miðvikudagur, 23. nóvember 2011

Grjónagrautur

Það eru nokkur lykilatriði sem þið þurfið að hafa í huga áður en þið  byrjið ...

-Ekki eiga minna en einn líter af mjólk áður en þið byrjið
-Best er að nota Grød Ris. Það er næstum því alger nauðsyn til að fá glansandi og þykkan graut
-Reiknið með klst í verkið... Það er eiginlega ekki hægt að flýta sér nema að brenna við 

Uppskrift (fyrir um 3)

1.5 dl grjón 
2 dl vatn 
ca 8 dl mjólk 
u.þ.b. 1/2 tsk salt 

Já, þetta er ekki meira en þetta. 

Aðferð: 
- Setjið grjónin í pott ásamt vatni og salti og sjóðið í 2-3 mínútur. Bætið svo um tæpum hálfum líter af mjólk útí. Þegar mjólkin er farin að bullsjóða, lækkið hellinua niður í 1, setjið lokið á og látið þetta malla og hrærið í af og til! Helst farið í að þrífa uppúr einhverjum skúffum í eldhúsinu eða bakið eitthvað á meðan, það er eiginlega ávísun á brenndan graut að reyna að gera eitthvað utan eldhússins á meðan :) 
Þegar þið eruð búin að gera grautinn nógu oft, þá farið þið að þrífa eitthvað eða bardúsast fyrir utan eldhúsið þar sem þið hafið orðið á tilfinningunni hvenær þarf að hræra í :)
-Þegar grauturinn er orðinn þykkur, bætið restinni af mjólkinni útí, hækkið á hitanum ef þið viljið á meðan suðan nær sér aftur á strik, lækkið aftur niður í 1 og haldið áfram þar til grauturinn er orðinn glansandi og þykkur. 

Hér á heimilinu er herð að gera grjónagraut í hádegismat á laugardögum. Eitthvað sem ég ólst upp við á mínu æskuheimili í Vík. Núna þegar ég held mitt heimili geri ég þessa uppskrift fjórfalda og á þá graut fyrir reddingar í kvöldmat út vikuna. Krakkarnir elska grjónagraut! 


Ath
-ég nota oftast nýmjólk  af því að ég á yfirleitt ekkert annað heima. Léttmjólk er einnig í lagi
-Það er mismunandi hve þykkan graut þið eruð vön að borða... minn grautur er mjög þykkur
-Ég set of vanilluextract útí í lokin - leynitrikkið ☺️
-Alls ekki gleyma að salta grautinn 


Borðist með kanilsykri, rúsínum og rjóma/mjólk
(mér finnst einnig krækiberjasaft útá vera algert uppáhald)

SHARE:

mánudagur, 21. nóvember 2011

Eplakaka á hvolfi


Upprunanlegu færsluna getið þið lesið hér 


Ég notaði hins vegar ekki glúteinlaust mix eins og ég geri í uppskriftinni, heldur notaði ég Yellow Cake mix úr MegaStore. Ég viðurkenni alveg að ég kaupi þar oft kökumix og kremmix. Þetta kostar allt bara 289 krónur og bragðast vel.  Þeir hafa svo líka verið með eitthvað af Betty Crocker vörum.

Önnur breyting á uppskriftinni var sú að ég setti þetta í venjulega stærð af smelluformi + að ég setti 1 tsk af vanillu extract (af því að flestallar kökur eru betri með vanillu).

Bragðast vel. lítur vel út... Viðar minn mun einnig eflaust njóta hennar vel.


SHARE:

Ragna.is á facebook

Hey, vitiði hvað !?

Ég ákvað að skella saman einni Facebook síðu fyrir www.ragna.is

nú getið þið leitað uppi Ragna.is á facebook eða klikkað hér 

Á síðunni mun ég setja inn nýjustu uppskriftir sem koma á ragna.is bloggið og einnig mun ég deila með ykkur uppskriftum sem ég finn á netinu og langar til að prufa síðar.

Endilega like-ið síðuna
SHARE:

fimmtudagur, 17. nóvember 2011

Piparostasveppasósa

þessi sósa er góð, svakalega óholl og svakalega góð. Alveg merkilegt hvað svoleiðis skuli fara saman.

Ég ætla samt að spilla ykkur með því að kenna ykkur að gera piparsveppaostasósuna og svo þið getið boðið vinum uppá sósuna í næsta matarboði.
Ég myndi kannski ekki setja sósuna útá lambakjöt eða nautasteik en allt er auðvitað hægt. Ég kýs að setja þessa sósu útá svínakjöt, kjúkling, kalkún og pasta.

Byrjið á að steikja sveppi, lauk og hvítlauk í 1 msk af smjöribætið rjóma, piparosti og kjötkrafti útí


passið að þetta brenni ekki næsta korterið og hrærið mjög vel. . . þar til osturinn er allur bráðinn 


Eins og lýsingarnar undir myndunum gefa í skyn þá er sósan afskaplega au2 ðveld 

uppskrift: fyrir um 6 

1/2 laukur, mjög smátt saxaður
1 hvítlauksrif (má sleppa), smátt saxað eða marið 
1 askja sveppir, niður sneiddir 
1 msk smjör
500 ml rjómi
1 piparostur smátt niður skorinn. 
1 teningur kjötkraftur


Aðferð:
-steikið sveppi, lauk og hvítlauk í smjöri þar til að sveppirnir hafa tekið smá lit 
-bætið rjóma, piparosti og kjötkrafti útí og sjóðið við vægan hita þar til allur piparosturinn er bráðnaður. 

punktar
-það er leiðinlegt að skera niður piparost, það er líka hægt að rífa hann ef þið viljið. 
-Það sparar tíma að eyða örlitlum tíma í að skera ostinn fínt niður, annars er hann mjög lengi að bráðna 
-Hægt er að breyta sósunni í pastasósu með þvi að steikja beikon og skinku með sveppunum og nota aðeins minni ost. 
SHARE:

föstudagur, 11. nóvember 2011

hráskinkuprik

Frábær og auðveldur forréttur sem allir ættu að geta nartað í

Sniðugt að setja einhversstaðar þar sem gestir geta nælt sér í eina og eina stöng.Ef þið rýnið í myndina þá getið þið séð hvað það er sem ég geri 
ég tek eina sneiða af parmaskinku/hráskinku, sker hana langsum í 2 renninga, smyr renninginn með aðeins af rjómaosti með kryddblöndu (hvaða rjómaostur sem er virkar) og vef svo parmaskinkunni utan um brauðstöng sem kallast reyndar Grissini og færst í Hagkaup (og örugglega í fleirum búðum)

Simple simple simple ! 

Þessi forréttur er frábær þegar þið ætlið að vera með stóran aðalrétt og vilt kannski bjóða upp á smá taster áður en aðalrétturinn er boðinn fram en vilt alls ekki að fólk verði of satt strax :) 

enjoy 

Ragna 


SHARE:

Veisla :)

SHARE:
Blog Design Created by pipdig