þriðjudagur, 18. ágúst 2009

Söngur

Stundum er EKKERT að gera hjá mér í söngnum og svo aðra stundina er helling að gera. Ekki kannski á tónlistarmannakvarða en sem áhugamanni þá er stundum svoldið að gera. 

Næst á dagskrá er 1. kóræfing fyrir kórakeppni sem verður haldin 4. eða 5. október í Vík. Þemað verður Eurovisionlög og það verður gaman að sjá hvernig þetta á eftir að koma út. Stífar æfingar verða þangað til, í Vík, Selfossi og Reykjavík.

Eftir það þá er stefnan að syngja í veislunni í brúðkaupi Ingvars og Eygló (jeij) og Ég og Hjördís syngjum saman lagið Lucky sem verið er að spila á Bylgjunni og Rás 2 þessa dagana undir fyrsta dansinum þeirra.

ef þið munið ekki hvaða lag þetta er þá er það þetta 
Fúsi spilar svo (að sjálfsögðu) undir

Ég varð svo því miður að afþakka boð um að spila gigg 5. september en þá eru einmitt RÉTTIR í sveitinni með tilheyrandi réttarballi þó að það sé nú ekki ákveðið að fara á það ennþá. 

Það stærsta sem er samt að fara í gang er að ég hef LOKSINS ákveðið að tíma því að fjárfesta aðeins í röddinni minni og ætla að fara á 3ja mánaða námskeið í Complete vocal tækninni hjá Heru Björk og hefst það í lok september. Hlakka ekkert SMÁ til þess :)

Vika í að skólinn byrjar aftur og ég er ekkert farin að hugsa um bækur enda nýbúin að ganga frá skólagögnum síðustu annar.  Síðasti dagur sumarvinnunnar var í dag og mér þakkað fyrir gott starf. Ég verð þó ekki lengi frá þar sem ég verð þarna áfram í 20% vinnu, aðra hverja helgi. 

nóg af mér í dag

kv
Ragna
SHARE:

föstudagur, 14. ágúst 2009

9 mánuðir !!!!

já, það eru 9 mánuðir í einu af þessum stundum lífs míns sem eiga eftir að skipta mig miklu máli. 

Ég ætla að vona að ég útskrifist sem hjúkrunarfræðingur næsta júní og eftir það þá mun ég ekki kynna mig sem "Ragna hjúkrunarfræðinemi". Það er farið að verða svoldið leiðinlegt, sérstaklega þegar það er orðið svona stutt í endann :). Sjúklingar gera sér ekki grein fyrir (auðvitað) á hvaða ári maður er og yfirlýsingar eins og "það er mjög erfitt að stinga mig" koma ósjaldan. Hrósið er líka mikið þegar maður tekur blóðprufur með annarri með NaCl í hinni. "Ég fann bara eiginlega ekkert fyrir þessu" kemur þá.  Ég svara nú stunudum að ég hafi gert þetta nokkrum sinnum kannski 7x þennan dag. 

Lokaverkefnahöfuðverkurinn kemur örugglega bráðum en ég er búin að finna nemanda til að skrifa með mér  verkefnið. Það verður 12 þúsund orð sem gerir 12 eininga verkefni. 
Eina hugmyndin sem er komin að verkefninu er að það verði eitthvað Bráðamiðað.

kveðja
Ragna
SHARE:

mánudagur, 10. ágúst 2009

BAGGU!!

Just love them




flottir pokar

skoðið síðuna (þið verðið eiginlega að kíkja, það eru til svo margar tegundir)  www.baggubag.com

Tekið af síðunni þeirra : 

ABOUT THE COMPANY
BAGGU is a small team of designers, and entrepreneurs, founded on the principle that good design should be functional, beautiful and affordable. Our goal is to make basic products that fill lots of uses, not just one, so you can own less stuff. 

We believe in bright colors, high style, quality materials, and economy of use. 
We love BAGGU, and hope you will too.

ABOUT THE BAG
Based on the form of the iconic plastic grocery bag, a BAGGU does the same job without harming the environment.

Because reusable bags only reduce waste when you use them, we made BAGGU light weight, so it's easy to keep with you for an unexpected errand, and so beautiful you’ll actually want to carry it. Using one BAGGU for one year replaces 300 to 700 disposable bags.

Changing our own shopping habits is one small thing we can do to make a difference. 
Be Good and Reuse.
SHARE:

bloggþörf...

já, hún er komin aftur, amk þessa stundina. 

Það er margt í fréttum. Slysólífið er mest megnis fjör og stundum aðeins og mikið fjör. :) en einn daginn verð ég orðin stór og dugleg slysóhjúkka með pacemakerinn, lyfjakokteila, arteríulínur, hraðdæluna og fleira upp á 110%

Ég er búin að ferðast helling í sumar. Síðast í gær var ég að koma af Fiskideginum Mikla á Dalvík sem var alveg ótrúlega gaman í alla staði. 
Viðar átti afmæli síðastliðinn fimmtudag og fyllti þá orðið þrjá tugi. Hann fagnaði áfanganum með því að bjóða nokkrum hérna í Rvk í mat á miðvikudeginum og svo var aðal afmælið á laugardaginn þar sem hann bauð fullt af fólki í grill á Dalvík. Mamma og Pabbi voru svo yndisleg að koma og hjálpa til og grilluðu þau ofan í allt liðið og sáu um að henda upp lýsingu, hiturum og hella uppá kaffi í liðið. 

Ég gaf Viðari sérmerkta LEEDS treyju, pantaða frá UK, season '09-'10 auk þess sem að ég gaf honum framhaldsnámskeið í golfi. 
Viðar fékk svo stærsta drauminn í afmælisgjöf. Hann fékk fullt af peningum sem hann er búinn að ganga frá í umslag og ætlar  að fara fyrir þá á fótboltaleik í Englandi. Það alveg ískrar í honum þegar hann talar um hvað honum hlakki til svo að ég þakka ykkur fyrir að hjálpa til með að láta hann fá þessa gjöf sem var svo sannarlega aðeins of stór fyrir mig að gefa. Hann fer þó amk brosandi í LEEDS treyjunni sinni :)


myndir eru á facebook

Jú við fórum víst líka á Flúðir um versló og færðum okkur svo yfir til Úthlíðar á laugardeginum þar sem við fengum nóg af mold og roki á Flúðum. Mattý og Egill voru með okkur auk vina Egils sem voru bara með á föstudeginum. Helgin var í heildina litið alveg rosalega góð og sérstaklega laugardagskvöldið þar sem sátum og spiluðum í tjaldinu þeirra Mattýar og Egils í hita og drukkum bjór. Við komumst ekki einu sinni á Dalton ballið sem var ofar í brekkunni þrátt fyrir að vera á gestalista. Það var kannski alveg ágætt. við (Ég) tókum vel á því á ÁMS balli í útlaganum á föstudeginum.

Annars er lítið að frétta, mér líður rosalega vel og er hamingjusöm kona :) Þó svo að Viðar minn sé orðinn 30 ára þá skiptir það ekki máli :D hann er minn !! :)
SHARE:
Blog Design Created by pipdig