mánudagur, 25. febrúar 2019

Kjúklingabringur í ofni með tómötum og ferskum kryddjurtum

Litríkur réttur úr hreinum hráefnum sem vekur athygli á matarborðinum og slær í gegn.






Fyrir 3

3 kjúklingabringur
1 msk ferskt rósmarín
1 msk ferskt timian
1 hvítlauksrif
4 msk góð ólífuolía
salt og pipar eftir smekk.

2 lúkur af smáum krisuberjatómötum
flögusalt
góð ólífuolía

Til þess að setja yfir þegar rétturinn er kominn út:
Basilíka og parmesanostur

Aðferð:
-Skerið hvítlauksrifið niður í bita, grófsaxið kryddurnirnar og setjið ásamt olíu, salt og pipar saman í mortél. Steytið létt saman og veltið svo bringunum uppúr olíunni.
-Raðið bringunum í eldfast mót og raðið í kringum þær tómötum sem búið er að skera í helminga. Veltið þeim um í olíunni og kryddinu.
-Eldið í 190°C ofni í 30 mínútur eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn.
-Þegar rétturinn er kominn út er ferskri basilíku stráð yfir sem búið er að skera í strimla og parmesan annað hvort rifinn yfir eða skorinn í litlar sneiðar með skera stráð yfir.

Frábært að borða með þessum rétt nýtt súrdeigsbrauð, salat og/eða blómkálsmús





SHARE:

mánudagur, 4. febrúar 2019

Ostakaka

Þessa uppskrift gerði ég svo oft þegar ég vann á Halldórskaffi að ég gerði hana ekki í mörg ár!

Þegar ég fór svo að halda upp á barnaafmæli krakkanna þá langaði mig rosalega mikið til að gera þessa köku og þurfti svo nokkrar tilraunir til þess að rifja upp uppskriftina þar sem ég hafði hvergi skrifað hana niður :)

Þetta er klassískt ostakaka með stökkum kexbotni.
Ég hef alltaf sett berjablöndu eða jarðarber ofan á kökuna en það er hægt að setja allt sem hugurinn girnist ofan á, grunnurinn er alltaf sá sami.




Kexkökur settar í lokanlegan poka og brotnar með kökukefli eða buffhamri þar til að það eru engir stórir bitar eftir.
Bræddu smjöri helt ofan í pokann og öllu velt saman þar til allt kex hefur fengið smjör í sig. 

Kex- og smjörblöndunni hellt í hringlaga smelluform og slétt úr með skeið. Ekki þrýsta eða þjappa blöndunni
Kælið kexbotninn 
Þeytið saman rjómaost, flórsykur, sítrónusafa og vanilludropa 

þeytið rjóma 

blandið blöndunum saman og bætið matarlíminu  útí þegar búið er að leysa það upp 

Gott að hafa aðstoðarmann sem spyr 5x á mínútu "hvað gera núna mamma " ;) 


Þegar ostakakan hefur verið í kæli eða frysti í klst og hefur stífnað er berjum raðað yfir 

Jarðaberjahlaupi hellt varlega yfir ostakökuna, ath má ekki vera heitt 


Skorið meðfram kökunni allan hringinn og forminu smellt utanaf kökunni. Pönnukökuspaða eða stórum hníf stungið undir botninn til þess að losa hana af botninum og hún færð yfir á annan disk. 


Uppskrift
300 gr digestive kex
200 gr smjör (brætt)
500 ml rjómi
400 gr rjómaostur
2 msk sítrónusafi
3 matarlímsblöð
150 gr flórsykur
2 msk sítrónusafi
1 tsk vanillu extract
Frosin ber
Rautt jello

Aðferð 
-Kexkökur settar í lokanlegan poka og brotnar niður í mylsnu með kökukefli eða buffhamri þar til engir stórir bitar af kexi eru eftir.
-Bræddu smjöri er hellt út í kexmylsnuna og öllu velt um þar til að kexið hefur drukkið jafn í sig allt smjörið.
-Spreyið spreyform létt með PAM (nonstick spray) og hellið kexblöndunni í formið. Sléttið hana til með skeið en ath að þjappa eða pressa kexið ekki niður, þá verður kexbotninn of þéttur og harður
-Kælið botninn
-Þeytið saman rjómaost, sítrónusafa, vanillu extract og flórsykur í einni skál
-Þeytið rjóma í annarri skál
-Blandið saman rjómanum og rjómaostablöndunni. Best þykir mér að byrja á að setja rjómann smá saman útí rjómaostablönduna (í 3-4 skömmtum eða svo) og þeyta létt með handþeytaranum á milli til að blanda þessu saman.
-Látið matarlímsblöð liggja í köldu vatni þar til þau eru orðin mjúk. Leysið þau upp í 1,5 dl af mjög heitu vatni, látið blönduna standa og kólna aðeins.
-Hellið matarlímsblöndunni útí ostakökublönduna á meðan þið hrærið með handþeytaranum. Ostakökublandan mun þynnast aðeins við þetta en hún þéttir sig aftur þegar hún kólnar.
-Setjið blönduna yfir kexbotninn. Passið að hún fari vel út í allar hliðar svo að hlaupið renni ekki niður úr forminu þegar þið hellið því yfir.
-Látið kökuna standa í ískáp í frysti í klst.
-Dreifið frosinni berjablöndu yfir ostakökuna
-Útbúið rautt hlaup úr pakka (etv frá Jello). Ekki nota nema brot af því vatni sem gefið er upp. Í einn Jello pakka set ég 1,5 dl af sjóðandi vatni og leysi upp duftið. Bæti svo 1,5 dl af köldu vatni. Hellið varlega yfir öll ber. Líka hægt að nota ausu. (reynið að forðast að hlaupið myndi mikla froðu)
-Kælið kökuna aftur

Skerið meðfram kökunni til að losa formið frá kökunni. Notið svo pönnukökuspaða eða langan hníf til þess að losa botninn undan kökunni og látið hana renna yfir á kökudisk (einnig hægt að bera hana fram á botninum úr forminu)


Njótið :)

SHARE:
Blog Design Created by pipdig