mánudagur, 3. september 2012

Red Velvet Cupcakes/Bollakökur

Þessar rauðu kökur eru mjög vinsælar í bandaríkjunum og hef ég nokkrum sinnum gert Red Velvet köku sem köku í tveim lögum og með kremi á milli.
En aldrei gert bollakökur áður.

Eins og venjan er, er svo rjómaostakrem sett ofan á og finnst mér fallegast að setja það á með litlum spaða til að fá svona "rough" útlit á kökurnar. Í staðinn fyrir fullkomnlega slétt eða ásprautað krem.

Kökurnar er í sjálfu sér ekki erfitt að gera. En sömu uppskrift er hægt að nota til að gera kringlótta köku í 2 lögum. Það er þó eitt sem þið þurfið að eiga sem ekki allir eiga. Þ.e. gel-matarlit.
Flestir eru nú reyndar farnir að nota svona liti til að lita smjörkrem, sykurmassa og glassúr. En enn eru nokkrir sem hafa ekki kynnst þessu.
Ég hef hingað til verið að nota Wilton litina sem fást í Partý búðinni, Kosti og Húsasmiðjunni t.d. og svo er Allt í köku einnig með gel-liti sem fá góð meðmæli.


Myndin er örlítið yfirlýst og virðast kökurnar ekki vera jafn rauðar og þær eru í raun




Uppskriftin segir 24 kökur. En ég notaði lítil hvít muffinsform (þessi gömlu og góðu sem hafa fengist í 40 ár) og fékk því aðeins fleiri kökur. 

1 bolli : 2.5 dl : 250 ml 

Uppskrift: 

1 1/2 bolli matarolía 
1 1/2 bolli sykur 
2 egg 
1/2 msk rauður gel-matarlitur 
1 tsk vanilludropar/vanillu extraxt 
2 1/2 bolli hveiti
1 tsk salt
1 msk kakó
1 bolli létt súrmjólk (einnig hægt að redda sér með súrmjólk og smá íblandaðri mjólk til að þynna blönduna)
2 tsk edik 
1 1/2 tsk matarsódi 

Aðferð:

- Blandið saman með handþeytara eða í hrærivél sykur og olíu. Hrærið svo eggjunum saman við einu og einu í einu og blandið vel. Hrærið útí blönduna rauða matarlitnum og vanilluextraxt.
-Setjið öll þurrefni útí auk létt súrmjólkurinnar. Blandið saman
-Setjið edikið í skál og matarsídann ofan í (ath þetta freyðir). Bætið blöndunni útí deigið og blandið í 10 sek.
-Setjið deigið í form. Ekki fylla þau meira en til rúmlega hálfs og notið muffinsmót til þess að setja pappírsformin í svo formin haldi lögun.
-Bakið kökurnar í ofni sem er stilltur á 180°C og að sjálfsögðu fer baksturstíminn algerlega eftir stærð bollakakana. En má reikna með um 15-20 mín.

látið kökurnar kólna og gerið svo rjómaostakrem ofaná. 

100 gr rjómaostur
50 gr smjör
1/4 tsk vanilluextract
1 pakki flórsykur (Aðlagið magnið eftir þörf)

Aðferð:

-Þeytið smjör og rjómaost saman
-bætið flórsykri og vanilluextract útí og þeytið í 5 mínútur. 

Setjið á kaldar bollakökur með spaða eða teskeið.


enjoy ! :) 









SHARE:

sunnudagur, 2. september 2012

Jarðarber úr "garðinum"


Já, það er ótrúlega gaman að fara út á svalir og tína jarðarber :) 

mmmmm


SHARE:
Blog Design Created by pipdig