sunnudagur, 27. nóvember 2005

blogg? núna?!

Er ennþá að pirra mig á þessu með að anda bara út um eina nös í einu.. af hverju vissi maður þetta ekki?!
maður veit margt annað MIKLU ómerkilegra :D
og af hverju var maður ekki búinn að fatta þetta??
allavegana
þátturinn er aftur í kvöld sem að kemur með merkilega staðreynd vikunnar svo að ég ætla að reyna að muna hver hún verður, hún getur varla verið merkilegri en andaútumaðranösina staðreyndin :D
eruði ekki annars búin að prufa þetta?

Fór til oxford á föstudaginn. Planið var að fara á pöbb. sem hét 5 bells.. I THINK. já hann er staðsettur hjá skiltinu sem á stendur "úti í rassgati" en þökk sé góðrar leiðsögnar frá *hóst* mér...
já ok, ég skal viðurkenna að ég stóð mig EKKI eins og ég hafði lofað að gera, en Davíð reddaði þessu.... það var bara allt of mikið af 4 í þessum veganúmerum sem ég varð að muna!
en man núna A41, A418 og A4164... hver ruglast ekki á þessu? ha?!
strákarnir stóðu sig mjög vel, en ég átti eiginlega erfitt með að sitja og ÞEGJA! fannst ekki alveg passa að sitja út í sal... en þeir gátu þetta, og ég var ekkert mikið að reyna að stela vini mínum, honum Mic.

fór alvarlega í ruglið..
á leiðinni heim tókst mér þó að halda mér vakandi alla leið.
sagði samt einhverntíman á leiðinni "þið verðið að stoppa!" strákarnir Róbert og Svenni vissu í hvernig ástandi ég var og litu á hvorn annan "oó,,, hún þarf að æla!"
þá hnussaði í mér!!! nei! ég þarf að pissa! það var samt alveg nauðsyn að stoppa sem fyrst, mér virkilega var mál!
á einhverjum afleggjara stoppaði Róbert og Ragna stökk af stað, sá nokkur tré (stór runni) og ákvað að fara bak við hann og pissa þar.
hljómar vel á prenti. og já, hljómaði vel í höfðinu á mér at the time! því hoppaði ég af stað og tókst ekki betur en svo að ég endasendist beint á höfuðið!! nei, eiginlega beint á rassinn.. en lá alveg marflöt, hangandi dauðahaldi í einhverja fjárans greinina sem var örugglega til þess að ég hafði dottið the first place.
Svenni kom og ætlaði að bjarga mér, en ég pirraðri en aldrei fyrr öskraði á hann að láta mig vera!!! og velti mér á lappir aftur. Til að láta greinar og tré ekki vera fyrir mér aftur tók ég tilhlaup og braust í gegnum runnann... því að BAK VIÐ HANN SKILDI ÉG PISSA!!
tilhlaupið tókst vel og ferðin gekk ágætlega, fann samt greinar stingast í mig út um allt.
pissaði og fór til baka, án mikilla skakkafalla.
Þegar ég kom svo í bílinn aftur var mér ÓGEÐSLEGA ILLT í löppunum. ég var í buxum sem ná bara rétt fyrir neðan hné... sviði og stingir út um allt.
lyfti þá upp öðrum fætinum og viti menn, það blæddi all hressilega úr ristinni á mér og ég gerði mér grein fyrir það aðeins síðar að allir stingirnir á leiðinni voru BRENNINETLUR!!
já, dauði og djöfull hvað þetta var vont! ein stunga er vond en margfaldið það með 90...
kuldaskjálftarnir þegar ég ætlaði að fara að sofa voru alger martröð... er öll rispuð og fín í þokkabót og mig svíður, klæjar, er dofin og kallt á löppunum og höndunum þar sem stungurnar eru.
oj!
Það mætti halda að ég hafði ekkert lært úti í DK þegar ég og fúsi fengum svipaða hugmynd að pissa í skógi og auðvitað ragna í pilsi.. það var samt allt öðruvísi. ekki jafn vont og ekki jafn mikið..
oj
Týpísk ég!!

stoppið mig næst þegar ég fæ þessar snilldar hugmynd, eða klæðið mig í buxur í fullri lengd! takk :D

fór svo í ævintýranlega ferð til London, nánar tiltekið til Cobham, held ég að það hafi heitið. hitti þar strák sem heitir Sverrir og hann sýndi mér þarna allt í kring, fórum svo á Covent Garden market og enduðum í China Town þar sem við fengum okkur að borða ansi misheppnaðan kínverskan mat! oooj,
hætti mér á curry Chicken... alveg ógeðslegur réttur að horfa á ... og bragðaðist eins og hann hafði komið úr örbylgjofni...
ætla í Tesco og tjékka hvort að ég finni ekki eitthvað sem lítur út eins til að sanna mál mitt!

komum svo seint til oxford aftur, gengin upp að öxlum og ég var svo komin heim í Weybridge rétt yfir 12.
gott að sofa út í morgun! :)))

Ég prufaði allavegana neðanjarðalestinrnar for the first time þar sem ég þarf að redda þessu sjálf! hef alltaf farið með einhverjum sem kann þetta inn og út og elti bara :)
mjög stolt og get nú boðið hverjum sem er með mér til london að versla á oxford street! :D

jæja
over and át
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig