laugardagur, 30. september 2006

fallin

þetta ætti án efa að birtast í helstu blöðum landsins á morgun... be prepared... :)
ég sem var hætt að drekkka, drakk í gær....
ég gat þetta bara ekki lengur! :/ jiminn... alkahólisminn að drepa mig eða hvað? jah, flestu var stillt í hóf og var nú komin heim á þokkalega skikkalegum tíma (oh, heyriði sjálfsblekkingartóninn í þessu? ? ? ) :)
vaknaði kl 11, dormaði til 12, fékk mér súpu og fór svo að læra..
í kvöld þarf ég að hefna mér fyrir hvernig ég hagaði mér í gær og ætla að vera hérna hjemme på bara og horfa á einhverja mynd. tók með mér flakkarann stútfullann af skemmtilegum myndum sem ég hef ekki séð svo að ég er ekkert illa sett...

Fannst í dag eins og að Haustið væri komið... já, það fær sko stóran staf... Haustið markar stundum endalok alls í mínum huga... allt fer versnandi eftir að Haustið er komið... nú allavegana þangað til að Vorið kemur :)
annars held ég að ég myndi ekki hafa veturnar af ef ég hefði ekki eitthað til ða hlakka til. Eins og núna þá er strax farinn að kitla mig smá í magann þessi æðislegi jólaspenningur... byrjar með kitli og springur svo endanlega út 1. des.
Verð í síðasta prófi til 16. des svo að ég hlakka til ða gera íbúðina mína voðalega jólalega og baka kannski bara smákökur í prófalestrinum... sjénsinn samt að ég eigi eftir að eiga tíma í það, en common, þetta er u jólin! :)
eftir jólin fer mig svo að hlakka til afmælisins míns 19. feb, alltaf alveg rosalega mikið afmælisbarn!
vona bara að ég eigi ekki eftir að upplifa jafn leiðinlegan afmælisdag eins og í fyrra! :/ flug frá íslandi, lest frá stansted til London, nei rétt.. það var engin lest... það var rúta! úff...
svo var tube frá liverpoolstreet til oxford circus og svo þaðan til waterloo station... þar tók ég lestina mína sem tekur um 30 mín til weybridge, en þar sem að þetta var sunnudagur og ég átti afmæli þá voru teinarnir lokaðir að hluta og þurfti ég að taka rútu frá Clapham Junction... kom heim í herbergið mitt voðalega lítil í mér eftir einn svona dag þar sem enginn vissi að ég átti afmæli :( þessi ferð tók 13 tíma!
jæja, eftir afmælið koma páskarnig og þá er eiginlega komið sumar svo að þá er allt í kei :D

þetta blogg átti ekki avleg að þróast í þessa átt en gaman að því samt er þa ekki :)

c ya!!
SHARE:

föstudagur, 29. september 2006

til hamingju ..


...árún...
þú giskaðir rétt!! :)
SHARE:

fimmtudagur, 28. september 2006

in the middle of the darkness

Fyrir

Á meðan
Allt dimmt...

SHARE:

miðvikudagur, 27. september 2006

hvað er þetta? :)


getiði ekki svarað spurningunni hérna fyrir neðan, og aðeins hún Þorbjörg sem lýsir yfir ósigri sínum?! :) :) :)

ætla ekki að byrja með eitthvað fjárans svefnvandamálavæl, svo að ég ætla ekki að nefna það neitt meir hérna... ;)
haldiði að þið séuð heeeppppin :p

fór í mótmælagöngu í gær, þar sem ég var dropi í Jökulsárgöngu niður Laugaveginn sem endaði niðrá Austurvelli, fékk lítið box með leir úr Jöklu sem á stóð "Ryk í augu þjóðar!" Þetta er það sem mun vera fjúkandi um hálendið... og er ísland ekki nógu stór eyðimörk nú þegar? rúmlega 30 % íslands er eyðimörk og það er stærsta eyðimörk í allri Evrópu.
Ég er svosem ekkert allskostar á móti virkjunum og álverum, og voða lítið á móti Kárahnúkum. en ég er roooosalega á móti öllum hinum virkjununum sem munu koma ef að ekkert er gert.
engar predikanir að minni hálfu, allir hafa sína skoðun og mega það, en það er alveg umhugsunarvert hvað þessar ákvarðanir með að byggja stíflur um allt hálendið munu hafa í framtíðinni. ekki bara hugsa um nútíðina alltaf.
Barnabörniin okkar gætu vel verið á lífi árið 2150-99. hvernig mun þetta vera þá?
ef öll þessi álveg koma sem eiga að koma, sökkva Langasjó t.d.! puff....

langar rosalega að fara eitthvað út annað kvöld þegar borgin verður myrkvuð. þeir sem eru geim finna nr mitt hérna til hliðar!
SHARE:

þriðjudagur, 26. september 2006

ér að elda...

já... en í þvílíku veseni...

Finnst eins og allt sé komið í pottinn... en samt ekki...
eftir smá pælingu (ok mikla pælingu) ákvað ég að ástæðan fyrir því að það var eitthvað sem HLYTI að vanta væri af því að ég hef eldað þetta fyrir svona fáa....

ég hef eldað þetta fyrir 70 manna skólahóp, oft fyrir 20 manns og núna síðast nokkrum sinnum úti þegar haldin voru matarboð heima...

hvað er ég að elda? :)

ætla að gefa ykkur smá vísbendingu ;)
í þessu er ...
rauðvín
gulrætur
hvítlaukur
SHARE:

hve lengi...

... þarf maður að sofa til að vera "útsofinn"
á sunnudaginn fór ég "seint" að sofa, en samt sem áður vaknaði ég hress á undan klukkunni kl 8 í gærmorgun og hugsaði með mér, loksins næ ég að snúa sólarhringnum almennilega við á mánudegi!
eða snúið honu við þannig að ég get farið að sofa milli 11 og 12 fyrst ég næ að vakna kl 8.
ég fór því að sofa eftir að hafa beðið og beðið eftir að sjá Justin Timberlake syngja í Jay Leno í gær.. eiginlega bara til að sjá hvernig það er hægt að syngja þessi lög hans live (af nýju plötunni) alls ekkert slæmt...
held samt að meistarinn sjálfur sé ekkert allt og klár... hann allavegana kann ekki að svara fyrir sig, það eitt er vist.

já é var því sofnuð um 12 og algerlega meðvitundarlaus kl 8 í morgun! shit hvað ég náði ekki að vakna... lá í rúminu í hálftíma og hlustaði á zúber, fór svo og fann mér morgunmat og skreið svo aftur upp í rúm, hlustandi á útvarpið... nu er klukkan 11 og ég ekkert farin að læra :/ lítur allt út fyrir það að það sé langt kvöld framundan í staðinn!

jæja. sjáiði bara hvað lífið mitt er merkilegt þessa dagana!! :D
SHARE:

sunnudagur, 24. september 2006

Helgarrapport

jább.
helgin búin
átti rólega helgi til tilbreytingar og ekki frá því að þetta sé fyrsta edrúhelgin mín síðan ég fluttu heim, já ekki lengi að detta í sama farið!
en... ég var búin að heita því að hætta að drekka og taka mig á til að reyna ða komast inn í hjúkrun. Þessi helgi var því sigur!
en guuuð hvað það var erfitt að drekka ekki!
boðin í partý, bjórkvöld, ball, rúnt niðrí bæ, dansa.. u name it!
argh!
næstu helgi er mér boðið í 2 partý og svo er magni og dilana á broadway, freistandi að reyna ða fá miða!
ég og flakkarinn urðum því bestu vinir um helgina og kíkti ðaeins í bækur... þarf að læra inn á það eitthvða að vera ða læra um helgar!

fór reyndar í bíó með fúsa og frú (haha hljómar vel) að sjá Nacho Libre... hmm... not my type of a movie en góð afþreying samt!
fórum jú líka út að borða...

er núna svaka svöng því ég GLEYMDI a ðborða kvöldmat... var eitthvað ekkert svöng þá og gleymdist þetta því.
nú er klukkan 11 og of seint að fá sér að borða, svo langar mig líka í gulrætur mest í geiminum!

önnur skólavika á morgun!

c ya!
SHARE:

föstudagur, 22. september 2006

saumo...

í gær... mjööög fínt..
við komum allar úttroðnar af kökum og heitum namminamminammirétt (hvað er etta kallað eila?)
spiluðum svo og kjöftuðuðum og ákváðum að negla niður dagsetningu á "fínt út að borða-ferð"
já... og mig vantar DEIT á það eftir því sem var ákveðið í gær...
hver og hver og vill?
(karlmaður á það að vera)....

sé það núna þegar ég kveiki á sjónbartinu og sólin skín svona hroðalega inn um gluggann hjá mér að ég hef víst gleymt að þurrka af sjónvarpinu þegar ég þurrkaði af síðast. bögg! :)

sálfræði í dag frá 1-svonaumþaðbil3 :) og ég ætla mér ekki að fara austur. jibbí. veit ekki hve oft ég er búin að fara austur síðan ég flutti hingað, allavegana allt of oft og jimundur minn hvað mér er farið að leiðastað keyra þetta. skil ekki fólk sem vinnur við það að keyra fram og til baka svona... :o það er kannski allt öðruvísi þegar þú ert ða vinna við þetta? veit ikke.

í kvöld er svo stefnan tekin á borgarleikhúsið að sjá Footloose, verður án efa góð skemmtun þó svo að ég sé meira fyrir "betri" leikrit. það verður bara aðeins að bíða aðeins betri tíma :)
annars er helgin ekkert plönuð, nema kannski læra... ! :)
hver er til í göngutúr á laugardaginn/sunnudaginn ef veðrið verður jafn gott og það er akkúrat núna?

já, ég fann jákvæða hlið á því að fara ekki í skólann fyrr en um 1 á daginn... ef það er frost á rúðunni á morgnana og drullukalt þá er aaaaðeins farið að hlýna upp úr 12... :D
HENDUM RÚÐUSKÖFUNUM!!
SHARE:

fimmtudagur, 21. september 2006

nenni...

...ekki að byrja að læra...
hver vill koma og leika við mig?!

fór á bjólfskviðu í gær...
sat með smá aulahroll í lélegustu atriðunum, sem voru nokkur. Lélegur leikur leikaranna var stundum ansi áberandi og þó svo að éghafi ekki lesið Bjólfskviðu, þá fannst mér sum atriðin svoldið kjánaleg og er að spá hvort að þeir hafi verið að reyna ða búa til of mörg atriði úr kvæðinu sjálfu sem komu út svoldið kjánalega í myndinni...
þrátt fyrir allt fannst mér myndin sækja í sig veðrið svona eftir því sem leið á hana, maður komst inn í söguþráðinn og Tröllið hafði svoldinn húmor, get ekki hætt að hugsa "pabbi" :)
viðbjóðsleg atriði, og þá sérstaklega eitt sem fekk mig alveg til að fá klígju. jakk!
gef myndinni 2 og hálfa stjörnu..

:D

í morgun dreymdi mig að ég hefði stillt vekjaraklukku inni í stofu og gleymt að slökkva á henni, því var ég ekkert smá pirruð í morgun í draumnum þegar ég fattaði að klukkan væri byrjuð að hringja og ég ákvað bara að reyna að sofa áfram og láta hana hringja út.
auðvitað fór það svo þannig að ég vaknaði úr draumnum og fattaði að þetta var klukkan hjá bróður mínum!!! ARGH! og það ekkert lítil læti, enda er svona gamaldags bjöllu-vekjara-klukku-LÆTI í henni...
eftir að hafa legið uppi í rúmi og BÖLVAÐ í einhvern tíma fór ég að lokum fram og lamdi í hurðina hjá honum... hvernig getur hann sofið við þetta? ég get ekki skilið það!

jæja, verð að læra í dag, allan dag... svo að ég geti tekið mér frí í kvöld til að fara í saumaklúbb til Hugborgar sem samanstendur af sundferð og snarli heima hjá henni.

c ya :D
SHARE:

miðvikudagur, 20. september 2006

manneskjan...

... ég, er ekkert rosalega skemmtileg þessa dagana :)

vakna, læra, skóli, læra...

steikti eplaskífur í gær (googlið ef þið vitið ekki hvað þetta er )
dæmatíminn í dag myrti mig næstum því,
nýjasti rumour-inn um kennarann er að hún hafi verið ráðin 2 dögum áður en kúrsinn byrjaði!
uppörvandi ? :o

grill í kvöld ;D
alvöru burger og svo jafnvel bananar í eftirrétt!!

svo er það bíó að sjá hann Ol' Spence, Gerry, Rick, Dave, Roberto, Mike og þá aftur :)
(Bjólfskviðugengið :) )

c ya
SHARE:

manneskjan...

... ég, er ekkert rosalega skemmtileg þessa dagana :)

vakna, læra, skóli, læra...

steikti eplaskífur í gær (googlið ef þið vitið ekki hvað þetta er )
dæmatíminn í dag myrti mig næstum því,
nýjasti rumour-inn um kennarann er að hún hafi verið ráðin 2 dögum áður en kúrsinn byrjaði!
uppörvandi ? :o

grill í kvöld ;D
alvöru burger og svo jafnvel bananar í eftirrétt!!

svo er það bíó að sjá hann Ol' Spence, Gerry, Rick, Dave, Roberto, Mike og þá aftur :)
(Bjólfskviðugengið :) )

c ya
SHARE:

þriðjudagur, 19. september 2006

sniiiillld

oh, love that song...
það klifrar alveg nostalgían upp bakið á manni :D

SHARE:

svoldið...

böggandi að hafa 3 sek delay á hljóðinu í sjónvarpinu inni í herbergi... en... lítið hægt aðgera við því :)
nenni ekki að fara inn í herbergi og slökkva á því, því er mér engin vorkunn ! :)

úff púff hvað ég skil ekki lífefnafræðina!!! ARGH! kennarinn líka alveg úti að aka...
sagði við nemendur í dæmatíma í gær
"hvaða efnafræðiáfanga hafiði tekið í framhaldsskóla?"
einhver sagði
"efnafræði 103"
hún svaraði þá
"já þá getiði alveg gleymt þessu"

uppörvandi ha?!

hún er náttla bara klikk!
(ég er bara búin með 103 :( )

nákvæmlega ekkert búin að gera af mér, nema kannski taka til í íbúðinni, keypti mér líka útvarpsvekjara, vandist allt of mikið að nota útvarp til að vakna við þegar ég var úti. Hef átt svoldið erfitt með það eftir ða ég kom heim, enda þooooli ég ekki snooze! :)
sjáum til hvernig fer! :)

ætla að fara að huga að matnum, fylltar kjúklingabringur með beikoni, salat og hvítlauksbrauð. who wants?!

hvernig getur það staðist að það eru um 150 heimsóknir á dag og enginn kvittar?
er ekki með gestabók svo þið verðið að kvitta í kommentin :p

c yaaaa
SHARE:

sunnudagur, 17. september 2006

myndir

það virðast vera einhver vandamál hjá einhverjum að komast inn á myndirnar mínar.. ( bth?)
reynið bara síðar eða prufið að fara inn á http;//ragna.safn.net og finna þær undir haust-vetur 2006, virðist ganga betur að fara þá leið


sry about that..
SHARE:

loforð skulu standa...


er búin að setja inn MYNDIR frá réttarballinu....
frábær skemmtun í alla staði :)

það var farin sætaferð frá bankanum... Pabbi fékk lánaðan econolineinn hans Reynis Löggu og var hann fylltur af fólki. veðrið á leiðinni var um það bil rooosalega ÓÐGEÐSLEGT! rigning og roooook... sungum eitthvað á leiðinni og vorum öll ansi hress bara :)
þegar við komum voru flestir mættir og hófum við því bara dansinn strax. Nefndin stendur sig alltaf og klessubíló aldarinnar var hafinn... ef eitthvað er hættulegra þá er það að fara á sveitaball. maður er í stórhættu!!!

ballið var fínt semsagt.
engir svaka bömmerar held ég. fyrir utan kannski bróður minn, en hann stundar það nú hvort sem er :)

komum heim um 5 og stemmingin í bílnum hefur sjaldan verið betri á leiðinni heim, engin gubbaði og enginn dó... nema kannski kokksi.. þegar ég fór heim gerðum ég og Brósi svaka samloku því að enginn er Hlölli í vík :) mjén!!

allavegana myndirnar eru HÉR!!!!!
SHARE:

ball...

jábbb... tók metfjölda af myndum, helmingurinn er af helmingi andlita... :) set þær inn á morgun :p
er að hita mér ofursamloku :p nammm!!! af hverju er ekki hlölli í vík!!! ha??!
anyway... c ya !
SHARE:

laugardagur, 16. september 2006

Laugardagur

but it doesn't feel like Saturday!
var með Rannveigu og Sibbu til 6 upp í hlöðu að gera lífefnafræði verkefni... er samt ekki aaalveg búin.. skiladagur samt ekki fyrr en á miðvikudaginn svo að ég hef nú einhvern smá tíma til aflögu

kom til víkur rétt fyrir 1 í nótt, ætlaði ekki að koma austur fyrr en í kvöld, ætlaði að eyða deginum í að læra í rvk og keyra svo austur rétt í tíma fyrir ball. En það sem ekkert varð úr því að þakviðgerðir færu fram í dag hef ég ágætt næði til að læra í gamla herberginu mínu.
Skellti mér í góðan göngutúr eftir hádegismat í snilldar veðri! oh, það var sooo gott þetta veður! smá fúlt að sitja núna inni að læra. anyway. :D

í kvöld er Réttarballið í Tunguseli (stór stafur til að sýna merkilegheit þessa balls) mín líka búin að redda sætaferð og alles! engar afsakanir núna fyrir að hafa ekki komist!!! :) :) :) :)

sjáumst á balli!
SHARE:

fimmtudagur, 14. september 2006

hvað ætli eg flokkist undir?

...

sumir eru kjánar
sumir eru klaufar
sumir eru aular
sumir eru óheppnir
sumir eru heimskir
sumir eru misheppnaði
osfrv

hvað ætli ég sé....

sérstaklega þegar ég er að læra, tók smá frí um kvöldmatarleitið of eldaði pizzu fyrir mig, Árúnu og Þráinn.. Thea litla fékk ekkert :) enda er lítið af mjólk í mínum brjóstum.
já, ætla að halda áfram með söguna...

sit semsagt við eldhúsborðið frammi í stofu, svaka rómó og kerti út um allt, meira að segja búin að kveikja á kertunum 6 á nýju ljóskrónunni sem er fyrir ofan eldhúsborðið (jú og reynar samt kveikt á ljósinu í miðju krónunnar líka, enda ég að lesa) sit með tölvuna í gangi og slide-showið sem kennarinn kennir er í gangi á meðan ég les kaflann og les þetta semsagt svona saman, vso sá ég allt í einu drullurák á horninu á skjánum, hvur andskotinn! hver hafði hellt einhverju á tölvuna mína?!díses! skrítði, þetta voru eiginlega myndarlegir 4 taumar á hægri enda skjásins... svo fattaði ég allt í einu! TÖLVAN ER UNDIR KERTUNUM.. já, allt út í kertavaxi, tölvan út í slettum, kertavax á skjánum, ofan á lokinu, tökkunum og basicly allsstaðar!
ooooh...
horfði bara á þetta og hugsaði neeeeeei Raaagna...
oh well...
með mikilli þolinmæði, trefjatusku, plasttannstöngli, já og mikilli þolinmæði held ég að ég sé búin að ná sem flestu af vaxinu, var stressuðust um skjáinn enda er hann high-gloss og virðist vera ansi viðkvæmur.
ekki ein rispa og ekkert sést eftir heitt vaxið (ennþá) hjúkket!
hefði varla bloggað um þetta annars... ;)
læri af reynslunni bara!
SHARE:

Fimmtudagsblogg

jebb, ég er vöknuð... aðeins í seinni kantinum, svona miðað við hvað ég planaði allavegana :/ SAMT ekki komin á fætur, neee, það er algert smáatriði... hér verður nærbuxnadagur haldinn heilagur þangað til að ég ÞARF að fara eitthvert út ;)

Er allavegana að fara út að labba með Árúnu um 3 leitið, en við erum búnar að gera fimmtudaga að útivistardögum.
Ég er í fríi alla fimmtudaga og því verð ég að vera mjööög dugleg að læra, en það er alveg á hreinu að maður þarf að taka sér einhverjar pásur á milli.

lítiði að frétta héðan.. allar neglur ennþá á og allt í þá áttina. Fór með Þráni í krónuna í gær, aðallega til að kaupa 3 hluti, sturtusápu, uppþvottavélartöflur og tvíbökur í bláberjasúpu kvöldins.
við komum með reikning á hátt að 6. þúsund, það voru ekki til tvíbökur, keyptum sjampó! og GLEYMDUM uppþvottavélatöflunum! DAAAMN! já, við keyptum ýmsan óþarfa....
okkur er ekki viðbjargandi!

verð í rvk mestan hluta helgarinnar... fyrir utan laugardagskvöldið... ætli ég setjist ekki upp í bílinn enn eina ferðina og keyri á vit ævintýranna?
SHARE:

miðvikudagur, 13. september 2006

jæja

mar skal aldrei...

.... segjast ekki ætla að gera eitthvað, því að þá endar maður á að maður gerir það!

t.d. ætlaði ég ekki að ...
-blogga aftur í dag (fer ekki að verða komið nóg?)
-horfa á Magna syngja í kvöld
-gleyma að fara út með ruslið
....
já og margt sem ég játa ekki að hafa gert en ekki ætlað að gera ... ;)

nú er ég aldeilis orðin fín, fór nebbla í gervineglur til Þorbjargar, en hún er að læra. Var svona með SMÁ kvíðahnút í maganum yfir því að ég fengi kannski bara 5 neglur til að byrja með, enda hafði hún aldrei sett heilt sett á áður, en hjúkket! ég er komin með 10 stór glæsilegar neglur (fyrir utan baugfingursnöglina hægra megin... hahaha.. VARÐ að koma þessu að Þorbjörg ;) ) Kennarinn alveg mjög ánægð með hana þar sem allt gekk fínt og hún á góðum tíma! 3 tímar, já ekki nema það! eins gott að vera í góðum félagsskap, en ég átti samt ekkert allt of auðvelt með að vera kyrr svona lengi, og vera til friðs.
takks...

á morgun er dæmatími í lífefnafræði kl 10.30, wish me luck!!
kennaraherfan virðist ekkert vita hvað hún er að kenna... en ég ætla ekki að gefa skít í hana strax, ÞRÁTT fyrir að allur hópurinn í fyrirlestrinum í dag eftir hádegi hafi setið með heimskingjaslefuna lekandi úr munnvikunum yfir því sem hún var að segja.
einstaklega pirrandi þegar hún talar og skrifar upp á töflu, lítur svo allt í einu upp og segir "nei, nú er ég að segja einhverja vitleysu!!" ooooooh! og ég sem virkilega reyndi (en gerði þó ekki) að skilja hvað hún var að segja!!! :(

já, er að horfa á Magnavöku, skoh.. alls ekki að standa mig. :) vakna snemma í fyrramálið, lesa lífefnafræði, fara í lífefnafræðidæmatíma, fara í lífefnafræði fyrirlestur í 2 tíma og svo í líffærafræði fyrirlestur í 2 tíma :)
allt svona mis mikið spennandi, en ég er þó afar spennt fyrir líffærafræðitímunum. Kennarinn skemmtilegur (kona reyndar) og kennir þetta á þann máta að þú ert virkilega að ná því sem hún er að segja (textinn hér fyrir neðan í síðustu færstu er úr líffærafræðinni)

gott í kvöld

skrifa á morgun

stay tuned!!! :)
SHARE:

þriðjudagur, 12. september 2006

jebb... þetta er latina!

sit hérna í móki frammi í stofu, illa sofin og ennþá á náttfötunum... jú ég er að lesa um höfuðbeinin fyrir tímann sem á að byrja kl hálf 3. .. ég er þó tel ég búin að læra undir tímann sem á að byrja kl korter í 1. Er komin með kaffi latté fyrir framan mig en það hjálpar ekkert upp á skilning minn á því sem ég er búin aðvera ða lesa síðasta einn og hálfan tíman.
ég skal leyfa ykkur að njóta með.
veit að það eru kannski einhverjir sem sklija þetta, vinsamlegast gefið ykkur fram... ég skal þá henda í annan latté!

"The ethmoidal calls together form the ethmodial sinuses. The peripenicular plate forms the superior portion of the nasal septum. The cribriform plate lies in the anterior floor of the cranium and forms the roof of the nasal cavity. The cribriform plate contains the olfactory foramina, through which the oldactory nerve passes. Projectig superiorly from the cribriform plate is a sharp triangular process called the crista galli. This structure serves as a poing ot attachment for the membranes that cover the brain"

já, hérna hafiði það!!! :) (alls enginn sérstakur texti, tekinn úr miðju kaflans)
hvað segiði er einhver á leiðinni í latté? eða kannski cappuchino? veit að það veitti ekki af espresso bara! :)
SHARE:

mánudagur, 11. september 2006

kódak móment!


já... loksins komnar inn réttar og réttarballsmyndir!

þær má finna inná Ragna.safn.net undir Haust-vetur 2006 eða þið getið líka klikkað HÉR
og farið beint inn á þær
SHARE:

uuu...

já, sérdeilis skemmtilegt að vera með munnræpu og hafa engan til að tala við ...
óheppin þið :))))

skólinn í dag var í einu orði llaaaaaaaannngur...
Heimspekileg Forspjallsvísindi í 2 tíma - já þetta er svona áfangi sem maður situr alla önnina að velta því fyrir sér hvað sé verið að reyna ða kenna manni og um hvað kúrsinn sé!
svo komu 3 tímar af félagsfræði! já 3 tímar! úffffff... kennarinn er ekki komin á 21. öldina og notast við glærur og myndvarpa, glósurnar virðast líka á engan hátt tengjast köflunum sem við lesum fyrir hvern tíma. allt svo alveg brilliant tímar! (not)

búin að elda spagetti bolognese og hvítlauksbrauð fyrir mig og brósa sem er fluttur í bæinn og farinn að gera bilaða bíla meira bilaða í Heklu.
ég fílaði alveg að búa ein samt, ég er svo skemmtileg hvort sem er :)

jæja, ég ætlaði bara að droppa inn nokkrum línum en mín bíða heimadæmi í lífefnafræði sem ég ætla að klára í kvöld, vakna svo snemma í fyrramálið til að lesa líffærafræðikaflann sem verður kenndur á morgun...

c ya
SHARE:

tilkynning

svona til að það sé alveg á hreinu þá er ég að læra Hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands..

virðist sem að margir viti það ekki og ég bloggaði kannski ekkert um það nema fyrir langa löngu

e.s. myndirnar eru ennþá á myndavélinni
SHARE:

sunnudagur, 10. september 2006

helgarrapport

já, ég þarf ekki að skrifa langt rapport þennan sunnudaginn þar sem ég er búin að blogga smá um helgina...

ég svaf aðeins út þegar koma að því að fara í réttirnar enda var ÚRHELLI þegar ég vaknaði kl 9 og blautar kindur eru ekkert mitt uppáhald, hvað þá kindur yfir höfuð?
var því mætt með pabba um hálf tíu niðrí rétt.
fór ekki inn í almenning því að þar var nú meira drullusvaðið! og því dró ég ekki einustu kind þetta árið! held líka að ég geri meira ógagn en gagn þar inni.

Seinnipartinn las ég svo aðeins í félagsfræði og svo var það kjötsúpa nr 3 þessa helgina og um kvöldið lambalæri í stykkjavís ásamt ís hjá Björgvin.

um kvöldið fór ég á ball í kirkjuhvoli, já það endaði auðvitað þannig!
ég fer sko líka á ballið næstu helgi! svo ætla ég í smá hlé frá því að keyra austur, er búin að fá miklu meira en ógeð á að keyra þetta svona á milli hverja helgi!!
ballið var svona mest megnis fínt, kannski fyrir utan gaurinn í Hawaii skyrtunni með stráhattinn sem stalkaði mig ansi mikið seinni part kvöldsins! gaman að því samt....
dansaði við ansi marga og hitti nokkra gamla og góða :)

fékk svo far heim til ömmu með ívari frænda á rútunni, ekki slæmur einkadriver þar á ferð!

en.. farin að læra
myndir væntanlegar seint í kvöld eða á morgun

bæbæ
SHARE:

föstudagur, 8. september 2006

@ sveitin

já, mín mætti á Hunkubakka eldsnemma í morgun, eða svo gott sem...
auðvitað þurfti ég að mæta einhverjum sem ég þekkti svo að það komst upp um ástandið á mér...
að vera að keyra um nótt til víkur á fimmtudegi til að fara að skoða rollur fyrir hádegi á föstudegi... er það nú ástand :)

á morgun verð ég svo mætt í réttargallann rúmlega átta og labba niðrí rétt, svona á þetta að vera.. :) veit ekki nema kannski ég dragi eina rollu eða svo. bara svona til að geta sagt frá því :) ekki vantar samt fólkið til þess, aðal sportið fyrir fjarskylda ættingja fólks í sveitinni að koma BARA til að geta sagt að það hafi farið í réttir. já svona verð ég með börnin og barnabörnin eftir nokkra tugi ára!
hehe
... ef þá verður réttað enná þá á annað borð

réttarball á morgun og það er sko okur! 2200 kall til að fara að hlusta á úrbræddan söngvara og fullan bassaleikara!
já maður er ekki að borga fyrir dýrðina, svo er enginn posi, já afhverju er það nú? jú ! svo að þeir geti aldeilis gefið upp að 70 manns hafi komið á ball og þeir hirða svo afganginn, þá hljómsveitin! ER ÞAÐ NÚ OKUR!!!
en... SAMT á ég örugglega eftir ða mæta, er það nú klikkun...

fínt að hafa þráðlaust net hérna í sveitinni líka :p en... auðvitað næst það ekki hjá ömmu og afa í næsta húsi. nei.. aldrei skal mar vera ánægður. :)))

sjáumst við ekki á balli á morgun krúsin mín??
SHARE:

miðvikudagur, 6. september 2006

jamm og jæja

þá er klukkan korter yfir 9.
...þetta finnst mér ansi magnað !:) er vöknuð til að læra, :s já það þýðir víst ekkert hangs þegar kemur að klásus í Hjúkrunarfræði.
Annars byrjar skólinn nú ekki fyrr en kl´hálf 1 frekar en hina dagana.

Horfði á Magna í gær en kaus ekki! ég er alveg viss um að það hafi einhver gert það fyrir mig, ég fór líka að sofa eftir að hann var búinn að syngja.

réttarball á laugardaginn, hljómsveit Rúnars Þórs spilar fyrir dansi í Kirkjuhvoli, tek við pöntunum upp á dansa frá og með kl 10 í dag. Hlakkar djöfull mikið til að fara !! ansi langt síðan ég fór á íslenskt ball
uuu hvað hef ég meira að segja...
jú ég fór í Sund í gær, og þar ekkert venjulegt sund.
Ég fór með 2 af glæsilegustu kvenmönnum á íslandi : ) en þær heita Thea Mist og Árún.
Thea Mist litla er nebbla í ungbarnasundi og svaka hetja!! rosalega er gaman að sjá þegar þessum litlu krílum er stungið á hausinn ofaní vatnið og koma svo glottandi uppúr því aftur. En ég hef alveg komist að því að það er ENGINN möguleiki á að finna sér mann í ungbarnasundi! þer eru allir voðalega miklir.... feður.. eitthvað.

Rockstar-stelpu-partý í kvöld hjá Árúnu og svo er saumó á fimmtudaginn.
... já það fer að verða gott að vera komin heim :)
SHARE:

mánudagur, 4. september 2006

school, school, school

nú fer bloggið mitt að breytast eins og svo oft áður.. :)
á hverju hausti (að því síðasta undanskildu) byrja ég alltaf að blogga um það sama... skóla og fyllerí!

eeen, ég reyni nú að verða sorglega lítið fyndin inná milli svo að þið skulið ekki örvænta :) hehe

skóli í dag frá hálf 1 til korter yfir 5, langur dagur og maður er kominn heim um 6 ef ég ætla að skreppa aðeins í búðina í millitíðinni.
mottóið að vakna ekki seinna en 9 á morgnana klikkaði aaaaaðeins í morgun, en ég kenni því um hve stuttur svefninn var í Hólum, ég var virkilega sybbin, og fór ég þó að sofa kl 11 í gærkvöldi, eða allavegana reyndi, held að ég hafi bylt mér og velt í einhvern tíma áður en það hafðist loks.

jæja, matuinn er í ofninum og svo þarf ég að ryksuga
enginn fiskur hérna á mánudögum!

c ya
SHARE:

sunnudagur, 3. september 2006

Helgarrapport frh

vorum komin heim rétt rúmlega 8 og þá voru plönin ekki búin ó seiseinei... ég ætlaði með Atla, Gumma Vigni og einhverjum upp í Hólaskjól þar sem Hólafjör 2006 var haldið, en þegar ég heyrði í Atla var svo rooosalega langt í að þau myndu leggja af stað að ég dobblaði bróður minn ( ég orðin drukkin eftir bryllupið) til ða keyra Dadda minn upp í Hóla og við skyldum svo gista þar. Eftir því sé ég nú ekki enda komu hin sem ég ætlaði upprunalega með svo seint að þau missu af mesta fjörinu.
í boði voru sleikjóar í massavís sem er alger snilld á fylleríi!!! hrátt hangikjöt, reyktur silungur, hákarl, brennivín og Thule... SNILLDAR samsetning alveg...

svo var brenna og brekkusöngur, trúbador með hljóðkerfi (já og það var ekkert rafmagn í húsinu.. hehe. undarlegt!) allir fengu danskort og svo var stiginn trylltur dans fram eftir,,, og er ég með marbletti sem sanna það!
sofnaði svo væri undir heitri verndarhendi frá aðila sem deildi með mér kojunni... hmmm hveeeer var það????? (nei ! ekki þráinn!!!) :))))

frábært kvöld í alla staði - Takk fyrir mig þið sem ég hitti... er nefnilega ennþá að hitta fólk sem ég hef ekki séð í hátt í ár!

allaveganaa nóg í kvöld
SHARE:

Helgarrapport

jæja... enn önnu helgi búin og þessi ekkert síðri en sú síðasta...

á föstudaginn var ég frekar sorgleg, endaði á rúntinum í góðum félagsskap langt fram eftir, og auk þess í smá þunglyndi að ég er eiginlega orðin of gömul svona einhleyp og hress til þess að fara á BUSABALL hjá Fsu, þess vegna sendi ég bróður minn sem stóð sig vel í að gera það sem ég hef stundað á svoleiðis samkomum! :))))

á lau svaf ég út eins og engill, NOT,, ég svaf alveg ömurlega, alltaf að vakna og dreyma einhvern fjárann, aldeilis ða það gat rúmast mikið rugl í hausnum á mér. svo til að toppa ruglið á mér dreymdi mig í örugglega 2 tíma með því að vera ALLTAF að rumska að ég finndi hvergi klósett og væri ALVEG að pissa í mig... fattaði svo þegar ég var alveg orðin úrkula vonar í draumnum að ég finndi klósett að mér var virkilega mál að pissa, fór á klósettið ( í hinum raunverulega heimi) og svaf nokkuð vel það sem eftir var.
Skellti mér svo í göngutúr með iPodinn minn en endaði heima hjá Einsa og Söndru í kaffi auk þess að fara á rúntinn með Stebba, kominn tími til að ég fái að setjast upp í þennan Lexus! :)
kl 4 var ég svo komin í græna jakkann sem Árún saumaði og HVítar buxur (já þetta hljómar meira að segja jafn skelfilega og það var!) og mín á leiðinni í bryllup hjá Hiddu og Eyjólfi. Allt fór vel og við átum mat og köku og þau voru gift að lokum :)
SHARE:

the future...

svona er framtíðin....
sit inni í stofu, nýkomin frá rvk og þegar tölvan tengist þráðlausa netinu hérna heima að það eru 13 önnur þráðlaus net sem makkinn finnur... það er ágætur fjöldi ! mér finnst ég heldur ekkert búa í kringum marga enda eru fyrirtæki hérna allt um kring... 3 af þessum þráðlausu netum eru samt fyrirtækjanet...
en þetta er greinilega framtíðin!!
hey, ertu ekki örugglega með þráðlaust net??? :)
SHARE:

föstudagur, 1. september 2006

gott kvöld.

já, átti alveg hreint æðislegt kvöld með stelpunum áðan...

jóna byrjaði á ða koma með baquette snittur með ýmsu mjög góðu góðgæti á.. þar á meðal graflaxi og camembert svo eitthvað sé nefnt!

eftir að hafa togað einhverja korka upp úr flöskum hófst ég svo handa við STÓR eldamennskuna sem fól í sér ALLT of mikið uppvask enda ég engu öðru vön en stórum vöskum sem taka lengi við, risa eldavélum og allt að gerast! pirrandi að vera bara með 4 hellur! :D hefði alveg getað notað 8 með engum vandræðum!
á hverri hellu var semsagt panna með kjöti á.. þ.e.a.s 3 tegundum og ein hella með sjóðandi vatni tilbúið fyrir núðlurnar!

á matseðlinum var...

sticky hrísgrón (verða að vera þannig svo að séns sé að borða þau með prjónum!)
hvítlaukssvínakjötsstrimlar í tómatsósu (án efa vinningshafi kvöldsins)
tígrisrækjur með núðlum, karrýsósu og grænmeti
Nautakjötssnitsel, skorið í ræmur með ostrusósu og öðru grænmeti
kjúklingur í red curry sósu
pad thai núðlur

eftir þetta gubbuðum við næstum enda átum við allt of mikið!!!!
hefði líka sjálfsagt verið pláss fyrir 1-2 í mat.. :)
hvað er þetta, ég er vön að elda fyrir 130 manns og svitna varla!

jæja...

lágum svo á spjallinu frameftir og ákváðum að heita ávaxtakakan með ísnum YRÐI að bíða í smá stund vegna aðstæðna... :)
jóna, verður að koma áður en þú flytur út! :)

takk stelpur
SHARE:
Blog Design Created by pipdig