þriðjudagur, 19. maí 2020

Bananakaka á hvolfi með karamellu

Þessi kaka er himnesk. Stökkar hliðarnar eftir að smjörið bubblar á meðan hún bakast, mjúk og safarík karamellan sem umlykur safaríka bananana og svo ís til að toppa þetta allt er svolítið eins og himnaríki í köku verð ég að segja. 

Fyrir utan hve góð hún er þá tekur lítinn sem engan tíma að undirbúa hana þar sem öll innihaldsefnin hrærast saman í einni skál með sleif og svo er hún bökuð í hverskonar formi sem ykkur kann að láta ykkur detta í hug. 

Þó svo að ég notist hér við formkökuform þá má vissulega nota eldfast mót, lítið kringlótt form eða jafnvel baka þessa köku í pönnu sem má fara í ofn. 
Hún mun hvort sem er hvolfast á annan disk þegar hún er bökuð svo að formið sem hún bakast er aukaatriði. 



Uppskrift 

100 gr smjör, brætt
100 gr púðursykur 
2-3 bananar 

170 gr hveiti 
135 gr sykur 
1/2 tsk salt 
2 tsk lyftiduft 
1 tsk kanill 
3 msk matarolía
1 egg
1 tsk vanilluextract / dropar 
180 ml mjólk


Aðferð

-Bræðið smjör og blandið púðursykur saman við. Hellið í botninn á formkökuformi (það þarf ekki að smyrja formið áður
-Skerið bananana langsum í sneiðar og leggið yfir blönduna 
-Blandið restinni af innihaldsefnum saman í skál og hrærið með sleif þar til allt er vel blandað saman
-Hellið varlega yfir banana og bakið í 180°C heitum ofni á blæstri í 35 mínútur eða þar til kakan er karamellubrún að ofan
-Látið kökuna standa á borði í 15 mínútur eftir að hún kemur úr ofninum og hvolfið henni svo á disk.
-Borin fram volg með rjóma eða ís 

Setjið smjör og púðursykur saman í skál
Smjör og púðursykur sett saman í skál 
Smjör- og púðursykursblöndunni helt í botninn á forminu og bönunum raðað ofaná í botninn 

Þurrefnum, olíu, eggi og mjólk blandað saman í skál með sleif og svo helt yfir 

Þegar kakan hefur kólnað í 15 mínútur eftir að hún kemur úr ofninum er henni hvolft á platta eða disk svo að bananarnir sem voru í botninum séu nú efstir. 

ATH 

-Það er hægt að skipta út banönum í staðinn fyrir ananas, epli eða perur að vild. 
-Það má sleppa vanillu eða kanil ef þið eigið það ekki til 
-Rjómi er alveg jafn tilvalinn og ís 
-Ég setti Saltkaramellusósu frá Skúbb yfir ísinn.



Volg karamellu-kaka með banana og ís

SHARE:

fimmtudagur, 14. maí 2020

Ofnbakaður Camembert

Mmmmm

Bráðinn ostur, heitur, lekandi með dísætu hlynsýrópi!

Fullkomið fyrir datekvöld eða saumaklúbbinn. Já eða bara hvað-sem-er ! :)
Eftirrétt eftir grillið, kósíkvöld uppí sumarbústað, snarl uppí rúm seint um kvöld .... hvað-sem-er



Uppskrift 


1 camembert
2 msk hlynsýróp
2 msk muldar pekanhnetur
1 msk söxuð trönuber eða döðlur

Aðferð 


-Hitið ofninn í 200 gráður
-Skerið ofan í ostinn, 2/3 af leiðinni í gegn, skerið eins og þið væruð að skera eftir línunum í rúðustikuðu blaði :)
-Setjið 2 msk af hlynsýrópi yfir og bakið ostinn í 10 mínútur
-Takið hann út og setjið pekanhnetur og trönuber/döðlur yfir, bakið í 5 mínútur í viðbót.

Skerið í ostinn
Hellið hlynsýrópi yfir 

Ath 

Ég læt pekanhnetur og berin ekki vera allan tímann inni því ef þetta er allan tímann þá getur það ofeldast og orðið beiskt :) Þetta þarf aðeins að ristast en á alls ekki að brenna.





SHARE:

miðvikudagur, 13. maí 2020

Sterkur kjúklingur í Gochjang sósu

Ég ætla að gefa þessum alveg 6.5 af 10 í 🌶
Sem mér finnst alveg ótrúlega gott.
Elska að elda sterkan mat heima og þessi réttur rífur temmilega í og er með svo djúpu og skemmtilegu bragði að ég stóð mig að því að ausa sósunni sérstaklega bara yfir hrísgrjónin bara til þess að fá meira af þessu sæta, salta, sterka bragði!

Í sósunni er aðal stjarnan Gochjang paste sem fæst í ÖLLUM búðum sem selja asíumatvörur enda er þetta krydd notað í afar mörgum kóreskum réttum. Sem ég skil mjög vel. Liturinn og bragðið er svo einstakt og gott að ég hef notað þetta krydd í marga rétti undanfarið

Ég kýs að nota kjúklingalæri þar sem þau eru svo mjúk og góð þegar þau eru elduð í svona sósu. Þau þola líka mikinn hita án þess að þorna upp.


Uppskrift:

(fyrir 2-3) 

6-8 úrbeinuð kjúklingalæri (600-800 gr)
3 msk Gochjang paste
3 msk hunang
1 msk soyasósa
1 tsk sesamolía
1 tsk rifinn ferskur engifer
2 rifin hvítlauksrif
smá svartur pipar

Til skreytingar þegar rétturinn er kominn útúr ofninum:
Vorlaukur (græni hlutinn)
Sesamfræ

Aðferð

-Hrærið öllum innihaldsefnunum á marineringunni saman í skál
-Setjið kjúklingalærin útí og látið standa á borði í klst
-Hitið ofninn í 230 °C á yfir- og undirhita
-Raðið kjúklingabitunum eldfast mót, látið bitana ekki ofan á hvorn annan
-Eldið í 20 mínútur
-Kveikið á grillinu í ofninum og grillið við 230°C í 10 mínútur í viðbót
-Takið út og setjið vorlauk og sesamfræ yfir
-Borið fram með hrísgrjónum og fersku salati


Setjið marineringuna í skál 
Hrærið saman 
Hellið yfir kjúklingalærin og látið standa á borði í klst áður en þið eldið 
Raðið í eldfast mót og setjið inn í 230°C heitan ofn 
Breyið stillingunni á ofninum í grill eftir 20 mínútur og eldið þannig í 10 mínútur 
Vorlauk og sesamfræjum stráð yfir 

Borið fram með hrísgrjónum og fersku salati 



 Ath.
-Það er hægt að sjóða sósuna niður með því að hella henni í pott og sjóða þar til hún þykknar og bera hana fram þannig
-Tilvalið er að nota bygg eða blómkálsgrjón með þessum rétt.
-Frábært til þess að grilla í sumar og ef til vill hafa grillað brauð, létta hvíta sósu og ferskt grænmeti með


enjoy! :)

SHARE:

sunnudagur, 10. maí 2020

Hnetusmjörskökur með súkkulaðiperlum


Mig gæti hafa langað til að kalla þetta smákökur en þetta eru alls engar smákökur :) 
þetta eru stórir, djúsí, seigir, sætir hlemmar með stökkri skorpu. Já, alls engar smákökur ;) 

Vissulega mætti gera kökurnar minni, það er lítið mál og þarf þá bara að styttta bökunartíma í samræmi við það. 

Hugmyndin er samt hinsvegar að þetta séu kökur sem svipar til stóru djúsí kakanna á kaffihúsum og það er þess vegna engin tilviljun að þessar kökur bragðist dásamlega með heitum kaffibolla, kakóbolla eða stóru glasi af mjólk! :) 

Það er ótrúlega margt gott sem byrjar á smjöri og sykri ;) 

Og fátt sem verður ekki aðeins betra með smá hnetusmjöri 




Hér gerast töfrarnir með smá súkkulaði í sykurskel :) 



Risa kökur, mjúk og seig miðja... namm 






Uppskrift 

Gerir 18 stórar kökur 

(ath að einn bolli er 250 ml) 

1 bolli púðursykur 
1/2 bolli sykur 
220 gr lint smjör  
2 egg 
1 bolli hnetusmjör 
2 tsk vanillu extract/vanilludropar 
2.5 bollar hafrar 
1.5 bollar hveiti 
1/2 tsk salt 
t tsk matarsódi
2 pokar Nóa Síríus súkkulaðiperlur/2 bollar M&M eða Smarties 

Aðferð

-Þeytið saman púðursykur, sykur og smjör með handþeytara eða í hrærivél þar til blandan lýsist aðeins 
-Bætið við eggjunum einu og einu við og þeytið aðeins á milli (þarf ekki að þeyta mikið) 
-Hrærið hnetusmjöri og vanilluextraxt saman við svo það sé alveg blandað samanvið
-Hrærið þurrefnunum samanvið þar til blandað og að lokum bætið þið við súkkulaðiperlunum (rétt svo að það blandist saman) 
-Setjið deigið á bökunarpappírsklæddar plötur með 2 skeiðum, miðið við golfkúlu að stærð og setjið ekki fleiri en 6 kökur á hverja plötu þar sem þær renna mikið út. 
-Bakið við 180°C gráður í 15-18 mínútur á blæstri. Ath að kökurnar geta virst vera hráar þegar þið takið þær út en þær munu setjast og verða tilbúnar þegar þær kólna. Reynið þó að miða við að brúnirnar hafi tekið karamellulit. 
-stráið smá sjávarsalti yfir þegar þær koma úr ofninum 


Ath:
-Þetta er stór uppskrift, kökurnar geymast samt vel í lokuðu boxi í allt að 4-5 daga.
-Það er auðvelt að helminga þessa uppskrift. Endilega gerið það ef þið viljið ekki alveg 18 stk af stórum kökum :) 
-Þó það sé eflaust freistandi að borða þessar kökur volgar þá eru þær bestar þegar þær hafa kólnað aðeins. 
-psst. það þarf alls ekki salt yfir þegar þær koma út. 
-Það er hægt að nota grófsaxað súkkulaði í staðinn fyrir súkkulaðiperlurnar 





SHARE:

miðvikudagur, 6. maí 2020

Köld sinnepssósa

Æðisleg sinnepssósa sem bragð er að! 
Frábær með grillinu í sumar eða fiskréttum.
Geymist vel og um að gera að gera nóg af henni til að eiga.

Uppskrift: 

2 kúfaðar msk majones 
2 kúfaðar msk sýrður rjómi
1 tsk dijon sinnep
1 tsk sætt sinnep 
2 tsk sítrónusafi 
1/4 tsk hvítlaukskrydd/duft 
salt og pipar eftir þörfum 
3 msk gróftsaxaðar sinneps-sprettur 


Aðferð:

Hrærið öllu saman í skál ogl látið standa í amk 15 mínútur áður en þið berið fram. 


SHARE:
Blog Design Created by pipdig