mánudagur, 12. desember 2005

að fullorðnast...

þetta er hálf flókið ferli skal ég segja ykkur...

það var svo auðvelt að geta farið út í drullumall áhyggjulaus og farið svo inn í mat þegar mamma kallaði. muniði ekki?
Alltaf er eitthvað meira og meira að læðast að manni og maður er alltaf að læra eitthvað nýtt, ætli maður hætti því nokkurn tíman?
ég á það til að verða ógeðslega afbrýðissöm... mikið rosalega finnst mér það óþægilegt. og ég sit meira að segja og veit af því, og sérstaklega hve fáránlegt það er! en, samt ræður maður ekkert við það og að manni læðast ógeðslegar hugsanir sem eru svo ljótar og illar að maður skammast sín næstu daga að hafa hugsað þær og hafa hatað einhvern.
Afbrýðissemi er eitthvað sem hægt er að stjórna, og líka sjálfselsku. EN... það er svo erfitt að berjast við sinn innri mann... sérstaklega þegar manni finnst eitthvað vera ósanngjarnt eða leiðinlegt eða pirrandi en VEIT að það er eitthvað sem maður verður að sætta sig við og er alveg eðlilegt.
Er þetta bara frekjan sem maður var með þegar maður var lítill... Þráinn má sko ekki fá 3 hubba bubba og ég skellti á puttann á honum. . . Ekki viljandi samt. það var hann sem var ða þvælast með puttann í hurðarkamrinum. Man samt ekki alveg hvort að hann hafi verið hlaupandi á eftir mér með puttann á lofti og verið að núa því mér um nasir að hafa fengið 3 hubba bubba eða þá að hann ætlaði að gefa mér helminginn af þriðja sínu. Eftir eitthvað sem lemur mann í andlitið fær maður sektarkennd og samviskubit, og já, ég held að það sé mikið verra en allt sem ég hef talið upp hér að ofan.
Því að mér er alveg sama um fjandans tyggjóið og að þráinn skuli hafi verið að álpast með puttann í kamrinum þegar ég skellti hurðinni... en ég er ennþá með sektarkennd yfir að hafa skellt hurðum út af tyggjói!
mikið hefur mamma örugglega gaman af að lesa þetta! :)

Ég reyni eins og ég get að sitja og þegja af mér afbrýðissemi, eigingirni og sjálfselsku.
Tekst ekki alltaf vel, auðveldast með afbrýðissemina, hún er oftast líka í garð einhvers sem veit ekkert af því og ég vil ekki að fái að vita.
Það er samt betra þegar upp er staðið að sitja og þegja, ef maður sjái fram á það að ef maður fer að vera með einhver læti, þá kemur þessi nagandi sektarkennd og samviskubitið bítur mann fast í hálsinn og magann... og vill ekki fara.

ég held að þið vitið svona nokkuð hvað ég er að meina.
Allavegana vona ég að ég sé ekki ein svona :s
þið vitið þá orðið ansi mikið um sjálfa mig þá ef ég er ein svona :/
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig