laugardagur, 8. júní 2019

Rabbabarabitar


Svoldið öðruvísi rabbabarakaka, í rauninni rabbabarabitar eða stykki. Sé þetta skorið í litla bita  þá geymist bitarnir vel í nokkra daga í lokuðu boxi.

Ofan á rabbabaranum er sæt deigmylsna með stökkum möndlum og vanillubragði sem gerir punktinn yfir i-ið.

Ég geri uppskriftina í matvinnsluvél en það er hægt að gera þetta í mjög öflugum blender líka.

Möndlur 

Smjörið skorið í bita 
Bætt útí hveitiblönduna í matvinnsluvélinni

púlserað saman en þó ekki meira en svo að það eru enn smjörbitar sjáanlegir 

Skiptið hveitiblöndunni í tvennt til að gera 2 deig 

Deig nr 1 komið saman, sett í frysti í 10-15 mín 

samsetningin er fljótleg og einföld.

Inn í ofn í 55-60 mínútur, næstneðstu rim á 190°C 



Uppskrift 
(passar í 33x23x skúffukökuform) 
130 gr hakkaðar möndlur (með hýði eða ekki)
415 gr hveiti
1 1/2 tsk salt
80 ml kalt vatn
200 gr sykur
300 gr smjör
1 msk vanillusykur (má sleppa ef hann er ekki til)
500 gr fíntskorinn rabbabari (ca 1 L) - má vera meiri ef þið viljið.

Aðferð: 
-Ef þið eruð ekki með hakkaðar möndlur þá getið þið byrjað á að mala heilar möndlur í matvinnsluvélinni áður en þið byrjið á deiginu. Ekki mala þær of fínt, þið viljið hafa bita í blöndunni en ekki gera möndlumjöl 
-Setjið hveiti og salt í matvinnsluvélina, skerið kalt smjör nýkomið úr ísskápnum í bita og púlserið smjörið saman við hveitiblönduna þannig að það séu þó ennþá einhverjir smjörbitar eftir
-Skiptið hveiti- og smjörblöndunni í tvennt til þess að gera svo tvennskonar deig. 

Deig nr 1: 
Setjið hana aftur í matvinnsluvélina, bætið 80 ml af ísköldu vatni útí í mjórri bunu og vinnið saman í deig. Takið deigið úr vélinni, fletjið það út í þykkan disk, pakkið inn í matarfilmu og setjið í 10-15 mínútur inní frysti. 

Deig nr 2 
Setjið saman við hana sykur, vanillusykur og möndlur og klípið saman þannig. 

-Skerið rabbabarann
-Setjið smjörpappír í skúffukökuformið 
-Fletjið út deig nr 1 og leggið í botninn á forminu.
-Dreifið rabbabaranum yfir 
-Deifið deigi nr 2 yfir rabbabarann (ég notaði ekki alveg allt deigið) 

Bakist inní, næstneðstu rim, í 55-60 mínútur á 190°C 

Þegar bitarnir eru tilbúnir, takið þá útúr ofninum og færið úr forminu og látið kólna á borði eða bretti. 

Ath, þeir eru frábærir heitir með ís eða rjóma! :) 




SHARE:
Blog Design Created by pipdig