Ég átti samtal við vin um daginn og vorum við ræða matargerð. Hann hafði stórar áhyggjur af því að hann gæti ekki fyrir sitt litla líf boðið heim stelpu í mat enda kynni hann ekki að elda mat sem væri boðlegur dömu á stefnumóti.
Ég fékk því þá hugmynd að vera með bloggfærslu um það hvernig hægt væri að bjóða dömu heim með lítilli fyrirhöfn og afar lítilli kunnáttu í eldhúsinu.
Auðvitað er einnig hægt að nýta þessa uppskrift til þess að halda strákakvöld og vera flottur á'ðí og jafnframt fyrir stelpur sem eru hálfóstyrkar í eldamennskunni en vilja heilla strák.
Það er auðvitað alltaf jafn gott að eiga matarást á einhverjum og hver veit nema að það geti leitt til alvöru ástar ? :)
Ég kíkti við í
Kjötbúðinni á Grensásvegi og keypti þar öll helstu hráefnin og er þetta flest allt tilbúið og þarf aðeins að elda eða hita.
Fyrir valinu var Lamba - rib eye steik. Eins og þið sjáið á myndinni er hún ansi feit að sjá en þetta er ekki eins fita og maður pillar utan af kótilettunum eða lambalærinu. Þessi fita er bragðlítil og bráðnar við eldun. hún er heldur ekki hlaupkennd og slepjuleg og þess vegna geta helstu gikkir borðað hana nema ef ske kynni að stórir bita gætu leynst inná milli.
Eins og afgreiðslumaðurinn í Kjötbúðinni benti mér á þá er þessi biti af lambinu afskaplega auðveldur til eldunar og jafnvel hægt að ofelda hann (ef það óhapp kæmi fyrir) en hann yrði ekki að skósóla eins og lambafillé-ið gerir hiklaust.
Hægt er að reikna með 300 gr bita fyrir karlmann eða um 250 gr fyrir kvenmann.
Krydda bitana með 1 msk af
Bezt á lambið á hvorn bita ásamt 2 msk af matarolíu á hvern bita, Dreift vel úr yfir bitana svo að það þeki þá alveg. Ef hægt er að gera þetta með einhverjum fyrirvara þá má að sjálfsögðu gera þetta skref kvöldið áður og geyma í loftþéttu íláti eða vel lokuðum poka þar til að þetta er eldað daginn eftir. Ef enginn tími er til stefnu, reyna þá að hafa bitana með amk 30 mín til klst í marineringunni uppá borði.
Hér kemur svoldið sniðugt !
Hægt er að kaupa tilbúnar sósur orðið á nokkrum stöðum. Sniðugt að geta gert það á sama stað og kjötið fæst og þess vegna keypti ég Rjómalagaða sveppasósu í Kjötbúðinni. Hún dugar fyrir 2-3 aðila og er það bragðgóð að þið getið alveg "púllað" það að láta fólk halda það að þið hafið lagað þetta sjálf frá grunni ;)
snilld !
Hér er allt sem þú þarft
Sósa, kjöt, kartöflur og tómatar
já ég var ekki með neitt salat.
Ástæðan er einföld.
Þessi matur var fyrir mig og kærastann á datekvöldi heima hjá okkur og hann þolir ekki eitthvað grænt með steikinni sinni.
En þið sníðið þetta að ykkar hugmyndum
(annars mæli ég með því að ef þið eruð að fara að gera salat sem meðlæti fyrir 2-4 að fara hreinlega í salatbari kjörbúða og græja þetta þannig)
Eina grænmetið hjá mér voru ofnbakaðir litlir tómatar með extra virgin ólífuolíu, salti og pipar sem eldað var á sama tíma og kjötið
Til þess að kjötið fái smá skorpu á sig þarf að byrja á að steikja það.
Stillið pönnuna á hæsta hita, látið hana verða sjóðheita, hellið olíu í botninn og steikið kjötið í 3 mínútur á hvorri hlið
Hér kemur smá trikk...
Það er eiginlega enginn annar en sá sem er mjög vanur að elda kjöt og hefur gert það oft og mörgum sinnum að fara að geta metið það með því að pota í kjötið hve vel það er eldað. . . Einfalt !
Svo ekki láta ykkur detta það í hug að til þess að ná fullkominni eldun að það sé hægt að circa út hve lengi kjötið á að vera inni.
Kaupið kjöthitamæli (fæst t.d. hræódýr digital mælir í IKEA eða skífu-hitamælar í flestum búðum)
Eldið kjötið í 200°C ofni í ca 20 mínútur eða þar til mælirinn sýnir 65°C
takið þá kjötið út og látið standa á borði á meðan þið græjið kartöflurnar. ( ef kjötið er tekið út við 65°C verður það rósableikt að innan þegar það er skorið. Ef þið viljið kjötið smá blóðugara en það, takið það þá út við 61°C)
Við það að láta kjötið standa á borði mun það halda áfram að eldast um 3-4 gráður og safinn mun ekki renna úr því öllu um leið og þið skerið í það
Þegar kjötið er komið úr ofninum, stráið smá salti yfir það (ekkert salt er í Bezt á lambið)
Kartöflurnar sem ég keypti voru Rösti kartöflur og fást þær einnig í Kjötbúðinni, ásamt fleirum útfærslum af forelduðum kartöflum.
Þar sem Rösti kartöflurnar eru foreldaðar þarf aðeins að steikja í heitri olíu á pönnu þar til að þær eru brúnaðar og má þá bera þær á borð.
Kartöflurnar í steikingu.
Búið að skáskera kjötið í sneiðar, og raða á disk með kartöflunum og tómötunum sem ég skvetti smá balsamik yfir
Tilbúið til að bera á borð
Það yrðu ALLIR hrifnir af því að fá svona borið á borð. . .
Fyrirhöfnin er lítil nema rétt svo þann hálftíma sem tekur að græja þetta...
Hita sósuna, steikja kjötið og setja það í ofn, steikja kartöflurnar og raða á disk.
Allt svakalega home-made og flott (ef þið ætlið ekki að kjafta leyndarmálinu, munið þá að henda umbúðunum) :)
Heildarverð fyrir 2 er um 3500-4000 kr !
út að borða hvað ?! :)
Endilega deilið þessu nú áfram á vini og kunningja :)