Vaknaði frekar furðuleg í morgun og hélt að það væri kannski af því að ég var ekkert allt of vel sofin og ekkert búin að borða neitt... svimi og hálsbólga og eitthvað svona skemmtilegt..
2. vorprófið/lokaprófið (?)prófið var í dag og það var í Lyflækningafræði, hélt að ég væri nú OK undirbúin undir það en BOJ OH BOJ, þetta próf var voða lítið í líkingu við glósurnar okkar og flestir komu út úr prófinu með histerískan hlátur í farteskinu. Miðað við jólaprófin þá hlýt ég að ná þessu prófi þar sem ég hélt að ég væri skítfallin í þeim öllum ! (ha ha ha)
á leiðinni úr prófinu og upp í kringlu gerðist svo svoldið virkilega leiðinlegt... í einhverri óheppnissrunu þar sem margir bílar hemluðu snögglega á gönguljósunum fyrir framan 365 á miklubrautinni þá HAMRAÐI ég aftan á Opel Astra grey með 19 ára stelpu í, og hún fór beint á BMW þar fyrir framan þar sem hún var líka tæp á að klessa á hann in the first place.
ég fæ samt enga vorkunn þar sem ég er skv öllu í öllum órétti og obbulítið pirruð á þessu bílslysi.. stelpan fékk því miður svolinn slink á hálsinn og ég er ennþá að gera upp við mig hvort að dúndrandi verkirnir í bakinu mínu séu út af árekstrinum eða út af beinverkjunum sem eru út um allt vegna þess að ég er (já be prepared) líka veik... með hita (39°), hálsbólgu, beinverki, svima, höfuðverk, kulda, svita... oooh. allan pakkan.. ! ég er meira að segja ekkert að lækka í hita. urgh
Förinni er þó heitið upp á slysó í fyrramálið ef bakið er ennþá með mótþróa og fá þetta skráð... helvítis vesen á mér ! :)
ég hef því verið greind sem aumingi með flensu og ætla að eyða næstu dögum í að reyna að klára lokaprófin, láta mér batna og fara í Þorraferð 4x3 á flugi næstu helgi.
það eina bjarta sem ég sé við allt þetta er að ég hef "afsökun" til að sofna á 10 mínútna fresti og vorkenna mér gríðarlega þar sem ég á ekkert góðan dag í dag...
hér er heldur enginn til að hugsa um mig, hrista sængina, gefa mér klakavatn, elda fyrir mig súpu og fara út í búð fyrir mig. Eins gott að mér batni fljótt því að það er fátt í ísskápnum nema ógrynni af appelsínum ! :o
the appelsínu diet? (gæti virkað)
þið óheppin í dag sem lendið í að lesa þetta því að eftir allt þá er nú enginn hér sem þarf að hlusta á vælið í mér svo poor u ! :)
ég er fegin að hafa ekki lent aftan á úber flottum og dýrum bíl, hvað þá jeppa.. átsj !
ég veit að þetta er bara ansi vel sloppið og sem betur fer hef ég ekki orðið var við neinn vatnskassaleka og hjólin eru í lagi svo að ég get keyrt hann, ekki það að ég sé á leiðinni eitthvað út ! :) Hann fer í yfirhalningu hjá pápa um helgina og ég fæ örugglega varabíl með mér í bæinn á mánudaginn ef þessi verður ekki kominn með varahluti.
Ekki má gleyma að nefna hvað ég á góða foreldra :) þau ætluðu bara að drífa sig í bæinn til litlu veiku bílslysastelpunnar sinnar og koma með varabíl á bílakerrunni og taka minn... awww :) Fallist var þó frá þeirri ákvörðun þegar minn virtist vera keyrsluhæfur :) takk samt :*
ekki lagaði það svo ástandið mitt þegar ég var formlega orðin veik en ekki bara slöpp og auðvitað er mamma bara 2 tíma í burtu ef ég þarf að láta hjúkra mér ;)