerlægði hún bindið frá augunum og þá komu í ljós allir matargestirnir í óvænta afmælisboðinu hans!!!!! :)


SHARE:

Viljiði fá að vita af hverju Ragna er eins og hún er???

Þetta er tekið upp úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar :

"Hörgslands-Móri:
Draugur sá er austur á Síðu í Skaftafellssýslu sem kallaður er Hörgslands-Móri eða Bergs-Móri. Hvorki er það af því að hann væri upphaflega sendur að Hörgslandi né séra Bergi sem hann er nú kenndur við, heldur er hann svo kenndur af því að hann þykir fylgja Nergsætt, en séra Bergur var síðast á Hörgslandi, en upptök draugsins er lengra að rekja og eru því nokkuð óljós.
Svo er sagt að prestur sá var í Arnarbæli (1676-89) er Oddur hét og var Árnason, kona hans var Katrín. Sagt var að prestinum í Arnarbæli hafi fundið það óskemmtilegt að kona hans hafði áður verið lofuð manni en brugðið við hann eiginorði, fyrir því hafi henni verið send sending frá manni sem hún sveik. En það var hundur einn kallaður Móri sem átti að ásækja hana og niðja hennar í níunda lið.
Bergur hét einkasonur þeirra Jóns prófasts og Katrínar er síðast var prestur að Kirkjubæjarklaustri, en bjó á Prestbakka og Fossi, en seinast var hann á Hörgslandi ig dó þar. Hann átti margar dætur og fylgdi Móri þeim öllum og flygir enn, að því sem orð leikur á er hann nú kominn í þeirra fimmta lið og hefur hann fylgt þessum ættlegg frá Katrínu langalangömmu þeirra systra þó ekki kunni menn sögur af hreystriverkum hans meðan hann fylgdi hinum eldri af ættinni. Það var sögn manna að í hvert sinn áður en þeim séra Bergi og konu hans hafi orðið sundurorða hafi orðið vart við Móra þar á bænum og var það ætlun manna að hann ylli illdeilum þeirra. Eftir fráfall þeirra hjóna fylgir hann nú dætrum þeirra og verða þær hálf-brjálaðar.
Þó enn vanti mikið á að Móri sé kominn í níunda lið segja Síðumenn að hann sé orðinn svo aftanrýr að hann sé aftan fyrir að sjá sem gufa ein væri og þykir af því mega til beggja vona bera hvort að hann muni endast svo vel sem ætlað var. Engar merkissögur eru af illum aðsóknum undan því fólki, en þó er sagt að Móra hafi stundum orðið vart þar sem einhver hefur komið á eftir af ættinni. Ekki er honum heldur kennt um að hann hafu orðið mönnum að bana nema eg það væri ættingjunum sjálfum, en geðveiki er alsagt, hann olli þeim mörgum"

Þarna vitiði það....
SHARE:

mánudagur, 30. ágúst 2004

Kaldur raunveruleiki

Það er fátt sem ýtir manni fast inn í kalda raunveruleika vetursins er það að þurfa að fara í peysu þegar þú ferð út og ríghalda í hurðina á bílnum þegar þú opnar hana svo að hún fjúki ekki í burtu ásamt laufblöðunum sem losna nú eitt af öðru af trjánum.
(Fæ að stela þinni aðferð með litatextann Ingibjörg.. :) )

Tilfinningin sem maður fær þegar maður les eða heyrir veðurspá dagsins sem segir manni að það sé spáð rigningu og roki og versni um kvöldið er þannig að maður fellur í þessa ótrúlegu ró og grínið og glensið er geymt einhversstaðar í kvótageymslu fyrir sólardagana.
í staðinn fyrir bullið vil ég mun frekar til í að eyða deginum í að skrúbba íbúðina, kveikja á ilmkerti, og baka svo einhver býsn... bara af einhverju...
Enda er ég í dag, í þessu veðri sem hefur farið versnandi með hverjum 15 mínútum er ég búin að baka muffins og eplaskífur ásamt því að elda spakk og hagettí, og ekki má ég gleyma að nefna ilmkertið og þrifin.

Svo er fínt að elda kvöldið með rúnti í rigningunni með ekkert úbart og kíkja í heimsókn til gamalla vina og spjalla um daginn og veginn...

Svona á maður að gera í svona veðri.
SHARE:

sunnudagur, 29. ágúst 2004

Sunnudagur....

Góan da :) Föstudagur endaði í tómum rólegheitum. Fór upp í vinnu til Svenna til að lesa í íslensku enda enginn friður hér með þessa gröfu skóflandi upp öllu sem fast er beint fyrir neðan gluggann minn. Fór svo heim í sturtu og mætti svo heim til Svenna þar sem hann eldaði svaka fínt beikon og skinkupasta. Við erum alveg búin að snúa matarvenjum okkar við þar sem þetta var um 10 leitið og samræmist alveg við hádegismatinn sem ég var ekkert búin að borða.
Svo komu einhverjir gestir og setið var og spjallað fram á nótt, reyndar þagði Ragna óvenjulega mikið þar sem að ég vissi nú minnst um hvað þau voru eiginlega að tala enda öll vinir þarna úr FB.

Heilsan var mun betri á laugadaginn svo að ég fór á rúntinn og rakst þar á Árúnu í Vesturbænum vafrandi eins og týndur snjótittlingur. Við fórum því bara í ríkið og keyptum byrgðir fyrir kvöldið og kíktum svo aðeins í Kolaportið. Til að gera eitthvað meira af okkur brutumst við inn í X lausnir og skemmtum Sveppa og Svenna.
EFtir það lá leiðin heim á leið og við fleygðum okkur upp í rúm :) og söfnuðum smá kröftum áður en meik-öpp tíminn skreið í garð og síðan flugum við upp í Breiðholt það sem við fórum til Sveppa í grillpartý, ég hafði reyndar minni en enga löngun til að borða enda fann ég EKKERT bragð af neinu!! og árún pantaði pizzu með Jóhönnu... :) Í þessu partýi drukkum ég og Árún málningu og fórum í Box ásamt því að skoða klámmyndir ... semsagt, frekar óvenjulegt kvöld. Það kom svo að því að Árún fór í innflutningspartý til Jennýar vinkonu sinnar og ég og Svenni skutluðum henni þangað með því loforði að hún yrði að hitta okkur aftur á eftir. Þar sem Ragna snéri aftur í Breiðholtspartýið án Árúnar hóf hún að drekkar frekar óhóflega og engin tala fæst staðfest yfir fjölda drykkja.
Niðrí bæ lá svo leiðin með Bjögga, Ellý, Sveppa og Svenna þar sem við kíktum við á Hressó... og víst líka eitthvað á Viktor. Þar hitti ég nú strák sem þrumaði á mi kossi og spurði hvort að ég væri nú ekki til í að koma með honum heim... eeehhhhh, veistu, nei! Var reyndar að skoða myndina sem ég tók af honum í gær (var með myndavélina) og hann leit nú muuun verr út í minningunni!!! helvítis! jæja.... svona er þetta bara :)
Einhvernveginn hefur Ragna komist heim þar sem hún vaknaði í Rúminu sínu með óráði.
KFC varð fyrir valinu hjá mér og Jóa í hádegismat og síðan fór ég og dró Svenna út í góða veðrið og niðrí bæ þar sem ís var étinn á meðan við fylgdumst með öndunum á tjörninni, og BTW, þar voru nú eiginlega engar endur, aðallega frekir og háværir Nemo mávar :)

Er semsagt komin heim og ætlaði svo aldeilis að leggja mi því að ég var orði svooo þreytt,, en neiii ekkert örlaði á þessari þreytu þegar ég var komin upp í rúm tilbúin að slást við drauga og risasnúða í draumheimum.

Kvöldið er algerlega óráðið en kannski maður reynir að læra eitthvað þar sem grafan er í helgarfríi...
:)

Sjáumst síðar.
bæbbz
SHARE:

föstudagur, 27. ágúst 2004

Góðan dag góðir hálsar, einnig allir aumir hálsar

Jæja... Dagurinn í gær fór fram úr öllum vonum enda náði ég að mæta í alla tíma og kaupa jarðfræðibókina, var nefla send heim í jarfræði þar sem ég var ekki búin að kaupa bókina... En það skipti litlu, þurfti bara í staðinn að skila verkefni tímans yfir netið í gær.
Jarðfræðitíminn fór því í ísferð með Svenna Akerlie sem endaði fyndnari en ætlað var, enda steyptist Ragna á hausinn með ísinn í annarri fyrir utan búðina, engin stórslys hlutust af í þetta sinn nema 2 sár á ristunum, eitt á hnénu og marinn sköflungur, annar líður mér bara vel. Grey Svenni fékk alveg sjokk að sjá mig detta þarna í voða slóv mósjon en ég reyndi að segja honum það að hann yrði bara að venjast þessu enda er ég alltaf á hausnum og að meiða mig einhvernveginn... :)

Anyway...

Undir kvöldið fór ég til Svenna og endaði í svaka pizzaveislu með mömmu hans, eftir letikast fórum við svo í heimsókn til..... úps... Allavegana Bjögga og ...... Ester, Ellu, Elínu. Hjálp Svenni!!!
Allavegana endaði þetta með því að allir fóru seint að sofa.

Í gær var farið að örla á hálsbólgu og hausverk hjá ungfrúnni sem er búið að stökkbreytast og breyttist í hausverk, voða hálsbólgu, svíííma og svo svííííta, flökurleika og brenglaða sjón...
(Þeir sem vilja nánari útskýringar mega hafa samband... ) :p

Morguninn var heldur furðulegur....
Það eina sem ég sagði frá 8,30 til 9,50 var "já og þetta líka takk" Þarna sló ég örugglega persónulegt met í þagmælsku.
Þið þarna sem hugsið :"Þetta getur ekki staðist" Þá er Virkileg ástæða fyrir þessu. Ég var nefnilega í tvöföldum táknmálstíma í morgun. Ekkert smá hvað ég var að springa úr hlátri allan tíman því að kallinn (kennarinn) sem heitir Trausti og má oft sjá í Táknmálsfréttum er auðvitað heyrnarlaus og er með svo fyndin svipbrigði allan tíman þegar hann er að reyna að að segja okkur eitthvað að þetta er eins og sitja á sýningu hjá drepfyndnum lárbragðsleikara! :)
En maður skilur hann alveg samt.

Jæja, gott í dag, ætla að leggja mig og sjá til hvort að mér takist ekki bara að bestna....

SHARE:

fimmtudagur, 26. ágúst 2004

Dugleg stelpan!!!

Er búin að setja inn myndir frá Þjóðhátíð og Töðugjöldum sem er undir "óritskoðaðar djammmyndir" hérna til hægri.

SHARE:

miðvikudagur, 25. ágúst 2004

Gröfumartraðir

Ekki nóg með að ég hafi dreymt alveg skelfilega mikinn rugldraum um snúða og hringtorg þá vaknaði ég eldsnemma í morgun, skóflaði í mig Kellogg's og fattaði að tíminn byrjaði ekki fyrr en rétt fyrir 9.... svo að smá kúr var leyfilegt í morgun :) Alveg þangað til að einhver grafa fór í gang fyrir utan heima og fór að moka upp bílastæðinu, mér var nú náttla ekki alveg sama um það þar sem Trausti litli stóð aleinn út á hlaði og það var meira að segja búið að loka hann inni með keilum og látum. Svo að þegar ég kom út stóð litli vesalingurinn með beyglurnar á húddinu alveg hríðskjálfandi úr taugaveiklun... Var ekki lengi að keyra niður keilurnar og þeysast í burtu.

Dagskrá dagsins er algerlega óákveðin, nema svona undir kvöldið. Þá ætla ég nefnilega að fara snemma að sofa.

Síðan ég flutti í bæinn hef ég verið að kynnast hinum og þessum stórsnillingum sem láta mig finnast það að vaka með þeim sé miklu betra en að sofa, sem er reyndar kannski alveg rétt, því að þá missi ég ekki af samverunni með þeim :))


SHARE:

þriðjudagur, 24. ágúst 2004

Halló hæ gæjs :)

Jæja, ég vil lofa að með snögglækkandi sólu mun bloggunum mínum fjölga, hef átt einhver smá vandamál með að komast í tölvu, finna tíma, átt í erfiðleikum með ða pikka vegna skorinna putta og afbrendra og svo má lengi telja...

SHARE:

Halló hæ gæjs

ég er á lífi, believe it or not....
stökk heim aðeins í smá tíma til að ná í hitt og þetta þar sem að tákmálskennarinn mætti ekki í tímann... (Eh ekkert frekar heldur en í gær..)
Lofa ný bættum tímum og betri tíð í bloggi þar sem ég hef greiðan aðgang að tölvu/m
Bauð Svenna Akerlie (Kann orðið að skrifa nafnið hans :) ) í mat og hann bauð Atla Þór í mat og árún var auðvitað heimalningur og var líka. ég eldaði,... ótrúlegt.... Skulum ekkert fara út í það, en allir voru saddir svo að við lögðumst öll upp í sófa og fengum Ótrúlega fullnægingu :)))) Atli herramaður lét auðvitað okkur stelpurnar fá fullnægingu fyrst, og kláraði sína svo á eftir, svona á að gera þetta strákar!!
Önnur tilraun var gerð að Farenheit 9/11 upp í X lausnum þar sem við 4 fundum 3 fugla, tróðum okkur í sófa í kósi herbergi. ég og árún kusum að hvíla augnlokin svona af og til en annars var myndin bara helvíti góð.... erum reeyndar ekki búin að horfa á hana alla, en það hlýtur að takast einhverntímann... humm
Menningarnótt var helvíti góð, en svona í rólegri djammkanntinum, hjá mér allavegna enda gerðist ég sérlegur aðstoðarökumaður Svenna í brumm brumm bílnum.
Slæmt að hafa svona ökumann sem keyrir mann ekki heim svo maður neyðist til að gista hjá honum en mikil skemmtun hlaust af því... :)
(Hvað eruð þið að hugsa núna?????? :) )

Þar sem að skólinn er byrjaður og maður farinn að spara þá keyptum við Þráinn Skenk í stofuna í gær. svaka flottur, en ANDSKOTI stór og þungur og roooosalega erfitt að koma honum hingað upp. en eftir aumar tær og hausa var hann kominn á sinn stað,voða fínn þessi dýri hlutur....
Ego Dekor er búð að mínu skapi...

En.. sí ja súún
bæbbz
SHARE:

sunnudagur, 8. ágúst 2004

Ný og Betri Ragna

Eins og þið sjáið er ég búin að breyta síðunni minni ansi mikið og var eiginlega kominn tími til! Verst að ég kann engan veginn að setja upp commentakerfið aftur.... (Hjálp Jón!!) Þarf að skrifa svo mikið en er svo þreytt núna ða ég meika það ekki og ætla bara beint að sofa!!!
Góða nótt :)
SHARE:

miðvikudagur, 4. ágúst 2004

Ragna komin í sukkið!!

Er komin með mBlogsíðu þar sem ég mun vera dugleg að senda inn myndir úr símanum mínum.... allavegana meðan það er ennþá frítt að senda mms hjá símanum
tékkið á því
mBlog Rögnu Bjargar
SHARE:

þriðjudagur, 3. ágúst 2004

Komin heim.

Jæja... Þá hefst skrifið þó svo að ég er eiginlega alls ekkert að nenna því.
Áttum lausa 2 miða til eyja lengi vel en losuðum okkur við þá seint og síðar meir (við: ég og Fúsi Þór) Palli og Orri ætluðu að koma með. En.... svo fór að Palli komst ekki vegna barnapassana (afsökun eða ekki....) og Orri... Jah, hann var svo fullur kvöldið áður (Föstudaginn) að ég gat með engu móti náð í hann til að vekja hann svo að hann var skilinn eftir í landi!
Ferð okkar hófst frá Vík kl 9 og stoppað var hjá Árúnu Ítalíufara til að segja hæ í persónu og kyssa hana velkomna! Þegar búið var að skoða nokkrar af ítalíumyndunum hennar (kem síðar og skoða restina þegar ég hef tíma) var brunað af stað í Þorlákshöfn stystu leið
(verð að fara að sofa...=)
Skrifa meira á morgun
SHARE:

Komin heim.

Jæja... Þá hefst skrifið þó svo að ég er eiginlega alls ekkert að nenna því.
Áttum lausa 2 miða til eyja lengi vel en losuðum okkur við þá seint og síðar meir (við: ég og Fúsi Þór) Palli og Orri ætluðu að koma með. En.... svo fór að Palli komst ekki vegna barnapassana (afsökun eða ekki....) og Orri... Jah, hann var svo fullur kvöldið áður (Föstudaginn) að ég gat með engu móti náð í hann til að vekja hann svo að hann var skilinn eftir í landi!
Ferð okkar hófst frá Vík kl 9 og stoppað var hjá Árúnu Ítalíufara til að segja hæ í persónu og kyssa hana velkomna! Þegar búið var að skoða nokkrar af ítalíumyndunum hennar (kem síðar og skoða restina þegar ég hef tíma) var brunað af stað í Þorlákshöfn stystu leið
(verð að fara að sofa...=)
Skrifa meira á morgun
SHARE:
Blog Design Created by pipdig