laugardagur, 19. nóvember 2005

jóla hvaaað?

Eins og Fúsi sagði í gær þá er ég stödd í Himnaríki fyrir Rögnu :D
Hér eru jólalög í öllum búðum og jólaljósin voðalega falleg í myrkrinu!
Ég er það jólaleg að ég er búin að kaupa allar jólagjafir nema 3 en það er samt ekkert hræðilegt, enda löngu búin að ákveða HVAÐ ég ætla að kaupa!

Er að passa bæði kvöldin um helgina svo að ég fer nú eitthvað lítið. Ætlaði til Cambridge á morgun, en grey Rita er veik heima og fer eitthvað lítið. . .
Seinna bara :)

Átti voðalega voðalega voðalega næs kvöld í gær.. og alveg skelfilega sorglegt...

það er sorglegt að
-Vera ein við arineld í myrkrinu
-vera kalt á tánum og stinga þeim undir magann á HUNDINUM
-Horfa á gamanmynd aaaalein
-Borða SÆTT popp

EN mér leið vel :) Hefði samt ekkert verið verra að hafa einhvern til að kúra upp við svona upp á félagsskapinn :p
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig