laugardagur, 29. júlí 2006

heimferð

Jebb… hvað skal segja?
Það er loksins komið að því að ég era ð flytja heim..
Lá í leti I allan dag enda klárai ég að pakka öllu “draslinu” í gær
Er ennþá að furða mig yfir því hvernig í ÓSKÖPUNUM ég fór að því að sanka af mér þessu dóti...
Ég er hirðinigi, í þeirri meiningu að ég HIRÐI hluti!
Reddaði kössunum mínum ansi vel og þægilega heim!
Voru sóttir til mín og allt í dag. Eitt vandamál því leyst, enda var stóri stóri kassinn, tjah, svoldið stór, enda í honum heill bangsi (já STÓRI bangsinn! Vúff)
Það kostaði bara 96 pund að senda þessi 37 kg (reyndar eiga eftir að bætast við einhver aukagjöld á þá á íslandi, en ég á allavegana að hafa samband við TVG simsen... það verður vonandi ekki mikið sjokk
Án EFA ekki jafn mikið sjokk og ég fékk áðan þegar ég var að tékka mig inn... fæ alveg í magann við tilhugsunina!
Ég tékkaði semsagt inn stærri töskuna og mátti ekki tékka inn gítarinn, fjárinn, þurfti því að burðast með þennan no good gítar í flugstöðinni! Ásamt tölvutösku og veski (sem jú var í allra stærstu stærð og yfirfullt af óþarfa enda ætlaði ég sko aldeilis aðs sleppa við yfirvigt!)
Því miður vorum við ein af þeim síðustu að tjékka okkur inn... og sá því kerlingarbeyglan mig þegar ég skrölti í burtu með búslóðina í eftirdragi ásamt því sem ég var búin að hengja á axlirnar (þuuuuungt!)
þá heyrist í beyglunnni (kerlingarbeyglunni) excuse me miss... how many bags do u have? Óbojóboj.. nú vissi ég að ég var komin í vandræði, enda slapp ég við að borga yfirvigt af stóru töskunni sem var 6 kg of þung... semsagt 26 kíló.
Beyglan skipað mér að tjékka inn flugfreyjutöskuna og var hún 9.9 kg sem hún vippaði upp í 10 kg þegar að kom að fara að reikna yfirvigtina sem beið mín... semsagt 16 kg yfirvigt. Ég skildi náttla ekkert í þessu og opnaði augun bara meira með gapandi undrunarsvip á andlitinu! (hóst)
Konan fór þá að reikna og sagði, “99 pounds” ég vonaði heitt og innilega ða hún ætlaði svo að fara að tala um eitthvað annað en gjaldmiðilinn “pounds” en óneiónei...
99 pund kostaði yfirvigtin mín og svitnaði ég ALL HRESSILEGA við það,...

framhald aðeins síðar... (er að skrifa þetta í fluginu)
...allt endaði vel.. ég er komin heim, skrifa meira seinna

það er þráðlaust net hérna í vík
veeeei :p

verst að það er ekkert net í rvk...
what to do, what to do?????
SHARE:

fimmtudagur, 27. júlí 2006

litil...

... í mér í kvöld...

það er þrennt í stöðunni....

1. ég er komin á breytingarskeiðið
2. ég er ólétt...
og númer 3 ( sem er langlíklegast)
þá er ég að fara heim á morgun... :(((((((

það á ekkert eftir að koma rétt niður á blað sem ég skrifa hér í kvöld, enda ómögulegt að skrifa svona tilfinningar niður.

eina sem ég kemst næst því að lýsa tilfinningunni er að mér finnst eins og ég sé að hætta með einhverjum.
-Það á einhver annar að koma í minn stað
-einhver annar fer út að labba með Molly sem ég er búin að ala svoo vel upp síðustu 9 mánuði
-einhver annar fær bólið mitt
-ég á ekki eftir að vera í hringiðu krakkanna þegar þau koma full af fróðleik heim úr skólanum
-Engir krakkar lengur sem finnst ég vera hálf ómissandi þegar kemur að því að stökkva út í sundlaug og leika sér
og svo margt margt margt fleira sem ég get ekki lýst!

fór í dag með krökkunum í Chessington Adventure park, stór skemmtigarður, það sem við höfðum gaman saman við 3, að sjá þau skríkja af kátínu gerði siðasta daginn ... just worth it.




ætla að láta þetta gott heita í kvöld, með tár í augunum....

síðasti dagurinn á morgun
lendi kl 11 annað kvöld
elsku mútta ætlar að standa og taka á móti mér, sjálfsagt fegin að fá mig heim :)
SHARE:

þriðjudagur, 25. júlí 2006

hvað skal segja...



... ennþá eru tilfinningar mínar ansi tregablandnar. :/

ég vil eiginlega ekkert fara heim strax
hvernig gátu 9 mánuðir horfið svona hratt??!

síðasta vikan mín er þó búin að vera ansi fín framan af!

í gær fór ég með krökkunum í golf.
ég er enginn snilldargolfari. en ég fer nú ekkert versnandi... thank god!
krakkarnir voru í einkatímum. af hverju fór ég ekki og fylgdist með??? oooh
sein að fatta!
á meðan var ég í básnum mínum í æsispennandi stigakeppni...
tæknivæddar þessar kúlur, vissu alltaf hvar hún lenti og mar fékk stig eftir því. sniugt ha!?
á meðan ég var að setja met hægri og vinstri í háu (lágu) skori hafði ég samt mestar áhyggjur af hræðilega myndarlegu gaurunum i næsta bás og hvort þeir sæju nokkuð vindhöggin mín ! :(

í dag fóru krakkarnir aftur í tennis camp ( eins og í gær), til hálf 1 ( eins og í gær) og eftir það brunaði ég sem leið lá í gegnum nokkra bæi á Garsons farm, sem er risa svæði með grænmeti og ávöxtum í allar áttir...
þar má mar tína sjálfur!!! vúbbí
við vorum því með rauða munna (já urðum að smakka aaaaaðeins) og rauðar hendur því að það sem við tíndum voru 1 box af brómberjum (raspberries), blackberries (hvað er það nú ftur á íslensku?) og svo 2 box af jarðaberjum.
mjög gaman...
tíndum svo okkur 5 stóra maísstöngla... já mér leið eins og í einhverri geimverumynd að labba í göngunum á milli plantnanna... var það ekki í ET?
SHARE:

sunnudagur, 23. júlí 2006

osætti

ég er í smá stríði við blogger akkúrat núna...

svo virðist sem að í makkanum er ekkert skemmtilegt að gerast á blogspot.com þar sem ég skrifa bloggin mín...
þar sem einu sinni voru trilljón valmöguleikar við að stækka stafi, lita stafi, undirstrika, linka í heimasíður, setja inn myndir og fleira er nú BARA stafsetningartjékk og setja inn myndir...

ég þarf örugglega að fara einhverja langa leið til ða linka inn á heimasíður..

því verðiði að afsaka að ég segi ykkur bara að ég er búin að setja inn nokkrar myndir frá síðustu viku inn á http://ragna.safn.net (ekkert www)
myndirnar eru undir "england"

vona að mér verði fyrirgefið.
ætla að drífa mig í að skrifa við þær núna þó þær séu ekki margar...

bæbb
SHARE:

laugardagur, 22. júlí 2006

komin heim..

... frá oxford...

já. og ég hef fréttir að færa !!!

er komin með Macbookina mína í hendur. loooksins!!!
(jámm ég er sko búin að bíða síðan í febrúar! )
biðin er sko sannarlega þess virði.,,,

eitt er samt að...
ég er eins og í fyrsta ökutímanum,,.. veit eila ekkert hvað ég er að gera :D
búin að afreka það samt að installa msn ... og kemst á netið.
þarf núna ða setja alla tölvuna mína inn á þessa.

oooh, hún er svo sæt ! :D

í dag er laugardagur...
finnst eins og það sé sunnudagur eða fimmtudagur..

þarf að blogga um oxford dvölina mína aðeins seinna,.. :D
nenni því ekki núna, enda upptekin við að lesa "users guide" með tölvunni! :) hehe

öll aðstoð vel þegin!:D

6 dagar í heimkomu sskurnar!

bæbb
SHARE:

fimmtudagur, 20. júlí 2006

veriði sæl ....

... og blessuð! :)

hef verið ansi dugleg að gera eitthvað af mér í fríinu mínu sem byrjaði á laugardaginn og fór ég í Thorpe park eins og ég sagði í síðustu færslu.
nú er ég með smá svindl í gangi :D af því að ég er búin að vera svo HERFILEGA löt við að blogga síðustu daga þá kenni ég Ellý um það :D hún stal blogg-andargiftinni! :D
því ætla ég að skipa ykkur að fara inná elly.bloggar.is til þess að lesa allt það skemmtilega sem ég hef verið ða gera síðustu viku. Ellý hefur staðið sig eins og hetja við að skrifa þetta allt niður.

svo...

til þess að svara þorbjörgu, þá kem ég heim 28. júlí, á föstudegi.. DJAMM Á KAFFINU Á LAUGARDEGINUM 29.!!! :)

ef einhver er að sakna mín af msn.. þa er ég núna í Oxford og verð þar fram á laugardaginn, eða þangað til að þau verða orðin þreytt á hrotunum í mér (nei ég hrýt reyndar ekki :) )

reyni að blogga siðar... :D

bless bless
SHARE:

laugardagur, 15. júlí 2006

ég....

.... er á lífi....

ætla ðasetja niður nokkra punkta

-hóstinn er allur að koma til, enda búin að æfa mig mikið
-13 dagar þangað til að ég komi heim
-hildur vinkona á afmæli í dag, til hamingju krúz!
-pabbi átti afmæli í gær, til hamingju pabbi
-afi átti afmæli daginn þar áður, til hamingju afi
-ég er komin á nýjan bíl á íslandi
-trausti er til sölu
-Ellý er að koma í heimsókn fram á miðvikudag :)
-rússíbanagarður í dag
-hampton court höllin á morgun
-mikið verslað á mán og þri
-sveinn akerlie afrekaði það eftir 9 mánuði að hafa búið í klst fjarlægð að koma í heimsókn, seinagagnurinn verður seint eða aldrei fyrirgefinn
-var ða passa í gær
-krakkarnir eru farnir til Wales með ömmu sinni og afa
-rory er að fara til new york á morgun
-ég mary, molly og ellý einar heima semsasgt
-sundlaugin er alltaf jafn þægileg
-ég er búin að lofa að fylla alla vasa af sól áður en ég kem heim


jæja,
komið gott
ætla að gera mig ready fyrir thorpe park! :)
SHARE:

mánudagur, 10. júlí 2006

sunnudagur, 9. júlí 2006

....sunnudagur

.... jáh, enginn þunnurdagur!!

er ennþá hálfgerður aumingi, hitinn fór reyndar í gær, loksins en hrista-fjöll-og-vekja-risa-hóstinn minn er ennþá til staðar og ég er ekkert að verða betri af honum!
var vakandi frá 3-hálf 6 í morgun vegna hans. jakk. eeeeen. svaf alveg til hálf 12 í staðinn svo að ég er nú svosem alveg útsofin :)

urgh, ég er farin að dreyma það aðra hverja nótt að flytja heim. Það er ekkert svo neikvætt :) en þessi draumalandsferðalög mín eru full af vandræðum og veseni.
ætla bara að vona að sú verði ekki raunin þegar ég svo loksins flyt.

Var heima að passa í gær.
Ég og Maddie fórum út á Blockbuster og leigðum Mary Poppins, þessi mynd verður bara betri ef eitthvað er þegar maður er orðinn eldri. hafði ekki séð hana alveg rosalega lengi.
horfði svo líka á Walk the line og í dag er markmiðið sett á Brokeback Mountain í dag, má ekki glemya að það verður sjálfsagt við undirleik ógeðslegra hóstakasta.
Mary Ellen finnur svo til með mér, meikar ekki að heyra þennan hósta.

jæja, ætla í sturtu.
bæbbs

xxx
SHARE:

föstudagur, 7. júlí 2006

vælublogg....


já, það kom að því ða ég yrði veik! vúbbí dú!

búin að vera MJÖG skrítin alla vikuna, ringluð, með svima og dofa í höndunum, ljótan hósta, eirðarleysi og allt fram eftir götunum..
hélt bara að þetta væri eftirköstin eftir sólstinginn þó svo ða þetta væri farið að vera meira en lítið skrítið.
gafst því upp í gær eftir 4. daginn í ógeði og keypti mér munnhitamæli.
já, mín með 38.5 °C skemmtilegt huh!

er örugglega með einhvern vírus þá í þokkabót, Erla lá líka alla síðustu helgi
.

sjáiði samt hvað ég er sniðug, ég fattaði ekkert að ég væri veik... döh...
búin að fara með krakkana í skólann, út að labba með hundinn, passa og fara í sund og alles.. þó svo að öll eftirköstin hafi verið svitakast og mók.

ég varð því ða fresta ferðinni með krakkana í Chessington adventure park sem ég ætlaði að fara í dag. Grey Maddy svaka leið ... en ég held að ég eigi bara að taka því rólega núna þessa helgina og reyna að losna við þetta, enda ástandið eins í dag og alla daga í þessari viku, sem gerir þetta 5. daginn! er samt með minni hita á morgnana sé ég núna með hitamælinum mínum :D en það passar alveg, hef alltaf verið eiturhress á morgnana og svo hefur það bara farið versnandi upp úr 9.

það er ekki beint skemmtilegt að vera veikur í svona veðri!!! reyndar búið að vera bærilegt í dag og í gær, skýjað og 22 stiga hiti...

xxx
SHARE:

þriðjudagur, 4. júlí 2006

geimveran mín...

undir kvöld læddist inn til mín lítil geimvera... með fálmara og henni var voða heitt eins og mér, við erum núna bestu vinir og kælum okkur saman..

nánar um það síðar.

fékk sólsting... eða Sunstroke... OJ! mæli ekki með því, alger aumingjaháttur með það ógeð.
too much sun I guess,,, huh!!

fór í dag á bodies the Exhibition með Erlu (ungfrú líka veikri) og Brynju.
allar eigum við það sameiginlegt að vera að fara að læra hjúkrun í haust ( já, okkur datt þetta öllum SJÁLFAR Í HUG!)
alvöru lík, tekin í sundur og allt sýnt nákvæmlega eins og það er!!!
smá upphitun fyrir anatómíu dauðans sem mér skilst að bíði okkar!

Anna María, stelpan sem ætlaði að koma og vera hérna au pair rétt hjá, er farin aftur :( gafst upp á fólkinu... það er alveg greinilegt að manneskjan er þannig að sumir passa einfaldlega ekki saman þó að báðir aðilar séu fullkomlega eðlilegir og allt það. þess vegna eru ekki allir vinir, og maður getur sorterað út þá sem maður fílar og ekki...

hver er búinn að spá eitthvað í HVAÐA GEIMVERU ER RAGNA EIGINLEGA AÐ TALA UM???!
leyfið mér að kynna....

LOFTKÆLINGU!!!!!!

,,,,,,mmmm.... vonandi fullur svefn í nótt!
SHARE:

mánudagur, 3. júlí 2006

eniga meniga...

smá peningablogg hér á ferð.

um daginn, eins og ég skrifaði hér á síðunni, keypti Rory 50 tommu flatskjá sem prýðir stofuvegginn eins og sjá má r

um daginn kom einnig maður til að draga nýja snúru niður af þaki til þess að geta skipt auðveldara milli háskerpu og skyboxins...

um daginn kom svo annar maður og stillti upp nýrri fjarstýringu..?
hverjir hugsa núna STILLA UPP fjarstýringu, rétt upp hend!
allavegana, þetta er engin smá fjarstýring. Hún er með snertiskjá, og flottri grafík. . .
virðist vera svaka flókin en er það í rauninni ekki...
þar sem sjónvarpið er ekki með hátalara þarf heimabíókerfi sem þarf að stilla eftir því á hvað þú ert að horfa, svo þarf að stilla skyboxið um stöðvar, eða HD boxið... úff.. margar fjarstýringar, fyrir utan það að allt þetta dót er handan við hornið, hliðina á arininum og því þurfti maður alltaf a ðstanda upp til að skipta um stöð. já...
þessi maður setti semsagt upp þessa líka fínu fjarstýringu, ásamt fjarstýringar skynjara sem hann setti á sjónvarpið, núna ýtir maður því á " systems on - velur hvað maður vill gera... watch HD, watch SKY, watch DVD, listen to radio, listen to ipod" og fjarstýringin sér um að kveikja á öllu réttu í réttri tónhæð... sé maðu bara að hlusta á tónlist þá kveiknar t.d. bara á heimabíóinu og dvd tækinu og engu öðru..

og nú smá annað...
hvað ætli svona aula fjarstýring kosti???
já!!! hún kostar heilan 90 þús kall!!! my nevo ... check out!

já, þetta er ekki allt búið enn!!!

á föstudaginn keypti Mary Ellen sér splunku, flunku nýjan Lotus !!!! Titanium Storm litaðan, hérna sjáiði mynd af alveg eins bíl, tek mynd af okkar bíl seinna....

hér eru því til 4 bílar á heimilinu!!!
einn 7 manna, einn clio, einn punto og einn Lotus... ég skal sko segja ykkur það!

mig langar samt helvíti mikið til að taka þennan sæta flotta lotus með mér heim!!
SHARE:

sunnudagur, 2. júlí 2006

helgarblogg

Hæ útlendingar...

Nei, það er kannski ég sem er að verða útlendingur... enda dreymdi mig allt á ensku í nótt.

Spennó dagur í gær!!
England-Portúgal á big screen í Hyde Park ásamt þúsundum manna... á meðan Texas og fleiri hljómsveitir hljómuðu í bakgrunni. Ætla ekki að fara að skrifa eitthvað um þennan leik hérna enda þýðir það sjálfsagt ræðuhöld og staðreyndarumsu frá honum Dodda 
Aðal atriðið sem flestir biðu eftir hófst kl korter í 7, en þá steig Roger Waters á svið...
Þvílíkir tónleikar!!!
Bakraddasöngkonurnar 3 hver annari betri og roger waters heillaði alla með seiðandi glotti og bassaspili mest allan tíman, svona líka meira að segja án þess að svitna!!!
Roger tók líka uppáhaldslagið mitt “wish u were here!” Ég stóð eins og alger kjáni með tár á kinn og brosandi út að eyrum, á endanum varð ég samt að hringja í Fusa og leyfa honum að heyra ! 
Hljóðið er eitthvað sem þarf að láta fagmenn skrifa um  aldrei heyrt annað eins á útitónleikum! Þegar “Time” byrjaði var engu líkara en að maður var staddur inn í klukkuturni á risa kirkju, ljóðið kom úr öllum áttum, svo hreint, sterkt og tært, samt gat maður talað saman. Svoldið spes.
Einnig var flott þegar Roger tók “Another Brick in the wall” og þyrluhljóð voru spiluð, maður virkilega gat heyrt þyrluna nálgast úr nokkurri fjarlægð, koma yfir fólkið og fljúga svo yfir sviðið, æði!
Var ansi þreytt þegar ég kom svo heim í gær, og ekkert smá skítug.
Þetta var hróarskelduupplifun út í gegn í Hyde Park í gær! 29 stiga hiti, varla nokkur gola, grilllykt í loftinu, hasslykt í loftinu, bjór við hönd og tónlist í bakgrunninum.that’s life!!! Saknaði þó EKKI hlandlyktarinnar sem liggur alltaf yfir Hróa... jakk og ullabjakk! Þið getið ekki ÍMYNDAÐ ykkur hvað hún ógeðsleg nema að þið hafið fundið hana!Það er líka akkúrat eitt ár síðan ég var á Hróarskeldu... mig langar aftur á hróa... :(

Dagurinn í dag hefur verið rosalegur... ekki fyrir það að það hafi verið mikið að gera? Seiseinei... hitinn gjörsamlega verið að drepa mann! Vaknaði kl 10 í morgun við það að andast, eini kaldi staðurinn í húsinu sem ég gat hugsað upp var stofan, enda samanstandur hun af mörgum hurðum (já einum 6) og flísum, og alltaf frekar svalt þar inni, tölti því þangað niður, fleygði mér í sófann (þetta skal lesast út frá íslenskri tungu...  ) og svaf þar til að verða hálf 12, eða þangað familían kom stormandi heim úr sinni vikulegu sunnudagsmessu. Eftir smá grill fór ég ásamt krökkunum í sund þar sem mér var næstum drekkt enda vildi maddie hvergi vera nema hangandi utan á mér, æj þessi dúlla  á milli þess sem ég svamlaði í lauginni, skrapp ég upp á bakka og steikti mig með diet kók við hönd og patriciu Cornwell í kjöltunni, þegar mér var svo orðið of heitt, svamlaði ég aðeins aftur í lauginni og svo aftur upp á bakka...
Aulinn ég setti enga sólarvörn á mig.. hóst hóst hóst... en ég setti ofursólarvörnina p20 á mig í gær og hefur hún alveg haldið.  ég er orðin alveg tiltölulega brún, en krakkarnir eru samt að ná mér, bara eftir þennan eina dag í lauginni! Hrumpf.
Jah, ok, ég er kannski píííínku brunnin á nebbanum 
Spáin fyrir vikunar er svo svipuð og í dag, 30 stiga hiti og smááá gola, sem maður fagnar í hvert skipti sem hun kemur, ekki ða hún sé eitthvað köld. Ó neih.
Á morgun held éggsamt að ég kalli “sólarlausan” dag fyrir mig. 
Jæja, sirloin steikurnar eru komnar af grillinu hjá Rory og ætla ég inn og fá smá bita. Er með tölvuna hérna úti enda gjörsamlega og algerlega ólíft í herberginu mínu uppi.!!! Hvernig ætli nóttin verði? :/ sofa úti verður kannski málið!
SHARE:
Blog Design Created by pipdig