mánudagur, 29. nóvember 2004

Hvað haldiði að ég hafi fundið

var að skoða í tölvunni hennar mömmu og fann bút af ferðasögu sem ég skrifaði eftir að ég og árun fórum road trip á akureyri í fyrrá á 17. júní...
Bráðskemmtilegt.
Vantar eitthvað á endann en hann er einhvernveginn þannig að við fórum a djammið, urðum blindfullar
með sjampóbrúsa í sjallanum, reyndum að ræna hjólkoppum
stálum grolsch bökkum og glasi, kæliboxi með engu loki og skóm. hehe
svaka gróði....

Akureyri 17. júní 2003


Jæja. Við ætluðum sko þokkalega að fara til Akureyrar á Road trip ég og Árún og ekkert múður með það!!! Hehe. Árún reyndar að vinna til 5 á mánudeginum og ég til 2 en það stoppaði okkur ekki neitt frekar en eitthvað annað eins og hæsi og slæm heilsa. Ég rauk úr vinnunni og beint í sturtu og fór svo að pakka niður eins og brjáluð væri og ákvað að það væri nú betra að taka meira með heldur en minna því að þá væri aðeins minni hætta á að ég myndi gleyma einhverju alveg BRÁÐNAUSYNLEGU (eða ekki) J hehe. Kvenmaðurinn að ryðja sér rúms eitthvað þarna J ég flýtti mér eins og vitlaus væri og sótti síðan bílinn til pabba sem hafði nú eitthvað kíkt á crazy-car til að gefa honum faraleyfi þar sem það voru all margir sem spáðu honum dauða á þessari hraðferð norður! Hehe. En hver hlustar á svoleiðis???? Ég stóð drusluna eins og ég mögulega gat úr ógeðslegu rigningunni hérna í Vík og vonaði svo innilega að fá að sjá gula fíflið á Akureyri . Árún var í vinnunni þegar ég kom kl 5 og við fórum heim til hennar svo að hún gæti stokkið í sturtu og klárað að pakka niður svo fékk ég líka smá skoðunartúr í nýju íbúðinni hennar .... Áður en haldið var svo norður urðum við að taka bensín á kaggann og svo var það bara let’s go!!!!! Ég gerði nú ágæta tilraun með að fara vitlausa leið norður þegar ég kom út úr göngunum og stefndi á Akranes, Árún var eitthvað ekki alveg sammála og ég snéri við á veginum 1. skipti af mörgum í þessari ferð. Við brunuðum í norður átt með tónlistina í botni í alveg dúndrandi góðu skapi og vorum að skemmta okkur konunglega enda þegar Stefnir hringdi í konuna spurði hann á endanum hvað við værum eiginlega búnar að drekka marga bjóra ! J hehe. Af reglu ætluðum við að stoppa í Staðarskála en allt í einu voru þeir orðnir 2 (löng saga) svo að við ákváðum að stoppa frekar á síðari Staðarskálanum, á milli Staðarskálanna tveggja sáum við stein sem leit alveg út eins og tjald í fljótu bragði litið og við gátum ekki hætt að hlæja við hlógum samt ekki alveg jafn mikið og þegar Árún vinkaði gaurnum sem stóð úti að míga beint að þjóðveginum! Tíminn leið alveg ógeðslega hratt á leiðinni, eða allavegana svona í minningunni að minnsta kosti..... Svo þegar Inga lét vita af sér á Akureyri kl hálf 9 þá fórum við að reyna að flýta okkur aðeins meira þar sem ég var búin að reikna með að komast á Ak kl korter yfir tíu. Inga var orðin eitthvað pirruð á að bíða eftir okkur þegar við loksins komum og við vorum ekki alveg vissar ég og Árún hvort að hún myndi ekki bara snúa við og fara aftur á Egilsstaði á Stuðmannaball þar.... en sem betur fer varð hún kyrr. Þegar við vorum búnar að finna Ingu var komið að finna súluna okkar þar sem við ætluðum að gista..... .var nú alveg ótrúlega lítið mál þegar allt kom til alls og var hliðina á tjaldstæðinu sem allt var búið að vera brjálað á..... HEHE við skyldum sko gera eitthvað af okkur. ..... Eftir make-upið fyrir kvöldið og bjóropnunina varð að drífa sig í að drekka því að kvöldið var ekkert allt of langt. Eftir að við höfðum DÁIÐ úr hlátri yfir tíkallinum í klósettinu eftir að Árún hafði verið á því og að kallinn skammað okkur á gistiheimilinu var ákveðið að skilja alla síma eftir og stinga snuffinu og öllum öðrum nauðsynjum í vasana hennar Árúnar og arkað út á tjaldstæði þar sem við vorum nú vissar um að þekkja ekki nokkurn mann en annað kom nú á daginn þegar stelpurnar réð
SHARE:

sunnudagur, 28. nóvember 2004

á lyfjum

Heimsótti bráðamóttökuna áðan og hitti sætan læknakandídat ;) hann gaf mér einhverja ofur gleði sprautu og er ég eitthvað furðuleg núna....
get allavegana öruggleg aekki sofnað strax.

Röddin hefur nú formlega sagt bæ og verð ég ekki viðræðu hæf fyrr en í fyrsta lagi á þriðjudaginn
SHARE:

laugardagur, 27. nóvember 2004

Ræ ræ ræ

Well....
Var að syngja á Celtic Cross í kvöld (nótt) er veik með kvef og Hálsbólgu! jakk
er núna hás og raddlaus
já, klukkan er 5,56 að morgni til og við bíðum hérna eftir pizzu sem fúsi var að panta...mmmmm
plan á morgun er sofa, læra, batna, og syngja!
endilega kíkið á Celtic Cross...
kveðja
ÉG
SHARE:

fimmtudagur, 25. nóvember 2004

Málaði þessa líku fííínu piparkökur með bróður mínum í gærkvöldi, svona þegar við vorum búin að skreyta mini-jolatréð :) Posted by Hello
SHARE:
So var hann líka svooo mjúkur litla ljónið... Posted by Hello
SHARE:

miðvikudagur, 24. nóvember 2004

sko kúrarann... Posted by Hello
SHARE:

rest in peace

Tígri minn er dáinn...
Var búinn að vera voða veikur síðustu daga og mamma og pabbi brunuðu með hann á dýraspítala hérna í bænum og þar var greyið pínt fram og til baka.
Það kom svo í ljós að hann var með mjööög slæma sykursýki og sykurstuðullinn í honum var 20 þegar hann á bara að vera 4.
Mamma og pabbi tóku því þá ákvörðun að lóga honum því að þau gátu ekki hugsað sér að fárveikan kött sem liði obbolega illa og þurfa að gefa honum insúlín tvisvar á dag.
Þetta er semsagt annað gæludýrið mitt sem deyr þetta árið :(
Kisi var samt svo rooosalega mikill persónuleiki, og kúrari af lífi og sál. Hver á að hita mér á tánum núna?! :(

SHARE:

Sjúkraflutningur

Yngsti fjölskyldumeðlimurinn er á leiðinni í bæinn á spítala....
frekari fréttir síðar þegar hann er búinn í rannsóknum...
SHARE:

þriðjudagur, 23. nóvember 2004

Jájá, hér er ég

Fór austur um helgian og átti nú ÆÆÆRLEGA að slappa af. kom seint en síðar meir austur og kíkti á hljómsveitaræfingu, hún stóð reyndar stutt yfir enda var rútur ekki heima en hann ætlaði að koma á laugardeginum austur, skellti síðan bílnum mínum inn á verkstæði í þiðningu enda var hann jafn freðinn og frosinn kjúklingur... Tók svo bara Raminn og rúntaði út í skúr til einsa og Hauks þar sem ég ruglaði og ruglaði í þeim. Frekar lítið líf var í kaupstaðnum svo að ég tók bara stefnuna út á Höfðabrekku og horfði á Idol með Carinu, Ingvari og Jóhönnu. Carina hafði verið svooo sniðug að taka Idol upp :) Enn setti þetta allt á timer og gleymdi að úrslitin voru sýnd eftir hálf tíma svo að við sáum þau ekki. Ingvar kvaðst var alveg ómögulegur og ekkert getað sofnað nema að hann vissi úrslitin :)
Fór svona aldeilis líka bara snemma að sofa eða svona um eitt og leið alveg voða vel í gamla rúminu mínu ;) Kötturinn kom reyndar nokkuð margar ferðir til að athuga hvort að hann kynni ekki enn að vekja mig og jú, það kann hann sko.

Laugardagurinn var framan af hreint óvenjulegur enda var ég drifin í sund í -10 °C frosti fyrir kl 11 ofan í 35°C heitan pott þar sem ég skalf og skalf og synti fram og til baka á meðan Siggi og Jói létu sér líka vel að ég væri að hræra upp í vatninu. Það var nefnilega að koma heitarara vatn inn. SVo þegar potturinn var kominn í svona helvíti þægilega gráðutölu þá var mér svo mál að pissa að ég varð að fara upp úr og nennit ekki aftur ofaní :) Svo átti ég líka stefnumót sem ég var að verða of sein á :)
Bíllinn var nefnilega orðinn þiðinn og Trausti stóð þurr í saltpolli inn á verkstæði þegar ég opnaði hurðina. Fúsi var líka mættur á svæðið því að hans bíll hafði líka staðið inni um nóttina, reyndar í öðrum erindagjörðum, hann var nefnilega að fá sér ný gleraugu fyrir eigandann. úti í byl stóðum ég of fúsi vopnuð 2 gulum svömpum, fötu með heitu vatni og til að vera ennþá meiri kellingar þá vorum við með heitt vatn á slöngu líka :) En common, það var heavy frost !
Þegar búið var að þvo, þurrka, ryksuga, þurrka af, taka til og raða þá var BÓNAÐ báða dekurbílana ;) Grey Trausti sem var orðinn svo skítugur gefur nú skít í allan skítinn því að hann festist ekki á honum :)

Hljómsveitaræfing var haldin heilög og mættu allir með bjór. (nema krulli) Örugglega það eina slæma við að vera söngkona á fylleríi er það að hún getur drukkið og drukkið og alltaf haldið á bjór á meðan strákarnir verða að drekkaá milli laga.. Ég var semsagt orðin RÚLLANDI fyrir hálf 10! Þegar æfingin var búin skelltum við okkur árúntinn með Krulla og svo létég alla crasha í heimsókn til Helga. Þaðan var leiðin látin liggja niðrá bar, reyndar mistókst ferðin mín upp í crúserinn hans Krulla þegar ég steig á klakastykki á leiðinni of flaug hálfa leiðina inn, já bara hálfa því að ég skelti sköflungnum svo harkalega í stigbrettið að það STÓR sér á mér og ég er með marblett dauðans :( Fúsi hló og hló og dró mig inn í bílinn og off we go, niðrá bar.
Tobbi snillingur var búinn að poppa og kom með popp með sér á barinn sem hann deildi með fólki. Snuffið hans Sigga kláraðist svo að við settum íslenskt í staðinn ofan í president dolluna.... haha !

Sunnudagurinn endaði svo í svaaaka fjallaferð með Krulla og Atli var líka á sínum bíl. Rúntuðum inn á Heiði og fundum slatta af snjó. Allt í einu fór reyndar að bera á vondri olíulykt og þegar krulli stoppaði í smá stund á meðan hann var að bíða eftir að Atli færi yfir Kerlingardalsá þá héldum við áfram að finna lyktina. (Var samt búið að fara út og gá, en ekkert fannst) þegar krulli svo bakkaði ég smá, sagði ég að nú væri kannski tími til að stoppa og tékka á bílnum því að honum var búið að blæða í poll undir bílnum. Þá var drepið á og fundið út að bíllinn dældi út olíu af sjálfskiptikælinum og þá má víst EKKI keyra bílinn lengra. Atli tók okkur því í tog og ákveðið að halda sömu leið til baka. Fullt af ám og lækjum var á leiðinni sem þýðir að við urðum bara að HALDA OKKUR!!!!!!!!!!!!!!!! Því að þegar atli fór ofaní lækinn og þurfti svo að gefa aðeins í þegar hann fór upp á bakkann sem þýðir að við fórum á FULLUM hraða ofaní og uppúr aftur!!! :)
hefði átt að koma í íþróttatopp.. man það næst fyrir næsta sunnudagsrúnt.
Þegar síðasti skaflinn var eftir komu traustabrestir í Atla og þá voru víst farnir einu sinni enn Öxlar og Kross... það var semsagt bara afturdrifið sem varð að bjarga okkur úr þessu en það tókst með tímanum :)

Wicked helgi!

SHARE:

föstudagur, 19. nóvember 2004

Ísdrottning

Ég ætla bara að segja það og skrifa, að líkaminn minn hann lífræðilega starfar ekki í -12C frosti kl 8 á morgnanna ! ! !
Það er varla að Trausti virki ( en virkar þó ) og hvað þá ég ...
Svo þegar maður er alltaf í þessum stuttu ferðum á leiðinni í skólann og heim þá hitnar bíllinn ekkert, heldur safnar klaka innan á rúðurnar. Trausti verður orðinn ansi brynvarinn ef ég fer ekki austur um helgina með hann í þíðingu, hehe.
SHARE:

fimmtudagur, 18. nóvember 2004

Jæja, það er bara kominn fimmtudagur...

Ótrúlegt hvað vikunni tekst alltaf að líða hratt....
Í gær var miðvikudagur og ég mætti hress og kát í Jógafötunum í leikfimistíma... Enda er ég í Jóga ( Já Svava, búin að prufa buxurnar :) Nei nei, haldiði ekki bara að í salnum standi fallegur, dökkhærður maður sem sagði JÆJA! Nú ætlum við að dansa, ég get bara sagt það hér og nú að ég kann EKKI að dansa en ákvað nú að gefa manninum séns þar sem hann var nú svoldið sætur.
REyndar átti ég ekki að dansa við hann, heldur við bara þennan og hinn en hann kenndi okkur bara ágætlega að dansa Foxtrott og Salsa, ekki það að ég held að ég kunni að nota þessa dansa á næsta réttarballi, en sjáum til.

ATH:
2 Snafsar verða á Celtic Cross þarnæstu helgi (Svona fyrir þá sem mættu ekki síðustu helgi)

Stefnan er samt sem áður tekin austur um helgina og aldrei að vita nema við í stóru sveitinni setjum bara upp prógramm fyrir áramótaball?!!!!!
SHARE:

miðvikudagur, 17. nóvember 2004

It's beginning to look a lot like Christmas...

Jæja, fékk svona líka hreingerningaræði í gær og eldaði meira að segja Tandoori kjúklingarétt...
Svo Breytti ég herbeginu mínu... hehe, svona barely samt, færði bara rúmið og nú er það komið undir gluggann... Miklu meira danspláss í herberginu núna..
Svo fór ég í bíó með fúsa kl 8 á Bad Santa. Þetta var Kiss Fm forsýning sem Gunna Dís Móbó fari gaf mér miða á. Takk! ;)
Myndin var kannsk iekkert svo rosalega góð en ágæt afþreying.
Missti mig líka í myndatökum í snjókomunni í gærkvöldi...
endilega kíkið á SMÁ sýnishorn ;)
Snjór :)

SHARE:

mánudagur, 15. nóvember 2004

Voða voða flink :)

sjáið nöfnin á kommentunum mínum ;)
Breytti þessu alveg sjálf, verst að snilli mín í tölvunum nái ekki lengra, því að ég get lífsins ómögulega sett mynd í bakgrunn á powerpoint slide...
en nóg um það.
Það er ekkert voða gaman fyrir mig að vera skrifa og skrifa og sjá svo að það eru um 100 heimsóknir á dag á síðuna... en enginn skrifar neitt nema aðrir bloggarar sem eru meira að segja nefndir á síðunni minni ;)
Svo, endilega opnið ykkur og látið í ykkur heyra !
SHARE:

Má ég biðja um óskalag ? ? ? ? !!!!!!!!! Áttu "Svartur Afgan"

Jæja. þessi líka miiikla helgi er búin. Án þess þó að ég sé eitthvað mikið fegin...
Fúsi kom svona í fyrra fallinu á föstudaginn, jah eða svona um 5 leitið. Ég var kannski ekki í allt of góðu dagsformi enda höfuðið búið að vera að kvelja mig allan daginn. Reyndi bara að hafa mig rólega, svona líka til að hlífa röddinni því að maraþon var framundan. Fórum út að borða á ELdsmiðjunni og fengum svaka fína pizzu, og við gleymdumst ekki ( Ég og Stefnir eyddum mörgum tímum þarna einu sinni ) Svo hófst bara biðin... Fáránlega skrítið bara að bíða og bíða eftir því að klukkan yrði 1 því að þá ætluðum við að mæta til vinnu :) Svoldið skrítið, héngum bara heima og gláptum á sjónbartið, ásamt því að drekka einn bjór eða svo...
Þegar Ragna var búin að eyða áætluðum tíma í að gera sig sæta og Fúsi búinn að halda því fram að hann væri rosalega sætur skutlaði Jói frændi okkur niðrá Celtic Cross þar sem við stilltum upp dótinu aftur fengum okkur einn róandi drykk. Fólk var þá þegar farið að flykkjast að og við ákváðum bara að byrja á slaginu 1. Fólk fór strax að taka undir og fólk byrjaði jafnvel að dansa fyrir 2. Óskalögin fóru að berast og það er bara gott og gaman að fá þau, en bara ef við erum með þau á prógramminu.... Það þýðir semsagt ekkert að verða illur ef við GETUM ekki spilað það...
Aðal "Hit-ið" var Svartur Afgan (HLusta á Zeppelin....) URRRGGGG Þetta kvöld vorum við látin spila það 4 eða 5 sinnum!! Gaman var að fá áheyrendur sem ég þekkti og kíkti Svenni Akerlie við í blessferð áður en hann flaug til Tælands kl 5 og með honum Eiki, Bjöggi, Sveppi, Finnur, Ármann og uuu man ekki, held að þetta sé allt. . . 2 gestaspilara fengu að spila en annar þeirra var strákur sem við "könnuðumst" við frá Selfossi og svo var hinn einhver gaur sem er að spila með barþjóninum (Fribba). Það STÓÓÓÓÓRRRMERKILEGA var það að hann er örvhenntur og spilaði á gítarinn þannig. jájá, það hefur maður oft séð... En hann spilaði á gítarinn hans Þráins! og hann er með strengjunum réttum, því að Fúsi er rétthenntur. Svo pæliði í því hvað það var fyndið að sjá hann taka öll gripin á hvolfi!!!!!!! Við störðum bara á gaurinn. er þetta hægt?????? En svo vissulega var það hægt, því að við vorum að horfa á hann...
Spiluðum og spiluðum eins og við gátum alveg þangað til að klukkan var orðin korter í 6 en þá vorum við orðin svoooldið lúin...
Fengum okkur einn kveðjubjór og töltum af stað með Valda sem félagsskap. Síðasti bjórinn var tekinn með sér og ég fann á mér á alveg ótrúlegum tíma. Ákvað að koma við í reiðhöllinni og vekja heimilisfólk, en þar var bara ó-heimilisfólk, semsagt Rúna og Inga og greip ég í tómt þeg ar ég ætlaði að skríða upp í til Gullu, Enduðum svo á vínsmakki hjá Valda og þar sat ég uppi með 2 ljóðabækur!! Áritaðar!!! hummmm. Við vorum svo komin heim rétt fyrir 8 þar sem við sofnuðum á því græna. Stein-sofnuðum.
Vorum vakin um hálf 2 og skelltum okkur í dag-fötin ;) og skunduðum í Smáralind til að fá okkur að borða og eyða deginum. Þegar við vorum búin með allt sem okkur datt í hug að gera tók ég Fúsa í óvissuferð sem endaði í Jólalandi í Garðheimum :))))) Lítið mál að gleðja mig... :) haha...
Eldaði svo pastarétt fyrir fúsa og Jóa sem var bara ekkert svo slæmur og við fórum svo í Bíó, á the Grudge.... mjééén hvað ég var hrædddddd!!!!!!!!!!!! Hef aldrei fengið gæsahúð, kaldan-heitan svita og skolfið að hræðslu!
Þegar við komum heim tók ég aftur minn tíma í að gera mig sæta og svo skutlaði jói okkur attur niðrá Celtic Cross Og þar voru strax komnir aðdáendur... haha. eða réttara sagt fólk sem við þekktum ;) Fréttum sagt af fólki sem hafði komið fyrr um kvöldið og spurt hvort að stelpan og strákurinn yrðu ekki aftur um kvöldið, ekki svo slæmt að heyra þetta.
Spileríið hófst og fólk var ofurölvi strax fyrir 2 og fólk var farið að dansa ofan í möppunni kl 2 svo ða ég þurfti að ríghalda í statívið og möppuna svo að það myndi bara ekki fara í crowdið. Urðum að taka okkur hlé kl korter í 3 því að annað er ekki hægt mar og þá hvarf fólkið alveg eins og kvöldið áður, áttum gott spjall við strákana sem voru að spila niðri þegar við fundum hljómsveitarherbergi niðri sem fór fram hjá okkur kvöldinu áður ;) Svo var það bara spileríið sem hélt áfram ásamt óþolandi mörgum óskum um svartan afgan og Dolly Parton lög ( það síðarnefnda erum við t.d. EKKI með, og ekki heldur með undir Bláhimni) Siggi, Jói og fleiri kíktu við og tóku vel undir í fjöldasöngnum. Rosalega gaman að þagna í miðju erindi og heyra sönginn frá fólkinu glymja í efri hæðinni. Hættum að spila aðeins fyrr en kvöldið áður, eða svona um 05,15 því að við vorum eiginlega alveg búin á því, ég í röddinni og fúsi kominn með marða putta og engan g-streng :)
Fólkinu var svo öllu smalað í eftirpartý í reiðhöllina sem stóð til tæplega 8 og það var ansi skemmtilegt að horfa á morgunsjónbart badnanna með kókómjólk við hönd. ÉG náði að sofa alveg til hálf 3 en fúsi eitthvað styttra, fórum og fengum okkur að éta á KFC og svo að sækja hljóðkerfið (Hanna Celtic eigandi sagði okkur þar að einhver hefði migið á barinn og fólk hefði ælt út um allt, semsagt, sögulegt fyllerí! ) og skutla því í Garðabæ þar sem Jón Þór tók á móti því.
Skellti mér svo með sjálfri mér í leikhús og sá Héri Hérason og þótti það nokkuð gott. ÞEGar´eg kom út... brrrrr, búið að snjóa og snjóa og ég á bandaskóm með snjó upp á ökla að skafa Trausta litla ....
Klifraði svo beint upp í rúm og sofnaði á mínum græna.
Hæsin sem ég var komin með eftir þennan maraþon söng er farinn og er til í slagið aftur :)
Spilafíklarnir niðri sögðu að það væri nú rosalegt að vera að spila 3 kvöld í röð, og þegar þeir segja það vera mikið, þá hlýtur maður að verða að trúa þeim.

Anyway,
ÞAð er aldrei að vita nema að við séum að spila eitthvað aftur þarna. en tíminn leiðir það betur í ljós :)

SHARE:

föstudagur, 12. nóvember 2004

trallalææææ

Eins og flestir vita þá voru 2 snafsar að troða upp á Celtic Cross í gærkvöldi.... Var ég að vona að einhverjir sem ég þekkti myndu mæta og það stóðst! Fullt af misedrú fólki mættu og var ég eiginlega hálf hissa hve margir mættu... Aðrir voru svo vissir í sinni sök hvað við vorum góð að að þeir ákváðu að taka þá áhættu að við fengjum áframhaldandi gigg um helgina, sem svo reyndar stóðst eftir.... Við verðum semsagt að spila á Celtic Cross í kvöld og á morgun, reiknum með að byrja svona um 1 og vera að til um 5... Verður skrítið að vera edrú til 1.. Enda er ég oftast orðin röflandi full um 1 leitið um helgar... Össh
en allavegana
Endilega kíkið á okkur um helgina ef þið eigið leið fram hjá, það nefnilega kostar bara ekkert inn og ef við verðum voða leiðinleg þá getið þið bara tölt niður þar sem spilafíklarnir eru að spila.

Takk allir sem mættu

SHARE:

miðvikudagur, 10. nóvember 2004

Fréttir, Fréttir, Fréttir, Fréttir, Fréttir

Var ég búin að lofa ykkur fréttum??? :)

Hehe,
ég hef svo sannarlega fréttir
muniði eftir blogginu mínu á sunnudaginn þar sem stóð að ég og Fúsi (2 Snafsar) myndum KANNSKI spila á Celtic Cross á fimmtudaginn, átti bara að tala við eigandann á þriðjudaginn ( í kvöld semsagt ) og þegar ég kom þá sagði hún, oh ég var að bíða eftir að þú kæmir, strákurinn sem ætlaði að vera um helgina datt nefnilega út!!! Hún var semsagt að bjóða okkur heila spilerí helgi!!! jibbí
en þurfum samt að taka eitt prufukvöld fyrst eins og reglan er alltaf og ef þaaað gengur vel... þá fáum við líklegast að spila um helgina... hvað haldiði bara!
Það væri semsagt himneskt ef allir sem sjá sér fært að mæta að koma, því að það stendur allt og fellur með helgina hvort að við höfum góðan stuðningshóp og ég hafi góða rödd og það vita reyndar allir að Fúsi er voða klár.
Ég er orðin svaka spennt og ætla á morgun að reyna að redda okkur hljóðkerfi og ég ætla að fara og versla mér MIC, hef dregið það aaaallt of lengi ... :/
Er strax orðin spennt og vona bara að þið segið sem flestum frá þessu og að það komi sem flestir, veit ekki hvenær við byrjum um kvöldið en reikna bara svona með 10 og erum búin kl 01.00...

ooh, firrrrillldin í mavanum eru á flögrinu...
ætla að fara að horfa á Survivor endursýninguna....

heyrumst!!
SHARE:

þriðjudagur, 9. nóvember 2004

Hætt við að verða móðir

Uppeldið á börnunum gengur það illa að það gengur bara ekki neitt. Get engan vegin fengið Tímon jr. og Púmba til þess ða hætta að standa í matnum sínum og róta honum öllum upp úr, svo komst ég að því að þær borða bara eina tegund af korni í matnum og eru semsagt að leita að meira, og svo troða þær svo bara kornunum öllum í kinnarnar og fela svo fyrir hinni einhversstaðar í búrinu, allavegana er glætan að svona pínku lítil dýr séu að éta heilan hnefa af korni á dag! þar sem þær eru bara svona.... c.a. 2 puttar að stærð!
En allavegana, hef hætt við að verða móðir svona í náinni framtíð því að ég fattaði það að lítil smábörn skilja álíka jafn vel hvað ég er að segja við þau eins og þegar ég er að reyna að segja þessum varðhundum mínum að hætta að rusla út ;)
Sjáum samt til hvernig þetta gengur í næstu viku

Aðal frétt vikunnar er sú að ég get orðið farið að leggja fyrir neðan gluggann minn aftur eftir laaaanga bið. Það er semsagt komin heil gata þarna fram hjá og því hægt að keyra í Stubbaselið ofan frá og neðan :) Höggborar og fleyar eru semsagt með öllu horfnir en eitt stykki lítil grafa hefur dagað uppi þarna ásamt 2 sætum strákum sem eru að leggja hellur ennþá. Ekki væri nú samt leiðinlegt ef það kæmi allt í einu 20 stiga hiti! hehe.

Er algerlega að fara að tapa mér úr stressi fyrir alla þessa fyrirlestra sem ég þarf að fara að flyta núna næstu 3 vikur og svo er ég að fara að gera heimasíðu um Birgittu Halldórsdóttur. Býð fram snúða fyrir hvern þann sem getur hjálpað mér við að setja hana upp á mannsæmilegan hátt, þetta er nefnilega lokaverkefni í íslensku 3736 (Glæpasagnaáfangi) *blikk blikk*

Vinna í kvöld og svo hópverkefna vinna.
Það fer nú að verða sniðugt að fara að kaupa jólagjafir....?





SHARE:

mánudagur, 8. nóvember 2004

Ég og Pete á laugardagskvöld. Posted by Hello
SHARE:
Og ég einu sinni enn, en núna með Mike...  Posted by Hello
SHARE:
Auðvitað var ég þarna líka ;) Rick gæti samt verið að leika í Jesus Christ Superstar :) Posted by Hello
SHARE:
Dave og Rick áhættuleikara, tóku mig undir verndarvæng sinn og sýndu mér þarna í kring, Rick kominn þarna í Gerry Butler gervið  Posted by Hello
SHARE:
Svona lítur Spencer út sem 2 metra kerling ;) Var ekkert allt of hrifin af staðsetningu handar hans eins og sjá má á svipnum á mér :) Posted by Hello
SHARE:

sunnudagur, 7. nóvember 2004

Soooofa. mmmm

Jæja. helgina var pökkuð af viðburðum og ég ákvað að reyna að komast á þá flesta bara því allt hljómaði vel og ég gat engan veginn valið eða hafnað. ok planið var svona...

1. Búin í skólanum, fór svo heim og pakkaði niður, ákvað að skella mér í kringluna svo og keypti mér hálsmen sem passaði við skyrtuna sem ég keypti fyrir síðustu helgi. Datt þetta bara svona í hug hálf 5 en átti að sækja Ingibjörgu kl 5. Þetta var samt fjandi mikil bjartsýni í þessari rooosalegu umferð hérna í bænum, og eiginlega enginn séns að finna stæði. En sem betur fer er ég aldrei lengi að ákveða mig og náði þessu og var mætt heim til Ingibjargar hress og kát alveg á næstum réttum tíma ;) Þegar ég var búin að troða Ingubjörgu inn í bílinn þreysti ég niðrá Freyjugötu, og sótti Jónu Sólveigu. Pakkaði henni saman og tróð henni líka í bílinn og hún mætti með M&M sem við byrjuðum strax á að ráðast á. enda var þetta í poka á stærð við ruslapoka og greinilegt að þetta yrði verðugt viðfangsefni næstu 2 klukkutímana. Á selfossi var keyptur matur handa Trausta og haldið áfram að rífast við Kára sem vildi ekki hafa Trausta á veginum, en hann er seigur kappinn og lætur ekki undir stjórn nema hjá eigandanum :) vel upp alinn ;)

2. Skilaði stelpunum heim til sín og fór svo á kaffihúsið þar sem ég borðaði með Curtis og Mike áhættuleikurum voða góða pizzu sem tók kanski ansi langan tíma að gera en var samt góð þegar hún loksins kom, enda var ég eiginlega ekkert búin að borða um daginn og M&Mið var skammgóður vermir.

3. Rúntaði svo út á Höfðabrekku og spjallaði í nokkurn tíma við Sólveigu og Höllu Rós og það var ákveðið að ég myndi mæta í vinnu kl 10 morguninn eftir.

4. Hljómsveitaræfing var haldin heilög en ég var ákveðin í því að halda mér rólegri vegna mikilla anna daginn eftir en það fór samt þannig að ég skrölti á kaffihúsið með Fúsa mér við hlið um 12 og áhættugaurarnir létu mig drekka bjór í skiptum fyrir að ég, Fúsi og Palli eitruðum fyrir þeim með íslensku neftóbaki og snuffi, því fylgdi ansi mikill hlátur hjá okkur íslendingunum en nokkur tár hjá "hörðu" köllunum sem hafa dagvinnu við að láta kveikja í sér og henda sér fram af björgum :) hehe.

5. Þegar klukkan var farin að nálgast 2 stakk Jóhanna upp á því að við skyldum fara á settið sem var út í Höfðabrekku og sjá síðasta Wrapið. Carina skutlaði okkur, okkur vitandi að við vissum ekkert hvernig að við fengjum far heim en það skipti nú engu máli, það reddast allaf og líka um 40 manns að vinna þarna svo að hlyti nú að reddast hvernig sem færi. Dave tók mig undir verndarvæng sinn og sýndi mér allt þarna, einnig fékk ég að horfa á Rick breytast í Gerry Butler því að hann er stuntmaðurinn fyrir hann. Eftir það horfði ég á síðasta skotið og veit því endirinn á myndinni.... en ekkert annað ;) allavegana ekki nema svona aaaðalatriðin. Svo rétt fyrir 5 kom Elsa og sótti okkur og ég klifraði upp í rúm heima en gat engan veginn sofnað, var einhvernvegin so í skýjunum því að þetta hafði verið svo cool, búið að gera tjörn inni í hellinum, meira að segja foss og læti, búinn til af slökkviliðinu í Vík. hehe. Svar Spencer orðinn að einhverju kvenkyns sjávarskrímsli með brjóst og sítt hár! hehe.

6. Fór að vinna og var ein til kl 2 en þá kom Willi, ég svona reyndi að muna hvernig þetta var sem við gerðum þetta í sumar, hehe, tók semsagt um 15 mínútur þegar ég var að skræla allar helvítis kartöflurnar EIN fyrir kartöflusalatið hvenig í ósköpunum það var sem við gerðum kjúklingasalatið en það rifjaðist upp þegar ég horfði á karrýið í hillunni. kl hálf 4 skrölti ég heim og komst að því að rauðvínið í hvítu skyrtunni hefði farið úr í þvotti. knúsaði kisa og dreif mig af stað i bæinn.

7. Svona á leiðinni til Reykjavíkur datt mér í hug að koma kannksi bara við í Úthlíð í heimsókn til Atla og krakkanna sem voru þar, og ég var búin að afboða komu mína til. Var nú svoldið skrítinn svipurinn á liðinu þegar ég þeysti í hlað færandi hendi með pakka handa afmælisbarninu. voða fín 4 járnstaup í leðurhulstri, hentaði vel því að hann var líka búinn að fá Jameson í afmælisgjöf líka, síðustu fréttir frá partýinu voru þær að einhver lítil nýting hafi orðið í matnum því að mestu matmennirnir skiluðu honum ÖLLUM :) hehe

8. Fékk mér hádegis/kvöldmat heima og varð Subway fyrir valinu og vááá hvað ég var orðin svöng, Gulla gull var mætt á svæðið og þurfti að horfa upp á mig að borða því að hún ætlaði svo að skutla mér upp í Grafarvog í partý nr 1. Eftir vel heppnaða tilraun til að reisa við "hanakambútáhlið" lúkkið og skella á mér 6 tegundum af augnskuggum þá leit ég bara helvíti sæmilega út og dreif mig í Ríjúníonið til Ella, þar voru bara Guðný ósk og Elli á svæðinu og sambýlingur Ella í sambýlinu. Þegar fólk fór svo að mæta blandaði elli frábæran drykk ofan í okkur stelpurnar en svo rétt fyrir 11 skutlaði Guðný Ósk mér niðrá Celtic Cross þar sem blesspartýið hjá Svenna var og eitthvað rólegt var enn yfir liðinu þar og árangur drykkjuleiksins ekki kominn í ljós, ég ákvað því að skella mér yfir í Þjóðleikhúskjallarann þar sem Dave beið mín, en ætlaði ekki að vera lengi, þar var hins vegar opinn bar og Spencer var duglegur að fara á barinn enda er hann með það stórar hendur að það rúmast í þeim 5 stórir bjórar, og þegar hann fór að ná sér í einn náði hann alltaf bara í 4 auka og slammaði þeim á borðið, ég taldi einhverntíman og þá voru 16 fullir bjórar! og fullt af fullu fólki! það var farið að dansa en Dean ákvað að skella sér að Prikið og þangað hef ég bara komist einu sinni inn áður, en þá var ég svo sannarlega ekki í fylgd stórra og stæðilegra manna sem skelltu sér V.I.P leiðina alls staðar inn. meira að segja líka á Hverfis. össh!

Ég sagði skilið við þá þar og labbaði yfir á Sólon þar sem Arnar Már, Svenni, Atli, Hildur, Sonja, Tobbi og Siggi voru. Þegar þau fóru út (eða gerðu sig þess líkleg til þess) ákvað ég að skrölta bara heim en á leiðinni hitti ég gaur út kvikmyndatíminu sem ég veit bara ekkert hvað heitir og hann spurði hvort ég væri virkilega að fara heim! hann dró mig inn á 22 en þar átti að rukka okkur til að fara inn, gaurinn reddaði því með því að hringja í einhvern sem lét hleypa honum inn sem vin og ég sem kærustu hans ! uuuu. óóóóóókey....
Þar voru svo einhverjir af liðinu líka inni og einhver slatti var dansaður! I believe in a thing called love sló algerlega í gegn á gólfinu....
Þegar leiðinlegt lag kom ákvað ég að halda áfram för minni heim og munaði minnstu með að ég sæti upp með einhverja Camerustráka en náði að hverfa áður en þeir föttuðu að ég var að hverfa á braut.
Á leiðinni var það svo einhver gaur sem ákvað að fylgja mér heim alla leið upp að dyrum ! URGH!!! tókst loksins að losa mig við hann!

Heima reyndi ég að ala upp börnin mín sem hafa verið að gera það að leik að róta öllum matnum upp úr dallinum, draga bómulinn úr húsinu sínu og dreifa honum út um allt, og stríða hvorri annarri!! össh! held að ég geti ekki meikað þetta. þær eru alveg bandvitlausar báðar tvær.

Það getur svo vel verið að 2 snafsar séu að spila á Celtic Cross núna næsta, eða þarnæsta fimmtudag svo takiði bara báða dagana frá til öryggis og ég mun segja ykkur frá því hvernig þetta mun fara.

þangað til næst.
Bæbbz ;)


SHARE:

fimmtudagur, 4. nóvember 2004

Bjáluð

Ég verð nú bara að segja það að það fauk bara soldið í mig í gær þegar ég var búin að sitja í spennunni yfir America's next top model og skipti svo yfir á Oprah þar sem það var kjaftað hver vann!!!
PLIFF!!!
Það getur nú ekki verið mikið mál að setja einhvern renning á skjáinn til að vara fólk við mar, og þetta er nú oft gert.... Það eru alveg slatti af fólki brjálað sem ég hef hitt í dag.
Samkeppnin er nú ekki það hörð á milli þessara stöðva að það þarf að eyðileggja þætti fyrir áhorfendanum????

En anyway.

Var að vinna í gær og svo fór ég að vinna í þessum fjandans fyrirlestri. bjakk

Dagurinn í dag, svona fyrir utan illskuna út í Stöð 2 er búin að vera svona skííít sæmó þó svo að ég hafi ekki sofið shit í nótt. Gat ekki sofnað, og þegar ég gat sofnað þá gat ég ekki sofið, og allt þar fram eftir götunum. Vann verðlaun í íslensku 503 (Freyju Draum) af því að ég gat bent á einhverja staðreynarvillu í textanum, ég er kannski upprennandi Gettu Betur keppandi... úff. sem þýðir það að ég verð að falla á þessari önn, og næstu, svona til að geta komist í liðið næsta haust. en hvað gerir maður ekki til að koma gáfum sínum á framfæri, sérstaklega þegar þær eru metnar upp á Freyju Draum, og það Stóran Freyju Draum :)))

Eitthvað hvítt og mjög óæskilegt blasti við mér út um gluggann áðan í dönsku sem lét mig verða kalt á tánum við tilhugsunina um nánari kynni við þetta hvíta undur...

Svo er það bara vinna í kvöld. :)

sjáumst


SHARE:

miðvikudagur, 3. nóvember 2004

Gúten tag. Er lifandi

Jæja. Er orðið MJÖGGG langt síðan ég bloggaði.
fór semsagt austur um helgina og spilaði og söng eins og ég gat og djammaði þess meira. Endaði eftir spilerí á höfðabrekku í rooosa Halloweeen partý.
Í gær skrapp ég svo á Selfoss og eldaði kjúkling og sveppasósu fyrir Fúsa og Krulla. Eftir vel heppnaðan mat fórum við svo og leigðum spólu, fléttuðum okkur saman upp í sófa og horfðum á Troy. Voða góð.
Næsta helgi er eins óráðin og hún getur mögulega verið og ætla ég ekkert að hugsa um það fyrr en á föstudaginn...
SHARE:
Blog Design Created by pipdig