þriðjudagur, 28. febrúar 2012

Afmæli

Hélt uppá afmælið mitt á dögunum og bauð nokkrum samstarfs-hjúkkum heim í boð. 

Á boðstólnum voru súkkulaði cupcakes með bleiku kremi, banana og pekanhnetu cupcakes með karamellukremi, hvítlauks-BBQ kjúklingaspjót með graslaukssósu, pizzakúlur og að sjálfsögðu smá Sex on the beach bolla ásamt snakki :) allt afskaplega vel heppnað






SHARE:

fimmtudagur, 23. febrúar 2012

Date-kvöldverður: Lamba Ribeye



Ég átti samtal við vin um daginn og vorum við ræða matargerð.  Hann hafði stórar áhyggjur af því að hann gæti ekki fyrir sitt litla líf boðið heim stelpu í mat enda kynni hann ekki að elda mat sem væri boðlegur dömu á stefnumóti.

Ég fékk því þá hugmynd að vera með bloggfærslu um það hvernig hægt væri að bjóða dömu heim með lítilli fyrirhöfn og afar lítilli kunnáttu í eldhúsinu.

Auðvitað er einnig hægt að nýta þessa uppskrift til þess að halda strákakvöld og vera flottur á'ðí og jafnframt fyrir stelpur sem eru hálfóstyrkar í eldamennskunni en vilja heilla strák. 

Það er auðvitað alltaf jafn gott að eiga matarást á einhverjum og hver veit nema að það geti leitt til alvöru ástar ? :) 

Ég kíkti við í Kjötbúðinni á Grensásvegi og keypti þar öll helstu hráefnin og er þetta flest allt tilbúið og þarf aðeins að elda eða hita. 

Fyrir valinu var Lamba - rib eye steik. Eins og þið sjáið á myndinni er hún ansi feit að sjá en þetta er ekki eins fita og maður pillar utan af kótilettunum eða lambalærinu. Þessi fita er bragðlítil og bráðnar við eldun. hún er heldur ekki hlaupkennd og slepjuleg og þess vegna geta helstu gikkir borðað hana nema ef ske kynni að stórir bita gætu leynst inná milli. 
Eins og afgreiðslumaðurinn í Kjötbúðinni benti mér á þá er þessi biti af lambinu afskaplega auðveldur til eldunar og jafnvel hægt að ofelda hann (ef það óhapp kæmi fyrir) en hann yrði ekki að skósóla eins og lambafillé-ið gerir hiklaust. 

Hægt er að reikna með 300 gr bita fyrir karlmann eða um 250 gr fyrir kvenmann. 





Krydda bitana með 1 msk af Bezt á lambið á hvorn bita ásamt 2 msk af matarolíu á hvern bita, Dreift vel úr yfir bitana svo að það þeki þá alveg. Ef hægt er að gera þetta með einhverjum fyrirvara þá má að sjálfsögðu gera þetta skref kvöldið áður og geyma í loftþéttu íláti eða vel lokuðum poka þar til að þetta er eldað daginn eftir.  Ef enginn tími er til stefnu, reyna þá að hafa bitana með amk 30 mín til klst í marineringunni uppá borði. 





Hér kemur svoldið sniðugt ! 
Hægt er að kaupa tilbúnar sósur orðið á nokkrum stöðum. Sniðugt að geta gert það á sama stað og kjötið fæst og þess vegna keypti ég Rjómalagaða sveppasósu í Kjötbúðinni. Hún dugar fyrir 2-3 aðila og er það bragðgóð að þið getið alveg "púllað" það að láta fólk halda það að þið hafið lagað þetta sjálf frá grunni ;)  

snilld ! 



Hér er allt sem þú þarft 

Sósa, kjöt, kartöflur og tómatar 



já ég var ekki með neitt salat.
Ástæðan er einföld. 
Þessi matur var fyrir mig og kærastann á datekvöldi heima hjá okkur og hann þolir ekki eitthvað grænt með steikinni sinni. 
En þið sníðið þetta að ykkar hugmyndum
(annars mæli ég með því að ef þið eruð að fara að gera salat sem meðlæti fyrir 2-4 að fara hreinlega í salatbari kjörbúða og græja þetta þannig) 





Eina grænmetið hjá mér voru ofnbakaðir litlir tómatar með extra virgin ólífuolíu, salti og pipar sem eldað var á sama tíma og kjötið


Til þess að kjötið fái smá skorpu á sig þarf að byrja á að steikja það.
Stillið pönnuna á hæsta hita, látið hana verða sjóðheita, hellið olíu í botninn og steikið kjötið í 3 mínútur á hvorri hlið 



Hér kemur smá trikk...
Það er eiginlega enginn annar en sá sem er mjög vanur að elda kjöt og hefur gert það oft og mörgum sinnum að fara að geta metið það með því að pota í kjötið hve vel það er eldað. . . Einfalt !
Svo ekki láta ykkur detta það í hug að til þess að ná fullkominni eldun að það sé hægt að circa út hve lengi kjötið á að vera inni. 
Kaupið kjöthitamæli (fæst t.d. hræódýr digital mælir í IKEA eða skífu-hitamælar í flestum búðum) 


Eldið kjötið í 200°C ofni í ca 20 mínútur eða þar til mælirinn sýnir 65°C
takið þá kjötið út og látið standa á borði á meðan þið græjið kartöflurnar.  ( ef kjötið er tekið út við 65°C  verður það rósableikt að innan þegar það er skorið. Ef þið viljið kjötið smá blóðugara en það, takið það þá út við 61°C)

Við það að láta kjötið standa á borði mun það halda áfram að eldast um 3-4 gráður og safinn mun ekki renna úr því öllu um leið og þið skerið í það

Þegar kjötið er komið úr ofninum, stráið smá salti yfir það (ekkert salt er í Bezt á lambið)


Kartöflurnar sem ég keypti voru Rösti kartöflur og fást þær einnig í Kjötbúðinni, ásamt fleirum útfærslum af forelduðum kartöflum. 
Þar sem Rösti kartöflurnar eru  foreldaðar þarf aðeins að steikja í heitri olíu á pönnu þar til að þær eru brúnaðar og má þá bera þær á borð. 




Kartöflurnar í steikingu. 


Búið að skáskera kjötið í sneiðar, og raða á disk með kartöflunum og tómötunum sem ég skvetti smá balsamik yfir 



Tilbúið til að bera á borð 




Það yrðu ALLIR hrifnir af því að fá svona borið á borð.  .  . 


Fyrirhöfnin er lítil nema rétt svo þann hálftíma sem tekur að græja þetta... 

Hita sósuna, steikja kjötið og setja það í ofn, steikja kartöflurnar og raða á disk.

Allt svakalega home-made og flott (ef þið ætlið ekki að kjafta leyndarmálinu, munið þá að henda umbúðunum) :)


Heildarverð fyrir 2 er um 3500-4000 kr ! 

út að borða hvað ?! :) 


Endilega deilið þessu nú áfram á vini og kunningja :) 







SHARE:

þriðjudagur, 14. febrúar 2012

Marokkóskur Lambapottréttur

Frábærlega sniðugt fyrir saumaklúbbinn.

Ég er í matarklúbb sem við köllum Gourmet matarklúbbinn og hittumst einu sinni í mánuði. Að vísu hefur stundum reynst erfitt að finna kvöld til að hittast þar sem við eru 3 pör sem samanstanda af 3 hjúkrunarfræðingum og einum lækni sem öll vinna á LSH á vöktum. Þið getið þess vegna ímyndað ykkur hvað það getur verið erfitt að finna kvöld þar sem enginn af okkur er að vinna.
Vegna þessa hittumst við hins vega hvaða vikudag sem er, þriðjudag eða föstudag, bara það kvöld mánaðarins sem allir eru í fríi.

Í janúar var komið að Brynju og Valda að elda og þau elduðu alveg dýrindis mat sem var svo sniðugur að ég bað Brynju um að vera með gestablogg á síðunni minni og læt ég hana því um "orðið"


Nú var röðin komin að mér og Valda að halda gourmet matarklúbbinn góða. Við vorum löngu búin að ákveða hvað skyldi vera á boðstólnum því síðasta sumar fórum við í brúðakaup (eitt af fjórum) og fengum við svo frábæran marokkóskan mat. Þetta yrðum við að prófa í matarklúbbnum og voru brúðhjónin svo góð að gefa okkur uppskriftina J









Uppskriftin er svohljóðandi:
Fyrir 4 
2-3 msk ghee (eða ólífuolía og smá smjör blandað saman-ég gerði bara 50/50)
2 laukar-skornir smátt
1-2 tsk turmericduft
1 tsk engiferduft
2 tsk kanill
1 kg lambakjöt- Valdi úrbeinaði læri og skar í munnbita
250 gr mjúkar döðlur-steinlausar ofcourse
1 msk dökkt hunang-ég átti bara ljóst og notaði það
Salt og pipar
Smá smjör
3 msk möndlur
2 msk pistasíuhnetur
Steinselja


Jæja fyrst var að taka fram stórann pott og hita smjörið og ólífuolíuna saman. Þar næst að setja laukinn út í og leyfa honum að mýkjast og verða ljósbrúnn. Þar næst að hræra engiferinu, turmeric og kanilnum út í og hræra. Fljótlega að setja kjötið út í og hræra þannig að kryddið og laukurinn þekji kjötið. Síðan setja vatn þannig að það fljóti rétt fyrir ofan kjötið, láta suðuna koma upp og svo lækka undir og láta þetta malla í ci einn og hálfan tíma. Þegar hér er komið má setja döðlurnar og hunangið út í og hæra, setja lokið aftur á og leyfa þessu að malla í hálftíma. Síðast en ekki síst að salta og pipra réttinn eftir smekk. Í uppskriftinni er mælt með að pipra mikið sem við gerðum.
Svo rétt í lokinn að taka fram pönnu og bræða smjör á henni, setja svo möndlurnar og pistasíuhneturnar og rista/steikja þar til þær fá smá lit.
Meðlæti með þessu var couscous sem ég sauð bara eftir leiðbeiningum á kassanum, setti svo smá smjör, sítrónusafa og steinselju saman við og hrærði varlega með gaffal. Við vorum líka með voðalega gott salat með svona hinu og þessu í J
Við reyndum að gera smá veitingarstaðafíling, settum á diskana fyrir gestina og bárum á borðið. Diskurinn var voðalega fallegur með couscous, salati og kjötréttnum en ofan á hann settum við hneturnar og smá steinselju.



Í dessert var Valdi svo búin að búa til maltisers-galaxy ís með sykurskrauti-NAMM!




Ég mæli svo sannarlega með þessu ! 

enjoy 

SHARE:

laugardagur, 11. febrúar 2012

Helgarhamborgarar


Sniðugt að gera. Mjög góðir og safaríkir hamborgarar :) 




Uppskrift og nánari upplýsingar eru ef þið klikkið hér 

SHARE:

Næsta vika

.... mun vera ansi busy hjá mér en auðvitað mun ég skella inn uppskrift eins og ég geri í hverri viku :)

Ég held að það sem komi þessa viku verður Marokkóskur lambakjötspottréttur með kúskús!
(já þið megið fara að láta ykkur hlakka til)

munið bara að fylgjast með eða like-a facebook síðuna mína hér vinstra megin á síðunni, ég set auðvitað alltaf inn status þegar nýjar uppskritir koma á Ragna.is eða þegar ég finn sniðugar uppskriftir sem mig langar til að deila með ykkur :)

Ef ykkur leiðist að bíða eftir uppskrift hér þá getið þið svalað uppskriftaþörfinni á einni uppáhalds matarbloggsíðunni minni sem er samansafn mynda af hinum og þessum matarbloggsíðum (eru reyndar allar á ensku)






SHARE:

þriðjudagur, 7. febrúar 2012

Rice Krispies marengskaka


ó þessi kaka
psst. Þið getið annað hvort gert hana svona, hlaðna ávöxtum.. 

eða svona

(þær eru JAFN góðar hvort sem er)



Þetta er ein af kökunum sem ég hef tekið með mér frá Halldórskaffi...
Þetta var lang vinsælasta kakan á kaffihúsinu og ég hef gert SVO MARGAR að ég hef bara örfáum sinnum gert þessa köku eftir að ég hætti að baka kökur á Halldórskaffi.

En eitt er víst.
Þessi kaka er gríðarlega auðveld. Hún er ekki ein af þessum marengskökum sem er full af ferskum ávöxtum, mars-súkkulaðibráð og kókosbollum, sem gerir eina marengsköku að 8000 kr köku áður en þið vitið af. 

jú og eitt annað er víst.
Þessi kaka slær alltaf í gegn og er alveg ótrúlega góð. Þið hljótið að sjá það sjálf á myndunum hve góð hún bara hlýtur að vera :)

Ég fór með eina köku með mér á næturvakt uppá Bráðadeild fyrir sömmu og það má skammlaust segja að allir hafi gengið um með sælusvip næstu 2 klst eða svo . . . Þar til að sykursjokkið kom ! :) 

Uppskrift 
4 eggjahvítur
200 gr. Sykur
½ tesk. Lyftiduft
3 dl rice kripies 

Bakað í 1 klst.  Við  130-150°c

3 1/2 dl létt þeyttur rjómi á milli

 Karamella
1 ½ dl. Rjómi
70 gr. púðursykur
20 gr. Smjör
1,5 dl. Síróp
1/2-1 tsk vanilludropar eða vanillu extract 

Allt nema smjör er soðið saman (hiti aðeins lækkaður undir þegar farið er að sjóða) í um 15-20 mínútur eða þar til karamellan hefur sjáanlega þykknað. Smjörið er sett útí þegar búið er að taka karamelluna af hitanum. 


Aðferð:
-Þeytið saman eggjahvítur og sykur þar til að það er fullþeytt (og rennur ekki til í skálinni þegar henni er hvolft). Rice kripies og lyftidufti blandað saman við með sleif þar til vel blandað.
-Það er hægt að setja eggjahvítuhræruna beint á smjörpappír á plötu en ég hef hingað til kosið að klippa út 2 smjörpappírshringi og leggja í botninn á kökuform, passa svo að það sé ca puttabil á milli kökunnar og kökuformsins. Þannig fær maður kökurnar alveg jafn stórar og fallega kringlóttar (ekki spreyja formið og já, það er nauðsynlegt að pappírinn passi vel í botninn)
-Bakað í um klst í 130-150 °C heitum ofni. Má láta kólna inní ofninum þegar slökkt er á honum og verður þá kakan aðeins þurrari.
-Gott er að gera karamelluna á sama tíma og kakan er bökuð þar sem þá nær karamellan aðeins að kólna áður en henni er hellt yfir. Hægt er að gera karamelluna 1-5 dögum áður og geyma í kæli þar til að hún er notuð (hituð uppí örbylgju áður en hún er sett yfir). Einnig er hægt að gera botnana nokkrum dögum fyrr. 
-Þegar rjóminn er settur á, alls ekki stífþeyta hann. Hann á að vera mjúkur og ekki ofþeyttur, til þess að bleyta upp botnana. 
-karamellunni er dreyft yfir með skeið og svo er kakan borin fram
-Oftast er einhver afgangur eftir af karamellunni en hún er alveg kjörin útá ís og gott að eiga í ísskáp  :) 

enjoy



SHARE:
Blog Design Created by pipdig