fimmtudagur, 30. nóvember 2006

Fairytale of New York

já... þar sem að á morgun er 1. des tel ég allt í lagi að koma með eitt jólalaga-blogg..

jólalagið sem ég ætla að kynna ykkur fyrir (kannski þekkiði það) en það heitir "Fairytale of New York"

það var fyrst útgefið árið 1987 og er sungið af hljómsveitinni Pogues (írsk sveit) og breskri söngkonu sem hét Kristy MacColl.

þetta lag hefur margsinnis lent í efsta sæti fyrir vinsælasta jólalagið í Bretlandi... og þar á meðal í fyrra!

þið fáið eflaust sjokk á að hlusta á þetta lag enda er söngurinn hjá söngvara Pogues alveg hryllilegur

jólalagið breiðir ekki út jólaboðskapnum með þeim lofgjarðarsöng sem við þekkjum og fjallar lagið um írskt par sem eru innflytjendur í New York, óbilandi vonir þeirra í þessari stóru og drungalegu borg á meðan þau berjast við alkahólisma og fíkniefnavanda,
Textinn hefur líka að geyma mjög bitur textabrot eins og t.d. "Happy Christmas your arse/ I pray God it's our last"

hér fyrir ofan skrifa ég "söngkonan hét" ... ástæðan fyrir því er að hún lést árið 2000 í hræðilegu köfunarslysi þar sem að hraðbátur kom inn á köfunarsvæðið og sigldi yfir hana á gífurlegum hraða... barnið hennar slapp, þó nokkuð slasað.
mikið hefur verið rætt um þetta slys í englandi og var líka talað mikið um þetta í fyrra þegar ég var úti.
það sem má finna á síðunni www.justiceforkristy.com er þetta:
"
Kirsty MacColl was an English singer and writer who was killed by a power boat at the age of 41 whilst scuba diving with her sons in a restricted diving area off Cozumel, Mexico on 18th December 2000. Almost six years later, no-one has been made accountable to the satisfaction of her family and friends."

málið er víst að það vill enginn viðurkenna að hafa stýrt bátnum en sá sem átti hann er margmilljónabisnessrisi frá Mexíkó...

í Fyrra var þetta lag spilað "live" í þætti Jonathan Ross í UK, þann 22. des nákvæmlega. The Pogues tóku lagið en fengin var ða láni Katie Melua til að syngja í stað raddar Kristie...

flott lag...
en úff hvað gaurinn er ÓNÝTUR af alkahóli og dópi... viðtölin sem ég sá... þá er hann tannlaus og slefandi..
Shane MacGowan fullur...:.... viðtölin sem ég sá þá var hann ekki fullur reyndar.. :) en allar tennur farnar sýndist mér... by the way.. .þessi gaur er algert goð! :D hann er Megas Bretlands! :D

hér kemur svo lagið.. .vona að ég hafi ekki skemmt það fyrir ykkur... en þetta er í alvöru flott lag! :)endilega lesið textann með :D

It was Christmas Eve babe
In the drunk tank
An old man said to me, won't see another one
And then he sang a song
The Rare Old Mountain Dew
I turned my face away
And dreamed about you

Got on a lucky one
Came in eighteen to one
I've got a feeling
This year's for me and you
So happy Christmas
I love you baby
I can see a better time
When all our dreams come true

They've got cars big as bars
They've got rivers of gold
But the wind goes right through you
It's no place for the old
When you first took my hand
On a cold Christmas Eve
You promised me
Broadway was waiting for me

You were handsome
You were pretty
Queen of New York City
When the band finished playing
They howled out for more
Sinatra was swinging,
All the drunks they were singing
We kissed on a corner
Then danced through the night

The boys of the NYPD choir
Were singing "Galway Bay"
And the bells were ringing out
For Christmas day

You're a bum
You're a punk
You're an old slut on junk
Lying there almost dead on a drip in that bed
You scumbag, you maggot
You cheap lousy faggot
Happy Christmas your arse
I pray God it's our last

I could have been someone
Well so could anyone
You took my dreams from me
When I first found you
I kept them with me babe
I put them with my own
Can't make it all alone
I've built my dreams around you


btw...
strákakór NYPD er ekki til..

á ég ekki skilið að fá komment fyrir þetta? :p
SHARE:

miðvikudagur, 29. nóvember 2006

Pseudohypoparathyroidism

þetta er óttalega saklaust..
þetta er genatengdur sjúkdómur sem þú getur haft og hefur áhrif á kalsíummagn í líkamanum... kalkirtilshormóni er seytt en viðtakar í vefjum virka ekki... that's all!
haha
SHARE:

þriðjudagur, 28. nóvember 2006

For i banka...

... ekki banka....

á meðan megiði reyna að segja þetta 5 sinnum, hratt

"Pseudohypoparathyroidism"

óver end át!
SHARE:

fimmtudagur, 23. nóvember 2006

í alvöru...

ég segi það enn og aftur....
og einu sinni enn....

....
þar sem að ég er talin vera afar forvitin manneskja...
þá mun ég ALDREI getað verið gift manni sem er Frímúrari!
aldrei aldrei aldrei!
úff.. í alvöru.. ÉG og mín forvitni og eitthvað sem einhver mun aldrei segja mér... það á sko ekki vel saman, nei aldeilis ekki...
Hús frímúraraREGLUNNAR ( já ógeeeeðslega spúkí) vekur upp það mikla forvitni hjá mér að ég get orðið pirruð á að keyra framhjá þessum steypuklumpi...

takk fyrir mig !

:)
SHARE:

miðvikudagur, 22. nóvember 2006

He's making a list.... .... naughty or nice ?

sá á blogginu hennar Ingibjargar Rósu að hún er búin að setja inn jólagjafalistann sinn...
er farin að hugsa að smella inn mínum á næstunni :)


veit reyndar um einhverja sem eru búnir að kaupa jólapakkann minn... en þið kaupið þá bara meira! haha
SHARE:

kennara..

himnaríki...
já eða kannski í dag...
líffærafræðikennarinn þarf að fara í jarðarför í dag svo að sá tími fellur niður. í staðinn er síðasti tíminn í líffærafræði næsta þriðjudag... virðukenni nú alveg að það hefði verið gaman að klára þetta í dag.
já, ég er búin í skólanum frá og með næsta miðvikudegi... þann 16. des verð ég svo keyrð útgrátin upp á klepp....
veit ekki alveg hvenær ég fæ úr prófunum og hvort ég komist áfram, en það verður ekki fyrr en eftir áramót... gr8.

uh..
lífefnafræði er að byrja..

c YA !
SHARE:

þriðjudagur, 21. nóvember 2006

ragna.safn.net

áður en ég svara 5. manneskjunni á msn hvað sé að ragna.safn.net, þá liggur síðan niðri...
verið er að fixa þetta.... en hún á eftir að verða niðri í einhvern tíma þó. engar áhyggjur, ég lofa að lára ykkur vita þegar hún verður komin í lag og þá set ég inn myndirnar frá helginni.

:)

díl?
SHARE:

vinkonur


Ég og Þorbjörg...

svoldið sætar ha? :D

(nei ég er greynilega ekkrt orðin þreitt á að horfa á myndir af mér á síðunni.... haha)
SHARE:

mánudagur, 20. nóvember 2006

nenni ekki að horfa á þessa hryllingsmynd af mér hérna efst á blogginu í hvert sinn sem ég kveiki á Safari...

var geðveikt ánægð með að vera að drukkna úr syfju kl 11 og fór því að sofa... but little did I know.... ég er vöknuð aftur, hressari en aldrei fyrr...
einhverntíman held ég að mamma hafi rekið mig aftur í rúmið og sagt mér ða það væri komin nótt!
svona er sjálfsstjórnin lítil hjá mér ! :/

annars fór ég í dag og keypti dráttartóg... maður veit sko ALDREI í hverju maður lendir... er reyndar í feiknafýling á Dadda hérna í smjörsnjónum enda er hann fjórhjóladrifinn... þvílíkur endemis munur er það ? !


c ya later!
SHARE:

sunnudagur, 19. nóvember 2006

nokkrar góðar síðan í gærkvöldi


(bara svona til að hafa það á hreinu þá er þessi síðasta ekki sönn.... tjah, eða hann var ekkert dauður! :)
SHARE:

"heppin"

pirr saga...
varúð!

var búin að bíða eftir tímalausa bróðir mínum svoldið svo a ég ákvað að drífa mig og taka allavegana bensín á bílinn...
skutlaðist út í skála og opnaði bensinlokið og skottið í leiðinni, enda hafði ég óvart sett veskið mitt þar þegar ég setti allt dótið mitt í skottið... ætlaði að gera heiðarlega tilraun til að kaupa mér rúðusköfu ( sem tókst ekki)

já,
ég semsagt, fór út og úfff. svaka rok!.. tók tappann af og sett ihann á skottið á bílnum í von um að hann væri í skjóli þar, en einhvernveginn náði vindurinn í skottið á tappanum og hann fór að renna á ofurhraða af skottinu svo að ég skaut hendinni til að ná honum , og það reyndar tókst. en um leið og ég geri það svífur kaskeitið (húfan mín) af höfðinu á mér og tekur að rúlla eins og dekk eftir öllu planinu í átt að bænum, undir bíl, undan honum aftur og hélt áfram út á vörubílaplanið... ég ákvað að RJUKA inn í bíl með bensínlokið í hendinni og spæna á stað eftir húfunni, á eftir húfunni hafði einhver hópferðarbílsstjóri hlaupið og benti út í óveðrið með snjónum og gula grasinu á jörðinni og sýndi mér hvar hún var á ferðalagi... ég stökk því af stað... ( í hælastígvélum og kvartbuxum!) og náði helvítinu (húrrahúrra) FREKAR þung skrefin á leiðinni í bílinn aftur! urgh!
henti húfunni því inn í bíl og spæni á stað í tilraun nr 2 til ða dæla bensíni en þá var skottið auðvitað opið, og fauk það AUÐVITAÐ upp með þvílíkum látum og allt fór á fullt í bílnum....
jæja...
ég lokaði því (FAST) og lagði hjá bensíndælunni...
(skyldi lokið bara eftir inní bíl)
eþgar ég svo var að dæla þá setti ég höfuðið undir mig enda þvílíkt rok og ógeeeeðslega kalt!!! finn þá allt í einu að ég er farin að blotna á lærinu,,, mundi ég þá a maður þarf að passa sig á dælunni í vík á þessum bíl því að það sullast svo uppúrhonum...
já, ég sat uppi með blauta strokuhúfu, ískalda putta, blauta fætur og BENSÍN yfir alla hægri löppina!


en ég er betri núna :D

endaði á að að bjarga litlum saklausum fugli af lögreglustöðinni á Selfossi þar sem hann var orðin að góðkunningja lögreglunnar ... allt er gott sem endar vel..

þráinn var reyndar látinn blása svo...
en auðvitað var hann OK því að HANN FÓR SVO SNEMMA HEIM Í GÆR AULINN! múhahahaha
það er sko annað en systir hans :p

jæja, annað bloggið í dasg :D
SHARE:
það var nú svoldið gaman í gær...
það var sumsé haldið upp á afmælið hans Sigga Gýmis í gær...

flestir mættu þarna um 8 leitði þar sem ða það var snæddur voðlega bragðgóður matur, kássa, salat, ostabrauðstangir og hrísgrjón,.. veigarnar voru fríar og flæddu yfir barborðið úr höndum Tryggva...
nokkrir úr hópi fjölskyldu og vina settu svo saman skemmtimyndir og videó sem auðvelt að hlæja að ... :)
Siggi er alltaf jafn hress :)

eftir öll skemtiðatriðin steig Trúbador á stokk sem flokkast undir algeran snilling... uh, Helga, hann heitir Hlynur og kemur frá Norðfirði minni mi...

við dönsuum alveg rooosalega mikið, sérstaklega ég, Þorbjörg og Vilborg... og hjálpuðum Trúbadornum aðeins með söng... :)

Eftirpartý var so haldið heima hjá Gústa, þar sem trúbbinn var mættur aftur... MEÐ gítarinn...
en vitiði,.. ég fór heim kl 5 og var alveg ekkert sú seinasta að fara !!!!
(er ég orðin svona léleg)

heilsan er fín, en mér finnst að veðrið mætti vera jafn fínt líka...c ya...
( já, myndir voru teknar, en koma inn þegar Ragna.safn.net kemur upp aftur. )
SHARE:

þriðjudagur, 14. nóvember 2006

það er eitthvað

....
lítið að gerast hjá mér þessa dagana, eitthvað sem jaðrar við að segja að ég hafi ekkert að segja, og ÞAÐ kemur ekki oft fyrir ! :)
ég annars hef nú örugglega eitthvað að segja sem ég set ekki á netið *blikk* forvitnispúkarnir ykkar! þið getið bara hringt í mig ! :)

hvet alla að senda Sigga Gými sms á morgun ( 15. nóv) og óska honum til hamingju með afmælið!

ég fór aftur í bíó á sun... já, og borgaði aftur 900 kall, merkilegt nokk!
fór að sjá Borat, sem snýr upp á allar siðferðisreglur. úff. skrítinn húmor, en svo emjaði maður samt af hlátir á köflum !

segi þetta gott

sofa snemma, vakna snemma...
verð að koma mér í rútinu aftur :)
SHARE:

sunnudagur, 12. nóvember 2006

nostalgiaþessi mynd var tekin þann 31. janúar 2004
virðist vera svooo langt síðan .... :))
en við erum alvöru hvalhopparar :p

The good old times!!! :D
SHARE:

gr8!!!

oh, týpískt að skrifa um heppni ( good luck ) og týna svo símanum.
Fór með Jóa á Red Chili þar sem við fengum okkur "hádegismat" og svo skruppum við aðeins í kolaportið.... og svo að lokum einn hring niðrá höfn

ég ætlaði svo að senda pabba sms til hamingju með feðradaginn, en fann hvergi símann minn.. ég týni nú oft hlutum en þarna var ég næstum viss að ég setti hann í veskið áður en ég fór út.
þið vitið semsagt örugglega alveg hvernig tilfinningin er að týna einhverju.,, maðu fær illt í magann, hugsar í marga marga hringi og verður svo flökurt ( allavegana mér ) og tilhugsunin um að ég eigi ekki pening til að kaupa nýjan síma, og símanúmerin mín .. búhú!

Reyndi að hringja úr símanum hans jóa með veika von um að síminn væri einhversstaðar í bílnum...nei :S
ljótar hugsanir læddust þá að mér með alla pólverjana og asíska fólkið i kolaportinu sem var búið að labba utan í mann .... ( ég veit... svoldið ljótt sko :/ )já, þessi glæpamenn hefðu örugglega FARIÐ OFAN I VESKIÐ MITT OG STOLIÐ SÍMANUM! ( vá ég aðeins að missa mig í tortryggni!! ) þá fékk ég auðvitað bara meira illt í magann.. enda ekkert meira pirrandi en að einhverju sé stolið af manni...
þar sem ég var alveg dottin úr öllum fíling lét ég jóa keyra mig aftur heim og í veikri von reyndi ég að hringja á símann minn og neibb... alger þögn í íbúðinni! :( enginn sími þar...

síðasti sjéns var að fara aftur á Red Chili og ath hvort hann gæti verið þar, en mér fannst það frekar hæpið þar sem að ég var ekkert að nota hann á Red Chili.
en jæja..
hann var svo þar..
me so happy me so happy!!

note to fólk sem finnur síma...
svarið í símann!!! það er kannski einhver að leita að honum eða þá sem er að hringja í hann getur kannski haft upp á eigandanum fyrir þig...


jæja, farin að lesa

bæbb
SHARE:

penny

ég ætla að fara að ganga um með penny í vasanum, missa þau á jörðina hér og þar og svo þegar ég finn þau aftur þá verð ég heppin...
eins og Maddie kenndi mér

"find a penny, pick it up. All day long you'll have good luck"
SHARE:

föstudagur, 10. nóvember 2006

in Japanese

Nafnið mitt á Japönsku er 羅弘菜 (Ragna)


羅 means 1.silk clothe for noble people
2.range / universe
3.Latin / Rome / Romania
4. Mandala (Buddhism word)

弘 means 1.vast / diffuse
菜 means green (plants)

flott ha? :)

takk Aya!!

(vona að þið getið séð japanska stafi í tölvunum ykkar.)
SHARE:

fimmtudagur, 9. nóvember 2006

It's all coming back to me now

Meatloaf klikkar aldrei!!!ekki fara héðan fyrr en þið hafið hlustað á lagið ....
nú þarf ég bara að finna flottan karlsöngvara og píanóleikara (sinfóníu líka kannski ;p )
... anyone??
SHARE:

big mistake !

mamma og pabbi komu í bæinn í gær...
varla frásögu færandi, nema kannski að ég uppskar jóladúk sem er kominn á stofuborðið! ( engir jólasveinar á honum, er ekkert fáranlega jólalegur :) )
aðal mistökin í dag sem ég gerði í dag var að sofa yfir mig í andlitsbað... hvernig fór ég að því ? ? ? ? :((((((((
shit ég er ennþá á bömmer... believe u me ! alger óþarfi samt að hugsa um þetta í allan dag og þess vegna keypti ég mér stígvél til þess að láta mér líða betur ! múhaha..

er að "læra" núna.. :)
er það ekki að læra að sitja og fletta matreiðslublaði annars???
oooh
ekki?
mjén
jæja,
éger alveg að fara að læra ! ég lofa! :)

Eruði búin að skoða Bistró blaðið?
gestgjafinn hvað?!?!?! þetta er rosalega girnilegt blað og muuun innihaldsríkara en Gestgjafinn. Gestgjafinn hefur smá verið að koma með allt of exótíska rétti, eitthvað sem meikar ekki sens að standa í að elda heima hjá sér, nema að fara í Hagkaup áður og kaupa eitthvað fyrir 5000 kall...
ætla án efa að prufa eitthvað úr bistró
efst á listanum er kaka með hvítri súkkulaðimús... naaaammm!!! :)
SHARE:

þriðjudagur, 7. nóvember 2006

Antidiuretic hormone

þetta er fyrir ykkur bytturnar ykkar :)
þið vitið þetta sjálfsagt einhver :) ég er líka búin að koma með einhverja fræðslupistlana á fylleríum...

ég hvet ykkur til að reyna að lesa þetta, þetta er EKKI flókinn texti og mjög auðskiljanlegur .. :)

af hverju pissum við svona mikið á fylleríum ?


"ADH causes the kidneys to return more water to the blood, thus decreasing urine volume. In the absence of ADH, urine output increases more than tenfold, from the normal 1-2 liters to abour 20 liters a day. Drinking alcohol often causes frequent and copious urination because the alcohol inhibits secretion of ADH. ADH also decreases water lost through sweating and causes constrictio of arterioles, whitch increases blood pressure."
já, hérna hafiði það...

:)
SHARE:

mánudagur, 6. nóvember 2006

nei, nú er það búið!!

komnar fleiri myndir?
já...
sögusagnir segja að Ragna hafi sett inn fleiri myndir ...
þeim sögusögnum verður nú hér með svarað!!!

jább..

það eru semsagt komnar inn fleiri myndir í Ragna.safn.net undir Haust/vetur 2006

og þið munið kannski spurja af hverju þessar myndir séu nú??
það er undir ykkur að komast að því...

linkurinn inn á myndirnar er hér


SHARE:

lag vikunnarfæ fiðring í magann þegar ég heyri þetta.... góðar minningar og sárar sem fylgja þessu lagi....

góða nótt
SHARE:

sunnudagur, 5. nóvember 2006

seint kemur sumt, en kemur þó.. :)

já. aðeins breytt máltæki en hvaða máli skiptir það..

það sem máli skiptir akkúrat NÚNA er að myndirnar síðan við stelpurnar í saumaklúbbnum fórum út að borða hafa ratað á netið og má finna hér

ég á líka soft center cookies sem eru ekki búnar og bíða eftir að verða étnar!

enjoy!
SHARE:

sybbin..

er svovsem búin að sofa alveg feikinóg... :) en erþað ekki alveg bannað að láta verða myrkur svona snemma ? :/
ég bakaði samt amerískar smákökur áðan, svona eins og Subway smákökurnar, unaðslega góðar, og það eru ennþá einhverjar eftir, veit bara ekki alveg hve lengi í viðbót svo að ykkur er best að hraða ykkur! :)

sokkafylleríið endaði vel, án uppkasta og þynnku... hlógum einhver ósköpin eins og myndirnar hér fyrir neðan sanna, einig skoðuðum við líka myndir síðan einhverntíman í gamla daga.. af okkur í hringferð og í tómu rugli! "the good old times!"

jæja, tilraun nr 5 í að klára félagsfræðilesturinn :) have a good night everybody :*
SHARE:

sokkafylleri

jámm... ég og Árún á sokkafyllerí...
með aðgang að netinu...
boj ó boj!!! :) hahahahahaha
viðvörun! hér munu myndir frá sokkafylleríinu birtast! :)
og við erum ekki málaðar, ekki slétt hár eða neitt!!! :)
hérna er vinabandið okkar :) úr alvöru silfri! :)

við farnar að DREKKA "fullnægingar" því enginn var karlmaðurinn a heimilinu ( palli á næturvakt og kemur þegar við erum dánar!)


árún í tölvunni. já.. við með aðgang að netinu *hóstklámmyndum*


já, Ragna líka hérna!


Sokkafyllerí :)
SHARE:

laugardagur, 4. nóvember 2006Takk Sævar :*
SHARE:

meiri peninga! meiri peninga!!

Hjúkrunarfræðingaskortur á næstu árum

Um 40% allra starfandi hjúkrunarfræðinga láta af störfum vegna aldurs á næstu 10-15 árum og ef takast á að manna stéttina þarf að fjölga nýnemum í hjúkrunarfræði. Þetta kemur fram í ályktun Hjúkrunarþings sem lauk í gær.
Í ályktuninni fagna hjúkrunarfræðingar ákvörðun stjórnvalda að fjölga nýnemum í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands um tuttugu og fimm, en síðustu ár hafa áttatíu nýnemar sloppið í gegnum klásusinn. Babb hafi hins vegar komið í bátinn þegar menntamálaráðherra ákvað nýverið að skipta þessum plássum á milli Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri, 15 til Reykjavíkur en 10 til Akureyrar. Halla Grétarsdóttir starfandi formaður Félags hjúkrunarfræðinga sagði í samtali við fréttastofu nú í morgun að Landspítalinn hefði gert ráðstafanir til að taka á móti þessum aukna fjölda í verknám og þetta komi sér því illa. Fyrirsjáanlegt sé að mun meiri skortur verði á hjúkrunarfræðingum á höfuðborgarsvæðinu og því hefði félagið kosið að staðið hefði verið við þessa ákvörðun gagnvart Háskóla Íslands og næsta skref væri þá að fjölga nýnemum í Háskólanum á Akureyri. Í dag eru í kringum 2700 starfandi hjúkrunarfræðingar á landinu en samkvæmt mannaflaspá heilbrigðisráðuneytisins verður þörf fyrir allt að fjögur þúsund í náinni framtíð.

af mbl.is
SHARE:

Göldrott

stundum held ég að ég verði að passa mig hvers ég óska...
það virðist nebbla stundum enda á því að það rætist.. þeim í óhag.
SHARE:

myndir...

já hér er mynd af númeraplötunni minni,.. :D ég fékk skoðun á bílinn minn... enda ekki skrítið fyrst að Trausti gamli hafði alltaf fengið skoðun :)


svo er mynd af Rúsilíusi... hélduði að ég væri að grínast????
SHARE:

föstudagur, 3. nóvember 2006

flöskudagur

hehe, já, það virðist vera sem svo að bara mér og Palla finnist þessi nördahúmor hér fyrir neðan vera fyndin!!! :D haha

er semsagt í vík í útlegð... funfunfun!
geri lítið annað en að rúnta, borða mömmumat, læra og fara í heimsóknir... hve gott er það ! :)

veit ekkert hvað ég geri um helgina en mér sýnist sem svo að hún fari bara öll í lærdóm og ekkert rugl! :)
ég get semsagt vaknað hress á sunnudaginn með enga nagandi samvisku sem er búin að læsast í bakið á mér, allavegana ekki eins og síðustu helgi, sem minnir mig á myndirnar. þarf að reyna tilraun nr 2 að setja þær inn...

var ég einhverntíman búin að segja ykkur frá nýjasta dekurdýrinu hennar mömmu? hún er auðvitað löngum þekkt fyrir að dekra við fólk fram og til baka... en þetta næstum því fyllti mælinn þegar ég sá þetta!
jájá, hún er búin að hæna að sér einhvern forlátan SKÓGARÞRÖST....
og hann er nú orðinn ekkert lítið frekur. birtist fyrir utan eldhúsgluggann einu sinni og dag og heimtar rúsínur.
hann hefur líka þess vegna hlotið nafið Rúsilíus. Hann er sko ekkert venjulegur þessi skógarþröstur, enda goggar hann bara í rúðuna ef það er ekki tekið eftir honum strax. Svo sat ég hérna makindaleg uppi í rúmi aðan þegar ég heyri fuglstíst, frekar hátt... og svo heyrði ég það aftur... og aftur ... og aftur.... þá fór ég svona að spá í hvaðan það kæmi eiginlega! jújú, Rúsílíus mættur á gluggann minn ( sem snýr í sömu átt og eldhúsglugginn) til að snýkja sér rúsínur. ég auðvitað þorði nú ekki fyir mitt litla líf að hlýðnast ekki þessum freka fugli :) stökk því inn í eldhús meðan hann beið þarna á meðan...
ekkert var hann heldur að fara þegar ég teygði hendina út og setti 3 rúsínur fyrir utan gluggann, á karminn... hann vappaði svo sæll að, át rúsínurnar og flaug síðan upp á snúrustaur! :) er það nú skógarþröstur!!! :) haha

tók mynd af honum á símann... reyni að koma henni hérna inn á eftir.
SHARE:
SHARE:

miðvikudagur, 1. nóvember 2006

hæh
reyndi að seja inn myndir á ragna.safn.net í gær, en þær hlóðust bara engan veginn inn :(
sorrý

Svo hef ég vondar og góðar fréttir....vondu fréttir þennan daginn er að það á að fækka þeim sem komast inn um jólin um 10! sem þýðir að við hoppuðum úr 80 upp í 105 og nú niðrí 95 :/
alls ekki nógu gott ...
damn it!
góðu fréttirnar eru þær að ég og Rannveig erum á leiðinni austur eftir um 2 tíma ! :D
SHARE:
Blog Design Created by pipdig