mánudagur, 28. júní 2004

peysudagar

er alveg ótrúleg.... er með 4 riisa brunasár á handleggjunum, rek þá allaf í eitthvað alveg brennandi heitt (helst ekki undir 200°C) ég hef semsagt ákveðið að ganga í peysu út vikuna og ´sjá til hvort að það sé ekki til varnar fleiri brunasárum og þar af leiðandi fleiri örum sem er nú ekki á bætandi eins og staðan er núna...
Var alveg heil lengi í gærkveldi að búa til póst til að senda konunni í Glugganum svo að ég geti komið fram sem matgæðingur vikunnar þessa viku. Sendi rosa góðar uppskriftir þó svo að ég hafi verið að velta mér mikið fyrir hvað ég á að senda, ætlaði allaf að senda eitthverja mataruppskrift en ákvað ða enda með eitthvað sætt og voða voða voða gott. Það kannast örugglega einhverjir við þetta ef þið lesið Gluggann. Varð líka að taka af mér mynd..
ÞAð var nú lítið mál en þegar ég fór að taka myndirnar náði ég að taka einhverjar nokkrar eðlilegar og svo bara einhverjar grettu og skrípamyndir því að brosa og vera venjuleg var eitthvað svo allt og erfitt til lengdar :) Barði hausnum samt í í gær þegar þessar venjulegu myndir voru allar hundlélegar. :/
Er Akkúrat núna að downloada myndum á síðuna sem eru úr ammilinu hjá Guðna síðan á laugardaginn.
Veit ekki hvort ða það tekst....
Rosalegt að heyra um þennan sem bara DÓ inn við Hrafntinnusker! ÞAð er ekkert grín!
Erlendur ferðamaður, sem leitað var að í gær, fannst látinn um eittleytið í nótt, samkvæmt upplýsingum lögreglu á Hvolsvelli. Maðurinn hafði lagt af stað frá Landmannalaugum og villst af leið. Þegar hann hringdi í Neyðarlínuna um klukkan fimm í gærdag vissi hann ekki hvar hann var staddur, nema að hann var sunnan við Landmannalaugar og var þá villtur og kaldur. Símasamband er slæmt á þessum slóðum en ljóst var að maðurinn var í töluverðum vandræðum en nokkuð erfilega gekk að skilja hann vegna tungumálaerfileika.
Björgunarsveitir á Suðurlandi voru þegar kallaðar út, en um 70 manns á 12 jeppum leituðu að manninum. Maðurinn, sem var á þrítugsaldri, fannst á gönguleiðinni milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Þjóðerni ferðamannsins lá ekki fyrir. Ekki fengust nánari upplýsingar frá lögreglu, en rannsókn málsins stendur yfir.

Mikið rosalega getur þetta land verið misskunnarlaust.
Mamma og pabbi eru komin heim aftur úr sumarfríinu og home alone fílingurinn með öllu horfinn...
Held að ég taki ekki út frídaginn minn sem ég á á miðvikudaginn heldur færi hann yfir á föstudag, þá get ég kíkt við á Humarhátið á Höfn sem ég fór á í fyrra líka og á endalaust margar góðar minningar af! Jón Hringir í mig á hverjum degi með áróðursherferð um að é gVERÐI að koma á Humarhátíð, verst hvað það er auðvelt að tala mig til.

Willi er í fríi í dag og ég og Carina sjáum því um 74 manna hóp aaaaleinar! :) duglegar stelpurnar, eitraði fyrir staffinu í hádeginu með ofnbökuðu pasta í tómatsósu sem ég mallaði saman og stefni ótrauð á pizzu í kvöldmatinn. Mar verður nú að spilla liðinu með sukkmat þegar kokkurinn er í fríi er það ekki???


Jæja mér sýnist það vera ða takast að setja myndirnar inn
þangað til næst....
Bæbbz
SHARE:

laugardagur, 26. júní 2004

Að vakna, eða ekki vakna

hef alltaf átt erfitt með að vakna á morgnana!! en í morgun vaknaði ég kl 8.59 og sá að ég gat sofið aðeins lengur og sá að vekjaraklukkan á símanum var samt á... kl 11.07 vaknaði ég svo aftur og ég hafði sofið aðeins lengur en aaaaaðeins lengur og var semsagt búin að sofa klukkutíma af vinnunni!og ég sem fór ekki á barinn með öllum hinum í gær af því að ég ætlaði að vakna svo helvíti hress á meðan hinir mættu þunnir! :))) ég mætti bara ekki neitt. jújú, ég drattaðist svosem úr bælinu og kíkti í vinnuna til hálf 3 og var þá komin í hið venjulega frí til 5 og svo verð ég 5-10 og hef ég ákveðið að ég kíkti á barinn í kvöld, svona til að vakna nú í vinnuna á morgun :))
SHARE:

Dugleg stelpan!

Setti inn myndir sem Þráinn bróðir tók úr myndavélasíma á ballinu. ég undir einhverjum kringumstæðum gat ekki tekið myndir þegar ég var uppi á sviði... :) en Þráinn tók nokkrar, þokkalega skýrar bara
SHARE:
ég held að Tímon sé blindur á öðru... Allt í einu varð annað augað bara hvítt!!! :((((
greyið
SHARE:

hvað haldiði!!!

mér tókst að afreka það með MIIIIKIllI þolinmæði, nýrri tölvu, og kannski aðeins verri nettengingu setti ég inn myndirnar úr fjallaferðinni á Eurovisiondeginum fræga....
Endilega lítið við og skoðið myndirnar
SHARE:

föstudagur, 25. júní 2004

eniga, meniga, pjéninga....

skutlaðist í bæinn á þriðjudagskvöldið eftir vinnu og kíkti við í strákapartýi hjá Þórði jöklagarpi sem var búinn að planta 3 hressum vinum sínum fáklæddum í pottinn heima hjá sér á álftanesi svona til að gleðja mig. Allir virtust vera konulausir.... hummm. Við skulum ekkert segja meira um þetta mál!
Reyndar var ástæðan fyrir því að ég fór í bæinn ekki til að skoða stráka heldur til að eyða péningum sem er svosem ekkert mikið verra.
planið var að kaupa mér stafræna myndavél sem ég var búin að póstpóna allt of lengi!!!
endaði á að kaupa alveg klikkað flotta og góða sem ég var búin að hafa augastað á leeengi og allt í einu var hún á þessu glimrandi EM tilboði! fékk líka smá afslátt fyrir að vera ég og slapp ekkert smá vel úr þessu!!
Sparaði svo Markúsi, Sööru og Köthu (höfðabrekkustaff) 9000 kall með því að kippa þeim með til víkur. Já, pæliði í því. það kostar um 3000 að taka rútuna frá BSÍ til víkur! ég ætti kannski að fara að gera útgerð á Trausta og græða bara þessu. þó ég seldi farið á 500 :) hehe

SHARE:

Matar hvað???

Hún Fríða Hammer skoraði á mig að verða matargæðingur næstu viku í Glugganum (Þeir sem ekki vita er Glugginn blað sem kemur út á suðurlandi einu sinni í viku)
Fór í eitthvað "viðtal" í morgun og á að vera búin að senda inn uppskrift og mynd fyrir mánudaginn.
mjééén.
Þar datt ég ærlega í það :) ég veit ekkert hvað ég á að velja til að senda! Naglasúpa væri kannski ekkert svo vitlaus hugmynd???
SHARE:

Halló hæ :)

Við vorum að fá okkur nýja tölvu. sem´þýðir það að það að bíða í 15 mínútur eftir að hún ræsi sér og að eyða 76 % af tímanum sem maður er í henni er liðin tíð með þessari ofurskutlu hérna fyrir framan mig
SHARE:

mánudagur, 21. júní 2004

Ball á Klaustri

Eftir vinnu á Lau var brunað af stað austur með tjald, hlý föt, sumarföt, hljómsveitarmöppu, svefnpoka, dýnu, einnota grill, mat og vín með það í huga að fara á hestamannaball og enda svo í útilegu... Fengum til afnota tún hjá Fanneyju frænku þar sem við erum ekkert vel liðin á tjalstæðinu á klaustri :) eftir Sándtékk var snúið aftur að tjöldunum og fyrstu bjórarnir opnaðir, allavegana hjá mér og Hauki, Haffi hafði líka tekist ða afreka það að koma tjaldinu sínu upp sem hafði tekið hann um klukkutíma!! að sjá hann og Rút vera að rífast um hvernig það ætti að fara upp var alveg óborganleg upprifjun á 8.-10. bekk!! :)))
Ballið byrjaði frekar hægt og drap söngvarinn á mér hægra eyrað með því að troða einhverju eyrnadóti til að maður gæti heyrt í sjálfum sér syngja. úff. mega karlmenn bara troða svona dóti í kvenmenn. ég æjaði og óaði og hann sagði alltaf bara þú verður bara að TROOOÐA þessu inn. Það er aldrei rétta aðferðin ;)tók ég svo með þeim lögin "vert'ekk'að plata mig" og Proud Mary. ég hélt að ég kæmist nú aldrei nema hálfa leið upp á tónana hennar Siggu Beinteins en það hafðist, ég veit ekki hvernig samt!! Svo byrjuðu strákarnir að spila og ég skellti mér niðrá gólf í fjörið. Hef komist að því eftir að hafa verið að syngja aðeins á svona böllum að þó að það virðist ekki vera nein stemming yfir liðinu svona á að líta þá er allaf alveg þvílíkt stuð þegar maður svo mætir sjálfur, það ber bara ekkert svo mikið á því.
Fjalar tók með okkur Gay bar í hléinu þegar við spiluðum. Leið hléið eitthvað óvenjulega hratt og eiginlega áður en við tókum 3 bestu lögin var það búið og Von peyjarnir mættir tilbúinir í slaginn. Þeir héldu mér samt eftir þar sem ég átti að endurtaka leikinn með lögunum tveimur. Tókst ágætlega bara þó ða hæsti siggu beinteins tónninn mætti bara hálfur á svæðið eftir allan þennan atgang og misþyrmingu á röddinni eftir að hafa sungið með strákunum mínum og tekið undir með Vonar peyjunum niðrá dansgólfinu.
En alltaf enda þessi böll og húkkaði ég mér far á tjaldstæðið. Þar var eitthvað lítið fjör og labbaði hópurinn upp að sláturhúslofti þar sem fólk var og svo flaug tíminn og eftir gítarspil, meiri söng, valhopp, guns & roses, pex, rex, hlátur (og grátur í einhverjumtilfellum) var farið að sofa og var klukkan eitthvað á 7. tímanum.. held ég... uhumm
Planið hjá mér var samt að sofa úti í sólbaði . en sólin á klaustri lét ekki sjá sig þennan morgun frekar en aðra daga. Þess í stað steikti hún okkur meðan við sváfum og vöknuðu allir gufusoðnir í fjallasvefnpokunum :)
Hjónaskilnaður varð um nóttina því að Krulli svaf í bílnum meðan frúin kúrði einn og sæll í tjaldinu. Ekki hefur enn komið í ljós hvað kom upp á teninginn :)
anyway.
vinna á morgun og Willi í fríi.
verð að galdra fram eitthvert hlaðborð þar sem kokkurinn (willi )er í fríi og hinn kokkurinn HORFINN eins og áður sagði hér á blogginu.
Við Carina hristum þetta nú fram úr erminni !
Stefni á ferð til Sódómu í vikunni. á miðvikudaginn væntanlega
SHARE:

óvissuferð

ÉG á eftir að segja frá óvissuferðinni....
Fórum semsagt um 1 leitið út að Dyrhólaey og skruppum í smá siglingu þar í kring á hjólabát. Geðveikt flott. Vonaði reyndar eftir vondu í sjóinn því að stilla er ekkert skemmtileg! en mé varð ekki að ósk minni með það. gerði þar í stað heiðarlega tilraun til að rugga bátnum ærlega en það endaði bara með svima eftir að hafa sveiflað mér fram og aftur í nokkurn tíma :))
Jæja. Þegar búið var að mynda flest alla fugla staðarins var troðið sér aftur í Econoline-inn og haldið aftur heim að höfðabrekku þar sem við fengum kökukaffi... eftir japl um uml á flestum norrænum tungumálum sem fyrirfinnast var aftur skriðið inn í bílana og brunað á leið, þá í norður átt. Eftir smá akstur var stoppað og skoðaður merkilegur hellir, svokallaður Stórhellir, já ogeins og nafnið gefur til kynna þá er hann nokkuð stór. Þvílíkt hugmyndaflug hjá höfundinum samt. Þar voru fyrstu bjórarnir opnaðir en liðið var styrkt af vinnunni um Pilsner... Voða voða voða voða furðulegt að drekka PILSNER, sem er 4,5 prósent OG geta skrúfað tappann á... Margt meikar meiri sens en það. Svo var komið á áfangastað, eða upp í Þakgil sem er einhver fallegasti staður hér á svæðinu!! Kynnt var í hellinum og Topi ofur-ofvirki Finninn fór að saga og saga og saga og höggva og höggva í eldinn. Við hefðum getað haldið góða áramótabrennu með því sem hann afrekaði án þess að skammast okkar vitundar ögn. Auðvitað skal taka fram að bjórnum var hent í lækinn og sett sú regla að bannað væri að pissa fyrir ofan bjór, þeir sem nenntu ekki á klóið þurftu semsagt að labba fyrir neðan bjórinn og pissa þar.
Ég reyndi svo að steindrepa Willi, Markus, Kötu og Orra með því að fara með þau í einhvern hellaskoðunarleiðangur uppi í fjalli hinummegin. Þegar klukkan fór svo að dragast i 7 var eitthvað farið að tala um að grilla, enda 2 fjöll af grillkjöti með sem ég og Willi vorum búin að matbúa ansi vel. Verst var að kokkurinn neitaði að grilla þar sem að hann var í FRÍi og á fylleríi og hinir karlarnir í hópnum í hróksamræðum um prumpuatvik byrjaði ég bara að grilla. Fyrstu 10 mínúturnar fóru reyndar í slökkvistörf því að grillið var svo heitt að allt stóð í ljósum logum á grillinu eftir 2 sekúndur, eftir það fór þetta að ganga svona sæmilega. Markús tók svo við af mér svo að ég gæti etið :)
Þegar allir voru að lognast út af af ofáti rauk Halla upp og kallaði "Well, now we shall play some games!!" Allir stundu auðvitað og spurðu hvort að þetta væri ekki bara einhver rólegur leikur, þar sem maður þyrfti EKKI að hlaupa!! Það hélt hún nú ekki, maður yrði að hlaupa af sér þennan mat.
Setti hún því næst einhvern spilaleik á planinu með rauðvínsflösku í miðjunni sem vinning. ferhyrningur var búinn til með einum "captain" í hverju horni og ég var Spaði og átti að kjósa í lið. ég valdi Ingvar, Topi og Björgvin. Svo fór það vorum við sem náðum fyrst að safna 16 spilum með spöðum og unnum semsagt. Mikið hafði ég verið sniðug samt ða velja báða bílstjórana með mér í lið svo að ég og Topi sátum uppi með HEILA rauðvínsflösku sem við áttum, en drukkum samt hvorugt rauðvín. En maður lætur sig nú hafa margt og var þetta ekkert svo slæmt, neyðin kennir naktri konu að spinna... :) hehe
í menningarrauðvínsþambinu okkar Topi var farið í drykkjuleik, eða "7" skemmtum við okkur ansi vel og Björgvin stóð tilbúinn með eitthvað ógeðslegt sem heita átti vodki og var frá Þýskalandi ef einhver klikkaði, jakk ekkert smá vont!!!!
Þegar ógeðið var búið var því næst farið í leikinn "að blása spilunum af stútnum" það gekk bara vel nema grey Carinu, hún átti alltaf í mestu vandræðum með ða blása Einu spili af, það fór bara aldrei neitt....
rétt yfir 10 var svo lagt af stað heim, mestur bjórinn búinn og restin tekin í nesti því að stefnan var tekin niðrá bar. Þar var síðustu mínútum dagsins eytt og haldið svo heim á leið. að sofa, full, í miðri viku.
ojojoj
SHARE:

þriðjudagur, 15. júní 2004

ATHUGIÐ!!!!

Fritz von Blitz mun spila á hestamannaballinu á klaustri þann 19. júní næstkomandi eftir að hin skemmtilega og fræga norðlenska hljómsveit Von er búin að hita vel upp fyrir okkur.
Vona til að sjá ykkur sem allra flest og er stefnan tekin á tjaldferð í tilefni þessrar löngu vegalengdar á Klaustur. Heimkoma er á sunnudag.

Urg. Fór í sólbað í dag og málaði bæinn rauðan! án gríns
Vorum svo voða dugleg í vinnunni í dag að pásan vartekin kl hálf 1 til 4 og í þessu dýrindisveðri ákvað ragna að fara í sólbað. Læddist bak við hús með teppi, kodda og sæng og ætlaði aldeilis að verða brún á þessum tíma. en svo fór það auðvitað á endandum að hún gat hvurgi legið kjur og stökk því inn og sótti sér naglalakk til að nagla á sér lekkurnar. ekkert slæm hugmynd. slæma hugmyndin var kannski sú að velja ELDrautt naglalakk...! Því að þegar ragna stökk inn til ða hefja vinnu aftur rétt fyrir 4 missir hún naglalakkið á flísarnar og SPLATZ!!! Naglalakk og glerbrot í ALLAR áttir....já, rautt naglalakk á flísunum. Þá var það bara að fórna naglalakkaleysinum og þrífa. jemundur minn. þetta var ekkert grín :) Verð örugglega með rauðar doppur á löppunum þangað til í næstu viku :)
Annars er það að frétta að allir fá frí eftir hádegi á Höfðabrekku á morgun (við í eldhúsinu reyndar frí allan daginn) þar sem að það á að fara með starfsmennina í óvissuferð!! Jibbí jei
Veit reyndar hvað á að gera..... en uzzzz. (Við Willi þurftum náttla að gera matinn! :) )
Segi frá öllu seinna.
SHARE:

mánudagur, 14. júní 2004

mánudagur, góðan dag

ohhh mi langar so í river rafting..
Árún var búin að beita mig það miklum þrýstingi ða ég var búin að láta undan en það er víst ekki sjéns að ég fái frí í vinnunni :(((((((( riiisa hópar alla helgina.
Mar kannski reynir í smá sárabót að kíkja á ball á klaustri ef ég treysti mér til...
En allavegana...
Það var alveg rokna ball haldið hérna á laugardeginum með engum öðrum en snillingunum úr sniglabandinu!
Byrjað var í smjá upphitun heima hjá orra og svo haldið af stað á ball um 1 leitið. Fullt af (fullu) fólki var mætt og hljómsveitin byrjuð að spila.
Dreif liðið sig því strax á gólfið og landsmót í bjórhellingum og káfi hófst að vanda.
Einhver slagsmál voru á svæðinu og ennþá er verið að leita ð stelpunni sem var verið að slást um.
Reyndar hef ég heyrt að ein þekkt héðan úr víkinni hafi farið hamförum á gólfinu, ekki fengið neinn til að sofa hjá og ´þess í stað komið sér í slag. Hélt að það væri kannski ekki til að ná í stráka, en einhvernveginn fer hún að þessu allavegana.
Í hléeinu var svo kallað Fritz von Blitz á svið og við mættum þangað galvösk og til í slaginn.
En svo þegar farið var að byrja ða spila biðum við bara og biðum eftir að það væri slegið inn í lagið. en þegar betur var að gáð. þá var enginn trommuleikari við settið.
Þegar búið var að hringja í Kauða þá lá hann uppi í rúmi STEINsofandi og búinn að vinna yfir sig. Hann varð því að sleppa meiköppinu og drífa sig á ball enda biðu 200 manns eftir næsta lagi.
eftir 7 lög tóku sniglabandið við en á leið minni af sviðinu bað söngvarinn mig um hvort að ég gæti ekki komið upp aftur til að taka eitt lag.
ég sagðist ekkert kunna!! hann sagði að ég hlyyyti nú að kunna "ég vil að þú komir" og þá var það ákveðið því að ég kannaðist við viðlagið :)
Þegar ég var so klöppuð upp á við byrjuðu þeir svo á allt öðru lagi sem ég kunni enn síður!!(man í dagekkert hvaða lag þetta var einu sinni!!) Þá var það bara þessi eina lína sem ég kunni úr laginu sungin aftur og aftur og samdi svo bara rest á staðnum. Þeir höfðu mikið gaman af þessu! Svo tóku þeir reyndar fyrir um samið lag.
Fékk ég smá nasasjón af því hvernig það er að vera að syngja á sveitaböllum þar sem mér var réttur captain peli, stolið textum úr möppunni (Sem einhver dyravörður tók svo af kauða og skilaði) einn beraði bringuna fremst upp við sviðið og beðið var um einhver óskiljanleg óskalög! :))))
Þegar ég var búin að hanga í 10 mínutur í rimlunum tókst dyravörðunum að losa puttana einn af einum og henda mér út, enda ætlaði ég EKKI fyrst heim. Tókst mér svo að smygla mér svo aftur inn samt eftir allt. Og sátum og og fúsi að tala lengi við Hauk greyið sem tapaði eiginlega gítarnum. Hann fannst fyrir einhverjum árum í vegkanti og haukur keypti hann af þeim aðila sem fann hann. og ´buinn að eiga hann í 5 ár eða svo. Kom svo upp á ballinu að gilsi í Sniglabandinu kannaðist við töskuna, opnaði hana og sagði, NEI! gítarinn minn!!! Og þannig er nú það. Þetta er Gibson metinn upp á 250 þús takk fyrir og honum hafði verið stolið af Gilsa fyrir 8 árum síðan. Bömmer maður!
Jæja, eftir smá sorg og sút var tölt aftur til Orra í skyldu-eftirpartý sem var lítið fjör í. Orri týndur og einn stóll brotinn ásamt skemmtilegum uppþornuðum bjórpollum á gólfinu frá fyrirpartýinu sem maður límdist við.
Ég og Haukur drógum svo Helga greyið í göngutúr sem endaði heima hjá Hauk í risasamloku sem held ég að hafi samanstaðið af pepperoni, smjöri, beikoni, skrömbluðum eggjum og brauði. Getur ekki verið mikið meira óhollt er það? :)
Jæja
Þrátt fyrir loforð mitt um að koma ekki heim fyrir 14,00 var ég komin upp í rúm hérna heima eftir rabbabbaratínslu á heimleiðinni um hálf átta og skemmti mér við ða horfa á baddnaebbnið í nokkra stund áður en ég steinrotaðist og vaknaði ekki fyrr en Jón Hilmar vakti mi um 3. Það er nú ekki í fyrsta skiptið sem honum tekst það!!
SHARE:

miðvikudagur, 9. júní 2004

góðan dag... ég er sona að libbna við

Í gær hittumst við nokkur (svona um 12-15 stk) hérna á pallinum heima rétt fyrir 12 með bjór í hönd og snakk í hinni og sátum við arineld langt frameftir....
Og þið sem haldið það, þá svona til að taka það sérstaklega fram þá var ekkert fyllerí! :)
Voða kósí allt saman og skemmtum okkur mjög vel..
Grey pabbi er samt núna að flísaleggja stéttina svo að mamma geti fengið eitthvða meira til að skúra :)))) Pallurinn fer bráðum að eiga heima í einhverju blaði með þessu áframhaldi...
Annars er voða lítið að frétta hjá mér.
Bara vinna vinna vinna vinna
sem er ekkert til að kvarta yfir. Er alls ekki að sjá eftir að hafa valið þýsku sem 3. tungumál í framhaldsskóla því að um helmingur hópanna sem við fáum á Höfðabrekku eru þýsk gamalmenni sem tala baaara þýsku og líta á mann með forundran ef maður missir út úr sér ensku heitin á matnum sem er á hlaðborðinu. Samt líka kostur að hafa þýskan kokk sem maður getur ýtt fram ef maður strandar alveg einhversstaðar. Verra er það með frakkana og ítalana. Þá látum við okkur bæði hverfa!
Ætla að skreppa aðeins í bæinn á flöskudaginn en stoppa þar nú stutt því að ég áætla að vera byrjuð að vinna kl 3 aftur um daginn. Vona að Trausti litli standist undir þessu ábyrgðarstarfi að koma mér á milli staða...
Fyrir þá sem ekki vita þá er hið árlega hestamannaball um helgina hér á laugardaginn og þetta árið verður það ekki papaball heldur Sniglaball sem er alls ekkert verra því að sniglabandið er skipað einhverjum mestu tónlistarsnillingum á landinu.
Svo munu stíga á stokk í hléinu Fritz von Blitz....
í fyrsta sinn á minni sumarvinnuæfi (Þar sem ég er með einhverja helgarvinnu) þá er ég í fríi á sunnudaginn, daginn eftir ballið.
Síðustu, jah, allavegana 3 ár hef ég alltaf verið að vinna daginn eftir svo að djammið ekkert verið neitt langlíft.
Nú skal ég vaka og fara síðust heim enda í fríi á sunnudaginn og ég á sko inni vöku-kvóta fyrir þetta sérstaka ball.
Kokkurinn er ekki ennþá fundin samt sem áður... :p
Jæja...
Koddinn freistar enda vinna í fyrramálið og stór hópur
hey já.
Var einhver kanadískur hópur í kvöld.
Einhver kellan átti þar ammili svo að ég bakaði fyrir hana fyrr um daginn RIIIIHIIIISA súkkulaðiköku sem ég skreytti með súkkulaðikremi og skrifaði síðan á og skreytti með bleiku smjörkremi.
Lá við að ég hefði drepið sykursjúku starfsmenn hótelsins þegar þeir smökkuðu á restunum.
en
sjáumst...
SHARE:

miðvikudagur, 2. júní 2004

Aloha :)

Jæja, stuttur dagur í dag.
Eldaði einher ósköp af pasta fyrir staffið í dag, held að enginn hafi hlotið af því matareitrun. Eldri portugalinn var alveg voða hrifinn.
Allir þarna eitthvða hissa á því að ég hefði eldað þetta. Voða fyndið samt hvernig það er að tala við hann.
hann talar bara portúgölsku og horfir bara á mann eins og maður eigi að skilja allt. Sem betur fer er samt einhver annar portúgali sem enn sem komið er hefur alltaf verið viðstaddur svona móment þegar ég skil Eeeekkkert hvað hann er að segja svo að ég lít bara á hann skelfingaraugum og hann snarar þessu yfir á portúg-ensku.

Anyway.

Hafði svosem ekkert að gera í dag svo að ég eldaði mína margfrægu pizzu fyrir heimilisfólkið.
Eftir það var ég óstöðvandi og eftir einn klemmdan putta, einn brenndan putta með blöðru, einn skurð á einum putta (gekk voða mikið á sko ;) ) hafði flogið út úr ofninum á 2 tímum :

Toll house , amerískar smákökur (þessar hálfhráu eins og í Subway)
Súkkulaðikaka
og
heit rabbabarakaka (svaaaka djúsí)


rabbabbabbabbabbarakökuna borðuðum við fjölskyldan svo með íslenskum emmess ís. MMMMMmmmmm

Er hálf sorgmædd núna.
klippti neglurnar
já hlæiði bara!!!
Þær voru voða voða voða langar og flottar, og hentuðu vel í atvinnuleysinu. Kannski ekki alveg í nýju vinnunnni þar sem ég er umkringd úteldingum og hnífum
Svo að þær fuku
Jarðaför fór fram í kyrrþey

Issjúið núna er það að ég nenni EKKKI að setja kremið á kökuna.
Vissi að dugnaðurinn myndi ekki endast kvöldið :)
Kenni rabbabbabbabbabbbabbarakökunni um spillinguna

Sjáumst!!
SHARE:
Blog Design Created by pipdig