Fór um daginn í ríkið og keypti inn veigar fyrir fjallaferðina, þetta var auðvitað fyrsta ferðin mín löglega í ríkíð og ég gat loksins borgað með korti!!! en neeeeei ,strákurinn lítur ekki einu sinni á kortið og ég hefði þess vegna getað verið 18 ára! ... Enginn sigur að vera orðin 20, ég er hætt að eldast.
Seldi 6 af hömstrunum í gær og græddi ansi vel á því $$$$$$
Fjallaferð í kvöld og dagurinn vel planaður, set inn myndir og fréttir eftir helgi...
eigið góða helgi!
föstudagur, 25. febrúar 2005
þriðjudagur, 22. febrúar 2005
Sky High
ég er svo spennt, veit ekki alveg fyrir hverju, kannski af því að mér tókst að redda mér fari í fjallaferðina um helgina,
...eða þá að hausinn á mér er á flugi vegna ýmislegs skringilegs
...eða að ég verð með OFUR skemmtilegu fólki í bíl
...eða bara búin að vera ágæt vika
...eða fann brjálæðislega gott lag (I want you to want me)
...eða að 2 snafsar eru kannski að spila á selfossi á fimmtudaginn
...eða ég hlakka til að hitta vini mína um helgina
...eða ég er búin að drekka of mikið kaffi
...eða að aldurinn sé að fara svona með mig
Og BTW til að taka öllspurningar merkin afykkur, þá er ég ekki ástfangin...
Tók tilraunardýr í kjúkling að borða í gær, tókst bara með ágætum og ætla ég að setja aaaaðeins meira Chilli næst :D hafa smá fútt í þessu!!!!
Ætla að skunda í Hafnafjarðarleikhúsið á morgun svo að sjá leikritið Brotið. Er búin að fá að lesa fyrstu 2 leikþættina og verður mjöööög gaman að sjá leikritið lifna við á sviðinu
!
Hey, hvað haldiði að ég hafi verið að gera í dag frá 5 til hálf 7!!!!!
Nei, þið getið sko ekki giskað!
Ragna stóð gölluð niðrí Fossvogi með nefið upp í loft í þessari rosalegu þoku að bíða eftir Störrum!!!! Tilgangurinn??? tjah, það er spurning, eitthvað í vistfræði í MH sem er svo notað uppi í náttúrufræðistofnun.
Það var samt svo rosalega mikil þoka að maður sá ekkert og fuglarnir voru líka seinir að koma í náttstað, ég stóð því ásamt 2 öðrum í einu horninu á skógræktinni með nefið upp í loft í klst áður en við sáum 1 fugl!!!!!!!!!!!!!
Svo lifnaði smá yfir þessu og við töldum örugglega hátt í 300 fugla næsta hálftímann. en þá vorum við búin að skipta um stað við annan hóp.
Þangað til næst.
Knús
...eða þá að hausinn á mér er á flugi vegna ýmislegs skringilegs
...eða að ég verð með OFUR skemmtilegu fólki í bíl
...eða bara búin að vera ágæt vika
...eða fann brjálæðislega gott lag (I want you to want me)
...eða að 2 snafsar eru kannski að spila á selfossi á fimmtudaginn
...eða ég hlakka til að hitta vini mína um helgina
...eða ég er búin að drekka of mikið kaffi
...eða að aldurinn sé að fara svona með mig
Og BTW til að taka öllspurningar merkin afykkur, þá er ég ekki ástfangin...
Tók tilraunardýr í kjúkling að borða í gær, tókst bara með ágætum og ætla ég að setja aaaaðeins meira Chilli næst :D hafa smá fútt í þessu!!!!
Ætla að skunda í Hafnafjarðarleikhúsið á morgun svo að sjá leikritið Brotið. Er búin að fá að lesa fyrstu 2 leikþættina og verður mjöööög gaman að sjá leikritið lifna við á sviðinu
!
Hey, hvað haldiði að ég hafi verið að gera í dag frá 5 til hálf 7!!!!!
Nei, þið getið sko ekki giskað!
Ragna stóð gölluð niðrí Fossvogi með nefið upp í loft í þessari rosalegu þoku að bíða eftir Störrum!!!! Tilgangurinn??? tjah, það er spurning, eitthvað í vistfræði í MH sem er svo notað uppi í náttúrufræðistofnun.
Það var samt svo rosalega mikil þoka að maður sá ekkert og fuglarnir voru líka seinir að koma í náttstað, ég stóð því ásamt 2 öðrum í einu horninu á skógræktinni með nefið upp í loft í klst áður en við sáum 1 fugl!!!!!!!!!!!!!
Svo lifnaði smá yfir þessu og við töldum örugglega hátt í 300 fugla næsta hálftímann. en þá vorum við búin að skipta um stað við annan hóp.
Þangað til næst.
Knús
mánudagur, 21. febrúar 2005
öll 20 árin
nei, ég ætla samt ekki að fara að telja upp ævisöguna ár fyrir ár :)
Allavegana þá hélt ég upp á afmælið á Gauknum eins og það var planað. Fór fjölskyldan fyrst út að borða á Ítalíu og þar svíkur maturinn aldrei neinn!
Skundaði svo heim með einkadrivernum og dreif mig að mála mig og gera mig fínaá meðan pabbi blés upp ógrynni af blöðrum, duglegur kallinn. Ég þurfti lítið að hugsa um hárið á mér. því að Þorbjörg var búin að stinga puttunum í hausinn á mér og gera greiðslu kvöldsins sem var ansi flott!
Gestirnir komu frekar í seinna laginu og ég sat því bara ein með 50 bjórmiða aaaaalein í korter, svo komu Dagga og Siggi og björguðu mér :D og ekkert löngu eftir það komu mamma, pabbi og þráinn. Ég var búin að skreyta voða fínt, blöðrur út um alla veggi og happi birthday banner á veggnum ásamt því að það voru ullu-flautur á öllum borðum með honum Svampi Sveinssyni! Ekki má gleyma kökunni!!! rice krispies kaka eins og í öllum alvöru baddnaammulum.
Gestirnir týndust svo hratt inn og á endanum sprakk hornið sem ég hafði ætlað undir afmælið og gestirnir fóru að flytja sig hinum meginn í salinn, enda engin sæti eftir í horninu, þá taldi ég 67 manns en það var svona korteri áður en farið var að hleypa gestum inn á ballið. i kringum 10-20 kíktu svo við á ballið eftir það sem voru afmælisgestir líka. rosalega komu margir !!!! Takk öll fyrir að mæta.
Það var ekki nóg með að það mættu svona margir heldur fékk ég lika ógrynni af gjöfum !!!!!!! vá,!
Takk enn og aftur fyrir frábært kvöld
Jet Black Joe stóðu sig svo með príði og ég held bara svei mér þá að PAlli hafi af-kristnast! var að langt fram á nótt og endaði svo á rúntinum alveg það lengi að ég gat horft á baddnaefnið á ´RUV þegar ég loksins skreið heim..
hehe
Hendi inn myndum á eftir eða á morgun
Allavegana þá hélt ég upp á afmælið á Gauknum eins og það var planað. Fór fjölskyldan fyrst út að borða á Ítalíu og þar svíkur maturinn aldrei neinn!
Skundaði svo heim með einkadrivernum og dreif mig að mála mig og gera mig fínaá meðan pabbi blés upp ógrynni af blöðrum, duglegur kallinn. Ég þurfti lítið að hugsa um hárið á mér. því að Þorbjörg var búin að stinga puttunum í hausinn á mér og gera greiðslu kvöldsins sem var ansi flott!
Gestirnir komu frekar í seinna laginu og ég sat því bara ein með 50 bjórmiða aaaaalein í korter, svo komu Dagga og Siggi og björguðu mér :D og ekkert löngu eftir það komu mamma, pabbi og þráinn. Ég var búin að skreyta voða fínt, blöðrur út um alla veggi og happi birthday banner á veggnum ásamt því að það voru ullu-flautur á öllum borðum með honum Svampi Sveinssyni! Ekki má gleyma kökunni!!! rice krispies kaka eins og í öllum alvöru baddnaammulum.
Gestirnir týndust svo hratt inn og á endanum sprakk hornið sem ég hafði ætlað undir afmælið og gestirnir fóru að flytja sig hinum meginn í salinn, enda engin sæti eftir í horninu, þá taldi ég 67 manns en það var svona korteri áður en farið var að hleypa gestum inn á ballið. i kringum 10-20 kíktu svo við á ballið eftir það sem voru afmælisgestir líka. rosalega komu margir !!!! Takk öll fyrir að mæta.
Það var ekki nóg með að það mættu svona margir heldur fékk ég lika ógrynni af gjöfum !!!!!!! vá,!
- espressokaffivél
- 10.000 kall
- blómavasi og blómvöndur
- blómavasi og túlípanablómvöndur
- 5000 kr bensínstyrkur frá SHELL
- kaffibox
- hitabolli fyrir 12 volt
- afmæliskaka sem spilar "happy birthday"
- rós
- rós og mynd á vegg
- vöfflujárn
- ponsjó
- kertastjaki
- ilmolíukertsastjaki
- kryddjurtasax
- 10, 2 ára blöðrur (=20 ára) og hárspennur
- Cutie pie dúkka
- inneign í spútnik
- skál
- innisería
- skál
- hitabolli
- BATTERÍ! :)))))
- kaffibolli
- kaffi
- mjólkurfreyðikanna
- 3 stór kerti, það hæsta 130 cm!! :)
Takk enn og aftur fyrir frábært kvöld
Jet Black Joe stóðu sig svo með príði og ég held bara svei mér þá að PAlli hafi af-kristnast! var að langt fram á nótt og endaði svo á rúntinum alveg það lengi að ég gat horft á baddnaefnið á ´RUV þegar ég loksins skreið heim..
hehe
Hendi inn myndum á eftir eða á morgun
laugardagur, 19. febrúar 2005
Jæja. hún er orðin tvítug stelpan
Gigtarverkirnir óvenjuslæmiir í morgun og ég fann 2 grá hár. Læt Þorbjörgu gramsa á hausnum á mér á eftir og taka fleiri ef hún finnur þau.
Plan dagsins er langt og strangt og þess vegna er ég vöknuð fyrir 12 á laugardegi!! :/
fór samt á Selfoss á fimmtudaginn og lenti í rosalegu fylleríi með Fúsa og Orra á Pakkhúsinu. Á leiðinni heim tókst mér svo að fljúga á hausinn með þeim afleiðingum að eitthvað helvíti stakst á bólakaf inn í hneð á mér með tilheyrandi gati á buxum og blóði sem var óvenjulega mikið. Fúsi reddaði svo grisju sem ég var vafin með og átti að duga en það dugði nú skammt og fékk ég svo almennilega aðhlynningu þegar ég kom í bæinn frá manni klifjuðum vörum úr lyfju og common sense í plástraásetningu.
Gærkvöldið fór svo í tómt chill. maður verður víst að lifa af afmælið, ég fór því bara og gaf Atla Þór pg Svenna kjúkling áður en við fórum öll á freestyle sýningu á Húsgagnahallarplaninu þar sem sleða töffarar voru að sýna listir sínar. Ragna ormur var samt í pilsi og var orðin hálf frosin þegar í bílinn var komið aftur þar sem að hún var ekkert á leiðinni út!
Jæja, best að drífa sig i dagsverkin....
(Já, alltaf verið að spyrja mig, ég tek á móti gjöfum á gauknum þið sem hafið það á takteinunum)
Sjáumst hress og kát á eftir!!!!!!!
Plan dagsins er langt og strangt og þess vegna er ég vöknuð fyrir 12 á laugardegi!! :/
fór samt á Selfoss á fimmtudaginn og lenti í rosalegu fylleríi með Fúsa og Orra á Pakkhúsinu. Á leiðinni heim tókst mér svo að fljúga á hausinn með þeim afleiðingum að eitthvað helvíti stakst á bólakaf inn í hneð á mér með tilheyrandi gati á buxum og blóði sem var óvenjulega mikið. Fúsi reddaði svo grisju sem ég var vafin með og átti að duga en það dugði nú skammt og fékk ég svo almennilega aðhlynningu þegar ég kom í bæinn frá manni klifjuðum vörum úr lyfju og common sense í plástraásetningu.
Gærkvöldið fór svo í tómt chill. maður verður víst að lifa af afmælið, ég fór því bara og gaf Atla Þór pg Svenna kjúkling áður en við fórum öll á freestyle sýningu á Húsgagnahallarplaninu þar sem sleða töffarar voru að sýna listir sínar. Ragna ormur var samt í pilsi og var orðin hálf frosin þegar í bílinn var komið aftur þar sem að hún var ekkert á leiðinni út!
Jæja, best að drífa sig i dagsverkin....
(Já, alltaf verið að spyrja mig, ég tek á móti gjöfum á gauknum þið sem hafið það á takteinunum)
Sjáumst hress og kát á eftir!!!!!!!
fimmtudagur, 17. febrúar 2005
Jesús!
KOMIN FLEIRI HAMSTRABÖRN, HELVÍTIS GRÖÐU KARLMENN. ER BÚIN AÐ SKILJA ALLT AF, FÓLK BOÐIST Í AFMÆLISHEIMSÓKN UPP Á KLEPP!!!!!
miðvikudagur, 16. febrúar 2005
Talið niður í ammili
Já það eru bara þrír dagar í ammili, ekki á morgun, ekki á hinn, HELDUR HINN!
En að því frátöldu þá er vikan strax orðin smá viðburðarrík, eins og ég var að vona, enda síðasta vika mín sem táningur :)
Valentínusardaguriknn kom svífandi inn á mánudaginn og eyddi ég smá tima í þunglyndi yfir því að út um allt voru kærustupör að eiga næs dag og dekra við hvort annað, þessi smá timi var bara lítill tími, því að ég fattaði að maður má alveg elska vini sína og ég á marga góða vini, ég var semsagt bara í góðum málum og átti yndislegan kvöldverð. :)
Gærkvöldið fer í sögubókina með 22. sept (Árún) ég sat bara inni í stofu í kósí fýling og var að horfa á sjónvarpið með kertaljós þegar Elli (þessi til vinstri) hringdi og sagði mér að hypja mig niðrá XXXX og kíkja á hann og vin sinn Davíð. (þið sem vitið ekki hver Elli er þá kynntist ég honum á móbó awards)
Ég auðvitað hlýddi kallinu eftir smá sannfæringarspjall dreif ég mig bara í partýgírinn og lét þráinn enda sendast niðrí bæ niðrá XXXX og var ég komin þangað kl 1. Einhver eftirlitsmaður var kominn og svæðið og ekki sjéns að kaupa bjór, þetta leit nú ekkert allt of vel út sko. En Elli lenti í svaka pooli við einhvern gaur upp á 3. sætið á mótinu og það var mikið í húfi, 24 bjórar! ég gerðist því aðal grúbbpía og eftir 3 tíma í pooli hafði Elli greyið tapað :/ en jæja, ég fór því bara í YATZY við einhvern gaur og bjórinn lak af dælunni, ofan í okkur. þess á milli sem hann skenkti fisherman's friend staupum. ég skemmti mér konunglega. en ekki alveg jafn mikið og þegar Elli og Davíð voru farnir að strippa inni í eldhúsi, og farnir að leika sér í matarlyftunni á milli hæða! :) einhvernveginn leið tíminn rosalega hratt og ég bullaði og bullaði ásamt þvi að elda slííísí hamborgara um 5 leitið ! :) komum svo út af XXXX kl 7!!!!!! Þráinn skutlaði okkur heim... Greyið, systirin grimm að reka hann út í kuldann og skutla mér ! ég held að ég skuldi honum eitthvað...
Rosalega gaman mar!!!!!!!!!!!!!
en má ekki gleyma því að það var nú samt þriðjudagur!!! hummmm
Rólegt kvöld í kvöld TAKK, þarf að safna orku fyrir helgina.
En að því frátöldu þá er vikan strax orðin smá viðburðarrík, eins og ég var að vona, enda síðasta vika mín sem táningur :)
Valentínusardaguriknn kom svífandi inn á mánudaginn og eyddi ég smá tima í þunglyndi yfir því að út um allt voru kærustupör að eiga næs dag og dekra við hvort annað, þessi smá timi var bara lítill tími, því að ég fattaði að maður má alveg elska vini sína og ég á marga góða vini, ég var semsagt bara í góðum málum og átti yndislegan kvöldverð. :)
Gærkvöldið fer í sögubókina með 22. sept (Árún) ég sat bara inni í stofu í kósí fýling og var að horfa á sjónvarpið með kertaljós þegar Elli (þessi til vinstri) hringdi og sagði mér að hypja mig niðrá XXXX og kíkja á hann og vin sinn Davíð. (þið sem vitið ekki hver Elli er þá kynntist ég honum á móbó awards)
Ég auðvitað hlýddi kallinu eftir smá sannfæringarspjall dreif ég mig bara í partýgírinn og lét þráinn enda sendast niðrí bæ niðrá XXXX og var ég komin þangað kl 1. Einhver eftirlitsmaður var kominn og svæðið og ekki sjéns að kaupa bjór, þetta leit nú ekkert allt of vel út sko. En Elli lenti í svaka pooli við einhvern gaur upp á 3. sætið á mótinu og það var mikið í húfi, 24 bjórar! ég gerðist því aðal grúbbpía og eftir 3 tíma í pooli hafði Elli greyið tapað :/ en jæja, ég fór því bara í YATZY við einhvern gaur og bjórinn lak af dælunni, ofan í okkur. þess á milli sem hann skenkti fisherman's friend staupum. ég skemmti mér konunglega. en ekki alveg jafn mikið og þegar Elli og Davíð voru farnir að strippa inni í eldhúsi, og farnir að leika sér í matarlyftunni á milli hæða! :) einhvernveginn leið tíminn rosalega hratt og ég bullaði og bullaði ásamt þvi að elda slííísí hamborgara um 5 leitið ! :) komum svo út af XXXX kl 7!!!!!! Þráinn skutlaði okkur heim... Greyið, systirin grimm að reka hann út í kuldann og skutla mér ! ég held að ég skuldi honum eitthvað...
Rosalega gaman mar!!!!!!!!!!!!!
en má ekki gleyma því að það var nú samt þriðjudagur!!! hummmm
Rólegt kvöld í kvöld TAKK, þarf að safna orku fyrir helgina.
mánudagur, 14. febrúar 2005
Hún á ammili í ..... HA ekki í dag
Jæja, það skiptir ekki máli, er búin að fá eina ammilisgjöf og gat auðvitað ekki beðið með að nota hana. Eftir smá stríð við Ormsson gekk allt loks upp :D og ég er búin að eyða síðasta klukkutíma í kaffilögun og æfingu... ekki komin æfingin þó svo að ég geti nú gert drekkanlega bolla :D
TAKK KÆRLEGA MAMMA OG PABBI OG ÞIÐ HIN !!!!!
Auglýsi nú eftir hitakaffibolla í skólann og latté glösum, ásamt mjólkurfreyðikönnu ....
Eyddi öllum fyrripartinum af deginum í gel-nagla ásetningu, sem by the way var frí! (svona in case ef þið voruð að velta fyrir ykkur hvort ég skiti pjéningum) allt viðhald er líka frítt.
Ragna Sniðuga.
Steingleymdi alveg að segja í gær frá uppákomu hjá okkur fúsa á föstudagskvöldið þegar við vorum að stilla upp hljóðkerfinu. Þegar við komum nefnilega út þá voru 2 litlir Carlsberg í dós á spoilerinum á bílnum hans fúsa. Ég hélt nú fyrst að þeir væru tómir! en þegar við gengum nær bílnum þá stóð á rúðunni skrifað í snjóinn :
FRÍTT!
og á skottinu
ENJOY!!
hehe!!! sniiiiiilllld!
Auðvitað tókum þá og drukkum þá með bestu lyst :D
TAKK KÆRLEGA MAMMA OG PABBI OG ÞIÐ HIN !!!!!
Auglýsi nú eftir hitakaffibolla í skólann og latté glösum, ásamt mjólkurfreyðikönnu ....
Eyddi öllum fyrripartinum af deginum í gel-nagla ásetningu, sem by the way var frí! (svona in case ef þið voruð að velta fyrir ykkur hvort ég skiti pjéningum) allt viðhald er líka frítt.
Ragna Sniðuga.
Steingleymdi alveg að segja í gær frá uppákomu hjá okkur fúsa á föstudagskvöldið þegar við vorum að stilla upp hljóðkerfinu. Þegar við komum nefnilega út þá voru 2 litlir Carlsberg í dós á spoilerinum á bílnum hans fúsa. Ég hélt nú fyrst að þeir væru tómir! en þegar við gengum nær bílnum þá stóð á rúðunni skrifað í snjóinn :
FRÍTT!
og á skottinu
ENJOY!!
hehe!!! sniiiiiilllld!
Auðvitað tókum þá og drukkum þá með bestu lyst :D
sunnudagur, 13. febrúar 2005
Helgin búin...
Urg, aldrei lærir maður af reynslunni...
Maður á ekki að láta líða svona langt á milli blogga. þá er frá svo mörgu að segja. . .
Bíllinn minn var grafinn í fönn um daginn og sást til aðilans sem stóð að þesso og er ekki á góðu hliðinni þessa dagana! Reyndar bakkaði bíllinn bara út úr þessu ,ekkert mok, ekkert út eða neitt. þetta er jeppi, trúiði því bara :D
Búin að standa í maraþon áhorfi á 24 upp á síðkastið því að Svenni er með 3. seríu í láni, verst er að ef maður byrjar að horfa er ekki hægt að hætta þvi að það er alltaf svo spennuþrunginn endi í hverjum þætti! Fékk líka voða gott pasta bolognese og hvítlauksbrauð en ég lagði af mörkum nýbakaða alvöru súkkulaðiköku, jarðaber og rjóma... Frábært kvöld, sem auðvitað endaði með 24.
Spileríið hélt svo áfram um helgina og var föstudagskvöldið ekkert voða spennandi. . . rosalega fullt fólk og með endæmum leiðinlegt ! (Nei Ingibjörg, ekki þú! :) ) Fúsi var næstum búinn að ráðast á norskan gaur sem var alveg SKELFILEGA LEIÐINLEGUR, hékk í statífinu og spurði aftur og aftur og aftur og aftur afhverju við myndum ekki spila neina alvöru tónlist! Kiss eða Paradise city, eitthvað hefur gaurinn verið skemmdur ef hann hefur séð heila hljómsveit þarna í horninu þar sem 2 snafsar sátu, með einn KASSAGÍTAR og SÖNGKONU! ekki beint rétta blandan.
Reyndar voru nú nokkrir sem björguðu kvöldinu með hressleika og röddin í toppstandi. Fúsa tókst samt að slíta 5. g-strenginn sinn á 3 helgum. ekki par ánægður, hann sem var búinn að skipta út hörðu gítarnöglinni sinni út fyrir aðra aðeins mýkri.
Var bara edrú fyrir utan einn kokkteil sem ég drakk til að skola niður snilldar Lasagna-inu hans Fúsa. Spiluðum svo alveg til 05.25 og vorum ekki komin heim fyrr en rétt að ganga 7 um morguninn.
Laugadagurinn fór svo í almenna leti, gerðum ekki mikið, las smá, sem auðvitað endaði með svefni í smá stund! hummm.... ætlaði nú ekki að láta það gerast. fórum öll 3 (Þráinn líka í bænum) á Red Chilli á laugaveginum, góður matur bara... (Þar sem Old West var)
Horfðum svo á Police Academy 1 og 2 með smá hléi fyrir hlátur því að ég læddist að fúsa þegar hann var ða koma út af klósettinu og ruddist að honum með tilheyrandi látum og svipurinn sem ég uppskar frá drengnum var svo óborganlegur að ég bara GAT ekki hætt að hlæja! tár og allt. hehe!!!
Leist nú ekki á blikuna þegar við komum á Celtic rétt fyrir 1 því að ekkert var fólkið. . .
Það rættist samt svo sannarlega úr kvöldinu og fullur staður, samt frekar skrítið kvöld.
Verðlaun helgarinnar fær samt MUNKUR :)
Einhver gaur að koma úr grímuballi sem var klæddur í munkabúning, með hettu fyrir augunum og kross um hálsinn, hann er svo sannarlega eitt það fyndnasta sem ég hef séð langa lengi og átti ég erfitt með að deyja ekki úr hlátri!!!! Hann var svo fyndinn þegar hann var að dansa að það var engu lagi líkt !
Um 4 leitið varð ég svo var við traktórsgröfu komandi niður Ingólfsstræti á fáránlegum hraða! svínaði svo inn á Hverfisgötu og sem betur fer var ekki bíll fyrir henni, hún hægði eiginlega ekkert á sér. tók svo næstum með sér ljósastaur sem beið hennar á Hverfisgötu og keyrði hún smá stund vinstra megin á götunni, ég bankaði í fúsa en hann sá hana bara svo seint.
Fann svo á netinu þegar ég vakanaði, án þess að það hefði hvarflað að mér að þetta gæti verið ástæðan fyrir hraðaksturs gröfunnar..
Maður á ekki að láta líða svona langt á milli blogga. þá er frá svo mörgu að segja. . .
Bíllinn minn var grafinn í fönn um daginn og sást til aðilans sem stóð að þesso og er ekki á góðu hliðinni þessa dagana! Reyndar bakkaði bíllinn bara út úr þessu ,ekkert mok, ekkert út eða neitt. þetta er jeppi, trúiði því bara :D
Búin að standa í maraþon áhorfi á 24 upp á síðkastið því að Svenni er með 3. seríu í láni, verst er að ef maður byrjar að horfa er ekki hægt að hætta þvi að það er alltaf svo spennuþrunginn endi í hverjum þætti! Fékk líka voða gott pasta bolognese og hvítlauksbrauð en ég lagði af mörkum nýbakaða alvöru súkkulaðiköku, jarðaber og rjóma... Frábært kvöld, sem auðvitað endaði með 24.
Spileríið hélt svo áfram um helgina og var föstudagskvöldið ekkert voða spennandi. . . rosalega fullt fólk og með endæmum leiðinlegt ! (Nei Ingibjörg, ekki þú! :) ) Fúsi var næstum búinn að ráðast á norskan gaur sem var alveg SKELFILEGA LEIÐINLEGUR, hékk í statífinu og spurði aftur og aftur og aftur og aftur afhverju við myndum ekki spila neina alvöru tónlist! Kiss eða Paradise city, eitthvað hefur gaurinn verið skemmdur ef hann hefur séð heila hljómsveit þarna í horninu þar sem 2 snafsar sátu, með einn KASSAGÍTAR og SÖNGKONU! ekki beint rétta blandan.
Reyndar voru nú nokkrir sem björguðu kvöldinu með hressleika og röddin í toppstandi. Fúsa tókst samt að slíta 5. g-strenginn sinn á 3 helgum. ekki par ánægður, hann sem var búinn að skipta út hörðu gítarnöglinni sinni út fyrir aðra aðeins mýkri.
Var bara edrú fyrir utan einn kokkteil sem ég drakk til að skola niður snilldar Lasagna-inu hans Fúsa. Spiluðum svo alveg til 05.25 og vorum ekki komin heim fyrr en rétt að ganga 7 um morguninn.
Laugadagurinn fór svo í almenna leti, gerðum ekki mikið, las smá, sem auðvitað endaði með svefni í smá stund! hummm.... ætlaði nú ekki að láta það gerast. fórum öll 3 (Þráinn líka í bænum) á Red Chilli á laugaveginum, góður matur bara... (Þar sem Old West var)
Horfðum svo á Police Academy 1 og 2 með smá hléi fyrir hlátur því að ég læddist að fúsa þegar hann var ða koma út af klósettinu og ruddist að honum með tilheyrandi látum og svipurinn sem ég uppskar frá drengnum var svo óborganlegur að ég bara GAT ekki hætt að hlæja! tár og allt. hehe!!!
Leist nú ekki á blikuna þegar við komum á Celtic rétt fyrir 1 því að ekkert var fólkið. . .
Það rættist samt svo sannarlega úr kvöldinu og fullur staður, samt frekar skrítið kvöld.
Verðlaun helgarinnar fær samt MUNKUR :)
Einhver gaur að koma úr grímuballi sem var klæddur í munkabúning, með hettu fyrir augunum og kross um hálsinn, hann er svo sannarlega eitt það fyndnasta sem ég hef séð langa lengi og átti ég erfitt með að deyja ekki úr hlátri!!!! Hann var svo fyndinn þegar hann var að dansa að það var engu lagi líkt !
Um 4 leitið varð ég svo var við traktórsgröfu komandi niður Ingólfsstræti á fáránlegum hraða! svínaði svo inn á Hverfisgötu og sem betur fer var ekki bíll fyrir henni, hún hægði eiginlega ekkert á sér. tók svo næstum með sér ljósastaur sem beið hennar á Hverfisgötu og keyrði hún smá stund vinstra megin á götunni, ég bankaði í fúsa en hann sá hana bara svo seint.
Fann svo á netinu þegar ég vakanaði, án þess að það hefði hvarflað að mér að þetta gæti verið ástæðan fyrir hraðaksturs gröfunnar..
Erill hjá lögreglu í Reykjavík í nótt
Töluverður erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt. Nokkuð var um líkamsmeiðingar og drykkjulæti auk þess sem fjórir voru teknir ölvaðir við akstur en af þeim var einn á gröfu.
Já já, best að velja þetta risastóra og gula svo að enginn sjái mig þegar ég keyri fullur :p
spiluðum aftur til 6.25 en þá var eigilega alveg fullt ennþá.
mjög skemmtilegt kvöld!
Afmælið er enn á dagskránni en ég er farin að sakna commenta.....
Svona í allurunni, er hálf fáranlegt að skrifa hérna og vita ekkert hver er að lesa, eða hvort að það sé einhver að lesa yfir höfuð!!
:/
föstudagur, 11. febrúar 2005
miðvikudagur, 9. febrúar 2005
Sæl og blessuð
er alvarlega að tapa mér í afmælispælingum :)
Verð nú að koma með veitingar er það ekki??? ef ég má... híhí.
En anyway, bauð Ingibjörgu með mér á síðustu æfingu á Mýrarljósi í Þjóðleikhúsinu enda er hún svo ungleg að hún kemst alveg inn með MH-ingum :))))) (Verð að bæta þetta einhvernveginn með kennaraumtalið) Ég nefnilega kynnti hana fyrir Þóru og Völu vinkonum mínum úr MH sem fyrrverandi kennarann minn :) hehe, það er samt alveg satt :D hehe Hún var bara svoldið ungur kennari sem ég kynntist svo mjög vel þegar við vorum að vinna saman á Halldórskaffi.
Gerði lítið í dag. . . Fór í smáralind og eyddi rúmum 2 tímum í að labba á mili búða og skoða hitt og þetta, keypti ekki neitt, enda VISA frystinum. dulleg ég !
Reyndar fór ég smá klukkuvilt. Var nebbla ný búin að setja´a mig úrið mitt sem ég fékk í fermingargjöf og það var ennþá með Þýskum tíma, sem er klukkutíma á undan, ÞEgar ég var rooosalega þreytt og pirruð á þessum búðum og búin að gera mér grein fyrir því að ég var búin að vera ALLT of lengi þarna þá leit ég á klukkuna sem varð þess verkandi að ég hljóp næstum út í bil! ég hafðið þá verið þarna frá um 4 til korter í 7!!!!! jiminn.... Rauk út í bíl með stórt hugsana ský fyrir ofan hausinn á mér hvernig ég hafði nú meikað þetta. Fattaði það ekki fyrr en út í bíl að kíkja aftur á klukkuna en þá á símann enda hélt ég á honum. Hún var ekki nema hálf 6... Helt ennþá stoltinu.
Ég er ennþá að reyna að losna við hamstrana mína, endilega takið þá að ykkur, bara einn ... þeir eru svooo sætir og skemmtilegir, ekkert umstang heldur!!!
Verð nú að koma með veitingar er það ekki??? ef ég má... híhí.
En anyway, bauð Ingibjörgu með mér á síðustu æfingu á Mýrarljósi í Þjóðleikhúsinu enda er hún svo ungleg að hún kemst alveg inn með MH-ingum :))))) (Verð að bæta þetta einhvernveginn með kennaraumtalið) Ég nefnilega kynnti hana fyrir Þóru og Völu vinkonum mínum úr MH sem fyrrverandi kennarann minn :) hehe, það er samt alveg satt :D hehe Hún var bara svoldið ungur kennari sem ég kynntist svo mjög vel þegar við vorum að vinna saman á Halldórskaffi.
Gerði lítið í dag. . . Fór í smáralind og eyddi rúmum 2 tímum í að labba á mili búða og skoða hitt og þetta, keypti ekki neitt, enda VISA frystinum. dulleg ég !
Reyndar fór ég smá klukkuvilt. Var nebbla ný búin að setja´a mig úrið mitt sem ég fékk í fermingargjöf og það var ennþá með Þýskum tíma, sem er klukkutíma á undan, ÞEgar ég var rooosalega þreytt og pirruð á þessum búðum og búin að gera mér grein fyrir því að ég var búin að vera ALLT of lengi þarna þá leit ég á klukkuna sem varð þess verkandi að ég hljóp næstum út í bil! ég hafðið þá verið þarna frá um 4 til korter í 7!!!!! jiminn.... Rauk út í bíl með stórt hugsana ský fyrir ofan hausinn á mér hvernig ég hafði nú meikað þetta. Fattaði það ekki fyrr en út í bíl að kíkja aftur á klukkuna en þá á símann enda hélt ég á honum. Hún var ekki nema hálf 6... Helt ennþá stoltinu.
Ég er ennþá að reyna að losna við hamstrana mína, endilega takið þá að ykkur, bara einn ... þeir eru svooo sætir og skemmtilegir, ekkert umstang heldur!!!
þriðjudagur, 8. febrúar 2005
Óskalistinn.....
Jæja, ég var búin að lofa einhverjum að setja inn óskalista á netið so að fólk klóri sér ekki í hausinn inn að kúpu .
(ATH ekki í forgangsröð og mig langar í svo miklu meira!!)
1. Espressókaffivél(tíhí)
2. Svuntu
3. kokkteilglös
4. bensínstyrk :)
5. geisladiskar....
6. taska
7. augnskuggi
8. kertastjaki fyrir stór kerti
9. kertastjaki fyrir mjó kerti
10. skál...
11. pískur
12. púði
13. myndarammi
14. bolli sem heldur heitu
15. ferðakaffibrúsi
16. ferðaeldgastæki
17. ferða koddi
18. body treatment.
19. úr
20. ponsjó
JIMINN
ég er búin að týna upp allt of margt !
jæja.
verði ykkur að góðu....
(ATH ekki í forgangsröð og mig langar í svo miklu meira!!)
1. Espressókaffivél(tíhí)
2. Svuntu
3. kokkteilglös
4. bensínstyrk :)
5. geisladiskar....
6. taska
7. augnskuggi
8. kertastjaki fyrir stór kerti
9. kertastjaki fyrir mjó kerti
10. skál...
11. pískur
12. púði
13. myndarammi
14. bolli sem heldur heitu
15. ferðakaffibrúsi
16. ferðaeldgastæki
17. ferða koddi
18. body treatment.
19. úr
20. ponsjó
JIMINN
ég er búin að týna upp allt of margt !
jæja.
verði ykkur að góðu....
"leyndóið"
Jæja. þannig er nú mál með vexti að ég er að verða tvítug stúlkan!!!
Hef ég á ári hverju haldið upp á hvern áfanga sem ég hef náð að lifa ár hvert og ætla sko ekkert að slá eitthvað slöku við þó svo að ég sé að kveðja TÁNinginn...
Þegar ég var 16 hélt ég voða partý heima þar sem einhverjar hamfarirnar urðu og muna örugglega flestir eftir sprungnum hátalara sem var samt í oversize og kraftmikill, en þvílíkt var stuðið..
þegar ég varð svo 17 var kominn svaka áfangi enda daman komin með bílpróf of hefur verið óstöðvandi síðan, leigði ég þá Höttinn út á tjaldstæði og keypti bjórkút sem hvarf á fáranlega stuttum tíma og grínið var mikið. Hefur þetta partý flokkast undir hamfarapartý enda brotnuðu 2 rimar í svölunum uppi og hárprúður piltur fékk klippingu :D
18. afmælisdagurinn var reyndar svona í rólegara lagi en hélt ég þá afmælið hérna í bænum og fyllti íbúðina af hinum ýmsustu furðufuglum sem svo enduðu flest allir niðrá Gauk í svaka djammi...
Þetta ár hinsvegar....
Nú er ég búin að LEIGJA eitthvað af Gauknum og eru allir velkomnir, þeir sem ég þekkja þá sérstaklega en þeir megar taka með sér vini að vild.
-Afmælið sjálft mun hefjast kl 21.00 og standa langt fram yfir 12.
-Þeir sem koma snemma fá frían bjór
-Einnig er góður díll fyrir afmælisgesti á barnum, en þeir fá bjórinn á 400 krónur. ath, nemar, að við framvísun skólaskírteinis þá fáiði bjórinn á 350 kr.!!!
-Upp úr eitt mun svo hin sögufræga hljómsveit JET BLACK JOE stíga á stokk með öllum sínum slögurum og halda þér og þínum ásamt mér í svaka stuði fram eftir morgni.
-það skal tekið fram að sá sem gefur mér ljótustu gjöfina eða fær þá nafnbót á gjöfina , þarf að gefa mér kassa af bjór :)))
-engin gjöf er ekkert voða flott gjöf :)
Hafið svo bara samband!!!!!
Þið vitið hvernig á að ná í mig..
Ég er búin að senda einhverjum sms um boð í afmælið en það eru ekki allir og einhverja er ég búin að tala við persónulega. Engum er ekki boðið! .
Sjáumst hress og kát :)
kveðja
Afmælisbaddnið
Hef ég á ári hverju haldið upp á hvern áfanga sem ég hef náð að lifa ár hvert og ætla sko ekkert að slá eitthvað slöku við þó svo að ég sé að kveðja TÁNinginn...
Þegar ég var 16 hélt ég voða partý heima þar sem einhverjar hamfarirnar urðu og muna örugglega flestir eftir sprungnum hátalara sem var samt í oversize og kraftmikill, en þvílíkt var stuðið..
þegar ég varð svo 17 var kominn svaka áfangi enda daman komin með bílpróf of hefur verið óstöðvandi síðan, leigði ég þá Höttinn út á tjaldstæði og keypti bjórkút sem hvarf á fáranlega stuttum tíma og grínið var mikið. Hefur þetta partý flokkast undir hamfarapartý enda brotnuðu 2 rimar í svölunum uppi og hárprúður piltur fékk klippingu :D
18. afmælisdagurinn var reyndar svona í rólegara lagi en hélt ég þá afmælið hérna í bænum og fyllti íbúðina af hinum ýmsustu furðufuglum sem svo enduðu flest allir niðrá Gauk í svaka djammi...
Þetta ár hinsvegar....
Nú er ég búin að LEIGJA eitthvað af Gauknum og eru allir velkomnir, þeir sem ég þekkja þá sérstaklega en þeir megar taka með sér vini að vild.
-Afmælið sjálft mun hefjast kl 21.00 og standa langt fram yfir 12.
-Þeir sem koma snemma fá frían bjór
-Einnig er góður díll fyrir afmælisgesti á barnum, en þeir fá bjórinn á 400 krónur. ath, nemar, að við framvísun skólaskírteinis þá fáiði bjórinn á 350 kr.!!!
-Upp úr eitt mun svo hin sögufræga hljómsveit JET BLACK JOE stíga á stokk með öllum sínum slögurum og halda þér og þínum ásamt mér í svaka stuði fram eftir morgni.
-það skal tekið fram að sá sem gefur mér ljótustu gjöfina eða fær þá nafnbót á gjöfina , þarf að gefa mér kassa af bjór :)))
-engin gjöf er ekkert voða flott gjöf :)
Hafið svo bara samband!!!!!
Þið vitið hvernig á að ná í mig..
Ég er búin að senda einhverjum sms um boð í afmælið en það eru ekki allir og einhverja er ég búin að tala við persónulega. Engum er ekki boðið! .
Sjáumst hress og kát :)
kveðja
Afmælisbaddnið
mánudagur, 7. febrúar 2005
Húsráð!
Hver þekkir það ekki að eiga helvítis visakort og allt í einu sér maður eitthvað rooosalega sniðugt sem maður bara VERÐUR að eiga og eyða í, en fjárhagurinn leyfir það engan veginn, enda ertu að hugsa um að nota VISA kortið...
"Til að forðast þetta þá á maður að setja kortið í svona lítinn nestispoka og hálffylla hann af vatni. Svo skutlum við þessu inn í frystir og lætur þetta frjósa. Nú svo þegar kaupæðið kemur þá náttúrulega ætlum við að æða í Visakortið en viti menn það verður lengi að þiðna úr klaka-klumpinum, og við sennilega búin að gleyma hvað það var svona merkilegt sem við ætluðum að kaupa!
Og hana nú!
mitt svarta er á leiðinni í djúpfrystingu! :D
"Til að forðast þetta þá á maður að setja kortið í svona lítinn nestispoka og hálffylla hann af vatni. Svo skutlum við þessu inn í frystir og lætur þetta frjósa. Nú svo þegar kaupæðið kemur þá náttúrulega ætlum við að æða í Visakortið en viti menn það verður lengi að þiðna úr klaka-klumpinum, og við sennilega búin að gleyma hvað það var svona merkilegt sem við ætluðum að kaupa!
Og hana nú!
mitt svarta er á leiðinni í djúpfrystingu! :D
sunnudagur, 6. febrúar 2005
Helgin...!
Já, vissi ekkert hvað ég var að fara að gera þessa helgina eða hvar ég ætti að vera.
ákvað því að fara bara austur og sjá til, og svo fylgja því alltaf smá hlunnindi að komast heim í hreiðrið sitt af og til, ef ég færi ekki núna eru lika allar líkur á því að ég kæmist ekki aftur fyrr en í MARS!
var komin snemma heim eða um rúmlega 4 held ég bara, með einhverja gríðarinnar skemmtilega varahluti úr Bílanaust.
Planið var ða fara svo á aðalfund jeppafélagsins 4x3 á flugi sem ég og gerði, vantar samt enn jeppa.... bíddu, er minn ekki jeppi????
huh
fór svo á kaffið og drakk 3 bjóra eða svo, fór svo í einhvern skúr þar sem ég horfði á 6 stráka standa við opið húdd á hvítum PATERPILLER og klóra sér fast og ákaft í hausnum yfir einhverjum hitamæli á breytingarskeiðinu...
lét mig hverfa.
Fór í langan göngutúr á laugadaginn með sjálfri mér, sem ég tel nú vera aðeins gáfulegra en að þramma með veiðistöng meðfram einhverri lækjarsprænu og láta sig dreyma um það að veiða eitt stk fisk!!! en svona er fúsi fritz skrítinn :p
fór niðrí fjöru, upp hjá hesthúsunum til móts við víkurklett og labbaði svo gamla veginn heim, gott veður þó svo að maður hafi komið fallega rauðnefjaður heim.
Kvöldið byrjaði í rólegu partýi hjá Jóhönnu, töltum svo yfir til Pólverjanna og það má segja að eftir það hafi fjandinn orðið laus! multi staup af vodka sem var skolað niður ótt og títt með 50/50 vodka-pepsí... minnið er gloppótt...
Fór niðrá bar og sá Sigga gými með hanakamb! gerði díl við Unni á brekkum að helgi fengi sko alveg eins klippingu þetta kvöld, og svo allt í einu var ég komin á þorrablót að Ketilstöðum dansandi við hina og þessa.... hitti einhverja, segið mér ef þið hafið hitt mig,
fór svo í partý til Sigga gýmis og fann klippur, unni og Helga, sem nú er með hanakamb! múhahaha, góður díll það!
Þarf að redda myndum af klippingunni...
átti einhver spjöll við einhverja, vakti einn mann ótrúlega oft á stuttum tíma og endaði heima, man að ég týndi kexinu mínu .egar ég var að fara að sofa, það er ennþá formlega týnt.
En þetta var samt mjög gaman!!!! alveg gasalega! skil bara ekki hvernig ég afrekaði að drekka 6 bjóra til viðbótar við vodka sullið þarna.
Mæli ekki með rjómabollu í morgunmat eftir svona átök! hélt ég yrði ekki eldri!!
bjálað veður hérna í bænum, alveg kakó og vídeó stemming, nenni bara ekki út, enda löngu komin í þægileg náttföt og bleiku inniskóna :D
ákvað því að fara bara austur og sjá til, og svo fylgja því alltaf smá hlunnindi að komast heim í hreiðrið sitt af og til, ef ég færi ekki núna eru lika allar líkur á því að ég kæmist ekki aftur fyrr en í MARS!
var komin snemma heim eða um rúmlega 4 held ég bara, með einhverja gríðarinnar skemmtilega varahluti úr Bílanaust.
Planið var ða fara svo á aðalfund jeppafélagsins 4x3 á flugi sem ég og gerði, vantar samt enn jeppa.... bíddu, er minn ekki jeppi????
huh
fór svo á kaffið og drakk 3 bjóra eða svo, fór svo í einhvern skúr þar sem ég horfði á 6 stráka standa við opið húdd á hvítum PATERPILLER og klóra sér fast og ákaft í hausnum yfir einhverjum hitamæli á breytingarskeiðinu...
lét mig hverfa.
Fór í langan göngutúr á laugadaginn með sjálfri mér, sem ég tel nú vera aðeins gáfulegra en að þramma með veiðistöng meðfram einhverri lækjarsprænu og láta sig dreyma um það að veiða eitt stk fisk!!! en svona er fúsi fritz skrítinn :p
fór niðrí fjöru, upp hjá hesthúsunum til móts við víkurklett og labbaði svo gamla veginn heim, gott veður þó svo að maður hafi komið fallega rauðnefjaður heim.
Kvöldið byrjaði í rólegu partýi hjá Jóhönnu, töltum svo yfir til Pólverjanna og það má segja að eftir það hafi fjandinn orðið laus! multi staup af vodka sem var skolað niður ótt og títt með 50/50 vodka-pepsí... minnið er gloppótt...
Fór niðrá bar og sá Sigga gými með hanakamb! gerði díl við Unni á brekkum að helgi fengi sko alveg eins klippingu þetta kvöld, og svo allt í einu var ég komin á þorrablót að Ketilstöðum dansandi við hina og þessa.... hitti einhverja, segið mér ef þið hafið hitt mig,
fór svo í partý til Sigga gýmis og fann klippur, unni og Helga, sem nú er með hanakamb! múhahaha, góður díll það!
Þarf að redda myndum af klippingunni...
átti einhver spjöll við einhverja, vakti einn mann ótrúlega oft á stuttum tíma og endaði heima, man að ég týndi kexinu mínu .egar ég var að fara að sofa, það er ennþá formlega týnt.
En þetta var samt mjög gaman!!!! alveg gasalega! skil bara ekki hvernig ég afrekaði að drekka 6 bjóra til viðbótar við vodka sullið þarna.
Mæli ekki með rjómabollu í morgunmat eftir svona átök! hélt ég yrði ekki eldri!!
bjálað veður hérna í bænum, alveg kakó og vídeó stemming, nenni bara ekki út, enda löngu komin í þægileg náttföt og bleiku inniskóna :D
fimmtudagur, 3. febrúar 2005
"ég vil snúða með MIIIIIIIIIIIIIIIIKLU súkkulaði!!!" :sagði Bjöggi
Hef verið að glíma við leiðinlegt stýrikerfi í tölvunni minni, svokallað windows ME, eða örðu nafni, Windows CRAP.
það þurfti því ekkert minna en heilt team úr tölvufyrirtæki og kíló af snúðum til að skipta um stýrikerfi og er því komin með XP! :) jibbííí
Á eftir að setja up Office-pakkann, en ég tel nú verðið fyrir það vera included í fyrri snúðaskammtinum þó svo að ýmsir yrðu ekki ánægðir með það :)
Bjöggi er mikill snúðaaðdáandi og breytist í lítinn krakka ef hann heyrir orðið SNÚÐAR! og beitir öllum tiltækum ráðum til að komast yfir einn, sérstaklega ef hann er með miklu súkkulaði :)
Verði ykkur að góðu :)
það þurfti því ekkert minna en heilt team úr tölvufyrirtæki og kíló af snúðum til að skipta um stýrikerfi og er því komin með XP! :) jibbííí
Á eftir að setja up Office-pakkann, en ég tel nú verðið fyrir það vera included í fyrri snúðaskammtinum þó svo að ýmsir yrðu ekki ánægðir með það :)
Bjöggi er mikill snúðaaðdáandi og breytist í lítinn krakka ef hann heyrir orðið SNÚÐAR! og beitir öllum tiltækum ráðum til að komast yfir einn, sérstaklega ef hann er með miklu súkkulaði :)
Verði ykkur að góðu :)
miðvikudagur, 2. febrúar 2005
noh! bara kominn febrúar!
Fékk smá ábendinu að ég hefði ekki bloggað síðan í janúar! :)
Bæði mikið og lítið hefur á mína daga drifið síðan síðast.
Fimmtudagurinn að vonum rólegur eftir miðbæjarrottuganginn en fór með Svenna og Kalla eitthvað að sleðast uppí Polarisumboði þar sem við enduðum á að fara upp í Mosó heim til Skúla frænda hans og horfa á American Idol á meðan Eiki og Gummi gerðu við fyrrverandi sleðann hans Gumma, sem samkvæmt honum er víst flottasti sleði sem framleiddur hefur verið!:)
Endaði svo í spjalli úti í bíl í skuggalega langan tíma, eða alveg þangað til að ég skreyddist heim.
Mamma og pabbi komu svona í fyrra fallinu á föstudaginn og fúsi svo seinni partinn. Ég keypti mér loksins MIC stand!!! úllallaaaaa! Borðuðum hamborgara heima og fórum svo og stilltum upp, uppi.
Höfðum þar rosalega rólegt og horfðum á einhverja bíómynd á RÚV sem var ekkert svo slæm, en ekki það góð að ég muni nokkuð um hvað hún var ;)
Kl 12 var svo hringt í okkur og sagt að við ættum að vera niðri!!! og við búin að stilla öllu upp uppi og sándtékka. ó boj. Skunduðum því af stað niðureftir þegar Ragna var búin að bjarga lúkkinu og hentum draslinu niður. Við höfðum aldrei verið þarna áður, svo að þetta var pínu spennó Verst var að við erum náttla bara með einn gítar og mig, með tambúrínu svona af og til svo að þéttleikinn er ekkert rosalegur og ekki beint það dansvænasta. Góð stemming náði samt að skapast svona til 3 og stóðu Pítustelpurnar sig með príði að hvetja okkur áfram, alveg grúbbpíur í hæsta gæðaflokki. Eftir það var bara dáner. Ekkert fólk, og fólkið sem var, var einhvernveginn allt úr einhverjum steypuskála, alveg rosalega drukkið og leiðinlegt og bað um "ég var að moka steypu" ALLT of oft!!! urg.
Planið var á laugardaginn að sofa ÆÆÆÆRLEGA út, en neeeei, það tókst ekki og var vöknuð fyrir hálf 2. Og okkar beið súpa frammi, fínt að hafa svona mömmur í heimsókn. Tókst að gera EKKERT á laugardaginn, nákvæmlega ekkert, þvííílík leti!!!
Mamma, pabbi og Þráinn röltu svo samferða niðri bæ og settust í eitt hornið niðri, var nú lengi vel að vona að við fengjum að vera uppi því að þeir sem voru uppi voru orðnir 2 aftur, ekki bara einn gaur eins og kvöldinu áður.
En, maður verður bara að taka því sem ber upp á góma og náðum að redda þessu, fleira fólk þetta kvöld, og meira stuð. Svo varég ekki aaaalveg jafn þreytt.
Planið á sunnudaginn var það sama og á laugardaginn að sofa ÆÆÆÆRLEGA út, en neeeei, vaknaði aftur snemma. Sem varð til þess að é gmissi meðvitund fyrir framan sjónvarpið seinna um daginn, þangað til að Fúsi varð að fara og við tókum draslið okkar saman niðrá Celtic Cross.
Þarna var helgin búin, en NEI, til eru ákveðnir aðilar sem geta hresst mann við svo um getur, og er það fólk í gullflokknum mínum.
Svenni hringdi og sagði að ég væri að koma upp í bústað með Eika og Sunnevu, en þau voru að fara að kaupa mat, ég auðvitað sló til og eftir smá töf og bið (þau lentu í krapapitti sem þurfti að klofa upp í mitti!) fór ég upp í Mosó og Eiki sótti mig þangað, Sunneva hafði þá farið baka upp í bústað með Svenna. Bíllins hans Eika var ekki alveg að meika ferðina en hann lifði það af og við klæddum okkur í og röðuðum draslinu á sleðann. fékk skíðagleraugu til að drepast ekki og hann sagði mér að halda fast! jájá, auðvitað, hvað annað, hugsaði ég teygði aðra hendina upp að höfðinu til að setja á mig gleraugun. í sömu mund lagði Eiki af stað og ég bara hreinlega varð eftir.! sat bara í snjónum!! hehe, seinni prufan gekk betur og við enduðum í heitum kofanum innan skamms.
Á matseðlinum var ofnbrauð með skinku og pulsur, spiluðum svo Hættuspilið sem svo sannarlega er stórhættulegt, svona upp á vinskap að gera.
sunneva vann það spil svo sannarlega og fórum við svo i Trivial Pursuit, þar sem 2 lið voru skipuð, Eiki og Sunneva vs. Svenni og Ragna, hver haldiði að hafi unnið?? :) jú, auðvitað seinna liðið, og jafnframt það betra! veit ekki hvort að ég eigi að taka eitthvað credit ?? :)
Svaf mjög vel, eins og ég geri alltaf þarna og vaknaði ekki fyrr en seint og síðar meir. Tókum til og brunuðum svo upp að bílnum á sleðunum. á leiðinni í bæinn var bíllinn ennþá eitthvað hálf furðulegur og svo stoppaði hann alveg, sendibílsstjóri stoppaði svo Eíka og sagði að það kæmu eldglæringar úr húddinu, við skoppuðum öll úr bílnum og eftir smá tjékk virtist allt vera í lagi og mér var skutla ða Trausta litla, sem stóð ennþá, aleinn og rennblautur hjá KFC..
Fór heim, og í sturtu og svo mættu Svenni og Sveppi með Dómínós, fórum upp í Faxa, borðuðum ís og horfðum á DVD.
í gær náði ég að redda 10 miðum fríum á nýju Versló sýninguna og bauð með Ellý, Bjögga, Orra, Þórunni, Svenna, Árúnu, Hildi, Þorbjörgu og Gunnari.
mjög góð og kraftmikil sýning.... mæli með henni.
Djö, maður verður að vera duglegri að blogga, svo að þetta sé ekki svona mikið þegar maður svo loksins nennir því! hehe
reyni...
Bæði mikið og lítið hefur á mína daga drifið síðan síðast.
Fimmtudagurinn að vonum rólegur eftir miðbæjarrottuganginn en fór með Svenna og Kalla eitthvað að sleðast uppí Polarisumboði þar sem við enduðum á að fara upp í Mosó heim til Skúla frænda hans og horfa á American Idol á meðan Eiki og Gummi gerðu við fyrrverandi sleðann hans Gumma, sem samkvæmt honum er víst flottasti sleði sem framleiddur hefur verið!:)
Endaði svo í spjalli úti í bíl í skuggalega langan tíma, eða alveg þangað til að ég skreyddist heim.
Mamma og pabbi komu svona í fyrra fallinu á föstudaginn og fúsi svo seinni partinn. Ég keypti mér loksins MIC stand!!! úllallaaaaa! Borðuðum hamborgara heima og fórum svo og stilltum upp, uppi.
Höfðum þar rosalega rólegt og horfðum á einhverja bíómynd á RÚV sem var ekkert svo slæm, en ekki það góð að ég muni nokkuð um hvað hún var ;)
Kl 12 var svo hringt í okkur og sagt að við ættum að vera niðri!!! og við búin að stilla öllu upp uppi og sándtékka. ó boj. Skunduðum því af stað niðureftir þegar Ragna var búin að bjarga lúkkinu og hentum draslinu niður. Við höfðum aldrei verið þarna áður, svo að þetta var pínu spennó Verst var að við erum náttla bara með einn gítar og mig, með tambúrínu svona af og til svo að þéttleikinn er ekkert rosalegur og ekki beint það dansvænasta. Góð stemming náði samt að skapast svona til 3 og stóðu Pítustelpurnar sig með príði að hvetja okkur áfram, alveg grúbbpíur í hæsta gæðaflokki. Eftir það var bara dáner. Ekkert fólk, og fólkið sem var, var einhvernveginn allt úr einhverjum steypuskála, alveg rosalega drukkið og leiðinlegt og bað um "ég var að moka steypu" ALLT of oft!!! urg.
Planið var á laugardaginn að sofa ÆÆÆÆRLEGA út, en neeeei, það tókst ekki og var vöknuð fyrir hálf 2. Og okkar beið súpa frammi, fínt að hafa svona mömmur í heimsókn. Tókst að gera EKKERT á laugardaginn, nákvæmlega ekkert, þvííílík leti!!!
Mamma, pabbi og Þráinn röltu svo samferða niðri bæ og settust í eitt hornið niðri, var nú lengi vel að vona að við fengjum að vera uppi því að þeir sem voru uppi voru orðnir 2 aftur, ekki bara einn gaur eins og kvöldinu áður.
En, maður verður bara að taka því sem ber upp á góma og náðum að redda þessu, fleira fólk þetta kvöld, og meira stuð. Svo varég ekki aaaalveg jafn þreytt.
Planið á sunnudaginn var það sama og á laugardaginn að sofa ÆÆÆÆRLEGA út, en neeeei, vaknaði aftur snemma. Sem varð til þess að é gmissi meðvitund fyrir framan sjónvarpið seinna um daginn, þangað til að Fúsi varð að fara og við tókum draslið okkar saman niðrá Celtic Cross.
Þarna var helgin búin, en NEI, til eru ákveðnir aðilar sem geta hresst mann við svo um getur, og er það fólk í gullflokknum mínum.
Svenni hringdi og sagði að ég væri að koma upp í bústað með Eika og Sunnevu, en þau voru að fara að kaupa mat, ég auðvitað sló til og eftir smá töf og bið (þau lentu í krapapitti sem þurfti að klofa upp í mitti!) fór ég upp í Mosó og Eiki sótti mig þangað, Sunneva hafði þá farið baka upp í bústað með Svenna. Bíllins hans Eika var ekki alveg að meika ferðina en hann lifði það af og við klæddum okkur í og röðuðum draslinu á sleðann. fékk skíðagleraugu til að drepast ekki og hann sagði mér að halda fast! jájá, auðvitað, hvað annað, hugsaði ég teygði aðra hendina upp að höfðinu til að setja á mig gleraugun. í sömu mund lagði Eiki af stað og ég bara hreinlega varð eftir.! sat bara í snjónum!! hehe, seinni prufan gekk betur og við enduðum í heitum kofanum innan skamms.
Á matseðlinum var ofnbrauð með skinku og pulsur, spiluðum svo Hættuspilið sem svo sannarlega er stórhættulegt, svona upp á vinskap að gera.
sunneva vann það spil svo sannarlega og fórum við svo i Trivial Pursuit, þar sem 2 lið voru skipuð, Eiki og Sunneva vs. Svenni og Ragna, hver haldiði að hafi unnið?? :) jú, auðvitað seinna liðið, og jafnframt það betra! veit ekki hvort að ég eigi að taka eitthvað credit ?? :)
Svaf mjög vel, eins og ég geri alltaf þarna og vaknaði ekki fyrr en seint og síðar meir. Tókum til og brunuðum svo upp að bílnum á sleðunum. á leiðinni í bæinn var bíllinn ennþá eitthvað hálf furðulegur og svo stoppaði hann alveg, sendibílsstjóri stoppaði svo Eíka og sagði að það kæmu eldglæringar úr húddinu, við skoppuðum öll úr bílnum og eftir smá tjékk virtist allt vera í lagi og mér var skutla ða Trausta litla, sem stóð ennþá, aleinn og rennblautur hjá KFC..
Fór heim, og í sturtu og svo mættu Svenni og Sveppi með Dómínós, fórum upp í Faxa, borðuðum ís og horfðum á DVD.
í gær náði ég að redda 10 miðum fríum á nýju Versló sýninguna og bauð með Ellý, Bjögga, Orra, Þórunni, Svenna, Árúnu, Hildi, Þorbjörgu og Gunnari.
mjög góð og kraftmikil sýning.... mæli með henni.
Djö, maður verður að vera duglegri að blogga, svo að þetta sé ekki svona mikið þegar maður svo loksins nennir því! hehe
reyni...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
©
Ragna.is