föstudagur, 25. desember 2009

Jólablogg

VÁ... jólin hafa verið rosaleg. gjafirnar beyond crazy og góður matur.
jólamaturinn klikkaði ekki hjá mömmu í gærkvöldi. Hamborgarhryggur og rjúpur (þær voru BARA fyrir Viðar)  og svo auðvitað Sjérrýrjómarönd í eftirmat
gjafirnar voru heldur ekki verri. ég samt réði mér varla fyrir spenning frekar en fyrri ár !

það helsta var

Marimekko viskustykki x2 og pottaleppur
púsluspil
sílíkon mót fyrir pönnukökur og egg x2
Rosendahl kökudiskur
fondue pottur
Matvinnsluvél
2x Damansk og bómullarsatín rúmföt
Aurum hringur (agla)
Konan sem lék sér að eldinum
Svörtuloft
Skunk anansie Greatest hits
Náttföt
Legghlífar
Turistas dvd
Glerengill
Laufabrauðs útskurðarhnífur
20 þús inneignarkort hjá Kaupþingi/Arion
5000 kr í pening
Servéttur
Jólaskraut
Ljósahund
Vettlinga

oh já ég veit !

Matarboð á Hunkubökkum í dag og "smá" kökuboð hérna heima á morgun.. Reykjavík og vinna og svo áramót... Ræktin VERÐUR að komast fyrir einhverntíman þar á milli ...

until next time ..
.
ciao
SHARE:

fimmtudagur, 17. desember 2009

BrauðBlogg

Jæja

ég hef í svolítinn tíma ætlað að segja ykkur frá bók sem ég pantaði frá Bandaríkjunum um daginn. Ég hef satt að segja geymt það af því að ég veit að það tekur mig langan tíma að segja allt sem ég vil segja um þessa bók ! :)

Það var einhverja andvökunótt í nóvember sem ég ákvað loksins að panta hana og beið spennt fram í miðjan desember eftir henni! (biðin virtist lengri en hún örugglega var)

Bókin heitir The Bread Baker's Apprentice - Mastering the art of extraordinary bread eftir Peter Reinhart.
Peter Reinhart er alveg rosalegur brauðáhugamaður og meira til. Hann kennir nefnilega brauðgerð í Johnson og Wales University (stærsta matargerðarskóla í heimi)  og lifir því og hrærist í brauði so to speak. Í bókinni segir hann manni margt um brauðgerð, vísindum bakvið hana  og vill ólmur kenna manni eins og hann kennir nemendum sínum og gera mann að Artisan Braðgerðarmanni! (artisan: a worker in a skilled trade, esp one that involves making things by hand) ég er til !!! :) 

Þetta er ekki einföld uppskriftabók. óóó nei. um 1/3 af bókinni er skrifaður af Peter og talar hann um vísindi bak við hveiti, hvernig hveiti byggist upp, sögu brauða, ger, ýmsar aðferðir við brauðgerð, hvernig eigi að baka brauð og hvernig eigi að mæla hráefni.
Samkvæmt því sem hann segir þá byggist gott brauð að mestu leiti uppá hlutfalli (í prósentum) raka á móti annarra þurra efna. já. seriously ! og manni er kennt að reikna þetta út, spennandi, þó að ég held að ég fari bara frekar eftir nákvæmum uppskriftum hans en búi ekki til mínar eigin.

Ég hef alltaf verið ótrúlega góð í að búa til brauð og einhver hefur sagt að ég "hafi þetta í mér". Eftir að hafa lesið það þá held ég að það sé ekki alveg þannig þar sem að þetta eru heljarinnar vísindi. Málið er að fara EFTIR UPPSKRIFTUNUM !  Svo er það að búa til gott eða frábært brauð ekki það að hræra einhverju saman með sleif og síðan skella því í form og inní ofn. Nei. Peter Reinhart segir brauðgerð vera í 12 stigum. uuu já. þetta er ekkert sem maður á að gera á korteri. :-O ekki til að búa til brauð af þeim gæðum sem Peter vill að maður geri. Ég hef mikið lesið af uppskriftum og bókum um ýmsar matargerðir en aldrei hef ég áður heyrt af "poolish" eða "biga"

Hvorugtveggja er for-gerjun á gerinu. Með því að að nota svona "deig" út í deig segir Peter að þannig verði til "superior" brauð.

Í bókinni má síðan finna hvernig maður gerir sitt eigið súrdeig (one day I'll make my own!) og fjöldinn allur af klassískum uppskriftum er þarna eins og Baguette, Ciabatta, snúðar, hátíðarbrauð, Focaccia, Stollen, Keiser bollur, Pantonette og og og !!!
Ég veit að það eru ekki allir til í að fara ofan í svona mikil vísindi við það eitt að kunna að baka góð, bakarís brauð. en það er ég og ég get ekki beðið eftir að prufa mig áfram með uppskrifir úr bókinni
Fyrsta uppskriftin var prófuð í dag, var búin að ákveða að það yrði fyrsta brauðið svona fyrst það eru alveg að koma jól.. svo að í dag eyddi ég næstum 5 tímum í að búa til 2 stk af Stollen  og líður svo vel með útkomuna að Gestgjafinn má dauðskammast sín fyrir Stollen brauðið sem þau sýna í síðustu útgáfu sinni! ;)

Ég fjalla um hvernig það fór fram síðar ;)

Það sem Amazon hefur að segja um bókina er:

"A bread baker, like any true artisan or craftsman, must have the power to control outcomes," says Peter Reinhart, author of The Bread Baker's Apprentice. "Mastery comes with practice." As in many arts, you must know and understand the rules before you can break them. Reinhart encourages you to learn the science of bread making, but to never forget that vision and experimentation, not formulas, make transcendent loaves. The Bread Baker's Apprentice is broken into three sections. The first is an amusing tale of Reinhart's visit to France and his discovery of pain à l'ancienne, a cold-fermented baguette. The second section comprises a tutorial of bread-making basics and Reinhart's "Twelve Stages of Bread." And finally, the recipes: Ciabatta, Pane Siciliano, Potato Rosemary Bread, New York Deli Rye, Kaiser Rolls, and Brioche, to name a few. All recipes include bread profiles and ingredient percentages. Reimagined for modern bakers, these mouthwatering classic recipes are bound to inspire. --Dana Van Nest

kv
Ragna
SHARE:
Blog Design Created by pipdig