mánudagur, 31. mars 2008

svona svo að ég bloggi EINU sinni enn í dag..

og reyni að halda jákvæðninni eins hátt uppi og geðslag mitt leyfir

Veðurspáin fyrir höfuðborgarsvæðið á morgun er GLIMRANDI góð :D 
þ.e.a.s ef tekið er í myndina að það er 1. apríl þá og 23 dagar í sumardaginn fyrsta, en sumarið hefur nú held ég aldrei byrjað á þeim degi svo að hann er bara til að geta dottið í það á miðvikudegi held ég. 

veðurspáin er 6 stiga hiti og 4 m/s.

Ef veðrið verður svona þá kaupi ég mér hjálm og körfu á NÝJA HJÓLIÐ mitt, set á mig sólgleraugu og held á vit ævintýranna... Hve lengi ég ætli verði að hjóla til Bahamas?
SHARE:

:/

jesús...

alltaf þegar ég er farin að verða bjartsýn aftur og glöð þarf hjartað að hoppa aftur ofan í sokka og ég verð lítil aftur

vill einhver segja mér hvað þetta tekur langan tíma? I can't do this
SHARE:

1. dagurinn í verknámi




ó guð hvað hann gekk vel ! :)

Ég  fékk hjúkrunarfræðing til að fylgja sem einhverjir hefðu ekki fílað en eftir að hafa áttað mig aðeins á hvernig karakter hún er þá er hún alger snillingur og ekkert ólík mér ! :)
Hún henti mér bara af stað í að gera hluti sem ég hef ekki fengið að gera áður og jiminn hvað litla hjúkkan í mér var spennt og stressuð stundum :) 

verð nú að segja ykkur eitt af því sem ég er mest hrædd við í þessu starfi er að STINGA fólk :D það er örugglega af því að ég hef ekki gert það allt of oft. Subcutant jú, en þegar ég þarf að fara að gefa im (intra muscular) eða stinga á æðar á fólki þá horfi ÉG með skelfingu á stóru stóru nálina og beitta oddinn :) svo hugsar maður... shit, ég sprengi örugglega æðina sem ég ætla að draga blóð úr, eða setja æðalegg í.. ég fer örugglega í gegn, hvernig á ég a) vita hve langt ég á að setja oddinn inn? í hvaða halla á ég að hafa nálina? er þetta æð? er þetta sin? er þetta taug? jæks :)

Ég tók blóðprufur í dag og allt saman gekk þetta nú ansi vel. Mig langar að segja ykkur frá ÖLLU þessu merkilega sem ég sá og gerði í dag en ég þarf víst eitthvað að þegja yfir því sem gerist innan veggja LSH svo þið verðið bara að ímynda ykkur í hvaða ævintýrum ég er þessa dagana.


í kvöld er það ánægður hjúkkulingur sem fer að sofa :)
 til í að stinga hvern sem er ! 




SHARE:

sunnudagur, 30. mars 2008

Nýjar myndir

Frá helginni.




xxx

SHARE:

laugardagur, 29. mars 2008

að drekka bjór og sitja á/hjá bruggtækjum...

priceless ! 
takk fyrir kommentin sskurnar... it's means a lot to me ! 
SHARE:

föstudagur, 28. mars 2008

It's here (the big reveal)

jæja..
þá er komið að því að ég segi ykkur hvað ég er búin að vera að meina síðustu daga með þessu "sniðuga" sem ég ætlaði að segja.

Þetta er ekkert leyndó og ekkert merkilegt fyrir nokkurn annan en sjálfan mig.

-ég er ekki ólétt
-ég er ekki komin með kærasta
-ég er ekki að flytja til útlanda 
amk ekki á þessari stundu

en... 









ÉG ER BÚIN AÐ MISSA 30 KG !!! 
how unreal is that ?! meira að segja mér finnst þetta hálf skrítið, ég meina, 30 kg er HÁ tala. 

ég er samt ekki hætt, ætla að halda áfram á þessari hægu siglingu niður á við. 
Þið sem viljið vita enn meira, þá tók þetta 14 mánuði, engan sérstakan kúr og engar töflur heldur bara hreyfingu og hollt mataræði innan geranlegs ramma (til langtíma). ég stefndi aldrei að neinu sérstöku og stefni ekki ennþá. Ég stefni bara á að halda áfram að hafa það eins gott og ég get og hreyfa mig reglulega.

(fæ ég hrós ? kommentakerfið er hérna fyrir neðan ;) )
SHARE:

miðvikudagur, 26. mars 2008

The big reveal

psst


þetta "sniðuga" sem ég ætlaði að segja ykkur verður sett hérna inn fyrir helgi ef ekkert mikið kemur uppá...

stay tuned
SHARE:

AAAAAHHHHH :)

fyrsta fríið síðan mánudaginn í síðustu viku. 
Ég svaf til 12 eins og unglingarnir! ég kalla þetta uppsafnaðan svefn því ég fór að sofa rétt fyrir 1.

Ég átti þetta skilið! 
SHARE:

þriðjudagur, 25. mars 2008

Sniff

ýtið á play og látið spilast á meðan þið lesið síðuna... já eða lygnið aftur augunum...





Falling slowly.


I don't know you
But I want you
All the more for that
Words fall through me
And always fool me
And I can't react
And games that never amount
To more than they're meant
Will play themselves out

Take this sinking boat and point it home
We've still got time
Raise your hopeful voice you have a choice
You've made it now

Falling slowly, eyes that know me
And I can't go back
Moods that take me and erase me
And I'm painted black
You have suffered enough
And warred with yourself
It's time that you won

Take this sinking boat and point it home
We've still got time
Raise your hopeful voice you had a choice
You've made it now

Take this sinking boat and point it home
We've still got time
Raise your hopeful voice you had a choice
You've made it now
Falling slowly sing your melody
I'll sing along

úr myndinni Once 
SHARE:

How often do u find the right person...

Ingibjörg Rósa.... Me and u!


jafnvel þó að tagline-ið eigi ekkert allt of vel við okkur tvær

ætli hún komi í bíó á íslandi ? 
SHARE:

mánudagur, 24. mars 2008

Páskarnir búnir

og ég er ekki byrjuð á páskaeggi nr 2...

Páskarnir hafa í heildina verið ansi góðiðr þó svo að ég hafi verið að vinna um helgina. Ég fór þó að djamma á laugardagskvöldið eftir Partý og co EXTREME partý hérna heima. Kíkti á B5 og Apótekið, 2 staði sem ég hef ekki farið á áður. Leist vel á báða en þó betur á Apótekið. Harpa tók myndir svo að ég þarf að bilkka hana en ekki hún mig um myndir í þetta skiptið.
Núna held ég að ég sé búin að vinna síðustu hjúkkuvaktina mína og á bara 2 vaktir eftir þangað til að ég hætti :) Tíminn sem ég talaði um að mér fyndist ekki geta liðið hægar hefur eftir allt liðið aðeins hraðar en ég hélt. Sumir dagar eru þó lengur að líða en aðrir af ýmsum ástæðum.

Í kvöld beið ég og beið eftir að Mannaveiðar myndu byrja á RÚV. Loksins ætlaði ég að reyna að fylgjast með þáttaröð í sjónvarpi. Mannaveiðar er spennandi nafn og lofaði góðu leikaraskarinn sem leikur í myndinni. Í kynnigunni frá Siggu Halldórs, þulu, komst ég að því að ég, lestrarhesturinn, er búin að lesa bókina sem þættirnir eru byggðir á og það sem merkilegt er. er að ég MAN hvernig hún endar.. djööö :) ég gerði samt eins og ég sagði Hildi áðan, ég horfi á þættina gagnrýnum augum og rifja upp bókina á meðan. So far eru þættirnir vel byggðir á bókinni þó svo að ég hafði ímyndað mér karakterana sem hafa komið fram núna öðruvísi.

Þegar Mannaveiðar voru búnar tók ég aaaaðeins til eftir partýið þar sem ég kúrði uppí rúmi í allan gærdag áður en ég fór í vinnuna og FÉKKST ekki framúr og fór svo á kvöldvakt og morgunvakt í morgun. Draslið beið því kurteislega eftir mér og hafði ekki fært sig úr stað síðan ég skildi við það á laugardagskvöldinu. oh, það er svo yndislega vel upp alið ! Alltaf hugsa ég samt til ess að ég gleymi of oft að bjóða Fúsa og Guðnýju í partý og gistingu... bæði vegna félagsskaparins og þeirra þæginda sem það hefur í för með sér þegar kemur að því að taka til.

Verð að segja ykkur líka frá því að þið verðið núna að fylgjast vel með mér. Ég er satt að segja komin á hálan ís. :/
ég, einhleypa stelpan, ein í 3ja herbergja íbúðinni... Ég, framtíðar hjúkrunarfræðingur og upprennandi kvenskörungur er farin að rækta... Ég skellti í potta áðan fræjum af Myntu, kóríander, graslauk, basilíku, rósmarín, oreganoi, timjan og steinselju og ætla að sjá hvernig til tekst. Þessi sáning fór fram með miklu slumpi og án nokkurrar þekkingar á svona aðferðum... hvað á að setja mikið í pottinn af mold, hvað á að setja mikið af fræjum, á að þjappa, á að dreifa einhverju yfir fræin? ? ? Eigi veit ég ! þess vegna gerði ég sitt lítið af hvoru og ætla að tala fallega við kryddin mín á hverjum degi og vona að ég sjái allavegana einn pott lifna við. ( það er þarna sem þið þurfið að hafa auga með mér... svona ef ég fer að tala of mikið við pottana!) :)

Ég er ekki ennþá búin að komast almennilega að því hvert ég er að fara næstu helgi, þarf að fara að komast að því bráðum...

until then ...

xox
SHARE:

laugardagur, 22. mars 2008

ég elska þetta lag...



nei, það á ekkert við mig þessa stundina... ekki fara að fá einhverjar grillur..

það styttist samt í að ég segi ykkur það sem ég lofaði hérna um daginn...
SHARE:

föstudagur, 21. mars 2008

Djööö




logo
Hvem er du i Mummidalen?

Mitt resultat:
Hattifnatt
Du er Hattifnatt! Du er merkelig du!
Ta denne quizen på Start.no
ég er hattinfatti
SHARE:
Af því að ég var í vondu skapi þegar ég setti myndirnar úr Þorraferðinni inn og langaði EKKERT til að sumt fólk væri að skoða þær, þá auglýsti ég það ekkert hérna á síðunni að þær væru komnar inn...


Enjoy :)

xxx
SHARE:
Ég komst að því í gær að Akranes er voðalega kósý bær :) 
Ég get allavegana sett hann á listann yfir staði sem ég gæti hugsað mér að búa á. 
...Hann er farinn að vera ansi langur.

Fór ein í sund dag, sem var ekki upprunalega markmiðið en svoleiðis enduðu hlutirnir. Það skemmtilega við sundferðina var að mér tókst að rekast á 3 sem ég þekkti og 2 af þeim voru einir líka svo að ég hafði einhvern til að spjalla við. Veðrið var frábært í Reykjavík í dag og þustu Reykjavíkurbúar í sund. Það margir mættu í Árbæjarlaugina að það varð að hætta að hleypa ofaní! 

Er alltaf að lenda í fleira og fleira (námstengdum) spennandi hlutum og atvikum í vinnunni, svo að ég meira að segja farin að vera svoldið sjóuð :) Er svo mikið að lifa mig inní þetta að ég tek ekki eftir hve hratt dagurinn líður og hlakka nú enn meira til að fara að vinna á Krabbameinsdeildinni. 
Er núna að skoða leiðir til að komast héðan frá Íslandi og vonast til að bankar landsins verði mér hliðhollir :)
SHARE:

fimmtudagur, 20. mars 2008

Ragna is... Ragna.is

Hugræna atferlismeðferðin gengur ágætlega :)

fór í matarboð í gær og fer á akranes í kvöld... I'm staying active like never before :) 

Er komin á enn fleiri hjúkkuvaktir í vinnunni, ég stóð mig svona vel ;) vika eftir í vinnunni og svo er ég að fara í eitthvað smá ferðalag rétt út fyrir Reykjavík en veit ekkert hvert... Ég þyrfti kannski að fara að reyna að draga það upp úr réttum aðila hvert ég sé að fara. 


SHARE:

þriðjudagur, 18. mars 2008

nýKlippt og gjörbreytt


ótrúlega mikil breyting ? :))))

en ég er sátt samt sem áður. . .

Hvað á ég að gera í fatamálum? ég er algerlega að vaxa niðrúr öllum fötunum mínum... íþróttabuxur eru ekki cool til lengdar.

Vinnutörn 2 hefst á í kvöld. og svo er ég bara á morgunvöktum þangað til á miðvikudag, þá er ég í fríi. Á Páskadag sjálfan er ég samt á kvöldvakt og þessvegna hef ég ákveðið að bjóða hjúkkunum mínum heim á laugardagskvöldið. Ég er með sjálfa mig í hugrænni alferlismeðferð þessa dagana og þetta passar ágætlega inní það plan :)
SHARE:

mánudagur, 17. mars 2008

Mánudagur og ég er í fríi! :)

og hvað gera danir þá ? þeir vakna kl 8 og bölva deginum :) reyna svo að fara að sofa aftur og pirra sig enn meira á að vera vakandi :) þeir panta þess vegna bara klippingu og litun fyrir daginn.
Svo spáir maður í hvort að maður eigi að fara að breyta aðeins til ?

Fyrir 2 árum var ég svona

í fyrra var ég svona

í dag er ég svona 


Þá er nokkuð í stöðunni:
- klippa það styttra 
- lita það öðruvísi
- kaupa mér hárlenginar og síkka það enn meira
-hafa það alveg eins en stytta það aðeins

veit hvernig þetta endar ... :) ég geng alveg eins út og ég gekk inn, bara með aðeins ljósara hár :)

Síðasta hjúkkuvaktin mín verður á morgun og er ég þá búin að taka 5 hjúkkuvaktir á einni viku. Helvíti gott bara :) ég er samt ekkert komin í frí þar sem ég verð þangað frá þriðjudeginum á morgun þangað til þriðjudaginn í næstu viku að vinna í Holtsbúð. Páskar með gamla fólkinu :))) jeeei 

Ræktin á eftir, elda mat ( wtf ) og eitthvað spennandi svo í kvöld ;))

SHARE:

laugardagur, 15. mars 2008

Helgin...

Ég er minna og minna að verða lítil í mér. Öll að koma til og held bara að ég geti feisað margmenni bráðum :) En... þetta er ekki alveg komið... litla Ragna er hérna, ennþá, guð hvað mig langar til að losna við hana, hún er HUNDleiðinleg ... 

Mamma og pabbi komu í bæinn í gær að útréttast og ákváðu að gista eina nótt hérna, auðvitað var Jobbi gullmoli með sem elskar nú auðvitað alla ;) Fórum út að borða á Pottinn og Pönnuna og fengum okkur dýrindis nautasteikur og vín meððí. Afsökunin fyrir út-að-borða ferðinni var sú að ég varð víst árinu eldri um daginn og þau höfðu varla séð mig síðan fyrir þann tíma.
Ég var svo að vinna í morgun og var á hjúkkuvakt. Ég er meira og meira að elska þessa vinnu. Hún er svo miklu meira en ég hélt og ég er þó bara á hjúkrunarheimili, sem er ekki framtíðar/draumastarfið. Ég held allavegana að það myndi EKKI eiga við mig að vera bara sjúkraliði. Ég er núna búin að láta einhverja starfsmenn elska friðinn og strjúka kviðinn og það var svoldið skrítið að vera sáttasemjari og nota einhversskonar sálfræði á fólk sem er ELDRA en ég. jæks. En þarna var Ragna "hjúkka" á vakt og úr þessu varð að leysa og viti menn. Það gerði það sko aldeilis. Maður þarf að vera útsjónasamur í þessu líka og taka ákvarðanir sem skitpa máli... fletta upp dóti, afla sér upplýsinga og muna hluti.. vá þetta er svo gaman ;) 

Eftir þessi 2 ár í skólanum er ég  búin að læra að nærvera við fólkið skiptir alveg GRÍÐARLEGU máli og er ég mjög meðvituð búin að vera að æfa mig í því :) setjast niður þegar ég gef lyfin og spjalla við þá sem það geta, jafnvel þó að ég viti að sum hver muni ekkert muna eftir mér 10 mínútum seinna. 

Fleira er ég búin að komast að... að það er litið upp til manns... ÞAÐ finnst mér líka skrítið :) MIG ? 

Ég er að reyna eins og ég get að vera eins mikill jafningi starfsmanna og ég get þegar ég er ekki að taka hjúkrunarfræðingavaktir, ekki þykjast einhverja stereótýpuhjúkka, yfir aðra komin sem skipar fyrir og lítur stórt á sig. En svo þarf ég auðvitað að svissa aðeins um hlutverk  þegar ég tek hjúkrunarfræðingavaktinar og hugsa ekki bara um 8 sjúklingana sem ég hef "umsjón" með  yfir daginn ásamt öðrum starfsmanni, heldur þá þarf ég að hugsa um alla 40 manneskjurnar sem búa þarna, í 2 húsum, starfsmennina, gefa lyfin, kíkja á sár, meta útbrot og setja áburði, spjalla og halda friðinn og strjúka kviðinn... Allt þetta gerir þetta svo áhugavert að ég get pælt í því lengi eftir að ég kem heim hvað ég hefði getað gert betur  og hvað hefði líka átt að gera eða segja. 

Þegar ég kom uppgefin úr vinnunni kl 4 voru mamma og pabbi að taka aðeins til hérna í íbúðinni.. þvílíkt sem það var þægilegt.. Ég hef bara ekki meikað það. Draslið var ekki mikið en það þurfti að þurrka af og þrífa sturtuna og þessa hluti sem alltaf þarf að gera af og til. Ég veit að ég hef ekki verið dugleg við þetta, ekki verið dugleg við að elda eða gera nokkuð hérna og mig langar til að það fari aðeins að breytast með hækkandi sól. Ég uppgötvaði það þegar ég stóð inní herberginu hans þráins/lærdómsherberginu að ég hef ekki komið þangað inn í næstum 2 vikur núna. Ég hef einu sinni kveikt á sjónvarpinu inní stofu á þessum tíma líka. Ég má ekki gleyma að ég bý ein í 80 fm2 íbúð en ekki í einu herbergi með aðgangi að baði og eigi bara ABT og appelsínur inní ísskáp. 

Ég var að spá í að reyna að gera eitthvað í kvöld en ég er ótrúlega þreytt eftir þessa viku.EEkkert frí og ég er líka að vinna hjúkkuvakt annað kvöld. Fór því í langa, heita sturtu og skreið svo uppí rúm, hér ætla ég að vera þangað til að þolinmæðin klárast í fyrramálið á að vera í leti. Ef veðrið verður eins gott á morgun og það var í dag langar mig að fara í göngutúr eða sund. Hver er geim ? :) Ætli nefið á mér hefði ekki bara gott af einni eða tveimur freknum? :) 

Gleymdi líka að segja ykkur mesta afrek dagsins :) ég keypti mér bíl í dag... !!! :) með LANGTÍMA láni eins og þau gerast best ;) 

love yourselves

xxx
SHARE:

föstudagur, 14. mars 2008

já Ragna... vaknaðu og bloggaðu kl hálf 8 á morgnana...  (wtf)
SHARE:

dagur 5

vá hvað þessi vika er búin að vera leeeeeengi að líða... Samt er ég búin að reyna að vera eins busy og ég get og vera sem minnst heima... :/ 
7 daga vinnutörn núna, frí í einn dag og svo 6 daga vinnutörn... svo fer ég bráðum að hætta þessu...
þetta hlýtur að vera meira en 100% vinna? en hvað veit ég... :) Verð að hætta að segja já við aukavöktum.

jæja...

góða helgi

SHARE:

miðvikudagur, 12. mars 2008



mikið rosalega þykja mér þetta líkir bílar ! Horfði á þessa bíla, hlið við hlið í baksýnisspeglinum áðan, splúnku nýja... hefði grillið ekki verið aðeins öðruvísi hefði ég talið þetta vera sama bílinn ...
SHARE:
neibb..
hef nákvæmlega EKKERT að segja

SHARE:

þriðjudagur, 11. mars 2008

Mig langar að flytja héðan... útþráin er að fara með mig ! 
Ef einhver ætlar að gera EITTHVAÐ um páskana (ekki að það komi útþránni eitthvað við) give me a call. Ég ætla ekkert austur, verð hér í bænum... Hljómar núðlusúpa í páskamatinn ekki ágætlega :) ég get líka boðið uppá chop-sticks ef þið viljið.

Já, þetta er víst ég 
p.s. það eru vonandi ekki margar vikur í að ég geti sagt ykkur svoldið "spennó"





SHARE:

sunnudagur, 9. mars 2008

komin frá Akureyri

Ætla að drífa mig að skrifa eitthvað til að ýta hinum færslunum neðar á síðuna... Lífið er bærilegra, en erfitt þó, það GETUR bara ekki versnað... og ég verð einn eða annan hátt að reyna að halda áfram, eins einmannalegt og það kann að vera.

Vaknaði eftir fáránlega lítin svefn á föstudagsmorguninn til þess að skella í mig linsunum, hoppa í sturtu,  þurrka og slétta hárið og reyna að finna jákvæðni og góða skapið því að stelpurnar voru á leiðinni til mín og förinni var heitið á Akureyri með Hjúkrunarfræðideildinni okkar. 

Planið var svo að hittast allar um 10 við KFC í Mosó þar sem leikstjórnendur ætluðu að láta okkur hafa umslag nr 1 í leiknum sem við áttum að leysa á leiðinni. Auk þess sem að við fengum kórónur eins og sjást á myndunum til þess að flokka niður liðin og gera okkur svoldið eftirtektarverðar, sem tókst svo vel að við hittum fólk á leiðinni heim á sunnudeginum sem hafði séð okkur á föstudeginum á leiðinni norður... haha... allsstaðar vorum við líka spurðar um hvað við værum að gera. Við vorum ekki byrjaðar að drekka samt. En höfðum gaman að þessu.

í 1. umslaginu stóð að við ættum að finna ljóta þrífætta kind og taka mynd af henni, og gera góðverk... hópurinn okkar stóð sig ágætlega, Keyrðum uppað bóndabæ þar sem ég sagði að væri fjárhús ( að húsið væri allavegana ekki fjós eða hesthús) og bönkuðum uppá. Planið var að fá að fara í fjárhúsið og taka magnaðar myndir af ljótum kindum. Planið breyttist samt um leið og við sáum FORLJÓTAN hrútshaus uppá vegg hjá manninum og eins og Íris sagði við manninn "þetta er örugglega ljótasta kind sem ég hef áður séð" haha... hvaða líkur voru á að þessi uppstoppaði hrútshaus væri nú ekki örugglega bara vinningshrúturinn í Sýslunni? haha.. en jæja. Við fengum að rífa hausinn af veggnum og kyssa hann á meðan bóndinn myndaði okkur bak og fyrir og hafði mjög gaman af :) 
Góðverkið var það að Við ætluðum að finna gamlan mann að dæla bensíni og hjálpa honum við það. Það var samt sama hvað við leituðum af gamla kallinum þá fannst hann ekki á öllum þeim sjoppum sem við stoppuðum á á leiðinni og þess vegna endaði það að ég tók til af borðum í Staðarskála, það var kannski ekki mikið góðverk en góðverk þó ;)

í Umslagi 2 sem við fengum í Staðarskála stóð að við ættum að útvega okkur Kaktus. Það var smá maus þar sem við rifum smá bút af stórum kaktus í Staðarskála þegar enginn var að horfa til og panikkuðum við næstum við þennan stórglæp okkar en þetta var afskaplega lítill bútur ;) sást ekkert á greyinu ;) Líka stóð að við ættum að finna eitthvað sem myndi merkja "Hvítt" á Latínu. . . Með smá Gúggli fundum við "alba" og "candida" og að það þýddi Hvítur... Við mundum þá eftir Candida Albica sem er sveppasýking og brunuðum inní Varmahlíð og keyptum eina dós af ORA sveppum ! Svo áttum við líka að leysa gátu með 2 strákum og 2 stelpum sem öll hafa ólíkan kynsjúkdóm og ætla að sofa hvort hjá öðru (s.s. hvor strákur hjá hvorri stelpunni) en til verksins eru bara 2 smokkar og ekki ætla þau að smitast... Þetta tók smá tíma að leysa. 

í umslagi 3 stóð að við ættum að semja nýjan texta við Hjúkkulagið " Draumur um Nínu " og til þess urðum við að nota orðin
"arna huld, Dóróthea bergs, Endaþarmserting, tánögl, dildó, klamydía, vöffluvagninn, lamadýr, kústskaft" og örugglega eitthvað fleira. Eins og ykkur dettur kannski í hug þá var það frekar erfitt að gera texta sem varð ekkert klámfenginn og urðu til 4 stk af fyndnum textum... "ó dóróthea, dóróthea, dóróthea, dóróthea bergs" og "Klamydían kemur tánögl í" 

Eftir næstum 6 tíma og möööörg stopp tókst okkur að enda á Akureyri þar sem við fórum beint á Gulu Villuna, hentum dótinu inn og svo beint í bæinn að versla föt.. :) það eru örugglega engar búðir í Reykjavík... Röltum aðeins um og fórum svo uppá Villu að hafa okkur til og rútan kom kl hálf 6 og fórum við á Hjúkrunarheimilið Hlíð í Vísindaferð. Fórum í klassískan rúnt um svæðið og síðan í smá fyrirlestur. Þar opnuðust augu mín aðeins fyrir meðferð fyrir dement fólk eftir að við horfðum á myndband um Spark of life... ég tala örugglega um það seinna hérna. Við fengum snakk og bjór en það saddi ekki hungrið í okkur og var Íris, innfæddi Akureyringurinn sett í það að panta pizzur á línuna sem Eva svo náði í. Það voru SVANGAR hjúkkur sem borðuðu þær pizzur. Eftir smá meira af bjórsmakkeríi var svo farið á Kaffi Akureyri að hitta hjúkkur frá akureyri sem voru nú bara 2 svo að við fórum snemma á Kaffi Amour þar sem Konukvöld hafði verið fyrr um kvöldið.  DJ'arnir voru gríðarlega góðir og meira að segja þeir 2 edrú sem voru þarna ( Viddi og Eva ) Skemmtu sér voða voða vel og það voru blöðróttir og aumir fætur sem tippluðu heim seinna um nóttina.

Laugardagurinn var settur í Fjallið og fórum við þangað eftir að hafa snætt smá orku í Kristjánsbakaríi. Reyndar virtust Eva og Kolla ekki fengið Memo-ið með "SKÍÐAFERÐ" og voru ekki með nein útiföt, en Íris reddaði því og lét þær troða sér í gamla snjógalla sem hún fann heima hjá sér. Eva fór í pastel-fjólubláan krumpugalla af mömmu hennar sem er örugglega það ljótasta sem ég hef augum borið. Ekki nóg með að gallinn hefði verið ljótara en allt sem ljótt getur talist þá var hann frekar lítill á Evu og hún var eins og hertur þorskur. Loksins þegar við náðum andanum yfir útliti Evu var Kollu troðið í snjógalla sem Íris hafði átt þegar hún var lítil en hann var nú skömminni skárri. Hún var þó eins og Íris komst vel að orði " eins og Hippi á sýrutrippi" þegar hún var komin með sólgleraugun, fjólubláu hanskana og húfuna... :) 

upp í Fjall var síðan  haldið og ég leigði mér Bretti á meðan Lóa leigði skíði. Snjógallastelpurnar ætluðu að láta sér nægja Þoturassana sem þær keyptu í Hagkaup. 

Anna Tómasar hjálpaði mér að festa á mig brettið, kenna mér að standa upp og 1. ferðin niður brekku var MJÖG áhugaverð... ekki virtist ég geta staðið í fæturnar í meira en 1 sekúndu og 2 sekúndubrot í einu án þess að ég bomsaði beint á bossann... ég var líka mjög vinstrisinnuð og gat engan veginn komið mér úr því klandri að vera komin alveg til vinstri í brekkunni... Eftir að hafa gefist upp á lífinu neðst í brekkunni og dottið 8 sinnum í lyftunni á leiðinni upp þá hitti ég mann sem var líka byrjandi en var farinn að standa í fæturnar... hann lét mig sjá ljósið og næstu ferð stóð ég alla leið niður og datt ekkert... það birti líka yfir litlu stelpunni á brettinu þegar hún fann út úr því hvernig hún gat sett brettið þvert á brekkuna, Á FERÐ, og stoppað sig án þess að hrópa upp yfir sig " óóóó shittttt" og brotlenda svo harkalega á bossanum. Lyftan varð mér samt ansi erfið það sem eftir leið af þessum 2 tímum sem við vorum þarna. Eftir þessa skemmtilegu reynslu er ég bara ekkert frá því að ég fari einhverntíman AFTUR á bretti og þá ekki bara í BARNABREKKUNA ! :) 

sund var algert must fyrir útivistarstelpurnar og skoluðum við aðeins af okkur áður en við fórum í Brynju-ís þar sem við nenntum ekki að hlusta á þennan eilífa suð-söng í Írisi... (ég vil brynju ís, ég viiiiiil)  Eftir ísátið sóttum við Örnu Huld á Glerártorg og svo fórum við beint heim og beint í djammgallann AFTUR... Rútan kom kl hálf 7 og fengum við hressa kellu sem spjallaði alla leið í Kalda. þegar þangað var komið fengum við glas og ótakmarkað af bjór og skemmtilega sætan og áhugaverðan strák sem leiddi okkur í fræði bjórgerðar. Ég held að ég muni ekki drekka annan bjór en Kalda eftir þetta :) Svo vel seldi hann okkur framleiðslugæðin ;) bruggtækin voru líka svo flott... eins og sjást á myndunum.. Ragna and the Beerfactory ;) 
Við sungum ALLA leið til baka og rútubílstjórinn tók undir og tók okkur upp líka. Ferðin var muuun styttri til baka en þangað þess vegna og var stemmingin svo góð að heljarinnar partý var haldið á Villunni sem endaði í flugferðum sem brotlentu á Veggjum og mörgum góðum mómentum :) 

Eitthvað enduðum við á Kaffi Akureyri þar sem Arndís var svo fræg fyrir að snúa sig ALL hressilega fyrir utan einhversstaðar og varð öklinn fjólublár og 2faldur á mjög stuttum tíma. Við redduðum því klaka, settum okkur í hjúkkustörfin og sendum hana beint á slysó ! :) Þar var hún úrskurðuð "illa tognuð" og ekki brotin sem hefði allt eins getað verið og við ekki með röntgen í vasanum. Hún fékk líka bækling um hvernig eigi að bera sig að eftir tognun, panódíl og henni sagt að nota fótinn... hún tók því svo bókstaflega að hún hoppaði beint á Amour seinna um kvöldið og hélt áfram að djamma. Á Kaffi Akureyri lentum við svo í geðveikum dópistum sem réðust á Evu okkar sem auðvitað sló til baka, sem var það eina sem dyravörðurinn sá og hún fékk að fjúka út, alveg sama hvað við sögðum honum, að gaurinn hefði hrækt á hana, slegið hana og lamið til hennar með peysu sem svipu. Við fórum því ALLAR og skyldum staðinn eftir hálf tómann... grey þau bara :) já og Eva sem ekki einu sinni drekkur (þessa stundina)... það er þá manneskjan ;) 

Á Amour fannst okkur nokkrum ekkert gott geim og trítluðum því við á Tikk takk, pikkuðum með pizzur og héldum náttfatapartý um 3 sem ég sofnaði fljótt í þar sem ég var virkilega að andast út magaverkjum og pílum og gat ekki hugsað um neitt annað en að leggjast út af og hreyfa mig ekki ! 

Sunnudagurinn fór í það sem var planað, farið á Greifann, farið í Brynju-ís ( Svo Íris yrði þolanleg alla leið í bæinn) og brunað aftur í bæinn sem tók tiltölulega styttri tíma en á leiðinni Á Akureyri :) 


FRÁBÆR FERÐ... og tókst betur en ég þorði að vona


Myndir eru komnar inná Ragna.safn.net

Takk stelpur og takk sérstaklega þú Lóa... u know what I mean ... *kiss*


SHARE:

föstudagur, 7. mars 2008

isn't life unfair when things turn out the worst way possible...

what do u do when u lose one of the best things u thought u had in this world?

can anyone help me ?


SHARE:

fimmtudagur, 6. mars 2008

enginn titill

jæja... ég komst í gegnum prófin þrátt fyrir flensu og vil nú ekki gera þetta oft á lífsleiðinni... gott samt að vera búin í prófum og þurfa ekki að taka lokapróf næstu 10 mánuðina :) Ég er svo farin að vinna í Holtsbúð og verð þar til 26. mars. Eitt er svoldið skrítið, ég má núna taka hjúkkuvaktir og fyrsta hjúkkuvaktin er á mánudagskvöldið... jámms... mín bara hjúkrunarfræðingur það kvöldið og sé um öll lyf og alles klabbet. Do I feel grown up ? YES!

Vikan er búin að vera fáránlega erfið og ég ekki búin að vera upp á mitt besta. Ég held satt að segja að ég geti ekki orðið minni en ég er akkúrat núna svo ekki taka því illa ef ég er virkilega fjarræn, uppstökk og vil vera ein. I just need some time. 
Ég er að fara um helgina til Akureyrar í skíðaferð (Brettaferð) með hjúkrunarfræðideildinni og ég er virkilega að vona að bólginaugu.is og aumingjaskapur.com verði skilið eftir heima og ég gleymi stað og stund með stelpunum mínum. :) krossleggjum svo fingur að enginn slasi sig. 

Þorraferðin var að sjálfsögðu farin síðustu helgi og ég á eftir að finna nennu til að blogga um það og/eða setja inn myndir. 


SHARE:
Blog Design Created by pipdig