fimmtudagur, 26. apríl 2012

Bláberjamuffins

Oh...
munið þið eftir þessum hérna ?


Bragðgóðar, mjúkar, með stökkum topp og fullar af safaríkum bláberjum ?

öhömm..

já hvort ég man !

Var að rifja upp þessa uppskrift og langaði að deila með ykkur :)

Bláberjamöffins - uppskrift 

enjoy :)
SHARE:

fimmtudagur, 19. apríl 2012

Kjúklingasalat
Það er vel við hæfi að setja inn uppskrift að sumarlegu og litríku salati á sumardaginn fyrsta. 
Ég hef átt þessa uppskrift í örugglega 10 ár, enda handskrifuð aftan á blað sem er merkt Halldórskaffi.  Að vísu er uppskriftin ekkert neitt undraverð eða sérstök, en það er gott að eiga uppskrift því að ég veit sjálf að maður getur verið hálf andlaus þegar maður ætlar að gera salat og endar á að henda hinu og þessu sem telst vera grænmeti ofan í skál og kallar það að lokum salat! :) 
Eins og þið sjáið, sumarlegt og fallegt salat 

                           og það er ekkert verra að setja smá kjúkling út á salatið :)


hollt og fallegt? það passar vel saman
Uppskrift 
Fyrir 4-6

3-4 kjúklingabringur 
2 msk matarolía
1 hvítlauksrif
1 tsk karrý
salt og pipar 

1/2 haus jöklasalat eða önnur salatblanda 
1/4 blaðlaukur
1 rauð paprika
1 askja jarðarber
1/4 kantilópa (melóna)
1 mangóávöxtur
1/2 bolli furuhnetur 

-Kjúklingabringa skorin í strimla, látin í skál með matarolíu, hvítlauksrifi (mörðu eða rifnu), karrý og salt og pipar. Steikt á pönnu þar til tilbúið

Salat, blaðlaukur, paprika, jarðarber, mangó og melóna skorin niður og blandað saman í skál. Kjúklingnum dreift yfir salatið. Furuhneturnar er ristaðar á pönnu og settar yfir salatið
Borið fram með góðu brauði og mangósósu

Ég notaði einnig Kress-spírur sem ég hef verið að rækta hérna heima. Þær eru mjög hollar og afskaplega góðar í salat, með smá dijon sinnepsbragði fannst mér. Þær fást hér: www.litlagardbudin.is og ætti að vera á færi flestra að rækta svona heima :) 
Mangósósa: 

1 stk mangó 
1 dl appelsínusafi 
3 msk hrísgrónaedik
1/2 tsk dijon sinnep
1 tsk hunang 
1 tsk sesamolía 

Mangó skorið í bita og sett í mixer. 
(ath, að þar sem ég ákvað samdægurs að gera þetta salat um daginn, þá var mangóið ekki nægilega mjúkt til að ná sósunni alveg eins smooth og vanalega gerist. En hún bragðast eins. Ekki láta það stoppa ykkur :) )
enjoy ! :)


SHARE:

þriðjudagur, 17. apríl 2012

Hamborgarar

Fyrstu hamborgarar sumarsins voru gerðir í dag og jafnframt grillaðir ! 

Hér er uppskrift að heimagerðum hamborgurum :)

Enjoy
SHARE:

mánudagur, 16. apríl 2012

fimmtudagur, 12. apríl 2012

Frábær helgi með sushi

Já, reyndar er vinnuhelgi... En stjúpsonurinn kemur í pabbahelgi, hjúkkuvinkonur koma annað kvöld til að gera sushi og hvítvínið sem mun drekkast með því er komið í kælinn :)

Mér hefur gengið vel hingað til að gera sushi og vonandi tekst það vel annað kvöld

Vísindin bak við heimagert sushi eru ekki mikil.
Núorðið fæst allt hráefni og vörur til að gera sushi í venjulegri kjörbúð, fyrir utan það að það er auðvitað komin búð sem heitir einfaldlega Sushibúðin og þar fæst að sjálfsögðu allt til sushigerðar, auk áhalda sem gaman er að eiga.Ég reikna samt ekki með því að koma með blogg um hvernig eigi að gera sushi heima. Ég lærði einfaldlega af youtube myndböndum og mæli með því að þið googlið ykkur aðeins áfram :) 

Það sem ég ætla að gera er að hvetja ykkur til þess að prufa sjálf ! :)

SHARE:

Næturvaktir

Aðal ástæðan fyrir bloggleysi þessa dagana er fyrst og fremst aðeins of margar næturvaktir á Bráðamóttökunni. Næturvaktir eru reyndar afar skemmtilegar stundum og það besta kannski við þær er að þar er enginn sofandi (nema kannski örfáir sjúklingar) eins og á öðrum deildum eða heilbrigðisstofnunum, enda koma sjúklingar á öllum tíma sólarhringsins eins og þið kannski getið ímyndað ykkur.  Andinn er góður og það ríkir viss stemning að vera á næturvöktum. 

En

Þegar maður vaknar eftir 3. eða 4. næturvaktina uppúr 16 á virkum degi. Hvað á maður þá að fá sér að borða? 

a) ekki meira ristað brauð með osti  -takk
b) morgunmat? kornfleks? úff... og ekki búin að borða almennilega máltíð í 3 daga?
eða 
c) 
Ég held að þetta sé ein besta byrjun á degi eftir næturvakt sem hugsast getur !


Grísk jógúrt með hlynsýrópi og kornfleks
Pera, panani og jarðarber
Ristuð beygla með osti og heimagerðu krækiberjahlaupi og hin með skinku
Latté


mmmm!!!

En

Mig langar að minna ykkur á að like-a fb síðuna hér til vinstri á síðunni. Þar missið þið ekki af uppskriftum eða bloggum
(ég set líka inn uppskriftir sem ég finn á netinu og finnst áhugaverðar og þess virði að prufa)


SHARE:

miðvikudagur, 11. apríl 2012

kraftakökur - heilsukökur

Já. Það eru til 150 mismunandi útgáfur af þessum kökum.
Flestar eru þó uppfullar af púðursykri og smjöri.
Veit ekki alveg hvar heilsan er í þeim kökum? :)


Þessar kökur eru smá breyttar frá uppskriftinni sem finnst á CafeSigrún en mér hefur reynst best að gera mínar svona.

Eitt sem þið þurfið að vita er að jú, það er engin olía svo að kökurnar geta verið örlítið þurrar.
En, fyrir vikið eru þær hollari.
Þið megið auðvitað prufa að setja smá olíu í kökurnar ef þið viljið

Uppskrift 
gerir 5-7 kökur 
100 gr haframjöl
150 gr spelti
1tsk kanill
1 tsk lyftiduft
1 egg
1 tsk vanilludropar
1 dl pekanhnetur
1 dl rusínur
1 dl dökkt súkkulaði, saxað teninga (suðusúkkulaði eða dekkra súkkulaði)
1 dl sesamfræ
1/2 tsk salt
4-5 msk hlynsýróp
4 msk súrmjólk (létt AB mjólk/létt súrmjólk/súrmjólk)

Aðferð
-Allt sett í eina skál og blandað saman með sleif.
-Kúlur mótaðar með höndum, settar á plötu og flattar út með lófanum.
-Mótaðar aðeins til þar sem þær fletjast ekkert út í ofninum og koma í raun nokkuð svipaðar útúr ofninum miðað við hvernig þær fara inn
-Bakað við 180°C á yfir og undir hita í 15-20 mínútur. Fer allt eftir stærð. Takið þær út þegar botninn á þeim er orðinn aðeins brúnaður. (ekki baka þær of mikið því þá verða þær harðar)


enjoy :)SHARE:

þriðjudagur, 3. apríl 2012

Kjúklingaspjót

Frábært í afmæli, saumaklúbb og partý.

Oft langar manni til að vera með eitthvað annað en heitan brauðrétt og kökur. Þetta er góð leið til að hafa eitthvað annað. Auk þess sem að þetta er skemmtilegur og flottur réttur :)

Pinnarnir fást í IKEA. Einnig er hægt að nota venjulega pinna og klippa þá í tvennt Uppskrift: 

Einn bakki af kjúklingalundum 
1 dl BBQ sósa
2 msk ítalskt krydd (eða sitt lítið af hverju af oregano, timian, rósmarín og öðru pizza-legu kryddi)
3 tsk Season All/Lawry's 

Kjúklingurinn þakinn með blöndunni og látinn standa í hálftíma á borði áður en hann er eldaður (ef enginn auka tími er til stefnu... hafið þá engar áhyggjur og skutlið þessu inní ofn ! ) :)

Eldað við 250°C í ofni í 15-20 mínútur helst í bakka með grindum til að láta kjúklinginn liggja á. Ef þið eigið ekki slíkan bakka (minn fæst í IKEA á undir 3000 kr). Setjið þá lundirnar á venjulega ofngrind og ofnplötu á hæðina fyrir neðan til þess að grípa það sem rennur af kjúklingnum. 

Borið fram með hvítlauks eða gráðaostasósu 


Uppskriftin af Pizzakúlunum er hér

Enjoy 


SHARE:
Blog Design Created by pipdig