mánudagur, 24. desember 2007

Jólin 2007


Gleðileg jól allir saman og þakka ykkur fyrir allt ! ! ! 

er búin að opna jólagjafirnar eins og "lög" gera ráð fyrir ...

Fékk :
66° Norður dúnúplu
Andrea - Cintamani Peysu
Iphone ( ó já ! ég VEIT ! ) 
Rúmföt
Cintamani flísbuxur
Húðdekurvörur 
Hárteygjur
Rautt Naglalakk
Make up store glimmereyeliner
Make up store highlighter
svartan bol
Silfur eyrnalokka með steinum
Gullhúðað bókamerki
Body shop sturtusápu með jarðaberja lykt 
Svartan smart-casual Bol
Eyeliner yddara

úff já
þetta er allt komið.
Er svo þakklát fyrir ALLAR þessar frááábæru gjafir ! 

Verð samt að viðurkenna að Svenni fór svoldið illa með mig og ég hljóp ALL SVAKALEGA á mig með að verða fúl þegar ég opnaði pakkann frá honum " Þú ert það sem þú hugsar eftir Guðjón Bergman" - sjálfshjálparbók..
Á endanum komst Svenni samt að, að segja mér að opna bókina - sem var endurpökkuð inn í plast. og ég fann þar iphone ! ó guð... How much can I say thank u ... ? 
já og þið hin fyrir jólakortin, kveðjurnar og pakkana...


smútshj! 

SHARE:

laugardagur, 22. desember 2007

korter í jól

prófin búin... ó guð ég er fegin. 
Þessi háskólapróf fara alveg með mann. Magnið af efninu er yfirþyrmandi, smáatriðin sem maður þarf að muna eru óendanleg og skilgreiningar sem við þurfum að kunna næstum upp á staf aaalllt of margar.  Ætla ekki að hugsa mikið meir um þetta í bili. Ein
kunnirnar koma örugglega seint eins og alltaf í þessari deild svo að þarf ekki að hugsa of mikið um þær á jólunum þó svo að það sé gott að fá allt á hreint sem fyrst. Vona svo að ég hafi náð öllu, og allavegana ef ég fell í einhverju, að falla bara í einu en ekki tvemur svo að ég fái einhver námslán..
Hræðilegt að líta á teljarana á þessum helstu síðum og sjá 2 dagar til jóla ! ég er bara ekki komin í jólaskap, svo einfalt er það. Guð, jólin eru ekki á morgun heldur hinn!!
jólagjafirnar eru flestar tilbúnar og ég er búin að skila einhverjum af mér. 
Fór á jólaballið með Páli óskari á Nasa í  gær með fullt af hjúkkum. ó ég skemmti mér svoooo vel. Hitti fullt af skemmtilegu fólki og marga sem ég hef ekki séð lengi. Dansaði líka 
endalaust mikið í troðningnum á dansgólfinu. Var samt alveg uppgefin fyrir djammið en þrjóskaðist við og fór samt á djammið en var þar af leiðandi ko
min heim um 4, ansi sybbin. 
Byrjaði daginn svo kl hálf 2 að skella mér í klippingu og litun til Hrundar sem var virkileg þörf á. En hverjum er ekki sama með að líta illa út í prófum? :)
hér eru 3 myndir frá gærkvöldinu

Svo er náttla alveg öruggt að það verða engin jólakort í ár. Sorrý...

Og já, minni á áramótaballið á Kaffinu 

SHARE:

fimmtudagur, 20. desember 2007

Neih skoh


Það er næstum merkilegt hvað sléttujárn, maskari og eyeliner geta bjargað deginum?

ég er ekki að meika að læra undir þetta próf btw :( 

SHARE:

Lubbi litli


já, hver haldiði að hafi kíkt til mín í morgunmat annar en Jobbi :) alveg kolvitlaus af óþægni og sá fær sko að læra eitthvað í jólafríinu... eins og almenna mannasiði ! 

Vil benda ykkur á jólatónleika sem verða á nýja Háskólatorginu kl hálf 1 í dag. Kvennakór Háskólans og Háskólakórinn ætla að syngja nokkur skemmtileg jólalög og koma öllum í alvöru jólaskap ! :) 


SHARE:

miðvikudagur, 19. desember 2007

síðasti spretturinn...

er núna með sjálfa mig í hugrænni atferlismeðferð...
ég er að reyna ða minna mig á að þegar maður keppir í hlaupi þá slakar maður ekki á þegar maður sér orðið endamarkið og skokkar í gegn... heldur hleypur maður af öllum krafti, yfir endalínuna og skokkar svo...
þetta er það sem maður á og verður að hugsa í prófum. Ekki fara að slaka á fyrir síðasta prófið þegar þú sérð loksins fyrir endann á törninni og sérð framá að þú fáir að sofa heilan svefn bráðum.

Er heima í dag að læra í ónæmis og meinafræðinni. Meinafræðin er fáránelega líka örveru og sýklafræðinni sem ég tók próf í á þriðjudaginn og hefði kannski hjálpað að vera búin í þessu prófi fyrir það próf. t.d. veit ég núna hvað Chemotaxis er... man ekki hvort að ég hafi giskað á rétt í prófinu en mig minnti allavegana að Taxis væri einhverskonar færsla á einhverju... eiginlega bara af því að ég velti því svo mikið fyrir mér þegar svenni var að læra flug að það heitir að taxera þegar þú keyrir flugvélina (úff, nú vona ég að ég muni þetta rétt) 
en jæja

mynd dagsins hefur ekki komið í einhverntíma.
þið verðið að afsaka hárgreiðsluna (sem er engin) 
sængin og kaffið eru þarna til að halda core hitastiginu ca réttu :) 



SHARE:

þriðjudagur, 18. desember 2007

fréttir..

prófið í dag... nenni ekki að tala um það. ÞAÐ VAR ÓGEÐSLEGA erfitt...
ansk.. hélt á tímabili að mig hafi vantað hellings glósur og námsefni ... kannaðist ekki við helling!
jæja
það tekur heldur ekki að spá í því úr þessu.. eitt próf er víst ennþá eftir og ætla ég ekki að láta pöddufræðina skemma fyrir því.
3 dagar í prófalok og djamm á nasa með öllum krökkunum. Held meira að segja að Árún ætli að koma ! :D veeeeei ! 

jæja.. Eitt gekk þó upp, jafnvel þó að mér hafi fundist síðustu 3 vikur allt ganga illa og allt vera svona hálfpartinn á móti mér. Þið skiljið þetta sem vitið..
allavegana

Einsi hringdi í mig í dag og var svona líka hress og spurði hvort að við myndum ekki vilja leyfa honum að vera með að spila um áramótin ef það gengi í gegn. 
Var að tala við hann í símann á meðan ég þrammaði um Hagkaup að leita að 1500 kr gjöf handa einni hjúkkunni, við nebbla drógum miða með einu nafni og kaupum eina gjöf til að gefa í kvöld, bara svona til að hrista aðeins upp í okkur og gera smá gaman þó svo að við séum að reyna að lesa yfir okkur :)
en já.
á meðan ég talaði við einsa haldiði ekki bara að ég spotti Pétur á kaffihúsinu hinu megin í Hagkaup ! :)
ég kvaddi því Einsa bráðlega og elti uppi kallinn og við vorum ráðin á staðnum eftir að ég var búin að útskýra fyrir honum nauðsyn í að hafa ball um áramótin og hve margir myndu mæta. (já þið 170 stk sem skoðið síðuna á hverjum degi verðið ÖLL að mæta) 

Það verður semsagt heljarinnar áramótaball á kaffinu, Ragna, Fúsi og Einsi og kannski bætist einn annar í hópinn með píanó sem myndi auðvitað gera þetta að algerri snilld ! ! ! ! :)
samningaviðræður við hann eru samt ekki formlegar hafnar ennþá...

Það stefnir semsagt í að þessi áramót verði aðeins fjörugri en í fyrra þrátt fyrir að partýið heima hafi verið ansi gott (hósthóst) ég er ennþá hálf fegin að hafa verið að vinna kl 4 í bænum á 1. og ekki þurft að taka til. Ég hef bara aldrei séð jafn marga heima eins og þá. Enda var þetta aðal partýið í allri Víkinni ;) 

Látið nú berast þetta með ballið elskurnar og sjáumst svo á kaffinu um áramótin ;) 
SHARE:

mánudagur, 17. desember 2007

Áramótin ? hvað er að ske?

Fólk hefur verið að spurja mig æ oftar þegar nær dregur að áramótunum hvort að það sé virkilega ekkert að gerast á kaffihúsinu  ! 

Satt að segja vorum við Fúsi ekkert farin að spá neitt allt of mikið í þetta þar sem að einhversstaðar vonuðum við að við myndum verða "hinum megin" við hljóðfærin heldur en bakvið þau og skemmta okkur. Enginn virðist samt hafa fengið hugmyndina sem við vonuðumst eftir og þess vegna hafði ég samband við Pétur á kaffihúsinu og lagði fram þá hugmynd að við myndum spila um áramótin. Það hefur semsagt  verið tekið í nefnd og bíðum við nú eftir svari með hvort hann vilji hafa gigg um ármótin! það VERÐUR eitthvað að vera að gerast um áramótin, ef ekki þetta þá held ég bara aftur risa partý eins og í fyrra.! 

Er strax komin með góðar hugmyndir að gigginu... Eins og Hattaþema (áramótahattaþema) og svo eitt annað sem ég þarf aðeins að fixa ef það á að ganga upp. 
krossleggjum svo bara fingurnar með það að það verði ógeðslega skemmtilegt ball um áramótin á Halldórskaffi ! ;) 
Við vorum líka búin að æfa fullt af nýjum lögum fyrir jólahlaðborðið sem féll niður sem við þurfum eiginlega að fá að spila við tækifæri ;)

óver and out ! 

(hver mætir?)
SHARE:

sunnudagur, 16. desember 2007

Síminn vs Nova

Mánaðargjöld í áskrift
Síminn: 990 kr á mánuði (Betri leið - góður)
--20 frí sms, 35 mín. símtöl 3MB--

Nova: 0 kr (lágmarksnotkun símans er 1000 kr á mánuði)
--0 kr. Nova í Nova, 1.000 min. símtöl/myndsímtöl og 500 sms / mms í mán.-- 

Að vera með 3G
Síminn:  150 MB á mánuði (3G áskrift) : 1500 kr á mánuði 
Nova:  100 MB á mánuði: 990 kr á mán (ath, frítt til 1. mars 2008)

Umframnotkun 1 MB
Síminn: 50 kr 
Nova: 25 kr 

Hringt í heimasíma  /  önnur kerfi  /  (Nova)
Síminn:  15  /  22  / (28) kr mín
Nova : 15 kr mín

Hringt innan kerfis
Síminn : 11 kr mín
Nova : 0 kr mín

Myndsímtal innan kerfis / utan kerfis
Síminn: 29 / 39 mín 
Nova: 15 kr mín 

Sms
Síminn: 10 kr 
Nova: 10 kr 

Mms
Síminn: 29 kr
Nova: 15 kr 

Eigum við eitthvað að ræða þetta eða?



-þakka símanum fyrir ónotendavæna verðskrá sem þarf að linka sig áfram í endalaust... 


SHARE:

föstudagur, 14. desember 2007

lyfjafræðiprófið...


jámms
..
er svo sannarlega búið. Svoldið mikil keyrsla fyrir það próf enda var síðasta próf á þriðjudaginn.

Svaf lítið en tók þó prófið og það var druuuulllluerfitt og eru flestir sammála um það. Vorum að vona að prófið í þessu í ár væri aðeins auðveldara en í fyrra þar sem 40% féllu þá og það var kært. Við kærum þá bara aftur ;)
einhverjir eru búnir að ákveða að taka ekki eitthvað af jólaprófunum og taka þau þess í stað í sumar. Ég veit ekki... þetta er ógeðsleg törn, erfiðir áfangar og mikil vinna en ég ætla allavegana að reyna við þetta allt saman upp og von og óvon og ekki gefast upp... Í versta falli tek ég hvort sem er sumarpróf, þ.e. ef ég fell í einhverju. 

Næsta próf er Örveru og sýklafræði og eins og nafnið segir þá er þetta um allar helvítis pöddur og sýkla í heiminum!  helvíti spennandi og maður verður hálf furðulegur og paranojaður af því að lesa um þetta allt. 

Verður aðeins meiri tími til undirbúnings fyrir þetta próf, sem er eins gott, þar sem að þetta eru heilar 4 einingar af 18 einingunum sem við tökum á þessari önn.
En eftir allt saman, þá er ég hálfnuð og nkl vika þangað til að ég verð á NASA að dilla mér við Pál Óskar ! - korteri í jól, ekki búin að kaupa jólagjafir og alveg sama ! 


SHARE:

þriðjudagur, 11. desember 2007

lífeðlisfræðipróf

... gekk vonum framar, en gekk samt alveg ágætlega.. er einhversstaðar fyrir ofan eða neðan fimmuna og gvuuuuuð ég vona að ég sé fyrir ofan fimm því að tilhugsunin fyrir sumarpróf í þessu er alger dauði ! Yfirferðin fyrir þetta fag er alveg fáránleg og þó svo maður hefði (ó ef maður bara hefði) byrjað snemma að lesa (eins og fyrir svona 2 mánuðum eða svo) þá hefði maður samt ekki verið búinn að læra allt. gasalega margar bls og skemmtilegar flækjur... 

hef alveg lúmskan áhuga á þessu fagi og leiðinlegt að þetta sé svona illa kennt og glósurnar séu svona lélegar. 

lífið hérna uppí Eirberg er aftur að detta í sama farið og panic ástandið sem var í gær er að mestu liðið hjá. Eva er farin að segja klámbrandara og Jónsi farinn að segja mér að þegja :) ó já, þetta er aftur orðið eins og það var !  Kaffidrykkjan fer samt ekkert minnkandi og erum við komin í harðari efni (orkudrykki) þ.e.a.s þessir allra syfjuðustu. 

á  föstudaginn er lyfjafræðin



SHARE:

mánudagur, 10. desember 2007

próf nr 1

er á morgun, panic, panic, panic, PANIC!!!!
helvítis lífeðlisfræðin! URRRGH 
skemmtilegt efni og allt það, en fuck, þetta er svoldið mikið til að kunna utan að...
prófið byrjar kl 9, fyrir ykkur sem ætlið (skulið) kveikja á kerti ;)

en jæja..
Eva er aftur gestur á mynd dagsins... 
SHARE:

sunnudagur, 9. desember 2007

1000 !!!!!!!!!

sá það þegar ég loggaði mig inn á bloggar að ég var komin með 999 blogg !!!
sem þýðir að þetta er blogg nr 1000 !! 
Skrambinn sjálfur, það er ekkert lítið ;) 

mynd dagsins var tekin fyrir 3 mínútum síðan og fékk Eva verðugt aukahlutverk á myndinni, en hvar er Kolla, sér hana einhver ? ;)  



SHARE:

laugardagur, 8. desember 2007

Jólagjafalistinn 2007

verð að henda þessu inn fyrr eða síðar og bloggið hjá Ingibjörgu minnti mig á það, auk ömmu síðustu helgi :)

-Flugmiða
-66 norður úlpu (Þórsmörk)
-Andlitshreinsun - já takk ! 
-rúmföt, stílhrein, klassísk, gott efni, ekki með doppum
-rúmteppi
-Fatalé maskara frá lancomé
-augnblýant, svartan, ekki úber mjúkan
-flotta eyrnalokka - úr alvöru efnum
-flísbuxur frá Cintamani
-inneign í einhverja fatabúð - mig vantar föööööt
-jarðaberja sturtusápu frá bodyshop...
-armband

þetta er ekki í röð eftir því sem mig langar mest í og ekki heilagt...
held að ég lesi aðeins áður en ég fer að sofa. 
cya ;)

SHARE:

this is what I call home ;)
SHARE:

komin helgi

en hér á bæ er sko engin helgi, heldur er maður að læra, og ekkert að slaka á ! :) 
verður að reyna sitt besta að ná þessu :$$%/&% prófi !!!!
veðrið er gott en rosalega kalt, sem eiginlega bjargar málunum ;) 



ég og besti vinur minn... - sem stoppaði mig samt ekki þegar ég sofnaði fram á borðið áðan- helvítið !
SHARE:

föstudagur, 7. desember 2007

einfalda lífið mitt...

já...
ég kláraði ekki fyrr en  ca hálf 1 að læra upp í skóla og lak á heim, komin á vetrardekk þökk sé pabba mínum, sem er nú kannski ekki verra þar sem fyrsta hálkan og snjórinn eru mætt í höfuðborgina. Reif mig á fætur svo aftur kl hálf 8 í morgun eins og síðustu daga og lak aftur í skólann.. Gleymdi símanum og veskinu mínu þar í gær, en var lítið að kippa mér upp við það þar sem ég var síðasta manneskjan úr húsi í gær og með-þeim-fyrstu í morgun.. Sæli húsvörður ávalt mættur snemma ;) 

núna er ég heima, uppí rúmi, ekki að leggja mig,heldur að lesa ! ... pirringur dagsins er sá að ég get ekki séð á bókina ef ég er ekki með gleraugun, og ef ég er með gleraugun þá þarf ég að vera í asnalegri stellingu svo að ég horfi ekki undir þau. Linsurnar gera mig þreytta og þurra í augunum þegar ég les... (sem minnir mig á að kaupa augndropana sem voru kynntir fyrir okkur í Vistor vísíndaferðinni) 
Harðsperrur eru allstaðar í kroppinum í dag, I'm not telling a lie..!  átsjh. Kálfar, læri, rass, magi, brjóstvöðvar, handleggir, upphandleggir, bak... lærin og rassinn án efa verst. vill einhver koma og nudda :) 

jæja
back to reading ! 

er að spá í að kíkja í Storm í kvöld á sleðasýningu, svona til að komast aðeins á meðal fólks. 
SHARE:

fimmtudagur, 6. desember 2007

Eirberg

Eftir 13 1/2 tíma 



SHARE:

miðvikudagur, 5. desember 2007

Dagur 4

jább...
bara nokkuð hress :) 
SHARE:

þriðjudagur, 4. desember 2007

Örveru- og sýklafræði


vissuð þið að á 16 sekúndu fresti deyr einhver vegna niðurgangs.?

Vissuð þið á 8 sekúndu fresti deyr einhver vegna öndunarfærasýkingu?

Flestir þeirra sem deyja eru börn í fátækustu löndum heims og flestar sýkingarnar hefði verið hægt að forðast með hreinlæti, sýklalyfjum og reglulegum bólusetningum. 


(S. Ragnar. Norrby, forseti ESCMID)

This makes u think...

að deyja vegna kvefs eða niðurgangs ?  :/
SHARE:

leiðindapúki

VÁ ! 
bloggið hérna fyrir neðan er leiðinlegt !!!

ég biðst forláts
hahahaha

Hér koma nokkrir málshættir, eða með öðrum orðum. Útúrsnúningar og spaug:

  • Betra er að ganga fram af fólki en björgum.
  • Betra er að ráða menn með réttu ráði en ráðamenn.
  • Léttara er að sóla sig en skó.
  • Betri er einn fugl í sósu en tveir í frysti.
  • Ekki er aðfangadagur án jóla
  • Blankur er snauður maður.
  • Lengi lifa gamlar hræður.
  • Betra er langlífi en harðlífi.
  • Sá hlær oft sem víða hlær.
  • Margur sefur yfir sig sem vaknar ekki á réttum tíma.
  • Rangt er alltaf rangt, það er rétt.
  • Margur hefur farið flatt á hálum ís
  • Sjaldan er góður matur of oft tugginn.
  • Heima er best í hófi.
  • Betri eru læti en ranglæti
  • Betri er uppgangur en niðurgangur.
  • Oft er virtur maður ekki virtur viðlits.
  • Enginn veit sína kæfuna fyrr en öll er
  • Betra er að standa á eigin fótum en annarra.
  • Þegar neyðin er stærst er hjálpin fjærst.
  • Oft er grafinn maður dáinn.
  • Oft veldur lítill stóll þungum rassi.
  • Oft er bankalán ólán í láni.
  • Oft eru læknar með lífið í lúkunum.
  • Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur frestað lengur.
  • Enginn verður óbarinn boxari.
  • Oft er dvergurinn í lægð.
  • Einsdæmi er að dæmigerðar dæmisögur séu dæmdar dæmalausar.
  • Sjaldan fellur gengið langt frá krónunni.
  • Illu er best ólokið.
  • Fátt smátt gerir lítið eitt eða ekki neitt.
  • Ekki dugar að drepast.
  • Eitt sinn skal hver fæðast.
  • Sjaldan fellur róninn langt frá flöskunni.
  • Blindur er sjónlaus maður.
  • Bændur eru bændum verstir og neytendum líka.
  • Eftir höfðinu dansar limurinn.
  • Flasa er skalla næst.
  • Margur slökkviliðsmaðurinn er eldklár.
  • Margur geispar golunni í blankalogni.
  • Sjaldan fara sköllóttir í hár saman.
  • Oft eru bílstjórar útkeyrðir.
  • Betra er að vera sí-virðulegur en svívirðilegur.
  • Margur fer yfir Strikið - í Kaupmannahöfn
  • Oft fýkur í menn sem gera veður útaf öllu.
  • Flestar gleðikonur hafa í sig og á.
  • Fiskisagan flýgur en fiskimaðurinn lýgur.
  • Oft láta bensínafgreiðslumenn dæluna ganga.
  • Betra er að hlaupa í spik en kekki.
  • Nakinn er klæðalaus maður.
  • Margur miljónamæringurinn á ekki baun í bala - bara peninga.
  • Sjaldan eiga fiskar fótum fjör að launa.
  • Minkar eru bestu skinn.
  • Margur nautabaninn sleppur fyrir horn.
  • Betra er að drepa tímann en sjálfan sig.
  • Betra er að ná áfanga en að ná fanga.
  • Margur leggur "mat" á disk.
  • Hungraður maður gerir sér mat úr öllu.
  • Betra er að vera eltur en úreltur.
  • Oft kemst magur maður í feitt.
  • Oft eru lík fremur líkleg.
  • Betra er áfengi en áfangi.
  • Ei var hátíð fátíð í þátíð.
  • Margur boxarinn á undir högg að sækja.
  • Betri eru kynórar en tenórar.
  • Betra er að sofa hjá en sitja hjá.
  • Oft verða slökkviliðsmenn logandi hræddir.
  • Til þess eru vítin að skora úr þeim.
  • Oft fer bakarinn í köku, ef honum er gefið á snúðinn.
  • Auðveldara er að fá leigt í miðbænum en guðanna bænum.
  • Oft fara hommar á bak við menn.
  • Oft eru dáin hjón lík.
  • Hagstæðara er að borga með glöðu geði en peningum.
  • Betra er að fara á kostum en taugum.
  • Greidd skuld, glatað fé.
  • Margri nunnu er "ábótavant".
  • Margur bílstjórinn ofkeyrir sig.
  • Oft hrekkur bruggarinn í kút.
  • Margur bridsspilarinn lætur slag standa.
  • Oft er lag engu lagi líkt.
  • Oft svarar bakarinn snúðugt.
  • Betri er utanför en útför.
  • Margur fær sig fullsaddan af hungri.
  • Það er gömul lumma að heitar lummur seljist eins og heitar lummur.
  • Oft eru bílstjórar vel á veg komnir.
  • Oft fara bændur út um þúfur.
  • Víða er þvottur brotinn.
  • Oft fer presturinn út í aðra sálma.
  • Betra er að teyga sopann en teygja lopann
  • Margur bóndinn dregur dilk á eftir sér.
SHARE:

Dagur 3


Sofnaði loksins rúmlega 4 og vaknaði því ekki fyrr en kl 10 í morgun.
Kannski ég nái að sofna á skikkanlegum tíma í kvöld og vera komin hingað kl 8, það er svo þæginlegt þegar það tekst, þá er maður aleinn og lærir vel. 
SHARE:

er það nokkuð...

.... mikið greinilegt að ég er andvaka ?

:(

síðan fékk allavegana smá breytingu...
er ekki alveg viss með hana samt svo að ég breyti henni kannski aftur. Eða hvað?

well
það verður örugglega í jólafríinu þá ! ( sem byrjar ekki fyrr en seinni partinn 21. des!)
SHARE:

mánudagur, 3. desember 2007

dagur 2

í jólaprófum...
í dag  verður tekið fyrir lyfjafræði sem er mjög furðulegt fag to say the least...
er svona að átta mig á því að ég verð að sofa ein í rúminu mínu sem mér fannst vera skuggalega stórt og kalt í nótt. Ég hef þó alla vini mína hérna með mér í skólanum og þar ætla ég bara að vera ! 



Hérna er mynd dagsins með Evu og Jónsa í aukahlutverki 
SHARE:

sunnudagur, 2. desember 2007

jólapróf


jæja... þá er komið að því...
blessuðu jólaprófin ! 
verð að viðurkenna að ég er aðeins minna stressuð fyrir þessi jólapróf heldur en klásus-jólaprófin í fyrra. en það er kannski bara af því að ég er orðin aðeins "sjóaðri" í að taka próf í háskóla og veit svona ca hvað ég á í vændum, sem eru eins og ég hef hingað til komist að, skítleg, löng próf ! (nei ég ætla ekki að reyna að vera jákvæð) 
en ég ætla ða tækla þetta og læra mikið og vel næstu 3 vikurnar og ná prófunum. 
var á hótel Rangá í gær í boði Framrásar og Svenni var með mér... síðasta nóttin okkar ...
hann er núna farinn og kemur ekki aftur í bráð... veit ekki hvað ég á af mér að gera, svona satt best að segja. allt voðalega tómlegt hérna og samt ekki 6 tímar síðan að hann fór. Verð að reyna að muna að einbeita mér að prófunum en ekki að hann sé farinn héðan. 
ætla að byrja aftur á því sem ég gerði í vorprófunum... 

hér er læri-mynd dagsins 
SHARE:

föstudagur, 30. nóvember 2007

örbloggari

Verknámið er búið og það var mjög áhugavert og skemmtilegt, það sama má ekki segja um verkefnin sem fylgdu þessu! :$%&/

anyway...
ætla að hafa þetta stutt...

Blesspartý hjá Svenna í kvöld og svo Hótel Rangá á morgun, kveðjutími á sun.... blandaðar tilfinningar hér á ferð... :/

er ekki ennþá komin á vetrardekk en það er ótrúlegt hvað ég finn lítið fyrir hálkunni á 4x4.... það er ekki nema þegar ég virkilega legg mig fram við það að slide-a að það tekst... kannski að ég spari bara vetrardekk þennan veturinn ? ég held nebbla að ég fari ekkert austur fyrr en 22. des !
SHARE:

fimmtudagur, 22. nóvember 2007

pleeeeh

jájá, lýsi er hollt og allt það..
en mikið djöfull getur það verið vont !

hef ekkert meira að segja þessa dagana... reyni bara að láta þá líða sem hægast og sem hraðast... en samt af næstum sömu ástæðu. en kannski ekki alveg...*hugs*
SHARE:

mánudagur, 19. nóvember 2007

aðeins betra blogg....

já, ég bara henti niður nokkrum línum í morgun til að segja ykkur frá myndunum..

veðrið í kvöld er alveg rooosalega milt og gott... spurning hvort að ég ætti að fara út að skokka bara... mjén, það er góð hugmynd svona þegar ég fer að hugsa út í það !

verknámið er mun meira spennandi en ég hélt. Ég var auðvitað að vonast eftir því að komast inn á meiri "action" deild en bæklunar og háls-nefs-eyrnadeild. I was wrong. þetta er æði ! :)
verknámsverkefnin sem við erum samt látin gera eru ALLT of tímafrek og leiðinleg til að maður fái að njóta þessa alveg í botn, en við eigum að gera vökvaskilnað, þrýstingssárakvarða og miklu fleira sem krefur okkur að elta þá sjúklinga sem við gætum skrifað verkefnin um. en jæja

helgin var fín.
vísó í vistor á föst, sem endaði með ótrúlegri þreyti sem náðist á minniskort (BTH!) vaknað óþarflega snemma á lau til að bruna yfir heiðina og syngja á tónleikum í sal tónskólans. ekki var mætingin neitt svakaleg, en ma og pa (aðal grúppíurnar mínar) mættu nú auðvitað :)

kíkti með svenna og Bjögga svo í innflutningspartý hjá Birgi Má á lau og var ekkert í fjörinu enda rugl illt í maganum efitr kvöldmatinn og náði mér aldrei á strik.

á sun var heldur ekki sofið út heldur skúbbaði svenni mér upp í flugvél, mig frammí og björgvin afturí í frábæru veðri þar sem við flugum þvers og kruss yfir suðurlandið og líka til víkur þar sem við flugum yfir og vinkuðum mömmu og pabba ! :) ótrúlega gaman og LOKSINS LOKSINS fór ég með honum. ;)

kvöldið enduðum við svo saman á tveim fiskum (smjatt!)
SHARE:

víhí

setti inn myndir héðan og þaðan..
þarna má finna myndir frá afmælisbústaðarferð með sunnevu og Eika, Vísindaferð í Vistor, tónleikar með kvennakórnum á selfossi og flug með svenna (og Bjögga) yfir suðurlandið í gær


enjoy

Myndir !
SHARE:

þriðjudagur, 13. nóvember 2007

allt að gerast

...

Verknámið hjá mér byrjaði í dag, er uppá A5 sem er bæklunar og háls,nef og eyrna-deild... allt mjög spennandi og ég á örugglega eftir að fá að prufa fullllllt af nýju dóti !

helst í fréttum er að ég á nýjar gallabuxur, keyptar í warehouse og nýjan bol sem keyptur var í sautján ! ( þeir sem þekkja mig vel vita hvað það er mikill sigur fyrir mig !!!!!

verkefnavinnan heldur áfram og er ég úna að byrja á verkefnavinnu vegna verknámsins.

helgin er ótrúlega óráðin ennþá nema að ég er að syngja á tónleikum á Selfossi á laugardaginn með kvennakór háskólans og verða þeir kl 3 í sal tónskólans á selfossi...Í tilefni af 200 ára afmæli listaskáldsins, Jónasar Hallgrímssonar, verða flutt Jónasarlög Atla Heimis Sveinssonar ásamt kórtónlist eftir Edvard Grieg, en í ár er minnst 100 ára ártíðar hans.
Flutt verða mörg af þekktustu ljóðum Jónasar, s.s. Smávinir fagrir, Söknuður og Ferðalok og frá Norðurlöndunum hljóma m.a. brúðarmars, barnavísur og einsöngslög.
be there or be square ! :)
SHARE:

föstudagur, 9. nóvember 2007

concert ...

fór í gær með Svenna á fráábæra tónleika á vegum Kiwanis og Lions í Grafarvogi til styrktar BUGL Grafarvogskirkju...

ótrúlega margir frábærir listamenn sem komu fram (má þar nefna, pál óskar, diddú, lögreglukórinn, Ragnheiði Gröndal, KK, Herði Torfa, Ragga Bjarna, Agli Ólafs osfrv, osfrv)

af hverju fer maður ekki oftar á svona tónleika ? ég verð eiginlega að viðurkenna að oftast þegar ég fer á tónleika þá þarf ég sjálf að koma fram á einhvern hátt eða einhverntíman á tónleikunum...
já. ég ætla að reyna að verða menningarlegri í framtíðinni

ætli bloggandinn sé núna loksins kominn yfir mig ?
+ takk kærlega fyrir kommentin á færslunni fyrir neðan... ! án þess að fara út í einhverja væmni þá drífur þetta mann ótrúlega mikið áfram.
SHARE:

fimmtudagur, 8. nóvember 2007

bloggari dagsins !

það er án efa ég !
ég á kannski inni svoldinn bloggkvóta...

ég hef svoldið gaman af svona myndum ;)

apríl 2007



okt 2007
SHARE:



muniði þegar ég og Jón hoppuðum í göngutúr í sumar, upp á Sveinstind?...
... og ég talaði um að það hefði verið mikið rok..?
... svo mikið rok að það var ekki bara moldar- og sandrok... heldur flugu steinar líka?

hér er sönnun!
SHARE:

já fínt, já sæll

Allt að gerast...

siðasta helgi var svoldi öðruvísi en vanalega..
fór í Vísó í lyfju á föst, fór heim, fattaði að tölvan væri með bilað ljós í skjánum, bölvaði all svakalega enda átti helgin að fara í ritgerðarskrif... braust inní tölvuna hans svenna til að skrifa ritgerð í notepad. ( jakk ) mundi svo eftir handsnúnu tölvunni minni frá 2001 sem ég átti einhversstaðar, plöggaði henni samband, komst á netið og þar skrifaði ég svo ritgerðina mína alla helgina ! :) - makkinn fór í viðgerð á mán, til þess eins að láta afgreiðslumanninn opna hana og þá kviknaði ljósið og logir enn... gr8 !

fór um 11 uppí bústað til svenna, gauja og Eika þar sem systa var líka komin og enduðum þar næst í pottinum (ruglinu) þegar á leið á nóttina. !

lau fór svo algerlega í ritgerðarskrifin miklu á gömlu (handsnúnu) tölvunni og ég kláraði hana svo alveg á sunnudaginn... frábær árangur þar á ferð, sérsaklega þar sem ég á ekki að skila ritgerðinni fyrr en á morgun !

á mánudaginn tók ég verklegt próf í "aðferðum í hjúkrun II" og stóð það með prýði...
skýrsla fyrir áreynsluæfinguna sem ég var í, í síðustu viku er að verða tilbuin og förum í umræðutíma á morgun og getum vonandi klárað hana eftir það.

kóræfingar allan laugardaginn og svo önnur ritgerðarsmíð (nýrnaritgerðin) verður svo að klárast á sunnudaginn þar sem henni á að skila á mán ásamt greinargerð fyrir verknámið mitt sem byrjar á þriðjudaginn !

kræst !
nóg að gera !

Ég skutlaði inn myndum ykkur til skemmtunar á nýjasta myndaalbúmið frá Árshátíð Víkverja en þar sem ég ætla líka að vera að læra (hóst og skrifa blogg) þá tók ég ekkert til í myndunum eða skrifaði við...

hérna eru þær
SHARE:

mánudagur, 5. nóvember 2007

timaleysi...

það er svo margt sem tekur orðið tíma minn og áhuga þessa dagana að ég er farin að gleyma að blogga...

ég er samt ekki hætt ! ;)

phew !
SHARE:

mánudagur, 29. október 2007

Leti blogg ;)

nenni ekki alveg að blogga strax um helgina en ÞAÐ VAR MIKIÐ GERT !

þar má nefna árshátíð hjá Víkverja og var ég "team leader" í einu skemmtiatriði þar sem ég lét 3 stráka hlýða mér í einu og öllu og þeir stóðu sig MJÖG vel ;)

hvað ég meina með "leti blogg" er að ég ætla bara að kopera textann sem við lásum hérna inn





Þegar við sem teljum okkur vera ungliða í Víkverja röltum um björgunarsveitarhúsið blasir stundum við okkur mikið ævintýraland.
Þar má nefnilega finna hluti sem við getum horft á og klórað okkur í höfðinu lengi yfir og spáð … “Hvað er þetta nú eiginlega og hefur einhver virkilega notað þetta?!”

Tækninni hefur sannarlega fleygt fram síðan við urðum að hugmyndum hjá foreldrum okkar og við erum auðvitað mun fljótari að tileinka okkur tæknina þó svo að við horfum stundum stolt á “gamla liðið” halda á gsm-símunum og velta því fyrir sér af hverju hann pípir af og til. Þau eru nú að reyna sitt besta þessi grey og flestir foreldrar okkar og Björgunarsveitarfélagar hafa haldið sér nokkuð í nútímanum hvað varðar tækninýjungar á björgunarsviðum, að ónefndum tækjum og dóti sem þeir geta fundið sér afsökun fyrir að prufa, skrúfa í og læra á.

Okkar kynslóð fer sjálfsagt ekki fjallaútkall um vetur í nema í að vea innanundir í gerviefna- og ullarblönduðu nærfötunum, goretex gallanum, flíspeysunni sem andar en er vindheld, í göngusokkunum sem eiga ekki að nudda eða láta mann svitna , í leðurgönguskónum sem eru varðir með nýjustu smyrslum svo við blotnum nú örugglega ekki í fæturnar, með vetlingana sem þú ættir ekki að kala í fyrr en í allra verstu veðrum, með gps-tækið í brjóstvasanum og tetrastöðina í hinum, auðvitað er kveikt á gsm símanum einhversstaðar í einhverjum vasanum ef ske kynni að við myndum DETTA í samband á háum punkti.
Hvernig væri hægt að fara á fjöll yfir höfuð ef við hefðum ekki allar þessar nauðsynjar ?!



Sögur herma að ekki fyrir svo löngu voru notaðir aðrir hlutir en þessar nauðsynjar sem ég nefndi hér áðan þegar farið var á fjöll og við björgunarstörf. En hvernig fór fólk að ? Hérna eru 2 ungir björgunarstrákar sem voru fengnir til þess að sýna muninn á “gamla” tímanum og “nýja” tímanum. Fá einhverjir nostalgíu?

Í skoðunarferð okkar um björgunarsveitarhúsið fundum við ýmsa hluti létu okkur komast aðeins nær fortíðinni og þá í fótspor forfeðra okkar eða mæðra.
Lítum hérna aðeins á muninn á gömlu tímunum og tímanum okkar:

Talstöðvar…
Einu sinni voru gamlar CB handstöðvar við lýði… þær er nú auðvitað ekki hægt að nota með nokkru móti… hver ætlar að finna okkur ef hann getur ekki talað við okkur nema að vera í nokkuð góðri sjónlínu ? ég meina.. ef við erum týnd þá erum við týnd og sjáum ekki nokkrun mann… þá er CB stöðin ekki að fara að bjarga okkur
VHF stöðvarnar komu svo… þær voru nú ekki alveg jafn fyrirferðamiklar og CB handstöðvarnar en þær höfðu nokkra galla líka… Þú varðst nefnilega að finna þér endurvarpa, standa upp á hól og vita nokkurnveginn hvar þú ert staddur.
Núna… er komið Tetra … við ættum nú ekki að týnast með þá stöð í vasanum… við þurfum nú samt ennþá að ganga upp á hól til að finna samband, en við getum samt talað við gaurana norðan vatnajökuls og spurt þá hvort að það sé líka farið að snjóa hjá þeim.

Það að rata er ekkert mál fyrir okkur nútímafólkið… við eigum nú flest öll GPS tæki sem segja okkur nákvæmlega hvert við erum að fara, hvernig við eigum að fara þangað og hvaðan við vorum að koma. Allt mjög nauðsynlegar upplýsingar á fjöllum.
Við eftirgrennslan um hvernig í ósköpunum fólk rataði hér áður fyrr var okkur bent á lítið tæki… við horfðum lengi á það og föttuðum svo að það var hægt að opna það.. Þar mátti á líta litla nál sem var föst í eina átt.. Það var alveg sama hvað við gerðu, snérum okkur og dönsuðum en alltaf benti nálin í eina átt. Hvað er nú það ?! Var þá lagt á ráðin og hringt í fróða menn til þess að reyna að komast að hvernig ætti nú að nota þessa græju. Eftir nokkur símtöl fundum við einn sem kannaðist við lýsingarnar og hann vildi meina að þetta væri hlutir sem kallaðist “kompáss” þetta sagði hann með sagði með miklu stolti og jafnframt mátti greina smá söknuð í röddinni.
Við kölluðum hann á okkar fund og hann mætti með tösku og týndi upp úr henni pappíra og lagði svo ofan á þá “kompássinn” heilaga… Þarna sátum við, framtíðarbörnin, öll með mesta undrunarsvip sem við gátum komist upp með og hlustuðum á manninn tala.. Hann reyndi af fremstta megni að útskýra fyrir okkur að pappírarnir væru kort af landinu og hann myndi svo nota kompássinn til þess að miða út áttir og vita hvert hann væri að fara…
Við hristum höfuðin og hugsuðum öll að þetta gæti bara ekki gengið upp… Hann hlyti að vera ruglaður og þar við sat.

Það er greinilegt að í allflestum björgunartækjum og búnaði hefur orðið mikil framför. Tæknin er orðin svo góð að við getum á allflestum stöðum komist í samband við umheiminn og látið vita af okkur. Samband er mikilvægt í björgunarstörfum. GPS auðveldar okkur líka við að rata við erfiðar aðstæður og komast heilu og höldnu heim.
Við tökum ofan af fyrir þeim sem notuðu gömlu björgunartækin sem við horfum á með forundrun og erum stollt af þeim. Við erum líka ánægð með að fólkið okkar vill læra á nýju tækin sem hjálpa okkur við björgunarstörf.

Er tæknin samt kannski að taka yfir ? Ætti hún ekki að vera orðin svo góð að ef maður er nógu vel undirbúinn fyrir ferðir þá ÆTTI Maður ekki að geta týnst og vonandi lent í sem minnstm skakkaföllum?
Jah, jú…Það er þannig svo lengi sem að við verðum ekki batterýslaus !!!
SHARE:

föstudagur, 26. október 2007

i skolanum, i skolanum

... er stundum skemmtilegt að vera..
lentum hjá afar fyndnum kennara í morgun sem kenndi okkur lífeðlisfræði og ég held svei mér þá að hann hafi bjargað deginum.

Willi er farinn og áttum við skemmtilegan tíma saman... svaka morgunverður var á miðvikudaginn en ég fór út í Bakarí og bjó til ferskan ávaxtasafa og alles...
svo var farin alvöru túristaferð um svæðið... kíkt í þjóðminjasafnið (ath að það er frítt í að á miðvikudögum, drífið ykkur þið þarna menningarleysurnar ykkar!) :)
fórum svo á kaffihús, kjöftuðum og ætluðum eftir það upp í hallgrímskirkjuturn... 400 kall ferðin upp ! nei takk ...
kveiktum því baraá kerti og fórum í perluna og skoðuðum "útsýnið" þaðan...
enduðum kvöldið á Reykjavík Pizza company og horfðum svo á Mýrina...
ég er svo menningarleg núna !!

ég er núna LOKSINS búin að finna mér kjól fyrir árshátíð Víkverja sem ég er að fara á, á laugardaginn og tek meira að segja gest með ;) - mamma er í skýjunum yfir því ! hahaha

í gær bakaði ég "hollt kryddbrauð" sem ég fékk hugmynd af af annarri uppskrift og breytti til að gera hana hollari
eiginlega alveg eins og þetta gamla góða sem mamma býr til en ótrúlega hollt...
enginn sykur
ekkert hveiti
enginn egg
engin olía

hér er uppskriftin

3 dl Spelt
1/2 tsk matarsódi
1 tsk vínsteinslyftiduft
1 1/2 tsk kanill
1 tsk negull
1 tsk múskat
2 dl eplamús ( má líka blanda saman bananastöppu og eplamús eða nota bara bananastöppu)
3/4 dl agave sýróp

hrærið öllu saman og skellið í jólakökuform
(ég átti ekki jólakökuform svo að ég notaði lítil sílikon form... sýndist ða það væri ekki vitlaust að gera tvöfalda uppskrift í venjulegt jólakökuform...)

bakaði við 175 gráður þangað til að það var tilbúið

MANA ykkur í að prufa þetta !

setjið svo smá smjör og ost á og borðið. naaammmm!!
SHARE:

þriðjudagur, 23. október 2007

allt að gerast..

já... það er fullt að gerast... ef það er ekki í félagslífinu þá er það í skólanum..

Willi kom á fimmtudaginn og ég gerði frábært salat og fór svo niðrí bæ á Deco með Svenna, Willa, Arnari og Bjögga þar sem ég heyrði Ragga, Danna og Gunna spila og ég segi það hér og skrifa að þeir eru án EFA bestu trúbbar sem ég hef heyrt koma fram... ég vil bara fara sem fyrst aftur og hlusta á þá, hver vill vera memm? ? þeir eru oft á fimmtudögum á Deco, ef ekki alltaf.
Föstudagurinn var rólegur, ég fór ekkert að djamma :) og var bara heima að læra þangað til að svenni og Björgvin komu í heimsókn.
Á laugardaginn var ég mestallan daginn upp í bústað hjá Svenna, að hjálpa mömmu hans aðeins með eitthvað Rótarý lið og þegar það fjör leystist upp þá hófst annað en Eiki vinur okkar átti 25 ára afmæli á mánudaginn og var haldið upp á það að á lau með svaka góðum mat, gítarleik, arineld og svo endað í pottinum... of mikið magn af freyðivíni fór í magann og höfuðið á þeim sem drukku yfir höfuð og segja tölur að við höfum 6 drukkið 13 flöskur ! enginn skal furða sig á höfuðverknum á sunnudeginum.
Allir fóru svo á sun og eftir urðu ég og Svenni og höfðum það nokkuð kósí bara þó svo að við höfum ekki farið í pottinn,... það var bara svo kallt ! :/

ætla að setja inn nokkrar myndir frá verklegri sár og sáraumbúðatíma frá miðvikudeginum í síðustu viku sem var SÉRLEGA skemmtilegur eins og myndirnar sýna :)

SHARE:

þriðjudagur, 16. október 2007

Tiltekt...

búin að vera að taka íbúðina smátt og smátt í gegn síðan á sunnudaginn og er núna búin að þrífa baðherbergið, þurrka af íbúðinni, ryksuga og skúra, þvo dúkinn af borðstofuborðinu og setja annan á í staðinn, setja ný kerti í ljósakórónuna fyrir ofan borðið, og svo tók ég nú til í baðskápunum og skúffunum til að leita að nefdropum um daginn...

Willi er að koma á fimmtudaginn !!! :) ... jih mi hlakkar til :)
þið sem vitið ekki hver hann er þá var hann kokkur á Höfðabrekku í 3 sumur og vann ég með honum í eitt sumar af þeim. ótrúlega fínn gaur og hef ég farið 2svar til Berlín að heimsækja hann. Loksins er hann að koma í heimsókn og verður hjá mér á fim og föst, fer svo austur og kemur aftur á þri og verður fram á fim.

kvefið mitt er alveg að gefast upp á mér og hefur hafið undirbúning á aðskilnaði okkar sem fer fram með snýtingum af og til ... mikið er ég fegin... Fór á milli snýtinga kóræfingu í kvöld, hitaði upp röddina og hæsin er svei mér þá að fara líka. Jólin virðast vera á næsta leyti þar sem að við sungum jólalög.. oh, ég elska að vera í kór! þá fær maður alltaf að taka gott forskot á jólalagasæluna !!

mig hlakkar ogguponsu til á morgun líka... en ég segi ekki af hverju ;)

best að halda áfram að lesa undir verklega tímann í sár og sárameðferðum ...

"Ef um graftarkýli (abcess) er að ræða má líka draga gröft upp í sprautu og senda þannig á sýkladeild. Þannig næst betur í loftfælnar bakteríur sem hugsanlega eru í sárinu."

lov it !
SHARE:

mánudagur, 15. október 2007

svo flott...!

Þið sem fylgist með blogginu mínu munið kannski eftir því þegar ég var að tala um listaverkið eftir Ron Mueck sem ég sá í Aros, listasafninu í Århus í ágúst...
Þar sá ég listaverkið "boy" og reyndi mitt besta að lýsa upplifun minni á þessu, þetta var svo stórt, fallegt og nákvæmt.. !

ég hef hérna fundið myndband með fleirum verkum eftir hann...


Ron Mueck - The most amazing videos are a click away

þið verðið EKKI svikin af því að horfa á þetta, þetta er svo flott ...
SHARE:

it's monday again

hristist í bæinn í gær sem var nú ekki jafn slæmt og alltaf, ég var nebbla svo heppin að ég fékk símtal sem entist alla leið á selfoss svo að mér leiddist voðalega lítið. Alltaf skal umferðin samt breytast í 70-80 km/klst þegar maður er kominn frá selfossi... anda inn Ragna Björg... anda út...

Ballið var snilld, skemmti mér ógeðslega vel bara og byrjaði í fyrirpartýi hjá Gumma Vigni og Kolbrúnu. Fámennt vará balli þegar við looooksins drulluðum okkur á ball og fékk ég far með Fýrunum. upphófst dansinn um leið og inn var komið því að ekki var nú svo troðið á dansgólfinu en hljómsveitin var frekar góð og fámenni skipti litlu máli. Á einhverjum tímapunkti fannst einhverjum voðalega sniðugt að hengja Canon eos 400 vél um hálsinn á mér og datt sú hugsun inn í höfuðið á mér nokkrum sinnum hvað ÞAÐ var ekki sniðug hugmynd... manneskjan sem hafði haft 3 drykki til að drekka í einu ekki hálftíma áður en klárað þá alla áður en hún fór á ball... held þó að myndavélin hafi skilað sér heil með FULLT af myndum á minniskortinu... haha

Lúlli fékk bón í gær og heilsan mín varð eitthvað furðuleg, ég kenni kvefinu sem hefur heltekið heilann á mér um það heilsuleysi. Í gær þegar ég var að fara að sofa mundi ég að ég gleymdi að stela nefdropunum sem höfuð haldið mér á lífi í vík og fór því í leiðangur út um alla íbúð í leit að einum slíkum... Eftir að hafa tekið til í baðskápunum og baðskúffunum fann ég enga... og ég var alveg við það að kafna... engin ráð virtust duga, ég var stífluð og þetta var neyðarástand. Þegar ég hafði játað mig sigraða og ætlaði að fara með bænirnar áður en ég lagðist til svefnsins langa þar sem miklar líkur væru á því að ég myndi kafna í mínu eigin **** sá ég birta yfir kommóðunni minni, haldiði ekki bara að þar hafi útrunnir nefdropar staðið og ákallað mig, ó mig auma hvað ég var glöð. útrunnir eða ekki þá voru þetta nefdropar, komnir til að bjarga mér....!

skemmtileg lesning í morgunsárið..
kenni hafragrautnum sem ég kom með í skólann um..
SHARE:

laugardagur, 13. október 2007

veit ekki...

... af hverju ég er ekki búin að blogga...
er jú alveg búin að vera að gera svipað síðustu 2 blogglitlu vikurnar sem núna eru liðnar eins og hinar vikurnar þar á undan, nema kannski eitt sem er að halda athyglinni minni þessa dagana... nóg um það samt.

Er komin í Víkina þessa helgina, einu sinni enn... kem líka næstu OG þarnæstu... argh... óska eftir bensínstyrk eða samferðarmanni/mönnum, þetta er farið að verða svoldið leiðinlegt.
sleppti vísó og októberfest HÍ í gær, var slöpp, sorrý, og fór í body pump.... ÞAÐ var ágæt upplifun... Grískur guð stóð fyrir framan mig, sveittur frá toppi til táar, sítt hár í tagli, talaði fallega ensku og kallaði okkur allar Darling... í skelfingu minni og klígjugirni ákvað ég að bæta einu lóði í viðbót við stöngina mína og píndi mig enn frekar.
- edrú í gær ! victory victory...

í dag kíkti ég aðeins á stóra stráka í stórustrákabílaleik, puðrandi í hringi og spólandi og fylgdist með öðru auganu á konur ökumannanna sem stóðu með aðra og gott vel ekki báðar hendur upp í munninum á sér af stressi yfir aksturslagi manna sinna og loftköstunum á þeim þegar þeir skoppuðu framhjá í hverjum hring. Sá sem vann var þó einhleypur... kannski hafði það eitthvað að segja... þori ekki að segja :)

í kvöld er ball... Kopar spilar fyrir dansi í Leikskálum. Hef ekki farið á ball í leikskálum siðan... uuuh, þorrablótinu í fyrra. Án gríns... þetta var balllaust sumar, alveg glatað. Nú er samt Víkin að fara að taka við sér og það eru 3 böll í einum mánuði ! allt eða ekkert. skyldumæting á ball hefur mér verið sagt af Mattý því hennar ektamaður ætlar að leiða dansinn og draga mann í ruglið. . . :)

á morgun fær Lúlli (bíllinn minn) smá bráðabirgðarbón fyrir veturinn og verður KANNSKI þrifinn að innan líka.. Olíuskipti fékk hann áðan og enn einu sinni fékk ég komment frá pabba.. "það sást nú ekki á olía á kvarðanum Ragna Björg..." uuuh... SO ! :) hann ætti þó að vera fullur af olíu núna og sést kannski á kvarðanum því til sönnunar.
SHARE:

laugardagur, 6. október 2007

myndir

Tekin 3. mars 2007


tekin 7. júlí 2007


tekin 5. okt 2007



já, alltaf að sjást meiri og meiri munur
SHARE:

föstudagur, 5. október 2007

I'm alive...

úff... langt síðan ég bloggaði síðast..
Frá því að ég bloggaði síðast hef ég
-farið í sumarbústað
-marinerað mig of mikið í heitum potti
-farið í fjallgöngu
-lært að sprauta undir húð og í vöðva
-verið í ruglinu
-eiginlega ekkert verið í skólanum ( er eiginlega enginn skóli núna)
-farið tvisvar til munda og ekki dáið ...

man ekki meira núna

er í kvöld ða fara á Grillið á Hótel Sögu... í afmæli hjá Pétri sem á Halldórskaffi...
---> einn besti díll sem ég hef gert fyrir gigg skal ég segja ykkur
---> hlakka til

er svo að fara austur á morgun, laugardag og reyna að taka á einhvern hátt þátt í Menningarveislunni sem stendur þar yifr um helgina. svo er líka jeppaklúbbshittingur á Ströndinni kl 9, ég læt mig nú ekki vanta þar ;)
hmm hvað fleira?
jú.
Þorbjörg og Fúsi eiga afmæli á sunnudaginn ( búin að kaupa afmælisgjafir ! :) )
Pálmi á afmæli í dag og Pétur Vert er að halda upp á afmælið sitt í kvöld... 60 ára RISA veisla...hlakka til að fara með Fúsa og Guðnýju og njóta lífsins ;) Pétur átti samt afmæli 17. eða 18. júní...svona er að reka kaffihús úti á landi.. það er enginn tími fyrir einkapartý á sumrin ;)

en jæja

ætla annað hvort í sund eða í baðhúsið... get ekki ákveðið hvort

c ya
SHARE:

fimmtudagur, 27. september 2007

HELGIN ..

NÁLGAST !!

var ég búin að segja ykkur hvað ég er að fara að gera um helgina ?
ha ? ha? ha? ha? ha?

Ég er að fara í sumarbústað upp að Eystri-Ásum með Rósunum mínum... Hildi, Þorbjörgu, Þurý, Hrönn og Mattý, því miður vantar 7. rósina og það er Hugborg sem er að fara í stórt próf eftir helgi...
-Við eigum allar eftir að sakna þín...

Sumarbústaðurinn verður sjálfsagt ólýsanlega skemmtilegur ...
ætlum t.d. að :
fara í göngu, stýrðri af Rögnu ofvirku
oft oft oft í pottinn
grila.. allavegana tvisvar
Þorbjörg ætlar að baka brauð :)
spila um farandstokkinn
syngja saman
kjafta saman
drekka saman
gera margt af okkur sem ekki verður sýnt á síðunni minni


djísus ég hlakka til !
SHARE:

one of those days...

sem ekkert virðist ætla að ganga upp...
(ath, dagurinn í gær semsagt... :) )

A. Mætti í skólann kl 8 í fjórfaldan lyfjafræðitíma... enginn kennari kom... Hvar ætli þeir troði á mann aukatíma af því að kennarinn gleymdi að mæta?
B. Týndi hleðslutækinu fyrir tölvuna... það varð valdur að 3 aukaferðum fram og til baka að heiman og upp í skóla til að leita að því. Að lokum fannst það (það gekk þó upp að lokum)
C. Skellti skúffu all hressilega á þumalinn á mér (Ái!!) hann hangir samt ennþá á.
D. Við tannburstunina í gærkvöldi fann ég allt í einu fyrir miklum sársauka... EINA fyllingin mín utan á einum jaxlinum hrundi af... ekki beint gott... Teddi ætlar að redda mér kl 12 sem betur fer ! (phew!)

í dag verður betri dagur en í gær ! :)
SHARE:

þriðjudagur, 25. september 2007

5 x Ragna.is

Ég hef gert smá uppgötvun .... ég er búin að blogga í 4 ár !! já, alveg síðan 12. september 2003... haha... þá var ég bara krakki í MH ... (BETRA BTH ?)
ef þið viljið þá hef ég tekið færslur sem eru bloggaðar á svipuðu tímabili og bloggið sem ég bloggaði áðan og sett hérna saman og linka inn á þær....
5 blogg frá ca 25. september síðustu 5 ár... vá, þetta rifjaði upp margar minningar !


p.s. þið sem nennið ekki að lesa... farið þá bara í næstu færslu fyrir neðan og þið finnið þar bloggið sem ég bloggaði fyrir 25. september 2007 ;)

fimmtudagur, september 25, 2003

þarna var ég að fara norður í Laufskálaréttir... sem endaði með hringferðinni miklu með Árúnu... góðar minningar ! p.s. þið sem nennið ekki að lesa... farið þá mjööög neðarlega á síðuna og þið finnið þar bloggið sem ég bloggaði fyrir 25. september 2007 ;)



mánudagur, september 27, 2004


Árún... mannstu eftir þessu... ? ? ? Helgin mikla, við djömmuðum og gerðum ALLAN andskotan af okkur sem rataði kannski ekki alveg í bloggið en við munum það þó...
no comment... hahahahaha



miðvikudagur, september 28, 2005
Ég á bágt með að trúa að þetta hafi verið 2005! ég var þarna að fara að undirbúa mig fyrir að flytja til Englands og Ninna vinkona bjó hjá mér í viku...



þriðjudagur, september 26, 2006

Þarna var Ragna í þungum þönkum... Byrjuð í háskólanum og alvaran tekin við... Klásus að drepa mig.... :) ég lifði hann þó af að lokum...


5 ár af rögnu.... gjöriði svo vel ;)
SHARE:

árangursblogg

25. september, 2007

Ég er þakklát fyrir öll kommentin frá ykkur.. nafnlaus eða ekki.
Ég fór kannski að átta mig aðeins meira á að þetta er kannski aðeins meiri árangur en ég var búin að gera mér í hugarlund (að missa 20 kg... alveg sjálf og bara með hreyfingu og mataræðisbreytingum) ...
ég horfði allavegana ekki þannig á þetta sem eitthvað svakalegt of merkilegan árangur enda er ég búin að vera að þessu í 9 mánuði... misdugleg þó verð ég að viðurkenna, en aldrei hætt !
þá er komið að því að segja það sem ég ætlaði að segja hérna núna...
muniði eftir blogginu hérna fyrir neðan með fyrir og eftir myndunum?
þar talaði ég um að markmiðið væri að skokka 3 km..

hvað haldiði..

í kvöld var þetta brilliant veður og ég fór ekki í einkatíma til munda í dag, ég varð því að hreyfa mig eitthvað, plús ða ég var búin að sitja allan daginn yfir bókunum ... já ... hreyfing alveg nauðsynleg!

ég var búin að fara til Ingibjargar Rósu og fá lánaðan Garmin skokk-úr... það getur sko allan andskotan skal ég segja ykkur...
en jæja...
ég byrjaði á að skokka í kringum klambratúnið, skokkaði svo þaðan niður snorrabrautina, niður að sæbraut og skokkaði svo meðfram sjónum, fór upp krinlumýrarbrautina, út af henni á milli borgartúns og laugarvegar og skokkaði svo upp heim hliðina á snælandsvideoi ... og vitiði hvað...

5 KM !!!
... 5 km af stanslausu skokki og engu stoppi.... 38 mínútur af stanslausri hreyfingu! *brosallanhringinn*

ég gat þetta, ég gat þetta, ég gat þetta...

ég vona að vigtin fari að taka við sér aðeins... hún hefur eitthvað takmarkað færst niður síðan í þarsíðustu viku þrátt fyrir margar ferðir í ræktina og gott mataræði... ætli það sé komið að stoppinu sem alltaf kemur og maður má ekki gefast upp á ? ? ?
fjárinn... ef svo er þá þýðir það bara meiri hörku þangað til allt fer af stað aftur... Ekki er það verra að þolið sé ALLT á uppleið...

ég er ósigrandi ... ( upp að mínum markmiðum allavegana... )

Ragna glaða... *með tár í augunum*
SHARE:

Bláberjaspeltmuffins

Var búin að lofa Þorbjörgu hjúkku að henda þessu hérna inn ;)
(p.s. ég setti smá olíu í stað fyrir smá af maukinu, ég átti ekki nóg... í stað þess festust muffinsins ekkert við pappírinn í forminu og þurfti ekki að klippa út ógrynni af smjörpappírshringjum... enjoy ! )

Amerískir bláberja- og pecanhnetumuffins ,
tekið af síðunni CafeSigrun.com



Þessi muffinsar eru ÆÐI, nammi nammi namm, pecanhneturnar verða svo góðar þegar þær bakast svona með í deiginu. Upprunaleg uppskrift kemur frá Deliu Smith, en ég breytti uppskriftinni aðeins til að gera hana hollari

Amerískir bláberja- og pecanhnetumuffins
Gerir 12 stykki


300 gr lítil bláber, frosin eða fersk. Ef notuð eru frosin skal taka þau út úr frystinum rétt áður en þau eru sett í deigið og losuð sundur með t.d. hníf því annars þiðna berin og deigið verður fjólublátt og óspennandi.
100 gr pecan hnetur, smátt saxaðar. Nota má valhnetur í staðinn
300 gr spelti
2 tsk vínsteinslyftiduft
1/2 tsk heilsusalt (Herbamare)
2 stórt eða tvö lítil egg
150 gr ávaxtasykur
2 msk hreint hlynsíróp (enska: maple syrup) eða agavesíróp
110 ml undanrenna (minna ef notuð eru frosin bláber). Ekki víst að þurfi meiri vökva svo geymið alveg þangað til síðast
250 ml Hipp Organic barnamatur, blueberry and apple dessert t.d. (án viðbætts sykurs)
2 tsk vanilludropar eða vanilluduft

Ofaná til skreytingar
50 gr pecan hnetur, smátt saxaðar
1 msk (eða meira) af ávaxtasykri, pínulitlu dreift á hvern muffins

Aðferð:
Sníðið bökunarpappír (klippið út hring að stærð við undirskál) fyrir hverja möffinsholu. Sjá athugasemdir hér fyrir neðan. Einnig má nota siliconform og þá þarf ekki að nota bökunarpappír.
Forhitið ofninn í 200°C.
Byrjið á því að sigta saman speltið, lyftidufið og saltið í stóra skál
Í aðra skál skal blandað saman eggi, ávaxtasykrinum, hlynsírópinu, mjólk (ef þarf), vanilludropunum og bláberja/eplamaukinu.
Setjið nú þurru hráefnin saman við eggjablönduna og veltið aðeins með stórri sleif, mjög varlega þannig að ekki sé hrært of mikið. Ekki vera hissa þó blandan sé ferlega ljót, hún á að vera þannig til að muffinsarnir verið léttir.
Blandið nú bláberjunum og pecanhnetunum í blönduna, og hrærið sem allra minnst, bara rétt að velta þeim við.
Setjið nú blöndu af deiginu í hverja holu í forminu.
Fyllið ekki hverja holu meira en 2/3 upp að rönd.
Dreifið afgangnum af söxuðu pecanhnetunum og smá af ávaxtasykri á hvern muffins.
Bakið í 30 mínútur eða þangað til muffinsarnir hafa risið vel og eru gullbrúnir.
Kælið í 5 mínútur.

Þetta er frekar lítil uppskrift, ég geri hana yfirleitt tvöfalda því muffinsarnir hverfa eins og dögg fyrir sólu!!!!
Ef maður notar ekki olíu eða smjör í deigið þá getur maður hvorki notað venjuleg pappírsform, né muffinsbökunarplötuna. Það fást sem sé ekki muffinspappírsform sem maður getur sett í án þess að þurfa að nota smjör eða olíu í deigið. Ég er búin að leita út um allt. Ég hef í staðinn sniðið hringi (strika með penna utan um undirskál) úr bökunarpappír og sett í hvert muffinspláss og svo deigið þar ofan í. Það er hægt að nota möffinspappírinn svo um 6 sinnum. Einnig má nota siliconform og þá þarf ekki bökunarpappír.

svo að lokum... ef þið munið ekki hvernig herlegheitin litu út..
.... ég setti þetta í muffinsform-bakka (á ekki silikon) setti því alveg slétt fullt pappírsformið svo að muffinsið verður mjög bústið og girnilegt.
SHARE:

mánudagur, 24. september 2007

jamm og jæja

ég er alveg að fara að blogga...

tvennt stendur uppúr þó sem ég ætla að nefna strax..
söng í skírninni hjá Boggu og Jóa á föst ásamt fúsa sem spilaði undir...
litli drengurinn fékk fallega og íslenska nafnið Patrekur Trausti .... *svo sætt barn að það er varla eðlilegt*
svo á laugardaginn, sama dag, eignaðist Jóna Sólveig bekkjasystir mín litla stelpu sem hefur verið nefnd Sóllilja.
ótrúlega fallegt nafn líka...

C ya
SHARE:

fimmtudagur, 20. september 2007

Dr. House

já, ég og Dr. House eigum date í kvöld..
hjúkkan í mér lætur mig líka stundum sitja með tölvuna í fanginu, wikipedia opið og svo get ég flett upp sjúkdómunum sem hann lætur sér detta í hug í sjúkdómsgreiningarferlinu... já, námsfús stelpa! ;)
það sem á daga mína hefur drifið síðan siðast...:

-búin að taka til í herberginu hans þráins (fyrrverandi ? ;) ) og búin að koma mér vel fyrir með lærdómsaðstöðu þar...
-ný þvottavél hefur bæst í einmenningsfjölskylduna mína... hún þvær... það er annað en hin gerði ...
-búin að sitja brosandi yfir öllum kommentunum ykkar hérna fyrir neðan... !
... já og margt fleira sem þið fáið ekki að vita ;p
SHARE:

þriðjudagur, 18. september 2007

hæhæ

jæja...
ég er mikið búin að spá í hvort að ég eigi að vera að opna mig eitthvað meira hérna á blogginu.
hef semsagt ákveðið að láta bara verða af því þó að þetta sé pínu skrítið ;) ég hef alltaf passað mig um hvað ég skrifa og hef kannski ekki skrifað neitt mjög mikið um þetta tiltekna mál.


ég semsagt byrjaði að hreyfa mig og borða hollar einhverntíman um miðjan janúar. Ástæðan fyrir að ég ákvað að fara að byrja í þessu öllu saman var ekki sú að ég væri á nokkurn máta óánægð með sjálfa mig, ég er nú bara ég og alltaf jafn sæt ;) En... heilbrigt líferni, það að geta gert miklu meira án svona mikillar áreynslu og vera virkari og hressari var eitthvað sem ég vildi SVO gera.
Ingimundur frændi tók mig því aðeins á teppið og lagði fyrir mig línurnar auk þess sem að ég var látin skrifa matardagbók og mæta til hans einu sinni í viku. Þetta fór ANSI hægt af stað fannst mér og ég var með krónískar harðsperrur viku eftir viku en ekki hætti ég. Slefaðist í ræktina 4-5 sinnum í viku þó svo að stundum hafi það bara verið 3svar í viku. Mataræðið var svoldið tekið í gegn og ég hætti að lifa á brauði, pasta og kartöflum, en NB, ég hef ekki tekið þetta alveg af matseðlinum. Reyni samt að borða ekkert svona á kvöldin og vel mér spelt framyfir hveiti... borða minna af þessu o.s.frv. Nammi var ALVEG tekið út af matseðlinum um áramótin og var það bara EKKERT erfitt... þetta er líka bara drullu dýrt ef ég ætla að fara út í það. Ég borða þó aðeins nammi í ferðalögum og um jól og páska. Vitiði ... ég er EKKI að fara að sleppa ÖLLU sko ;) haha... held að ég væri nú löngu búin að gefast upp líka. Ég leyfði mér þetta og sleppti þar af leiðandi út nammidögum á laugardögum.

Skyr og hafragrautur fóru að fara að vera í morgunmatinn og ógrynnin öll af ávöxtum yfir miðjan daginn. Grænmeti fór svo að sjást meirihlutamegin á diskunum mínum og ég var mætt með boozt eða heimatilbúinn safa á furðulegustu samkomur ;)
já. svona var jan-maí. Mundi reyndi alltaf að drepa mig vikulega og ég fór að styrkjast ótrúlega, þolið ekki alveg komið á góðan stað en ég gat nú ekki orðið verri svo að ég hélt áfram að svitna með bros á vör.

í sumar var ég auðvitað í Vík og var ég svolítið stressuð yfir að klúðra nú öllu. Ég var nú eftir allt að vinna í eldhúsi með allan þennan góða og óholla mat allt í kringum mig og mikið að vinna svo að ræktin yrði sjálfsagt ekki jafn mikið notuð eins og hérna í bænum.
Ég reyndi þó eins og ég gat að halda áfram matarvenjunum sem höfðu hentað mér svona vel um veturinn og fór og synti, skokkaði og gekk upp á fjall nokkrum sinnum í sumar (fór samt ekki nánda nærri eins og oft og um veturinn! ) Samviskubitið var alltaf að naga mig og satt að segja hjálpaði það nú bara svoldið ;) ég fór þó og synti og skokkaði þess vegna, jú og það var svo gott !

upp úr byrjun sumarsins fannst mér eins og það væri loksins farið að sjá á mér að ég hefði misst einhver kíló og fólk var farið að spurja mig hvað ég hefði eiginlega að gera. Hvort ég væri í megrun eða átaki?!
nei...
ég er EKKI í megrun eða átaki...
það er eitthvað tímabil sem fólk klárar og fer svo aftur til fyrra lífs (í mjög mörgum tilfellum) Ég er heldur ekki á neinum kúr eða tek einhverjar töflur til að brenna.
það eina sem ég er að gera er að lifa heilbrigðu líferni með slatta af hreyfingu.
Það er nú ekki flókið reikningsdæmi að borða minna en þú brennir (eða einhversstaðar á svipuðum nótum) og þá mun líkaminn brenna þína fitu? -svona ef það á að setja þetta upp í MJÖG einfalt dæmi.

nú er eg komin aftur í bæinn og planið byrjað aftur. Ræktin 4-5 sinnum í viku auk þess sem ég hitti Munda einu sinni í viku og lyfti. Mataræðið er að detta í gott plan og þolið fór allt í einu sinni við sér seinni part sumarsins. ég t.d. er farin að geta skokkað í 20 mínútur samfellt. haha... ekkert maraþon, en spáið í því... í mars gat ég skokkað 1 og hálfa mínútu og þá var ég komin með hlaupasting og orðin hálf blá í framan ! Þetta er ótrúlegt sko !
3 km markið er alveg að nálgast og lætur það mig skokka oftar.. ég skal !

en hvað er ég búin að missa mörg kíló ? (ég var mest að spá í hvort ég ætti að setja það hingað.)
en já
heil 20 KG ! ! ! (og vonandi ekki hætt!)

langar að setja inn "fyrir og eftir" myndir bara til að minna mig sjálfa á hvernig ástandið var...


tekin rétt fyrir jól 2006

tekin fyrir 2 vikum

og svo ein samsett.... sést enn betur

úff... mikið var skrítið að skrifa þetta...
SHARE:

sunnudagur, 16. september 2007

Tunguball...

já... bókstaflega !
hahaha

lifði þetta af sem áður, dansaði af mér alla útlimi og ekkert stopp var nema rétt svo í hléinu...

heimferðin er einhver hluti sem ég man EKKERT eftir, hvað þá að hafa farið inn heima, klætt mig úr (og tekið úr mér linsurnar) og farið að sofa...
einhverjar (ýktar?) lýsingar fékk ég þó frá fjölskyldumeðlimunum frá þessum glataða klukkutíma mínum.

þynnkan í dag hefur verið furðu lítil en ég er aum allsstaðar... kenni ræktinni á laugadeginum bara um... ( ekki dansinum)

nokkrar myndir á morgun

c ya
SHARE:

laugardagur, 15. september 2007

Helgin...

Kom austur seint í gærkvöldi og kíkti aðeins við á kaffið... ÞVÍLÍKAR móttökur hef ég ALDREI fengið það og ætla ég að lýsa ástandinu eins og þegar við fúsi hættum að spila kl 4 og allir tryllast, stappa niður fótum, klappa saman höndum, skella lófum á borðin og öskra "meira meira meira"
í þessu tilfelli voru þetta um 20 kvenmannslausir hjólagarpar, aleinir og yfirgefnir á kaffihúsinu og höfðu greinilega ekki séð kvenmann fyrr (þetta kvöld)
ég roðnaði eins og mest ég mátti og vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér...
þegar ég var svo búin að ræða við Pétur Vert ( er sumsé að spila á Hótel Sögu, Sunnusal þann 5. okt í einkasamkvæmi) inní eldhúsi og gekk svo út úr kaffihúsinu eltu mig hvorki minna né meira en 4 karlmenn sem vildu ólmir tala við mig og bjóða mér í glas...!
ég samt afsakaði mig pent og stakk af...

í morgun vaknaði ég bara snemma og mundi það ða ég ætlaði að fara út að skokka... eitthvað fannst mér þó heyra í roki á glugganum og dró því frá... sem ég hefði betur átt að sleppa !
úti á glugganum sá ég slydduna renna niður glerið og bak við gluggann sá ég tré berjast í rokinu... Fjöllin orðin skjöldótt af slyddu og allt eitthvað voða vetrarlegt ...
hef komist að því að sundlaugin sé opin til 3 (eða 5) og fer því bara í ræktina þar.

Tunguball í kvöld... veeeeei ;)
að því tilefni ætla ég að rappa örlítið og hef ég fengið dansara mér í lið til að undirstrika textann frekar


*Í dag vil ég drekka mig fulla
og dofna í kollinum og bulla
nota allan minn mátt
í að æpa það hátt
að það er íslensk hefð að sulla*
SHARE:

föstudagur, 14. september 2007

Ballferð

jæja

Réttarball í Tunguseli laugardagskvöldið 15. september

Sætaferð verður farin frá bankanum kl
11.30

Skráning í síma 866-0781

(p.s. ekki voðalega stór bíll svo skráið ykkur fljótt)
SHARE:

miðvikudagur, 12. september 2007

Jobbi


Sjáiði hver er í pössun ;)

já ég er sko komin í náttföt og verð það sko í allan dag !
-verst kannski fyrir fólkið í baðhúsinu að ég á eftir að fara þangað á eftir...
vibba veður !!!!!
SHARE:


hjúkka framtíðarinnar ? :D
SHARE:

1. tími á miðvikudegi

"hæ ég heiti Gunnar Guðmundsson og við ætlum að tala um hjáverkanir lyfja í 3 TÍMA, passar það ekki?!

GREAT!!!!


(húmoristi samt)
SHARE:

mánudagur, 10. september 2007

glosurugl...

stundum get ég glósað í hringi án þess að skilja nokkuð í minn haus !

"C3 getur klofnað að sjálfu sér í C3a og C3b í plasma og C3b getur bundist yfirborði sýkils. Þáttur B bindst C3b og þáttur D klýfur B í Ba og Bb. C3bBb myndar annan C3 klippi sem klippir meira af C3 niður í C3a og C3b. "

WHAT?!
SHARE:

helgarmyndir

myndirnar frá þessari helgi eru af:

Vísindaferð í 112
-varðstofan þar sem 112 símtölum er svararð
-landstjórnarherbergið
-fyrirlestur um 112
-fengum að skoða og prufa slökkviliðsmenn.. nei ! ég meina slökkviliðsbúnaðinn.

Réttir
-Ragna skýtur af byssu í fyrsta sinn...
-Réttir og kindur
-fyrirpartý fyrir réttarball
-rútuferð á réttarball
-réttarball og almenn ölvun


myndirnar eru HÉR
SHARE:

föstudagur, 7. september 2007

snillllllld !

Hver elskar ekki bohamian rhapsody ?

ég þakka því internetinu KÆRLEGA fyrir að gera manni það kleift að sjá þessa snilldar útsetningu

8 strákar sem syngja þetta a capella ....

MUST SEE !!!
sérstaklega á föstudegi :)




mín plön þessa helgina eru að fara í Vísindarferð á Neyðarlínuna á eftir, EDRÚ (jájájá, þetta verður eina skiptið mitt sem það gerist ég lofa ! )
austur í kvöld og svo réttir í sveitinni á Hunkubökkum á morgun kl 8!
Réttarball í Hvolnum laugardagskvöld verður líka á dagskránni og almenn þynnka á sunnudeginum.

góða helgi öll sömul :)
SHARE:

miðvikudagur, 5. september 2007

Bláber!!

já, ég ákvað að drífa mig í DAG svo að það fari nú ekki að frysta og þau eyðileggist...

fann ótrúúlega mikið af bláberjum og týndi, ein með sjálfri mér og Shuffle litla í klst í heila hnoðskál... NAMM!
hvað ég ætla að gera við þau er ekki alveg ráðið en eitt veit ég... að næstu daga verður allt með bláberjum!
bláberjahafragrautur-bláberjaboozt-bláberjamuffins-bláberjaskyr-bláberjate....

fáiði ekki bara vatn í munninn?

tók svo nokkrar myndir á símann, ég er alveg skemmtilega yfirlýst á einni, ég er EKKI svona hvít ! :)
svo er síðasta myndin af spelt-bláberjamuffinsinu sem ég var að baka... engin fita ( nota barnamauk ) enginn venjulegur sykur ( heldur er ávaxtasykur og agave sýróp) já og svo eru pekanhnetur þarna líka... óguuuuð... svo gott en samt nokkuð hollt ( í hófi)




SHARE:

prufiði :D

Hvernig á að finna út aldur þinn


Ekki segja mér aldur þinn; þú myndir hvort eð er ekki segja satt ? En þjónninn á veitingahúsinu gæti vitað það!

ALDUR ÞINN MEÐ VEITINGAHÚSAAÐFERÐINNI

Þetta er nokkuð sniðugt




EKKI SVINDLA MEÐ ÞVÍ AÐ SKRUNA NIÐUR SÍÐUNA STRAX!
Þetta tekur ekki meira en mínútu og þú reiknar þetta saman um leið og þú lest ...

1. Byrjaðu á því að velja þér tölu, þ.e. hversu oft í viku þú viljir fara út að borða. Talan verður að vera hærri en 1 og lægri en 10.

2. Margfaldaðu þessa tölu með 2 (svona bara til að gera þetta áhugavert)

3. Bættu við 5

4. Margfaldaðu útkomuna með 50.

5. Ef þú hefur þegar átt afmæli á árinu, bættu við 1757 .
Ef ekki, bættu við 1756.

6. Dragðu nú fæðingarárið þitt frá, fjögurra stafa tala.

Nú ætti þú að eiga eftir þriggja stafa tölu.

Fyrsta talan er upprunalega talan þín, þ.e. hversu oft í viku þú vilt fara út að borða.
Næstu tvær tölurnar eru

ALDUR ÞINN ! -------- (Ó, JÁ !!!!)
SHARE:

mánudagur, 3. september 2007

gott lag

þetta er lag sem lætur mig langa til þess að finna hárbursta og syngja hástöfum og vera að elda í leiðinni.. veit ekki af hverju samt :)




er það augljóst að ég sé að læra og svöng ? ;)
SHARE:

Danmörk










nokkrar myndir frá Danmörku
SHARE:
Blog Design Created by pipdig