miðvikudagur, 27. október 2010

Nautakjöt með Béarnaise sósu !

Ég sver það..

ég er enn að smjatta á matnum sem ég eldaði fyrir Gústa og Hildi sl laugardag.


í forrétt voru tómatar með mozzarellaosti og basil (héðan úr glugganum).. að sjálfsögðu með balsamic vinaigrette og ólífuolíu dressingu

risa tómatar ! 

nýmalaður pipar yfir
Þetta er hægt að gera 1-2 tímum áður og geyma í ísskáp.


Svo var komið að nautakjöti í aðalrétt..
Ég keypti nautafillé frá Íslandsnauti sem lofar fullmeyrnuðu kjöti. Ég reyni að reikna með 200 gr á mann en all frá 170-250 getur átt við. Það fer líka eftir meðlætinu hvað hver þarf mikið. Þarna var ég með 170 gr á mann enda mikið meðlæti með. 

Nautakjöt - uppskrift: 


Takið kjötið tímalega út úr ísskáp svo að það sé helst við stofuhita þegar þið byrjið að elda 
Kryddað með maldonsalti og góðu steikarkryddi, skellt á pönnu (rjúkandi heita) og lokað og brúnað aðeins. Hitamæli stungið inn í kjötstykkið og hann stilltur á 65-67 gráður og ofninn settur á 110 gráður. Þið gleymið svo bara kjötinu þar næstu klst eða svo. Það fer eftir stærð stykkisins hvað það tekur langan tíma að elda kjötið.
Ég ákvað að skera kjötið niður í sneiðar en mjög flott er eining að hver og einn fái sitt stykki. Þá skal skera kjötið niður í matarskammtana áður en það er steikt og sett inn í ofn.
Gera má ráð fyrir að kjötið taki 40-1.5 klst að eldast (fer eftir stærð muniði ;) )
Þegar kjötið er tilbúið á að láta það standa amk 10 mín á borði áður en það er skorið niður eða borið fram. 

á meðan eru laukhringir, kartöflur og sósan útbúið

Kartöflur  - Uppskrift

Kartöflurnar voru burstaðar vel, stungið í þær með gaffli á nokkrum stöðum og settar inní örbylgjuofn í 15 mínútur á hæsta styrk (þetta voru bökunarkartöflur í smærri kanntinum).
 Þegar þær voru eldaðar var "lok" skorið af þeim og allt innan úr þeim skafið með teskeið. Þegar allt innihaldið var komið í skál var því stappað vel saman með gaffli og út í þetta sett óhóflega mikið af smöri ásamt slettu af rjóma. Saltað svo og piprað til að fá gott bragð.  Hrærunni var því næst stungið aftur ofan í kartöflurnar og "lokunum" hent. 
Ég setti kartöflurnar inní ofn með kjötinu til að halda þar hita enda ofninn ekki heitur. 

Laukhringir  - uppskrift 

Stór hótellaukur er skorinn niður í mjög þunna hringi

settur í skál með 2 bollum af létt-súrmjólk (þetta á að gera klst fyrir eldun ef hægt er)

Þegar komið er að því að djupsteikja hringina er slatti af olíu hitaður í stórum potti og hveitið undibúið

Hveiti: 
2 bollar hveiti
1 tsk salt
1 tsk paprikukrydd
1 tsk chilikrydd
nýmalaður svartur pipar

Þegar olían er orðin heit er laukhringjunum dýft ofan í hveitið með töng og velt þar um (það er í lagi að þetta festist aðeins saman)


Eldað í olíunni þar til að þetta er brúnt og snúið af og til 



p.s. ÞETTA ER GEÐVEIKT GOTT... bara eins og á Ruby Tuesday ! 




Bearnaise sósa - uppskrift

4 eggjarauður
400 gr smjör 
1 msk estragon 
1/2-1 msk bearnaise essence 
1/2-1 teningur af nautakjötskrafti
smá salt ef ykkur finnst þurfa 

Aðferð: 
hitið smjörið HÆGT og rólega í potti.. það á ekki að bullsjóða heldur einfaldlega bara bráðna...

Eggin, estragon, bearnaise essence er þeytt sundur og saman með handþeytara þar til það hefur lýst töluvert. 

Smjörinu er hellt (helst af einhverjum öðrum) í mjórri bunu út í eggjahræruna á meðan þeytt er á fullu. 

Þegar allt er komið saman er sósan tilbúin og hægt er að bæta í heitu vatni ef hún er of þykk auk þess sem gott er að salta hana ööörlítið 

Ath að þessa sósu má ekki hita í potti.. Viljið þið halda henni heitri í einhvern tíma setjið hana þá í skál yfir heitu vatni í potti sem má alls ekki sjóða, hræra af og til
Ath, þetta er mjög ríflegt magn af sósu fyrir 4




Einnig á myndinni eru grillaðir kokteiltómatar á trépinna og rucola/klettasalat með balsamic sýrópi

Eftir þetta allt höfðum við ekki neitt pláss fyrir eftirrétt og fórum frekar vopnuð rauðvíninu í Wii (eða þar til ég barði rauðvínsglasið með fjarstýringunni, þá var rauðvínið búið). Um 1 um nóttina höfðum við loksins pláss fyrir smá osta ;) 





Mana ykkur í að prufa !!







SHARE:

þriðjudagur, 26. október 2010

Pizza a la Ragna

Ó... þetta er besta pizza sem ég geri og ég ætla að deila með uppskriftinni til ykkar :)

í fyrsta lagi... ekki mikla þetta pizzadeig neitt of mikið fyrir ykkur. Mesta snilldin við það er að þið útbúið það á miðvikudegi (svona í miðri viku þegar lítið stress er) og svo borðað á föstudegi. 

Þetta er eins og pizzadeig sem notast er við á veitingastöðum, það er teygjanlegt, hentar fullkomnlega til að nota í pizzaofnum, grilla eða bara á plötu í venjulegum ofni. (Galdurinn í venjulegum ofni til að ná stökkum botni er að hafa ofninn mjög hátt stilltann og setja plötuna í neðstu rimina í ofninum).


Uppskrift: 

4,5 bolli hveiti (helst blátt Kornax brauðhveiti) 
1 3/4 tsk salt 
1 tsk ger
2 bollar vatn (ískalt!) 

já þett er ekki flókið !!

Allt er sett saman í skál og hnoðað/hrært í 7-8 mínútur. Deigið má vera örlítið klístrað en ekki þannig að það festist við fingurnar.. það á að vera ágætlega vel teygjanlegt.  
Ég veit að þessi tími 7-8 mínútur kann að virðast vera langur, sérstaklega ef þú ætlar að hnoða þetta í höndunum en það er nauðsynlegt til að glúteinið bindist og teygjanleiki fáist í deigið. 

Deiginu er svo skipt niður i jafnar kúlur, þeim velt upp úr aðeins ólífuolíu og sett í bakka sem hægt er að loka eða plasta yfir. Látið vera í ísskáp frá miðvikudegi fram á föstudag. Deigið mun hefast á þeim tíma sem kallast köld hefun og þróa með sér unaðslegt bragð sem kemur í ljós þegar degið er svo bakað. 

Ef þið viljið hafa einhverja stærð á kúlunum til að miða við þá er 9" pizza ca 180-190 grömm af degi og 12" pizza um 340 grömm 




Svona lítur deigið út eftir 2 daga.

Deigið geymist í 3-4 daga og mjög auðvelt er að frysta það. Setjið það í box eða poka eftir að hafa velt því uppúr ólífuolíu strax eftir að þú gerir það og frystið. Afþýtt síðan við stofuhita á miðvikudegi og látið lyfta sér upp frá því í kæli. 

Á föstudeginum þegar borða á pizzuna passar að taka deigið út um 4 um daginn svo að það nái að hrista af sér mesta kuldann áður en þú ferð að eiga við það.


En svo er komið að pizzagerðinni sjálfri ! 


Fyrst er að gera pizza station... Bjórinn er algerlega nauðsynlegur líka sko...
Hérna er ég með frá vinstri til hægri: Ferskan parmesan úr Búrinu í Nóatúni. Hvítlaukssmjör fyrir hvítlauksbrauðið, álegg á pizzuna og ost (sem er blanda af jurtaosti - pizzatoppi og mozzarellaosti)

Þetta er nægt álegg í 2 pizzur


Hvernig á að kasta pizzadeigi?

Fyrst er að velta kúlunni uppúr hveiti
Báðu megin...


Toga svo örlítið í deigið en halda þykkum kannti... 

Kasta því upp þar til að það flest út meira í fallegan hring 



laga það aðeins til 



Sósa er sett á og ostur yfir
ath að spaðarnir undir eru til að færa pizzuna í pizzaofninn. Ég set vel af hveiti á þá áður en ég set deigið þar yfir og þannig get ég rennt deiginu auðveldlega af spöðunum. Einnig er hægt að setja þetta beint á smjörpappír og þannig beint í pizzaofninn eða á steininn í ofninum... en ég vil bara gera þetta svona



Laukur, sveppir skinka...


nóg af pepperoni

pínu pínu pínu ost yfir og the secret weapon.. pipar ! 





naaaaaamm!!!

svona ef þið voruð ekki orðin svöng þá er hér closeup ! 

Ég á eftir ða sýna ykkur líka hvernig ég geri hvítlauksbrauðið..

það er næst á dagskrá !

enjoy

SaveSave
SHARE:

miðvikudagur, 13. október 2010

Frábær veisla...

Já, er á næturvakt. einni af 10 þennan mánuðinn (er ekki að kvarta, finnast næturvaktir mjög fínar þó að Viðari finnist rúmið ansi tómt þær næturnar) 

Ekkert í fréttum svosem... Same old, same old mest megnis.
Átti rólega helgi og Jói frændi var í heimsókn ásamt Matta vini Viðars. Sem var ágætt, þar sem Viðar var frekar lítið við þessa helgina sem og aðrar þegar það er ekki pabbahelgi eða við ekki í bænum. Hann var sumsé að vinna (news for anyone?!)

Ég ætlaði svo að skrifa um pizzagerð í nótt. Löngu búin að sjá fyrir mér bloggið um pizzurnar sem ég geri og ekki má gleyma hvítlauksbrauðINU sem ég geri... það er heimsins besta hvítlauksbrauð (true).
En ég gleymdi alveg að ég er ekki búin að setja inn myndirnar frá þessu inná tölvuna. Margar skemmtilegar og flottar sem bíða þar og þið verðið þá að bíða fram í næstu viku eftir pizzablogginu.

Núna ætla ég samt að skrifa um hvað við elduðum í Vík um daginn (laugardagskvöldið á Regnbogahátíðinni).
Ég fékk að gera matseðil fyrir kvöldið og ákvað að hafa það ansi frumlegt. Amk ekki lambalæri, kjúklingabringur, pizzur eða eitthvað sem allir hafa fengið ótal oft áður.

Ég stakk því upp á að hafa fyllta kalkúnabringu og kartöflugratín.

Kalkúnabringan var það auðveldasta í þessu öllu sjálfsagt. Ég rakst á Turkey-filling á amerískum dögum í Hagkaup um daginn. Þetta eru einhverjir kryddaðir brauðmolar sem maður  bætir soðnu vatni við í og smjöri. jebb... svo auðvelt !

Til að setja fyllinguna í kalkúnabringuna butterfly-aði ég hana og thanks to youtube þá datt ég á myndband sem sýnir NÁKVÆMLEGA hvað ég gerði í framhaldinu og hvernig ég skar bringuna, setti fyllinguna og batt utanum (fyrir utan það smáatriði að hún er að meðhöndla svínakjöt í myndbandinu. Ímyndið ykkur bara að þetta sé kalkúnn, okey? :)

Utan á kalkúnabringuna setti ég Kalkúnakrydd frá Pottagöldrum og smá salt.




Þetta var látið eldast í rúma klst í ofni. Fórum bara eftir hitamæli. En hitamælirinn á að sýna ca 75-80° kjarnhita. 
Aukalega voru 4 kalkúnabringur með þar sem við vorum svo mörg (6). Ein kalkúnabringa hefði þó dugað
Ég skar svo kalkúnabringuna niður áður en ég lagði á borð




Meðlæti var svo heimsins besta kartöflugratín
Elska þetta gratín !


Hér er uppskrift af því 


Kartöflugratín fyrir u.þ.b. 6

4 bökunarkartöflur (eða venjulegar kartöflur í svipuðu magni og þið mynduð halda að 4 bökunarkartöflur væru - hér eru notaðar "nákvæmar" mælieiningar finnst ykkur ekki ? :) )
1.5 bolli rjómi
0.5 bolli mjólk
2 msk hveiti
4 hvítlauksrif (pabbi vildi fleiri.. það var bara gott ! )
1 tsk salt
nýmalaður svartur pipar eftir smekk (gott að hafa svoldinn slatta!) 
1-2 bollar rifinn ostur


Já. æðislegheitin eru ekki flókin.


Samsetningin er líka auðveld. 


Takið bökunarkartöflurnar (skrælið ef þið viljið) og skerið þær í ca 0.7 mm sneiðar... (ok hafið þær amk ekki þykkari en 1cm max!)  Skerið svo hverja sneið í 4 búta (í kross... svona eins og 9" pizza)


Blandið restinni saman í skál og hrærið saman (fyrir utan ostinn)


Setið helminginn af kartöflunum í mótið og hellið helmingnum af rjóma,hvítlauksblöndunni yfir. Skellið svo (varlega! ) restinni af kartöflunum útí og hellið yfir restinni af rjómblöndunni yfir. 


Ofninn á að vera stilltur á 200 (amk til að byrja með... Ath að þetta gratín tekur langan tíma, þarf sjálfsagt að byrja á því töluvert á undan aðalréttinum í matnum þ.e.a.s. ef það stendur ekki til að gera lambalæri eða annað slíkt). 
Setjið álpappír yfir formið og látið vera í ofninum í 30 mínútur, takið þá álpappírinn af og látið þetta brúnast aðeins í 20 mínútur (lengur ef þið hafið lækkað á ofninum ef t.d. þið viljið ekki að kalkúnabringan myndi brúnast of fljótt). Eftir 20 mínútur, setjið helling af osti yfir og látið hann brúnast. ca 5-10 mín. Ekki fá panic kast ef ykkur finnst þetta of þunnt þegar þið takið þetta útúr ofninum. Þetta þykknar aðeins við að standa og það er í raun nauðsynlegt að láta þetta standa í ca 10-15 mín áður. annars er þetta bara OF heitt !


Meðlæti var svo sveppasósa a la mamma (hún er  sósugerðarmeistari), salat, hvítlauksbrauð og smjörsteiktar baunir (þær slógu sko EKKI í gegn!) 


en...
þetta var massa gott !!!!


Mæli með að þið prufið að breyta aðeins útaf venjulegum sunnudagsmatseðli og prufið eitthvað svona 
(kalkúnabringur fást í Hagkaup)






ENJOY ! :)



SHARE:

miðvikudagur, 6. október 2010

Veikinda-gourmet-matarklúbbur

Þið lásuð eflaust uppskriftina frá Erlu Þóru um Korean beef sem var í hennar gourmet matarklúbb í september. Það var sumsé komið að mér í október en akkúrat á þeim degi sem ég var búin að boða stelpurnar er ég veik, og Erla Þóra er líka veik ! ... Dem it ! ég hafði hlakkað svo til að vera með minn matarklúbb (auðvitað), búin að gera matseðil og velja mér krefjandi þema og allt!  Ég hins vegar ákvað að bjóða þeim heim í stelpu-dvd kvöld og ákvað að henda einhverju fljótlega saman, svona eins og heilsan leyfði.

inní frysti átti ég Euroshopper baguette brauð sem ég smurði með hvítlaukssmjöri.
Inní frysti átti ég einnig heimalagaða tómatasósu og frosið hakk sem ég gerði úr spagetti bolognese
og í eftirrétt átti ég frosna pie fyllingu í bláberja og rabbaberjaböku (afgangur frá því fyrr í mánuðinum sem ég notaði ekki) auk þess sem ég á alltaf frosið smjördeig

úr því varð þetta :)


Spagetti bolognese
Auðvitað á ég alltaf ferskan parmesan kubb frá Búrinu í Nóatúni
(hérna sést líka glitta aðeins í heimaræktað basil.. ég á orðið ALLT of mikið af basil)

bláberja og rabbabara pie með crumb topping

BRÁÐ-nauðsynlegt að hafa ís með ! 

Erlu leiddist ekki að fá pie og ís :)



En hérna sést það. Að það þarf ekki mikinn undirbúning til að henda fram ágætri, einfaldri veislu fyrir vini eða til þess að gera sér örlítinn dagamun. Engar uppskriftir fylgja með í þetta sinn. Því miður er eiginlega ómögulegt að giska á hvað var í hverju þarna :)

SHARE:

Chili con carne !

Chili con carne þýðir í raunninni chili með kjöti.

Þetta er sumsé nokkuð sterkur hakkréttur sem hefur tíðkast að setja nýrnabaunir útí. Einhversstaðar las ég að það væri til að drýgja kjötið eitthvað.


Fyrst er að saxa, lauk, hvítlauk, chili og timian niður (ég notaði aðeins 1 grænt chili en bætti svo við chiliflögum. Það hefur bara eitt helv* chili komið á chili plöntuna mína svo að það var ekki til meira í þetta sinn 


Þetta er svo svissað í ca 5 mín á nokkuð lágum hita 

Svo er hakki og öðru kryddi bætt útá. Sjáið að hægra megin á pönnunni byrja ég á að steikja kryddið sér. Það er  til að ná meira bragði útúr því. 

Tómötum í dós og púrru er bætt samanvið ásamt 2-3 dl af vatni og 1 kjötkraftstening. Allt er látið malla saman í dágóða stund (10-15 mín) áður en nýrnabaununum er skellt saman við, það látið malla saman í 5 mín og svo etið!


Þá á helst að borða matinn á þennan hátt.. Soðin hrísgrjón með og að lokum smá skellu af sýrðum rjóma skellt ofaná. Ég mæli með að nota sýrðan rjóma með lauk og graslauk ! 

Uppskrift
1 laukur, fínt saxaður
2 hvítlauksrif, söxuð/marin/rifin
1 rautt chili (með fræjum helst, ef þú ert hrædd/ur við sterkan mat, sleppa þá fræjum) 
2 stönglar af fersku timian og laufin týnd af  (eða 1 tsk af þurrkuðu timian)
2 msk ólífuolía

500 gr hakk 
1 tsk cumin/kummin
2 tsk paprikukrydd
1 tsk þurrkað oregano
1/2 tsk kanill
1 lárviðarlauf

1 dós af söxuðum tómötum 
3 msk tómatpúrra / ca ein lítil dós 
200-300 ml vatn 
1 kjötkraftsteningur
400 gr af nýrnabaunum (1 dós. skola vel í vatni fyrst)

Salt og pipar eftir bragði 

borðist með soðnum hrísgrjónum og sýrðum rjóma

gott að rista brauð með 

Ódýrt og gott... enjoy ! ;)
SHARE:

mánudagur, 4. október 2010

sunnudagur, 3. október 2010

Vox

Ekki veitingastaðurinn Vox.. ó nei.. Dúettinn Vox.

Eins og allir vita sem eru úr Víkinni vita höfum við Katrín Valdís sungið mikið saman í gegnum tíðina hvort sem það hefur verið í litlum sönghópum eða kórum. Við höfum held ég verið saman í kór í meira en 10 ár og svo síðan þá hafa leiðir okkar af og til legið saman.

Oft höfum við talað um hvenær við ætlum svo 2 að fara að syngja saman og það var ákveðið með mjög skyndilegum umræðum að við myndum hittast vikuna eftir Verslunarmannahelgi og var þá búnar að finna nokur lög sem við gætum hugsað okkur til að syngja saman.

Lítið mál var að finna nokkur lög og fyrsta æfingin gekk framar öllum vonum! Við erum auðvitað með afskaplega ólíkar raddir. Ég með sterka og "þykka" rödd og katrín með tæra og háa rödd. En viti menn, þær virka alveg ótrúlega vel saman en auðvitað þurfum við að velja lög eftir röddunum.

Eftir nokkrar æfingar var það ljóst að þetta er eitthvað sem við viljum gera útá og svo bauðst okkur að taka þátt í Regnboganum, menningarhátíð í Vík í Mýrdal sem okkur fannst alveg tilvalið til að frumsýna Vox.

Við sungum 5 lög á hátíðinni um kvöldið sem tókst framar öllum vonum og gengum við glaðar af sviði þó svo að örlítið mikið stress hafi verið í maganum áður en við fórum á svið.
Á píanó spilaði Fjalar Hauksson og þökkum við honum kærlega fyrir !

Næst á dagskrá er að undirbúa jóladagskrá og reyna að útbúa einhverskonar jólatónleika. Auðvitað stefnum við á að syngja í brúðkaupum og skírnum svo endilega látið orðið berast !!


Hér eru svo 2 lög sem ég er búin að setja á Youtube. 3 lög eiga svo eftir að birtast síðar






Gjörið svo vel :)




SHARE:
Blog Design Created by pipdig