mánudagur, 28. júní 2010

Bolognese sósa - Ítölsk kjötsósa


Einn af mínum uppáhaldsréttum sem ég geri annað hvort mjög oft eða of sjaldan. 
Til að fræði ykkur óbeðin um Bolognese sósu þá er það tómatasósa hefur aðaluppistöðuna sem kjöt. Flestir þekkja þessar sósur með tómatbitum í og með hakki en í rauninni er sósan upprunanlega ekki með mikið af tómötum og í stað þess að hafa hakk þá er sumsstaðar notaðir kjötbitar sem eru soðnir það lengi í sósunni að þeir rifna að lokum í sundur. 
Sósan kemur frá Bologna héraðinu í Ítalíu og þaðan er nafnið komið.

Ég geri þessa sósu sitt á hvað. Ef ég á það til þá steiki ég sellerí og gulrætur með lauknum og hvítlauknum sem er þá fínsaxað. 



Uppskrift:
500 gr nautahakk
2 beikonsneiðar skornar í litla teninga
1 laukur, saxaður fínt 
3 gulrætur, saxaðar fínt 
1 stilkur sellerí, saxaður fínt 
2 hvítlauksrif
2 msk olía
1 dl rauðvín
3 msk ferskt timian (aðeins laufin) 
2 lárviðarlauf
10 blöð af basilíku skorin niður í strimla
2 dósir af hökkuðum tómötum
1 dós af tómatpúrru
400 ml tómatpassata 
1 msk púðursykur eða sykur 
salt og pipar
1 teningur af kjötkraft

Laukur, gulrætur, sellerí, beikon og hvítlaukur er steikt í olíu í ca 2-4 mínútur. Rauðvíni er hellt út á og það soðið niður þar til að það er næstum horfið.
Hakkið er þvínæst steikt, saltað og piprað og tómötunum, tómatpassata, tómatpúrrupúrru, lárviðarlauf, timian og basilíiku  og vatni hellt út á ásamt kjötkraft og sykri. Allt er látið malla í ca 30 mínútur
Í lokin er þetta smakka til með kryddi (salt og pipar)

Pasta soðið og þetta er svo borið fram með ríkulegu magni af ferskum parmesan og auka basilíku.

borðist svo með góðri lyst! 



2 punktar í viðbót..
- hægt er að nota þurrkaðar kryddjurtir. 
-Elda mikið og frysta svo ! Setja sósuna í box og frysta og þann dag sem þú nennir ekki að elda þá er að taka sósuna, setja í örbylgjuofninn og sjóða pasta á meðan. 


enjoy

SHARE:

Svefnpoki eða kuldagalli ?



Allt virðist nú vera orðið til. En ég verð að viðurkenna að þessi hugmynd er geðveik cool! 
Þetta gæti alveg verið málið í útilegum eða á útihátíðum þegar maður sér fólk liggjandi úti sem komst ekki í svefnpokann sinn áður en það sofnaði eða þegar allir sitja í stólum fyrir utan tjöldin vafðir inní svefnpoka í íslensku sumar/kulda-veðri
meira er hægt að skoða og lesa um þetta hér

Gagnsemi þessa galla fram yfir svefnpoka má einnig sjá í þessu skemmtilega videoi :)

SHARE:

mánudagur, 21. júní 2010

tikk takk tikk takk

Það er svo mikið að gera hjá mér við það að heilsa sjúklingum og kynna mig sem hjúkrunarfræðing að ég hef ekki gefið mér tíma til að sýna ykkur svona eins og eina uppskrift í svolítinn tíma...

Næsta matarblogg kemur því á miðvikudaginn eeeeða fimmtudaginn :)
SHARE:

þriðjudagur, 15. júní 2010

Regnbogakaka


Nokkuð er búið að gerast síðan ég fór í fríið góða. Fyrir utan Tyrklandsferðina sem var snilld í alla staði og alla hina staðina líka þá gerðist sá merki atburður að ég útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur 12. júní.

Já... HÚRRA fyrir ÞVÍ ! :) 

Fjórum árum í Eirbergi er nú lokið sem á einhvern undarlegan hátt hafa bæði verið löng og stutt. 
Fyrsta vaktin mín sem hjúkrunarfræðingur var í kvöld á Bráðadeild G-2 (Slysó) sem verður minn vinnustaður amk þar til í september (aðeins 3ja mánaða ráðning í boði) og vonandi um einhverja framtíð. 
Kvöldið var svoldið skemmtilegt, ég kynnti mig 3x sem hjúkrunarnema og stamaði mig svo í gegnum það að segja nei, ég er hjúkrunarFRÆÐINGUR, þetta var þó farið að venjast svona þegar á leið á vaktina og ég held að ég pulli þetta off á næstu vakt ! :) 

Aðal tilgangur með bloggi kvöldsins er þó að koma með matarblogg! 
Regnbogakakan er auðveld kaka sem hægt er að gera á mjög skömmum tíma. Einnig er þetta góð kaka fyrir ALGERA byrjendur, þar meina ég að það koma ekki upp þær spurningar eins og "hvað á að þeyta egg og sykur lengi saman" hvað er "létt og ljóst", þeyta smjör og sykur saman fyrst ? neibb... allt í eina skál og hrært tjah, jafnvel með sleikju ef ykkur dettur ekkert betra í hug (sem ég gerði). Þessi uppskrift er líka öll í bollamálum svo að þið sem eigið ekki vigt í eldhúsinu ykkar... iss. engin afsökun hér á bæ ! :) 


Fyrst er að setja hveitið, lyftiduftið, matarsódann og saltið 




Svo næstum því allt of mikinn púðursykur


Því næst bráðið smjör, vanilludropar og egg... (ok... þessi kaka er EKKI holl!)


M&M... eða súkkulaðibitar, eða toblerone, eða M&M með hnetum, eða eða eða HVAÐ sem ykkur dettur í hug basically

skiljið þið núna nafnið "regnbogakaka"? :)

Formið þarf ekki að vera stórt. Ég á þetta fína form en það er líka hægt að nota gamla góða eldfasta mótið, kringlótt form eða bara stækka uppskriftina svo að þið getið notað stærra form 

Eftir 20-25 mínútur er kakan tilbúin til þess að horfa á hana og bíða  eftir að hún kólni og borða svo eða gera það sem ég gerði...

... sem var að bíða ekki og fá mér smá sneið með ís


Uppskrift:

1 bolli hveiti 
1/2 tsk lyftiduft
1/8 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
115 gr smjör (bráðið)
1 bolli púðursykur
1 egg 
1 tsk vanilluessens (ekki kötludroparnir.. helst þetta alvöru stöff sem kostar 1 nýra í hagkaup) 
1/2 bolli M&M ... eða eitthvað annað

sett í smurt form og bakað við 180°C á miðhillu í ofni annað hvort á blæstri eða yfir-og-undir hita í 20-25 mínútur eða þar til að kakan er tilbúin (eða amk líkist kökunni hér að ofan). Ath að þetta er klesst kaka 

SHARE:
Blog Design Created by pipdig