miðvikudagur, 29. mars 2006

myndasería...

nokkrar myndir sem ég stal af myndasíðunni hennar Ernu
vildiði minna mig á það að LOKA munninum þegar það er tekin mynd af mér??















SHARE:

vika

já, það er vika í það að ég komi heim!!! :)
og verð í alveg heilar 2 vikur! :/ svoldið langur tími að gera ekki neitt... eeeen... ég geri bara alla alveg klikk á meðan! :)

Jói frændi er að koma í heimsókn á föstudaginn og verður fram á miðvikudag, við komum semsagt saman heim.
Á miðvikudaginn hef ég ekkert planað nema ða fara beinustu leið að hitta nýju fjölskylduna!! :)

var að passa Arthur áðan og er svo að fara að þrífa hjá Victoriu um 1... svo er ég að passa hérna heima í kvöld.
mikið að gera semsagt, allavegana á au pair vísu...

svo er ENN ein bloggsíðan komin í gagnið..
engan enda ætlar þetta að taka....
Íslenski kórinn í london er semsagt kominn með síðu líka...

hana sjáiði HÉR

vona að einhverjir hafi klárað að lesa ferðasöguna :) en þið hin sem nenntuð því engan veginn skoðið bara myndirnar :D
SHARE:

mánudagur, 27. mars 2006

Írlandsför Rögnu 24.-26. mars 2006 - Fullkláruð útgáfa

jæja...
það er alltaf jafn erfitt að byrja á bloggi sem maður veit að verður skelfilega langt...
nú er semsagt tíminn fyrir tkkur að fara á klósettið að pissa og poppa poppið! (já katrín ekki klikka á poppinu)

þið sem eruð ekki með alveg á hreinu hvað ég er að tala um þá var farin kórferð hjá íslenska kórnum í london og förinni var heitið til Dublin og syngja á einum tónleikum...

Erna og Erla Þóra ætluðu að slást með mér í för á puntbílnum mínum litla og keyra á Stansted.

föstudagurinn 24. mars
Erla hringdi og sagði að þær hefðu rétt misst af lestinni frá Surbiton til Weybridge og kæmu aðeins seinna en þær héldu... ég ákvað því þá ða ég hefði smáá tíma til að fara út með hundinn í göngutúr en svo hringdu þær aftur og voru á leiðinni í aðra lest svo að það stuttur göngutúr sem mollý greyið fór í þennan föstudaginn...
ekkert stress samt því að ég var búin að pakka öllu niður um morguninn sem þurfti yfir helgina( alltaf er maður samt viss um að maður gleymdi einhverju alveg lífsnauðsynlegu!!!)
Stelpurnar voru svona líka andskoti hressar og til í allt!!! :) itripinu var komið af stað og við lögðum af stað til stansted, reyndar ekki fyrr en ég var búin að taka bensín á tesco, auk þess sem að kaupa smá snarl og krispy kream, líka í tesco... já!! og ekki má gleyma miklum birgðum af nammi fyrir flugið.
skemmtum okkur vel á leiðinni og DJ Erla í aftursætinu sá um tónlistina mest alla leiðina, þó svo að það hafi verið ansi fá lög sem fengu að klárast áður en annað var tekið við :)
vorum komnar aðeins á undan áætlun svo að við tékkuðum okkur inn sem 12.-14. manneskja og því í priority í sætavali. Hjá Ryan Air geta þeir sem tékka sig snemma inn fengið að velja sæti á undan hinum, mannir er ekki skipað í sæti.
þegar inn á flugvöllinn var komið fórum við í smá labb um hann, stelpurnar keyptu nokkrar nauðsynjar í Boots og svo fórum við og skiptum pundum í evrur. Ég og Erna vorum svooo sparsamar að við skiptum bara 100 pundum en Erla aðeins meira.. Ég og erna vorum því bara með 137 evrur fyrir helgina og vonandi þyrftum við ekki að skipta fleiri pundum þegar við myndum missa okkur í Dublin.
ekki gátum við farið frá Englandi al-edrú og fengum okkur róandi á barnum.
Flugið "út" tók barra 45 mínútur og við rétt gátum rennt yfir slúðurblöðin okkar, étið nammi og hlustað smá á ipodana okkar... við vorum svoooo töff... alveg eins og klipptar sjálfar út úr slúðurblaði!! :) Fluginu hafði samt verið seinkað aðeins okkur til smá pirrings en sá pirringur hvarf nú að lokum
við lentum svo í Dublin í myrkri um 7 og tókum air-coach inn til Dublin, því að flugvöllurinn er aðeins fyrir utan. svona mikið var okkur í mun að spara!!:) svo ætluðum við að labba frá Jury's Hotel, mín nebbla búin að vera svo plönuð að prenta út leiðbeiningar hvernig ætti að komast þaðan, það sem vantaði kannski á leiðbeiningarnar var kannski að vita hve langan tíma að tæki að labba þetta! Við héldum alla leiðina að við værum villtar, samt spurðum við 2 sinnum til vegar... Við löbbuðum yfir lestarteina, þar sem lestin fór UNDIR HEILA STÚKU!... bara undir sætin takk fyrir... Þessi rugbyvöllur var svo ógeðslega krípí ða við vorum pottþéttar á því að við værum komnar í einhverja hryllingsmynd... utan á einni stúkunni vex svona vafningsviður, og þar sem að hann var ennþá í vetrarfjöri var eins og að þetta væri þang sem héngi utan á stúkunni... fyrir mikla lukku fundum við svo hótelið, Mount Herbert sem við tékkuðum okkur inn á og fengum okkur svo að borða...
Maturinn var svona lllaaallaaa og þjónustan 7 fallt verri!! vorum ansi pirraðar..
eini plúsinn var það að þegar ég var að hella síðustu lögginni af hvítvíninu í glasið mitt fylgdi með eitthvað algert ógeð... eins og kökumylsna eða eitthvað, en var samt ekki kökumylsna því að þetta leystist upp þegar þú potaðir í þetta... eg fór ansi grimm upp að bar, gerði alla svaka hissa því að enginn hafði séð neitt svona áður og ég labbaði til baka með aðra skaðabótahvítvínsflösku! vúhú...
á meðan við vorum þarna týndust alltaf fleiri og fleiri inn úr kórnum og það var ansi mikið stuð á okkur. Þá sérstaklega á Haffa og Þóru sem voru í því að spila á flöskur og mikið var helt í flöskur og drukkið til að ná réttum tónum!:D
við gerðum ekkert rosa mikið þetta kvöld enda aðal dagurinn daginn eftir og fórum því bara saklausar að sofa :D
og auðvitað prinsessan hún Erna í tvíbreiða rúminu :D
reyndar var díllinn sá að sú sem kæmi heim með gaur um helgina fengi rúmið... ætli Erna komist ekki næst því.. þar sem hún er á föstu en ég og Erla alveg á laflausu!!

Laugardagurinn 25. mars

Auðvitað tókst okkur EKKI að vakna í morgunmatinn, við nú samt vöknuðum allar kl 9... við að það var verið að ryksuga fyrir utan dyrnar okkar með tilheyrandi "klessa á herbergishurð með ryksuguhausum hávaða"... skelfilega vorum við eitthvað þreyttar þegar við loksins vöknuðum um 10 og vil ég kenna tímamismuninum um (og ryksuguhausaklessunumáherbergisdyrnar...) virkar það ekki alltaf að segja það þegar maður fer til útlanda??? haaa? :D ( þið hin sem eruð svaka rosa klár fatta það að írland og england eru á sama tíma)
Eftir að hafa skellt okkur í föt og reddað lúkkinu svona aðeins var för okkar heitið í gegnum gangaósköpin á þessu hóteli og endað í herbergi 215 þar sem við vöktum restina af gestunum með háværum söng! Þegar við vorum orðin vel út æfð og allir gestir sem ennþá voru sofandi alveg bókað mál vel út ærðir!! :D
Eftir raddaupphitun skokkuðum við upp á herbergið okkar í gegnum gangavölundarhúsið og gerðum okkur ennþá betur sætar en okkur hafði tekist ífyrstu tilraun alveg nývaknaðar, fórum líka í fötin sem við ætluðum að vera í á tónleikunum, kipptum með okkur kórmöppunum og hittum restina af kórnum niðrí lobbíi, þau voru svei mér þá bara öll alveg jafn sæt og við þrjár.
tókum svo taxann að kirkjunni... í írlandi eru taxadriverar ROSALEGA strangir á að allir verði að fara í belti og leggja ekki af stað fyrr! svo má mar heldur ekki troða... :D við ætluðum aaaðeins ða troða okkur 4 í aftursætið á stórataxanum en neibb.. það máttum við víst ekki :/
Þegar að kirkjunni var komið var hún harðlæst, enda átti ekkert að opna hana strax.. við urðum samt að fá okkur eitthvað að borða!!! ekki bara ég, heldur lika Erla á við það vandamál að stríða að verða alveg gríðarlega skapill þegar hún verður svöng... og þegar við 2 vorum orðnar svangar þá... hólímólí... u better find a place where we can eat, FAST!
fundum lítið kósí kaffihús með rosalega góðum mat verð ég að segja... kannski vorum við öll bara orðin svona svöng.. veit ekki alveg.
við komumst á endanum inn í kirkjuna sem virtist nú eila vera að hruni komin enda byggð á 12. öld... á 12. öld!! pæliði í því... eins og Haffi sagði, "íslendingar bjuggu barasta í holum á 12. öld!!" kirkjan er ansi illa farin og öll úr steini..., hljómburðurinn var því alveg rosalega flottur en aftur á móti var nokkrum gráðum kaldara þarna inni en úti!!! já alveg skítakuldi... kannski er heilagur andi svona kaldur bara? hmmm
tónleikarnir tókust alveg roooosalega vel... Margrét hafði góða stjórn á kórnum og við hlýddum henni í einu og öllu... neeeema kannski þegar við vorum að flýta okkur eitthvað, þá fengum við líka svip frá henni sem lét okkur hægja ansi hratt á okkur og þorðum ekki að verða erfið í bráð :)
einsöngvararnir voru líka flottir og ég fékk gæsahúð, ofan á þá sem ég var komin með af kulda.
tærnar mínar og á fleirum voru líka að kveðja þennan heim eftir að hafa staðið á köldum og hörðum steininum alla tónleikana en það komst fljótt hiti í þær því að eftir tónleikana gátum við nú ekki beðið boðana lengur og hlupun nánast á næsta pöbb!! :D ég fékk reyndar æðislegar fréttir þegar ég hringdi í árúnu strax eftir tónleika og Palli svaraði... alveg nýbakaður pabbi að lítilli prinsessu.
á pöbbnum fengu flestir sér svartan drykk, hvort sem að það var Guinness (alvöru írskur mmmmmm) eða irish coffee..
Á barnum tókum við svo "ó flaskan mín fríða" en það athæfi getiði séð "hér"
giskiði hvað við gerðum svooo?
við redduðum taxa heim og gerðum okkur sætar enn einu sinni (já, lengi getur maður á sig blómum bætt skal ég segja ykkur) og erla og Erna skiptu um föt. ég á annað borð breytti öllum plönum og ákvað að vera bara í pilsinu sem ég var í á tónleikunum.
Stelpurnar í herbergi 215 höfðu pantað taxa sem átti að flytja okkur öll heim til foreldra Dominics sem buðu okkur í snarl og vín/bjór kl 6. Eitthvað kom sá taxi ekki og enduðum við á að stela einhverjum öðrum... :)
Eftir að hafa snædd og drukkið alla þessa gestrisni sem foreldrar dominics buðu upp á. klifruðum við upp á aðra hæð í húsinu og þar sýndi Margrét kórstjóri snillld sín að spila eftir eyranu á píanó undir fyllerísröflssöng sem var ekki jafn fagur eftir nokkra bjóra og hann var fyrr um daginn :)
eftir að hafa sungið og sungið og sungið og drukkið, já ekki má gleyma ða við drukkum alveg slatta flest öll.. þá löbbuðum við niðrí bæ...
á leiðinni niðrí bæ hittum við harmonikkuleikara sem söng alveg rooosalega vel... eitthvað hef ég verið ooof sæt því að hann gersamlega ætlaði að gleypa mig og vildi eiga mig í þokkabót, alveg sluppu hinar stelpurnar og engin hjálp var í strákunum að bjarga mér því að allir lágu í krampa yfir þessu... hvað ætli hann hafi kysst mig oft á kinnina maðurinn..?? díses.. ég var alveg eins og kjáni.. söng þessa líka miklu ástarsöngva til mín.
Nenni ekki að telja upp alveg hvað við gerðum þaaar þar sem margt af því er ekki birtingarvænt..
tók nokkuð langan tima ða finna pöbb. og loksins fundum við einn sem var ekki STAPPAÐ inn á... sá pöbb var ekkert voða fagur og ansi sjabbí ef svo má að orði komast...
hey. vitiði hvaa
snilldin eiiiiin....
það er búið að banna reykingar inná börum í írlandi og þvílíkur munur... þið getið bara ekki ímyndað ykkur það. ææææði.
ég vil svona heima og hér í englandi!!!
hópurinn splittaðist svo upp og við "unglingarnir" löbbuðum og löbbuðum þangað til við fundum klúbb sem hét d-two og var bara ansi svona helvíti hress og mikið af sætum strákum sem að sumir vildu koma heim með fólki og kanna aðeins þessar íslensku stelpur betur :D
við vorum líka öll rænd.... :/ ekki gaman það :(
við erum nebbla komin á sumartíma og því varð klukkan nebbla 23... 00... og svo allt í einu 02!!! hvað var málið með það??
mun styttra djamm fyrir vikið... en við vorum inná þessum klúbb þangað til að okkur var svotil hent út en það var um 4.
þá týndum við 2 meðlimum hópsins en þær voru orðnar stórar stelpur og og gátu nú reddað sér heim töldum við... 2 voru nú þegar farnar meira að segja.
við löbbuðum svo aaalveg til baka aftur og fórum á Burger King í sveittan hammara og það er náttla of gott svona eftir fyllerí.
eftir burger king urðum við að finna taxa, og hann fundum eftir LAAANGA taxaröð hjá trinity college. já við erum alveg að tala um hálftíma eða svo..
írar verða að fá sér vini til að fara heim með, eða verða duglegri að hösla, það var svoldið pirrandi að sjá einn og einn vera að týnast upp í stóru taxana! urgh.

Sunnudagurinn 26. mars
komumst heim.. já en fengum ekki að sofna fyrr en um 7 og vöknuðum korter í 12...
og við sem áttum að tjékka okkur út eftir korter... ó boj..
en sem betur fer erum við skipulagðar og ekki með mikinn farangur og þetta tókst okkur alveg. ég náði svo að komast smá á netið og skoða mynd af ungfrú pálsdóttur og voðalega var hún sææææt... get ekki beðið eftir að koma til íslands og heilsa upp á hina nýtilkomnu fjölskyldu!! :)
lest tókum við niðrí bæ.. fengum okkur makka í morgun og hádegismat... svo haagen Dasz í eftirrétt... tokum rútu á flugvöllinn, fengum okkur smá snarl og flugum heim til Englands...
flugið var fínt og stutt.. en annað má segja um bílferðina heim sem tók 3 fallt lengri tíma en það tók upprunanlega að komast á Stansted...
skutlaði svo stelpunum til Kingston og var komin heim sjálf um hálf 10.

jæja...

Myndir eru svo auðvitað komnar inn HÉR
Þær eru ekkert smá skemmtilegar :)

óver end át!!
SHARE:

þið megið anda rólega aftur..

ég er komin heim heilu og höldnu...
Ferðin var frábær í alla staði fyrir utan langan tíma sem það tók að komast heim.

djamm, söngur, étið og já, svo vorum við öll rænd!!
hvernig var það eiginlega hægt?
og við vorum rænd einu því dýrmætasta sem við eigum :/
Framhald í næsta bloggi :D

er að downloada inn myndunum núna en skrifa textann við seinna í kvöld.
SHARE:

föstudagur, 24. mars 2006

bæbæ

jæja...
er að fara til írlands eftir nokkra tíma...
Erna og Erla koma með mér héðan á Punt litla og fljúgum við frá Stansted...

tékkið á auglýsingunni fyrir tónleikana
ætla ekki örugglega allir að mæta?!!

annars er ég upptekin alla helgina með Guinness í hönd...
Nu er það ekki að duga eða drepast...
nú skal Duga OG drepast! :D

Eigiði annars öll saman góða helgi og sjáumst bráðum...

kossar..
Ragna Björg
SHARE:

miðvikudagur, 22. mars 2006

listi

ég er búin að vera að spá í að gera þetta..
.nú er ég HÆTT að spá og ætla að gera þetta...

Þær hljómsveitir/einstaklingar sem ég hef séð spila LIVE
(tel bara það upp sem mér finnst vera merkilegt)

Quarashi
Maus
Dúndurfréttir
Mínus
Jet Black Joe
The Bloodhound gang
Audioslave
Elton John
Mugison
The Haunted
Green Day
Snoop Dog
Interpol
Velvet Revolver
Kent
Brúðarbandið
Black Sabbath
Michael Bolton
Foo Fighters
Carl Cox
Duran Duran
Muse

Held að þetta sé næstum allt...
man ekki nokkur nöfn akkúrat núna sem eru þarna einhversstaðar í höfðinu
bæti þeim inn síðar.
SHARE:

þriðjudagur, 21. mars 2006

ég hlýt að vera ólétt...

... ég er nebbla orðin jafn gleymin og hún Árún mín sem hefur staðið sig eins og hetja við að vera ólétt síðustu 9 mánuðina eða svo....
sem betur fer man ég oftast hvað ég gerði við bíllyklana!

hverju gleymdi ég eila??
æ já!!!

Á einni kóræfingunni varð einhver umræða um að við værum alveg rosalega margar stelpur í London sem eru au pair! núh, eitthvað varð við því að gera og var því hrist saman snilldar nafn á "sauma"klúbb sem er til að hrista okkur vandræða íslendingana saman sem eru au pair hérna!
hvað haldiði að við heitum???
núh!! audda

MARY POPPINS!

nú söngla ég Mary poppins lög hægri og vinstri, flýg um á regnhlífinni minni (sem BTW kostaði 15 pund í boots) og er með töfratösku sem allt kemst fyrir í! (já meira að segja regnhlífin)

Svo auðvitað til að vera alvöru klúbbur meðal klúbba þá erum við með heimasíðu! :D

Mary Poppins au-pairklúbburinn í London
SHARE:

sunnudagur, 19. mars 2006

hin menningarlega Ragna

já, kannski ekkert úber menningarlegt en átti næs sunnudag.

ég er samt sjálfsagt búin að setja svefnmet edrúista þessa helgi. Vaknaði nebbla hress og kát kl 11 á laugardaginn, og já, sofnaði kl 11 í gær, með ógeðslegan hausverk... svo kl 11.30 í morgun, vaknar Ragna svefnpurka svo aftur!

Tók lestina til London svo kl korter yfir 12. Note to self EKKI, já EKKI gleyma símanum heima ef þú ætlar að hitta einhvern á lestarstöðinni sem er svo ekki þar, og vera báðar að fara á stað sem þær rötuðu ekki á.
Ég fann Nínu ekkert í lestinni, labbaði hana frá byrjun til enda, svona að vona að hún væri þar bara einhversstaðar. en nei, þar var hún ekki...
svo í einhverri beyjunni a lestinni lít ég aftur og sé að ég sit ekkert í seinasta vagninum eins og ég hélt! það voru fleiri vagnar sem ég komst ekki í! Nína hlaut bara að vera þar! :) og já. Þar var hún! :D

en hvað var Ragna að gera til London eldsnemma eftir hádegi á sunnudegi???
já haldið ykkur fast!
á leiðinni í messu!! :)
nú verður Halli prestur sko helvíti ánægður með mig!! :D
alltaf gott að fara í messu... af hverju gerir mar þetta ekki oftar??
skrapp svo á pöbbinn hliðina á kirkjunni í staðinn fyrir að fara í kökurnar niðri í kjallara og fékk mér bjór ! :D svona á þetta að vera
kl 5 voru svo tónleikar með Kvennaskólakór Reykjavíkur... Fínir tónleikar barasta en lögin voru ekkert ný fyrir mér... eg get svo svarið að þær æfa upp úr grænu bókinni ! :D
Þar má nefna

Kalinka, Vem kan segla, swing low sweet chariot, Dagur er risinn (AKA þú veist lagið) og fylgd
stelpur þið kannist svo við : Agnus Dei, Hve margt er það líf, Hevenu shalom aleichem, smaladrengurinn, söngur dimmalimm, kvæðið um fuglana, lítill fugl og sofðu unga ástin mín...

Anna er samt án efa betri kórstjóri enda er hún best. og grey altinn var svoldið á reiki mest alla tónleikana...

ég beið alveg blísperrt yfir síðasta erindinu í Þú-veist-laginu sem er BTW á bls 10 í grænu bókinni eða Dagur er risinn... í því nebbla skemmilegrar minningar er sagt "Blessaðu lífið, blessaðu ljósið" EEEEFFFF manni tekst að klúðra röðinni á lífið vs. ljósið á meðan aðrir syngja rétta röð þessara orðið, heyrist nebbla svo skemmtilega frá kórnum BLESSSAÐU LÝÝÝÝSIÐ!!!! :) haha... Anna hristi stundum hausinn yfir gleymsku okkar og ást okkar á þessu blessaða lýsi! :)

dagurinn í dag gerði það að verkum að ég labba brosandi um húsið með friðinn gjörsamlega í pokum til að gefa öðrum! :D þetta var sko hressandi!
SHARE:

föstudagur, 17. mars 2006

sorrý...

...stelpur að svíkjast svona allhrikalega undan því að koma á upphitun fyrir Dublin... :/

allavegana

sit hérna með 2. bjór kvöldins, Rory búinn að panta pizzu, Mary Ellen á vinkonu kvöldi og krakkarnir komnir upp í rúm með DVD, meira að segja hundurinn er rólegur, ný klipptur og alger dúlla eins og alltaf.

ég er búin að vera að slást allhressilega við VISA í dag og undanfarna daga. Fer ekki nánar út í það hér. ég verð alveg mjööög pirruð á að hugsa um það.
Var meira að segja svo pirruð í dag að ég fór í ræktina og lét öllum illum látum þar og endaði í pottinum með Nínu, hún kom svoooldið seinna en ég :D ekki á sama tíma eins og planið var upprunanlega, en þessar lestar... þær eiga sko til að loka á nebbann á manni!

er að passa á morgun.
er að spa í að fara að kaupa mér annan stranga til að mála kannski á á morgun, eruði með einhverjar hugmyndir?
engin portrait samt!
SHARE:

fimmtudagur, 16. mars 2006

kokkurinn...

... hún Ragna

Eldaði ógeðslega gott svínakjöt fyrir sig og Rory í kvöldmatinn..
Hann er nýkominn heim frá New York, var þar líka í síðustu viku! :/

hann er núna að reyna að forðast það að þurfa að fara til Chile á mánudaginn...
hann dæsti og sagði "þegar þú verður búin að krækja þér í mann út á eldamennskuna þá skaltu velja þér einn sem er alltaf heima!"
oh, ég sem ætlaði að finna mér sjómann sem ég yrði ekki þreytt á, hann kæmi bara í land af og til :) :D
já, sjómann sem myndi kunna að gera við jeppa... því ekki ætla ég að gera það!!

svaf yfir mig í morgun í að fara að þrífa hjá Victoriu... bara 10 mín yfir 9 og ég er 3 mínútur að komast þangað labbandi... svo að þetta var svosem allt innan skekkjumarka allt saman, en það er svo ógeðslega óþægilegt að vakna í svona "hólísjitt" kasti

svo króknaði ég næstum eftir göngutúrinn og fór eftir hann því í heitt bað og steinsofnaði. mmmmm

dagurinn hefur því semsagt verið tíðindalítill eins og þið sjáið.
jú, ég þreif herbergið alveg rosalega vel.
það eina sem er eftir er að ná í Kurbí fram á gang, draga fram óþægilega rúmið mitt og ryksuga þar undir, mig grunar líka ða ég finni þar nokkra einhleypa sokka sem eiga partner í sokkaskúffunni sem er farin að líkjast aðeins einhleypinga-sokka-skúffu. :)

á morgun er föstudagur og ég er ennþá að spara fyrir Dublin.
ætli það verði ekki bara DVD helgi þá.
það kostar minnstan pening að horfa á DVD

svo er bara ekkert langt í að ég komi heim heldur! :)
SHARE:

miðvikudagur, 15. mars 2006

dublin


ég trúi þessu ekki upp á mig!
ég er ekki búin að segja ykkur frá Dublin er þaa???

ég er að skreppa til Dublin með íslendingakórnum 24. mars og yfir helgina!!

verðum með tónleika einhversstaðar á laugardeginum og svo verður það bara FYLLERÍÍÍ

ferðin er líka ansi ódýr þar sem að íslenski söfnuðurinn styrkir okkur (ekki í að kaupa guinness samt...)

Ég Erna og Erla verðum saman í herbergi og erum búnar að nefna það að þar verði partý! :) verður haman hjá okkur og ég fíla þær alveg í tætlur!!!

Flugið er út um 6 á föstudeginum og held ég að stelpurnar komi bara hingað og við förum á Puntbílnum upp á stansted, ætla sko EKKI að endurtaka heimferð frá helvíti eins og ég fór á afmælisdaginn minn þegar ég kom heim frá íslandi.

já.. ég er semsagt að fara til dublin!! :D
SHARE:

kopfschmertz

á dönsku : hovedpine
á ensku : headache
á íslensku : höfuðverkur

Er með höfuðverk...
já nú myndi einn sem ég þekki segja "CRY ME A RIVER!"
fékk hann í gær þegar ég var í Tube-inu á leiðinni heim, og ákvað að ég væri orðin þunn eftir bjórinn sem ég drakk á barnum. :D

fór að sofa með enn verri höfuðverk og viti menn... ég vaknaði með höfuðverk sem ekkert hafði batnað um nóttina.
eftir 3 sterkar ibufen og eina töflu af einhverju enskri töflu í dag, þá finn ég ennþá fyrir þynnkuhöfuðverknum.
og um leið og verkjatöflurnar hætta að virka, þá finn ég höfuðverkinn aftur í sama styrk.

bað virkaði ekki heldur..
nú finn ég bara enn meira til með henni Árúnu sem hefur legið inni á sjúkrahúsi... búin að deyja úr höfuðverk en er veik af "veiki" sem ekki er nein OFUR lækning á...
hún er nebbla ófrísk! :)

hún fær reyndar að fara heim í dag og vera alveg fram á föstudag! :D
ég spái því þá að hún fari aftur inn á morgun, en þá bara til að eiga ! :)

fingers crossed! :)
SHARE:

gott...

veður í dag...
já alveg glampandi sól og logn... og bara smá heitt skal ég segja ykkur
spurning hvort að mar grilli bara ekki bráðum ? :D

í blogginu hér á undan... þá var ég í alvöru ekki að bölva yfir því að fáir myndu commenta.
var bara að spá í að það lesa þetta svo ógisslega margir.
En takk fyrir að commenta samt :D
gaman að sjá að tóta sem ég vann með í búðinni forðum daga í Vík fylgist með mér :)
og jóna...
ég veit allavegana um 2 núna sem ég vissi ekki um

hæ allir (vink vink)

var að passa dúlluna hann Arthur áðan.
hann er rosalegur kúrari... og mannafæla er ekki til í hans orðabók. Mollý á samt alla athygli hans ef að hún er á svæðinu, en hún er á meðan að DEYJA úr afbrýðissemi. :)

fór til London í gær (Aftur.. fór líka á mánudaginn, en þá fór ég LÍKA til oxford)
í gær fór ég á kóræfingu ...
svaaka gaman, og svo eru bara 9 dagar þangað til að ég fer til Dublin baby..
Fúsi, ég hringi í þig þegar ég fæ mér alvöru írskan Guinness!! :)

Eftir kóræfinguna fórum við svo yfir götuna á pöbb og sátum þar og kjöftuðum og hlóum mikið...
það er svo gaman að hlæja á íslensku!:D

jæja. ég ætla núna að skutla mér í sturtu og svo veit ég ekki hvað ég læt mér detta í hug.
kannski að kaupa mér eitthvað til að mála á..

fór í gær í málingartíman og átti að mála túlipana.. æj hvað það er erfitt. náði ekki að klára svo að ég mála bara yfir þessa mynd í næsta tíma.

óver end át!
SHARE:

þriðjudagur, 14. mars 2006

ég ætla....

... Ekki að fara að biðja ykkur öll um að commenta...
Það hefur verið fullreynt og gengur ekki :D
ég lifi :)

stundum fatta ég ekki alveg hvað það lesa þetta margir...
ég er hérna eins og jólasveinn að setja inn byrjenda "málverk" og bulla og bulla og er þá að skrifa til fjölskyldunnar og vinanna..

Af og til... þá gleymi ég að þetta er internetið og allir úti í bæ geta lesið þetta...

en SVO þegar ég hugsa meira (ái þetta fer að reyna á heilann), þá er mér bara aaaalveg sama hverjir lesa þetta :D

þeir sem nenna að lesa þetta lesa þetta af einhverri ástæðu og þeir sem gefast upp...
well
Screw you! :)

haldið áfram að lesa og fylgjast með líðan minni og atorku hérna í London :p
SHARE:

sunnudagur, 12. mars 2006

true??

......

Hann sér mig ekki
Horfir í gegnum mig

Ég er ekki nógu
Grönn
Sæt
Vinsæl
Nógu róleg
Skemmtileg
Og undirgefin

Hann heyrir ekki í mér

Ég er ekki nógu
Gáfuð
Skemmtileg
Fyndin
Nógu afslöppuð
Er of opin

Hann sér mig ekki
Horfir í gegnum mig

ÉG ER HÉR - SJÁÐU

Ég er kannski ekki
Sæt
Grönn
Vinsæl
Fyndin
Og undirgefin

EN ég er
Góð
Elskandi
Traustverð manneskja

Kannski er það ÉG sem er
OF GÓÐ FYRIR ÞIG !

SHARE:

laugardagur, 11. mars 2006

ATH

Þið sem náðuð að klára að lesa fyrri færslu megið nú ekki gleyma að skoða myndir á myndasíðunni...

Þær eru ekki mjög margar svo að þið sem náðuð að halda ykkur vakandi í gegnum hitt ætttuð að þola þetta..

Ég var ekki á myndavélinni, svo að óþarflega margar myndir eru af mér þarna...
getið kannski rifjað upp hvernig ég lít út þá bara...

myndir eru HÉR


c ya!
SHARE:

Nú...

er komið að því..
Ferðasagan skal rituð.

Ekki er þetta stórmerkileg ferðasaga þar sem ég fór ekkert, ég fékk nebbla fjölskylduna mína í heimsókn frá 1. til 6. mars og ég ákvað að ferðast aðeins með henni um svæðið.

Eftir mörg símtöl frá mömmu minni í móðursýkisköstum og ferðastressi tókst þeim einhvernveginn (tel það vera vegna hæfileikum feðgana í að haldast pollrólegir í allskonar veðrum)
já þá allavegana...
tókst þeim að lenda kl 8 á Heathrow.
ég var mætt á Puntbílnum alveg á hárréttum tíma og þurfti ekki að leggja bílnum eða neitt.. þau rétt stukku bara inn..
bróðir minn sat náfölur alla leið heim enda hafði hann ekkert stýri til þess að halda sér í þarna vinstra megin í bílnum. Annað var að segja um mömmu, hún STEIN þagði alla leið og lýsir það kannski aðeins ástandinu hjá henni... slæmt ... af stressi yfir aksturslagi dótturinnar ? veit ekki.. það næst ekki upp úr henni. hún reyndar nefndi það aðeins seinna að ég væri hálf klikkaður ökumaður!

við fórum öll bara tiltölulega snemma að sofa á miðvikudaginn, pabbi var svo spenntur í flugvélinni ( hefur ekki sett nein met í að fara í flugvél of oft) að hann var stökkvandi á milli sæta, hægri og vinstri eins og lítill forvitinn krakki til að sjá út um gluggana BÁÐUM megin á vélinni!
Mamma var komin með spennufall og Þráinn... jah, ég held ða hann hafi FÆÐST þreyttur!

Herbergisskipanir voru þannig að mamma og pabbi fengu Hótelgestaherbergið og Þráinn varð að sætta sig við gólfið inni hjá mér.
smá fyrirkvíðanlegt því að ég man að það gekk EKKI svo vel síðast þegar við vorum látin sofa í sama svefnherbergi í gamla daga þegar hans herbergi var svefnherbergi og mitt herbergi var dótaherbergi.
það var bara að biða og sjá, sjá hvort að við hefðum kannski eitthvað þroskast.

Á fimmtudeginum þurfti ég ekki ða fara með krakkana í skólann, en þurfti að vakna snemma hvort sem er þar sem ég var að þrífa heima hjá Victoriu næstu götu frá 9 til 11. Eftir ofurhraða í þrifum dreif ég mig heim og fór út að labba með fjölskylduna, nei... ég meina út að labba með fjölsylduNNI og út að labba MEÐ hundINN... já eða það.
Mollý var alveg eins óþæg og ég hef á ævi minni séð hana og sýndi allar sínu verstu hliðar!

Eftir labbið fór ég með þau á rúntinn í kringum svæðið og svo skruppum við smá til Kingston og setti þráinn þar met í að kaupa föt. nú á hann helmingi fleiri föt en hann átti!, við hin vorum ansi slök en eins og lögin segja þegar mar fer til kingston þá urðum við ða fara á Krispy Kream og kaupa 12 hringi eða svo.
ekki tókst okkur að klára nema helminginn enda hálf södd ennþá eftir ítalskan hádegismat svo að við geymdum bara hinn helminginn til betri tíma...

ég þurfti heldur ekki að sækja krakkana í skólann og vorum við því ekkert að flýta okkur.
heima um kvöldið bakaði ég svo alvöru Rögnupizzu!:D nammi nammi namm

á föstudeginum tókst mér ekki að fara með fjölskylduna út að labba aftur, og þurfti líka að fara með krakkana í skólann.
Seinna um daginn fórum við til Hampton Court sem er titlaður sem "the greatest palace in Britain" semsagt, alveg óógeeeðslega stór kastali. ég get bara ekki líst því.
Þarna bjó 300 manns bara til þess að sjá um kastalann en sjálfur var hann byggður um 1500 og eitthvað.
kóngafólk BJÓ þarna eila aldrei en kom bara og gisti viku og viku.
Þessi kastali er líka þekktur fyrir vonda lykt en þarna voru klósett ut um allt :p
var því næstum ólíft þarna á sumrin.

Þarna fékk maður að væflast um svefnherbergið konunga og drottningar og skoða stærsta eldhús sem varðveist hefur frá þessum tíma.
já ogþað er ekkert smáááá stórt.
og flott skipulagt
eitt herbergi fyrir kökur, eitt fyrir fuglaslátrun og aðgerð, eitt fyrir fisk o.s.frv

garðurinn er efni í langt blogg en hann var svo flottur að ég ætla að fara þangað aftur alveg pottþétt þegar blómin verða komin, já og hann er stóóór!!!! hann er svo stór að víkin gæti rúmast 10 sinnum fyrir í honum!!


fórum svo heim eftir langt labb og ééég geeet svooo svarið þaaaað... að það er erfiðara að passa upp á þessa foreldra en krakkana.... þau kvörtuðu og kvörtuðu, mér er kaaaalt, æj eigum við að fara, ég er búin að skoða þetta, eruði ekki að verða búin? þetta hljómar ekki eins og foreldrar manns right? :)
anyway...

fórum svo út að borða á austurlenskan stað um kvöldið...
höfum oft pantað mat þaðan hérna heima... en ég var fyrir svo miklum vonbrigðum með matinn að hálfa væri nóg. Brunabragð, bragðleysi, fitubragð og jú neim it.
þeim fannst hann bara fínn samt og það er kannski fyrir bestu...
reyndum svo að fara á 2 bari en þar var allt STAPPAÐ to say the least og ég nennti ekki að vera að troðast þar, fórum því bara heim og drukkum þar eitthvað af þessu víni sem bróðir minn hafði verið að hamstra í Tesco.
Hann nebbla hélt að ÞAR SEM að vínið væri svona ódýrt, þá réttlætti það að drekka miklu meira af því, og helst ALLT :)

Laugardagurinn var ekki til þess að sofa út heldur var ræs ansi snemma og skutlað sér til London í túristaferð.
Pabbi hafði aldrei farið í lest áður og sat eins og spenntur krakki hálfa leið glápandi út um rúðurnar á meðan mamma og þráinn þóttust vera veraldarvanari eftir kórferðina til Danmerkur þarna um árið og þóttust vera cool.
Samt tókst mömmu að finna steinsofandi REF í kantinum í sólbaði sem var ekkert að kippa sér upp við lestir að mannaferðir.
skil ekki af hverju þeir hafa bannað veiðar á þeim, þeir eru komnir inn í alla bæi.

Í london byrjuðum við á að fara í Madame Tussau safnið sem (þó að það hafi tekið 1 klst að standa í röð) var ógisslega cool og vel allra þessa punda virði.. Reyndar fór draugaherbergið hálf illa með mig enda réðust á mig 2 draugar og önduðu ógeðslegum hljóðum upp í eyrað á mér þangað til að ég var króuð úti í horni... Alveg fríkaði út. SHIT hvað ég var hrædd!
alveg distörbandi hljóð... argh... ég endaði á að garga á pabba gamla á hjálp!
þau hin sluppu alveg við áreiti drauga...

Eftir smá snarl á stað þar sem að afgreiðslumanninum fannst merkilegt að ég gæti talaði Ensku OG SPÆNSKU reiprennandi (og ég hreitti í hann að ég væri íslensk!) fórum við niðrá oxford að sýna bróðir mínum alvöru stórborgarmenningu... mamma og pabbi höfðu verið þarna áður.

töltum svo niðrí covent garden og mamma keypti sér rosa flott skart sem ég prúttaði snilldar vel niður ;) og þráinn bílaglös... need to ask??
á leiðinni heim fengum við svo okkur að borða á Angus SteakHouse og maturinn þar var rosalega góður,, namm!
ég var svo að passa um kvöldið og þau fóru að drekka einu sinni enn :p
muna já, klára ALLT vínið!:)

ég ætla ekki að fara út í það neitt nánar hér... en þau gömlu stóðu sig betur í að vaka en við unglingarnir... hhmmm

á sunnudeginum "sváfum við út"
fórum á Brooklands Museum sem er hér rétt hjá og hefur að geyma merkilega sögu bíla og flugvéla í Englandi frá þeim tíma sem þetta var að koma.
Búið að gera upp heilan helling af bílum og flugvélum og vildi ég ekki sitja í sumum þessum tannstönglavélum sem mar sá þarna...
bílarnir virtust vera ansi traustir, og voru þeir fyrstu nú ekki nema um 4 hestöfl... :) og já! ekki svífandi í lausu lofti!

fékk að setjast í alvöru orrustuþotu og fékk leiðbeiningar um margt inni í henni... svoldið cool sko :p
svo eru þarna stærðarinnar vindgöng fyrir flugvélar og alvöru formúlubílar.
já ALLT sem ykkur kann að detta í hug sem viðkemur mótorsporti eða flugdóti..

Okkur leist ekkert á matseðilinn á safninu sem innihélt litlausan og illa lyktandi enskan mat og fórum því og fengum okkur Börger á Dexters hérna í Weybridge.
Komum aðeins við í Tesco áður, já að kaupa meira vín!
um kvöldið fórum við að lokum á Pizza express og þaaaðan á Lavish kokteilbar þar við hliðina og fylltum okkur á kokkteilum, héldum svo heim að lúlla eftir smá meira vín minnir mig.

á mánudaginn fór ég með krakkana í skólann, út að labba með fjölskylduna.. NEI, hundinn ( og fjölskylduna :) ) og skutlaði þeim út á völl aftur

Frábært að fá þau og gerðum mikið á þessum stutta tíma!

Takk fyrir mig :*
SHARE:

vaknaði..

snemma í morgun...
fékk pirrandi símtal fyrir 10 í morgun... helvítis englendingar! vita þeir ekki að íslendingar SOFA út á laugardögum...


Allavegana

þar sem að ég vaknaði svona snemma þá kláraði ég málverkið sem ég byrjaði á á þriðjudaginn..
það sem er merkilegt við það er að bakgrunnurinn var eitthvað glansfjólubrúntefni sem skipti litum eftir því sem þú horfðir á það og að ég notaði ENGAN pensil við að mála það!!! bara sérstakan hníf! :) verí interesting.
myndin er ekkert "listaverk" og þar að síður ljósmyndin.. en þið sjáið vel hvernig málningin er ...
SHARE:

fimmtudagur, 9. mars 2006

Vill einhver....

koma í heimsókn um helgina?
SHARE:

ég er sko ...

ennþá að hugsa :)
SHARE:

mánudagur, 6. mars 2006

hugurinn fyrst...

verkin svo...

þetta er mottóið mitt í dag..
kannski á morgun líka því að allur dagurinn er planaður
frá 7 til 11 um kvöldið.

en...
ég er farin að hugsa um langt blogg sem mun birtast hér von bráðar...
SHARE:

miðvikudagur, 1. mars 2006

átti að drepa Rory...

Það var nú bara hún Mary Ellen sem ætlaði að gera það sko...
engir hryðjuverkamenn í London semsagt...
Hann sem var búinn að segjast vera heima allan daginn í gær, ákvað að fara til London seinni partinn á fund. án þess að láta kóng né prest vita...
svona flesta daga væri það allt í lagi, en í gær átti ég að fara á fyrstu kóræfinguna í íslendingakórnum í London...
þurfti ða taka lest héðan kl 6.06 pm en þegar kl var orðin alveg 10 min yfir og ég ekki einu sinni komin upp á lestarstöð (svona þar sem að ég var ein heima og krakkarnir líka) ákvað ða ég að hringja í Mary Ellen því að ég bara ákvað það að þau hefðu talað saman um þetta og hún kæmi þá fyrr heim eins og fyrsta planið hafði verið.
Ég spurði hana því voða varlega hvort að það væri langt í hana og þá heyrðist á hinni línunni "Is Rory not at home?" og ég svaraði... "uuuuh... ehhh... no, I think he went to London, at least the scooter is gone" þá heyrðist á hinni línunni "I will kill him! don't worry, my mom will come instead"
Þannig fór það... og ég komst á kóræfinguna í íslenska sendiráðinu tæpri klst of sein.
en hafðist þó!
Svo var farið á bar hinum megin við götuna og skellt í sig öllara og kjaftað. Það er víst fastur liður í dagskránni að gera það!
næs!
Ég mæti pottþétt í næstu viku! :)

annars er lítið að frétta...
Arthur (já heitir víst ekki Andrew.... var nú líka farin að spá í af hverju krakkinn sýndi engin viðbrögð þegar ég veifaði bangsa eins og jólasveinka og kallaði ANDREW!)
allavegana... Arthur kom í dag og gaf mér stóran óvæntan illa-lyktandi pakka sem náði upp á bak.
Hvernig fara krakkar eila að þessu???
þeir eru bara ekki nógu stórir til að geyma þetta allt!!!
Molly er hræðileg... deyr sjálfsagt einhvern miðvikudaginn úr afbrýðissemi út í þennan krakka...

já svo er my Royal Family akkúrat núna í fluvvvvvél á leiðinni til Englands þar sem þau verða í góðu yfirlæti (já mínu) alveg fram á mánudag
ætla að bralla eitthvað með þeim og ég og brósi verðum saman í herbergi! (sjáum hvernig það gengur... síðast þegar við vorum saman í herbergi kostaði það marbletti og klór!)

allavegana...
ætla að skutla krökkunum í bað og lesa svo fyrir þau íslenska vögguvísu!
amman kemur svo (aftur) og leysir mig af svo ég geti farið á punt bílnum út á Heathrow (já var ég buin að segja ykkur að það er bylur í englandi! for real!) og sótt þau...


that's all folks
SHARE:
Blog Design Created by pipdig