þriðjudagur, 31. maí 2011

Snúðar

Jæja...

Ætli það sé komið að því að fara að huga ða því að blogga snúðabloggið ógurlega?

Þið þarna... þið sem hafið smakkað ÞÁ... (þið vitið hverja ég er að tala um ... )
Ef þið eruð ekki viss þá eru þeir einhvernveginn svona

Sú var tíðin að það voru ófáir sem mættu í snúðakaffi ef boðið var upp á það... Ég verð að bjóða fólki bráðum í kaffi eins og var gert hér um árið og ég bloggaði um það þá.

eða viljiði kannski blogg líka ?


SHARE:

Eplakaka á hvolfi !

oh, mér finnast svona kökur svo rosalega góðar, sérstaklega með eplum en líka með ananas :)


Hérna er uppskrift sem er ekki glúteinlaus!

Ég prufaði að nota vanillukökumixið frá Bob's red mill sem fæst í Kosti og þið verðið eiginlega að tjékka á þessum vörum, enda ótrúlegt úrval af hinu og þessu sem hefur ekki fengist á Íslandi + lífrænum og glúteinfríum vörum.

Kökumixið sem ég notaði er laust við allt glútein og þess vegna frábær kostur fyrir þá sem reyna að sleppa því úr fæðunni eða eru með óþol. Að vísu getiði notað allar vanillukökuuppskriftir sem þið eigið í kokkabókunum ykkar en hér kemur mín útfærsla í þetta sinn

setjið púðursykur og smjör í pott og hitið þar til allt er bráðið saman 

hellið í smelluform eða annarsskonar form. 

Skerið niður epli og raðið í botninn

Kökumixið 


Setti það sem átti að setja útí. Egg, olíu og vatn 

Hrært saman þar til allt er slétt og fínt 

Hellt yfir eplin og karamelluna 

bakað í ofni þar til reddí.. mmm

flæðandi karamella 

hvolft ofan á disk: mmmmm!!!

tvöfallt mmmmmm!!


Kakan kom mér alveg ótrúlega á óvart. ég vissi ekki að það væri hægt að hafa glúteinlausa köku svona mjúka og safaríka. Að vísu er ekki eins bragð að henni eins og ef þetta væri kaka búin til úr hveiti en hún er þrátt fyrir það ansi bragðgóð. Sérstaklega með smá rjóma... ;)


Uppskrift:

sjóðið saman:

100 gr púðursykur
80 gr smjör

skerið niður 1-2 epli (fer eftir því hvað þið notið stórt form hvað þið þurfið mörg epli, en ég nota 9" kökurform sem er mun minna en þetta klassíska kringlótta form.)
En... þið getið notað ýmis form. t.d. hægt að gera litlar mini muffins eða setja þetta í eldfast mót.

Farið eftir leiðbeiningum á pakkanum og hellið yfir. Bakið í ofni þar til pinni sem stungið er í kemur hreinn út. Hjá mér tók það klst og korter en kakan var frekar þykk þar sem ég notaði minna kökuform en ella.

Það getur alltaf gerst að það leki smá karamella út úr  forminu og brenni ef hún drippar í botninn á ofninum. Ég læt kökuna standa á smjörpappír og þá er vandamálið úr sögunni.

Endilega prufið :)
SHARE:

sunnudagur, 29. maí 2011

Ananas-salsa

Mig hefur langað til að gera þessa uppskrift í svolítinn tíma en hvergi séð almennilega uppskrift til að fara eftir svo ég bjó hana að mestu til sjálf.

Hugmyndin með þessu salsa er að hafa með bragðsterkum mat, þetta er sæt/súr salsa með smá kikki af sterku þar sem það er chili í þessu líka.

Þetta er snilld með grilluðum kjúkling sem var einmitt það sem ég gerði (þó svo að ég hafi reyndar notað grillpönnu í þetta skiptið)

Margt er hægt að gera við þetta ananas salsa. Það er t.d. hægt að setja það í samlokur, með í salat, á milli á  hamborgara og eins og ég ætla að gera í kvöld þegar byggið er kólnað.... að blanda þessu saman við bygg, hrísgrjón, kúskús osfrv osfrv

Aðferðin er afskaplega auðveld fyrir svona frábært meðlæti en eina vinnan felst í að saxa og saxa.


hér er nýafklipptur kóríander úr litla garðhimnaríkinu mínu útá svölum...mmmm

Hér er allt komið í skál og á aðeins eftir að hræra saman. 




Tilbúið... 



Uppskrift: 

Ananas Salsa: 


1/4 af ferskum ananas, hreinsaður og saxaður í frekar litla bita
1 tsk rautt chili, fræhreinsað og mjög fínt saxað. 
2 msk kóríander, þvegið og saxað fínt (mælt eftir að ég er búin að saxa)
4 msk rauð paprika, söxuð
1 msk lime safi (ferskur eða úr flösku)
1 msk olía 



Nú veit ég um nokkra sem engan vegin geta borðað kóríander. 
Ef þú ert einn af þeim en langar að prufa eitthvað suðrænt, auðvelt og spennandi þá getið þið notað ferska steinselju í staðinn.

Einnig ef ykkur langar til að rækta ykkar eigin kryddjurtir útí garði eða á svölunum þá mæli ég með að þið kaupið pottaðar plöntur frá Garðyrkjustöðinni Engi en þið getið séð Hérna hvernig ég setti minn kryddjurta"garð" upp
einnig er facebook síða Garðyrkjustöðvarinnar hér. 


Nú er bara að byrja :) 

Fleiri uppskriftir frá þessari máltíð koma síðar :) 

SHARE:

mánudagur, 23. maí 2011

Eldgos

Úff... aftur ? Seriously?

Þið sem þekkið mig vel vitið að ég er úr Vík og mest öll ættin mín er í kringum Kirkjubæjarklaustur.
Öll systkin mömmu eru bændur og amma og afi búa einnig líka fyrir austan þó svo að þau séu hætt fjárbúskap og reyndar ferðaþjónustubúskap líka.

Í dag (sunnudag) er það þó ekki ég sem er í fjölmiðlum heldur eiga mamma og systkini hennar vinninginn

hér er viðtal við mömmu á mbl sjónvarp:

Þetta er allt kolsvart

hér er viðtal við Björgvin á mbl sjónvarp:

Græn tún orðin grá

og

hér er viðtal við Þóru (og Eyþór) á RÚV

Fundu ekki féð í myrkrinu


Ég hef viljandi linkana öskugráa í tilefni eldgossins og öskunnar.
Vonandi lýkur þessu fljótt
SHARE:

miðvikudagur, 18. maí 2011

Vík-Reykjavík

Það að keyra þessa leið hefur stundum valdið ýmislegum tilraunum, uppákomum, atvikum og já í þessu tilviki blómastuldi...

Sá þúsundir páskalilja þegar ég keyrði framhjá Hveragerði og stökk út ! 

skoðaði aðeins aðstæður


flækti mig aðeins í trjánum




og fann nokkrar páskaliljur... Ég þakka Stefni Gíslasyni fyrir að hafa gefið mér þennan veiðihníf fyrir mörgum árum síðan og þakka mér að hafa haft hann í emergency-kassanum í skottinu. Hann kom að góðum notum! :)


og hér eru þær :) alveg gríðarlega fallegar og hmmm kannski pínu páskalegar. 



Þess má geta að Hildur tók myndirnar og þær eru teknar á iphone 1 (haha) og því ekki í meiri gæðum en þettan. 



SHARE:

Blogg í miðri viku

 Ég reyni að setja inn matarblogg einu sinni í viku en að sjálfsögðu, ef andinn kemur yfir mig og ef ég hef einhverju frá að segja þá set ég inn blogg :)
Ég var á spjalli við Björgvin (aka Björgvin og Ellý) í gærkvöldi og komst að því að ég er búin að eiga www.ragna.is síðan 2004. Það gera orðið 4 ár
Ég hef verið að blogga á þessu vefsvæði síðan 2003, sem gerir 8 ár.  Vá!
Ég eiginlega byrjaði að blogga áður en allt blogg-æðið hófst og annar hver maður var kominn með sína bloggsíðu og ég lifði af facebook bylgjuna þegar allir hættu að blogga og nota orðið bara facebook

Að vísu hefur bloggsíðan breyst mikið síðan þá og innihald síðunnar hefur breyst að sama skapi.
Í fyrstu bloggaði ég bara um hvað á daga mína dreif en síðasta vor ákvað ég að ég myndi breyta blogginu og áherslum og gera það að matarbloggi þar sem ég myndi blogga eftir fyrirmynd annarra matarbloggara sem ég fylgist með.

Það varð svo úr að ég frestaði því að byrja matarbloggið þangað til eftir útskrift úr Hjúkrunarfræði í júní 2010 og hef síðan þá sett inn uppskriftir að meðaltali 1x í viku.

Viku eftir viku hefur heimsóknunum svo fjölgað og ég hef fengið kynningu á síðunni í dagblöðum, í gegnum önnur vefsvæði og í gegnum fyrirtæki.

Ég reikna með að halda áfram strikinu og setja inn uppskrift af einhverju gómsætu að minnsta kosti 1x í viku og setja svo jafnvel einhver myndablogg eða örblogg inn á milli.
SHARE:

mánudagur, 16. maí 2011

Eruði tilbúin í hamborgarasumar?

Ég er amk komin í gírinn (í huganum amk)
Hamborgarar eru ekki alveg það óhollasta í bókinni... Það er aðallega sósujukkið sem maður treður á borgarann sem gerir hann gífurlega óhollann.. Annars er þetta bara grænmeti, brauð og jú kjöt. Þeir sem vilja geta meira að segja sleppt brauðinu og enn verið með í borgarafjörinu í sumar :)
hafi þetta hver á sinn hátt ! :)
Ég verð samt að tuða örlítið um það að það virðist ekki fást hakk hér á íslandi sem er undir 10-12% í fitu... Ég veit ekki hvað tilbúnir borgarar eru með mikilli fituprósentu en það er sjálfsagt ekki undir því.
Það væri snilld að geta fengið almennilega magurt hakk.

Ég sá á netinu um daginn auglýsingu sem hljómaði eitthvað á þessa leið... 200 gr borgararnir komnir, 100% ekta nautakjöt!!
Ég hugsaði að það væri snilld að bera á borð þvílíka steik fyrir gestina sem ætluðu að koma í Eurovisionforkeppnispartýið á þriðjudaginn síðasta og renndi á staðinn sem bauð upp á þessa borgara...
Ég hrökklaðist fljótlega út aftur enda kostuðu 2 stk af þessum 200 gr kjötstykkjum heilar 980 kr !
Asskoti dýrt kílóverðið það

Ég ákvað því að fjárfesta loksins í hamborgarapressu í Húsasmiðjunni sem kostaði rétt undir 800 kr, rúllaði við í Hagkaup og keypti hakk úr kjötborðinu þar (það vildi þannig til að hakkið úr kjötborðinu var ódýrara en það sem var boðið uppá í tilbúnum pakkningum)

Þegar heim var komið gerði ég svo mína eigin 160 gr 100% ekta nautakjötshamborgara og bauð uppá í kvöldmatinn.

Hamborgarabrauðin sem ég notaði voru þessi af stærri gerðinni sem loksins eru farin að fást fyrir almenning en fengust fyrir 1-2 árum aðeins fyrir veitingastaði. Það gea þess vegna hver sem er gert listagóða hamborgara heima hjá sér.

Til að þið fáið smá tilfinningu fyrir stærð á borgunum þá eru flestir borgara sem fást 4 saman í öskju með brauðum aðeins 80 gr. Ég man því miður ekki hvað það er verið að selja þessa bakka á núna en mig minnir að það sé farið að slaga hátt í 600 krónurnar. Það merkilega við þessa pakkaborgara er hvernig kringlóttur borgari getur orðið að sporöskjulaga borgara við steikingu.... Beats me, mínir borgarar héldust fullkomnlega kringlóttir :)

Millistærð af borgara er 110 gr og stórir borgarar eru 160 - 200 gr. Ég hafði hugsað mér að gera 200 gr borgara en þar sem hamborgarapressan fæst bara í einni stærð þá yrði 200 gr borgarinn ansi þykkur og þyrfti í raun að vera aðeins meiri í þvermáli. Þessvegna hafði ég hann 160 gr, sem var svo fullkomnlega passlegt að ég geri það örugglega aftur... alltaf

Ég hafði auðvitað áhyggjur af því að þetta væri dýrara en að kaupa tilbúna hamborgara svo ég leit mikið í kringum mig í síðustu viku til að fá smá tilfinningu fyrir hvað almennt verð væri á hamborgunum og komst að því  eftir að ég hafði sett upp smá verðdæmi um hvað borgarinn kostaði sem 160 gr eða sem 80 gr á því verði sem ég keypti hakkið síðasta þriðjudag þá væri það síður en svo dýrt miðað við annað á markaðnum


1 stk risa hamborgarabrauð : 77 kr
160 gr  100% nautakjöt : 215 kr
Máltíð: 292 kr
Fyrir 4: 1168


1 stk risa hamborgarabrauð : 77 kr
80 gr kjöt : 124
Máltíð: 201
fyrir 4: 432 kr

Það er því um að gera að elta tilboðin á nautahakki í sumar og kaupa sér bakka þegar góð verð eru í boði :) T.d. eru alltaf tilboð í Kosti á mánudögum, 697 kr kílóið


Hér er svo myndasería hvernig ég gerði borgarann og ég held að myndirnar tali sínu máli. 











SHARE:

fimmtudagur, 12. maí 2011

Kryddjurtir 6 dögum síðar






LOFAR GÓÐU ! 
SHARE:

Kryddjurta frenzy

Ég hef staðið mig að því sl daga að koma heim og fara út á svalir til þess að skoða börnin mín... Börnin mín heita nokkrum þekktum nöfnum og heita eftirfarandi:

Blóðberg
Sítrónu melissa
Mynta
Steinselja
Graslaukur
Kóríander
Oregano
Timian
og
Jarðaber

já, falleg börn sem ég dáist að :)

amk þegar helvítis Starrinn situr ekki og étur þau frá mér. Urr... Það stríð er enn yfirstandandi en núna er ég búin að prufa að setja glansandi silfrað pakkaband yfir timianið (þeir eru hrifnastir af því ?) og bíð eftir að sjá einn óvin minn koma í heimsókn eða bara vonandi koma þeir ekkert aftur úr þessu

Innandyra er ég svo með Basilíku og Stevíu en þær henta illa til útiræktunar.

Eins og þið sjáið á myndunum þá er ég með potta hangandi framan af svölunum.
Að vísu væri örugglega best að vera með þessar plöntur í pottum á svölunum á skjólsælum stað en ég er með þriggja fermetra svalir sem ég hef ákveðið að setja á 2 stk stóla, borð og grill og því afar takmarkað pláss fyrir nokkuð annað.
Ég ákvað þess vegna að prufa að kaupa potta í ikea sem hengjast framan á svala handriðið og spara mér hellings pláss. Þar að auki eru pottarnir stórir svo að það þarf ekki að vökva of oft og þeir virðast festar mjög vel utan um handriðið svo ég er mjög ánægð með þessa potta.

Það sem maður ætti kannski að vera hræddastur við er að það gæti orðið svoldið hvasst fyrir jurtirnar en ég er ekki of stressuð yfir því, enda afburðar mikið logn í portinu sem svalirnar snúa útí.


Ég hef sl 3 ár ræktað jurtirnar frá grunni. Þ.e., sáð fræjum í mars-apríl og svo verið með martraðir yfir því að drepa þær á meðan jurtirnar eru enn mjög viðkvæmar og þurfa frekar mikla athygli.
Þarsíðasta sumar kom grein um mig í fréttablaðinu þar sem talað var um mig og heimaræktun kryddjurta.
Mjög gaman og allt það, en viti menn, ég drap allar jurtirnar vikuna seinna þegar ég fór langa helgi austur til Víkur. haha. Þvílík kaldhæðni :)

Ég byrjaði hins vegar bara aftur og fékk fína uppskeru.

Eitt hefur pirrað mig alveg gríðarlega. Það er að þegar maður er að rækta heima, frá fræjum og eru kannski eins og ég, með stofuglugga sem snýr í hávestur þá er ekki mikil sól nema uppúr 2 á daginn og plönturnar vaxa  frekar hægt sem er eiginlega of hægt fyrir minn smekk og þ.a.l. verður maður aðeins of óþolinmóður.

Í ár hafði ég samband við Garðyrkjustöðina Engi og fékk allan þennan aragrúa af jurtum til að planta sjálf og rækta.




Þið hafið alveg örugglega séð þessar jurtir í flestöllum matvöruverslunum, mörkuðum, lífrænum matvöruverslunum osfrv. 

Vissuð þið að þið getið keypt svona jurt á um 550 kr, umpottað henni og verið komið með gríðarlegt headstart á ræktunina og átt þess vegna jurtir tilbúnar til nytjunar frá og með deginum sem þú kaupir þær ?!! 

er þetta ekki mikil snilld ?! 

Blóðberg, sítrónumelissa og mynta 





Steinselja, graslaukur, kóríandier



oregano og timian 

Núna eru jurtirnar mínar úti í pottum og vaxa og dafna alveg gríðarlega vel :) 
Hef notað þær og þær eru bragðmiklar og alveg tilbúnar til nytja og er það mikill munur frá því að vera að rækta upp frá fræjum þegar ég gat ekki farið að nýta jurtirnar fyrr en uppúr miðjum júlí. 

Halló kryddjurtasumar !





Set inn nýja mynd í næstu viku til að sýna ykkur hve hratt jurtirnar vaxa 
Garðyrkjustöðin Engi er staðsett í Laugarási í Biskupstungum.
Á sumrin eru þau með lífrænan markað sem SKYLDA er að taka rúntinn á á sumrin og kaupa ferskt, lífrænt ræktað grænmeti og jurtir auk þess sem stemningin ku víst vera mjög skemmtileg og alltaf tekið vel á móti manni. 

Ég hef ekki farið en ég ætla að taka einn laugardagsrúnt þangað í sumar í góðu sumarveðri og kannski stoppa á Selfossi og fá sér ís í leiðinni ! :) 

Garðyrkjustöðin er með facebook síðu fyrir Lífræna Markaðinn sem ég hvet alla til að like-a þar sem þau koma iðulega með fréttir hvernig ræktunin gengur og hvað muni standa til um helgarnar þegar markaðurinn verður opinn. 




Fylgist svo með áfram hvernig ég nota jurtirnar og hvernig ræktunin gengur

Auk þess væri alveg gríðarlega gaman að heyra sögur frá því hvernig ykkur gengur að rækta ykkar jurtir og það er engin afsökun að segjast ekki hafa græna fingur eða kunna ekki að rækta. . . 
kaupið ykkur mold, pott og kryddjurtir frá Engi og prufið bara... þetta er EKKERT mál ! :)


Þangað til næst

kveðja
Ragna 




SHARE:

þriðjudagur, 10. maí 2011

Eurovision partý matur


í forrétt:

Grillaðir kjúklingavængir með heimagerðri gráðaostasósu 


Aðalréttur:

Heimagerður hamborgari




Blogg væntanlegt
SHARE:

laugardagur, 7. maí 2011

Fyrsta grillkjöt sumarsins

Loksins... !!

Spánar-veður á svölunum í kvöld og kryddjurtirnar úr pottunum notaðar... namm! 






p.s. mér í alvöru finnst leiðinlegt ef lyklaborðin ykkar verði ekki söm ef þið slefið of mikið á þau. 
SHARE:

föstudagur, 6. maí 2011

Eruði tilbúin ?



Ég á ekki orð yfir hvað mataráhugapúkinn minn hoppar oft um af kæti þessa dagana enda á ég fallegustu kryddjurtir sem ég hef átt hingað til ! 

Krossum fingur að mér takist ekki að drepa þær áður en formlega bloggið komi og að þær fái að vaxa og dafna í sumar 


framhald síðar

SHARE:

þriðjudagur, 3. maí 2011

Bláberjamuffins



Einhver var búinn að svara myndagátunni sem ég setti hér inn fyrir helgi. 

Það sem var í skálinni voru öll innihaldsefni fyrir bláberjamuffins og ég get sagt ykkur það að þessar bláberjamuffins eru ekki af verri gerðinni og algjört nammi nammi namm!

Ég á enn slatta af bláberjum í zip-lock pokum inní frysti sem ég týndi sl haust í gríðar mikilli háskaför með Brynju (kasóléttri) og Kollu vinkonum mínum en ætla ég ekki að fara nánar útí þá ferð nema að segja að það fóru 2 jeppadekk á haugana þegar heim var komið (þetta eru dýrustu bláber í Reykjavík og þó víðar væri leitað!) 

Ég hvet samt alla til að eyða einni klst eða svo næsta haust til að skríða út í móa með vinum, fjölskyldum eða ein með ipod í eyrunum og týna nokkur bláber í fötu til að eiga í frysti... Kostar ekki neitt að týna bláberin, hægt að búa til gómsætar sultur og frosin bláber má nýta allt árið um kring til að gera heitar bláberjasósur, bláberja súpu, bláberjakökur, bláberjamuffins, bláberjasaft, bláberjasalatdressingu, bláberja boozt og svo sjálfsagt eitthvað meira ef ykkur dettur í hug.
Ef þið hafið ekki nokkurn áhuga á að fara og týna bláber (og ég þekki nú alveg nokkra sem eru á þeirri skoðun að berjatýnsla sé með því leiðinlegra sem hægt sé að gera í lífinu) þá fást frosin ber í pokum í flestum búðum

Hér kemur samt gómsæt uppskrift að stórum fluffy bláberjamuffins með krispí topp og safaríkum berjum í miðjunni. 


Í flest öllum góðum bakstri byrjar hamingjan með smá smjöri og sykri 

Galdrar gerast þegar búið er að þeyta smjörið og sykurinn vel saman og eggjum bætt útí einu í einu...
Fyndið að í öllum uppskriftum er sagt "einu í einu". . . Ég prufaði einu sinni að vera brave þegar ég var að gera 20 marmarakökur í stórri hrærivél og skellti 15 eggjum útí einu. Það gerðust engar hamfarir og marmarakökurnar voru eins og alltaf. Það voru smá vonbrigði að reglan að bæta eggjunum útí einu í einu væri í raun bara til að maður gæti dáðst að því að sjá egg og sykur verða að fallegu og fluffy deigi. 

Svona lítur fallegt og fluffy deig út :)

Öll þurrefni + mjólk sett útí 

uppskriftin segir hvergi að maður eigi að setja vanilludropa.
Mér finnast samt vanilla + bláber vera jafn gott par og sítróna + bláber og skellti 1/2 teskeið af dökkbrúnu vanilluextract gulli útí. 

útí blönduna fara 2 bollar af bláberjum.... 

Uppskriftin gerir 10 stórar muffins... Hægt að setja þau beint í muffins mót (ég á því miður ekki mynd af þessum muffins þegar þær voru tilbúnar. Það þarf sumsé ekki að nota pappír frekar en þið viljið. Munið bara að það þarf að láta muffinsið kólna aðeins áður en þið reynið að taka það úr formunum. 





Setja þau í pappírsform eins og þessi. Þessi form fékk ég í Allt í köku.is  en einnig væri hægt að klippa niður litla ferninga af smjörpappír og brjóta þá ofan í muffinsholurnar.


Ofan á muffinsdeigið er settur smá sykur til að fá enn meira krispí topp 

Eftir góðan tíma í ofninum litu kökurnar svona út ... ó mæ!!!

Hér var erfitt að hringja ekki út hópsímtal á vinkonurnar og bjóða þær akút í kaffi... 




Sjáið þessi fallegu bláu ber... mmmm



Uppskrift: 
Gerir 10 stk stórar muffins eða 12 venjulegar

115 gr smjör 
1 + 1/4 bolli sykur 
2 egg 

2 bollar hveiti1/2 tsk salt 
2 tsk lyftiduft 
3/4 bolli mjólk (ég bæti vanalega um 2-3 msk í viðbót) 
(1/2 - 1 tsk vanillu extract ef þið viljið) 

2 bollar bláber (frosin eða fersk) 


Aðferð:

-Þeytið smjör og sykur saman þar til blandan lýsist. 
-bætið eggjunum útí einu og einu og hrærið vel á milli. Þeytið þessu vel saman þangað til ykkur finnst blandan orðin loftmikil og ljós
-Bætið þurrefnum + mjólk útí og hrærið þar til það er blandað. Engin ástæða er að hræra kökudeig lengur en bara til að það blandist vel saman. Sé það hrært of vel binst glúteinið of mikið og kakan getur orðið seig 
-Setjið muffinsið í muffinsform, með pappírsformum eða ekki og stráið smá sykri yfir muffinstoppana. 
-Bakið í ofni við 180°C í 30-40 mínútur. Mínar muffins voru inni í 42 mínútur en séu notuð fersk, ófrosin ber þá mun bökunartíminn vera styttri.

Ath að ef þið geymið muffinsið yfir nótt eða í einhvern tíma, ekki setja það í poka eða í box með loki... Muffinsið er mjgö safaríkt og mjúkt og toppurinn verður mjúkur og blautur ef það er sett lok eða ofan í poka. . . Leyfið því að standa á borði í staðinn

Ath nr 2
Ef þið eigið ekki bollamál... Gerið þá ráð fyrir að bollinn sé 250 ml eða 2.5 dl
Að vísu eru Bandaríkjamenn og Evrópubúar ekki sammála um stærð bollanna en í Bandaríkjunum er einn bolli 237 ml og í Evrópu er bollinn 250 ml
Þessi uppskrift er upprunanlega bandarísk svo ef ykkur langar að leika ykkur að því að reikna út 237 ml af hveiti osfrv ten go ahead.
Ég hef persónulega ekki lent í veseni með að nota 250 ml í staðinn og bæta frekar örlítið af mjólk við til að vega upp á móti. Ég er samt búin að finna bandarískt bollamál í Pipar og Salt (ein af mínum uppáhalds búðum !) og þarf að fara að kaupa mér það bráðum. 

Enjoy !!!!




SHARE:
Blog Design Created by pipdig