þriðjudagur, 14. október 2014

Sinnepskjúklingur með rósmarín og hvítlauk


Ég get ekki sagt að ég sé matvönd... ég borða svona flest allt nema ég á afskaplega erfitt með að borða paprikur og bleikan fisk. Paprikan er þó skömminni skárri og ég borða hana ef hún er í réttum. . . Ég kýs hins vegar oft að reyna að sleppa henni í minni matseld. 
Eitt bragð sem ég hef upp á síðkastið verið að meta betur og betur er sinnepsbragð. 
Hef að vísu alltaf fundist brúna SS sinnepið gott og gult sætt sinnep verið allt í lagi. 
Eftir að ég uppgötvaði hvað dijon sinnep er gott hef ég verið að prufa ýmsar gerðir og lauma því orðið í ótrúlegustu rétti. 

Um daginn var á vegi mínum sætt dijon sinnep (hunangsdijon) sem ég setti á kjúklingabringur.
Ó my hvað það er gott saman með smá rósmarín og hvítlauk. 



Hef hingað til frekast átt til að setja dijon sinnep á svínakjöt eða lambakjöt en einhvernveginn látið það að mestu vera að setja dijon sinnep útí kjúklingarétti. 

Mér fannst tilvalið að nota sæta dijon sinnepið útá kjúkling til að yfirtaka ekki alveg hið milda bragð kjúklingsins og bætti svo rósmaríni og hvítlauk með. Þessi þrennar klikkar ekki, á hvað sem er.

Endilega prufið að setja dijonblönduna á lambakjöt! 

Hef núna gert þennan rétt nokkrum og verð því að deila honum með ykkur :) 
Það góða við þennan rétt er að hann er 
a) fljótlegur 
b) þarft ekki að eiga mikið til þess að setja hann saman

kryddlögurinn útbúinn
Litli aðstoðarkokkurinn lætur sig sjaldan vanta 

Fyrir ofn 

Eftir ofn 
Uppskrift 
fyrir 3 

3 kjúklingabringur 
3 msk sætt dijon sinnep - hunangsdijon (venjulegt dijon virkar einnig)
2 hvítlauksrif, saxað smátt, rifið eða pressað 
1/2 - 3/4 msk Seasoned salt (t.d. Heima, Lawry's, Season all)
1/4 msk þurrkað rósmarín eða 1 msk ferskt, saxað smátt
3 sneiðar beikon 


Aðferð: 
-Setjið saman í skál dijon sinnep og krydd
-Smyrjið ríkulega yfir kjúklingabringurnar allan hringinn
-Vefjið beikoni utanum eða leggið yfir bringurnar
-Eldið í ofni á 190°C í um 30-35 mínútur (ath, fer mikið eftir stærð bringanna og hvort þær séu nýkomnar úr ískápnum eða ekki. Athugið þess vegna reglulega hvenær þær eru tilbúnar)


Tillaga að meðlæti
-Ofnbakaðar sætar kartöflur
-Soðnar gulrætur
-Salat
-CousCous 


Enjoy :) 

SHARE:

fimmtudagur, 9. október 2014

Pítubrauð

Það tekur ekki langan tíma að gera pítubrauð. Það passar vel að henda því í skál þegar heim er komið eftir vinnu og svo kíkja á það aftur um 20 mín áður en maturinn á að fara á borðið. :) 

Fyrir utan hve æðislega gott að fá nýbakað pítubrauð þá er rosalega gaman þegar maður er með lítil börn að geta gert litlar pítur fyrir þau :)

Allt hráefnið

Aðstoðarkokkurinn raular orðið með mömmu sinni 

skipt í 8 kúlur 

Flatt út. Ath ekki hafa brauðin of stór.




Uppskrift: 
gerir um 8 pítur

500 gr hveiti
1,5 tsk salt
2 msk matarolía
1 poki þurrger
2 msk sykur
ca 250-300 ml volgt vatn

Aðferð
- Setjið hveiti, salt, matarolíu, þurrger, sykur og vatn saman í skál og hnoðið annað hvort í höndunum  á borði eða með hrærivél í 8 mínútur (hér má eiginlega ekki gefa afslátt á mínútum :) )
- Setjið deigið í skálinni á volgan stað (eða ofan í volgt vatn í eldhúsvaskinum) og breiðið viskastykki yfir. Látið hefast í 40-90 mín. (Fer eftir hve heitt er þar sem deigið hefast)
-Skiptið deiginu í 8 búta og gerið píturnar einar í einu með kökukefli og raðið 3-4 saman á pappírsklædda plötu og setjið inní ofn á.
-Verið búin að hita ofninn uppí 200°C og bakið píturnar á einni eða tveimur plötum (ef 2 plötur stillið þá á blástur) og bakið við 5-7 mínútur. Þær eiga að blása vel upp. Ef þær blása ekki vel út þá getur verið að ofninn sé ekki nógu heitur eða þið eruð með píturnar of stórar. Það er ágætt að miða við pítubrauðin sem fást í öllum helstu búðum.

Setjið það álegg sem ykkur lystir í pítuna ykkar

mmmmmmm

gjörið svo vel :)




SHARE:
Blog Design Created by pipdig